Tíminn - 07.11.1925, Blaðsíða 4
194
TÍMINN
Mussolini lítilsvirðingu. Voru
mættir, fjölmennir í anddyri húss
þess, er þeir voru boðaðir til, á
settum tíma, en er Mussolini kom,
með lífvörð sinn, komu örfáir
blaðamenn með upp í salinn, þar
sem viðtalið átti að fara fram.
Helst voru það útsendarar frá
íhaldsblöðunum þýsku. Varð sem
ekkert úr viðtalinu og var auð-
séð að Mussolini skildi hvað meint
var. Er hann sneri heim aftur
stóð allur hópurinn enn í and-
dyrinu og fóru þó háðuleg orð
í milli. Mun það einsdæmi að
æðsta manni eins stórveldisins sé
sýnd svo samtaka lítilsvirðing
blaðamanna frá flestum löndum
hins mentaða heims, af öllum
stjórnmálaflokkum. Var það vitan-
lega tilgangurinn að mótmæla
harðstjórninni, sem svo gengur
langt að jafnvel blöðunum er
bannað að flytja aðrai' greinar og
fregnir en þær sem samþyktar eru
af ritsboðendum harðstjórnarinn-
ar.
— Um næstu mánaðamót á að
halda fund í London til þess að
undirrita samningana frá Lo-
carnofundinum. Eiga þá öll þau
lönd sem við samningana eru rið-
in, að hafa samþykt þá fyrir sitt
leyti.
— Heimkomu Chamberlains,
utanríkisráðherra Englendinga,
eftir Locarnofundinn, er líkt við
heimkomu Disraélis eftir Ber-
línarfundinn fræga. Fjöldi stjórn
málamanna tók á móti honum á
járnbrautarstöðinni, fulltrúi kon-
ungs og Baldwin forsætisráð-
herra með nálega allri stjórninni.
Sendiherrar Frakka og þjóðverja
stóðu þar hlið við hlið og tóku í
hönd hans en mannfjöldinn ætl-
aði aldrei að láta fagnaðarlátun-
um linna. Er haft eftir ensku
stjórninni, að hún sé reiðubúin til
að láta ensku hersveitirnar rýma
þýskaland algjörlega, áður en
samningarnir verða undirritaðir 1.
des.
— Látinn er einn frægasti mál-
ari Norðmanna Chr. Krog. Fór
jarðarför hans fram með hinni
mestu viðhöfn.
— Málaferli hafa' staðið yfir
um rússnesku kirkjuna í Kaup-
mannahöfn. Hefir rússneski söfn-
uðurinn þar í borginni, útlægir
Rússar, haft afnotarétt kirkjunn-
ar, en Rússastjórn krafðist þess
að sér yrði afhent kirkjan. Dæmdi
undirréttur og á þá leið. En hæsti-
réttur leit svo á að óvíst væri um
eignarumráðin yfir kirkjunni og
félst því ekki á að hún yrði af-
hent Rússastjórn. Fær söfnuður-
inn því að nota hana eftirleiðis.
— Tveir sendimenn ráðstjórnar-
innar rússnesku voru staddir í
París seint í f. m. Er álitið að
Rússar vilji mikið til vinna að ná
samkomulagi við Frakka, til þess
að einangrast ekki um of frá öðr-
um Norðurálfuríkjum; en eins og
kunnugt er, er nú lítil vinátta
milli Englendinga og Rússa. Ei
jafnvel búist við að Rússar vinni
til að borga Frökkum töluvert at
hinum gömlu skuldum Rússlands
til Frakklands, frá tímum keis-
arastjórnarinnar til þess að ná
samkomulagi.
— Bæjarstjórnarkosningar fóru
fram í Berlín seint í f. m. Unnu
jafnaðarmenn og kommúnistar
mikið á og náðu meirihlutavaldi í
bæjarstjórninni. En vafasamt er
talið að þeir geti haldið saman.
— Síðustu vikuna í október
fjölgaði atvinnulausum mönnum i
Danmörku um meir en 1500. Hafa
aldrei fyr bæst svo margir við á
einni viku. Mjög mega þeir blessa
gengishækkunina — eða hvað seg
ir Alþýðublaðið ?
