Tíminn - 31.10.1925, Blaðsíða 3
TlMINN
189
frá BræSratungu.
Cla,d.da.ai7,íiKix&xi
„Samband11
er sterkur og tiltölulega langódýrastur.
Kaupfélögin annast um pantanir.
góðar og ódýrar, — fást hjá
Sambandi ísl. samviélaga.
að austurbotni á pórisvatni, en
ekki verið svo kúnnugir þar um
slóðir, að þeir þektu það og var
því ekki nema eðlilegt, að þeir
nefndu það Stórasjó, því það mun
stærsta eða næststærsta vatn á
íslandi.
Að hinu leytinu er það kunnug-
um ljóst, eftir því sem fylgdar-
maður þorvaldai’, Ólafur Jónsson
bóndi í Austvaðsholti segir af
ferðalagi þeirra, að eim var stórt
svæði vestan undir Vatnajökli, á
milli Tungnaár tog Köldukvíslar,
sem porvaldur eða þeir félagar
höfðu ekki farið um, og gátu því
ekki fullyrt neitt um það, hvort
Stórisjór væri til eða ekki. Og
mér vitanlega hafa engir farið
um þetta svæði, nema ef einhverj-
ir fyrritíðar Vatnamenn hafa
farið þar um.
En í sumar tekur hr. Fr. de
Fontenay sendíherra Dana sig til
og ferðast um töluvert af þessum
öi’æfum. Fylgdarmaður hans var
Guðjón Jónsson bóndi í Ási. Segir
hann að Fontenay liafi fundið
allstórt vatn vestan undir Vatna-
jökli, niður af Kerlingum (Kerl-
ingar eru 2 hnjúkar upp úr jökul-
brúninni). Kemur það alveg heim
við eldri sagnir. það er í land-
norðri frá Veiðivötnum og óra
leið á milli. Guðjón segir og, að
öldurnar þar með jökulbrúninni
sé með ýmsum litum: svartar,
gular, rauðar og bláar. Verður það
þá svo undarlegt, þó bláleitu öld-
urnar „hinumegin við vatnið"
verði að reykjum í augum þeirra
manna, sem eru fyrirfram sann-
færðir um að útilegumenn búi
þar?
Vonandi gefur hr. Fr. de Fon-
tenay skýrslu um ferðalag sitt í
sumar áður en langt um líður;
getur þá svo farið að gömlu ferða-
langarnir" verði ekki eins ómerkir
og sumir seinnitíðar menn hafa
haldið. Og að nýtt vatn verði sýnt
á næsta landabréfi af íslandi, svo
Litlisjór og Fossvötnin fái að
halda sínum réttu nöfnum.
G. Á.
-----o----
„StuðlamáF. Ljóðakver með
því nafni gefur þorsteinn M.
Jónsson bóksali á Akureyri út —
vísnasafn 14 alþýðuskálda og
myndir af mörgum. Margeir Jóns-
son kennari hefir safnað og búið
undir prentun. Er margt ágætt í
kverinu enda meiripartur aldrei
verið prentaður áður. Verður
vinsæl bók og næsta safn kemur
bráðlega verði þessu vel tekið.
anna, fyrst höfuðsmaður deildar þess-
arar er svo háðulega leikinn af kaup-
mönnunum, sem gera sig að yfir-
manni hans. Sömu leið fór steinolíu-
verslunin, þó að það sýndist ekki
vera neinum hagur, nema erlendum
kúgunarhring og skósveinum hans.
Útgerðarmenn hafa líka haft ein-
urð á að nota floklt sinn fyr og síð
ar. þeirra vegna var tekið hið óvirðu-
lega og þjóðníðandi enska lán. þeirra
vegna gekk landssjóður í ábyrgð fyr-
ir togarana. Jteim til hagsbóta átti að
gefa eftir af tekjuskattinum í fyrra.
Og til að styðja veldi þeirra átti að
efna til upphlaups og vandræða í
landinu með hinum vanhugsaða her-
búnaði -og liðsdrætti Jóns Magnús-
sonar.
Lýsing Jóns þorlákssonar frá 1908
á íhaldsmönnum yfirleitt á fullkom-
le.ga við flokkinn. Hann er skamm-
sýnn og eigingjarn stéttarflokkur.
