Tíminn - 27.02.1926, Page 2

Tíminn - 27.02.1926, Page 2
34 TlMINN Þá er svo var komið, í byrjun seplembermánaðar, að hið skróða verð sterlingspundsins var fallið í kr. 24.00, þá er mótmælin í gengisnefndinni reyndust órangurslaus, en fyrirsjáanlegt var, að ef ekki yrði gripið til sjerstakra róða, þá myndi enn meiri og óvarlegri hækkun krónunnar standa fyrir dyrum, taldi jeg mjer skylt, samkvæmt niðurlagsorðum 1. gr. margnefndra laga um gengisskráning og gjaldeyrisverslun, að snúa mjer til hæstvirtrar landsstjórnar með tillögur um, hvað gera bæri til þess að vilji Alþingis um varlega hækkun krónunnar yrði framkvæmdur, a. m. k. að nokkru. Gerði jeg það með brjefi dags. 8. sept. í. á. Aðstaðan var þá orðin sú, og varð siðan allan tímann meðan gengishækk- unin stóð yfir, að það, sem rjeði skráning krónunnar í gengisnefnd, var ekki fyrst og fremst það, hvað nefndin áliti að væri hæfilegt verð á krónunni, og ekki það, hve mikla gengishækkun nefndin áliti atvinnuvegunum fært að bera. það, sem rjeði skráningunui, var annað. Aðeins annar bankinn (Landsbankinn) var kaup- andi að þeim erlenda gjaldeyri, sem fram var boðinn, nálega allan tímann, sem hækkunin stóð yfir, og miðaði verðið, sem hann vildi gefa fyrir hann (sterlings- pundið), fyrst og fremst við það, hve mikla áhættu bankinn gæti tekið á sig vegna kaupanna, vegna væntanlegrar áframhaldandi hækkunar krónunnar. Verður stjórn Landsbankans, að mínu viti, ekki áfeld fyrir þetta. Þar sem gengisnefndin og landsstjórnin hinsvegar litu svo á, að nauðsyn bæri til, að hið skráða gengi væri »effektivt,« var verð krónunnar jafnan skráð í samræmi við kauptilboð þessarar einu stofnunar, sem erlendan gjaldeyri keypti. Öll hin gífurlega hækkun krónunnar, úr 26 kr. í 22.15 kr. sterlingspundið, er fram komin af þessu mati Landsbankans á áhættunni að kaupa erlenda gjaldeyrinn. Mjer var það Ijóst, hver hætta landbúnaðinum stóð af áframhaldandi mikilli gengishækkun, allra helst einmitt á þessum tima, þá er sala landbúnaðar- afurðanna var að byrja. Mjer var það ennfremur ljóst, hve óheilbrigt það væri og óeðlilegt og algerlega andstætt vilja Alþingis, að krónuhækkunin ætti sjer stað af þeirri höfuöástæðu, sem nú hefir verið nefnd. Hinsvegar var mjer það ljóst, aö gengisnefnd hafði ekki vald eða aðstöðu til að taka í taumana. Þess vegna sneri jeg mjer til landsstjórnarinnar með áður nefndu brjefl og ljet svo ummælt, að »þar sem Landsbankinn teldi sjer ekki fært, áhættunnar vegna, að kaupa erlendan gjaldeyri svo föslu verði hjer eftir, að telja megi, að fyrirmælum laganna um varlega hækkun krónunnar sje fylgt, verð jeg að álíta, að landsstjórninni beri skylda til að taka á sig áhættuna af þvi að íramfylgja þingviljanum.« Bar jeg fram eftirfarandi tillögur: wþangað til Alþingi verður kvatt til fundar skal iágmarksverð slerlings- pundsins ákveðast 24 kr. eins og nú er. Til þess að bankarnir telji sjer kleift að kaupa erlendan gjaldeyri við þessu lágmarksverði, ábyrgist landsstjórnin af landsins hálfu það tap, sem af þessu kann að hljótast vegna síðari verðlækkunar þessa gjaldeyris, og með hæfi- legri seðlaútgáfu í þessu skyni gefur landsstjórnin bönkunum aðstöðu til að annast þessi kaup. Til þess hinsvegar að hindra, að »spekulationir« eigi sjer stað i sambandi við þetta, skuldbinda bankaruir sig til að kaupa ekki við þessu verði annan gjaldeyri en þann, sem þeir telja vlst, að nota eigi, eða notaður hefir verið, til þess að kaupa fyrir innlendar afurðir, framleiddar á þessu ári, eða innstæður islenskra borgara erlendis.