Tíminn - 30.01.1926, Qupperneq 1

Tíminn - 30.01.1926, Qupperneq 1
©jaíbfeti af9ret6sl«n,a&ur Cimaits er Stgurgeir 5r'^r'í*íon- Samban&s^úsinu, HeyffonH S^fgteibeía ílrnans er { Samí>an&*I|6shnt Ol-ttt fcoalega 9—{2 f. þ. - Shttt 996. X. ár. BejkjaTÍk 30. janúar 1926 5. blað Gengishækkun dönsku krónunn- ar veldur því að alvarlegri fjár- hagskreppa er að koma yfir þar í landi og er þegar komin, en komið hefir í áratugi. öll inn- lend framleiðsla orðin afardýr. Ef leitað er opinberra tilboða um að leysa af hendi hverskonar framkvæmdir verða útlendu til- boðin, t. d. frá Svíþjóð og þýska- landi, venjulega miklu lægri. — Undantekning- er ekki smíði strand varnaskipsins íslenska, sem smíð- að er í Danmörku, því að danska tilboðið var ekki lægst, þó að ráð- herranum litist rétt að taka þvíj hvað sem veldur. — þessa vegna hverfur mikil atvinna úr landi. í annan stað hafa atvinnurekendur dregið saman seglin, og minkað framleiðsluna, í stórum stíl, því að hún borgar sig alls ekki. Af- leiðingin er hið gífurlega atvinnu- leysi, sem frá hefir verið skýrt hér í blaðinu og til þess að bæta úr því verður ríkissjóðurinn að snara út miljónum króna og láta vinna ýms verk, þau er vel gætu beðið. Langalvarlegast er þó ástandið að verða hjá dönsku bændunum. Hafa þeir verið skattlagðir gífur- lega með gengishækkuninni. Stór- kostleg verðlækkun, í dönskum krónum, hefir orðið á landbún- aðarafurðunum, sem seldar eru í aðalmarkaðslandinu, Englandi — í enn stæri stil en fram hefir komið á frosna kjötinu íslenska. Og svo bætist það ofan á að þjóðverjar hafa lagt háan vemd- toll á landbúnaðarafurðir, en þýskaland hefir verið næststærsta markaðslandið fyrir danskar landbúnaðarafurðir. Má heita að því sé nú lokað, nema dönsku bændurnir vilji selja framleiðslu- vörur sínar fyrir hálfvirði. Er svo mikii kreppa komin yfir landbúnaðinn danska að henni verður helst líkt við hina miklu kreppu sem yfir hann kom á öld- inni sem leið, er danskir bændur neyddust til að breyta alveg um búskaparlag. Svo grátt eru nú leiknir hag- sýnustu bændur í heimi, sem mestri fullkomnun hafa náð í rekstri landbúnaðar. Jafnvel þá getur gálaus gengishækkun beygt á kné á tiltölulega stuttum tíma. Hvernig mun þá fara um hið visna tré — þá bændur sem erfið- ari aðstöðu eiga við framleiðslu sína? Stjórnmálamennirnir dönsku standa ráðþrota. Jafnaðarmenn og Ihaldsmenn sameinaðir — eins og á íslandi — hafa einkum barið hækkunarbumbuna, og ráða nú ekkert við afleiðingamar. Er ekki að efa að tillaga rót- tækra vinstri manna, um að festa verðgildi krónunnar, fær nú byr undir báða vængi. Hefir margt ólíklegra borið við en það, að sú fregn komi frá Danmörku von bráðar að ráðið verði að festa verðgildi krónunnar endanlega, enda hefir það þegar verið ráðið að reyna að gera það í bili. — Um fjárhagsmál Frakklands hefir nokkuð verið rítað hér í blaðinu áður, og eru ekki einungis áhyggjumál Frakklands, heldur allrar Norðurálfunnar. Verður nánar að þeim vikið síðar. En þess getið nú að frægustu fjármála- menn Frakklands og Englanda hafa alveg nýleg-a látið í ljós þá skoðun að eina björg Frakklands út úr vandræðunum sé sú að festa verðgildi