Tíminn - 24.10.1925, Blaðsíða 2
184
TlMINN
Org'el-liarmoníum
hin bestu og vönduðustu sem til landsins flytjast eru frá B. M. Haugen
í Noregi. Umboðsmaður á íslandi er Sæmundur Einarsson Þórsgötu
2 Reykjavík, sem gefur allar upplýsingar.
Þátttaka Islendinga
í heimsstyrjöldinni.
Vér íslendingar vorum ein af
þeim fáu þjóðum, sem áttu því
láni að fagna, að vera hlutlaus-
ar í heimsstyrjöldinni. En þó ís-
lenska ríkið væri hlutlaust, þá
barðist þó nokkur hluti íslensku
þjóðarinnar, og ekki lakasti hlut-
inn, á vígvöllunum.
Nú er svo komið að hérumbil
fjórði hluti íslendinga býr í lönd-
um, sem enskar þjóðir ráða. Kan-
ada og Bandaríkjum Norður-
Ameríku. Og þegar þessar þjóðir
gengu í ófriðinn, urðu Íslending-
ar einnig að hervæðast eins og
aðrir borgarar ríkjanna. þó að
þeirra væri, sökum fámennis,
ekki mikið getið, þegar blöðin
fluttu stríðsfréttimar, þá er það
þó víst, að fáar eða engar þjóð-
ir hafa átt betri hermenn á víg-
völlunum, en fámenna smáþjóðin,
íslendingar.
Félag eitt íslenskt í Vestur-
heimi, sem nefnir sig Jóns Sig-
urðssonar félagið, hefir reynt að
safna saman upplýsingum um
alla íslenska hermenn og hefir
gefið út stórt minningarrit um
þá. Bók þessi heitir Minningarrit
íslenskra hermanna. Og er það
prentað í Winnipeg 1923 og er
525 blaðsíður í fjögra blaða broti.
í því eru stuttar æfisögur allra
þeirra íslendinga er í stríðið
gengu ásamt myndum af þeim.
Svo eru nokkrar ritgerðir, sem eru
lítils virði. Bókin er fallega prent-
uð, pappírinn góður, og myndirn-
ar yfirleitt skýrar, en gallar eru
það, að heildarregistur vantar,
svo afarerfitt er að nota bókina
til rannsókna og svo eru íslensk
bæjanöfn svo skakt sett, að undr-
un sætir.
þrátt fyrir mikla galla hefir rit
þetta þó afarmikla þýðingu, og
ætti skilið að verða keypt af
hverju einasta lestrarfélagi og
bókasafni á landinu. það er of
dýrt til þess að einstaklingar
yfirleitt muni sjá sér fært að eign-
ast það. Eg hef rannsakað það
og birti hér útdrátt úr þeim at-
hugunum. Sumstaðar hefi eg bætt
við upplýsingum eftir opinberum
skýrslum bresku stjómarinnar
(Casualty List, Honours List) og
kemur hér árangurinn af þessum
rannsóknum.
Alls er talið svo til að 1245 Is-
„Borgin við lindina“.
Höfuðborg Noregs hefir fyrir
skömmu tekið aftur hið forna
heiti sitt. En því hefir verið spáð,
af merkum listfræðingi, að eftir
nokkur ár myndi Osló í öðrum
' löndum verða kölluð „borgin við
lindina".
I fljótu bragði virðist það und-
arlegt, að nokkur- lind geti orðið
svo máttug í hugum manna að
hún skyggi á aðra frægð merki-
legrar höfuðborgar. pó hefir
margt skeð jafn undarlegt og að
spádómur þessi rætist.
I Noregi er myndhöggvari einn
ágætur að nafni Gustav Vige-
land. Hann er nú nokkuð kominn
á sextugsaldur, og hefir um all-
langa stund verið frægur maður
og dáður af listelskum mönnum
bæði í ættlandi sínu og erlendis.
