Tíminn - 25.04.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.04.1926, Blaðsíða 4
78 TIMINW Prh. af 1. BÍðu söfnunarsjóði. Fjrrir lóninu er fullkomin ábyrgð Suður-pingeyj- arsýslu, samkvæmt yfirlýsingu sýslun., sem samþykt var á sýslu- fundi með 9:2 atkv. ásamt trygg- ingu í eigninni, og ábyrgð um 20 héraðsbúa, sem sýslan hefir að bakhjalli. Með þessu er það sýnt og sannað, að þingeyingar hafa með fjárframlögum og lántöku, sem þeir bera fulla ábyrgð á, lagt fram fyllilega 3/5 hluta af stofn- kostnaði skólans og þannig gert meira en að fullnægja skilyrðum Alþingis. — Um skipulag alþýðu- skólans, stjórn hans og eingar- að vanda val á þessum sendimönnum. Nú vill Ingþór gera sem mest úr því að eg hafi á fundinum á Mel- stað mjög verið á móti stjóminni i þessu máli. Eg tók það þar fram jafnframt því, sem eg taldi, að al- gerlega vantaði upplýsingar í málinu frá annari hliðinni, að ef eg hefði átt að velja mann til fararinnar, þá hefði valið ekki fallið á þennan marin. þó var með þessu þvl ekki haldið fram, að maður þessi gæti ekki verið i alla staði fær til farar- innar, heldur réð i þessari skoðun minni það, að annar maður, Garðar Gíslason, hefði verið manna mest og best búinn að kynna sé þetta ullartollsmál og sýna í því mikinn áhuga, sem þinginu var kunnugt um. þetta hefði eg sagt stjóminni og þetta sama tók eg fram í sameinuðu þingi. Og nú vill Ingþór líka gera þennan mann að sínum manni! Ann- ars er það hreinn hugarburður hjá Ingþóri, ef hann imyndar sér, að hann ófrægi mig í mínum flokk eða augum stjómarinnar, þó eg sé ekki á sama máli og hún. Slikt er algent i íhaldsflokknum. Og eg tel það fullkomið aðalsmerki á flokknum, að hver segir þar sinni stjóm það, sem honum þykir mið- ur fara um gerðir hennar. Með því einu skapast góð stjórn. Og þó það yrði til þess, að eitthvað dragi úr styrk hennar i svip, þá l'íggur þar ekki alt við, því eg tel, að stjóm eigi frekar að hafa til frægðar en langlifis, og góð stjórn kemur alt af upp aftur. Eg vil nú ekki taka grein höf. sem vitnisburð um það, að gagnstæð skoðun eigi sér stað i hans flokki í þessu efni, því eg hygg hann hafi ekki staðið svo framar- lega þar, að umboð hafi hann fengið til þess. Hvað snertir atkvæðagreiðsluna i sameinuðu þingi, þá nægir að segja eitt þar um: Ingþór Bjömsson getur engum íslending talið trú um það, að sú stjórn, sem nú situr hafi val- ið þennan mann til þessarar farar aí öðm en fullri sannfæringu um það, að hann væri i besta lagi fær ti’. starfans, þó einhverjir aðrir séu ann- arar skoðunar. Og af því hún gerir þetta á þessa lund, hefir hún ekk- ert brotið af hinum óskrifuðu lögum. Slys geta altaf komið fyrir hversu vel, sem til er vandað. Af þessu var dagskrártillagan sjálf- sögð; að hún var ekki borin fram af íhaldsflokknum og með henni greiddu atkvæði Framsóknarflokks- mennimir: Ásgeir Ásgeirsson, Ágúst Heglason, Halldór Stefánsson og Klemens Jónsson. Um áritun fundarstjóra á fundar- gerðina dettur mér ekki í hug að svara neinu. Greinarhöf. veit vel að hún er hárrétt. Eins vel veit hann hitt, að mikill meiri hluti fundar- manna var úr hans flokk eins og fundargerðin ber með sér. það er best að segja sögumar i Reykjavík eins og þær gerast og em réttastar. p. t Reykjavík 21. apríl 1926. pórarlnn Jónsson frá Hjaltabakka. ----O----- Nýtt blað er farið að koma út á Norðfirði, prentað á Seyðisfirði, og heitir „Jafnaðarmaðurinn". Ritstjóri Jón Guðmundsson kenn- ari. Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Cooperage V a 1 b y alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. Gaddavirinn „Samband" er sterkur og tiltölulega langódýrastur. Kaupíélöéin annast um pantanir. Hinir margeftirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Samband ísl. samvinnufélaga. Alt í græimm sjó, gamanleikurinn þjóðfrægi, sem stjórnarvöldin bönnuðu að leika hér 1913, er nú kominn út í bókarformi. Verð kr. 2,00 og burðargjald, sent hvert á land sem óskað er. Prentsmiðja Guðjóns Guðjónssonar. Pósthólf 726. Reykjavík. ráð á honum, er ákveðið í reglu- gerð hans, sem stjómarráðið hef- ir samþykt og staðfest. Nægii sennilega að vísa ráðh. til þess! En þjóðarfulltrúi eins og B. L. mun varla sjá ástæðu til að kynna sér skipul. þeirrar stofnunar, sem hann þó hefir ráðist á opinber- lega á Alþingi, enda skiftir það litlu máli. Líklega dettur engum öðrum þingm. annað 1 hug en að Suður-þingeyj arsýsla og stjóm skólans, svari til þessa söfnunar- sjóðsláns, á þann hátt, sem um hefir verið samið, og áhættulaust. En lánið á að greiðast að fullu á 20 árum. injjii j—■i nri—» ■—i í—~ ■* Albinéi. . 62. Frumv. til laga um heimild handa atvinnum.rh. til að veita sérleyfi til virkjunar Dynjandis- i ár og annara fallvatna í Arnar- firði o. fL: frá hjárhm. Nd. Sam- kvæmt því skal atvinnumálarh. heimilt að veita hlutafélögunum Dansk-íslandsk Anlægsselskab í Kaupmannahöfn og Islands Salt 6 kemiske Fabrikker í Reykjavík, sérleyfi til að virkja Dynjandisá, Svíná, Mjólkurámai* og Hofsá í Amarfirði. Gert er ráð fyrir að virkjaðar verði alt að 40 þús. hestorkur; að reisa orkuver í Arnarfirði; að leiða raforku frá orkuveri til önundarfjarðar; að reisa iðjuver í önundarfirði til málmbræðslu, leirbræðslu, salt- pétursvinslu eða til annarar iðju; að gera vegi eða önnur sam- göngutæki frá iðjuverum til sjáv- ar, og gera byggingar og skipa- lægi eftir því, sem nauðsyn kref- ur; að taka lögnámi land og rétt- indi yfir landi eða netlögum, geg.n fullu endurgjaldi, eftir því sem nauðsyn krefur til að koma þessu öllu í framkvæmd. — Sérleyfis- hafi skal hafa vamarþing á Is- landi, enda hafi hann hér bú- settan umboðsmann. Tveir fimtu hlutar stjómarmanna skul vera búsettir á Islandi. Ekki má fram- selja sérleyfi þetta nema með samþykki ráðherra. Sérleyfistími má vera alt að 60 árum. Sérleyfis- hafi skal vera undanþeginn eign- arskatti og tekjuskatti til ríkis- sjóðs, útsvari og hærra útflutn- ingsgjaldi en nú er, eða öðrum gjöldum, er á hann kunna að verða lögð. En gjalda í þess stað af fyrirtækinu 3 kr. árlega af hverri nýttri hestorku fyrstu 3 árin eft- ir að mannvirkjunum er lokið, en síðan 5 kr. árlega af hverri nýttri hestorku. — Sérleyfishafi skal hafa byrjað á mannvirkjunum innan 4 ára frá dagsetningu sér- leyfis, og hafa lokið þeim innan 7 ára frá sama tíma, þó er ráð- herra rétt að lengja fresti þessa. Að öðru leyti fer um réttindi og skyldur sérleyfishafa samkvæmt landslögum og sérleyfislögum. Skilji aðila á um hvort aðili skuli sæta úrlausn eftir þessum lögum eða landslögum, skal hæstiréttur einn dæma um það mál. — Nefnd- inni hefir borist frv. þetta frá formanni „Dansk-íslandsk Anlægs- selskab", hr. Karli Sæmundsen, ásamt langri greinargerð. 