Tíminn - 29.05.1926, Page 4

Tíminn - 29.05.1926, Page 4
100 TlMINN Frh. frá 1. síðu. Frá íhaldsmönnum kom ekkert álit #fyr en Framsóknarmenn höfðu heimtað málið á dagskrá. Jón porláksson og Jón Bald- vinsson einir Börðust einhuga gegn verðfesting peninganna. Mikill hluti íhaldsins haltrandi — vildi frest, án þess að bera fram nokkrar skynsamlegar ástæður fyrir. Hitt er vafalítið, að raunveru- lega var meiri hluti þingsins því fylgjandi að festa peningana í verði. þá var það ekki gert. pað var ekkert gert í málinu. Ber stjóm og stjórnarflokkur algjörlega og eingöngu ábyrgðina á því að ekk- ert var gert í þessu langsamlega þýðingarmesta f járhagsmáli þjóð- arinnar. Vantaði þó ekki að nægileg hvatning kæmi utan að, bæði um ástandið hér heima, og utan úr heimi, um að greiða skynsamlega fram úr þessu mikla máli. Verðfall íslenskra afurða, stór- töp atvinnurekenda á liðnu ári og enn meiri fyrirsjáanleg, stöðv- un útgerðarinnar í haust og al- ger stöðvun líkleg á stórútgerð- inni á næstunni — alt þetta sýn- ir það eins greinilega og hægt er, að enginn — bókstaflega eng- in von er um að koma pening- unum aftur í gamla verðið. Hinsvegar bar allsherjarverk- fallið enska einmitt upp á þá daga, er verið var að ljúka við að ræða gengismálið. En það er alviðurkent að sú alþjóðarógæfa Englendina stafar fyrst og fremst af því að Englendingar hækkuðu peninga sína í verði. Öll gengisnefndin, bæði meiri og minni hluti, birti álit, sem af mátti ráða að með öllu væri óverjandi að láta málið óafgreitt. Voru í þeim hóp fulltrúar beggja bankanna. Samt sem áður var málið látið með öllu óafgreitt. Aldrei fyr, síðan Alþingi hóf aftur starf sitt, hefir atvinnu- vegum Islands verið sýnd önnur eins lítOsvirðing, eins og með þessu afgreiðsluleysi gengismáls- ins. Aldrei fyr hefir Alþingi horft með slíku aðgerðaleysi á yfir- vofandi . stórhættu . atvinnuveg- anna. það er byrjað að binda tog- arana við hafnargarðinn, og það er fullyrt, að þeir fari allir sömu leiðina jafnóðum og þeir koma inn næstu dagana. Stjórnmálaspilling. Um Island endilangt, munu menn leitast við að finna ein- hverja ráðningu á þessu sorglega giftuleysi þingsins, að skiljast svo hraklega við stórmálin. Sú saga skal nú sögð alveg hispurslaust, hvað því veldur að svona fór. En hún felur þá jafn- framt í sér hinn þyngsta áfellis- dóm sem hægt er að kveða upp yfir nokkrum flokki — yfir st j órnarflokknum. Bæði bankamálið og gengismál- ið, í þeirri mynd sem það var borið fram af ritstjóra þessa blaðs, munu hafa átt fylgi meiri- hluta Alþingis. Að þau voru samt ekki afgreidd stafar af eftirfar- andi. Kaupmannaliðið hér í Reykja- vík mátti ekki heyra það nefnt, að Landsbankinn fengi seðlaút- gáfuréttinn. Um hvatirnar skal ekki rætt í þetta sinn. Nátengdustu vildarvinir kaup- mannaliðsins, sem sæti eiga á þingi í íhaldsflokknum hótuðu stjóminni öllu illu, jafnvel van- trausti ef hún léti bankamálið ganga fram. Fyrir þessari gugn- aði Jón þorláksson. Hinsvegar mátti Jón þorláksson ekki heyra verðfesting pening- anna nefnda. Hann leit svo á, með réttu, að ef samþykt yrði verðfesting peninganna, þá yrði yfir sér kveðinn pólitískur dauða- dómur. En margir í flokki hans, XXéradsmót verður háð að Þjórsártúni laugardaginn 3. júlí n. k. og hefst stundu eftir hádegi. Kept verður í þessum íþróttum: Sundi, glímu (2 flokkar), hlaup- um (800 metrar og 100 metrar, 2 flokkar) og stökkum. Ræður og sitthvað fleira til hátíðarbrigðis. Héraðssambandið Skarphéðinn. Notið islenskar vörurl Niður með vinnulaunln á ullinni! Vegna okkar góðu aðstöðu með vatnsafli