frankans nálægt því verði sem er á honum nú. Nafnfrægasti fjánnálamaður Englands, Keynes, ritar fjár- málaráðheiTa Frakklands opið bréf um þetta nýlega. Og Cailleux, fjármálaráðherra Frakk- lands fyrverandi, sem talinn er mestur fjármálamaður þar í landi, heldur hinu sama fram í grein sem hann hefir ritað í heimsblöðin — Loks hefir blöðunum borist svohljóðandi símskeyti dagsett í gær: „Símað er frá Oslo, að geng- isnefndin telji enga ástæðu til þess að hækka krónuna upp í gull- gengi sem stendur, og heldur enga ástæðu til þess að koma á gull- innlausn með lækkuðu krónugildi. Leggur nefndin til, að fyrst um sinn sé reynt að verðfesta krón- una í núverandi gildi, þannig,- að Noregsbanki ábyrgist fast doll- aralán, ef mauðsyn krefur, til þess að festa gengið, en bíða síðan átekta“. Má telja mjög líklegt af því, að norska krónan verði end- anlega fest í verði nálægt nú- verandi verðgildi. ---------- Kvalseyjar i Mýrasýslu oni tll sölu hálfar. Þar er mikið æðarvarp, dúntekja, selveiði haust og vor. Sömuleiðis mikið kríuvarp, slægjur, kindaganga sumar og vetur og lundaveiði. Flutningur á mótorbát frá eyjunum til Reykja- víkur liggur vel við. Komið geta til mála skifti á húseign í Reykjavík. Jóu Magnússon Njálsg. 13B. Heimilisiðnaðarfjelag Islands Hið árlega vefnaðarnámskeið fjelagsins verður haldið í Reykjavík frá 1. okt. til 30. nóv. 1926. Kent verður eins og að undanförnu í 8 stund- ir á dag, á fullkomnustu vefstóla. Æskilegt væri að nemendur hefðu með sjer sem mest af íslensku bandi, einkum einþættu fyrirvafi. Um- sóknir sendist sem fyrst til undirritaðrar, sem einnig veitir allar nán- ari upplýsingar. Karólína Guðmundsdóttir (forseti fjelagsins). Sími 1509. Skólavörðustíg 43. Reykjavík. Leiðbeiningar í húsagerð til sveita. Þeir sem óska eftir verklegum leiðbeiningum við húsagerð á n. k. sumri og hafa ekki þegar gert mjer aðvart, gjöri svo vel, að senda mjer beiðni um það hið allra fyrsta. Ferðir ókeypis. Reykjavík, 28. jan. 1926. Jóhann Fr. Kristjánsson. Bændur! — My bók! í byrjun þessa árs kemur út Handbók fyrir bændur. E f n i: Ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um búnaðarmál og fleira er bændur varðar. Á þingmálafundum í Mýrarsýslu hefir á fleiri en einum stað verið bomar fram og samþyktar tillög- ur um að skora á stjómina að gæta þess, að fulltrúar landsins erlend- is væm starfinu vaxnir og kæmu fram landinu til sóma. Einn af ræðuömnnum íhaldsmanna vildi fella niður setninguna um sóm- ann. Honum þótti frjálslegra, að sendimenn erlendis- þyrftu ekki að koma fram landinu til sóma. Hann hefði mátt lengja bæru sína og bdðja, að hvorki sendiherrar íhaldsins eða ritstjórar þess þyrftu ekki að leggja nein bönd á sig, vegna sóma landsins. Eg er ekki vanur að eyða miklu púðri á Valtý garminn Stefáns- son, þó að hann fylli blað sitt með rógburði og ósannindum um mig persónulega. En nú nýlega hefir hann ráðist tilefnislaust á nemendur mína, og nota eg þá til- efnið til að segja fleira af þeim skiftum. Valtýr hefir alloft reynt að gera nemendum Samvinnuskólans ógagn og hneisu. Fyrsta skiftið, fyrir nokkrum árum, laumaðist hann slampfullur inn á skólahátíð þeirra, og var þeim til skapraun- ar, og setti blett á samkomuna með ástandi sínu og nærveru. Valtýr er eini maðurinn, sem hefir stolist undir svikahjúp falskrar vináttu inn á skemtanir skólapilta í Samvinnuskólanum. Hann er líka eini víndrukni maðurinn, sem slangrað hefir inn fyrír dyrastaf skólans. 