Hann notar völd sín og áhrif til að
greiða götu sérhagsmuna flokksdeild-
anna, þó að alþjóðar hagsmunir séu
fyrir borð bornir, eins og í enska lán-
inu, hermálinu, tekjuskattsmálinu,
stofnun dýrra, óþarfra embætta o. s.
frv.
Til vinstri handar stendur verka-
mannaflokkurinn. Við siðustu lands-
kosningar hafði hann tvo þriðju at-
kvæða móts við íhaldsmenn. Ekki fer
sá flokkur dult með að fyrir honum
vaki það fyrst og fremst að verja
hagsmuni hinna fátæku bæjarbúa.
Iiinn 16. dag júnímánaðar í |
vor er leið andaðist að Stóra- !
Fljóti 4 Biskupstungum elsta
kona þessa lands. Ef hún hefði
lifað til 30. þ. m. (okt.), hefði
hún þann dag orðið 100 ára. Hún
hét Margrét og var Halldórsdótt-
ir, fædd á Vatnsleysu í Biskups-
tungum. þar bjó faðir hennar all-
an sinn búskap og Einar faðir
hans á undan honum, en hann var
sonur Halldórs bónda í Efstadal,
Einarsspnar s. st. Narfasonar
(Sýslumannaæfir IV. 4—6). Móðir
Margrétar, fyrri kona Halldórs,
hét Vigdís Bjarnadóttir þórðar-
sonar frá Tjörn í Biskupstung-
um. — þó að æfin yrði svona löng
að áratali, lá leiðin ekki víða, öll
í sömiu sveitinni og að mestu á
tveimur bæjum, sem skamt er
á milli. Margrét sat heima í föð-
urgarði, meðan faðir hennar lifði,
en fór að honurn látnum þrítug
að aldri vistferlum að Bræðra-
tungu. þar bjó þá á hálflendunni
Halldór þórðarson, sonur séra
þórðar Halldórssonar, er verið
hafði prestur á Torfastöðum.
Halldór átti alsystur Margrétar
og nöfnu og með henni 6 sonu.
Hún andaðist 3 árum síðar; gerð-
ist systir hennar þá bústýra mágs
síns og giftist honum eftir 2^2
ár, 11. júní 1862. þau áttu saman
tvo sonu, er upp komust og enn
lifa, þórð og Marel. Bjuggu þau
rausnarbúi á hálfri Bræðratungu,
þangað til Halldór bóndi andað-
ist 29. ág. 1902. Margrét bjó þar
þá um 7 ár með sonum sínum og
tveimur stjúpsonum, er aldrei
höfðu farið úr föðurgarði. Eftir
það kvæntust synir hennar báðir
og fóru að búa, þórður á Stóra-
Fljóti, Marel í Bræðratungu, og
dvaldist hún hjá þeim til skiftis
upp frá því það sem eftir var
æfinnar.
Fáum þeim, er sáu þessa konu
fyrir 40 árum, mundi hafa komið
til hugar, að henni entist svo ald-
ur sem raun varð á, þá þegar virt-
ist heilsa hennar og þróttur mjög
á förum. þó vann hún enn baki
brotnu eftir það fram undir átt-
rætt. pannig hafði- hún unnið alla
daga, frá því er hún mátti sín
nokkuð, fyrst hjá föður sínum og
stjúpu, síðan fyrir búi sínu og
manns síns. þar var jafnan eitt
fjölmennasta heimili sveitarinnar.
þar uxu upp synir hennar og
stjúpsynir og fjögur fósturbörn
Munu verkamenn telja sér nauðugan
ugan einn kost að verjast gegn sam-
tökum peninga- og braskstéttanna í
kauptúnunum, sem vitanlega eru að
allmiklu leyti stílaðar gegn þeim.
Sammerkt eiga íhalds- og Alþýðu-
flokkurinn í því, að þeir eru stéttar-
flokkar bæjarmanna, hagsmunasam-
bönd misríkra aðila, bæði til sóknar
og varnar í valda- og hagsmunabar-
áttu. En frá siðferðislegu sjónarmiði
er sá munur, að verkamenn segja til
litar og segja satt frá stefnu sinni og
áhugamálum, en íhaldsmenn hylja
sig undir fölskum hjúp, neita að þeir
séu stéttarflokkur, og reyna eftir
fremsta megni að villa á sér heim-
ildir. Er það hvorki karlmannlegt né
viturlegt. Væri embættismönnum,
kaupmönnum og togaraeigendum
nær að segja satt og rétt frá athöfn-
um sinum, að þeir teldu sér nauðsyn-
leg stéttarsamtökin og að reynslan
sýndi, að þeir hefðu fjárhagslega
mikið upp úr þeim. En þvi miður
hafa þeir tekið helminginn af bend-
ingu sjúka embættlingsins, sem ráð
lagði í fyrra um áramótin í pésa
Mbl., að sigla undir fölsku flaggi og
villa á sér heimildir.