voru og okkar góða hveravatni, þá sjáum vér okkur fært að setja niður vinnulaun á að heilkemba (lyppa) ull, frá 1. júlí n. k. að telja. Sömuleiðis höfum við sett niður í sama hlutfalli vinnulaun á tauum vorum, en samt sem áður endurbætt alla okkar vinnu vegna aukinna nýrra og góðra véla. — Skoðið sýnishorn vor, spyrjið umboðsmenn vora um vinnulaun hjá okkur áður en þér sendið ull yðar annað. Fljótust og best viðskifti! Ábyggileg afgreiðsla! Efiið íslensk- an iðuað! Verslið við Klæðaverksmið.iuna Álafoss. AV. Talið við umboðsmeun vora. þeir sem naastir standa útgerð- inni, vildu vera með verðfesting- unni, enda er engum það betur ljóst en þeim sjálfum að um lífið er að tefla fyrir sjávarútveginn. Jón þorláksson hótaði þeim að segja af sér ef verðfestingin yrði samþykt, og vitanlega átti hann ekki annars úrkosta undir þeim kringumstæðum. Fyrir þeirri hót- un glupnuðu festingarmennimir í íhaldsflokknum. I báðum þessum stórmálum hélt Ihaldsflokknum við sprenging — sérstaklega út af gengismálinu. Og svo mun það hafa verið Jón þorláksson sem fann upp ráð- ið til þess að halda lífinu í hræ- inu — í bili. Hann bauð að fórna bankamál- inu, gegn því að hinir fórnuðu verðfesting peninganna. Til þess að forða sprenging tiialdsflokksins var gert þetta eitthvert svívirðilegasta sam- komulag, sem gjört hefir verið á íslandi: að sættast á að gera ekk- ert, hvorki í bankamálinu né gengismálinu. Til þess að bjarga Ihaldsflokkn- um, til þess að íhaldsstjórnin íengi að halda veislurnar í sumar og flokkurinn að sitja enn í kjöt- kötlunum, var því fórnað að ráða til lykta tveim stærstu málunum, sem fyrir þinginu lágu, og siem lífsnauðsyn var fyrir þjóðina að fengju afgreiðslu og sætst á að gera ekkert. Er þetta eitthvert átakanleg- asta dæmi sem kunnugt hefir orðið um stjórnmálaspillingu á mjög háu stigi að fónia þannig hagsmunum alþjóðar fyrir flokks- hagsmuni. Og foringinn í þessum leik, hvatamaðurinn þess að vanrækja svo gjörsamlega að ráða fram úr stærstu fjárhagsmálum þjóðar- innar — er sjálfur fjármálaráð- herrann, formaður Ihaldsflokks- ins — sá maður sem Ihaldsflokk- urinn þvínæst gjörist svo djarf- ur, að bera fram efstan á land- kjörslista. Ófögur eftirmæli. þessi eru hin ófögru eftirmæli þingsdns að merkilegustu málun- um var fórnað á altari flokks- hagsmuna íhaldsins. Ósóminn allur, sem stendur af þessum hörmulegu vinnubrögð- um þingsins, hvílir óskiftur á lierðum íhaldsstjórnar og flokks. thaldsflokkuiúnn hefir sýnt það svart á hvítu, aö hann er ineð öllu óhæfur að fara með stjóm landsins. I fyrra bar hann fram stefnu- mál sín: hætkkun nefskattanna á öllum almenningi, stórívilnanir handa tekjuhæstu mönnunum, varalögreglufrumvai’pið alræmda. o. fl. o. fl. Var það alt drepið, og svo óvinsælt, að jafnvel sjálfir fiokksmennirnir gugnuðu á að fylgja. Nú sundraðist hann svo ger- samlega um stærstu málin, að taka varð til bragðs allra versta úrræðið, það sem er allra mest óverjandi: að svíkjast undan því, að ráða til lykta mestu nauð- synjamálum þjóðarinnar. Sá flokkur sem verður að grípa til þess ráðs, til þess að sundr- at ekki, að myrða stærstu fjár- hagsmál þjóðarinnar og gera þau ógurlegu hrossakaup innbyrðis, að sættast á að gera ekkert — sá flokkur á engan tilverurétt, sá flokkur hefir með öllu fyrirgert rétti sínum til þess að fara með stjórn landsins. Tilveruréttur stjórnarinnar er á því reistur, að þeir beiti sér fyrir að koma ákveðnum hugsjónum í ft-amkvæmd. Sá stjórnmálaflokkur sem svíkst undan þessari fyrstu skyldu, sem á honum hvílir og lætur það verða samkomulagsat- riði