Tíminn - 27.02.1926, Page 4
36
T í M I N N
búnaðarins. — 1.) öll árin, nema eitt, sem liðin ern síðan islenska krónan
fjell i verði, hafa verið mjög erfið íyrir landbúnaðinn. Og þetta eina ár, 1924,
sem var dágott fyrir nokkurn hluta bændastjettarinnar, var eitt mesta ótiðar-
ár á stórum svæðum á landinu. ÖU árin hin hafa ýmist verið óhagstæð
verslunarár eða harðindaár, eða hvorttveggja. Árið sem leið var Ioks víða á
landinu gott ár hvað tíðarfar snerti, en þá veldur gengishækkunin, fram’-
kvæmd á allra óhagstæðasta tíma, þvi, að ef litið er á heildina, auka bændur
skuidir sinar svo nemur hundruðum þúsunda króna á árinu, eins og áður
er um getið. Afleiðing þessa ástands undanfarin ár er sú, að bændastjett
ísiands er nú miklu skuldugri en heilbrigt er, og það er ekki vegna sjálf-
skaparvíta, forsjárleysis eða eyðslu: það stafar sumpart af völdum óbliðrar
veðráttu, sumpart af óhagstæðri verslun (kjöttollurinn norski eitt árið) og
sumpart og ekki sist nú siðustu tvö árin af hinni stórfeldu gengishækkun,
sem fram hefir komið eins og beinn verðtollur á framleiðsiuvörur bændanna.
þessar skuldir bændastjettarinnar nú eru yfirleitt stofnaðar í veiðiöllnum
krónum, og að töluvert miklu leyti i miklu verðiægri krónum en krónan er
nú skráð. Jeg er ekki í vafa um, að áframhaldandi hækkun krónunnar er
hið hrópiegasta ranglæti gagnvart bændastjett ísiands, og hún mun, einnig á
þessu sviði, leggja drápsklyfjar á mikinn þorra bændastjettarinnar, og allra
helst á þann hluta hennar, sem mestur er skaöinn að ef bognar, bina ungu
og framtakssömu bændur. — 2.) Siðasta mannsaldurinn hefir landbúnaðurinn,
svo sem alkunnugt er, dregist aftur úr i samkepninni. Sjávarútvegurinn hefir
sogað til sin megnið af fjármagni landsins og vinnur nú með hinum full-
komnustu vinnutækjum, sem þekkjast. Hliðstæð framsókn afbændanna hálfu
er rjett nýlega byrjuð, en öllum, sem um hugsa, er ljóst, að það er beinlfnis
lifsskilyrði fyrir landbúnaðinn að hefja alhliða framsókn. Hvert árið, sem
liður án aukinna framkvæmda og umbóta á öllum sviðum landbúnaðarins,
gerir bættuna enn meiri, að landbúnaðurinn verði undir i samkepninni.
Er þetta og viðurkent í verki af þvi opinbera, og þarf aðeins að nefna fernt:
áveiturnar á Suðurlandi, hinn stórum aukna styrk til Búnaðarfjelags lslands,
jarðræktarlögin og ræktunarsjóðslögin. Þetta á að vera fyrsta undirstaðan,
þótt enn sje ófullkomin, undir alhliða framsókn, sem er lifsskilyrði fyrir
landbúnaðinn. En sú mikla gengishækkun, sem orðið hefir undanfarið, og
jeg tala nú ekki um, ef enn verður haldið áfram á sömu braut, er spor i
þveröfuga átt. Afleiðingin er þegar orðin stórum auknar skuldir bændastjett-
arinnar, og það og áframhaldandi gengishækkun hlýtur að hafa í för með sjer
fullkomna kyrstöðu og afturför um allar framkvæmdir hjá bændastjettinni.
