Tíminn - 07.11.1925, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.11.1925, Blaðsíða 3
TlMIN N 193 Alfa- Laval skilvindnr reynast best. Pantanir annast kaupfé- lög: út um land, og Samband ísl. samviélaga. Avarp. Vér undirritaðar konur höfum ákveðið að gangast fyrir því, að safna fé, svo að reistur verði minnisvarði yfir frændkonurnar Þor- björgu Sveinsdóttur og Ólafiu Jóhannsdóttur. 1928 er aldarafmæli Þorbjargar Sveinsdóttur. Þá viljum vér að minnisvarðinn verði tilbúinn. Þeir, sem taka vilja þátt í samskotum þessum, geri svo vel að senda þau sem fyrst til einhverrar undir- ritaðrar. Reykjavík, 12. september 1925. slíku fi'am í blaði, sem útgerðar- menn landsins kosta — útgerðar- mennirnir, sem allra helst finna það á sinni eigin pyngju, hversu svipa gengishækkunarinnar er sár. Hversu lengi ætla útgerðarmenn- irnir að þola þann fjármálaráð- herra, sem gerið það, sem yfirleitt í mannlegu valdi stendur til að eyðileggja útgerðina? ----o---- Athugasemd. Vilduð þér, herra ritstjóri, ljá eftirfarandi athugasemd rúm í blaði yðar. í síðasta tbl. Tímans eru tekin upp nokkur orð úr grein er eg skrifaði í Símablaðið um launa- kjör símamanna. En þau orð út af fyrir sig geta gefið þeim, er ekki lesa Síniablaðið að staðaldri, og ekki heldur lesa umrædda grein mína, ranga hugmynd um hugar- far símamannastéttarinnar og stefnu í launamálinu. En hitt er mín skoðun, að sú hætta geti verið framundan, að til vandræða reki ef ár eftir ár verður daufheyrst við kröfum þessarar stéttar um bætt launa- kjör, sem margsinnis hafa verið viðurkendar réttmætar af hlut- aðeigendum. Og við þeirri hættu hefir margsinnis verið varað í Símablaðinu,' og slík vandræði talin ítrasta neyðarúrræði. En það er öllum kunnugt, sem að opinberum málum standa, að laun starfsfólksins við símann eru á þann veg, að óvíða mun skórinn kreppa fastar að. En við jafn arð- berandi stofnun og síminn er, ætti að vera hægt að greiða starfs- fólkinu þau laun, að meiri hluti þess þyrfti ekki að vera ómagar á ættmennum sínum. G. Bachmann. ----o---- „Blóm04. Sunnudag síðastliðinn gerðust þau tíðindi að Valtýr Stef- ánsson tók sér fyrir hendur að kenna íslensku. Heldur því fram að orðið „blóm“ þýði ekkert annað en einn ákveðinn hluta jurtarinn- ar. Skyldi maður þó halda að helst kynni V. St. eitthvað í íslensku á þessu sviði; en það reynist á annan veg. — I orðabók Fritzners segir að blóm þýði bæði blóm og blöð og sömuleiðis ávöxtur. í Lexicon Poeticum, síðari útgáfu, sem þeir standa að báðir Svein- björn Egilsson og Finnur Jónsson er blóm talið þýða bæði blóm, lauf, epli og ávöxtur, og svo kvað Eysteinn í Lilju. Auk þess er orð- hvað nýtilegt getur lagt til mál- anna, bæði um þetta, sem hér hef- ir verið gert að umtalsefni, og annað, er viðkemur ástandi og umbótum búpeningsins í heild sinni, eða einstökum greinum hans. Ritað 2. sept. 1925. Sigurður Sigurðsson ráðunautur. ---o--- Tómötur. I sumar sem leið voru ræktaðar 45 tómötuplöntur í suðurenda ræktunarhússins á Reykjum í Mosfellssveit, hjá Bjarna bónda Ásgeirssyni, og mun það vera í fyrsta sinn sem tómötur hafa ver- ið ræktaðar hér á íslandi, svo nokkru nemi. Mun það þó þykja lítið seinna. Eg veit aðeins um, að tómötur hafi verið ræktaðar hér í húsum inni tvisvar eða þrisvar sinnum áður, en þó ekki fleiri en 2—3 plöntur alls. það er enginn efi á því, að tómöturækt mun eiga allmikla framtíð fyrir sér á íslandi, en því miður þó aðeins þar sem jarðhiti er, því tómötu- j urtin er ærið heitfeng. Og svo vill til, að hér í nágrenni höfuð- ið notað í margvíslegri merkingu í líkingamáli. 