1 næsta akifti skrifaði Valtýr skammir í Mbl. um nokkrar sveitastúlkur, sem höfðu áður fengið tungumálakenslu í skólan- um. Hann var þá búinn að svíkja málstað bændanna og kaupfélag- anna, og fyrir fasta mánaðai’- borgun farinn að leigja sig út til að skaða, að því litla leyti, sem vit hans náði til, báða þessa að- ila. Hann dylgjaði í Mbl. um að þessír nemendur væru eitthvað að Höfundar ritgerðanna í bókinni eru allflestir sjerfróðir í þeim efn- um, sem þeir rita um. Þeir, sem safnað hafa áskriftum að bók þessari eru vinsamlega beðnir að senda skýrslur sínar til Pálma Einarasonar jarðabótaráðu- nauts Búnaðarfjelags íslands í Reykjavik sem fyrst. Þeir, sem eigi hafa gerst áskrifendur en óska að fá bókina snúi sjer til hans. Bókin innbundin kostar um 5 krónur, og verður sennilega yfir 200 bls. í 8 blaða broti. r Ardalur í Andakílshreppi í Borgarfj.sýslu fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Jörðin er vel í sveit og sjerlega hæg. Semja ber við Guðmund Jónsson á Skeljabrekku, sem gefur allar nánari upplýsingar. Áradal 21. jan. 1926. Sigurdur Þórdarson. sýsla við byltingar og ofbeldi. Honum var þá í allri vinsemd bent á, að stúlkur þessar myndu aldrei hafa komist í nánari kynni við „byltingar" en það, að heyra „fjólupabbann“ „byltast“ eftir stigum og göngum hússins, meðan hann taldist eiga heima í Sam- bandshúsinu. Valtýr skammaðist sín um stund 0g lét nemendur mína hlut- lausa að kalla. Næsta árásin kom í sumar. pá hafði Valtýr frétt að unglingspiltur úr sveit, sem átt’ nákomin ættmenni í hóp íhalds- manna, hefði sótt um skólann. Undireins byrja skammir í Mbl., sennilega í því skyni að hræða manninn frá að standa við um- sókn sína og fyrirætlun. Mbl. brást bogalistin, bæði með þann mann og fleiri. þrátt fyrír endur- tekinn róg Valtýs og hans hús- bænda um Samvinnuskólann, hef- ir aðsóknin orðið svo mikil, að húsrúm leyfði ekki að taka móti þeim öllum, sem vildu koma. 1 vetur var tekin upp sú ný- breytni í Samvinnuskólanum, að hafa einn frídag í mánuði, eins 0g tíðkast í flestum skólum í bænum. Var þess því fremur þörf, sem nemendur hafa margar kenslustundir hversdagslega og vinna dyggilega að námi sínu. 1 janúai' var mánaðarfríið síðastlið- inn laugardag. þann sama dag var frí í sumurn bekkjum mentaskól- ans, og auk þess höfðu allmargir nemendur þar tekið sér frí, svo að lítið varð úr kenslu hjá sum- um kennui’um þar þann daginn. Valtýr talar ekkert um fríið í mentaskólanum. En hann ræðst á Samvinnuskólann fyrir sitt mán- aðarfrí! Og hann dylgjar um, að piltárnir þaðan muni verða til vandræða í átthögum sínum. I Samvinnuskólanum er enginn óreglumaður. Hver einasti nem- andi þar hefir unnið af kappi að námi sínu. Hjá engum nemanda þar hafa komið fram svo mikið sem frumdrög að þeirri mann- spilling, sem hefir gert Valtý Stefánsson að orðtaki meðal sam- landa