Bændurnir eru eina stéttin á land-
inu, sem ekki hafa enn komið á með
sér skipulegum stéttarsamtökum,
nema ef telja skyldi kaupfélögin, af
því að í þeim eru bændur enn sem
komið er langfjölmennastir. Og á
verslunarsviðinu hefir bændum tek-
að auki. Búið var og eitt hið
stærsta og gagnsamasta; var þar
oft sannkallaður bjargarbær, er í
harðbakka sló, enda var það gam-
alt máltæki þar í sveit: „Aldrei
er sultur í Bræðratungu“. Góðar
voru samfarir þeirra hjóna, en
ólíkt var þeim farið: Hann nik-
01 vexti, fríður sýnum og fyrir-
mannlegur, harðger og einbeittur,
skörungur hvar sem hann hlutað-
ist til, hvort sem var um sveitar-
málefni eða heimilis, skapaður til
að ráða fyrir, enda veitti hann
heimili forstöðu frá því er hann
misti föður sinn, 17 ára gamall,
til þess er hann andaðist 83 ára,
og hafði þó verið blindur 20 síð-
ustu árin. Hún þar á móti frem-
ur lítilsigld að sjá, hæglát í fram-
göngu og hógvær í lund, engin yf-
irburðakona að hæfileikum, enda
engrar mentunar notið umfram
það, sem títt var um almúga-
stúlkur á uppvaxtarárum hennar.
Ekki var trútt um, að sumir ætl-
uðu henni það ofrausn, er hún
tókst á hendur húsfreyjustöðuna
í Bræðratungu. En þess var eigi
langt að bíða, að hún áynni sér
nylli heimamanna sinna, skyldra
og vandalausra, og annara út í
frá, með alúð sinni, ósérhlífni og
hjartagæsku, og stóð hún með
fullri sæmd og almannahylli við
hlið bónda síns, meðan hann lifði.
Hvíldartími hennar byrjaði fyrst
þá, er tengdadætur hennar léttu
af henni umsvifum og búsáhyggj-
um. Heilsan batnaði við hvíldina,
þó að hún væri þá meir en átt-
ræð. Lifði hún síðan í góðri elli
glöð og ánægð til æfiloka og
skemti sér þá löngum við bók-
lestur. Til þess hafði hún aldrei
fyr átt frjálsa stund. Sjónin var
svo góð, að hún sá á bók, jafnvel
gleraugnalaust fram á síðustu
dagana. þrjú síðustu árin hafði
ist a.8 efla aðstöðu sína til stórra
muna, og verður sú framför eingðngu
rakin til þess, að þar hafa þúsundir
manna með sameiginlega hagsmuni
tekið höndum saman til að leysa eitt
vandamál. Ef engin samvinnufélög
hefðu verið starfandi í bygðum lands-
ins síðustu 40 árin, myndi útlit lands-
ins vera býsna mikið ömurlegra en
það er nú.
En í landsmálum hafa bændurekki
haldið saman fyr en síðustu árin, eft-
ir að Framsóknarflokkurinn var
stofnaður. Vegna atkvæðaréttarins og
kjördæmaskiftingar gátu bændur ráð-
ið stjórn landsins. En þeir voru
tvístraðir og réðu í rauninni sára-
litlu. þeir létu fjármagn landsins
fara til annara. þeir sáu vinnukratf-
inn hverfa á eftir fjármagninu. Ný
heimili urðu til, þúsundum saman, í
verstöðvunum. En í sveitunum
fækkuðu heimilin, ef nokkuð var, og
á flestum heimilum varð þunnskip-
aðra með hverju ári sem leið.
Á síðustu árum hefir þroskaöasti
hluti bændanna séð, að þeirra stétt
varð að hafa samtök til sóknar og
varnar. Meiri hluti bænda ‘skilur nú
þegar, að þetta er lífsnauðsyn. En
allmargir bændur átta sig ekki á mál-
inu, eða eru of litilsigldir til að þora
að vera með sinum stéttarbræðrum.