Saga Vigelands er sviplík æfisögu
flestra snillingá. Foreldrar hans
voru fátæk. Allar ytri ástæður
erfiðar. Meðan hann var drengur
hneigðist hugur hans að tréskurði
og eru til nokkur sýnishorn af
bemskulist hans. Eftir margs-
konar erfiðleika kyntist hann
norskum myndhöggvara, sem sá,
að mikið bjó í drengnum, og kom
honum til náms í listaskóla. Síðan
þá hefir braut Vigelands verið
óslitin. Áfangamir: Osló, París,
Róm. — Tiltölulega ungur hvarf
hann heim úr Suðurlöndxmi og
lendingar hafi gengið í her Banda-
ríkjanna og Kanada. Af þeim voru
langflestir sjálfboðaliðar, sem
gengu í herinn áður er herskylda
var innleidd í Kanada. Flestir her-
mennimir voru ungir, 20—30 ára,
en þó voru nokkrir um fertugt.
Tvisvar svo menn viti um, fóru
faðir og sonur í einu til herstöðv-
anna.
Margir af þeim, sem voru skráð-
ir í herinn 1918 voru ekki komnir
til vígstöðvanna, þegar ófriðnum
lauk, en þeir eru þó taldir með
í þessari skýrslu.
Svo virðist sem hermennimir
hafi verið tiltölulega langflestir
ættaðir frá Norðausturlandi og
engin ein sveit mun hafa lagt
jafnmikið af mörkum og Vopna-
fjörður. Er þetta eðlilegt, því það-
an voru Ameríkuferðirnar tíðast-
ar, og því von, að þaðan kæmu
flestir hermenn.
I Kanada gengu 989 íslendingar
í herinn, en í Bandaríkjunum 256.
þessar tölur sýna ekki rétt hlut-
fall milli íslenskra íbúa í löndun-
um, því í Kanada var mönnum
safnað í herinn af miklu meira
kappi en í Bandaríkjunum. Af
þeim, sem skráðir voru í herinn,
voru 391 fæddir á íslandi, 456 í
Kanada og 304 í Bandaríkjunum.
Um fæðingarstað 94 er ókunnugt.
í hernum voru 4 íslenskir lækn-
ar og 14 hjúkrunar konur. Ein
þeirra, Inga Jónsdóttir úr þing-
eyjarsýslu fékk hæstu heiðurs-
merki frá konungum Bretlands og
Belgíu fyrir framúrskarandi dugn-
að og stjómsemi við hjúkrun á
vígvöllunum í Belgíu og Norður-
Frakklandi. Hinar fengu líka gott
orð.
Um þátttöku íslenginga í or-
ustunum mætti margt segja. pó
þeir hefðu yfirleitt litla æfingu í
vopnaburði, og tilheyrðu þjóð, sem
um margar aldir hefir verið laus
við ófrið og hermensku, þó virð-
ast þeir þó hafa barist vel og
hvergi hlíft sér. Af þeim særðust
207 í orustum, en héldu þó lífi
og • 10 voru handteknir af óvin-
unum.
144 létu lífið meðan þeir voru í
herþjónustu. Af þeim féllu 94 í
orustum, 2 hurfu í orustu (hafa
fallið), 2 dóu af slysum og 19
dóu af sámm, 26 dóu af sjúk-
dómum og auk þess ein hjúkr-
unarkona.
Af þeim sem féllu voru 128 úr
Kanadahernum, en 16 úr her
óskaði ekki meiri langdvala þar.
Vigeland fann í sjálfum sér hinn
ólgandi skapandi mátt. Hann fann
að verkefnin biðu hans heima í
ættlandinu. Og hann lét það ótvi-
rætt í ljós, að hann hefði drukk-
ið nægju sína úr lindum hinnar
fornu, suðrænu listar.
Hann sá æfiverk, sem beið hans
heima. Hann vildi gera gosbrunn
mikinn í höfuðborg Noregs. En
kringum hina tæru sístreymandi
lind vildi hann reisa fjölmargar
af draummyndum hugans, endur-
bornar í granít og bronse. Svo
margar voru hugsjónir Vigelands,
svo mörg voru kvæði þau, er hann
fann löngun til að yrkja í steininn,
að bersýnilegt var að ekki mundi
veita af allri orku langrar æfi til
að ljúka af slíku stórvirki.