innbyrðis að myrða málin og gera ekkert, á allra alvarlegustu tímum — sá flokkur á að verða sjálfdauða. Svo sem íhaldsflokkurinn, af þeim hvötum, sem nefndar hafa verið, dæmdi bankamálið og geng- ismálið til dauða, svo á íslenska þjóðin, fyrst við landskjörið í sumar, og þvínæst við kjördæma- kosningar haustið 1927 að dæma íhaldsflokkinn til dauða, — láta hann deyja pólitískum hordauða. ---o--- Kynpólitík. þegar konur höfðu fengið at- kvæðisrétt í bæjarmálum vildu þær að vonum nota frelsið, og settu upp sérstaka lista með kon- um og komu mörgum að. Um nokkur ár voru slíkar konur í bæjjarstjórn Reykavíkur. Ein af þeim var Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Bríet er að vísu greind kona, en einhvernveginn varð ekkert úr henni í bæjarstjórninni. Hún skildi þar engin merki eftir, nema þátttöku með nokknim karhnönnum í því vitlausasta verki sem bærinn hefir gert, að koma upp gasstöð, en bíða með rafmagn þar til það var orðið tífalt dýrara. Af því að Bríet og þær konur, sem voru kosnar með henni í bæjarstjórnina höfðu sýnilega ekkert erindi þangað, féllu þær þegj andi út úr bæjarstjórninni. Nú þýddi ekkert, hvorki fyrir Bríet eða Guðrúnu Lárusdóttur að fara af stað með kvennalista við bæjarstjórnarkosningar í Rvík. Konur þar vita, að í pólitík er það stéttin, en ekki kynið, sem alt veltur á. Ríku konurnar kjósa nú karl eða konu á þing eða í bæjar- stjórn til að gæta hagsmuna sinna móti verkamönnum og kon- um þeirra. Og konur verkamann- anna kjósa sér fulltrúa til að halda hlut þeirra móti andstæð- ingum sínum í „yfirstéttinni", bæði konum og körlum. Kynpólitíkin er löngu dauð í bæjarflokkum, sem myndaðir eru Um málefni, en ekki kyn. Ingi- björg hefir komist á þing eins og Bríet í bæjarstjórn og reynst þar miklu ver, enda bæði miður gefin og ment. Kynpólitíkin ætti því að vera dauð líka í þinginu, og það því fremur sem I. H. B. virðist vera sá öfuguggi að vinna í þinginu móti kynsystrum sínum. Að konur kjósi konur í bæjar- stjórn eða á þing, aðeins vegna kynsins er byrjendafálm. Hitt er annað mál, að konur eiga að kom- ast til jafns við karimenn í allar trúnaðarstöður vegna verðleika sinna. Lengi hefir verið alkunna, að ísfirðingar myndu hafa kosið Theodóru Thoroddsen á þing hve- nær sem var, jafnt karlar og konur, alveg eins og þeir kusu mann hennar. En hún hefði ekki verið kosin vegna þess að hún var kona, heldur blátt áfram vegna hæfileika sinna. það er hin rétta braut. Kjósum konur og karla til vandasamra starfa vegna áhugans, gáfnanna og mentunar- innar, en spyrjum ekki um kyn. í Danmörku er kona aðalskörung- ur í núverandi stjórn. Hún er kos- in á þing, og valin í stjórn bæði af körlum og konum. þannig fara þroskaðir kjósendur að. I. H. B. flaut inn á þing, illu heilli, á atkvæðum góðra sveita- kvenna, sem héldu að þær væru með kjöri hennar að bæta fyrir konum landsins. Reynslan hefir orðið önnur. Nú siglir Bríet í sama farið. I kaupstöðunum fær hún sáralítið, og engin von er til að hún komist að. En íhaldsmenn vona, að hún geti vilt sveitakon- um sýn, og dreift þannig atkvæð- um frá Framsóknariistanum. Vonandi láta sveitakonur sér nægja að hafa Ingibjörgu, til að vinna móti málum sínum. Athugull. ---e---- Norrænt kennaramót. (Tilkynning frá stjórn kennara- sambandsins). Auk hinna almennu norrænu kennaraþinga, sem haldin hafa verið að undanförnu 5. hvert ár, hafa tíðkast á Norðurlöndum síð- ar. 1895, önnur fámennari kennara- þing, sem nefnd hafa verið einka- þmg norænna skólamanna (pri- vate nordiske Skolemöder). Hið síðasta þessara þinga var í Sig- túnum í Svíþjóð 1923, og tóku Finnar þátt í því í fyrsta sinn. Var á því þingi samykt, að bjóða Islendingum þátttöku í hinu næista þingi þvílíku. það er hið 10. í röðinni, og verður haldið 4.