Jeg er ekki i vafa um, að þetta er hið alira hættulegasta, sem komið getur
fyrir landbúnaðinn nú. Sje yfirleitt hægt að búa landbúnaði íslands bana-
ráð, þá er ráðið til þess það, að drepa niður, með áframhaidandi gengis-
hækkun, þann framsóknarhug og umbótaviðieitni, sem nú hefir lifnað meðal
bænda um alt ísland, og sem hið opinbera hefir stutt með fjárframiögum og
iöggjöf. Peir, sem eru þeirrar skoðunar, eins og sá, er þetta skrifar, að fram-
tíð íslands sje að langsamlega mestu leyti undir þvi komin, að hjer nái að
dafna þroskamikill landbúnaður, ekki einungis vegna menningar þjóðarinnar,
hreysti og andlegrar heilbrigði, heldur og beinlínis fjárhagslega, vegna þess,
hver hætta er á, að sjávarútvegurinn standi á ótraustum grundvelli, — þeir
munu lita svo á, að það að stofna landbúnaðinum út i hættu, með áfram-
haldandi gengishækkun, sje bein banaráð við framtið þjóðarinnar i heild
sinni.
ö. Umsetningartimi íslenskra atvinnuvega er svo langur, að stór munur er á og
yfirleilt i öðrum löndum. Iðnaðar- og námavörur komast á markaðinn á til-
tölulega mjög stuttum tima, en alt af líða margir mánuðir frá þvi fiskurinn
er veiddur i sjónum, þangað til hann kemst á markaðinn sem verkaður
saltfiskur. Danskir bændur t. d. að laka selja afurðir úr búum sínum viku-
lega, jafnóðum svo að segja og þeir framleiða þær. Aðalframleiðsluvara is-
lenskra bænda fellur til einu sinni á ári. Með andvirði hennar þurfa þeir að
greiða framleiðslukostnað ársins. Liggur I augum uppi, hve atvinnurekendur
Islands eiga miklu erfiðara að standast gengissveiflur þessa vegna, og einkum
af þvi, að þær hafa komið hingað til og munu koma bjer eftir, verði haldið
áfram á sömu braut, á allra versta tíma, þá er sala afurðanna er rjett að
byrja. ísland hefir alveg sjerstöðu að þessu leyti,.og því alveg sjerstaka þörf
fyrir verðfasta peninga. Af þessari ástæðu leiðir það einnig, að hægfara hækk-
un krónunnar, sem svo margir tala um sem hina æskilegustu lausn í geng-
ismálinu, verður enn óframkvæmanlegri á íslandi, þar eð aðstaðan er þessi,
að langsamlega meginhluti úlflutningsvaranna fellur til á fáum mánuðum. í
nágrannalöndunum hefir reynslan og sýnt, alira best á árinu sem leið, að hæg-
fara hækkun er óframkvæmanieg, enda hafa hinir lærðustu hagfræðingar sýnt
fram á óframkvæmanleik hennar. En í allra ríkustum mæli á þetta við á
íslandi.
6. Fóbreytni hinna íslensku atvinnuvega annarsvegar og hinsvegar það, að vart
munu í nokkru nálægu landi atvinnuvegirnir vera eins háðir árferði og vart
mun í nokkru landi eins mikill munur á góðu og illu árferði og á íslandi,
veldur því ennfremur, að okkar land hefir aigerða sjerstöðu i þessu efni. —
Það er áreiðanlega miklu hættulegra í okkar landi en í gagnauðugum lönd-
um, sem standa á gömlum merg, hafa fjölbreytilegt atvinnulíf, að rniklu leyti
óháð árferði, að breyta stórkostiega ár írá ári um verðgildi peninganna, og
gera atvinnureksturinn þar með enn þá ótryggari og áhættumeiri en áður.
Á lslandi er áreiðaniega miklu meiri hætta á afturkastinu, nýrri gengissveiflu
niður á við, en í nokkru nágrannalandi okkar. En öilum mun koma saman
um, að ef svo færi, væri betur heima setið og að aldrei hefði verið byrjað
ó þvf að reyna að hækka krónuna. Þessa vegna einnig er jeg hiklaust þeirrar
skoðunar, að á engu landi sje eins mikil ástæða til og nauðsyn að festa sem
allra fyrst gildi hinna föllnu peninga og á Islandi.
