Tíminn - 06.03.1926, Blaðsíða 2
42
TlMINN
London. Að tilvísun firmans W.
Weddel & Co., Ltd. leitaði eg tii
skipamiðlarafirmans Key, Son &
Co., London, sem leigir öll kæli-
skip fyrir W. W. & Co., sem er
stærsta kjötinnflutningsfirma í
Bretlandi. Töldu skipamiðlarar
þessir miklar líkur til, að hægt
yrði að fá leigt skip af hentugri
stærð og lofuðu að gera það, sem
í þeirra valdi stæði til að hrinda
málinu í framkvæmd.
Framkvæmdarstjóri Emil Niel-
sen, var um þetta leyti staddur
í Bretland og fékk umnoðsmenn
Eimskipafélagsins þar í landi,
Mc, Gregor, Gow & Hollland í
Hull og Barnett Bros. í London
til að leitast fyrir um leigu á kæli-
skipi.
Allar þegsar umleitanir urðu
árangurslausar. Tilboð fsngust
ekki um kælistkip af hentugum
stærðum svo sýnilegt var, að ef
eitthvað ætti að verða af fyrir-
hugaðri tilraun yrði að bjargast
við „Rikhard Kaabroe“, sem stöð-
ugt stóð til boða.
pað varð svo að ráði að skip
þetta var leigt. Féllust eigend-
umir á, að lækka tilboð sitt um
500 n. kr. á mánuði og stytta
le:gutímann um einn mánuð, en
leigjendur skyldu umbæta kæli-
útbúnað skipsins á eigin kostnað.
enda hefðu þeir leyfi til að taka
aftur úr skipinu leiðslupípur þær,
sem bæta þyrfti við í lestamar.
þegar skipið- var leigt (14.
sept.) var í ráði að það gæti farið
tvær ferðir. Skyldi það leggja af
stað frá Harstad 10. sept. til
Reykjavíkur, þar sem aðgerð á
kæliútbúnaði átti að fara fram.
Rétt áður en skipið fór frá Har-
stad símaði útgerðarfélagið, að
kælivélin væri í ólagi og bauðst
til að leysa leigjendur frá leigu-
samningnum, en þar sem byrjað
var að undirbúa kjötútflutning-
inn var þess krafist, að útgeiðar-
félagið léti gera við vélina á sinn
kostnað og féllst það á þá kröfu.
Skipið kom til Reykjavíkur 22.
sept. og var þá strax byrjað á
aðgerðinni og var henni lokið 10.
október. Annaðist vélaverkstæðið
„Hamar“ um aðgerðina.
þegar aðgerðinnit var lokið og
kæliútbúnaðurinn virtist í góðu
lagi fór sldpið til Akureyrar þar
sem ráðgert var að það byrjaði
hleðslu. þegar til Akureyrar kom
reyndist kæliútbúnaðurinn í ólagi
svo ekki tókst að fá hitastig í lest-
um skips lægra en -t- 1° C., en
óvarlegt þótti að það væri hærra
en -=- 6° C.
Vélamaður frá Sabro, sem kom-
ið hafði fyrir frystivélum í húsið
á Ilvammstanga var á förum til
útlanda 0;g var hann fenginn til
að athuga kæliútbúnað skipsins.
Tókst honum að gera við það, sem
aflaga fór (stífíur í leiðslupípum),
svo að skipið gat byrjað að hlaða
21. okt. og lagði það af stað til
Bretlands 25. október.
Tafimar, sem hlutust af agerð
skipsins voru alls 26 dagar. þar
af drógust frá leigutímanum 8
dagar, sem gengu til aðgerðar á
kælivélinni.
Kostnaður við leigu skipsins
var sem hér segir:
Skipsleiga og þóknun til skipstjóra . . um kr. 24.500.00
Kol.......................................... 11.000.00
Hafnargjöld............................ — — 3.000.00
Aðgerð, þar með talið efni........... — — 8.000.00
Klæðning á lest .....*................. — — 1.000.00
Ýmislegt............................... — — 500.00
Samtals kr. 48.000.00
Til frádráttar á þessum kostn- i
aði má telja það, sem kann að !
fást fyrir leiðslupípumar, sem
teknar voru úr skipinu að flutn-
ingnum loknum, en tæplega er
hægt að gera ráð fyrir að hátt
verð fáist fyrir þær. Ilér er heldur
ekki reiknuð umboðsþóknun fyrir
útgerð skipsins. Framkv.stjóri
Emil Nielsen var stöðugt með í
ráðum um aðgerð skipsins og sá
að mestu leyti um útgerð þess.
