Tíminn - 26.12.1925, Side 1
©faíbfcri
o$ afgrei&slur’a&ur, limans er
Sigurgetr ^rifcrtfsfon,
Sambanbsþúsinu, KerfjaDff
2^fgrelböía
I f m a n s er { Sambanbsljústnu
©ptn bagle^a 9—\2 f. l>.
Símt í96.
IX. ár.
Reykjavík á itnnan jóladag 1925
5S. blað
Endurminningar og vonir.
Ræða á garalárskvöld,
eftir síra porstein Breim.
Páll Jónsson
bóndi i Einarsnesi, áður kennari
á Hvanneyri, andaðist á heimili
sínu 17. þ. m. eítir langvarandi
vanheilsu.
Páll var fæddur 13. febrúar
1883 á Ki-oppi í Eyjafiröi, sonur
Jóns bónda Davíðssonar, er síðar
fiuttist aó Reykhúsum 0g kendur
við þá jörð eftir það. Davíð Jóns-
son, afi Páls, var bróðir sjera
Magnúsar í Lauíási, föður þeirra
Jóns forsætisráðherra og Sigurð-
ar yfirlæknis á Vííilsstöðum. Móð-
ir Páls var Rósa Pálsdóttir frá
Tjömum í Eyjafirði, systir Pálma
lieitins yfirkennara.
Páll var góðum gáfum gæddur,
eins og hann átti kyn til, athug-
ull og nákvæmur; hann fékk ágæt-
an skólalærdóm og var því í besta
lagi búinn undir starf sitt sem
fræðari bændaefnanna. Hann gekk
á Möðruvallaskólann síðasta vet-
urinn sem sá skóli var þar og
fyrsta veturinn eítir að sá skóli
fluttist til Akureyrar. Eftir
tveggja vetra nám lauk hann burt-
fararprófi á Akureyri. Fór eftir
það á Hólaskóla og lauk þar námi.
Að því búnu fór hann utan, var
einn vetur á lýðskólanum í Askov
og siðan á Landbúnaðarháskólan-
um. Eftir að hafa int af hendi
burtfararpróf þar kom hann heim
úr utanförinni árið 1906. Fyrstu
árin þar á eftir var Páll Jónsson
starfsmaður Ræktunarfél. Norður-
lands. Kennari á Hvanneyri varð
hann 1910 og gegndi kennarastörf-
um þar þangað til hann veiktist
1920.
Árið 1913 kvæntist Páll eftir-
lifa'ndi konu sinni póru Baldvins-
dóttur frá Grund í Höfðahverfi,
eignuðust þau tvo sonu, annar
þeirra lifir, hinn er dáinn fyrir
rúmu ári síðan.
Árið 1916 keyptu þau hjón Ein-
arsnes í Borgarfirði af frú Re-
bekku Kristensen, er þá fluttist
til Danmerkur. Hafa þau búið þar
síðan góðu búi bætt jörðina að
miklum mun og aukið smátt og
smátt bústofninn.
Eg kyntist Páli í fyrsta sinn
veturinn sem hann var í Askov,
eg var samtíma honum þar nokk-
um tíma. Eftir að hann var orð-
inn kennari á Hvanneyri, var hann
tvö vor, 1912 og 1913, aðstoðar-
maður hér við gróðrarstöðina og
garðyrkjukensluna.Hann var ágæt
ur samverkamaður, fróður,
skemtilegur og skyldurækinn,
prúðmenni í öllu dagfari.
Að þessum árum liðnum fór
Páll að halda jarðyrkjunáms-
skeið á vorin fyrir eigin reikning,
styrktur til þess af Búnaðarfélagi
Islands; fyrsta námsskeiðið hélt
hann á Ánabrekku í Borgarhreppi,
en í Einarsnesi æftir að hann kom
þangað; sóttu þau námsskeið að-
allega nemendur frá Hvanneyrar-
skóla.
Nemendur Páls Jónssonar bera
honum allir besta orð og sam-
kennarar hans sömuleiðis. Hann
hafði lag á því að auka þekkingu
og fróðleikslöngun nemenda sinna
og gerði sér ætíð og alstaðar far
um að beita hæfileikum sínum
samtíðarmönnunum til góðs, enda
leið öllum vel í návist hans. það
eru einstaka menn svo gerðir, að
út frá þeim leggur góða strauma,
birtu og yl mannkærleikans, þann-
ig var Páll Jónsson. Hann átti líka
því láni að fagna að njóta aðstoð-
ar ágætrar eiginkonu. sem hjálp-
aði' honum að bera þann kross
sem heilsuleysið lagði honum á
herðar. þau eignuðust marga vini
og allir senda þeir Einarsness-
hjónunum, sinn hvoru megin
landamerkjalínunnar og syni
þeirra, þakkarkveðju og bestu
óskir um fagra framtíð.
