Tíminn - 05.12.1925, Blaðsíða 4
210
TÍMINN
Tll sölit:
síldarverksmíðja og síldveiða-
stöð, fímm síldveíðaeímskip og
tveir geymsluskrokkar úr járn-
bentri steinsteypu.
sýslu um margar aldir. pangað heíir
legið þjóðgata eins og í Skagafirði
lieim að Hólurn. þar var klaustur
langa lengi. þar hafa setið og sitja
enn öndvegiðhöldar Skaftfellinga. þar
er loftskeytastöð sett fyrir hálfa sýsl-
una, þar er lundarhús og 3amkomu-
staður Siðumanna. Engum hefir kom-
ið 1 hug fyr en nú að líirkjubæjar-
klaustur væri úr þjóðleið. Hvort Sig-
urður hefði verið nógu gáíaður til
að gera þessa merkilegu uppgötvun
um krókinn heim að Klaustri, ef vin-
ir moðhausanna liefðu átt þar heima,
munu Skaftfellingar giska á.
Framsóknariélögin.
Kaupmennirnir eru i félagi, útvegs-
menn í félagi, verkamenn landssjóðs
og' verkamenn á eyrinni eru 1 félagi.
Öll eru þessi félög til að efla hags
muni stéttanna. En kaupmenn og
togaraeigendur geía út blöð, sem ráð
leggja bændum að vera sundraðir.
HversvegnaV Til þess að keppa ekki
við hinar stéttirnar um efnaleg
og andleg gæði. þar sem bændur
mynda samtök eru þau samskon-
ar og hinna stéttanna. þau eru
eftirleikur. þau eru til að gera skyn-
samlegar kröfur. Bændur geta ekkí
verið ihaldsmenn eins og málum ei
komið. þá vantar fé til ræktunar,
húsabóta, þá vantar vinnuvélar, síma,
vegi, strandferðir, bækur, skóla o. m.
fi. Framsóknarfélögin eru áhöld tii
að fá bætt úr þessum þörfum.
Símakortlð.
Ólikt er að bera saman síma og
póst á íslandi, dugnað Forbei'gs, og
svefnmók Sig. Briem. Póstgöngurnar
eru verri en hjá nokkurri annari sið-
aðri þjóð. En símanetið hefir lengst
geysilega á fáum árum. Kauptúnin
öll liaía fengið síma. þau hafa heimt
að. Iin símakortið sýnir þó að hinai
stærstu bygðir landsins eru símalaus-
ar. Öli Barðastrandasýsla, utan kaup-
túna, er að heita má símalaus. Eng-
inn sími er upp eftir Miðfirði, Skaga-
firði, Eyjafirði, Bárðardal, Fljótsdal,
eða um Mýrai' og Suðursveit. Heldur
ekki austanfjalls um hinar miklu
bygðir: Biskupstungur, Hreppa og
Landið. Forberg hefir verið athafna-
mikill símastjóri. Hann hefir ýtt
áfram simaframkvæmdunum með
dugnaði. En kauptúnin hafa beitt
sér til að fá þessa umbót. Sveitirnar
lítið. Bændur hafa verið sundraðir,
ekki haldið fundi um sín mál, ekki
haft skipulag. Og svo hefir þeim
verið gleymt. Símakortið er góður
vitnisburður um ávexti samtaka-
leysis í sveitunum.
Sig. Brlem og Esjupósturinn.
Komist hefir upp um frámunalegt
ólag á tilhögun póststjórnarinnar á
póstflutningi með strandferðaskipinu.
Sig. Briem hefir sett sérstakan mann
til að sjá um póst í Esjunni, og er
maður sá vitanlega á hans ábyrgð.
þegar skipið kom hér siðast, lá það
góðan part úr sólarhring út á ytrí
höfn, og var á meðan leituð þjófaleit
um alt skipið. Daginn eftir birtist
svo i Mogga samtal um þjófnaðinn
milli yfirpóstmeistara Skaftfellinga.
Jóns Kjartanssonar, og póstmeistar
ans á Esjunni. Sést af þvi, að póst
meistari Esjunnar hefir tekið við
pósti á Húsavík, þannig að hann er
ekki viss um hvað pokarnir eru
margir. Síðan heldur póstmeistari
þessi að búið sé að steia Húsavíkur
pósti fyrir 6000 kr. En hann huggai
sig við að pokinn geti verið í van
skilum á annari höfn, því að þar er
vitlaust kvittað fyrir poka. Skipið
fer fram hjá Austfjörðum og Vest-
mannaeyjum. Flestir farþegarnir,
sem voru með nyrðra, þegar pokinn
átti að hafa tapast, eru farnir í land.