« Um áhættuna af þvi, að rfkið Ijeti bönkunum slíka ábyrgð í tje, gat jeg þessa i brjefinu, samhliða tillögunum: »Jeg álft, að sú áhætta sje i raun og veru ekki mikil. Jeg hygg, að ástæðan til, að eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri er svo lítil nú, sje ekki sú, að ekki sje þörf fyrir hendi, og það jafnvel svo mikil, að jafn- aðist á við framboð, heldur sú, að allur þorri manna vonast nú fastlega eftir hækkun íslensku krónunnar og bíður með að kaupa erlendan gjaldeyri. Væri því nú sýnt ljóslega, að gengi íslensku krónunnar ætti ekki að hækka á næstunni, tel jeg vist, að sala bankanna á erlendum gjaldeyri verði svo mikil, að það komi á daginn, að áhættan yrði sem engin, eða alveg engin, af að halda nú föstu gengi a. m. k. til A)þingis.« Með brjefi dags. 12/», sem Iagt var fram á fundi gengisnefndar sama dag, lýsti landsstjórnin því yfir. að hún gæti ekki fallist á þessar tillögur. Þrátt fyrir eindreg- in mótmæli beggja fulltrúa atvinnuveganna hjelt krónan áfram að hækka, í sam- ræmi við mat Landsbankans á áhættu þeirri, sem honum væri fært að taka á sig vegna gjaldeyriskaupanna, uns verð sterlingspundsins loks staðnæmdist í kr. 22.15. En jeg tel mjer skylt að sýna, hvernig reynslan hefir skorið úr um það, hver áhættan var af því ef landssljórnin hefði viljað taka á sig ábyrgð á væntan- legu tapi af gjaldeyriskaupunum, samkvæmt tillögum minum, og þar með af því að framkvæma, a. m. k. að nokkru, þingviljann um varlega hækkun krónunnar. Sjest það ljóslega, ef athugað er framboð og eftirspurn á erlendum gjaldeyri á tímabilinu, í heild, frá því í septemberbyrjun og til Alþingis. Gefa bankarnir gengisnefnd vikulega skýrslu um innieign sína eða skuld erlendis, og samkvæmt þeim skýrslum hefir ritari gengisnefndarinnar látið mjer í tje eftirfarandi tölur um það. Samkvæmt næstu vikuskýrslu eftir að jeg bar fram áðurnefndar tillögur minar, hinn 14. sept. f. á., var neltóinnieign bankanna erlendis (öllu breytt i ster- lingspund) 293454 sterlingspund. En samkvæmt síðustu vikuskýrslu þeirra áður en Alþingi kom saman er nettóinnieignin ca. 120000 sterlingspund. (Hjer eru ekki taldar með samnings- bundnar skuldir bankanna erlendis). Innieignin nú er m. ö. o. að mun meir en helmingi minni en hún var, er jeg bar fram tillögur mfnar. Á þessu tímabili hafa bankarnir selt að mun meiri gjaldeyri en þeir hafa keypt. það hefir reynst satt, sem jeg hjelt fram um hvað ylli hinni litlu eftirspurn, sem var um tíma eftir erlendum gjaldeyri. Eftirspurnin eftir erlendum gjaldeyri hefir reynst að mun meiri en framboðið á þessu tfmabili. Ábyrgðinni, sem landsstjórnin, af rikisins hálfu, hefði tekið á sig, iil þess að halda sterlingspundinu i 24- kr. verði til Alþingis, til að komast þannig a. m. k. nœr þvi að framfylgja vilja Alþingis um varlega krónuhœkkun, fylgdi engin áhœtta, eins og reynslan nú hefir sýnt. Sem fulltrúi landbúnaðarins í gengisneíndinni verð jeg að láta í Jjós mikla óánægju mina yfir þvf, að hæstvirt landsstjórn treystist ekki til að taka á sig þessa áhættu, sem reynslan nú hefir sýnt, að var engin. Vegna þeirrar óviturlegu, óþörfu og órjettmætu hækkunar krónunnar, sem varð, hafa atvinnurekendur landsins verið skattlagðir stórkostlega. Hinn 28. ágúst f. á. var sterlingspundið felt úr 26 kr. verðinu. í*á var nettóinnieign bankanna i útlöndum, samkvæmt siðustu skýrslu þeirra, 24. s. m„ 209475 sterlingspund. En í lok janúar var hún, eins og áður segir, ca. 120000 sterlingspund. Er ljóst af þvi, að engin áhætta hefði verið þvf samfara, meir að segja, að halda því verði óbreyttu til Alþingis, því að nettóinnieignin er nú að mun minni en þá. Báru báðir fulltrúar atvinnuveganna fram þá kröfu, eins og áður getur, enda hefði þá til fulls mált kalla, að framkvæmdur hefði verið vilji Alþingis um varlega hækkun. Af skýrslum þeim, sem lögreglustjórar gefa gengisnefndinni, er hægt að gera sjer grein fyrir, hverjar afleiðingarnar hafa orðið af gengishækkuninni fyrir