Tíminn - 15.05.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.05.1926, Blaðsíða 4
TÍMINN 92 Frh. aí 1. rfðu flutt og var henni best tekið af því sem hann söng það kvöld. Á söngskránni 13. þ. m. voru m. a. tveir söngvar úr „Lohen- grin“. þá heyrðist glöggt að söngvarinn hafði lagt mikið á sig, enda virtist svo sem undirspilið létti ekki nægilega fyrir. En þrátt fyrir það tóku Reykvíkingar söngvaranum ágætlega, einnig þetta skifti; og allt það sem höf- uðstaðurinn á af bestu þekking um sönglist klappaði lof í lófa. þeim sem kynntust þannig list þessa nafnkunna söngvara mun hafa fundist hinar fyrstu viðtök- ur hér miður réttlátar. En á hinn bóginn hafa Reykvíkingar síðar reynt að bæta úr því. — Eg endurtek mína eigin ósk um að landar vorir fái að heyra þennan ágæta listasöngvara í öðrum gæfi leyfi til að höfða mál gegn handritum þingskrifara. Og ef að deildin samþykti till. J. p., þá væri um leið staðfest að handrit skrifar- anna ættu að gilda óhögguð en ekki þingmanna sjálfra. En þá yrði að ná ræðunum betur með hraðritun. Kvaðst ræðumaður hafa heyrt Tr. J). geta þess við fyrri umræðu að hann bæri þetta ekki fram, sem aðdróttanir til fjármrh. heldur hefði hann verið að óska skýringa. — Tr. p. staðfesti það enn eins og öll hin fyrri ummæli sin og tilboðið um að endurtaka þau utanþings. J. p. kvaðst ekki hafa -heýrt öðru lýst en að í spuming- um Tr. p. hefði verið meiðandi að- dróttun til sin. En ef að nokkur till. yrði borin upp um þetta, þá krafð- ist hann þess að það væri sín tillaga. Annars gæti hann unnið það til frið- ar að láta málið niður falla af sinni hálfu. — þessum hnippingum lauk svo með því, að forseti B. Sv. úr- skurðaði, að till. kæmu ekki til at- kvæða. Enda hafði hann sem eðli- legt er mest áhrif á úrslitin, þar sem hann á að gæta réttar í deildinni og leggja dóm á það og gæta þess að þingmenn fari ekki í ræðum sínum lengra en takmörk le.yfa. — Mbl. hefir skýrt hlutdrægt og rangt frá þessum deilum, eins og sést á því að það minnist ekki á álit og úr- skurð forseta. ----— Landijðrið. Eins og annarstaðar er tekið fram hér í blaðinu, eru komnir fram 5 listar við landkjörið. Efstur á lista Framsóknarmanna er Magnús Kristjánsson forstjóri. þykir hlýða að geta þess, hve tryggilega miðstjórn flokksins hefir gengið frá tilbúningi listans. Tveir af hinum, listi Bríetar og Sig. Eggerz eru ekki flokks-list- ar, heldur fyrir þær persónur. Bríet og Eggerz langar til að vera á þingi og hafa með nokkrum dugnaði klambrað saman lista, útvegað meðmæli og vonast eft- ir að geta flotið á hepni og til- viljun. Jón Baldvinsson og Jón þorl. munu vera tilnefndir af fá- mennri klíku í verkamanna- og Mbl.-flokkunum. En Framsóknar- listinn er búinn til af kjósendum flokksins, eftir því sem til varð náð. Um miðjan vetur sendi mið- stjórn Framsóknar eyðublöð til prófkosninga til flokksmanna víðs- vegar um land, og bað þá að gefa samherjum, er þeir næjðu til, tækifæri að kjósa, og senda síðan miðana útfylta til ritstjóra Tímans. Á þennan hátt voru Framsóknarmenn, sem til náðist, spurðir um land alt. Til ritstjóra Tímans komu aftur rúmlega 1600 seðlar, og á meir en 1300 af þeim var Magnús Kristjánsson, og á langsamlega flestum efsti maður. Næst honum fékk sem efsti maður atkvæði Jón Jónsson bóndi í Stóradal. Fyrir utan Húnavatns- sýslu, þar sem hann hefir lengi verið einn hinn áhrifamesti fram- x' f helstu hafnarbæjjum Islands. Land vort á skilið að heyra hann og sjá sem víðast. Hann mun flestum öðrum gestum fremur geta sýnt hvert