Tíminn - 06.03.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1926, Blaðsíða 4
44 TIMINN lægra, hin árin er það talið jafn- hátt, eða hærra, svo vel má við það una, ef íslenska kjötið nær því áliti á breskum markaði að það seljist fyrir sama verð og Argentínukjöt. þó mikið tap verði á tilraun þeirri, sem gerð var með kjötsölu til Bretlands í haust sem leið, þegar söluverð frosna kjötsins er borið saman við saltkjötsverðið í Noregi, þá blahdast mér ekki hug- ur um, að líkurnar fyrir því, að hægt sé að vinna markað íyrir íslenskt kjöt í Bretlandi, séu svo miklar, að ekki komi til mála ann- að en halda tilraununum áfram. En þá þarf fyrst og fremst að útvega hentugri flutningatæki en nú virðist vera kostur á. Farm- gjaldið, sem greiða varð fyrir þessa tilraunasendingu var um kr. 7.40 fyrir skrokk, en eftir áliti sérfróðra manna ætti það ekki að vera nema kr. 3.00—3.50 fyrir skrokk, ef hentug skip eru notuð til flutninga. Sú stefna virðist meira og meira vera að riðja sér til rúms, að leggja beri hina mestu áherslu á, að auka ræktun landsins og minka framleiðslukostnaðinn. Og þar sem alt bendir til, að fram- leiðsla sauðfjárafurða verði enn um skeið arðmesta tekjugrein landbúnaðarins, þá væri það hin mesta skamsýni, ef ekki væri, jafnframt aukinni framleiðslu, kostað kapps um að leita nýrra markaða fyrir aðalframleiðsluvör- una, kjötið, jafnvel þó það kunni að kosta talsverð fjárútlát um nokkurra ára skeið. Reykjavík, 28. febrúar 1926. Jón Árnason. ----o---- Samband Sláturhúss -og kaupfélags í Vík í Vestur-Skatfafellssýslu. Grein með þessari fyrirsögn stóð í ísafold nýlega.. Höf. nefn- ir sig „Skaftfelling", líklega er það ekki eiginheiti hans, því að ekki er kunnugt að neinn hér beri þetta nafn nema bátsútgerðar- félag og báturinn okkar, sem eins og kunnugt er heitir „Skaftfell- ingur, en hann hefir nú öðru þarf- ara að sinna heldur en að „yrkja níð“ og kasta auri á heiðvirða menn, enda er hann til orðinn vegna drengilegra samtaka fram- sýnna manna eins og ýmsar aðr- ar framkvæmdir, sem hér hafa verið gjörðar undanfarin ár, og bætt hafa og bæta munu hag hér- aðsbúa meira en hægt er að gera sér grein fyrir. Höf. byrjar grein sína með harðyrtri skammarklausu um Jón Sigiírðsson frá Ystafelli. Eg ætla ekki að fara að bera blak af hon- um því hann er fullkomlega mað- ur til að svara fyrir sig sjálfur, ef honum þykir ómaksins vert oð yrðast við „Skaftfelling“ þenna, sem líklega hefir sviðið undan orðaskeytum „listamannsins“. sannast hér sem oftar að sann- leikanum verður hver sárreiðast- ur, en ekki er nú hugprýðin meiri en svo að í skugganum kýs hann sér hæli og kastar þaðan skamm- aryrðum sínum. Höf. er mjög gramur út af því, að kaupfélagið skuli eiga slátur- húsið í Vík og jafnframt út af hinni nánu samvinnu, sem er milli .sláturdeildarinnar og kaupfélags- ins. þetta er nú ekki svo undar- legt, þegar þess er gætt, að hann er án efa einn af þeim mönnum, sem ekki mega heyra né sjá neitt það, er samvinna eða samband getur heitið, án þess að ærast eins og naut við rauða dulu. Eg held það ætti fremur að þakka en lasta þær framkvæmdir, að bygt var hið myndarlega slát- urhús, einkum þegar þess er gætt, að Sláturfélag Suðurlands var tregt eða jafnvel ófáanlegt til að byggja hér hús til að slátra í, SMARA StlÍBRLÍKÍ ZECau-pfélagsstj ór ar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíkí Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smj örlíkisgerðin, Reykjavík. r'jýS.5SÍ&SP en allir sjá að ekki er mögulegt að slátra mörgu fé úti, eða í mjög litlum húsum, slíkum sem völ var á í Vík áður en slátur- húsið var bygt. Að vísu man eg eftir, að þeir kaupmenn Halldór Jónasson og I. P. T. Bride létu slátra undir beru lofti kindum þeim, sem þeir fóru að kaupa fyrst