án alls endurgjalds.
Áður en skip'ð byrjaði að hlaða
var gert ráð fyrir að það gæti
rúmað 7000—7500 skrokka, en það
rúmaði aðeins 6514 skrokka, svo
um 1200 skrokkar urðu eftir og
eru að mestu óseldir enn.
Skipið kom til London 1. nóv-
ember.
Vegna þess hvað klæðning
(isolering) skipsins var ófullkom-
in, höfðu ystu og efstu lög kjöts-
ins linast nokkuð, svo nauðsynlegt
þótti að herða strax á frysting-
unni. Skemdir þessar, eða kostn-
aðurinn, sem leiddi af frysting-
unni, var metinn um kr. 2500.00
og greiddi vátryggingarfélagið
þær.
Kjötsalan I Bretlandi.
Framkvæmdarstjóri Sambands-
ins í Leith hr. G. Vilhjálmsson sá
um móttöku kjötsins í London.
Hafði hann samið við firmað W.
j Weddel & Co., að taka að sér söl-
una og ennfremur við tvö önnur
firmu, annað í Manchester en hitt
: í Birmingham, ef eins gott, eða
; betra verð fengist þar en í Lond-
: on. Öll þe&si firmu höfðu áður
selt íslenskt dilkakjöt (kælt) og
látið mjög vel af gæðum þess.
Kjötmarkaðurinn í Bretlandi
var bestur í septembermánuði og
gerðu kjötinnflytjendur ráð fyrir
háu verði fram eftir vetri. En
þetta fór á annan veg. Barst
óvenjumikið kjöt á markaðinn í
október og nóvember svo verð-
ið lækkaði stórum. Var verðið á
frosnu nýlendukjöti 5—10% lægra
í nóvember en oktober.
Islenska kjötið var mestalt selt
í London. Aðeins 250 skrokkar
voru sendir til Birmingham og
annað eins til Manchester. Salán
gekk svo treglega í bæjum þess-
um, að ekki þótti ráðlegt að senda
meira kjöt þangað. Eru enn ekki
komin full reikningsskil um þess-
ar tvær sendingar, en í London
var sölunni lokið laust eftir ára-
mót, og seldist kjötið fyrir neðan-
greint verð:
Frá Kaupfélagi Eyfirðinga:
Skrokkar 24 á 6V2 d. enskt pund
40 á 63 4/4 d. —
120 á 7 d. —
451 á 71 */4 d. —
1337 á 7V2 d. —
1080 á 73/4 d. —
763 á 8 d. —
55 á 81/4 d. —
10 á * \ W 00 d. —
60 á 9 d. —
10 á 91/4 d. —
Meðalverð um 7,65 d. pr. enskt
pund.
Frá Kaupfélagi Vestur-
Húnvetninga:
Skrokkar
10 á 63/4 d. enskt pund
177 á 8 d. —
35 á 7 d. —
280 á 7V4 d. —
1107 á 7V2 d. —
270 á 73/4 d. —
15 á 8V4 d. —
30 á 8V2 d. —
55 á 83/4 d. —
40 á 9 d. —
Meðalverð 7,16 d. pr. enskt
pund.
Verðið á því kjöti sem selt var
i Birmingham var frá 6—11 d.
enskt pund, meðalverðið var um
7 d. fyrir pundið. — I Manchester
var verðið frá 53/4—10 d. fyrir
pundið, meðalverð fullir 8 d. en
þaðan vantar enn skilagrein um
sölu á 50 skrokkum.
þar sem fullnaðarskil eru, kom-
in um sölu kjötsins í London þykir
rétt að geta hér um kostnaðinn.
Hann var sem hér segir:
pr. skrokk
Uppskipun og hafnargj. 2l!/3 au.