— íslendingur, staddur í Nor
egi, ritar ritstjóra Tímans á þessa
leið um afleiðingar gengishækkun-
arinnar þar: „Framleiðendur hér
eru í rauninni á heljarþröminni.
Ullarverksmiðjurnar margar
vinna ekki nema þrjá daga í viku
og sumar hafa alveg lagt árar í
bát. Verst eru þá skógaeigendur
H.f. Jón Sigmondsson & Co.
og alt til upphluts sér-
lega ódýrt. Skúfhólkar
úr gulli og silfri. Sent
með póstkröfu út um
land, ef óskað er.
Skilvindumar „Lacta“ og „Milka“ eru pegar búnar að ná útbreiðslu
út um allan heim þar sem mjólkurframleiðsla er stunduð, enda standa
þær öllum skilvindum framar hve þær eru sterkar og einfaldar að með-
höndla. Sérstaklega. er auðvelt að hreinsa þær. Þrátt fyrir þessa miklu
kosti eru þessar skilvindur sérlega ódýrar. Lacta skilvindan skarar þó
sérstaklega fram úr öðrum skilvindutegundum, enda ber hún nafn sitt
með rentu þar sem hún er í daglegu tali nefnd konungur allra skilvinda.
„Lacta“ strokkurinn er líka mjög þægilegt og einfalt búsáhald, sem
er það ódýr að allir geta eignast hann.
Ofantaldar skilvindur og strokka höfum við ætíð fyrirliggjandi
ásamt öllum varahlutum, og sendum hvert á land sem er gegn póstkröfu.
Biðjið um verðlista og frekari upplýsingar.
Mjólturfélag> ReytjaYÍkur
Sími 517.
Símnefni: „Mjólk“.
Pósthólf 717-
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
UELOTTE
Aðalumboðsmenn:
Á. ÓLAFSSON & SCHRAM
Simn.: Avo. Simi: 1493
Seljum ýmiskonar Veiðivopu og
Sportvörur.
Sendum verðlista með myndum
ef óskað er eftir.
Jörd til sölu.
Jörðin Raftholt í Holtahreppi í Rangárvallasýslu með öllum hús-
um fæst til kaups og ábúðar í næsta fardögum. Túnið gel'ur af sér
120—140 hesta. Engjar útaf túni og gefa af sér í meðalári 300 hesta.
Heyfall mjög gott.
Hús öll í góðu lagi. Notadrjúg silungsveiði er skamt frá bæn-
um. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar
Kristinn Guðnason.
Hóseignir á Stokkseyri
með tilheyrandi lóðum og hafnarréttindum, sem áður átti Kaupfélagið
Ingólfur, eru til sölu.
Væntalegir kaupendur geta fengið frekari upplýsingar hjá und-
irrituðum.
Tilboðsfrestur til 15. desember næstkomandi.
Lárus Fjeldsted
hæstaréttarmál.fl.m
og skógarhöggsmennimir farnir.
þeir geta alls ekki kept á erlend
um markaði, hvorki með timbur
né „cellulose“. „Cellulose“-verk-
smiðjmnar hafa meir að segja
flutt inn timbur frá Finnlandi,
því að jafnvel í norskum höfnum
er .finskt .timbur .ódýrara .en
norskt. Afleiðingin er sú að í
mörguin héröðum landsins verður
ekkert skógarhögg í vetur og því
algjört atvinnuleysi fyrir þá sem
af því lifa*.
— Kosningar eru nýafstaðnar
í Sviss. Unnu jafnaðarmenn tölu-
vert á en íhaldsmenn töpuðu að
sama skapi.
----o-----
Hressingarhælí landsins.
Miki! þörf er að landið eigi hress-
ingarheimili fyrir herklaveika menn,
sem verið liafa á heilsuli., en er batn
að svo að þeir mega leggja nokkuð á
sig, en þola ekki erfiða vinnu. Á þing-
inu 1924 var samþ. tillaga í Ed. um að
landstjórnin skyldi fela Guðm. land-
lækni og Guðjóni húsameistara að
velja stað fyrir slíkt hæli. peir leit-
uðu fvrir sér viða á Suðuriandi og
komust að þeirri niðurstöðu að á
Reykjum í Ölfusi væru flest skil
yrði sameinuð fyrir þessa viðbót við
berklahælin. pingið i fyrra fól svo
sömu mönnum að gera frumdrætti að
sliku hæli og er húist við að þeir
vinni að þvi í vetur. — pað sem mæl-
ir með Reykjum er hverahitinn, þægi-
legt vatnsafl, ræktunarskilyrði, og að
staðurinn liggur vel við samgöngum,
svo að þangað væri fremur auðve.lt
að koma sjúklingum hvaðanæfa af
landinu.