hyldjúp hefir, að engum makleikum, verið staðfest milli vor og annara í framkvæm- andi list. Eg minnist þess ekki, að eg hafi við önnui tækifæri fundið sárar til þess, hve miklu yfir- drepsskapur og lítilmennska ýmsra skjalara og rógbera meðal ritfinnanna í Vík og Höfn hafa valdið um lánleysi hinna andlegu viðskifta vorra við Dani. þau hefðu vissulega getað auðgað og hafið ýmsar listir heima hjá oss, fyrir meðalgöngu mikilmenna í vísindum og list frá stórborginni við Sundið. Einar Benediktsson. faramaður, er hann kunnur sam- vinnumönnum víða um land fyrir þátttöku og áhrif í stjórn Sam- bandsins. Á vesturlandi hafði Kristinn Guðlaugsson geysimikið fylgi og nokkuð í öðrum lands- hlutum, enda hefir hann lengi staðið framarlega í flokki Fram- sóknarmanna. Síra þorst. Briem er ættaður úr Skagafirði, og son- ur hins vinsælasta héraðshöfð- ingja, sem þar hefir lengi verið. þá hefir hann verið prestur í Eyjafirði, á Suðurlandi og nú í Borgarfirði, og hvarvetna unnið sér óvenjulegar vinsældir og traust, enda sást það á kjörfylgi hans. Af Austfirðingum búsett- um á Austurlandi hafði Páll Her- mannsson bóndi á Eiðum mest fylgi. Hann er gervileikamaður mikill, enda‘ kominn af einum frægasta gáfumanni Austanlands, Hermanni í Firði. Páll er mikill maður vexti, karlmannlegur, gáf- aður og vel mentur. Á Austur- landi er hann kunnur alstaðar, vegna hæfileika sinna, en hefir enn sem komið er lítið beitt sér opinberlega nema heima í héraði. Neðstur er Tr. þórhallsson rit- stjóri. þótti vel fara á að ritstjóri annars bændablaðsins og formað- ur Búnaðarfélagsins ræki lestina á listanum. Framsóknarmenn um alt land hafa því skipað listann, og með langsamlega yfirgnæfandi meiri hluta valið Magnús Kristjánsson til að vera í fararbroddi. Munu þess engin dæmi við nokkra prófkosningu áður á íslandi, að nokkur annar maður hafi haft jafnmikið fylgi. Ber margt til þess. Magnús er reyndur þingmaður og þar kunnur sem einn hinn sterkasti athafna- og framfaramaður. Hann er einn af feðrum Akureyrar og hefir lagt hinn fjárhagslega grundvöll undir velgengni þess bæjar. Við síðustu kosningar lögðu afturhaldsmenn á íslandi, og erlendar verslanir mest kapp á að fella hann frá þingsetu. þeir vissu að hann er einn hinn viljasterkasti, þolmesti og drengskaparmesti maður, sem fengist hefir við stjómmál hér á landi síðasta aldarfjórðung. Kjör- fylgi hans sýnir að enn dást menn að karlmannskjark og drenglyndi. J. J. ----o---- Heilsuhæli Norðurlands. Einar Jóhannsson múrarameistari og Jón Guðmundsson timburmeistari, báðir á Akureyri, hafa tekið að sér byggingu hælisins fyrir 234. 500 kr., og eiga að skila því full- gerðu í okt. 1927. Tilboð þeirra var 20 þús. kr. lægra en hið lægsta af öðrum þremur er fram komu. Gluggar, hurðir og leiðslur er fráskilið þessu tilboði. Nefndarkosning. Tillaga Á. Á. og Jak. M. í samein. þingi um skipun 6 manna nefndar til undir- búnings þingvallahátíðar 1930 var samþykt og hlutu þessir þing- menn kosningu: Ásgeir Ásgeir,&- son, Jónas Jónsson, Sigurður Egg- erz, Jóhannes Jóhannesson, Magn- ús Jónsson og ólafur Thórs. H.f. Jón SigmundaMÐ & Co MiLIur og alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfholkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiöur. Sími, 38S. — Laugaveg 8. Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasmindeu frá því 1896 — þ. e. i 30 ár — hafa nú verið þaktir í Danmöi'ku og ^slandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. P! Fæst alstaðar á Islandi. Hlutafélagið ]is Uilladsens fabrililier Köbenhavn K. Moggi og Jóhanues. Moggi er nokkuð líkur því sem M. T. lýsti smjörþjófnum Alberti, mála- ferlafús. Moggi vill að Framsóknar- menn hefji málaferli út af staðlaus- um reiðiyrðum, sem allir vita að eru ósönn. En þetta málaferlaskraf bitnar mest á Jóhannesi bæjarfógeta. Siðan um nýár hefir Jóhannes legið undir á- fellisdómi Sig. þórðarsonar og í tvennum skilningi. Sig. hefir lýst AI- þingi eins og samkomu gerspiltra manna og á einum stað spurt hvort það væru tómir bófar á Alþingi. — Jóhannes var forseti sameinaðs þings. Ef átti að taka mark á Sig- urði og fá úrskurð með dómi, varð Jóhannes að fara í mál vegna Al- þingis. En hann gerði það ekki. Ann- aðhvort þorir hann það ekki, af því að hann trúir á sekt Alþingis eða hann ályktar að Sigurður sé auðvirðilegur, og áhrifalaus rógberi. En vegna Alþingis hefir Jóhannes ekki farið í mál við S. p. og er þó á 5. mánuð síðan tækifæri gafst. Moggi verður nú að skýra frá hvort Augiilækningaferðalag 1926. a. Ghiðmundur G-uðfinnsson. Frá Reykjavík 13. júlí með Islandi til Akureyrar. — Dvöl . á Akureyri 15.—26. júlí. Frá Akureyri með Nova 26. júlí til Siglufjarðar. Dvöl á Siglufirði 26.—31. júlí. Frá Siglufirði með Botníu 31. júlí til ísafjarðar. — Dvöl á ísafirði 1.—15. ágúst. — Frá ísafirði 15. ágúst með Islandi til Reykjavíkur. b. Helgi Skúlason. Frá Reykjavík 1. ágúst með Nova til Seyðisfjarðar. — Dvöl á Seyðisfirði 5.—13. ágúst. — Frá Seyðisfirði 13. ágúst með Goða- fossi til Húsavíkur. — Dvöl á Húsavík 15.—21. ágúst. Frá Húsa- vík 21. ágúst með Esju til Sauðárkróks. — Dvöl á Sauðárkrók 23.—28. ágúst. — Frá Sauðárkrók 29. ágúst landveg til Blöndu- óss. — Dvöl á Blönduósi 30. ágúst til 2. september. — Frá Blönduósi 3. sept. landveg til Borðeyrar. — Dvöl á Borðeyri 4.—6. sept. — Frá Borðeyri landveg í Borgarnes og þaðan með Suður- landi til Reykjavíkur 9. sept. — Þar að auki verður farið til Vestmannaeyja um miðjan september og verður það auglýst nánar síðar. Samþykkur: Gr. Björnson, landlæknir. hér er um vanrækslu að ræða, sekt- artilfinningu eða réttmæta fyrirlitn- ingu. þar að auki bar S. þ. á Jóhannes þungar sakir: dylgjaði um að saka- málin hyrfu, að óvættur lægi á leið þeirra í Reykjavík. þessu getur ekki verið stefnt á annan en Jóhannes. Ef glæpamál hverfa hjá dómara, er það af því að hann stendur svik- samlega í stöðu sinni. Slíkur dómari hlyti að vera algerlega siðspiltur maður. þar á ofan segir S. þ. bein- línis að í Guðjónsmálinu liti út fyr- ir að Jóhannes liafi verið skrifari sakbornings. Hugsum okkur að dómari sé að yfirheyra vel ættaðan saúðaþjóf, og í stað þess að rannsaka málið skrifi aðeins það sem þjófurinn vill. Dómarinn væri þá aðeins vilja- laust verkfæri hjá þjófnum. þeim sem þetta ritar dettur ekki i hug, að gera orð S. þ. um Jóhannes að sínum orðum. þvert á móti vill hann, þar til annað sannast, gera ráð fyrir að S. þ. fari hér með rógburð og ósannindi. En ef þær sakir sem S. þ. ber á Jóhannes væru sannar, þá væri hann svikull hundur í manns- mynd, og hvergi í húsum hafandi. Hversvegna fer Jóhannes ekki i mál við Sig. þórðarson, ef sú skoð- un Mogga er rétt að þeir sem karl- inn slæst upp á, eigi að fara í mál? Jóhannes varð fyrstur fyrir þessu herhlaupi og þegir enn, bæði sem forseti sameinaðs þings og fyrir sjálfan sig. Áður' en þeir sem Sig. þórðarson hefir rógborið síðar álykta hvort þeir eigi að hefja á hann málaferli eða ekki, verður .Tóhannes forseti og dómari að gera hreint fyr- ir sínum dyrum. X. ----o--- t Hallgrímur Pétursson bóndi í