þessir bændur eru nálega einu menn-
irnir hér á landi, nú sem stendur, er
vinna á móti sinni eigin stétt. Og
það er þroskaleysi þeirra og lítil-
hún ekki ferlivist en fult ráð og
rænu fram á dánardægur og and-
aðist án þess að hún virtist kenna
banasóttar. H. H.
—.—o-----
Kristjáni Aibertssyni er altaf
að fara aftur. Hann hefir þann
heilsubrest sem er hinn langbaga-
legasti fyrir ritstjóra. Hann er
það sem á útlendu máli er kallað
„hysteriskur“. pegar hann sagði
frá Borgarnessfundinum var sá
gállinn á honum að hann lofaði J.
J. og’ Tr. þ. mjög. En í næsta
blaði víkur hann aítur að sama
efni og segir þá: „Eg hef enga
löngun tii að níðast á þessum
vandræðamönnum (J. J. og Tr.
þ.), en sjálfum sér mega þeir um
kenna að eg hef þrásinnis orðið
og verð nú enn að lýsa þeim sem
andstyggilegum lygurum og dón-
um . . .“ — þessi framkoma lýs-
ir „hysteríi" á mjög háu stigi.
Vill Tíminn í allri vinsemd skjóta
því til miðstjórnar íhaldsflokks-
ins, hvort henni virðist ekki
ábyrgðarhluti að láta mann með
slíkum heilsubresti stjórna blaði
hennar. það er ekki nóg þótt hann
kunni að vera gott skinn á pört-
um. — Svona stór og dónaleg
orð hafa varla sést á prenti fyr
á íslandi. Ber það ekki síst ör-
uggan vott um „hysterí“ að sá
liinn sami sem þau notar, býður
sig fram sem sjálfboðaliða um
siðbót í blaðamensku.
Búnaðarfélag Islands og fjár-
málaráðherrann. Kr. A. reynir,
eftir bestu getu, að verja fjand-
skap þann sem J. þorl. sýndi B.
í. á síðasta Alþingi, sem eg vék
að á Borgarnessfundinum og frá
er sagt stuttlega í síðasta blaði
Tímans. Að mestu endurtekur Kr.
A. vörn J. þorl., en bætir þó við
ósannindum sem J. þorl. hefir
aldrei látið sér um munn fara. —
þægri lund að kenna, að sveitunum
er nú að blæða út.
þó að sá, sem þetta ritar, hafi ekki
mikla aðdáun fyrir stjórnmálastefnu
íslenskra stórútvegsmanna og kaup-
manna, þá vill liann þó fúslega unna
þeim sannmælis. þeir hafa tiltölulega
fljótt skilið þörf stéttarsamtakanna.
þeir hafa svo að segja allir ratað á
þann bás, sem sjálfbjargarhvötin
beindi þeim á. Hvorki útvegsmenn né
kaupmenn villast frá hagsmunum
sínum. Sökum samheldni sinnar, en
þroslcaleysis þess hluta bændanna,
sem gerst hafa áhrifalausir þjónustu-
menn keppinauta sinna, hefir em-
hættis-, kaupmanna- og útgerðarstétt
bæjanna tekist að flytja þungamiðju
þjóðlífsins af grasinu á mölina.
Verkefni Framsóknarflokksins er
að safna bændum landsins saman til
sóknar og' varnar í hagsmuna- og
menningarmálum sveitanna. Og með
bændum þessum ganga að verki
nokkrir miðstéttarmenn úr bæjunum.
það eru þeir menn, sem vegna líkam-
legrar og andlegrar heilsu þjóðarinn-
ar * vilja að þungamiðja þjóðlífsins
verði jafnan í hinum dreifðu bygð-
um landsins.