Ullarmálið í Ameríku.
Landstjórnin hefir nú sent Ama
frá Múla til Bandaríkjanna sem er-
indreka sinn í ullarmálinu. par hefir
verið hert mjög á toilum til að styðja
yfirdrotnun Bandaríkjanna í iðnaðar-
málum. Eins og tollþjónarnir útskýra
lög þessi hafa þau verið mjög óhag-
stæð fyrir isienska ullareigendur. En
tii að fá skorið úr öllum vafa var
þrætumáli um skýringar á iögum
þessum skotið til dómstólanna í
Bandarikjunum. Gerði það firma, sem
mikið hefir skift við islensk kaupfé-
lög, og var málshöfðun þessi gerð í
samráði við stjórn þeirra. En þegar
fór að iiða að þeim tjma að dómur
skyidi falla sendi landstjórnin Áma
til að hrinda tollmáli þessu áfram.
Er það á almanna vitorði, að för
þessi er eingöngu gerð til að veita
honum atvinnu, eins og hin fyrri
sendiför hans sem svo mikið hefir
verið brosað að. Er þetta athæfi
stjórnarinnar, að leika sér þannig
með landsfé, tii að viðhalda meiri-
hlutavaldi í þinginu orðin algerlega
ósæmileg. **
Norðlenskar bækur.
Frá Akureyri hafa með síðustu
ferð borist á bókamarkaðinn tvær
merkisbækur. Annað er skáldsaga
eftir Kristínu Sigfúsdóttur, vafalausf
merkilegasta bókin, sem út kemur á
þessu ári. Hitt er skáldsaga eftir
norskt skáld, Sven Moren. Sú hók
heitir „Stórviði". Helgi Valtýsson
hefir þýtt bókina, en nokkrir af leið-
togum ungmennafélaganna á Norður-
iandi munu hafa valið bókina og
standa fyrir útgáfunni.'
„Stórviði" þýðir í þessu sambandi
„skógurinn mikli", en með þeim orð
um er aftur táknaðir hinir þróttmiklu
norsku hændur. Sagan er um norska
sveitalífið. Myndirnar eru dregnar
með fáum glöggum dráttum. Norska
bygðin, háfjöllin, skógurinn. Norskir
stórbændur þrekmiklir, en harðlynd-
ir og stoltir, og smælingjar sem vanir
eru að láta beygja sig. pá kemur hin
nýja öld: „Plankaaðallinn" eða timh
urspekulantarnir, og hið svikula fjár-
brall í bæjunum, sem sogar hina
fornu stórbændur í gjaldþrotshring-
iðuna. Stórviðir er góð bók, bæði um
Noreg sérstaklega og um mannleg
hjaðningavíg alment. pýðingin er
fjörug og skemtileg. Bæði þýð. og
útgefendur eiga skilið þakklæti fyrir
valið á bókinni og fyrirhöfnina að
birta hana á íslensku.
Gullbrúðkaup áttu 21. f. mán.
hjónin Ólafur Jónsson og Guðríð-
ur Ámundadóttir í Vestra-Gold-
ingaholti. Fengu þau þann dag
heimsóknir nokkurra sveitunga
sinna, svo sem sóknarpresta og
hreppsnefndarmanna, er færðu
þeim að gjöf muni 2, úr og staf,
i hvorttveggja hið vandaðasta, með
I áletrun: „Frá sveitungum“, ásamt
nöfnum hjónanna, degi og ártöl-
um. Valdimar Briem vígslubiskup
hafði og ort til þeirra einkarfall-
eg Ijóð, er þeim voru flutt ásamt
ræðum og söng.