framan af. örðug mundi slátrunin þykja nú með þeim tækjum, og margir aurar af hverir kind mundu tapaðir ef slík aðferð hefði haldist til þessa. Að samvinna og samband slát- urdeildarinnar og kaupfélagsins sé „í óþökk meginþorra sláturfé- lagsmanna“, held eg að sé nokkuð freklaga að orði komist. Og tæp- lega mun „Skaftfellingur" verða viðurkendur „listamaður“ fyrir þá uppgötvun, og ekki munu þeir margir sláturfélagsmenn, sem sárt svíður undan kjaftshöggi því, er hann nefnir í grein sinni. Og það er víst, að ef kindurnar mættu llaníel og hrossin. Fullur vandlætingar skrifar hr. Daníel Daníelsson um kynbætur hrossa, í Morgunblaðið 25. iebr. s. 1. Viröist hann loga af áhuga fyrir andi. í öðru lagi hefir B. I. gengist fyrir að haldnar væru hrútasýn- ingar á haustin. Kosta þær B. í. álíka mikið og hrossasýningarnar á vorin. Virðist mér þetta vega á móti því að hallað sé á hrossin, því bændur eiga meiri höfuðstól 1 sauðfé en hrossum. mæla, þá mundu þær þakka fyrir | Þessu nauðsynjamáli, og er það réttina, sem bygð var í sumar og flestir Ijúka lofsorði á, sem séð hafa. Höf. segir, að mönnum hér hafi þótt sem „skörin færðist fullmikið upp í bekkinn, og það með skam- inu“, o. s. frv. Stjórn sláturfélags- ins eða aðrir, sem ráðið hafa, þurfa ekki að roðna, þótt einhver finni að því, að þingeyingur sé látinn fræða Skaftfellinga um fé- lags- og samvinnumál. Sannarlega þyrftum við Sunnlendingar að kynnast betur þingeysku menn- ingunni, og vel væri, ef við tækj- um hana til eftirbreytni. En meðal annars, ætli að skam- ið af skörinni eða eitthvac annað hafi hrokkið í minnisglufu „Skaftfellings“, eða hvað veldur, að hann segir, að fyrir 8 árum hafi verið farið að slátra fé í Vík ? Mig minnir að nokkuð lengra sé síðan. Eg ætla ekki að eltast við dylgjur og hnífilyrði þessa hu’.du- manns, heldur vil eg eindregið hvetja Skaftfellinga og aðra til þess að fylkja sér sem fasíast saman í einhuga samvinnu og sambandi; hér skortir svo tilfinn- anlega mörg þægindi, en margt má lagfæra með sameinuðrm kröftum, sem ekki er unt með öðru móti að framkvæma. Mikið er þegar aðgert, en margt er líka þörf að gera og verður án efa gert, ef samtaka verður ekki vant. það er samvinnan ein, sem getur lyft Grettistaki örðugleik- anna og framkvæmt margt og mikið til hagsbóta almenningi. „Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman“, segir skáldið víðsýna. Og þau orð eru „tímasannleikur", þ. e. sann- leikur, sem tíminn ekki getur máð. Skaftfellingar! höldum félags- skap vonim vakandi og vinnandi og höldum einhuga trygð við fé- lög þau, sem hér eru starfandi. Sýnum hver öðrum tiltrú í orði og verki, og leggjum stund á að læra ekki einungis hver af öðrum, heldur og af reynslu annara lands- hluta fyr og nú. Og þó að einhver ótímasál við og við hreyti ónotum til fyrirliða vorra á félagssviðinu, þá ætti slíkt ekki að hafa aðrar afleiðingar en þær, að þjappa fast- ar saman fylking félagsskapar- ins. Einar Sigurfinnsson. -----o---- Slys. 3. mars s. 1. hreptu bátar úr Sandgerði rok með stórsjó. þá tók tvo menn fyrir borð, sinn af hvorum bát og druknuðu báðir. Hétu þeir Óskar þorgilsson stýri- maður úr Hafnarfirði; kvæntur maður er lætur eftir sig konu og barn — og Bergþór Ámason, stýrimaður, átti hann heima á Akranesi. — Mótorbátur úr Hafn- arfirði misti tvo menn fyrir borð, en annar náðist. Sá, sem druknaði, hét Jóhann Bjömsson og var ætt- aður úr Norðurlandi. gott og dýrmætt, svo margir sem eru eaKi eiaínmr af þessum ástæðum. Afskitti Búnaðanel. ls- lands af hrossaræktinni kallar hann sKrípaleik, og telur að það hafi vanð litlu fé til þessa og óneppdega, svo undantekning megi þao heita, ef merki þessarar viöieitm sjáist á hrossunum. Síoar í greininni kemst hann aö þeirn niöurstöðu, að hrossin séu