Tíminn - 15.05.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.05.1926, Blaðsíða 2
90 TlMINN snnnn SHiQRLiKI ZESIa.'u.pféla.gsstj órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíki Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smj örlíkisgerðin, Reykjavík. T. W. Bucli (Iiitasmiðja Buchs) Tietg'ensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matariitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf- vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITARVðRUR: Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. þomar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á. íslandi. Afgreidslan í dómsmáladeildinni. þann 28. júlí 1923 féll í landa- þrætumáli á milli jarðanna Bakka og Undirfells í Vatnsdal landa- merkjadómur.Hvar jörðinni Bakka er ídæmt úr þrætulandinu Bakka- ey 40 slægjuhestar af lögbandi og kúabeit fyrir þær kýr sem haldnar eru á jörðinni eða hey- feng þaðan gegn 20 álna árlegu eftirgjaldi til ábúahda eða um- ráðamanns Undirfells. Málinu var ekki áfrýjað, vegna þess að íyrir- sjáanlegt var, að útaf téðum dómi stafaði áframhaldandi þras og deilur í framtíðinni, einkum vegna hinnar skiíorðsbundnu kúabeit- ar í landinu. Réði eg af að rita umboðsmanni Undirfells, herra hreppstjóra Birni Sigfússyni á Komsá, dags. 20. jan. 1924, hvort haxm, í samráði við Stjórnarráð íslands, vildi ekki ganga inn á, að hin ídæmdu ítök væru metin úr Bakkaey, og þar sett ákveðin merki í eitt skifti fyrir öll. þann 26. sama mán. afgreiddi hrepp- stjórinn mál þetta til sýslumanns Húnavatnssýslu áleiðis til ráða- neytisins. þar tekur hann fram: „Eg leyfi mér að mæla ein- dregið með því, að þessi leið verði farin, og ef þér, herra sýslumað- ur, fallist á það, þá látið þér einn- ig í té umsögn yðar, um leið og þér sendið málið áfram til ráða- neytisins, sem beiðandinn óskar að verði sem fyrst“. Sýslumaður Húnavatnssýslu hefir skýrt mér frá, að hann hafi fyrst og fremst fallist á tillögur umboðsmaxms, og í öðru lagi, að hann með 1. ferð hafði afgreitt málið til ráðaneytisins. — Nú leið og beið, en ekki kom svar. Eg spurði sýslumann margsixmis hvort svarið væri ekki komið, en svar hans var altaf það sama, að það væri ekki komið. Loks þann 23. nóv. síðastl. þoldi eg ekki lengur mátið og reit sýslumanni og tilfærði, að þar sem nú væri komið hátt á annað ár síðan eg hreyfði þeirri málaleitun að téð ítök vætru metin úr Bakkaey, hlyti eg að krefjast svars tafar- laust. Loksins eftir rúm 2 ár komu plöggin endursend ásamt því svari ráðuneytisins, að jörðin Undirfell væri seld og málið því ráðuneyt- ihu óviðkomandi. jurlakvnbæturao frærækt. í orðinu „jurtakynbætur" felst sú hugsun, að bæta kyn jurtanna — gera þær betri — og það er því sama hugtakið, sem felst í orðinu „kynbætur" yfirleitt, en með því er vanalega átt við kynbætur á dýrum. Kynbætur eru því í því fólgnar, að bæta þá einstaklinga, sem um er að ræða, og byggjast á því, að þeir eru misjafnir. það er alkunna að búfé okkar er misjafnt. Ein kýrin mjólkar meira en önnur, ein ærin gefur dilka með þyngri skrokka en önnur, eitt hross- ið er betra en annað og það þrátt fyrir það, þó fóðrun og öll önnur ytri lífsskilyrði séu eins. M. ö. o.: dýraeinstaklingarnir hafa misjafna eiginleika — eru misjafnir að gæðum. Eins er þessu varið með jurtimar. Eitt grasstrá gefur meiri uppskeru en annað, ein kartafla og eitt rófufræ meira en aðrir einstaklingar sömu tegundar o. s. frv. þetta veit eg að öllum verður ljóst þegar þeir hugsa um það, að plöntumar eru ein- staklingar alveg á sama hátt og dýrin, og sömu lögmálum háð. Hitt