Tíminn - 14.11.1925, Side 4

Tíminn - 14.11.1925, Side 4
198 TlMINN með langmesta móti. Hveitiupp- skeran er 8,7% meiri en í fyrra rúguppskeran 39% meiri, bygg- uppskeran 16% meiri, hafraupp- skeran 5% meiri og maísuppsker- an 21% meiri. Ef Rússland hefði verið með hefði útkoman orðið enn glæsilegri, því að uppskeran þar hefir verið með langbesta móti. — Hermálaráðherra Rússa, Mikhail Frunse, er látinn. Var einn hinna kunnustu byltinga- manna á dögum keisarastjórnar- innar, tók þátt í byltingunni og í vörninni gegn gagnbyltingatil- raununum. þegar Trotskí féll í ónáðina varð hann hermálaráð- herra. Var búist við af sumum, að Trotskí mundi nú aftur verða hermálaráðherra, en ekki hefir það orðið. — íbúar Tjekkó-Slafalands eru um 131/2 miljón. þá er ríkið var stofnað töldust um 10 miljónir rómversk-katólskir, en þeim hefir fækkað um meir en eina miljón síðan. Margir hinna burtförnu hafa stofnað þjóðlega katólska kirkju, sem ekki hlýtir yfirráðum páfa, en hnígur mjög að kenning um þjóðarhetjunnar Jóhanns Húss. Ilm 600 þús. eru grísk-ka tólskir, 354 þús. Gyðingar og 700 þús. eru utan allra safnaða. Spíri- tistar eru taldir 100 þús. iJOWII! Mi. Skilvindur: Nú má heita að á hverjum bæ sé farið að nota skil- vindur. það er engum lengur dulið hve það er mikill búhnykkur, en hitt er vandinn meiri að velja sér góða og trausta skilvindu. Hér voru síðast augl. í blað- inu finskar skilvindur, Lacta og Milka af Mjólkurfélagi Reykja- víkur. það má segja að það sé ekki nýtt að sjá auglýstar nýjar skil- vindur á markaðinum. En á þess- um skilvindum er rétt að vekja athygli, fyrir þá sem þurfa að kaupa sér skilvindu. þær hafa að- eins verið á markaðinum í nokkra mánuði, en sem sjá má af um- mælum eins kaupandans, sem hér fara á eftir, hefir hans skil- vinda reynst sjerstaklega vel: „Lacta skilvindan nr. 3, sem eg keypti frá Mjólkurfélagi Reykja- víkur hefi- eg nú notað í þrjá mán- uði og er mjög ánægður með fengna reynslu á henni. Skilvindan er sterkleg og einföld og mjög auðvelt og fljótlegt að hreinsa hana. Vinnur fljótt og vel. Hefi áður notað tvær skilvindutegund- ir, sem báðar voru taldar góðar, en tel „Lacta“ skilvinduna besta að öllu leyti. Björnólfsstöðum, 20. júlí 1925. Gestur Guðmundsson. þessar skilvindur hafa breiðst út um allan heim nú á seinni ár- um, og í Noregi eru þær nær ein- göngu notaðar, t. d. selja norsku samvinnufélögin ekki aðrar skil- vindur. Höfuðkostir skilvindanna eru: 1. Hve auðvelt er að hreinsa þær og fara með í alla staði. 2. Styrkleiki skilvindanna, og má þar sérstaklega benda á hinn trausta en þó einfalda út- búnað um hálslegið, sem ger- ir skilvinduna altaf rólega í gangi. 3. Hve hún er ódýr, þrátt fyrir sína miklu kosti fram yfir aðr- ar skilvindur. Hið lága verð á skilvindunum er mest að þakka hinu lága gengi á finskum peningum. Lacta skilvindan ber nafn sitt með rentu, þar sem er kölluð kon- ungur allra skilvinda. Strokkar: það er nú sem von- legt er, farið að minka um gömlu bullustrokkana, þeir eru bæði erf- iðir og seinvirkir, svo nú þegar mannshöndin er orðin svo dýr, að sveitabúskapurinn fær varla rönd við reist, þá veitir ekki af að nota sem mest vinnusparandi vél- ar. það kemur fljótt í Ijós gróð- inn við þá ráðstöfun. það má segja að ekki sé eins mikill vandi að velja sér