7. Ein afleiðing áframhaldandi gengishækkunar, i hvaða landi sem er, hiýlur
að verða mikii töp bankanna. Regian er sú, að hækkunin verður aðallega á
þeim tíma, er þeir eiga miklar eriendar innieignir, sem falia í verði, þá er
inniendu peningarnir hækka. í annan stað ienda sjerstök töp & hönkunum
vegna þess, að ýmsir af skuldunautum þeirra geta ekki staðið við skuld-
bindingar sinar og verða að gefast upp vegna gengishækkunarinnar. Komi
hinsvegar afturkastið, gengislækkunin, er einnig hætta á, að bankarnir tapi.
Reglan er sú, að það ber að, þá er bankarnir skulda erlendis. Gengislækkunin
veldur þvf, að þær skuldir aukast. — Mun öllum í minni gengistap fslensku
bankanna árið 1924, en reikningar þeirra fyrir síðastl. ár eru ekki komnir
út. Vegna erfiðleika undanfarinna ára, sem ljóslega hafa komið fram á banka-
reikningunum, þar sem þeir hafa orðið að afskrifa sem tapaðar stórar fjár-
hæðir — verð jeg að telja það vafasamt, að íslensku bankarnir sjeu við þvi
búnir að standast áframhaldandi gengissvciflur.
Með skfrskotun til alls þess, sem hjer hefir verið nefnt, bæði hinna al-
mennu ástæðna, sem erlendir fræðimenn hafa borið fram, og hinna alveg sjer-
stöku ástæðna, sem eru á íslandi, þar sem tillitið til rjettlætisins virðist heimta
það, alveg sjerstaklega á Islandi, þar sem rökstutt er af hinum merkustu vis-
indamönnum, að raunverulega sje alveg tilgangslaust að hækka verð peninga, og
að það er misskilinn metnaður, sem þeim tiilögum ræður, sem verður næsta ein-
kennilegur, þar sem hann hefir í för með sjer mikla rangsleitni gagnvart yfirgnæf-
andi fjölda einstaklinga þjóðfjelagsins — hika jeg ekki við að leggja það ein-
dregið til, að ísland fari að ráðum hinna vitruslu manna í þessum efnum og
geri ráðstafanir til að festa verðgildi peninga sinna nálægt núverandi raunveru-
legu verðgildi þeirra.
Um framkvæmdina á þvi að festa endanlega verðgildi krónunnar nálægt
núverandi raunverulegu verðgildi hennar vil jeg leyfa mjer að taka fram eftir-
farandi, sem sumpart styðst við reynslu erlendra þjóða í þessu eíni.
1. Hin fyrsta nauðsyn er það, að fá ábyggilega rannsókn á því, hvert sje nú
hið raunverulega verðgildi krónunnar (innlendur kaupmáttur). Eins og áður er
sagt, hefir hagstofustjóra verið falið á hendur að inna þá rannsókn af hendi.
Mun ekki orka tvfmælis, að fyrstu sporin á festingarbrautinni verða þau, að
reyna að halda því verðgildi krónunnar sem föstustu, og til að byrja með
er sennilegt að fara að dæmi Finna um það, að gera ráð fyrir fráviki, sem
næmi ca. 2°/0 frá því verðgildi. Þar sem árangur þessarar rannsóknar hagstofu-
stjóra er enn ókunnur, tel jeg ekki rjett að nefna neina tölu um það, hvert
þetta verð ætti að vera, þvi það yrði aðeins ágiskun. Aöeins vil jeg láta í
ljós það álit mitt, sem slyðst við kenningar fræðimanna, að vilurlegra sje og
liklegra til endanlegs árangurs að hefja festinguna við heldur lœgra verð-
gildi, með það fyrir augum að hækka það þá eilítið endanlega, ef fært reyndist.
