Tíminn - 27.02.1926, Blaðsíða 1
&
©jaíbfert
afgc*i6sl«m«6»»t Cim««s «
Signcgeic jcitcifsfsn,
Samfe«n6cf»6smn, Hrfffeett.
J2£feret6sía
tfmans «c i Somban&i^furtnu
©ptn inglega 9—1* f. $.
Stmi
X. ár.
Rflykjarik 37. febrúar 1926
9. blað
Gengismálið.
Frumvarp
til la.fifa. um stöOvnn & verOgfildi lslenskra peninga.
Flutningsm.: Tryggvi Þórhallsson.
1. gr.
Leita skal stöðvunar á verðgildi islenskra peninga á þeim grundvelli,
að gengi þeirra gagnvart erlendum peningum sje í samræmi við kaupmátt
þeirra innanlands — með þvi markmiði að festa endanlega yerðgildi pening-
anna á þeim grundvelli.
2. gr.
Skipa skal nefnd, sem hafi á hendi skráningu á gengi íslenskra pen-
inga og annist aðrar framkvæmdir samkvæmt lögum þessum. í nefndinni eiga
sæti 5 menn. Skipar fjármálaráðherra einn, og sje hann formaður nefndarinn-
ar, tveir skulu tilnefndir af bönkunum, sinn af hvorum, einn af stjórn Fje-
lags íslenskra botnvörpuskipaeigenda i Reykjavík, og einn af stjórn Sambands
íslenskra samvinnufjelaga. Nefndin er bundin þagnarskyldu.
3. gr.
Gengisnefnd skal láta fara fram itarlega rannsókn á því, hvert sje hið
raunverulega verðgildi peninganna í viðskiftum innanlands. Skal nefndin því
næst, innan hæfilegs tíma, færa verð krónunnar til samræmis við niðurstöðu
þeirrar rannsóknar. Þá er peningarnir hafa náð þessu gengi, má hámark verð-
sveiflunnar upp á við aldrei vera meira en 2V»°/o og niður á við aldrei meira
en 2V»°/o.
4. gr.
Úr ríkissjóði skal greiða R/* hluta af þvi tapi, sem bankarnir, sam-
kvæmt mati gengisnefndar, kunna að verða fyrir af kaupum og sölu erlendra
peninga við hinu skráða gengi, frá því að lög þessi öðlast gildi og þar til því
markmiði er náð, sem getið er i niðurlagi 1. gr.
5. gr.
Lögreglustjóri lætur nefndinni i tje nákvæma skýrslu um magn, teg-
und og söluverð útfluttrar vöru jafnskjótt og skip það, er vöruna flytur, er
lagt frá landi. Ennfremur getur nefndin, með samþykki fjármálaráðherra,
krafist þess, að sjerhvert fjelag, stofnun eða einstaklingur, sem á erlendan
gjaldeyri, þar með talin verðbrjef, þegar lög þessi öðlast gildi, eða eignast
hann síðar, gefi nefndinni upplýsingar um, hve mikill hann sje og hvernig
honum sje fyrir komið.
6. gr.
Iíostnað við nefndarstörfin greiðir rikissjóður að 8/s, en Landsbanki ís-
lands og íslandsbanki að V* hvor. Fjármálaráðuneytið úrskurðar þá reikninga.
7. gr.
Lög nr. 9, 27. maí 1925, um framlenging á gildi laga nr. 48, 4. júní
1924, um gengisskráning og gjaldeyrisverslun og breyting á þeim lögum, eru
úr gildi numin.
8. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Greinargerð.
Sbýrsla og tillög-ur
frá fulltrtia. landbúnaOarins f gengisnefndinni.
Samkvæmt lögum, er sett voru á sfðasta Alþingi um framlenging á gildi
laga nr. 48, 4. júni 1924, um gengisskráning og gjaldeyrisverslun og breyling á
þeim lögum, var jeg tilnefndur á siðastliðnu vori af stjórn Sambands ísl. sam-
vinnufjelaga til þess að taka sæti i gengisnefndinni sera fulltrúi fyrir landbúnaðinn.
Tel jeg mjer skylt að bera fram fyrir hæstvirt Alþingi:
1. Skýrslu um það, hvernig farið hefir um framkvæmd á vilja Alþingis i geng-
ismálinu, eins og jeg hefi skilið hann samkvæmt áðurnefndum lögum, og
2. Tillögur um það, »hvort ekki væri rjett að festa gengi islensku krónunnar
í náinni framtíð,« »og með hverjum hætti það mætti verða« samkvæmt
fyrirmælum þeirrar nefndar í neðri deild Alþingis, sem um málið fjallaði
(Alþt. B. 2711, sbr. þingskjal 411).
Jeg ber þessa skýrslu og tillögur fram einn sem minni hluti gengisnefndar-
innar, fyrst og fremst af því, að jeg hefi verið einn um að bera fram skriflegar
tillögur um framkvæmd áðurnefndra laga; í öðru lagi af þvi, að jeg hygg, að jeg
rtandi einn uppi i nefndinni með þá skoðun, að þegar beri að gera ráðstafanir
til að festa gengi islensku krónunnar; og loks tel jeg mjer skylt sem fulltrúi
landbúnaðarins i nefndinni að gera sjerstaklega grein fyrir málinu af hans hálfu.