Vogum við Mývatn lést á heimili sínu 25 f. m. Hafði hann fengið aðkenning af slagi á sum- ardaginn fyrsta og dó þrem dög- um síðar. Hann var kominn hátt á áttræðisaldur og hélt líkams- og sálarkröftum óskertum til hins síðasta. Hallgrímur var son- ur bændaöldungsins Péturs Jóns- sonar í Reykjahlíð og er sú ætt alkunn. Hann bjó fyrstu búskap- arár sín á Grænavatni, eftir að hann fór úr föðurgarði, en nú í fullan mannsaldur hafði hann bú- ið í Vogum, sem er ein skemtileg- asta hlunnindajörðin í Mývatns- sveit og síðustu árin hafði hann skift jörðinni að mestu á milli þriggja sona sinna. Árið 1909 misti Hallgrímur konu sína ólöfu Jónasdóttur, sem var í mörgu fyrirmyndarkonli. Varpaði það um skeið saknaðarskugga á heimilið. En á síðastl. ári varð Vogaheim- ili fyrir þeirri þungu sorg að tvær sonardætur Hallgríms, er báru nafn ömmu sinnar, ólöf þórhalls- dóttir og Ólöf Sigfúsdóttir, dóu skyndilega. Hin fymefnda drukn- aði í Mývatni 19. júní s. 1. við sundæfingu, hún var 18 ára að aldri; en hin síðarnefnda lést úr lífhimnubólgu í miðjum febrúar s. 1. á 13. aldursári. þessir at- burðir munu hafa orðið gamla manninum þungbærir, en á hinn bóginn örfað þrá hans til endur- funda hinumegin við tjald dauð- ans. — Hallgrímur var fríður maður og glæsilegur, mikill á velli og vörpulegur og mjög vel gefinn. Hann var gætinn og athugull í fjármálum og búnaðist vel. Mjög var hann áhugasamur um stjóm- mál og fylgdist vel með öllu, sem gerðist á því sviði. Fór hann al- gerlega sinna ferða í þeim efnum og eftir eigin dómgreind. I deilum um málefni hélt hann fast á hlut sínum, og var bæði skýr og fjöl- hæfur. 1 skáldskap og andlegum efnum sótti hann jafnan á dýpstu mið og hafði uppáhald á þeim rithöfundum, sem á þeim sviðum ná hæstum tónum og dýpstum. þrír synir Hallgríms, Jónas, þórhallur og Sigfús, búa í Vog- um, en Kristjana dóttir hans er gift Illuga Einarssyni bónda í Reykjahlíð. ----o---- í orðunefnd (Fálkaorðun.) voru kosnir í sameinuðu Alþingi: Klem- ens Jónsson fyrv. ráðherra og Guðm. Björnson landlæknir. Yfirskoðunarmenn landsreikn- inganna voru kosnir Magnús Jóns- son dósent, Jörundur Brynjólfs- son og Árni Jónsson alþingismenn. Ráðgjafarnefndin. í sameinuðu Alþingi voru kosnir þrír menn af hálfu íslendinga í dansk-íslensku ráðgjafarnefndina fyrir tímabilið frá 1. des. 1926 til 30. nóv. 1934 og hlutu kosningu: Jóhannes Jó- hannesson bæjarfógeti, Jónas Jónsson alþm. frá Hriflu og Bjarni Jónsson alþm. frá Vogi. þinglausnir voru í dag, eftir þriggja mánaða þing. öll stærstu málin eins og skipulag seðlamáls- ins, gengismálið, jámbrautin og strandferðamálið er annaðhvort óútrædd eða fallin. Frv. :&em eru samþykt, eru langflest nauða- ómerkileg nema um kæliskipið. Afkastaleysi þingsins er ein- göngu að kenna ómerkilegri for- ustu stjórnarinnar og liðsmanna hennar. íhaldsflokkurinn kemur sér ekki saman um neitt nema að sitja og að hindra umbætur. I öllum stærri málum er hver hönd- in upp á móti annari meðal stjórnarsinna. Átakanlegast er að stjórnin skyldi ekki geta lokið seðlamálinu, þar sem allur Fram- sóknarflokkurinn studdi hana að málum. En allir íhaldsmenn og B. E. svæfðu það mál í Ed., rétt í þinglokin. Leiðrétting. í grein um Tóbaks- verslunina í 21. bl. Tímans þ. á. stendur, að auk þeirra 7 manna sem störfuðu að tollmerkingu á tóbakinu, væru 4 við það starf hjá Tóbaksv. íslands. þetta er missögn. Að tollmerkingu, hér í bænum, vinna alls 7 menn. Ritstjóri: Tryggvi þórhaHsaon. Prentem. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.