Einar Helgason.
rranz Edueril Siemsen
fyrrum sýslumaður.
Hann andaðist á heimili sínu
hér í bænum aðfaranótt þriðju-
dags síðastliðins. Varð honum
hjartabilun að banameini, og
hafði fyrir löngu kent þess meins.
Franz Siemsen var fæddur hér
í bænum 14. október 1855 og var
því nýlega orðinn sjötugur. Faðir
hans var Edvard N. G. Siemsen
konsúll og kaupmaður hér í bæ,
þýskur að ætt, en móðir hans var
Sigríður, dóttir þorsteins lög-
regluþjóns hér í bænum, Bjarna-
sonar bónda á Eyjum í Kjós,
Gíslasonar, Böðvarssonar. Voru
þau Siemsenssystkini mörg og af-
komendur þeirra; alt hraust fólk,
frítt og gjörfilegt.
Stúdentspróf tók Franz Siem-
sen við Reykjavíkurskóla 1875.
Voru þar samferða margir þjóð-
kunnir menn, er síðar urðu: Magn-
ús Andrésson og Jóhann Lúter
Sveinbjamarson prófastar og
Friðrik Petersen Færeyjaprófast-
ur, Gestur Pálsson og þorvaldur
Thóroddsen, en á lífi af þeim er
nú aðeins einn: Helgi Guðmunds-
son læknir fyi’verandi á Siglufirði.
Lagaprófi við Kaupmannahafn-
arháskóla lauk hann 1882 0g var
næstu árin aðstoðarmaður bæjar-
fógetans í Reykjavík. Árið 1886
fékk hann veitingu fyrir Gull-
bringu- og Kjósarsýslu 0g sat í
Hafnarfirði; lausn frá því em-
bætti fékk hann 1899, fluttist þá
hingað til bæjarins aftur og hafði
hér á hendi ýms störf.
Franz Siemsen var samvisku-
samur og skyldurækinn embættis-
maður, sem í engu vildi vamm
sitt vita. Hann var drengur góð-
ur, falslaus maður og vinfastur,
sem á engan vildi leita að fyrra
bragði. Stórbokkar ýfðust við hon-
um í sýslunni, en af allri alþýðu
manna var hann prýðilega látinn,
enda var heimili þeirra hjóna í
Hafnarfirði jafnan viðbrugðið
fyrir gestrisni og rausn.
Kvæntur var hann þórunni
dóttur Árna Thorsteinssonar land-
fógeta. Lifir hún mann sinn og
reyndist honum hin besta kona.
Eignuðust þau fjögur börn, sem
öll eru á lífi: Sigríði, síðari konu
Páls hæstaréttardómara Einars-
sonar, Soffíu, konu Magnúsar
Kjarans verslunarstjóra hér í bæn-
um, Árna, kvæntan þýskri konu
og Theódór; eru þeir bræður báð-
ir í Lýbiku á þýskalandi, kaup-
menn.
----o----
Skemtileg bók. Fjórða heftið af
sjóferðaendurminningum Svein-
bjarnar Egilissonar ritstjóra, er
nýkomið út. þetta er framúrskar-
andi skemtilega skrifuð bók, hisp-
urslaust, en ljótar eru lýsingarn-
ar á köflum. það leynir sér ekki
ættarmót höfundarins við Svein-
björn rektor, afa hans, 0g föður-
bróðurinn, Benedikt GröndaL
Og sjá, í Jerúsalem var maður að
nafni Símeon, og maður þessi var
rjettlátur og guðrækinn og vænti
huggunar ísraels, og heilagur andi
var yfir honum. Og honum hafði
verið birt það af heilögum anda,
að hann skyldi ekki dauðann sj&,
fyr en hann hefði séð Drottins smurða.
Og hann kom að tillaðan andans
í helgidóminn, og er foreldrarnir
komu inn með barnið Jesúm, til að
fara með það eftir reglu lögmálsins,
þá tók hann það 1 fang séi og lol-
aði Guð og sagði:
Lúk. 2, 25^-32.
Eitt hið fegursta, sem eg hefi
augum litið, eitt af því, sem mest
hefir hrifið mig, frá því að eg var
barn, er kveldroðinn íslenski um
jónsmessuleytið. Aðra eins frið-
armynd, aðra eins fegurð ljóss og
lita, getur ekki annarsstaðar að
líta. Aldrei þótti mér jafnvænt
um sveitina, sem eg er barn-
fæddur í, eins og þegar eg vakti
yfir vellinum þegar lengstur var
dagur og sólin seig ekki í sjó,
heldur læddist með haffletinum
á bak við eyjarnar og breiddi glit-
vefjarábreiðu úr skínandi gull-
þráðum yfir alt, sem við auganu
blasti: Yfir hafið, upp á himin-
inn, upp um fjallstinda og niður
um hálsa og hlíðar. Eg nefndi
þetta kvöldroða, en þó fer í raun-
inni hvorttveggja saman: kveld-
roði og morgunroði. Roðabjarminn
smálýsist aðeins með morgninum,
kveldroðinn og morgunroðinn
faðmast.