á ýmsum höfnum. En póstmeistarar
Esjunnar og íslands láta fyrst leita
að þjófnum á Reykjavíkurhöfn! Eftir
alla þjófaleitina hér kemst upp að
pokinn með peningunum er í van
skilum á þórshöfn. Alt viðtalið við
„póstmeistara Skaftfellinga" í Mbl.
ber vott um frámunanlegt hirðuleysi
frá hálfu póststjórnar. Esja kemur oft
á mánuði til Reykjavíkur, og póst-
meistari auðvitað skyldur til að lita
eftir aðstöðunni. Annaðhvort hefir
hann ekki gert það, eða brostið vit
til að ráðu bót á misfellunum. Af
frásögn undirmanns lians er svo að
sjá sem ýmislegt járn-„dót“ sé geymt
i póstklefa skipsins, en ábyrgðar-
pósturinn er í lestinni, og afgr. meir
en htið ónákvæm. Helst er að sjá að
eftirlitsleysi Sigurðar kom af þvi að
liann hafi verið önnum kafinn við að
breyta staðháttum í SkaftafeJlssýslu.
* *
-----o----
Baðlyf og einokun.
I.
Herra ritstjóri!
Út af ummælum þeim, sem eru
um baðlyfin og verksmiðjuna
Hrein í síðasta tölublaði Tímans,
vil eg biðja þig að geta þess í
blaðinu að „Hreinn“ hefir kept
um tilbúning og sölu baðlyfjanna
í frjálsri samkepni (samanber
auglýsingu landsstjórnarinnar nr.
26, 2. júlí 1925 um tilboð í bað-
lyf) -
Rvík, 14. nóv. 1925.
Guðm. J. Hlíðdal.
(stjórnarform. h.f. Hreins).
II.
Herra ritstjóri! — I Tímablað-
inu, sem út kom 14. þ. m., segið
þér í grein með yfirskriftinni: Ein-
okun, að eg sé frumkvöðull þess
skipulags, að verksmiðjan
,,Hreinn“ hafi einkaframleiðslu
og einkasölu á baðlyfjum til ís-
lenskra bænda, og eigi nokkuð
skilið einokunarnafn á íslandi, þá
sé það þessi stofnun, sem eg sé
frumkvöðull að.
Mér er það nú lítt skiljanlegt,
hvernig þér sóma yðar vegna get-
ið haldið slíku fram, þar sem öll-
um er auðsætt, að þér hljótið að
þekkja lög um sauðfjárbaðanir
frá 4. júní 1924, lög sem þér haf-
ið sjálfur verið með til að setja
og samþykkja á alþingi fyrir svo
sem hálfu öðru ári. Og einleikið
er það ekki, ef þér hafið ekki mun
að eftir lögunum þann 13. eða 14.
nóv., þegar þér skrifuðuð grein-
ina, þrátt fyrir það, að eg hafði
daginn áður eða 12. þ. m. haft
tækifæri til að lesa þau frá upp-
hafi til enda fyrir yður og mörg-
um fleiri á fundi í Búnaðarfélagi
íslands og hjálpa yður til rétts
skilnings á þeim.
það mun engin vanþörí á að lög
þessi komi fleirum fyrir sjónir en
orðið er, enda nauðsynlegt að
festa þau yður svo í minni, að
tolli til næsta dags. því set eg
þau hér i heilu lagi: 1. gr.: 3. gr.
laganna (nr. 58, 30. nóv. 1914)
orðist þannig: Til sauðfjárbaðana
í landinu má aðeins nota eina teg-
und baðlyfja, sem löggilt sé til
þess af atvinnu- og samgöngu-
málaráðuneytinu með ráði dýra-
læknis. Skulu gefnar út greinileg-
ar leiðbeiningar um meðferð og
notkun baðlyfsins. 2. gr.: 4. gr.
orðist svo: Atvinnu- og sam-
göngumálaráðuneytið sér um, að
búnar verði til í landinu nægar
birgðir af baðlyfi til hinna fyrir-
skipuðu þrifabaðana og annara
sauðfjárbaðana, sem kynni að
þurfa að framkvæma. Skal bað-
lyfjagerðin háð eftirliti sérfræð-
ings, sem ráðuneytið kveður til
þess. þó skal ráðuneytinu heim
ilt að leyfa innflutning á sams-
konar baðlyfi, þegar sérstakar
ástæður eru fyrir hendi, enda sé
það baðlyf alt nákvæmlega rann-
sakað eftir nánari ákvæðum, sem
ráðuneytið setur um það, og má
eigi selja það innanlands nema
það fullnægi þeim ákvæðum, sem
sett hafa verið um hið löggilta
baðlyf. Kostnað allan við eftirlit
með baðlyfjagerð innanlands
greiði framleiðandi baðlyfsins, en
kostnað þann, sem leiðir af rann-
sókn innflutts baðlyfs, greiði
innflytjandi. 3. gr. Lög þessi
ganga þegar í gildi.