1 íslensku alþýðu- máli er orðið blóm notað blátt áfram sem jurtaheiti alveg eins og latneska nafnið flos, í fleirtölu flóra. þetta vissi Stefán skóla- meistari er hann nefndi grasa- fræði sína Flóru Islands, þ. e. blóm íslands. Er ritstjóri Tímans rólegur yfir því að vera í þessum „selskap“. ----o---- Á víð og dreíf. Jarðhitinn. Fyrsta vetrardag var settur alþýðu- skóli þingeyinga. Aðsókn var nteiri en liægt var að taka á móti. Skólinn er fyrsta stórhýsi hér á landi, sem liitað er með hveravatni. Síðari hluta sumars var gerð þar yfirbygð sund laug rétt við skólahíisið. Vatnið úr húsinu rennur í hana. Væntanlega æfa nemendurnir þar sund daglega. Rétt um sama leyti var byrjað að grafa fyrir tveim miklum stórhýs- um, sem á að hita méð hveravatni: Landspítalanum og heilsuhælinu i Kristsnesi. pá hefir skólanefnd Hvít- árbakkaskólans látið mæla fyrir hita- loiðslu frá laug einni heim til skólans. Fjarlægðin er 2,7 km. og halli nægi- legur. Vonandi liður ekki á löngu, áður en Hvítárbakki verður hitaður með laugavatni og sundlaug yfirbygð við skólann. Sigurjón Friðjónsson. Svo sem kunnugt er, hefir Sigurjón, bróðir Guðmundar á Sandi, ráðist á lítið drengilegan hátt á elsta kaup- félag landsins. Skrifaði hann í vor grein um fjármál K. p., sem var líkust því að hún væri eftir svarinn óvin félagsins, sem með blekkingum og hálfkveðnum dylgjum vildi vinna því mein.Sú varð raunin á að Garðar „Ullarjótinn" o. fl. Mbl.-menn notuðu grein þessa til ósvífinna árása á kaupfélagið. Sigurjón var i stjórn félagsins, kunnugur öllum hnútum og vissi er liann skrifaði grein sína, að það hafði á undangengnu ári borg- að alt að 70% af skuld margra kreppu- og hallærisára. En um þetta þagði S. F. — þingeyingar gerðu hon- um fljót skil, ráku hann þegar úr stjórninni eftir að hafa gefið hon- um hógværa og vel rökstudda áminn- ingu á aðalfundi. Reiddist Sigurjón þá mjög og lagði á flótta heimleiðis af miðjum fundi og lél myrkrið gæta sin. Er þar skemst af að segja, að S. F. tapaði þegar í stað gersamlega öllu áliti og tiltrú, sem trúnaðarmað- ur samvinnúmanna i þingeyjarsýslu. Var ýmsum getum að því leitt hvers konar sálarblinda hefði leitt hann staðarins eru allstór svæði með miklum jarðhita, svo þar munu vera möguleikar til að framleiða tómötur handa öllum landsmönn- um. En tæplega geri eg ráð fyrir, að tómötur verði útfluttar héð- an, en nú er komin sú tíð, að far- ið er að rækta suðræn aldini á íslandi. Tómötur eru byrjunin. Og hér hlýtur að mega framleiða tómötur fyrir viðunandi verð, þar sem hitinn, sem til þess þarí, er ókeypis, en hann er annars hæsti útgjaldaliðurinn. Og það er spá mín, að á næstu árum muni verða mikil framför í tómöturækt. Tómötujurtin er af Náttskugga- ættinni (Solanacæ). Sú ætt ex þýðingarmikil og fyrir margra hluta sakir ein merkasta jurta- ættin, og af einstaklingunum, sem til hennar teljast, ber fyrst og fremst að nefna kartöfluna, og þar næst tóbaksjurtina. Ennfrem- ur ýmsar alkunnar lyfja- og eitur- plöntur, eins og Broddepli (Da- tura Strammonium), Frúarber (Atropa bella donna) og Svína- baun (Hyoscyamus niger). Flest- ar plöntur af þessari ætt eru ein- kennilegar að útliti, en oft er að- eins nokkur hluti þeirra fagur — annaðhvort blöðin, blómin eða ávextirnir. Ekkert blóm af ætt þessari vex vilt hér á landi, en Katrín Magnússon (form. Hins íslenska kvenfélags). Ágústa Sigfúsdóttir. Guðrún