sinna. Valtý er ekki nóg að víta mán- aðarfríið. Hann skrökvar líka að frí hafi verið frá hádegi daginn áður, og að nemendur hafi notað þann tíma sér til dómsáfellis. Svo óvandur er þessi mannræfill að heimildum, að hann svifst ekki að bera skólavanrækslu á brýn nem- endum á þeim degi er þeir hafa 8 tíma kenslu í skólanum, og taka þar að auki einmitt þennan dag, tvo aukatíma í skólanum í sænsku og frönsku, af því þeir vilja nota tímann sem best. Ef Valtýr gerir ráð fyrir aö nemendur úr Samvinnuskólanum hafi litlar mætur á honum og starfi hans, þá eiga þeir að því leyti sammerkt við alla aðra heiðariega menn í landinu. En Valtýr getur tæplega búist við, að vinna sér aðdáun þeirra skóla- pilta, sem hann byrjai’ að ofsækja með ósannindum og rógi, bæði meðan þeir eru í skólanum, og jafnvel um leið og þeir ákveða að koma í skólann. Valtýr hefir einn meðal íslend- inga framið þá svívirðingu, að setja klámgrein um útlenda konu í blað sitt. Hann er líka einn um þá óvenjulegu vansæmd að stel- ast annan daginn með júdasar- brosi inn í einkasamkomur náms- pilta í skóla, og hinn daginn dreifa út dylgjum og rógi um nemendur sama skólans í opin- beru blaði og ganga þá jafnvel svo langt að láta eins og sveitun- um væri háski búinn að fá heim aftur duglega og reglusama náms- menn. Mbl.-menn ættu að laga bæn íhaldsmannsins í Borgamesi og segja: Gef oss að geta jafnan haft þá sendimenn erlendis og þá ritstjóra heima fyrir sem ekki eru landinu til sóma. Jónas Jónsson. ----o---- Jarðarför Sigurðar Jónssonar fyrv. ráðherra, fer fram 5. og 6. febr. n. k. Húskveðja heima fyrri daginn og jarðsett að Ljósavatni síðari daginn. Aldarafmæli Benedikts Alþing- isforseta Sveinssonar var 20 þ. m. Var hans rækilega minst í dag- blöðunum — nema í íhaldsblað- ina, sem líklegt var, enda var Benedikt einhver hinn stórhug- aðasti framfaramaður, sem uppi var á síðasta fjórðungi aldarinnr sem leið. Bæjarstjónarkosning fór fram í Hafnarfirði um síðustu helgi. Fengu Alþýðuflokksmenn mikinn meirihluta atkvæða og komu að þrem fulltrúum, en íhaldsmenn aðeins einum. Hafa Alþýðuflokks- menn nú 6 sætin í bæjarstjóm- inni af 9. 5000 kr. gaf Jóhannes Jóhannes- son bæjarfógeti Stúdentagarðin- um á sextugsafmæli sínu, með því fororði að stúdent frá Seyðisfirði, eða Norður-Múlasýslu, hafi for- gangsrétt að herbergi þar. Látinn er 27. þ. m. Halldór Jóns- son bóndi og kaupmaður í Vík í Mýrdal. Hann var hinn mesti merkismaður, fyrírmyndaribóndi um framkvæmdir og snyrtilegan búskap og forgöngumaður um að flytja vörur sjóleiðina til Víkur og veitti þá forstöðu pöntunarfé- lagi bænda. Síðar rak hann versl- u-n sjálfur. Heimilisiðnaðarfélag Islands aug lýsir vefnaðamámskeið í blaðinu í dag, sem á að fara fram hér í bænum á hausti komandi. Er það í fimta sinn sem félagið held- ur slík námskeið og hafa jafnan verið til sóma og gagns. Ættu sveitarfélög, utan af landi, að kosta stúlkur á námskeiðin og á síðan gætu þær kent frá sér heimafyrir og vakið áhuga fyrir auknum vefnaði. Er hér um að ræða mál, sem er hvorttveggja í senn menningar- og gagnsemdar- mál. ----«----

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.