Einhverjum verður ef til
vill að spyrja hversvegna eg byrji
ræðu mína þannig, hvað hafi vak-
ið þessar minningar í brjósti mér.
Textinn minnir mig á þetta. Eg
sé í guðspjallinu, einmitt þetta
sama, sem augu mín hafa feg-
urst litið í náttúrunni, — eg sé
þar kvöldroða og morgunroða.
það er friðar og dýrðarbjarmi
kveldroðans yfir orðum öldungs-
ins, sem er að kveðja þetta líf.
Og það stafar ljómi nýs dags,
nýrrar morgunroðadýrðar út frá
baminu, sem öll birta heimsins
stafar frá, sólunni, sem flutti Ijós
trúar og vonar inn í heiminn.
öldungurinn trúaði tekur barnið
unga sér í fang: Kveldroðinn og
morgunroðinn faðmast. Guðspjall-
ið minnir oss því á það, sem oss
er eðlilega ríkast í huga nú um
áramótin. það sýnir oss kveld og
morgun, aldrað og ungt, nýtt og
gamalt.
Og á þessari stundu hljótum vér
einnig að hugsa um gamalt og
nýtt, um gamla árið, sem er að
hverfa, og um nýja árið, sem bíð-
ur ókunnugt framundan. Og vér
ættum nú um áramótin, einskis
fremur að óska, en að sólarbjarm-
inn af hæðum gæti leikið um
þetta tvent, bæði hið gamla og hið
nýja. Að friður kveldroðans gæti
hvílt yfir endurminningum gamla
ársins og vonarljómi morgunroð-
ans gæti lýst oss fram á árið, sem
kemur.
Ekkert skiftir meira máli um
alla líðan vora en endurminningin
og vonin. Ef endurminningai
tímans eru daprar og sárar, ef
vonirnar eru, bældar og væng-
stýíðar, þá brestur oss alla ánægju
hvað sem hinni ytri velgengni
liður. En ef vér eigum goöar
ljuíar minningar og bjartar þrótt-
miklar vonir, þá skiítir jafnvel
minstu um hvernig hogum vorum
annars er háttaö. Eg veit að
ímnmngar gamla ársins eru oss
misjaíniega ljúfar, eg veit að þar
vantar mikið á, að það sé sann-
arlegur kveldroðablær yfir þeim
öhurn nú á kveldi ái'sins. Eg veit
emmg að vonir manna eru ekki
siöur misjaínlega bjartar. þótt
mai'gur vænti góðs aí ókomna
timanum þá sjá þó fiestir ein-
nvei’ja skugga framundan. það
ætti því að vera oss bæði þarft
og ijuft að íhuga þessa spurmngu:
Hvernig geta minningai' gamla
ársins mykst? Og hvemig fá
vonir nýja ársins oröio bjartar
og ljúfar?
I.
Eg vil þá fyrst tala um 'minn-
ingarnar. Hvað getur mýkt hið
sárasta í endurminningum vorum ?
Eg veit að svörin geta orðið
margvísleg. Einhver hinna eldri
mun segja: „Árin“.
Árin geta mýkt margan sárs-
auka, þau geta látið margt hryggi-
legt og dapurt fyrnast og gleym-
ast.
Með árunum gleymir margur
sorg og söknuði, sem um eitt
skeið æiinnar var að því kominn
að yfirbuga hann. Tíminn getur
fengið mann til að gleyma mót-
gjörðum. Tíminn læknar og breið-
ir yfir og hylur svo mai’gt og
kalt og ranglátt í tilverunni.
Tíminn mýkir því margar sárar
endurminningar. En hann er sem-
virkt meðal. Er ekkert annað fljót-
virkara? — Jú, nefna má eitt:
það er dauðinn. — Dauðinn veitir
skjót umskiiti. Dauðinn boðar
oftast söknuð og gleðirán. Dauð-
inn er líka oit sannur harmabætir
og hvíldargjafi. En er hann eini
læknirinn ?
Margur hefir að vísu í örvænt-
ingu sinni talið hann vera hið
eina, sem gæti mýkt sárar end-
urminningar. Og margur hefir
tekið þann kost til þess að losna
við sálarkvöl sáfra endurminninga,
að veita sér dauðann sjálfur. ,
Oss hryllir við því úrræði og það
getum vér ekki talið lækningu.