I.
Framkvœmdin & vilja Alþingis í gongismáiinn.
í niðurlági 1. greinar áðurnefndra laga um gengisskráning og gjaldeyris-
verslun segir svo um verkefni gengisnefndarinnar: »Ber nefndinni ennfremur, eftir
þvi sem ástæður eru til, að gera tillögur til landsstjórnarinnar um ráðstafanir,
er stefna að því að festa gengi islensks gjaldeyris og stuðla að varlegri hækkun
krónunnar.a
Nú verður þvi ekki neitað, að ágreiningur heflr orðið um þaö, hversu
skilja beri áðurnefnd ummæli laganna, og þykir mjer þvi hlýða að fara um það
nokkrum orðum.
1. Jafnframt þvi sem Alþingi siðasta framlengdi gildi laganna um gengisskrán-
°g gjaldeyrisverslun, var gerð breyting á orðalagi einmitt þessa þýðingar-
mikla atriðis um verkefni gengisnefndarinnar. í lögum frá 1924 segir, að
nefndin eigi »að gera tillögur lil landsstjórnarinnar um ráðstafanir, er stefna
að því að festa og hœkka gengi íslensks gjaldeyris,« en í lögunum, sem
nú gilda, er þessu breytt i þá átt, sem áður segir: »að festa gengi islensks
gjaldeyris og stuðla að varlegri hœkkun krónunnar.m. það er ljóst, að hjer
er um stefnubreytingu að ræða hjá Alþingi í gengismálinu. Astæðan til þessarar
lagabreytingar er sú að sjálfsögðu, að Alþingi leit svo á, að sú hækkun
luónunnar, sem þá var orðin, hefði ekki verið »varleg«, og því mætti
ekki halda áfram á sömu braut. Breytingartillagan um þetta var borin fram
til sigurs af þeim mönnum, sem lögðu megináherslu á þetta. Vilji Alþingis
var tvímælalaust sá, að að svo miklu leyti, sem ekki tækist að haida gengi
islensku krónunnar föstu, bæri gengisnefnd að gera tillögur, sem stuðla að
því aö hækkunin verði varleg, þ. e. varlegri en áður hefði verið. Styðst
þessi skoðun enn frekar við eftirfarandi atriði.
2. Alþingi gerði ennfremur aðra breytingu á lögunum. það bætti tveim nýjum
mönnum í gengisnefndina, fulltrúum fyrir sjávarútveg og landbúnað. Kom
það opinberlega fram á Alþingi, að tilgangurinn væri sá, að þeir gætu
einmitt haft áhrif á það — þótt ekki hefðu þeir atkvæðisrjelt um sjálfa
gengisskráninguna —, að hækkun krónunnar yrði svo varleg, að atvinnu-
rekendur gætu þolað hana. (Sbr. t. d. ummæli eins þm. úr fjárhagsnefnd
(Jóns A. Jónssonar), »Okkur nefndarmönnum fanst sjálfsagt, að seljendur
gjaldeyris, sem hafa orðið fyrir þyngstum búsifjum af hækkun krónunnar,
fái menn í nefndina, er geti gefið allar upplýsingar um það, hvernig horfi
við i það og það skiftið, og hafi það verksvið að halda í fremur en örva
hækkun krónunnar» (Alþt. B. 2731).
3. Þessi vilji Alþingis um varlega hækkun krónunnar kom loks mjög skýrt
fram í umræðum þeim, sem um málið urðu 1 neðri deild Alþingis, um leið
og breytingarnar urðu gerðar á lögunum.
Framsögumaður fjárhagsnefndar segir: »í breytingartillögunni stendur, að
nefndin eigi að festa gengi krónunnar og stuðla að varlegri hækkun. Þetta er hið
sama og í lögunum stendur, nema hjer er talað um varlega hækkun. Þetta hefir
fjárhagsnefnd fallist á, eins og tekið er fram í nefndarálitinu. það verður að fara
gætilega i þetta mál. Stórar sveiflur upp eða niður eru stórhættulegar.« (Alþt. B.
2734). — Framsögumaður víkur einnig að undanförnu starfi gengisnefndarinnar
og segir: »En ýmsir eru þó á því, að hún (gengisnefndin) hafi farið of frekt í
það að hækka krónuna. Fetta kom fram í ræðum þeirra hv. 1. þm. G.-K. (Á.
F.), hv. þm. Str. (Tr. þ.) og hv. þm. Borgf. (P. O.), og einn þeirra ljet í ljós,
að hann gæti sannað það, að menn hefðu beðið tjón af hækkuninni.« (Alþt. B. 2732).