Lárusdóttir. Sigþrúður Kristjánsson. Guðrún Pétursdóttir. út á þessa refilstigu. þótti sennileg ast, að hann ætlaði að vekja á sér eftirtekt í kaupmannaliðinu, og að trúnaðarbrigði hans við kaupfélagið hefðu um leið verið opið biðilsbréf til andstæðinga kaupfélaganna um að Sigurjón væri fús að setjast þar vstur á hinn óæðri bekk milli Guðm. bróður síns og manns þess, sem nefndur er „den arme Ridder". *• ----o----- „Skutull“ ísfirski gerir það að gamni sínu að kalla festing verð gildis krónunnar „klipping“. En í alvöru ætti blaðið að reyna að gera sér grein fyrir hinu: hvað því veldur að nú verða kliptar frá öllum togarahásetum allar tekjur meðan vinnuteppan stend- ur. það er verk þein-a manna, sem stutt hafa hina ráðdeildarlausu hækkun krónunnar. víða í nágrannalöndunum. En þessi þrjú frændsystkin, sem fært liafa mannkyninu svo mikla blesá- un — hvert á sinn hátt, — kartafl an, tóbakið og tómatan, eru flutt hingað til álfu frá Vesturheimi. Tómatan er frá Perú, og var ræktuð þar til forna, var flutt til Evrópu skömmu eftir 1520, og er nú ræktuð um allan heim. Jurtin er einær og getur orðið allhávaxin, um 2 metrar á hæð. Hún er of veik til að bera sig sjálf, og þarf því stuðnings við. Blöðin eru ekki ósvipuð kartöflublöðum, blómin smá og gul, ávextirnir hanga í klösum, 6—12 í hverjum, vel lag- aðir og fagurrauðir að lit; á stærð við lítið epli. Blöðin og stönglarnir eru kirtilhærðir og gefa frá sér gulleitan, óþverraleg- an vessa. Ávextirnir eru ekki auðugir að næringarefnum eftir gömlum mælikvarða. í þeim eru 93—4% af vatni. þeir eru taldir ríkir að lífefnum (vitaminum), eru bragðgóðir og hressandi. Ekki veit eg, hvaðan nafnið tómata er komið, en undir því nafni gengur jurtin mjög víða annarsstaðar — og einnig hér —, og mér finst því engin ástæða til að reyna að útrýma því, enda mundi það hægara sagt en gert. Og óvíst að alþýða fengist til að Ingreldur Guðmundsdóttir (form. Hvítabandsiiis). Anna Baníelsson. Anna Thoroddsen. Steinunn Hj. Bjarnasou. Ragnhildur Petursdóttir. Frá úílðndum. Stríðinu er aftur lokið milli Grikkja og Búlgai'a. Kom málið fyrir fund alþjóðabandalagsins. Er síðasta frengnin sú, að full trúar beggja hafa lofað að vopna- viðskiftum verði hætt og farið úr óvinalandi með herina. Á nú nefnd að rannsaka málavöxtu. — Ósamkomulag hefir orðið innan frönsku stjórnarinnar. Neit- aði Cailleaux fjármálaráðherra að verða við kröfu hinna ráðherranna um að leggja á stóreignaskatt. Sagði Painlevé þá af sér fyrir hönd alls ráðuneytisins og myndar nýtt. Verður Cailleaux þar ekki með. — Kostnaður af herferðum Frakka í Marokkó varð 1300 milj. franka, níu mánuðina síðustu. nota eitthvert nýnefni, þó plönt- unni væri gefið það. Til þess að geta þrifist, þarf tómatan að hafa allmikinn hita, helst ekki minni en 20° C., en hún þolir miklu meiri hita. Alment er talið, að frá því að tómötufræinu er sáð og þar til að fyrstu ávext- irnir þroskast, líði 150 dagar. Er það margreynt í nágrannalöndun- um. En eg varð mjög undrandi þegar Johs. Boeskov, garðyrkju maðurinn á Reykjum, skýrði mér frá því, að þar hefðu fyrstu ávextirnir þroskast á 90 dögum frá sáningu. Hafði mér síst kom- íð það til hugar, að tómötur þyrftu svo miklu styttri vaxtar- tíma hér á landi heldur en t. d. í Danmörku. það er jarðhitinn og birtan all- an sólarhringinn, sem gera jurtun- um mögulegt að vaxa dag og nótt og ná fullum þroska á skemri tíma hér en annarsstaðar. Síðast í fyrra mánuði höfðu alls fengist 900 þroskaðar tómötui' af