2. Samkvæmt reynslu Finna — sem í því efni sem öðrum hafa fariö eftir
ráðum prófessors Cassels — tel jeg hiklaust rjett, eins og ljóst er af því, sem
áður er sagt, að þó að ákvörðun sje nú tekin um, að verðgildi krónunnar
sje fest, þá verði lálinn líða alllangur undirbúningstimi undir hina endan-
legu verðfesting, hið endanlega verð verði því ekki ákveðið þegar í stað, og
breyting á myntlögunum og uppsögn myntsambandsins við Norðurlönd, eða
breyting á þvi og innlausnarskyldu krónunnar við gulli þess vegna slegið á
frest. — Ein helsta ástæðan til þess, að Finnar höfðu þetta undirbúnings-
timabil undir hina endanlegu verðfestingu var sú, að sterlingspundið var þá
enn ekki orðið fast í verði. Er sú ástæða nú að vísu burt fallin. En engu
að siður er þetta undirbúningstimabil nauðsynlegt. Grundvöllur sá, sem við
höfum um að meta hið raunverulega verðgildi krónunnar, er svo ótraustur,
að mjög óvarlegt væri að festa þaö verðgildi þegar, breyta myntlögunum og
gera krónuna þegar innleysanlega við þvi verði. Við verðum að fá reynsluna
til bjálpar og ekki festa verðgildið endanlega fyr en reynsla er fengin t. d. í
2—3 ár, fyrir því, að verðgildið sje sett á Jheilbrigðum grundvelli og fái stað-
ist. Það undirbúningstimabil ber og að nota til undirbúnings undir að geta
fullnægt innlausnarskyldunni, og er það að sjálfsögðu verk seðlabanka lands-
ins. Ástæða virðist ekki til að ákveða um það fyrirfram, hve þetla undirbún-
ingstimabil skuli vera langt.
3. Opinber yfirlýsing þarf að koma fram frá Alþingi um það, að ákveðið sje að
festa endanlega verðgildi krónunnar. Tel jeg brotaminst, að sú j'firlýsÍDg komi
fram sem breyting á lögunum um gengisskráning og gjaldeyrisverslun. Jafn-
framt þarf sú lagabreyting að fela í sjer heimild fyrir landsstjórnina til þess
að veita bönkunum allan þann fjárhagsstuðning, scm til þess þarf að fram-
kvæma féstinguna, sem fæli það og í sjer, að seðlaútgáfunni yrði hagað með
þetta markmið fyrir augum. Áhættunni af gjaldeyriskaupum og sölu, af því
að halda genginu föstu, yrði rikið að taka á sig og Ijetta af bönkunum að
töluverðu leyti.
4. Jeg hygg, að gengisnefndin, eins og hún er skipuð nú, sje sá rjetti aðili til
að annast framkvæmdina, ákveða verðgildi krónunnar, eins og byrjað yrði
með verðfestinguna, með hliðsjón af rannsókn hagstofustjóra, og heimila frá-
vik frá því verði — hafa með öðrum orðum skráningu krónunnar á hendi
— innan þess ramma, sem lögin heimiluðu. í gengisnefnd eru fulltrúar lands-
stjórnarinnar, bankanna beggja og aðalatvinnuveganna beggja. Jeg kem ekki
auga á, að hægt sje að skapa aðra stofnun, sem betri aðstöðu hafi til þessa
eða eigi að vera öðruvisi skipuð.
5. Ákvæði gengisskráningarlaganna um, að fulltrúar atvinnuveganna hafi ekki
atkvæðisrjett um skráninguna, er þá sjálfsagt að fella niður. Sömuleiðis tel
jeg rjett, að fyrirsögn laganna sje breytt í samræmi við aðaltilgang þeirra.
6. Tel jeg mjer ekki skylt að koma inn á þá hlið þessa máls, hvað gera þurfi
af bankanna hálfu og fjármálastjórnar, til þess að tryggja það i nútið og
framtíð, að verðgildi peninganna sje fast.
Jeg leyfi mjer þvi að bera fram frumvarp til laga um stöðvun á
verðgildi islenskra peninga.
Reykjavík, 12. febrúar 1926.
Tryggvi þórhallsson.
■ i ‘mm nmwemmmmmmmm—mmmmmmm—m—mmmmmmm—mmm—mm
Ritstjóri: Tryggri Pórhnllsson.
l’reutsm. Rntenberg li.f.