En hvaða ráð er þá til að xnýkja
sárar endurminningar, annað en
tíminn og dauðinn?
Við spyrjum fyrst: Hvað er sár-
ast í endurminningunum ? Hvaða
minningar svíða mest? Er það
söknuður, eða sorg eftir látna
ástvini? Eru það heitrof, svik eða
vonbrigði, sem vér sjálf áttum
ekki sök á? — Nei. þetta getur
að vísu alt verið sárt, það hefir
komið mörgum til að gefast upp
og örvænta. En það er þó ekki
sárast. Eg minnist konu einnar,
sem kom til mín, er eg var nýorð-
inn prestur. Hún var svo átakan-
lega hrygg í bragði. Og eg spurði
hana hvað það væri, sem fengi
henni sorgar. Hvort hún hefði
mist ástvin, sem hún ekki gæti
gleymt. Hvort sjúkdómar og raun-
ir hafðu tekið frá henni kjarkinn.
— „Nei“, sagði hún, „því er jafn-
an gott að taka, sem kemur þann-
ig, frá Guði. . . . En það, sem
vér eigum sök á, er þyngra að
bera“. —^
það er sannleiki og lífsreynsla
í þessum orðum. — Hún hafði
reynt mikið mótlæti, hún var yfir-
gefin af manni sínum og hún
hafði nýlega mist barnið sitt.
þó fanst henni það ekki sárt hjá
hinu sem hún sjálf átti sök á.
Engin endurminning er sárari en
su, sem ásakar sjália oss. Sárust
kvöl alira kvaia er kvöl samvisk-
unnar. Engin sárari kvöl er til,
né verður til, þessa heims eða
annais. Samviskan minnir á reikn-
ingsnald. Og mundi oss eigi þörf
aö íöKa þaö reikningshaid oítar?
Mundu ekki einmitt áraskiítin
vera kjörin stund til að gjora þann
reiknmg upp, — við sjáifan sig,
vio hno, vio Guð og bræður vora?
ju, vissuiega. Og vakandi sam-
visxa íinnur vei hvernig þeim
reikningi er háttaö. Sá, sem hefir
nkasra fuiikomnunarþrá, hann
nnnur best hvað hann hefir brot-
10 og nve hann heíir margt gott
ógjort iátiö. Menn sýnast misgoðir
fynr augum heimsins, er fyrir
augum Guös er sá honum næstur,
sem íinnur synd sina best, en
hinn fjærstur honum, sem hyggur
sig mmst hafa brotiö og vanrækt.
Oooum manni veröur því sár-
ust endurminningin um brot sín
og vanræksiur móti betri vitund.
Og hvernig geta þær endurminn-
ingar mýkst?
Hvað mýkir sársauka bar'nsins,
sem brotið hefir eða vanrækt boð
fööur síns oð iðrast þess einlæg-
iega? Ekkert gjörir það betur en
að koma til hans og játa honum
sannleikann og fá hjá honum fyr-
irgefningu. Og hvenær er barnið
sæila og glaöara en þá? Hve-
nær hefir það jafn fögur áform,
hvenær sýnist því líiið jafn bjart
og hvenær finst því það hafa
eins margt að þakka? það er al-
drei jafn glatt og örugt, eins og
þegai’ það hefir fengið fyrirgefn-
mgu íöður síns.
Og eins er því varið með sjálfa
oss. Fyrirgefning Guðs mýkir og
læknar hinar sárustu endurminn-
ingar, um það, sem vér sjálfir
áttum sök á. En um leið og hún
læknar vort þyngsta mein, þá
mýkir hún einnig alt annað. Hún
mýkir sorg og söknuð og lætur
oss sjá Guðs dýrðarbirtu á bak
við alt dimt og þungbært, því að
sá, sem reynt hefir hjálp Guðs
í hinu þyngsta og sárasta, hann
finnur einnig kraft frá honum til
að standast hverja raun.
Ef þér því hver og einn komið
fram fyrir Guð eins og börn fram
fyrir föður, játið honum alt og
biðjið hann eins og barn biður
föður sinn, þá mun hann vissu-
lega mýkja allar sárar og við-
kvæmar minningar hins liðna.
þá mun hann leggja hinn sama
friðarblæ kveldroðans yfir hið
hverfanda ár, eins og vér sjáum
í textanum hvíla yfir öldungnum
Símeon. Hann leit í huganum aft-
ur til liðinna ára, og vissi dauðann
og reikningsskapinn fram undan,
en var þó glaður og sæll í von-
inni, af því að hann hafði frelsar
ann í faðmi sér. Menn þurfa al-
drei annað til þess að mýkja jafn
vel hinar sárustu minningar, en
að finna og þreifa á frelsara sín-
um eins og Símeon.