Fyrirfram hefir Vigeland hlot-
ið að bera ugg í brjósti um að
lindin hans og listaverkin öll gætu
orðið að veruleika. Verkið var svo
tröllaukið, að leita varð til Aþenu-
borgar á dögum Periklesar til að
finna hliðstæðu. Og það var
ósennilegt, að í einu af yngstu
og fámennustu ríkjum álfunnar
yrði hægt að fá fjármagn það, er
þyrfti til þvílíks verks.
En myndhöggvarinn hikaði
ekki. Baráttan hefir verið hörð og
löng, og víst stundum nokkuð
sársaukablandin. En nú er verkið
að miklu leyti unnið. Nóg fé er
til að Ijúka við „lindina“. Eftir
fáein ár verður í Osló fullgert
eitt hið stórfenglegasta listaverk
Bandaríkjanna. Af þeim voru 32
ættaðir úr þingeyjar og Múlasýsl-
um.
það sýnir vel hve góðir her-
menn íslendingar reyndust, að
þrátt fyrir skort á æfingu urðu
26 þeirra yfirforingjar í hemum
og 59 undirforingjar. Ennfremur
voru 29 sæmdir heiðursmerkjum
fyrir hreysti og drengilega fram-
göngu. Er þetta há tala, því varla
munu fleiri en 700—800‘ hafa ver-
ið svo lengi á vígvellunum að það
gæti komið til greina, að þeir
fengju foringjastöður eða heiðurs-
merki.
Sturlungaandinn er auðsjáan-
lega ekki útdauður hjá Islending-
um ennþá.
íslendingar voru einkum í
tveimur herdeildum Kanadahers-
ins, þeim deildum, sem lentu í
hörðustu bardögunum. Við Vimy-
hæðir, Ypres, Loos, Neuve Cha-
pelle, Arras og Passchendale.
Fjöldi þeirra varð fyrir eiturgasi
þjóðverja.
I öllum þessum mannraunum
báru íslendingar sig drengilega og
fengu einróma lof hjá herstjórn-
inni.
Auk þerra, sem taldir hafa ver-
ið eru í skýrslum herstjórnanna
um 100 nöfn, sem eru, eða gætu
allra alda, brunnur Gustavs Vige-
lands. þá á spádómurinn að ræt-
ast, að Osló verði kölluð „borgin
við lindina".
Sunnan og vestan til í Osló er
garður mikill, stöðuvötn, grundir
og trjálundar. Garður þessi heit-
ir “Frognerparken“. þar á brunn-
ur Vigelands að standa. örskamt
frá garðinum hefir Osló látið reisa
einskonar heimili og starfshöll
handa listamanninum. þar er
geysimikil vinnustofa, há eins og
risabústaður og með glerhimni.
þar mótar hann í leir og steypir
í gips öll verk sín. Geta gipsmynd-
ir hans og frumdrættir allir staðið
þar um ókomnar aldir. Rétt við
safnið er timbur virki mikið. þar
vinna nokkrir steinsmiðir ár út
og ár inn að því að höggva í
granít myndir Vigelands jafnóðum
og hann hefir lokið við frum-
myndina í vinnustofu sinni. Á ári
hverju leggur Osló til verks þessa
200 þús. krónur. þegar „lindin" er
búin, er talið að hún muni kosta
2—3 miljónir króna. Sjálfur tek-
ur Vigeland ekki neitt fyrir sitt
erfiði. Hann gefur þjóð sinni og
heiminum öllum gáfu sína. þegar
listamaðurinn þarf fé til eigin
þarfa, gerir hann mynd af ein-
hverjum stórefnamanni, sem þrá-
biður um að fá að gefa nokkur
þúsund krónur til að fá að verða
ódauðlegur fyrir atbeina Vige-
lands. Sennilega telur hann þær
myndir einskonar handverk, er
vel megi borga með fé. En hinar
verið íslensk, en engai- upplýsing-
ar er hægt að fá um þá menn
Sumir þeirra hafa vafalaust tek-
ið þátt í orustum. Sumt eru aað-
sjáanlega villur. Sami maðurinn
nefndur tvisvar. Bókhald ensku
herstjórnarinnar vfrðist ekki hafa
verið nein fyrirmynd.