það, sem á að vera öllum dugandi
mönnum í sveit sjálfsvarnar- og
manndómsmál, er fvrir þessum
bandamönnum úr kauptúnunum
pólitiskt hugsjónamál. þessi litla við-
bót miðstéttarinnar úr sumum kaup-
túnum landsins hefir hingað til bætt
Kr. A. seg'ir að fjárveitinganefnd
neðri deildar hafi „lýst því yfir
að hún myndi geta fallist á“ að
samþykkja fjáriögin óbreytt ef
Ed. hefði ekki lækkað styrkinn til
B. í. þetta eru ósannindi og J. þ.
hefir aldrei sagt þetta svo ákveð-
ið, því að hann veit betur og' að
það er skjallega sannanlegt. það
sem J. þ. hengir hatt sinn á eru
ummæli frá mér svohljóðandi:
„Hefði sú breyting ekki orðið á
þar (lækkunin til B. í.), hefði
vel mátt vera, að fjárlögin hefðu
verið samþykt hér óbreytt“. Sjá
allir hversu veill þessi grundvöll-
ur er, ummæli eins þingmanns. —
En J. þ. vissi vel að fjvn. Nd.
taldi sig bundna við tillögu sína
um styrkinn til B. I. og að bak
við þá tillögu stóð krafa frá öll-
um fulltrúum bænda á Búnaðar-
þingi. Hafi honum verið alvara að
fá fjárlögin samþykt óbreytt í
Nd., átti hann að hindr£| það sem
varð, að allir flokksmenn hans í
Ed. lækkuðu styrkinn. Hann vissi
fyrir að Nd. mundi aldrei ganga
að því. —- Við þessa umgetnu um-
ræðu í Nd. komu fram, meir en
60 breytingatillögur við fjárlögin.
Forsætisráðherra flutti tvær, aðra
hækkun artillögu. Atvinnumálaráð-
herra flutti eina hækkunartillögu.
Rúmar 30 af tillögum þessum
voru samþyktar. Svo óendanlega
mikið vantaði á að Nd. gæti geng-
ið að fjárlögunum óbreyttum. —
Fyrsta breytingartillagan sem
samþykt var hlaut 25 samhljóða
atkvæði. Hafi J. þ. verið alvara
að fá fjárlögin samþykt óbreytt
átti hann vitanlega að byrja á að
reyna að fella allar tillögur. Hann
gerði það svona. Hann greiddi at-
kvæði með öllum þrem fyrstu
breytingatillögunum sem atkvæði
voru greidd um með nafnakalli.
— Hafi J. þ. ekki gengið til
fjandskapur við B. í., heldur að-
eins það að fá fjárlögin samþykt
óbreytt, þá átti hann að hætta
mótspyrnunni eftir að búið var að
breyta fjárlögunum með samþykt
^nnara tillaga. Og þegar til at-
kvæðagreiðslu kom um styrkinn
til B. I. var búið að samþykkja
margar breytingatillögur. En þá
sat J. þ. fastur við sinn keip og
greiddi atkvæði móti samhuga
kröfu allra fulltrúa bænda á Bún-
aðarþingi. þessvegna er hann svo
ber að fjandskap sínum sem orð-
ið getur — maðurinn sem sömu
dagana barðist fyrir að gefa stór-
útgerðinni 613 þús. kr. eftir af
skatti í ár og kaupmönnunum tó-
baksgróðann. Tr. p.
Framsóknarflokknurn að nokkru upp
missi þeirra, sem fyrir siðferðislega
og andlega fátækt hafa vilst undan
merki stéttar sinnar og yfir í bak-
varðarsveitir andstæðinganna.
Nú er svo komið, að stjórnmálabar-
áttan í landinu er háð um þann hluta
bændastéttarinnar, sem fram að þessu
hefir ekki haft rækt til sinnar stétt-
ar, eða skilning á straumum sam-
tíðarinnar. Bæjarmennirnir standa í
tveim andstæðum fylkingum. Nálega
allir liafa þar ratað rétt ef miðað er
við stéttarhagsmuni. Að sama skapi
hafa hugsandi bændur og ekki síst
unga fólkið í sveitunum fylkt sér
um merki framsóknarstefnunnar. Svo
augljóst er fylgi unga fólksins við
Framsókn, að Jón þorláksson gat
ekki orða bundist og játaði að svo
væri, á Borgarnessfundinum nú fyr-
ir skömmu. En draumur íhalds-
manna er sá, að þeim geti tekist að
gera nokkurn hluta bænda framvegis
eins og síðustu ár, að viljalausurh
stuðningsmönnum. Hinn margsam-
setti stéttarflokkur íhaldsmanna pre-
dikar bændunum ár út og ár inn að
þeir þurfi ekki að standa saman.
Bændur eiga að vera dreifðir. En all-
ar aðrar stéttir sameinaðar og með
föstu skipulagi í fjármálum og lands-
málum. J. J.
----O-----