Móttaka og frystihúsleiga 86 —
Akstur og markaðsgjald 25 —
Umboðslaun (2J/2%) 66 —
Samtals kostnaður á skrokk kr.
1,98V3 au. eða tæpir 15 au. (14,7)
á kg. Er það talsvert minni kostn-
Nýja Sjáland.
d. d.
6. nóv. iov8— 11
13. — 105/s - iov8
20. — 10 - ■107,
27. — 9 - 96 7/8
4. des. 9 - ■ 9’/s
11. — 8»/4- • 97*
18. — 9 - • 974
24. — 8*/4 ' 974
því miður hefir enn ekki tekist,
að fá vitneskju um hið raunveru-
lega söluverð ofannefndra kjöt-
tegunda á tímabilinu, svo saman-
burður verðlagsins á þessum kjöt-
tegundum og íslenska kjötinu, er
ekki réttur. Af ummælum selj-
andanna verður heldur ekki til
fulls ráðið, hvem verðmun er
rétt að gera á þessum kjöttegund-
um og íslenska kjötinu.
I brjefi, sem skýrslunni fylgdi,
farast firmanu orð á þessa leið,
„Eftir ósk yðar sendum vér yður
verðskrá, er sýnir það verð, sem
vikulega var skráð íyrir best
aður en gert er ráð fyrir í áliti
minnihluta kæliskipsnefndarinnar
síðastliðið ár. Kostnaður í Bir-
mingham og Manchester var svii>-
aður, en sérstakt flutningsgjald
fellur á það kjöt að auki.
þess er getið hér að framan,
að kjötverðið í Bretlandi hafi fall-
ið stórum eftir því sem á haustið
leið. Sambandið sendi með s.s.
„Gullfoss" í oktober um 420
skrokka af kældu kjöti til Eng-
lands. þetta kjct var sent til
London og selt þar. W. W. & Co.
sáu um söluna. Kjötið seldist fyr-
ir 8 d. — 103/4 d. enskt pund,
meðalverðið var 10 d. fyrir pundið.
Seint í ágústmánuði sendi Sam-
bandið aðra kjötsendingu til Eng-
lands (760 skrokka), en þar sem
vart varð talsverðra skemda í
þessu kjöti, þegar til Englands
kom, gefur söluverð þess engar
áreiðanlegar upplýsingar um
markaðinn á þeim tíma.
Til þess að fá sem gleggstan
samanburð á verði íslenska kjöts-
ins og bestu innfluttu kjötteg-
undanna, sem seldar voru á sama
tíma í London, skrifaði hr. G.
Vilhjálmsson W. Weddel & Co.
og bað um slíka samanburðar-
skýrslu. Fer hún hér á eftir. þess
ber þó eð geta, að hér er ekki um
söluverð að ræða heldur opinbera
verðskráningu.
Ástralía. Argentína,
d. d. d. d.
107,-11 10 -117*
10V4 -107» 974-11
107* 974—107*
1074 8»/4—10
97* 874~ 974
9 8—9
974 8 - 974
9 - 9 >/4 8 - 974
þektu kjöttegundir á Smithfield-
mai'ki á tímabilinu, sem sala ís-
lenska kjötsins stóð yfir, og getið
þér gert samanburð á því ag sölu-
verði íslenska kjötsins. það má
þó ekki að skilja það svo, að hægt
hefði verið að selja kjötið fynr
hiö skráða verð, þvi á þessu tíma-
bili, svo sem vér höíum skýrt
yður frá áður, fengum vér að
þreifa á einhverjum þeim óhag-
stæðasta markaði, sem vér höfum
haft við að búa um langt skeið,
og þeir sem létu sér ant um að
selja urðu að sætta sig við verð,
sem var mikiu lægra en hin opin-
Alþingi.
15. Frumv. til f járaukalaga fyr-
ir 1925. Til viðbótar gjöldum sem
eru á fjárlögum fyrir 1925, veit-
ist kr. 196581,14.
16. Frumv. til fjárlaga fyrir ár-
ið 1927. Samkvæmt því eru tekj-
urnar áætlaðar kr. 10.442.100,00
og gjöldin — 10.397.293,80
Tekjuafgangur kr. 44.806,20
17. Tillaga til þingsál. um sæ-
símasambandið við útlönd o. fl.