olnboga- böm hjá B. I. gagnvart hinum bú- fjártegundunum. þessi umsögn staíar annaðhvort af ókunnug- leika greinarhöíundar eða af mis- skilningi, því að hún er röng. Til umbóta hrossaræktinni valdi B. í. tvær leiðir. Fyrst og fremst að styrkja þær sveitir, er stofnuðu hrossaræktunarfél. með Vs a* verði kynbótahestsins, og fé þetta ítti ekki að endurgreiðast væri hesturinn notaður 5 ár eða lengur. Nú var sú festa í starfsemi félag- anna, að þau hafa aldrei þurft að endurgreiða styrk þennan, borgar því B. í. hvem einasta kynbóta- hest, er félögin lcaupa í samráði við það að V3- Hafa nú flest hrossafél. notað sér þetta oig sum með fieiri en einn hest. þegar félögin fengu reynslu með starfsemi sinni, fundu þau að þeim var nauðsynlegt, að eiga girðingar til að geyma kynbóta- hestana í að sumrir.u. B. I. skyldi vel þessa þörf þeirra og styrkti þau einnig til þessa, um alt að V3. girðingarverðsins. Síðasta Búnaðarþing vildi þó auka dálítið við hjálpina til hrossafél. og ákvað aC styrkja þau: 1. i/3. af verði kynbótahests. 2. i/4. af verði girðingar fyrir kynbótagripina, og 3. 1.50 kr. á ári, fyrir hverja hryssu, sem leidd er til kmbóta- hests. Nú er ekki djörf áætlun, að nota megi fullorðinn hest handa 50— 70 hryssum á vori. Læt eg svo hvem og einn um að finna út hve miklum hluta hestfóðurs styrkur þessi nemi, eftir staðháttum sveit- anna. Hin leiðin sem B. I. hefir farið, er að stofna til sýninga á hross- um, og kosta þær að y%. Hafa I. verðlaun stóðhesta vanal. verið 50 krónur, þar til s. 1. sumar, að þau voru hækkuð í 75 kr. Er það einnig stuðningur fyrir þá sem eiga ágæta hesta, því sýningarnar hafa verið annað hvert ár, en verða hér eftir þriðja hvert ár. Ennfremur geta þeir, sem haldið hafa stóðhesta sína lengi, fengið sýningu á afkvæmum þeirra, það ár sem héraðssýning verður í því héraði. þau verðlaun greiðir B. I. eitt. I. verðl. eru 300 kr. Af því greinarhöfundur telur hrossin olnbogabörn B. í. skal eg benda honum á, til samanburðar, að B. í. hefir styrkt sauðfjárrækt- ina þannig, að sauðfjárkynbótabú- in fá 200 kr. styrk hvert á ári gegn 100 kr. styrk frá hlutaðeig- andi héraði. Nú eru 4 slík bú starf- þao sem greinarhöí. segir um árangui' ai þessari viðleitni, er ómaKiegt vanþakkiæti til þeirra er brutu ísmn, bæðí þeim er bundust féiagsskap til að vmna að kynbót- unum og Si-gurði ráóanaut er stjórnaði þessu aí Búnaöarfél. háiíu irá þvi það vai- stofnað og franr til ársioka 1920. Allir sem þekkja til búíjárkynbóta, vita að þær kosta mikinn tíma, og því er ekki enn að búast við stórbreyt- ingum. þó má benda á þau áhrif úrvalsins, að skjótt hross eru að hverfa. Einnig þori eg að iuilyrða, bæði fyrir sögusögn merkra manna og samanburð við sveitirn- ar í kring, að miklar umbætur hafa orðið í sumum félögum, t. d. í Austur-Landeyjum og Hruna- mannahreppi og svo eg nefni ann- aö dæmi norðanlands, þá bar sýn- ingin á aíkvæmum kynbótahests- ins í Rípurhreppi það glögglega með sér, að þar var um mikla framför að ræða, borið við tím- ann, sem félagið hefir starfað. Greinarhöf. leggur til að komið só á fót kynbótabúi, sem ríkið eigi eða B. I. og vandað sé til þess sem mest. þykir mér það enginn galli á tillögu þessari þó að tillögumaðuriim rölti þarna á slóðina Skagfirðinga og, Húnvetn- inga, sem báðir hafa reynt þetta, en þó skilst mér aö þetta sé nokk- urt vandaverk, því að hvorugu þessara kynbótabúa varð langra lífdaga auðið, þó til þeirra væri vandað og tel eg það mikinn skaða. Mörgum mun fyrst verða litið á kostnaðarhlið þessa máls, því bæði er það, að mikið fé þarf til að stofna búið, ef gripirnir eiga að vera ágætir, og svo hljóta að líða nokkur ár áður en búið fái tekjur sem nokkru nemi, af sölu kynbótahrossa. Greinarhöfundur virðist reiðubúinn að semja kostn- aðaráætlun