Eg hefi til sölu síldveiðastöð-
ina og síldarverksmiðjuna á
HESTEYRI.
Stöðin hefir mikið landrými,
var upprunalega hvalveiðastöð,
en árið 1924 var bygð þar síldar
verksmiðja og síldarsöltunarpláss.
Verksmiðjan sjálf er í tvílyftu
steinsteypuhúsi, útbúin að öllu
leyti með fullkomnasta nýtísku
útbúnaði; getur unnið úr 1500
hektolítrum af síld á sólarhring;
vélai' allar svo stórai’, að auka má
framleiðsluna upp í 3000 hektó-
lítra á sólarhring. Lýsisgeymirar
sem rúrna 1800 föt af lýsi; stór
geymsluhús fyrir síldarmjöl, kol
og kokes, salt og timnur. Verk-
stæði og smiðja fyrir aðgerðir.
Verkamannabústaður sem rúmar
100 manns. Sérstakt hús fyrir
skrifstofur og heimili framkvæmd
arstjóra.
Síldai-plön og bryggjur sem 8
síldarskip geta legið við í einu.
Vatnsveita fram á bryggjurnar og
raflýsing.
Ennfremur 5 síldveiðagufuskip:
„Reykjanes“, smiðað um 1924 og
Allir mega sjá, að það er al-
þingi íslendinga, og þá meðal
annai-a alþm. Tryggvi þórhalls-
son, sem skipað hefir svo fyrir,
að eigi megi nota hér á landi
nema eina tegund baðlyfja og að
baðlyfið skuli búið til í landinu.
Innflutningsheimildin getur ekki
komið til greina, nema hörgull sé
á hinu löggilta baðlyfi. Og í al-
þingistíðindunum má lesa, að lög-
in séu samin af atvinnumálaráð-
herra að undirlagi búnaðarmála
nefndar neðri deildar, og gengst
hún fyrir munn framsögumanns
greinilega við króganum. Mín er
þar hvergi getið, sem. við er að
búast, enda átti eg engan þátt,
beinan eða óbeinan, í setningu
þessara laga, nema þá ef til vill
að því leyti, að eg hefi lengi hald-
ið því fram, að nauðsynlegt væri
að hafa opinbert eftirlit með hin-
um lögskipuðu baðlyfjum, hvort
sem um eitt eða fleiri baðlyf væri
að ræða. Að eg sé frumkvöðull
þess baðlyfjaskipulags, sem komst
á við nefnda lagasetning, er og
þegar næsta ólíklegt af þeirri
ástæðu, að það er gersamlega and-
stætt því skipulagi, sem gilti til
4. júní 1924 og gert var að mín-
um ráðum fyrst er hinar lögskip-
uðu þrifabaðanir komu til fram-
kvæmdar, en eftir því voru mörg
baðlyf löggilt á sama tíma.
Mér hefir aldrei komið til hug-
ar, að ritstjóri Tímans skildi hvað
einokun er, enda er það nú orðið
bert af umræddri Tímagrein, að
þér botnið ekkert í því hugtaki.
Hvað hefir gerst? — Stjórn-
arráð Islands gefur árlega, á
hverju vori, út auglýsing, þar sem
öllum Islendingum, og reyndar
öllum heiminum, er boðið upp á
að gera tilboð um sölu á baðlyfj-
um til hinna lögskipuðu sauðfjár-
baðana. Lögum samkvæmt á að
löggilda aðeins eina tegund bað-
lyfja og hana á að búa til í land-
inu undir þar til skipuðu eftirlti.
öllum er jafn frjálst að gera til-
boð og á sínum tíma er álitlegasta
tilboðinu tekið og samningur gerð
ur milli kaupanda og seljanda,
„Langanes“, „Refsnes*, „Akra-
nes“ og „Siglunes“, sem öll eru
flokkuð til vátryggingai- (klass-
et) 1925.
Ennfremur tveir geymslu-
skrokkar smíðaðir í Bretlandi, úr
járnbentri steinsteypu, „Crete-
hive4*' 1000 smál. og „Cretecamp“
950 smál., með gufukötlum og
vélum.
Allar framangreindar eignir
fást keyptar í einu lagi.
250 þúsund ísl. króna útborg-
unar er krafist, ef alt er selt í
einu. — Um söluverð og annað
geta lysthafendur fengið upplýs-
ingar hjá undirrituðum.
Hér er sérstakt tækifæri fyrir
íslendinga til þess að eignast full-
komna nýtísku síldarverksmiðju,
útgerðai'stöð og síldarútgerðar-
skip við verði, sem er langt undir
því sem kostað hefir og væntan-
lega nokkur tök verða á að koma
slíku fyrirtæki upp fyrir í ná-
inni framtíð.