er annað mál, að það þarf sérstaka nákvæmni og aðferðir til þess að meta þennan einstaklings- mismun hjá jurtunum, því þær eru svo smáar í samanburði við dýrin. það geta sjálfsagt ekki verið skift- ar skoðanir um það, né neinum dul- ist, að það er betra að eiga gott búfé en slæmt, betra að eiga kýr með eiginleika til þess að mjólka 3000 þar með átti hnúturiim að vei'a leystur. Hverja skoðun ráðuneytið hefir haft á þessu máli læt eg ósagt, en um það er eg fullviss, að skylda þess var að svara, og það sem fyrst, fyrir utan ókurteisina bæði á því að ganga algjörlega á snið við tillögur umboðsvaldsins og að síðustu að draga á þriðja ár að svara, og þar af leiðandi reisa skorður við því að hægt yrði að koma á fundi þann tíma. Hinsveg- ar er lítt hugsandi að sjálfum for- sætisráðherranum hafi ekki ver- ið ljós þau fyrirmæli landamerkja- laganna frá 1919, að þar sem á- greiningur var, átti að laga hann þegar að viðlögðum sektum, og að hér var ágreiningur sem á ein- faldan hátt mátti laga, sem báð- ir aðilar mættu vel við una, engu síður þótt jörðin Undirfell yrði seld. Eins og áður er tekið fram, telur ráðuneytið í svari sínu til sýslumanns Húnavatnssýslu jörð- ina Undirfell sér óviðkomandi því hún sé seld. Afsalsbréfið fyrir nefndx-i jörð er gefið út af ráðuneytinu 3. nóv- ember f. á., en tekið fram að jörð- in sé seld frá far dögum 1926. Fram að þeim tíma, fardögum, lýtur maður svo á að nefnd jörð komi því opinbera við; og senni- lega hefir girðingafélagi vestur- síðu Áshrepps fundist það einn- ig, samkvæmt eftirfvlgjandi reikningi: Ási 28. nóvember 1925. Reikningur til umboðsmanns Undirfells og Snæringsstaða frá girðingafélagi vestursíðu Ásahrepps: Gjald af 86 álagseiningum í jöi’ðu............... kr. 195,46 Krónur 195,46 Borgist til Jóns Hannessonar á Undirfelli fyrir 31. des. þ. á. Guðmundur Ólafsson. Hvernig fer nú í’áðuneytið að samrýma það, að jörðin Undirfell sé því óviðkomandi, ef það svo greiðir vegna Undirfells af hinni ofanrituðu reikningsfjárhæð, sem á að vera fallin í gjalddaga 31. des. 1925? þetta í sjálfu sér er ekkert stórmál, en hvernig geng- ið hefir að fá það afgreitt, og hvernig það var afgreitt, bendir fyrst á það, að eitthvað fleira Iítra á ári en aðra með 1000 lítra, betra að eiga ær, sem geíur dilk með 40 pd. skrokk en aðrar, sem geía dilk með 20 pd. skrokk o. s. frv. Eins er þessu varið með plöntum- ar. það er ekki sama hvort við ræktum einstaklinga af grasi, kar- töflum, rófum eða hvað það nú er, sem gefa mikla uppskeru eða aðra, sem, ef til vill.'gefa helmingi minna. Og enda þótt einstaklingurinn hér sé smár og það muni iítið um hann, þá verðum við þó að muna eftir mál- tækinu: „Margt smátt gerir eitt stórt”. Einstaklingsmunurinn getur orðið tilfinnanlegur þegar t. d. um heila dagsláttu er að ræða. Eg þykist þess fullviss að margir hafi veitt þessum einstakiingsmis- mun’) eftirtekt hjá rófum og kar- töflum. En til þess að sannfæra sig um, að hið sama á sér stað með grösin, getur hver og einn, sem hefir auga og áhuga fyrir þessum hlutum, safnað að sér mörgum ein- staklingum af sömu plöntutegund og gróðursett á sama stað, undir sem líkustum ytri lífsskilyrðum og athug- að þá. það mun þá fljótt koma í ljós, að plöntueinstaklingamir eru ekki allir eins. Ein plantan hefir marga stöngla, önnur mörg blöð; ein er há, önnur lág; ein blómstrar snemma, önnur seint, ein ber þroskuð fræ, önnur ekki og þannig mætti lengi *) Einstaklingsmismunurinn getur líka stafað af misjöfnum ytri lífs- skilyrðum s. s. áburði, jarðvegi o. fl, en meira um það síðar. kunni að vera athugavert á þeim stað, og i öðru lagi bregður það skýru Ijósi yfir, að ekki eru allar misfellur í núverandi stjórnarfari teknar upp í „Nýja sáttmála“. Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, 3. mars 1926. J>orst. Konráðsson. ----Q----- Séra Pétur Jónsson á Kálfa- fellsstað andaðist á heimili sínu 28. f. m. 76 ára gamall. Hafði hann verið prestur í 45 ár. telja. Alt þetta og margt fleira felst í því, þegar sagt er að plöntumar séu misgóðar, og munurinn milli bestu og. verstu einstaklinganna get- ur verið mjög mikill. Á jurtakynbótastöðinni, sem eg dvaldi á í Danmörku i sumar, kom það þannig í ljós, að bestu plöntuein- staklingarnir voru 3—4 sinnum, já, jafnvel mörgum sinnum betri en þeir verstu. M. ö. o.; af dagsláttu, sem væri vaxin bestu plöntunum fengist 3—4 sinnum meiri uppskera en af annari þar sem aðeins yxu þær verstu. það má segja að uppskerumagnið sé meðaltal af uppskeru allra plöntu- einstaklinganna, bæði góðum og slæmum. pað er því auðsætt, að væri öllum verstu einstaklingum kast- að burt, og í þeirra stað ræktaðir aðrir, sem væru líkir þeim bestu, þá myndi þetta meðaltal aukast, m. ö. o.: uppskeran. það er því takmark allra kynbóta að velja úr bestu einstaklingana, fjölga þeim og nota, en ekki beint að taka einstaklinginn sjálfan. Eg vil því næst snúa mér að þvi hvers þarf að gæta þegar um jurta- kynbætur er að ræða, hvemig þær eru framkvæmdar í nokkrum aðal-drátt- um og að lokum hversvegna þær eru svo nauðsynlegar okkur íslendingum. þegar dæma skal um gæði plöntu- einstaklinga eða afbrigða, er það fleira, sem kemur til greina, en upp- skerumagniö, alveg eins og gæði kýr- innar eru ekki aðeins komin undír mjólkurmagninu heldur einnig smjör- magninu (fitu-%) o. fl. Víðvarpsmálið. Eins og getið hefir verið um áð- ur hér í blaðinu er mikil óánægja ríkjandi hér í bænum meðal víð- varpsnotenda þær tillögur, sem fram hafa verið bornar frá þeirra hlið, til samkomulags við h. f. Útvarp, hafa engan árangur borið. Stjórn h. f. Útvarp tók því líklega um tíma að útvarpsstöðin gæti smátt og smátt orðið eign allra víðvarpsnotenda og einkasalan á víðtækjunum á valdi allra not- enda. En það hefir reynst tómur fyrirsláttur. Sýnist h. f. stjómin þegar um samanburð á kartöflum eða um kartöflukynbætur er að ræða, þarf auk uppskerumagnsins t. d. að taka tillit til bráðþroska, þvi eftir því, sem þær þroskast fyr, stafar þeim minni hætta af næturfrostum seinni hluta sumars. purefnismagn er best að sé sem mest, því eftir þvi fer nær- ingargildið. Mótsttiðuafl móti frosti og sjúkdómum þarf að vera mikið. Stærðin þarf að vera góð, því það er seinlegra að taka upp smáar en stór- ar kartöflur. Bragðið þarf að vera gott o. s. frv. Eftir þessum atriðum og mörgum fleirum á að dæma kartöfl- urnar og velja þær af þeim — þau kyn — sem eiga best við okkar nátt- úru og önnur skilyrði. En þetta þarf að gerast af sérfróðum mönnum, sem er það Ijóst, hvert stefna skal. þegar svcr samanburður hinna einstöku af- brigða er fenginn eða kynbætur gerð- ar, er það nauðsynlegt að fjölga ein- staklingum bestu afbrigðanna eða kynjanna, til þess að bændur geti fengið útsæði af þeim. því hvaða gagn er að því, eins og nú á sér stað, að segja bændum hvaða af- brigði reynast best þegar þau svo eru ófáanleg. Tilraunirnar eru gerðar fyrir bændur og til þess að þeir færi sér árangur þeirra í nyt. þess vegna verður hið opinbera að sjá um að þeir geti fengið útsæði af þeim af- brigðum, sem best reynast. Hvað rófnr snertir þarf að taka tillit til þess sama, sem sagt er um kartöflur, en auk þess er trénunin