—9. ágúst í sumar í Litlahamri í Noregi, hinum fegursta stað. þessi þing eru með því sniði, að lítið er af fyrirlestrum og því- líku, en tíminn einkum ætlaður til persónulegra kynna. Tala fund- armanna hefir því verið takmörk- uð við 100 hér um bil, en við þá tölu bætist nú Finnar, og íslend- ingar, ef nokkrir verða. Nú hefii' norska forstöðunefnd- in sent hingað boð til íslenskra kennara og annara, sem við . kólamál eru riðnir um þátttöku í mótinu, og eru 10 menn boðnir. þeim verður séð fyrir dvalarstað um þingið, ef koma þeirra er til- kynt í tæka tíð. Nefndin gerir ráð fyrir, að dvölin í Litlahamri kosti um 75 norskar krónur. þeir, sem kynnu að vilja sækja mótið, eru beðnir að senda til- kynningu um það til kennarasam- bandsstjórnarinnar (Pósthólf 616, Rvík) sem allra fyrst, en hún mun annast um að boða norsku nefndinni komu þeirra. Ef fleiri H.f. Jón SigmundsBon & Co. illll! aoxaxtxaxo og all til upphluts sérl. ódýrt. 'jjajxcaecz Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiöur. Sími 383. — Laugaveg 8. GERBERS-mjólkurmæJar, sýru- amylalcohol og mjólkur pípettur. Gummitappar. Sportvöruhús Reykjavíkur. (Einar Björnsson). 1 hringferð Esju vestur og norð- ur um land, þann 1. maí, tapaðist stórt, ljósgrátt koffort með hespu- læsingu, merkt: Jóhann Guð- mundsson, Siglufirði. Upplýsingar óskast sendar til undirritaðs gegn góðri greiðslu. Jóhann Guðmundsson kaupmaður, Siglufirði. en 10 skyldu hugsa til ferðar, ganga þeir fyrir, sem fyrst gefa sig fram. ----o---- Að gefnu tilefni. — Allmikill- ar viðkvæmni gætir í grein- inni „Hugsjónir íhaldsflokksins" eftir hr. Jónas þorbergsson, í síðasta tbl. Tímans, fyrir því, að grein sú um íhaldsstefnuna, sem birtist í 1. hefti Eimreiðarinnar þ. á., muni hafa hættuleg áhrif á gengi Framsóknar við land- kjörið 1. júlí næstk. Höfundur þessarar fyrnefndu greinar kvíð- ir því, að hinir flokkarnir fái ekki „að sitja að krásinni“, eins og hann kemst að orði, á síðum Eimr. áður en kosning fer fram. Eg skal í tilefni af ádrepu höf. til mín taka það fram, að út- koma hinna umræddu stjórnmála- greina í Eimr. hefir aldrei verið miðuð við kosningar eða kosn- ingabaráttu. Eg hafði þegar um nýár í vetur lagt bréflega drög að því við höfundana að þeir rituðu þessar greinar, og hafa þeir allir brugðist vel við þeim tilmælum. Útkomuröð greinanna er hagað í samráði við þá, og eg get þá einnig frætt Jónas þor- bergsson á því, að nú er verið að búa 2. hefti Eimr. undir prent- un, en þar er greinin um fram- sóknarstefnuna. Sveinn Sigurðsson. ----o---- „VÉR BROSUM". B. Iír. segir að Landsbankinn sé miklu meir en eignalaus. Óhætt er að t.rúa þessu, því að hið fróma ihalds- blað, Vesturland, flytur fréttina. En B. Kr. skrökvaði sjálfur að Vestur- landi. Mbl. fárast yfir nokkrum þúsund- um, sem kaupfélag eitt fékk eftirgef- ið. En því þegir það um að Fenger hefir fengið eftirgefin mörg hundruð þúsund hjá bönkunum? Jón Auðunn spurði hvoi’t Lands- verslun hefði gefið kaupfélági einu eftir smáskuld. En liann þagði um að sjálfur hefði hann beðið um sams- konar eftirgfjöf fyrir ísfirðing, og fengið. Um ullartollinn í Ameríku ætti Moggi ekki að tala. það rifjar upp alt um sendiför stjómarinnar, og slefsögur .T. þorl., sem virðast benda á, að hann haldi að landar hafi espaö erlend stjórnarvöld móti íslensku þjóðinni. ** -o- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.