Hversvegna fóru hinir íslensku
sjálfboðaliðar í stríðið? munu
margir spyrja. Til þess liggja
ýmsar orsakir. Sumir þeirra hafa
skoðað sig sem ameriska borgara
og því talið það skyldu sína. Hjá
öðrum hefir kannske metnaður og
kapp ráðið mestu. þá hefir og
einnig æfintýralöngun og þrá til
hreystiverka knúð margan æsku-
manninn til þess að yfirgefa frið-
sæl foreldrahús og stefna til blóð-
ugra skotgrafa á ófriðarsvæðinu.
það er einkennilegt hve fúsir ís-
lendingar voru til þess að ganga
í herinn, áður en herkallið var
lögleitt og þeir skyldaðir til þess
að mæta. þetta virðist benda á
að íslendingar séu í rauninni her-
ská þjóð, og ef tækifæri kemur
munu þeir ef til vill sýna, að þeir
séu enn sama hernaðarþjóðin og
á þrettándu öldinni.
Að endingu skal minst á nokkra
íslendinga, sem gátu sér fram-
úrskarandi orðstír í heimsstyrj-
innri sýnir,, draummyndir hugans,
eru að dómi hans of dýrar til ann-
ars er að vera gefnar mannkyn-
inu öllu.
Frá Eiðsvallartorginu í miðri
Osló liggur höfuðgata suðvestur í
áttina að Frognergarðinum.
Granítbrú er yfir litla stöðuvatn-
ið. Hinumegin á að reisa hjalla
nokkra og því nær, sem fjær
dregur vatninu. Granítumgjörð
og granítgangþrep lykja um hjalla
þessa, er væntanlega ná yfir 2—3
dagsláttur. Á hæsta stallinum er
súla mikil úr granít, öll þakin
steinskurði. Kring um hana standa
í allvíðum hring fjölmargar sjálf-
stæðar myndastyttur, allar úr
forngrýti. Á næsta þrepi neðar og
nær vatninu verður brunnurinn
sjálfur. Kring um hann í hæfilegri
f j arlægð koma bronsemyndir,
greyptar í einkennilega, málm-
runna, skógarumgjörð.
þessi brunnur er hið mikla lífs-
verk Vigelands. Engin lýsing gef-
ur nema fátæklega hugmynd um
þann auð skáldlegra hugmynda,
sem þar er fólginn. Jafnvel mynd-
ir nægja ekki. Menn verða að sjá
brunninn sjálfir, til þess að geta
metið gildi hans. Lýsingar og
myndir ná ekki lengra en að vekja
löngun að sjá stórvirkið sjálft.
Brunnurinn sjálfur er geysi-
mikil bronse-skál með lágmyndum
alt í kring. þróin sjálf hvílir á
herðum nokkurra bronserisa. Há
vatnssúla gýs úr skálinni og fell-
ur niður í hana aftur. þar er
öldinni. Skal þar fyrst telja Jó-
hann Austmann úr Múlasýslu.
Hann var ein hin frægasta skytta
í Ameríku og hafði fengið 50
sinnum verðl. fyrir skotfimi. Hann
var yfirforingi í hernum. Kol-
skeggur Tómasson úr Fljótum
tók þátt í mörgum hörðustu or-
ustum í Frakklandi, og síðan í 14
bardögum í Norður-Rússlandi og
hlaut mikla frægð. Hann var for-
ingi í skotliðinu. Einar Guðjóns-
son úr Vopnafirði fekk bæði for-
ingjatign og heiðursmerki fyrir
hreystilega framgöngu. þá má
einnig nefna Björn Stefánsson úr
Norður-Múlasýslu, Pál Bjamason
úr þingeyjarsýslu, Friðþjóf Ey-
ford úr Eyjafirði og Valdemar
Líndal úr Húnaþingi, sem allir
komust í háar stöður í hernum
og fengu góðan orðstýr.
