Tíminn - 12.06.1926, Page 1
©fafMerí
afgrei&slumafcvir Ctrnans et
Sigurgeic ^ttftrtfsfon,
Scmtfsjvii'f.Iiítsinn, Reyfjjawtf
X. ár.
TJtanúrheimi.
Nú er ófriðurinn í Marokkó til
lykta leiddur með fullum sigri
Frakka, og Abd-el-Krim hefir
gefist upp. Má því vænta þess að
nú sé að hefjast nýtt tímabil í
sögu landanna sunnan við Mið-
jarðarhafið.
Hin fornu Berbalönd, Algier,
Tunis og Marokkó hafa lotið
ýmsum drotnum síðan þau komu
fyrst fram í dagsljós sögunnar.
Erlendar þjóðir hafa jafnan sett
mark sitt á menningu þeirra.
Fyrst Fönikíumenn (Púnverjar)
og svo Rómverjar, Vandalar, Ar-
abar og Tyrkir. Eftir að Tyrkir
náðu yfirráðum sunnan við Mið-
jarðarhafið hrakaði menningu og
efnahag landanna. þar sem höfðu
verið velræktuð akurlönd á dög~
um Rómverja, urðu nú auðnir
einar. Víða í eyðimörkunum má
finna rústir af fornum borgum.
Undir stjórn Múhameðstrúar-
manna urðu Berbar alræmdir
sjóræningjar, fóru þeir víða um
og rændu fé og fólki. þaðan, en
ekki frá Tyrklandi, voru víking-
arnir, sem rændu hér á landi
1627. Svo mikið kvað að þessum
ránum, að ýmsir þjóðhöfðingjar
Evrópu borguðu árlegt gjald til
Berbafurstanna, til þess að ev-
rópeskir kaupmenn mættu sigla
óhultir um Miðjarðarhafið.
Loksins tók Frökkum að leið-
ast þessi yfirgangur Berbanna og
árið 1830 sendu þeir her til Al-
gier og lögðu landið undir sig.
Seinna tóku þeir einnig Túnis og
nú hafa þeir lokið við landvinn-
inga sína á þessum slóðum með
því að leggja Marokkó undir sig.
I Algier og Túnis hafa Frakk-
ar unnið mikið að því að rækta
landið og bæta atvinnuvegina, og
ber öllum, sem til þekkja, saman
um, að nýlendustjórn þeirra sé
betri en annara stórþjóða Norð-
urálfunnar, sem lagt hafa undir
sig lönd í Afríku. Eitt hið mesta
snjallræði, sem þeir hafa fundið
upp, er að útvega fólkinu vatn.
í þurkalöndum og eyðimörkum er
vatnið dýrmætast af öllu, og nú
hafa Frakltar grafið fjölda
brunna víðsvegar um löndin, svo
íbúamir geta vökvað garða sína
og akra. Ræktaða landið vex stór-
kostlega ár frá ári, og það er víst
að með vatninu hafa Frakkar
styrkt vald sitt meira en með
vopnum og herliði.
I fornöld voru þessi lönd korn-
forðabúr Rómverja og það er allt
útlit fyrir, að þau verði aftur vel
rætktuð eins og í gamla daga. Um
miljón Evrópumanna hefir þegai'
tekið sér þar bólfestu. Skamt frá
rústum hinnar fornu Kartagó-
borgar, rís nú upp borgin Túnis,
sem þegar hefir yfir 200 þúsund
íbúa. Algierborg er álíka stór.
Jafnhliða verklegum framför-
um blómgast þar einnig vísindi
og andleg menning. Fjöldi af
frönskum skólum hefir verið
stofnaður og sérskólar fyrir Mú-
hameðstrúarmenn eru víðsvegar
um löndin og einn allsherjarhá-
skóli er fyrir þá í Algiers og ann-
ar í Fes í Marokkó.
Margir hafa þá trú, að þarna
sunnan við Miðjarðarhaf, sé að
koma upp nýtt Frakkland, sem
með tímanum verði jafn auðugt
og fjölment og móðurlandið.
Mont íhaldsins.
íh aldsblöðin hafa flutt langar
greinar til þess að reyna að sýna
að alt gott, sem gerst hefir á
landi hér, tvö síðustu árin, sé
íhaldsstjórninni að þakka. Annað
eins sjálfshól hefir víst aldrei
heyrst fyr hér á landi, og það
er gott fyrir veslings fjármála-
ráðhei'rann, að hann er á ferða-
lagi út um land. Honum mundi
hafa orðið óglatt í meira lagi, ef
hann hefði lesið alt skjallið, sem
staðið hefir í íhaldsblöðunum
undanfama daga.