fyrir stórt og gott hrossakynbótabú, og nú bið eg hann þess, og vona að hann verði vel við þessari bæn minni, þó eg sé ekki í stjórn B. I. held- ur aðeins einn af leikurunum í „skrípaleiknum". þó eg sé greinarhöf. sammála um að nauðsyn sé að stofna og starfrækja fyrirmyndar hrossa- kynbótabú, tel jeg víst að það taki langan tíma, að rækta svo þennan stofn, að hann valdi nokkurum verulegum straumhvörfum í hrossarækt okkar íslendinga. Ekki er það mótbára móti slíku búi, heldur viðvörun, að búast ekki við of fljótum árangri af starfsemi þess, og víst gæti slíkri umbóta- viðleitni komið það illa, ef al- menningur legði sama mælikvarða á það, og greinarhöf. hefir lagt á starf hrossaræktarfl. Altaf er mjög varhugavert að rífa niður í hugsunarleysi það sem aðrir hafa bygt, og þetta er engin undantekning. Hrossaræktarfl. þurfa að lifa og starfa því þau eru sú almenna starfsemi í hrossa- Bændur! munið eftir að panta í tíina sláttuvjelina DEERING og vara- stykki í hana. Helgi Jónsson, btokkseyri. T H U L E-fótknettir eru og verða þeir bestu. Lægst verð. Sportvöruhús Reykjavikur (Einar Björnsson). Sími 1053. Box 384. kynbótunum, en þarna, eins og annarsstaðar, veltur mest á vinnu þeirra sem reka sjálían atvinnu- vegmn, og í öðru lagi eru það iirossaræktarfl. sem að sjálísögðu keyptu kynbótahesta þá, sem vænranlegt kynbótabú íramleiddi. Gremarhöf. finst illa farið að lélegu hryssurnar skuli eiga fol- öid, en þar er eg ekki sammála honum. Mér virðist heppilegt íyrir hrossaeigendur að haía þær hryssur með íolöldum sem hrossa- vinna og aðrar ástæður leifa, því flestir slátra nú lakari folöldum sínum á bú sín, og telja ódýran siáturpening. þá er B. í. ámælisvert í augum greinarhöf. fyrir það að fara altof troðna vegi en brjóta sér ekki nýja. Er von að hann taki hér skýrt til orða, þar sem hann hef- ir markað stefnu á svo mörgum stöðum hrossaræktar í bók sinni Hestar, þar sem hann segir fyrir um byggingu hesta, ganglag, fóðrun og úrval. því ekki vanta þar nýmælin. þó efast eg, og máske fleiri sem eru á eftir tím- anum, um gildi þeirra. Mér virðist því ekki rétt að horfa með van- þakklæti og lítilsvirðingu á það sem gert hefir verið, og flýta sér út af gömlu slóðinni, því eftir henni hafa frændur okkar Norð- menn haldið og orðið mikið ágengt. þeir halda enn við hrossa- ræktarfl. um alt landið, og telja þau ómissandi. þar hleypur ríkið líka undir bagga á þann hátt, að það kaupir ágætustu hestana, sem koma fram og lánar þá vægu verði til afnota. Tilgangurinn með þessu er sá að stuðla að því að bestu hestarnir geti eignast sem allra flest afkvæmi. þó eg unni hugmyndinni um hrossakynbótabú, tel eg þetta spor auðveldara og áhrifameira í náinni framtíð, og því beri að stíga það fyrst um kynbætur hrossa. Frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, er að sönnu ekki strangt, og tel eg það rétt, því að víða lifa hrossin eins og villidýr. Mundi það óframkvæmanlegt að breyta tilhöguninni úr tingvun í stranga rækt alt í einu. Frumvarpið segir líka að hert verði á kröfunum 1930, og þá vona eg að því verði bætt við að ríkið kaupi allra bestu stóðhestana, til þess að tryggja notkun þeirra í þarfir ræktunar- innar, og að því fengnu vonast eg að kynbótabúið komi. Um vanrækslu mína í að brína fyrir bændum nauðsyn þess að fara vel með hrossin læt eg ósvar- að, því að hvort sem eg ber það af mér eða ekki, vita bændur sem eg hefi talað við, hvað eg telji að liggi við, ef menn geti ekki sóma síns í viðbúðinni við þarf- asta og igöfugasta þjóninn, en svo vanmáttugur er eg í þessu, að full þörf er á að greinarhöf. bjargi við málinu, með orði sínu, hvað sem eftirdæminu líður. 3. mars 1926. _________________________Th. A. Ritstjóri Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.