þessum 45 plöntum, og þá voru ennþá nokkrir ávextir eftir. Svo voru bragðgæðin mikil, að eg minnist ekki að hafa fengið betri tómötur annarsstaðar, og allar seldust þær jafnóðum og þær þroskuðust. Vafalaust er mikill markaður fyrir tómötur í Reykjavík, bví þær Ilafa 2000 menn fallið, en 8000 særst. — Stórviðri geysaði nýlega í Persaflóa. Eru stundaðar þar perluveiðar í mjög stórum stíl á smáum skipum. Fórust 7000 menn í veðrinu. Ellefu miljónum króna vill danska stjórnin verja til þess að draga úr atvinnuleysi þ\í, sem or- sakast hefir af hækkun krónunn- ar. — Um miðjan f. m. varð mikil snjókoma með miklu frosti um allan hálendari hluta Mið-Evrópu. Voru menn víða ekki búnir að ná upp í’ófum og kartöflum þeg- ar frostið kom. — ..Frökkum var falið „eftirlit* með Sýrlandi í Versalafriðnum. Var einn af hershöfðingjunum, Sarrail, skipaður landsstjóri þar og hefir átt mjög örðugt um að friða landið, eins og að hefir ver- ið vikið. Búa Drúsar í suð-austur- hluta landsins og urðu þeir óánægðir með liðsforingjann franska, sem þar var. Hófst upp- reisnin í júlí og stuttu síðar gátu uppreisnarmenn slegið hring um franska liðssveit og drápu hvern mann. Sendi Sarrail 2000 manna hersveit til að bæla niður upp- reisnina. Drúsar réðust á hana, drápu 1200 menn, náðu öllum her- gögnum hennar, en foringinn slapp nauðulega undan. Aðalborgin í uppreistarhéraðinu heitir Soueida. Voru þar nokkur hundruð franskra hermanna í sterku vígi. Urðu þeir umkringdir. þrutu hjá þeim bæði vistir og skotfæri en Sarrail gat sent þeim hvorttveggja með flugvélum. Hefir þeim nú ný- lega verið bjargað. Var nú send- ur her heiman frá Frakklandi til hjálpar. Herma síðustu fregnir að uppreisn sé einnig hafin í höfuð- borg landsins, Damaskus, og hafa Frakkar orðið að skjóta á borg ina. óánægja er afarmikil á Frakklandi yfir þessum tíðindum. Er Sarrail kent um og hefir hann nú verið kallaður heim. þykir Fi'ökkum nóg að fást við Marokkóbúa, enda er þar um beina nýlendu að ræða. — Mussölini kom til Locarno undir lok fundarins. Hafði um sig sterkan lífvörð, enda höfðu yfirvöldin í Sviss krafist þess, því að á þessum slóðum eru margir ítalir sem hafa orðið að flýja land sitt vegna harðstjórnar Musso- linis. Dag einn boðaði Mussolini alla blaðamenn á fund sinn. Voru þeir, að sjálfsögðu, afarmargir, frá flestum löndum álfunnar og Bandaríkjunum. Kom þeim saman um, undantekningarlítið, að sýna eru Ijúffengar, og þeir sem venj- ast þeim verða sólgnir í þær. Væri heppilegt, að tómöturæktin ykist sem fyrst, svo hægt væri að stöðva allan innflutning hingað af tómötum, en hann mun vera í byrjun nú á hinum síðustu árum. Aðfluttar tómötur geta ekki jafn ast á við þær íslensku að gæðum. Fyrir 50 árum voru tómötur ekki ræktaðar alment til matar á Norðurlöndum, en voru þá víða ræktaðar í jurtapottum til skrauts. þá voru ávextirnir kall- aðir ástarepli vegna fegurðarinn- ar. Sérstaklega hefir tómöturæktin aukist síðan um aldamót og árið 1920 voru t. d. seld 900,000 kg. af tómötum á Grænatorgi í Kaup- mannhöfn, en als munu nú ræktuð um 3500,000 kg. í Danmörku ár- lega. Eins og áður er frá sagt er tómötujurtin náskyld kartöflunni — svo skyld að hægt hefir verið að græða (copulera) stöngulsprota af tómötum á kartöflugrasi. Bar sú planta tómötur ofanjarðar en kartöflur neðanjarðar. En enga verulega þýðingu hefir sú tilraun fengið, enda þótt snillingum með- al garðyrkjumanna hafi tekist þetta. Ragnar Ásgeirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.