Ein af höfuðvitleysum í þessu
íhaldsgumi, er sú að þakka
íhaldinu lækkunina á innflutn-
ingstolli á kjöti í Noregi. Um
þetta hafa Ihaldsblöðin flutt
langar klausur af fáránlegri vit-
leysu. Sannleikurinn er sá, að það
var Klemens Jónsson atvinnu-
málaráðherra, sem hóf samninga-
umleitanir við Norðmenn, og
blöð Framsóknarflokksins kröfð-
ust þess, að Norðmenn leiðréttu
hinii rangláta, þunga toll, sem f
lagður var á kjötið. 1 þingbyrjun
1924 var svo komið að fullvíst
þótti, að norska stjórnin mundi
tilleiðanleg til samninga. Fyrir
atbeina Kl. Jónssonar (Sig. Egg-
erz lagðist á móti eins lengi og
hann sá sér fæp*t) var Sveinn
Björasson sendur til Osló og
honum til fulltingis þeir Jón
Árnason og Pétur ólafsson. Á
meðan samningsmennimir voru i
Osló, urðu * stjórnarskifti hér
heima, og Ihaldið tók við völd-
um. Er þa’ð kunnugra en frá þurfi
að segja, að ýmsir útgerðarmenn
og kaupsýslumenn íhaldsflokks-
ins beittu öllum brögðum til þess
að eyðileggja samkomulag um
tollmálið og það var eingöngu að
þakka harðsnúinni sókn Fram-
sóknarmanna að samningar tók-
ust svo gæfusamlega, sem raun
varð á. íhaldsstjómin á því eng-
ar þakkir skilið fyrir afskifti sín
af málinu.
Ullartollurinn.
Eitt Ihaldsblaðið vill þakka
stjórninni, að ullartollurinn í
Ameríku var lækkaður. Svo er nú
kveðið sterkt að orði, eins og
eðlilegt er, þar sem stjórnin hef-
ir i því máli unnið það eitt sér
til ágætis, að senda hinn fræga
uliarsendiherra út úr landinu. —
Brjóstheilir mega þeir Ihaldsmenn
vera, sem vilja fara að rifja
það mál upp aftur. Tíminn vill
sýna þeim þá miskunnsemi, að
minnist ekki á það mál, ef þeir
sjálfir kunna að þegja.
Ritsímasamningurinn
var að vísu undirskrifaður af
íhaldsráðherra. En allir vita að
heppileg lausn þess þess máls,
er fyrst og fremt landssímastjóra
að þakka, sem lagði til alla þekk-
ingu á málinu, og frábæfra samn-
ingahæfileika.
Kæliskipið.
pó tekur út yfir alt, þegar
íhaldsmenn vilja eigna sér heið-
urinn af byggingu kæliskipsins.
Hinir fyrstu menn, er vöktu máls
á því, að landið þyrfti að eign-
ast kæliskip, vom þeir Jón Árna-
son framkvæmdarstjóri hjá S. 1.
S. og Emil Nielsen framkvæmd-
arstjóri Eimskipafélagsins. Á Al-
KevkjaTÍk 12. júní 1926
þingi 1924 var skipuð 5 manna
milliþinganefnd til að athuga mál-
ið. Nefndin klofnaði. Minnihlut-
inn. Jón Árnason og Tryggvi
pórhallsson lögðu eindregið til, að
gerðar yrðu ráðstafanir til þess
að landið eignaðist kæliskip.
Meirihlutinn, þar sem voru tveir
Ihaldsmenn og einn flokksleys-
ingi, lögðust á móti málinu. í
sumar tókust svo samningai' milli
landsstjórnarinnar og stjórnai'
Eimskipafélagsins um smíð á
kæliskipi, nákvæmlega eftir til-
högun Jóns Ámasonar og Tr.
þórhallssonar, enda átti Jón þátt
í því, að landsstjórnin leitaði þess-
ara samninga. — Framsóknar-
menn eiga heiðurinn af þessu
mikilvæga máli, en ílialdsmenn
ekki.
Fjárhagsmálið.
Hér eru blekkingai' íhaldsblað-
anna svo miklai’ að furðu gegnir.
Er því nauðsynlegt að rekja gang
þess máls til þess að sýna hverju
Ihaldsflokkurinn hefir afkastað.
Á árunum eftir að ófriðnum
lauk, komst ísland í mikla fjár-
þröng, bæði ríkið og einstakir
menn og hlutafélög. Stafaði þetta
sumpart af verkfalli á íslenskum
afurðum og þeim ruglingi er
komst á öll fjármál vegna heims-
styrj aldarinnar, en sumpai't líka
vegna úrræðaleysis og gengdai'-
lausrar eyðslusemi þáverandi
íhaldsstjómar. Jón þorláksson
hélt ræðu í Bárubúð 12. febr.