hér veigamikið atriði, því sum af- brigði eru óhæf til ræktunar hér vegna þess hvað þau tréna. ætla að nota sér þau réttindi, sexn fél. er veitt með „Reglugerð um rekstur h. f. Útvarp“. Skal nú skýrt frá helstu atriðum reglu- geröarinnar almenningi til fróð- leiks og athugunar. „Enginn ma seija móttökutæki íyrir útvai’p og loítskeyti eöa setja upp og nota, nema meö leyíi landsímastjóra. peii- sem söluleyfi fá á viðtöku- tækjum eru skyldir tii að greiða sérleyiishaía 85 króna gjald af hverju viötökutæki, sem þeii’ seija. paö þýöir, að hver einstakl- ingui’, sem kaupii' sér viðtöku- tæki veröur að greiða Útvarpsfó- laginu 85 kr. stolngjald. Ef mexm smíöa sjálfir eða setja saman við- tökutæki verða þeir að greiða sér- leyiishafa (Útvaxpsfél.) ákveðið gjald af hverjum áhaldahlut. — Bannaö er að selja eöa nota önnur tæki en þau, sem bera merki: H/F. ÚTVARP. STOFNGJALD GREl'rr. — þeir sem áður hafa selt viötökutæki verða að viðlögð- um drengskap að gefa upp nöfn þeirra, sem keypt hafa af þeim tækin. Útvaxpsfél. er heimilt að krefja sérhvern þann er hefir viðtöku- tæki og samband við útvarpsstöð- ina, um. 50 kr. afnotagjald sam- tals á ári, og á það að greiðast fyrirfram. Kaffihús og kvik- myndahús greiða einnig aukagjald eftir samningi við sérleyfishafa. Útvaipa skal að minsta kosti ll/% klukkustund á dag að meðaltali, alt að Yz stund árdegis og tvær Y2 st. síðdegis, fræðandi og skemtandi efni. Ólöglegur inn- flutningm- á viðtökutækjum eða hlutum af þeim vai'ðar sektum frá 25—1000 krónum, og skal auk þess greiða stofngjald af hinum ólöglega innfl. tækjum, auk margs annars er varðar svipuð- um sektum. Samgöngumálaráðuneytið úr- skurðar, að svo miklu leyti, sem ekki er öðruvísi ákveðið, til fulln- aðar ágreinings, sem rísa kann út af skilningi á reglugerð þessaii eða sérleyfi því, sem hún er bygð á, og má ekki bera þann ágrein- ing undir dómstólana. Afnotagjalds má krefjast frá 1. apríl þ. ár“. þetta síðasttalda atriði reglu- gerðarinnar um að undanskilja ágreining og málaferli er rísa kunna út af reglugerðinni eða sér- leyfi hlutafél., meðferð dómstól- Um grasplöutur, er sama að segja og um rófur og kartöflur. Einkum er okkur íslendingum nauðsynlegt að mynda bráðþroska kyn, sem geta borið hér fræ, í sem flestum sumrum eða öllum. þau þurfa ennfremur að vera nokkumveginn blaðrik, því blöðin eru það besta af plöntunni. þau þurfa að breiða sig og gefa mikla há. þau þurfa að hafa stinna stöngla svo þau leggist ekki í legu, hafa „frisk“-gxænan lit en ekki ljós- ann (fölann) o. s. frv. það er því margt, sem kemur til greina, þegar um jurtakynbætur er að ræða; margt, sem bæði þarf þekkingu og nákvæmni til þess að geta fram- kvæmt á réttan hátt, og sem aðeins er meðfæri sérfróðra manna. Um tilhögun kynbótanna eða kyn- bótaaðferðimar skal ég vera stuttorð- ur, því það er svo mikið efni og erf- itt, að tala um það öðruvísi en frá vísindalegu sjónarmiði. Eg vil því hér láta nægja að minnast lítillega á graskynbætur. Vanalega er byrjaö á því að safna- að sér mörgum einstaklingum af þeirri plöntutegund, sem á að kyn- bæta. þeir eru teknir upp með rótum, hingað og þangað, og gróðursettir á sama stað undir sem líkustum ytri lífsskilyrðum, samskonar jarðvegi o. s. frv. og þar athugaðir í nokkur ár. Eins og áður hefir verið bent &, mun þá fljótlega koma í ljós, að þeir eru misjafnir. Sumir þeirra eru óhæfir til ræktunar, en aðrir hafa hina eftir- æsktu kosti i svo ríkulegum mæli, að þeir geta myndað grundvöll undir ræktuninni framvegis. Oft eru þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.