framleiðendur. Fer hjer á eftir skýrsla um útfluttar sjávar- og landafurðir mánuðina sept. f. á. til janúarloka þ. á. Verð afurðanna er hjer sett eins og lögreglustjórunum er gefið það upp, þegar greitt er aí þeim útflutningsgjald, og er því breytt í sterlings- pund eftir meðalgengi pundsins á mánuði, en það var f september kr. 23.36, í okt. 22.39 og í nóvember, desember og janúar kr. 22.15. Litur sú skýrsla þannig út: Sjávarafurðir: sept. 9.211.915 = £ 394.345 okt. 7.382.238 = £ 329.711 nóv. 4.933.755 = £ 222.742 des. 2.544.090 = £ 114.857 jan. 3.366.603 = £ 151.991 isl. kr. 27.438 596 = £ 1.213.646 Landbúnaðarafurðir'. sept. 182.535 = £ 7.814 okt. 3.560.955 = £ 159.042 nóv. 2.085.275 = £ 94.143 des. 410.650 = £ 18.540 jan. 147.497 = £ 6.659 ísl. kr. 6.386.912 = £ 286.198 Ef hinsvegar hefði verið farið eftir tillögum mfnum um að halda verði sterlingspundsins föstu til Alþingis f 24 kr. verði, hefði verð sjávarafurða orðið £ 1.213.648 á 24 kr........................................ = ísl. kr. 29.127.504 en það varð ........................................... — — 27.438.596 Mismunur ísl. kr. 1.688.908 Og verö landbúnaðarafurða hefði orðiö £ 286,198 á 24 kr. = isl. kr. 6.868.752 en það varð ........................................... — — 6.386.912 Mismunur ísl. kr. 481.840 En samtals er mismunurinn á verði allra afurðanna isl. kr. 2.170.748. En, ef framkvæmdur hefði verið vilji Alþingis um »varlega« hækkun, og sterlingspundið hefði aldrei verið felt úr 26 kr. verðinu, samkvæmt samhuga kröfu beggja full- trúa atvinnuveganna í gengisnefnd, hefði verð sjávarafurðanna orðið £ 1.213.646 á 26 kr........................................ = ísl. kr. 31.554.796 en það varð ................................. ........ — — 27.438.596 Mismunur ísl. kr. 4.116.200 Og verð landb.afurðanna hefði oröið £ 286.198 á 26 kr. = ísl. kr. 7.441.148 en það varð .......................................... — — 6.386 912 Mismunur ísl. kr. 1.054.236 Og samtals er mismunurinn á verði allra afurðanna ísl. kr. 5.170.436. Jeg hika ekki við að fullyrða, að þessi mismunur, rúmar 5 miljónir i is- lenskum krónum, sem framleiðendurnir hafa fengið fyrir afurðir sinar vegna gengis- hœkkunarinnar lœgri en verið hefði, ef framkvœmdur hefði verið vilji Alþingis og sterlingspundinu haldið i 26 kr. verði, er beinn skatlur á aivinnurekendiir, beinn verðtollur á framleiðsluvörur þeirra. Hefir þelta að vísu verið dregið í efa, og nú siðast af hæstv. fjármála- ráðherra, í ræðu hans, er hann lagði fjárlagafrumvarpið fyrir Alþingi. En minu máli til sönnunar vil jeg aðeins draga fram eitt atriði, sem jeg get farið með eftir ábyggilegustu heimild, um aðalframleiðsluvöru bændanna, kjötið. Kjötsalan í Noregi var byrjuð áður en hækkun isl. krónunnar hófst verulega. Sú sala varð grundvöllurinn undir allri saltkjötssölunni í haust. Áhrif gengishœkkunarinnnr á saltkjötssöluna urðu þvi eingöngu þau, að lcekka verðið i íslenskum krónum i beinu hlutfalli við gengishœlckunina. Jeg vil loks bœla þvi við, að tjónið, sem islenskir bœndur haja beðið aj gengishœkkuninni, kemur ekki nema að nokkru leyli fram i tölum þeim, sem að framan eru nefndar. Mikill hluti landbúnaðarafurðanna er seldur innanlands og verð- lagið fyrst og fremst miðað við verðið á útlenda markaðinum. Ilefir það að visu orðið öðrum innlendum mönnum til góðs, en bœndur hafa orðið að greiða hlutfalls- lega háan verðtoll af þeim framleiðsluvörum, sem þeir hafa seli iynanlands. Jeg verð aö líta svo á, að þessi gríðarhái skattur, sem lagður hefir verið á atvinnurekendur, bæði til sjávar og sveita, hafi verið hvorttveggja í senn, bæði ranglátur og óviturlegur, auk þess sem hann er lagður á þvert á móti yfirlýstum vilja Alþingis. Ranglátur er hann þessi skattur, þvi