strokk eins og skilvindu, en það er samt ekki nema sjálfsagt að kaupa það sem best er, það verður altaf ódýrast í reyndinni. Nú vill svo vel til að hinir vönduðu finsku strokkar, sem hér vorru auglýstir, eru sérlega ódýrir. Smjörhnoðarar: Smj örhnoðarar eru búsáhöld, sem hér eru lítið þekt áður, nema við stóra fram- leiðslu t. d. á smjörbúum og þ. h. En eins og auglýsing Mjólkurfé- lagsins ber með sér, hefir félag- ið náð í slíka smjörhnoðara sem fást við allra hæfi, hvort sem það er handa heimili með 1—2 kýr eða heimili með 100 kýr í fjósi, og hvaða stærð sem er þar á milli. Smjörhnoðarar þessir hafa mikla kosti, t. d. fyrir heimili sem fram- leiða smjör til sölu. það vita allir sem reynt hafa, að kaupandinn vill hafa smjörið jafnlitt en ekki skjöldótt, en það er mjög erfitt að jafna smörlitnum um smjörið, ef það á að hnoðast með höndunum, enda er það mjög leiðinleg með- ferð á smjörinu, þó hendurnar séu hreinar. það er líka feiki- mikill vinnusparnaður að þessum smjörhnoðurum, og það mun nú líka víða vera það slæmar kven- fólksástæður á sveitaheimiliunum, að ekki væri ósanngjamt þó létt væri undir húsfreyjunni með bú- verkin, líka þegar það er hægt á svo ódýran hátt sem í þessu til- felli. þeim sveitabændum sem þurfa að fá sér upplýsingar um mjólkur- eða smjörgerðartæki, er opinn að- gangur hjá Mjólkurfélagi Reykja- víkur, hvort það er um áminst tæki eða önnur. Eyjólfur Jóhannsson. Syndarjátning. Ritstjóri Tímans verður að játa á sig stórsynd — í latneskri málfræði. Latneska orðið „flos“ er karlkyns en ekki hvorugkyns, og fleirtalan því ekkí ,,flora“, eins og sagt var í síðasta blaði. — Svona er að trúa latínu- rnanni, góðum þó, ofvel, þeim er sagði þetta, en ritstj. Tímans mundi ekki hið rétta og vanrækti að aðgæta. — Morgunblaðið ritar um þetta langa grein í dag. Alt er hey í harðindum. En í dálkin- um við hlið greinarinnar er talað um „jarðepli". Hvað segir hinn strangi Valtýr um það, að tala um epli í jörðinni? Á sama stað eru kýr kallaðar búsáhöld! „Fylgt geta 3 kýr ásamt fleiri búsáhöld- um“, stendur þar. Verður ekki um það vilst, að þessi málblóm eru af Valtýsfjóluættinni. Gefin saman í hjónaband ung- frú Anna Eiríksdóttir frá Sand- haugum í Bárðardal og Bjöm Sigurbjörnsson, gjaldkeri, á Sel- fossi. Nýja tilraun gerði sáttasemj- ari til að miðla málum í kaup- gjaldsdeilunni. Voru nú teknir fyrir í einu lagi bæði samningarn- ir við Sjómannafélagið og verka- mannafélagið Dagsbrún. Stakk hann upp á nýrri miðlunarleið og fór nokkru nær kröfum sjó- manna. Voru tillögurnar þvínæst bornar undir atkvæði í félögunum Urðu úrslit þau að útgerðarmenn samþyktu miðlunartillöguna. En í Sjómannafélaginu var hún feld með 165 atkv. gegn 142, en mjög margir greiddu ekki atkvæði og á fundi Dagsbrúnar var miðlunar- tillagan feld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. þjóðsögur. þriðji flokkur af þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfús- sonar frá Eyvindará er nýkominn út. Eru það draugasögur. Er þessi flokkur langlengstur, 20 arka bók, og merkilegastur. Útgáfan er öll hin vandaðasta. Kostar þetta bindi 10 krónur. Allir sem unna íslensk- um sagnafróðleik, þurfa að eign- ast þessa bók. SMÁRA StlieRLÍKÍ IKIa.