Kaupin þurfa helst að fullger-
ast fyrir 15. janúar 1926.
tveggja frjálsra aðila. Síðastliðið
og yfirstandandi ár var verk-
smiðjan „Hreinn“ seljandi, en
stjórnarráð Islands kaupandi. Ef
ísl. bændur eru hér beittir einok-
un, þá er einokrarinn landsstjórn
Islands f. h. alþingis íslendinga,
en ekki verksmiðjan „Hreinn“.
Rvík 20. nóv. 1925.
Magnús Einarson.
HL
„Timinn“ biríir með ánægju
þessi skrif, því að hann er dýra-
lækninum sammála um, að gott sé
að málið sé sem best upplýst. —
Samherja sínum í málaferlum við
Garðar Gíslason, vill ritstj. Tím-
ans ekki neita um rúm, þó að
hann gerist fjölorðari miklu en
þurfti, og spýti mórauðu.
En um ummæli dýralæknisins
er það að segja, að þó að vera
megi að hann sé ekki frumkvöð-
ull þess skipulags, sem nú er um
baðlyfin, þá gengur hann nú fram
fyrir skjöldu um að verja þetta
skipulag og fer um þá menn þung-
um orðum, sem vilja brjóta það
niður. Hann er því orðinn a. m.
k. fósturfaðir þess.
Annars var það alls ekki mein-
ing Tímans að ráðast á þetta
skipulag um baðlyfin og hefir
verksmiðjan „Hreinn“ því ekki
undan neinu að kvarta.
það er rétt hjá dýralækninum
að „einokrai'inn er landsstjóm
Islands f. h. Alþingis Islendinga“
í þessu tilfelli, alveg eins og um
tóbakseinkasöluna. Á þá „einok-
un“ réðst Morgunblaðið, en sams-
konar „einokun“ ver formaður
þess, þegar um baðlyf er að ræða.
Loks skal þess getið, að dýra-
lækninum er orðið þetta baðlyfja-
mál svo viðkvæmt, sem ekki síst
kom fram á umræðufundi í húsi
Búnaðarfélagsins, að ekki þykir
rétt að svo stöddu að fleiri deili
við hann um það en G. G.
---~o——
Samningar tókust loks um
miðja vikuna, milli útgerðar-
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
SYuntuspeiinur
Skúfhólkar,
Upphlutsmillur og
og alt til upphluts.
Trúlofunarhi'ingarnir
þjóðkunnu. Mikið af steinhringum.
Sent með póstkröfu út um land
ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiCur.
Sími 383. — Laugaveg 8.
lEÞelkiIkiiö [þér
.A. nthos
óviðjafnanlegu handsápu.
Sjó- og bruna
vátryggingar.
Bímar:
Sjótrygging .... S42
Brunatrygging . . . 254
Framkvæmdarstjóri . 309
Vátryggið
hjá
íslensku
félagi.
YNNRI-SKELJABREKKA
í Andakíl í Borgarfirði, fæst til
kaups og ábúðar frá n. k. far-
dögum. Engi jarðarinnar er nær
því alt flæðiland. Heyflutningar
til Reykjavíkur hagstæðir. Skifti
á húsi í Reykjavík geta komið til
mála. Nánari upplýsingai- gefur
eigandi og ábúandi jarðarinnar
Einar þórðarson og Pétur Jakobs-
son kennari Freyjugötu 10, Rvík.
Jólagjöfin er komin. Hin nýja
bók Sigríðar Undset: Ólafur Auð-
unsson. Bókaverslun Guðm. Gama-
líelssonar.
manna og sjómanna. Niðurstaðan
var lítið eitt hagstæðari sjómönn-
um en síðari sáttatillagan. Eig
samningarair að gilda til þriggja
ára og kaupið á þeim tíma a<
breytast eftir vísitölu. — Mum
allir fagna þessum úrslitum. Far
sælt reyndist það í fyrsta sinr
að búið var að lögfesta skipulagi
um sáttasemjarann.
Kosning í Gullbringu- og Kjós
arsýslu á að fara fram 9. jan.
Af hálfu Ihaldsflokksins er þa<
tilkynt að Ólafur Thors útgerðar
maður verði í kjöri og Haraldu;
kaupfélagsstjóri Guðmundssou
frambjóðandi jafnaðarmanna. —
Óvíst er enn hverjir fleii’i
verða í kjöri. Sigurður Eggerz
bankastjóri hélt fund í Hafnar-
firði í vikunni og gat þess að ef
til vill biði hann sig fram, en
mun ekki hafa fullráðið.
-----o----
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.
Sveinn Björnsson
hæstarjettarmálaíiutningsmaður.