að allan kostnað við að afia hihna útfluttu afurða höfðu framleiðendur yfirleitt þurft að borga löngu áður en þeir seldu afuröirnar, og gengishækkunin verður því í hundraðstölu tilsvarandi hár beinn skattur á framleiðendur. Fyrir landbúnaðinn er þessi skatlur sjerstaklega þungbær, vegna þess að sumpart erfitt tíðarfar, sumpart óhagstæð verslun hefir undanfarin ár þrengt mjög kosti bændastjettarinnar. Var bændum því hin mesta þörf á sæmilegu verslunarári. Ef verðlag peninga hefði verið óbreylt, hefði og árið 1925 reynst sæmilegt verslunarár. En vegna gengishækkunarinnar verður hið gagnstæða uppi á teningunum. Má nefna til sönnunar það, sem jeg get fullyrt eftir bestu heimildum, að í kaupfjelögum landsins auka bændur skuldir sínar á árinu, svo nemur hundruðum þúsunda króna, er á heildina er litið. En óviturleg er þessi gifurlega hækkun krónunnar fyrir þá sök, að telja má meir en vafasamt, eins og nú horfir um afkomu landsins, að unt verði aö halda krónunni áfram í þessu verðgildi. Hitt getur engu síður vofað yfir, að gengi krónunnar hljóti að falla aftur ekki óverulega. Enn vafasamara er, að hægt verði í náinni framtíð að hækka verðgildi krónunnar í fyrra gullverðið, en allra vafa- samast, að unt verði að halda gullverðinu, þó að næðist, því að fyrirsjáanlegt er, hvernig hag atvinnuveganna verður þá komið. Sem fulltrúi landbúnaðarins í gengisnefndinni verð jeg að lelja mjer skylt að mótmæla þessum skatti, sem á hann hefir verið lagður, og mótmæla þvi, að bændur landsins megi eiga yfir höfði sjer vofandi á þessu ári og næstu sömu eða álíka harða skattasvipu gengishækkunar. Jeg verð að telja það einhverja æðstu skyldu þjóðfjelagsins að tryggja borgurum Iandsins verðfasta peninga í stað svik- inna, sem nú hafa gilt um hríð. Og um leið og jeg hefi talið mjer skylt að gefa hæstvirtu Alþingi þessa skýrslu um, hvernig tekist liefir til um framkvæmdina á vilja þess um »varlega bækkun« íslensku krónunnar, og hverjar ástæður eru til að svo hefir farið, vil jeg leggja áherslu á, að eigi nokkur trygging að vera fyrir því, að vilji Alþingis í gengismálinu verði framkvæmdur á þessu ári, verður að búa öðruvfsi um hnútana en gert var í þetta sinn. II. TillÖ8’u.r um festing á verÖgfil«li íalensku krónunnar. I nefndaráliti fjárhagsnefndar neðri deildar Alþingis um frv. til laga um framlenging á gildi laga nr. 48, 4. júní 1924, um gengisskráning og gjaldeyris- verslun (þingskjal 411) segir svo, að fjárhagsnefnd »telur hinsvegar, að öll (gengis-)nefndin eigi að taka alvarlega til alhugunar, hvaða ráðstafanir þurfi að gera, verði að þvi ráði horfið að festa endanlega gengi islenskrar krónu og gera hana innleysanlega með gulli, t. d. einhversstaðar nálægl því gullgildi, sem hún hefir nú, og beri fram tillögur sinar um það fyrir næsta AIþingi«. Framsögumaður nefndarinnar útskýrir þetta svo frekar í framsöguræðu sinni: »1 fjárhagsnefnd kom til tals, að sjálfsagt væri að athuga, hvort ekki væri rjett að festa gengi islensku krónunnar i náinni framtið. Leit nefndin svo á, að eitt aðalhlulverk gengisnefndarinnar yrði að athuga, hvort ástæða væri til þess og með hverjum hætti það mætti verða, og leggja síðan tillögur sínar í því efni fyrir næsta þing. Gengisnefndin fær því nægilegt verkefni til að leysa af hendi«. (Alþt. B. 2711). Og í niðurlagi máls síns segir framsögumaður af nefndarinnar hálfu: »öll (fjárhags-)nefndin telur sjálfsagt, að gengisnefndin starfi áfram, og meiri hlutinn vill bæta við hana a. m. k. 2 mönnum, til þess að hún megi leysa störf sin sem best af hendi, ekki aðeins sjálfa gengisskráninguna, heldur einnig allan undirbúning þess máls, hvort rjett muni vera að festa gengi íslensku krónunnar«. (Alþt. B. 2712).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.