'Um að Alþingi heimili atvmrh. að
útvega konungsúrskurð, er leyfr
h.f. hinu mikla norræna ritsíma-
fél. í Khöfn að starfrækja sæ-
símann milli Hjaltlands, Færeyja
og íslands samkvæmt samningum
er stjórnin gerði við það í vetur.
þingmannafrumvörp og þings-
ályktunartillögur.
1. Till. til þingsál. urn skipun
milliþinganefndar um síldveiði-
löggjöf. Flm. Jör. Brynjólfsson.
Alþingi ályktar að kjós^, 3 manna
milliþinganefnd í sameinuðu þingi,
með hlutfallskosningu, til þess að
íhuga og gera till. um, hvernig
hagkvæmast muni að haga síld-í
veiði hér við land til frambúðar.
Kostnað þann, er leiðir af nefndar-
störfnuum, skal greiða úr ríkis-
sjóði.
2. Frumv. um lokunartíma sölu-
búða (rakarafrumv.), hið sama og
samþ. var í neðri deild á síðasta
/
þingi, en felt í Ed. með eins at-
kvæðis mun. Flm. Jak. Möller.
3. Frumv. um skiftingu Gull-
bringu- og Kjósarsýslu í tvö kjör-
dæmi. Flm. J. Baldvinsson. Hafn-
arfjarðarkaupstaður á að kjósa
einn alþingismann, en Gullbr. og
Kjósars. annan. Ibúar í Hafnar-
firði eru taldir um 3000.
4. Frumv. til 1. um breytingu á
fátækralögunum. Flm. J. Bald.
Frv. er svohlj.: Styrk, sem veitt-
ur er samkv. fátækralögum frá
1905, má eigi skoða sem sveitar-
• styrk, ef hann er veittur vegna
elli. En sá styrkur er talinn veitt-
ur vegna elli, sem veittur er styrk-
þurfa, sem er fullra 60 ára að
aldri.
5. Frumv. til 1. um bæjarstjórn
á Norðfirði. Flm. Ingvar Pálma-
son. Nesverslunarstaður í Norð-
firði skal tekinn í tölu kaupstaða
Oig, vera sérstakt lögsagnarum-
dæmi, er nær yfir allan núverandi
Neshrepp og heitir Norðfjarðar-
kaupstaður.
6. Frumv. um breyt. á lögum
um sauðfjárbaðanir. Flm. Jör. Br.
í 1. gr. laganna komi þessi máls-
grein: „þó má með samþykki at-
vinnu- og samgöngumálaráðun.
einnig nota Coopersbaðlyf". Telja
þeir það flutt eftir eindregnum
áskorunum víðsvegar að af landinu
7. Frumv. um br. á lögum 1919
(ritsíma- og talsímakerfi). Flm.
þór. Jónsson. Símalína skal lögð
frá Iivammstanga um Stóra-Ós,
Lækjamót, Breiðabólsstað, ós og
Tjöm að Illugastöðum, með hlið-
arlínu að Víðidalstungu. Enn-
fremur lína frá Melstað að Núp-
dalstungu.
8. Frumv. urn viðauka við 1.
(1911) um verslunarbækur. Flm.
Halld. St. Viðbótin er þessi: „óski
fastir viðskiftamenn verslana
fremur að fá sundurliðað eftirrit
af viðskiftunum í þar til gerðar
viðskiftabækur, er skylt að láta
þær í té, og skulu þær hafa sama
gildi og samritin.
9. Tillaga til þingsál. um aldurs-
tryggingu. Flm. Jónas Jónsson.
Efri deild Alþingis skorar á
landsstjómina að leggja fyrir
næsta Alþingi frv. um almenna
ellitryggingu. Jafnframt sé ákveð-
ið, að sjóð aldurstryggingarinnar
skuli ávaxta að jöfnu í vaxta-
bréfum Ræktunarsjóðsins og Veð-
deildarinnar. Er bent til þess að
byiggja'taegi frv., er hér um ræð-
ir, á undirbúningi og rannsóknum,
sem dr. Ólafur Daníelsson gerði
fyrir nokkrum árum um þetta mál
að tilhlutun landsstjórnarinnar.