\ipféla.gsstj órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíki Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smörlíkisgerðin, Reykjavík. Deering- sláttuvélar og varastykki í þær útvegar Helgi Jónsson Stokkseyri. Pantanir þurfa helst að koma fyrir 1. febrúar næsta ár. Leitið upplýsinga sem fyrst. Nokkur varastykki fyrirliggjandi. Vefnaðarnámsskeið heldur Heim- ilisiðnaðarfélag íslands um þessar mundir, í húsi Listvinafélagsins. Fjórtán stúlkur eru á námsskeið- inu. Er verulega ánægjulegt að koma þangað og sjá vinnubrögð- m. Kennari er ungfrú Jónína Sveinsdóttir eins og í fyrra. Flest- ar eru stúlkurnar úr sveit. Ný ljóðabók. Bætist enn ein í hópinn ljóðabókanna sem út eru gefnar í haust: Uppsprettur eftir Halldór bónda Helgason á Ás bjarnarstöðum í Norðurárdal í Mýrasýslu. Hafa oft birst á prenti kvæði Halldórs. Kosningar. Borgarstjórakosninv á að fara fram hér í bænum í jan- úar. Ennfremur á að kjósa fimm bæjarfulltrúa. Eiga þessir að ganga úr bæjarstjórninni: Sigurð- ur Jónsson skólastjóri, Gunnlaug- ur Claessen, Pétur Halldórsson Ólafur Friðriksson og þórður Bjarnason. Langt nef! „þór“ stóð enskan togara að veiðum í landhelgi, náði honum og fór með til Akureyrar. Enginn vafi leikur á sekt skipsins. Lá togarinn við bryggju og beið dóms. Mjög mikill afli var í skip- inu, sem að sjálfsögðu hefði verið dæmdui upptækur. En áður en til kæmi gat togarinn strokið burt. sigldi út Eyjafjörð og gaf Eyfirð- ingagoðanum „langt uef“. Skip- verjar á þór voru margir í landi enda höfðu þeir lokið sínu starfi Varð ekki úr eftirför. Dýrtíðaruppbót embættismanna verður 67i/3% á næsta ári sam- kvæmt útreikningi hagstofunnar Er í ár 78%. Borið er til baka að Magnús Guðmundsson atvinnumálaráð- herra sé í stjórn útvarpsfélagsins, enda var fregnin ótrúleg. Engin stjórn hefir enn verið kosin í fé- lagmu. Stórstúka íslands hefir höfðað meiðyrðamál gegn ritstjóra „Is- lendings“ á Akureyri. — Skifta þau orðið mörgum tugum meið- yrðamálin, sem nú eru fyrir dóm- stólunum. Hvað ætli það séu margir menn á íslandi sem nokk- urt mark taka á þeim hégóma? Kaupdeila stóð yfir nokkra daga í Vestmannaeyjum nýlega. Vildi útgerðarfélag þeirra Gunnars Ólafssonar og Jóhanns Jósefsson- ai' lækka kaup verkamanna í landi, en verkamannafélagið neitaði. Fóru svo leikar, í bili a. m. k„ að verkamenn urðu hlutskarpari og helst kaupið. Vér brosum. Garðar Gíslason ætlar að fara að lifa á málaferlum einkanlega út af meraverslun sinni. Eru mál hans því stundum kend við tilefnið. Hann hefir átt í illdeilum af því tægi við kaup- mann á Blönduósi, kaupstjóri á Hvammstanga, ýmsa bændur hér og þar um land og við Tímann. Að síðustu hefir Garðar farið í meiðyrðamál við félagsbróður sinn einn í stjóm Mogga, M. E. dýra- lækni út af grein í sjálfri ísafold, þar sem dýralæknir segir frá skoð- un sinni um G. G. sem baðlyfja- millilið. Geðsmunir Garðars eru eitthvað órólegir. Hefir líklega vonda drauma frá síldinni. Víða er frægð Valtýs komin. það fyrsta sem börnin raula þeg- ar þau skríða úr vöggunni er skopljóðið um fjólupabbann. Og eitt af því fyrsta sem erlendir ferðamenn nema hér og snúa á móðurmál sitt eru þessi þrú orð: „Fjóla“ og „Vér brosum“. Á fundi í Reykjavík, þar sem saman voru komnir allmargir menn úr sveit, nú í þessari viku, deildu þeir um baðlyfin, M. dýra- læknir og Garðar, báðir úr stjórn Mogga. Valtýr var