Einna hæst munu þeir hafa
komist Skúli Hannesson úr Húna-
þingi, Ilannes Hannesson úr Eyja-
firði (sem fekk æðstu hervöld
allra íslendinga) og Magnús Breið-
fjörð (ættaður frá Hamarlandi í
Reykhólasveit). Hann var alt
stríðið á vígvellinum og fekk mik-
inn orðstýr. Jafnskjótt og hann
gat losnað úr herþjónustunni fór
hann í skóla, og mun nú vera
prestur í Ameríku. Guðmundur
Friðriksson úr Norður-þingeyjar-
sýslu fekk tvívegis heiðursmerkí
fyrir drengilega framgöngu og
björgun særðra manna.
Svona mætti lengi telja til þess
að sýna, hvílíka hreysti Islend-
ingar sýndu á vígvöllunum, en hér
skal staðar numið. Aðeins’ skal
þess getið, að nýjasta íþrótt hern-
aðarins, fluglistin, virðist hafa
heillað hugi margra Islendinga.
það er merkilegt hve margir
þeirra urðu flugmenn, og hve hátt
þeir komust. Allir munu kannast
við Frank Fredrickson (Húnvetn-
ing), sem hér var heima, sumarið
1920, til þess að stýra flugvélinni
í Reykjavík. IJann var ágætur
flugmaður, en þó voru aðrir taldir
honum fremri, eins og til dæmis
William Vigfússon (Stephensen)
úr Snæfellsnessýslu. Hann var tal-
inn einn af mestu fluggörpum
heimsstyrjaldarinnar og skaut
einn niður 18 þýskar flugvélar.
Hann fékk stórsár, en slapp þó að
lokum, því sem næst vinnufær.
Hann er hlaðinn heiðursmerkjum
og er heimsfrægur meðal flug-
manna.
þegar athugaðar eru myndir og
táknuð hin ævarandi saga nátt-
úrunnar, óstöðvandi, endalaus
hrngferð.
En í bronsemyndunum alt í
kring um brunninn byrjar Vige-
land hinn stórfelda skáldskap sinn.
þar er lífið sýnt í öllum myndum
og allskonar geðbrigði, börn, ung-
lingar, fullorðnir, gamalmenni,
sorg og gleði, ólán og hamingja.
Tvö eða þrjú grönn skógartré
mynda umgjörð um þennan fjöl-
breytta mannheim hverrar mynd-
ar. Greinar og lauf lokast saman
yfir höfði fólksins. Engin um-
gjörð hæfir betur Noregi, heldur
en skógurinn, sem í nálega gjör-
völlu landinu lykur bygðina, og
fólkið í faðmi sínum. I skjóli
bjarkanna koma bömin inn á
leiksvið tilverunnar. Hvert barn-
ið öðru yndislegra, engill og lítill
maður í einu. Stundum eru bömin
í klösum eins og ber á grein.
Víst væri slíkt undarlegt í mann-
heimum, en í höndum meistarans
verður hið yfirnáttúrlega náttúr-
legt. Barnaþröngin í skjóli trjánna
verður táknmynd um sívaknandi
vor og frjómagn lífsins. I næsta
bronserunna standa ungur sveinn
og mey andspænis, styðja sig
léttilega hvort við sitt tré, með
því yfirbragði, sem Matthías
Jochumsson táknaði með orðinu
„æskuprúð“. þannig er eitt skeið
í þróun mannanna. Með þvílíkri
djarfmannlegri undrun hafa les-
endur gamla testamentisins búist
við að Adam og Eva hafi litið