63. Frv. til laga um breyting á lögum frá 1919, um hæstarétt. Flm. Sig. Egg. Breytingar þær sem farið er fram á með frv. þessu eru eigi miklar og sumar þeirra aðeins orðabreytingar. Ætlast er til að 53. og 54. gr. nefndra laga verði feldar burt, og að hæstaréttardómari eigi heimtingu á að ágreiningsatkvæði hans verði birt í dómasafni rétt- arins. En aðalatriði þessa frv. er að fella úr gildi lögin frá 1924, sem ákváðu að fækka dómurum í hæstarétti niður í þrjá. Eins og kunnugt er, þá flutti Jón Magn- ússon þá breytingu á þinginu 1924, og verður nú fróðlegt að sjá hvemig stjórain og flokkur hennar snýst við þessu frv. 64. þingsól.till. um kanp á jörfi- inni Hlíðarenda í Fljótshlíð. Flm. Kl. J.: Alþingi ályktar að gefa ríkisstj. heimild til þess að kaupa jörðina Hlíðarenda í Fljótshlíð fyrir 12—14000 kr. 65. Frv. til laga um iðnaðaraám. Flm. J. Bald. þetta er langur bálkur. Núgildandi lög um þetta efni eru 33 ára gömul og að ýmsu leyti úrelt orðin. í þessu frumv. eru ýmsar nýjungar og ganga margar þeirra í þá átt að tryggja rétt iðnnema gagnvart meistar- anum. það er fram borið að til- hlutun stjórnmálafél. hér í bæn- um og hafa tveir stúdentar að mestu eða öllu unnið að samningu þess. Annar þeirra er jafnframt iðnaðarmaður. ----o--- Frá íiílöndum. Mussolini er nýkominn heim aftur úr Afríkuför sinni, og er talið að honum hafi verið fagnað eins og sigurvegara. Múgurinn heimtaði að hann héldi ræðu. Varð hann við því og sagði m. a.: Fascistar munu framvegis ekki nota orðin ein, heldur hefjast handa til athafna. Ætlun hans ei sú, að efla verði Italíu út á við; segist hann vænta að lifa þann dag, að Miðjarðarhafið verði kall- að haf hins rómverska ríkis. Frakkar og Bretar undrast mjög ofsa hans og stóryrði. Franski flotamálaforinginn hefir svarað honum því, að Miðjarðarhafið sé ekki og verði ekki haf neins ein- staks stórveldis. — Kolanámumálin í Bretlandi eru enn efst á baugi; eftir frest- inn, sem fenginn var í fyrra. Mjög er óvíst um málalyktir, er mikill viðbúnaður á báðar hliðar, meðal kolamámueigenda annars- vegar og námaverkamanna hins- vegar. Á kolamálafundinum var Mond aðalhvatamaður þess, að allar kolaframleiðsluþjóðir tak- marki framleiðslu á kolum og komi sér saman um verðlag, og er samningatilraun talin byrjuð. Alþjóðafundur námamanna hefiv hinsvegar samþykt að hefta alla kolaflutninga til Bretlands, ef til vinnuteppu komi þar út af þess um málum. Kolamálsfundinum er slitið, án þess samningar hafi tekist, herma síðustu skeyti. — Franska blaðið Matin sting- ur upp á því, að bandamanna- þjóðirnar afhendi Ítalíu og þýska- landi nýlendur þær, sem teknar voru af þeim í ófriðarlokin, til þess að fyrirbyggja tilefni til ófriðar í framtíðinni. — Frankinn heldur áfram að falla þrátt fyrir samþykt skattalaganna og stói samskot og gjafir til gengissjóðs- ins, sem átti að styðja að hækkun frankans. — 1 Marokko eru litlar samn- ingahorfur. Frakkar gruna Abd- el-Krim um undirferli og krefj- ast samningsloka, en hann kvað hafa neitað bráðabyrgðakröfum þeirra. -----o---- Sambúð íhaldsmanna. þegar B. L. var búinn að misbjóða sjálf- um sér og