„Vér brosum“. Nú er seilst um
hurð til lokunnar í Mogga ræfl-
inum. Eins og kunnugt er hefir
borist á íslenskan bókamarkað
um mörg undanfarin ár furðu-
mikið af reyfarasögum í meir og
minna lélegum þýðingum. þessar
hrakbókmentir gerast nú svo um-
fangsmiklar og uppivöðslusarnar,
að varla er þolandi. Megnið af
endemi þessu hefir í fyrstu verið
dálkafylli í Reykjavíkurblöðunum,
einkum Morgunblaðinu, og sýnir
dável smekk og ábyrgðartilíinn-
ingu ritstjóranna, og hinsvegar
menningu lesandanna, sem láta
gæða sér á slíku. Stundum hefir
Morgunblaðið viljað sýna að það
styddi innlendan iðnað í þessari
grein. En ekki verður sagt að þá
hafi betur tekist, heldur jafnvel
ver. pó þykjast sumir geta ráðið
það af ýmsum dæmum að Moggi
muni ætla sér að leggja framveg-
is meiri rækt við hina innlendu
framleiðslu í sagnagerð en verið
hefir hingað til, sínum voluðu les-
endum til smekkbætis. það hefir
því vakið dálítið umtal að Moggi
skyldi fá lítið þekt uppgjafaskáld,
Kr. Albertsson, til þess að fylla
dálka næstsíðasta sunnudagsblaðs
með einhverju sem á að líkjast
skáldsögu. „Saga“ þessi er að vísu
ekki ónaglalegri en það, að hún
lofar sinn meistara eins og vert
er. En hitt þykir mönnum skrítið,
að ritstjórarnir skuli seilast til
leigumanna um slíka hluti. það er
sem sé öllum kunnugt, að blaðið
hefir nú um langa hríð haft úr að
Köbenhavns Sportmagasin.
St. Kongensgade 46. Köbenhavn K.
ZE?e]kúk::Lc3 þér
An.thos
óviðjafnanlegu handsápu.
Baldvin Einarsson aktýgja-
smiður, Hverfisgötu 56 a.
í óskilum.
Grár hestur 5—6 vetra, stygg-
ur. Mark: fj. fr. lögg aft. h., lögg
aft. v. Eigandi vitji að Krossi í
Lundareykjadal og borgi kostnað.
ausa einhverjum flatbotnaðasta
leirstamp þessa lands í óbundn-
um „skáld“-stýl, bersynduga mann
inum, og virðist haia gefist vel.
Hvað veldur ranglæti þessu? það
vitum vér ekki. Hitt er víst að
ritstjórunum hefir enn ekki brugð
ist brjóstvitið er þeir voru að
dorga eftir dálkafyllinni.þeim hef-
ir tekist að setja nýtt met þar sem
ætla hefði mátt, að þeir ættu erf-
iðast með að yfirstíga sjálfa sig.
þeir hafa uppgötvað og hagnýtt
sér leirburð, sem er ögn aumari
en það vesælasta, sem til var
í leirtroginu. Blómavinur.
Alþýðublaðið segir þá frétt að
Vélstjórafélagið hafi farið fram
á talsvert mikla kauphækkun við
togaraeigendur og hafi þeirri
málaleitun ekki verið synjað.
Ljósmyndasýningu heíir Iþróttar
félag Reykjavíkur opna í húsi
Nathans & Olsens. Er hún mjög
fjölskrúðug og margar myndirnar
ljómandi skemtilegar. Er langmest
af landslagsmyndum, víðsvegar
að af landinu.
Prestskosning er nýafstaðin á
Stað í Súgandafirði. Hlaut kosn-
ingu séra Halldór Eyjólfsson i
Flatey með 133 atkvæðum. Séra
Helgi Árnason fekk 33 atkvæði.
Minnisvarða vilja konur í bæn-
um reisa frænkunum þorbjörgu
Sveinsdóttur og Ólafíu Jóhanns-
dóttur og hafa reistan á 100 ára
afmæli þorbjargar. Er það mjög
vel til fallið, því að fáar konur
voru þeirra jafningjar á sinni tíð,
fyrir margra hluta sakir. Má
vænta almennrar þátttöku í sam-
skotum þessum.
þingmenn Árnesinga, Magnús
Torfason og Jörundur Brynjólfs-
son, eru staddir í bænum.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.