áheyrandi 0. fl. héðan úr bænum. þegar dýra- lækni þótti úr hófi keyra heimska og fáfræði Garðars, sagði hann að ekki væri hægt að hafa annað orð um sumt í framsetningu G. G. en að kalla það „fjólur“. Litlu síðar gekk Valtýr út og kom ekki aftur. Sennilega hefir honum runnið til rifja eymd sín og niðurlæging síðan hann fór að taka laun í silfri. Einu sigrar Kjartansens eru þeir sem hann vinnur á tengda- föður sínum, póstmeistara, og er þar þó ekki feitan gölt að flá. I fyrra færðu þeir kumpánar tvo aukapósta í Skaftafellssýslu þann- ig að þeir gætu verið til minna gagns en áður. Nú færa þeir bréf- hirðinguna í sömu sýslu úr alfara- leið. Sennilega finst póstmeistara að þessi þrekvirki réttlæta það að stjórnarráðið borgar honum hálf embættislaun, bak við löggjöfina í ofan á lag á lögmælt laun. Komið hefir til orða að láta hinn alkunna orðabókarhöfund Jóh. á Kvennabrekku byrja, sam- hliða hinu mikla vísindaverki sínu, að kenna málfláum mönnum rétt mál. Fyrsti lærisveinninn yrði lík- lega Guðm. sýslumaður Borgfirð- inga. Hann varð nýlega að at- hlægi á 400 manna fundi fyrir að segja „flaga“ í stað „fluga“. Flá- mæli af þessu tægi óprýða mjög mál sumra af lakast mentu borg- urum landsins. Nóg er nauðsyn- in. Og varla vantar dugnaðinn hjá gamla Jóhannesi. Hér á dögunum skrifaði orða- bókar-Jóh. skammagrein um Tíma- menn fyrir að vilja festa krónuna. Litlu síðar hittu einhverir gár- ungar úr hópi embættismanna sama karlinn og sögðu: „Hvílíka fásinnu fremur maðurinn! Hann vill lækka dýrtíðaruppbótina með þessum fjanda!“ Síðan Jóh. vissi um þessa skissu sína nær hann ekki upp í nefið á sér fyrir frum- hlaupinu í Vísi. þunnar munu sögur Guðm. á Sandi hinar síðustu, því að Jón H.f. Jón Sigmundsson & Co. Millnr og alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfholkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gulismiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Sjé- og bruna vátryggingar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku félagi. Baldvin Einai-sson aktýgja- smiður, Hverfisgötu 56 a. Bækur Bókafélagsins: Hjá Ársæli Árnasyni og öllum bóksölum: Islandssaga II. Verð 3,50. Dýrafræði I. (Spendýrin). Verð 3,50. Hjá nálega öllum kaupfélögum og nokkrum bóksölum: íslands- saga I, Dýrafi'æði II (Fuglarnir), Nýju skólaljóðin. Verð hverrar af þessum bókum 2,50. Söðulsessa tapaðist í Skeiðarétt- um í haust. Skilist að Tryggva- skála. Ingibjörg Jónsdóttir, Fjalli. Jörð til ábúðar. þjóðjörðin Ánastaðir í Hjalta- staðahreppi er laus til ábúðar í fardögum 1926. Semja má við Svein Ólafsson, Firði. Kaupendur Tímans, sem verða fyrir vanskilum, eru beðnir að gera afgreiðslunni viðvart þegar í stað. Björnsson, höf. hins bersynduga, fer hörðum orðum um leirburðinn og andleysið. Ætti Guðm. að kunna svo vel mannasiði að hann tæki ekki á móti skáldalaunum þeim sem Mbl.-menn beittu sér fyrir á þingi í fyrra. Kunnugt er að sumir sem greiddu atkvæði með fégjöf þessari, vildu með því halda siðferðispróf yfir Guðm. Hann hefir drjúgum talað um að ekki mætti reyta landsjóð til fram- kvæmda í þingeyjarsýslu. Ef hann vill vera trúr sparnaðarsnakki sínu, má hann ekki snerta einn eyri af fúlgu þessari. Blómavinur. Ritstjóri: Tryggvi þórhallssou. Premtsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.