þolinmæði annara þing- manna með, vaðli sínum um al- þýðuskóla þingeyinga, var hann sjálfur svo úthverfur í skapsmun- um, að hann varpaði í fundarlok fram brigslyrðum um að atkvæða- greiðslan við 3. umr. fjárl. í N. d. væri sú dónalegasta, sem fram hefði farið í deildinni. Einn af hinum öflugri flokksbræðrum hans, sem venjulega þurfa að siða Líndal og halda honum í skefjum, svaraði því, að hart væri, að B. L. kynni ekki sjálfur að blygðast sín fyrir að vaða upp á mót- stöðumenn sína með ástæðulaus- um síkömmum og spilla þannig fyrir málum. Freyr skifti um eigendur við síðustu áramót. Útgefendur hans eru nú Sigurður Sigurðsson bún- aðarmálastjóri og Jón H. þor- bergsson bóndi á Bessastöðum. Freyr er nú 22 ára gamall og hef- ir ávalt verið mjög vinsæll meðal bænda. þróunarsögu íslenska landbúnaðarins á þessu 22 ára tímabili má að miklu leyti lesa í árgöngum Freys, hann hefir jafn- an fjallað óskiftur um landbún- aðarmálin og hag og heill bænda- stéttarinnar. Hinir nýju útgefend- ur fara vel á stað og í þeim 4 blöðum, sem út eru komin af Frey á þessu ári, eru ýmsar gagnlegar og fræðandi greinir, ritaðar af áhuga. Útg. segjast ætla að ráða sér fasta fréttarit- ara í hverri sýslu landsins, til þess að flytja sem gleggst yfir- lit um ástand landbúnaðarins á hverjum tíma. Hér skal getið helstu ritgerða í þeim 4 blöðum, sem út eru komin af þessum árg.: Sig. Sig.: Um íslenskan búnað. H.f. Jón Sigmundsson & Co. Millur og alt til upphluts sér- iega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiSnr. Sími 383. — Laugaveg 8. Sjó- og bruna vátrygglngar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku félagi. ERNEMAN - myndavélar eru nú aftur fyrirliggjandi í lands- ins fjölbreyttasta úrvali. Margar nýj- ungar. Verð frá kr. 20,00 (þar inni- falin efni og áhöld ti! myndagerða). Filmur, pappír, plötur og áhöld fjölbreytt og ódýrt. — þess utan all- flestar sport- og íþróttavörur, byss- ur, riflar og skotfæri. Pantanir afgreiddar gegn póstkröfu. Sportvöruhús Reykjavíkur (Einar Björnsson) Bankastræti 11. Reykjavík. Innilegt hjartans þakklæti vil eg hér með votta öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa rétt mér hjálparhönd, bæði með fé- gjöfum og annari drengilegri hjálp, í veikindum mínum síð- astliðið haust og vetur. Bið eg algóðan guð að launa ykkur öllum, kæru velgjörðamenn, af ríkdómi náðar sinnar. Iðunnarstöðum, 4. apríl. Árni Magnússon. Jón H. þorb.: Hreppabúnaðarfé- lög. Sig. Sig.: Ræktunarsjóður- inn (yfirlit og útlánsreglur). Sig. Sig. og Daníel Jónsson: Sæþör- ungar sem fóður. Páll Zóph.: Ferðasmælki. Pálmi Einarsson: Til minnis við gröft framræslu- skurða. Sig. Sig.: Sigurður Sig- urðsson ráðunautur (æfiminning). Sig. Sig.: Suðurlandsundirlendi (útdr. úr fyrirlestri). J. H. þorb.: Félagið „Landnám“. Kl. Kr. Kristj.: Grasfrætegundir og sáð- tún. — Um áburð, jarðræktar- lög, styrk fyrir áburðarhús, tún- yrkju og garðrækt og búreikninga. alt eftir Sig. Sig. Auk þess ýmsav smágreinir og molar. „Freyr“ er eina búnaðarmála- blaðið, sem út kemur hér á landi. Afgreiðsla á skrifstofu Búnaðar- felags Islands. Árgangurinn kost- ar 5 kr. Nýir kaupendur fá 5 síð- ustu árgangana fyrir 10 kr. Kaupið „Frey“. -----o---- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.