Annar fjárhagsnefndarmaður (Jón A. Jónsson) segir meðal annars; »Jeg
skal þá fyrst viðurkenna það, að atvinnurekendur horfa með ótta fram á það, að
gengi krónunnar hækki ört.« Og síðar segir hann: »Pess vegna er það ekki að
undra, þótt atvinnurekendur sjeu kviðafullir.« (Alþt. B. 2731).
Elsti og reyndasti útgerðarmaðurinn á Alþingi (Ágúst Flygenring) segir
svo: »Á sfðasta þingi vakti einkum fyrir mönnum, að gengi ísl. krónunnar bæri
að festa af varúð......................Mörgum hefir þótt hækkun krónunnar
of ör síðan í fyrra.« (Alþt. B. 2712). Og enn segir hann: »Ef þetta ráð hefði
verið upp tekið í fyrra, að fulltrúar landbúnaðar og sjávarútvegar ættu einnig
sæti í nefndinni, þá hefði áreiðanlega af þvi hlotist, að gengishækkun krónunnar
hefði orðið meira hægfara en raun varð á. Pað er nú lika svo, að alt of hraðfara
gengishækkun getur bakað stórtjón, af henni getur hlotist kyrstaða eða kreppa i
atvinnulífi þjóðarinnar. Peir, sem fást við atvinnurekstur, vita glegst, að þjóðar-
heildinni er stór hætta búin, ef gengishækkuninni er ekki stilt i hóf eftir föngum,
eftir því sem við á.« (Alþt. B. 2713).
Einn af flutningsmönnum breytingartillagnanna (Pjetur Ottesen) segir svo:
»Það, sem fyrir okkar tillögumönnum vakti, var það, að okkur þótti iskyggilegt,
ef halda ætti áfram hækkun gengisins eins ört og verið hefir. Hækkunin síðan
gengisnefndin tók til starfa nemur nú 18—20°/o, og er þó hækkunin orðin nokkru
meiri frá þvi, er krónan stóð lægst. Þetta þykir okkur nokkuð hraðfara hækkun,
þar sem engin Iækkun hefir orðið á framleiðslukostnaði. Virðist hjer stefna i
óvænt efni fyrir atvinnuvegina, og þvi full ástæða til að athuga þetta betur. Eins
og málið horfði við þótti okkur sú leið heppilegust, sem farið er fram á í tillög-
unni. 1 fyrsta lagi að draga nokkuð úr orðalaginu eins og það nú er i iögunum
um gengisskráninguna, um hækkun krónunnar, og svo bæta við 2 nýjum fuiltrúum
i nefndina fyrir hönd útflytjenda.« (Alþt. B. 2727—2728).
Loks vil jeg aðeins minna á ummæli aðalflutningsmanns breytingartillagn-
anna (Tr. P.), sem allra ákveðnast hnigu í sömu átt.
Tel jeg óþarfa að fara um þelta fleiri orðum. Jeg tel það alveg tvímæla-
laust, liver var vilji Alþingis í gengismálinu. Breytingarnar á lögunum, ummæli
fjárhagsnefndar og einstakra þingmanna úr þeim þingmeirihluta, sem breytingarnar
gerði á lögunum, sýna tvimælalaust, að vilji Aiþingis var sá, að fara varlegar en
áður með hækkun krónunnar.
En framkvæmdin hefir orðið önnur.
Um það leyti, sem margnefnd lög voru samþykt á Alþingi — í byrjun
raaimánaðar — var sterlingspundið skráð hjer á kr. 26.85. Stuttu siðar var það
fallið i kr. 26.15, og hjelst í þvi verði lengi sumars. Siðast í ágústmánuði fjell það
i kr. 26 og úr því fjell það, oft í stórum stökkum og á tillölulega mjög stuttum
tima, þangað til það loks 27. okt. staðnæmdist í því verði, sem það hefirenn, kr.
22.15.
Frá því Alþingi samþykti lögin til 27. okt., eða á ca. 51/2 mánuðum, hefir
hið skráða verðgildi islensku krónunnar hækkað um 17 V*®/0- Veröur það með
engu móti talin »varleg hækkun,« i samræmi við vilja Alþingis, heldur þvert á
móti. Pessi hækkun er miklu »óvarlegri« vegna þess, að hún bætist ofan á hina
miklu undangengnu hækkun krónunnar, sem einkum varð síðari hluta árs 1924
og siðan fyrri hluta árs 1925. Báðir fulltrúar atvinnuveganna voru sammála um
þetta. Sameiginlega og samhljóða mótmæltum við gengishækkuninni með skírskotun
til vilja Alþingis í hvert skifti sem hækkað var, eins og fundarbók gengisnefnd-
arinnar ber með sjer. Bárum við báðir fram rökstudd ummæli um það, hversu
hættuieg gengishækkunin væri atvinnuvegunum, og kröfðumst þess sameiginlega,
á fundi, sem gengisnefndin átti með ráðherrunum 1. sept., að Alþingi yrði kvatt til
aukafundar vegna þessa máls, og á fundi gengisnefndar 12. sept. krafðist jeg, að
gengisnefnd óskaði aukaþings þessa vegna. En hvorug krafan var tekin til greina.