10. Frv. um br. á vegalögum
(1924). Flm. Bemh. St. þar er
farið fram á, að vegurinn frá Ak-
ureyri að fyrirhuguðu heilsuhæli
í Kristsnesi verði einnig tekinn í
þjóðvegatölu, eins og spítalaveg-
irnir til Laugarness, Klepps og
Vífilsstaða.
11. Frumv. um stofnun happ-
drættis fyrir Island. Flm. Jör. Br.
og P. Ott. — Er það að mestu
samhljóða frv. um sama efni er
flutt var á síðasta þingi og eigi
útrætt þá, og hljóðar um að
Sturlu og Friðrik Jónssonum í
Rvík verði veitt einkaleyfi til
stofnunar happadrættis.
12. Frumv. til 1. um almanna-
frið á helgidögum þjóðkirkjunnar.
Flm. M. J., J. Bald. og Jak. M.
Frv. er borið fram samkv. áskor-
unum á sameiginlegum fundi dóm-
kirkjusafnaðarins og fríkirkju-
safnaðarins í Rvík 28. okt. f. árs.
13. Frv. um bæjargjöld í Vest-
mannaeyjum. Flm. Jóh. Jós. Greiða
skal fasteignagjald til bæjarsjóðs
Vestmannaeyjakaupst., áf öllum
húseignum og lóðum í bænum, sem
einstakir menn eiga eða hafa
leigurétt yfir, og er það ákveðið
40 aurar af hverjum 100 kr. virð-
ingaverðs, samkv. fasteignamats-
lögum. Undanskilin gjaldi þessu
eru tún og hagar og allar fasteign-
ir bæjarins eða ríkissjóðs, sem
ekki eru öðrum leigðar.
14. Frv. um afnám húsaleigu-
laganna í Rvík, flytja M. J. og
Jak. M., hið sama og flutt var á
síðasta þingi.
15. þingsáltill. um fyTÍrhleðsIu
fyrir þverá eða brú á hana. Flm.
Eggert P. Samkv. till. á að skora
á stjómina, að láta byrja á þessu
ári á framkv. til að fyrirbyggja
framrensli Markarfljóts 1 þverá,
eftir lögum frá 1917, — og í öðru
lagi að láta rannsaka brúarstæði
á þverá og gera kostnaðaráætlun
um brúarb., ef ekki telst mögu-
legt í náinni framtíð að fyrir-
byggja að Markarfljótsvatnið
renni í þverá.
16. Frv. um breyting á L um
forkaupsrétt á jörðum. Flm. þór.
J. og Sv. Ól. Á fetir 2. gr. laga nr.
40, 1919, kemur ný grein svolát-
andi: Ákvæði 1. gr. og fyrri málsL
2. gr. ná ekki til þess, er jarð-
eigandi selur barni sínu, kjörbarni
eða fósturbarni eða systkini. —
Telja flm. það hafa valdið
óánægju, að jarðeigandi getur
ekki fyrirvaralaust selt barni sínu
eða nánustu ættingjum jörð, nema
að þeir hafi áður fengið ábúð á
jörðinni.
17. Frv. til L um einkasölu áÉ
útfluttri síld: Flm. J. Bald. Sam-
hljóða því er hann flutti á síð-
asta þingi, en varð eigi útrætt.
18. Frv. til 1. um einkasölu á
saltfiski: Flm. J. Bald. Hið sama
og hann flutti á síðasta þingi, en
var þá felt.
19. Frv. um löggildingu versl-
unarstaðar við Jarðfallsvík á
Málmey: Flm. J. Sig.
20. Frv. til laga um stöðvun á
verðgildi íslenskra peninga. Flm.
Tr. þórh. þessu frv. fylgir löng
og ýtarleg skýrsla og greinargerð
frá flutningsmanni og birtist það
í heild í aukablaði af „Tím-
anum“; nægir því að vísa til þess
þar.
21. Frv. til 1. um heimild fyrir
veðdeild Landsb. Isl. til að gefa
út ný bankavaxtabréf. — Stjóm-
arfrv. — 1. gr. Veðdeild Lb. skal
vera heimilt að gefa út banka-