1924 um fjárstjórn íslands 1874—
1922, og má segja að dómur hans
um fjárstjórn J. M. og M. G.
væri sannkallaður dauðadómur.
En svo undarlega brá við, að
að nokkrum vikum seinna gekk
hann í stjórn með þeim sömu
mönnum. Að vísu varð M. G.
ekki aftur fjármálaráðherra
hvort sem það hefir átt að vera
refsing fyrir eyðslusemi hans í
því embæitti.
Eftir að Klemens Jónson varð
fjármálaráðherra var fyrir alvöru
farið að hugsa um, að bæta hag
ríkissjóðs. Hann lagði gengis-
hækkunarfrumvarpið fyrir þingið
1924. Verðtollsfmmvai’pið kom
frá fjárhagsnefnd, en hin nýja
íhaldsstjórn hafðist ekki að.
Sparnaðarhugmyndin hafði gagn-
tekið hugi flestra þingmanna,
svo stjórnin hafði ekki annað
að gera en innheimta skatt-
ana eins og hver annar rukkari.
það er alt og sumt. Á árinu 1925
hefir allmikið verið borgað af
skuldum ríkissjóðs. það er auð-
vitað gott og blessað, en það er
ekki íhaldsstjóminni að þakka,
heldur því, að 1924 og fram á
árið 1925 var hér á landi eitt hið
mesta góðæri, sem ísland hefir
nokkru sinni átt að fagna. Fisk-
afli meiri en áður hefir þekst og
verð ágætt. þetta bjargaði fjár-
hag ríkisins, en ekki fjármála-
speki íhaldsins. Tekjur ríkissjóðs
urðu nálega helmingi meiri en
þing og stjóm höfðu áætlað. —
Eitt Ihaldsblaðið komst svo að
orði, að mikið væri vald þess
flokks, sem færi með stjórnina í
landinu. Rétt er nú það að vísu,
en varla mun blaðið þó halda því
fram, að Jón þorláksson og stall-
bræður hans, ráði yfir þorskin-
um í sjónum, en frá þorskveið-
unum stafaði mikill hluti af tekj-
um ríkissjóðs 1925.
Ihaldsstjórnin á því engan heið-
ur af því, að hafa lagfært fjár-
hag ríkisins. Endurreisn fjár-
hags er að þakka góðu árferði,
en ekki fjármálavisku stjórnar-
innar.
Bankamálið.
þetta mál var óvenjulega vel
undirbúið fyrir síðasta þing.
Milliþinganefnd hafði haft málið
til meðferðar, og stjórnin að-
hyltist tillögur meirihlutans, sem
Framsóknarflokkurinn líka fylgdi.
Stjórnin hafði því meira en nóg
atkvæðamagn til þess að koma
þessu máli fljótt og vel gengum
þingið. En hveð skeður! Nokkrir
kaupmenn í Reykjavík voru and-
stæðir því, að Landsbankinn fengi
réttinn til seðlaútgáfu, og studdu
eindregið tillögur minnihluta
bankamálsnefndarinnar (B. Sv.).
Nú virðist stjórnina hafa brostið
kjark, enda á hún fylgi sitt að
miklu leyti undir kaupmönnum.
Hún dró málið á langinn, og end-
irinn varð sá, að þingi var slit-
ið, án þess að nokkur lausn feng-
ist á þessu mikilvæga máli. Svona
stóð stjórnin sig á þeim hólmi.
Bankamálin eru því í ennþá verri
óreiðu en nokkru sinni fyr.
þessi framkoma er ein af
stórsyndum íhaldsstjórnarinnar.
Gengismálið.
Ihaldsstjórnin (eða öllu heldur
Jón þorláksson) hefir barist af
alefii fyrir hækkun ísl. krónu,
og hún fékk vilja sínum fram-
gegnt. Nú er óðum að koma í
Ijós ávöxtur þeirrar stjómar-
stefnu. Atvinnuvegirnir hafa orð-
ið fyrir stórtjóni vegna gengis-
hækkunarinnar. Einkum sjávar-
útvegurinn. Útgerðin er að stöðv-
ast. Skipin eru bundin við hafn-
argarðana, og atvinnuleysi og
almennur skortur sæikir að verka-
mönnum, einkum í höfuðstaðnum.
„Hvergi í veröldinni hafði ann-
að eins þrekvirki verið unnið,
eins og það, sem hér var unnið
þau 2 ár, sem núverandi stjóm
hefir starfað“. Svona komst eitt
Ihaldsblaðið nýlega að orði. (Ekki
er nú hrokinn lítill!) Hver er nú
árangurinn af fjármálastjóm I-
haldsmanna (hér er ekki að eins
átt við ráðherra, heldur einnig
forstjóra útgerðarfélaga og ann-
ara atvinnufyrirtækja, sem lang-
flestir eru Ihaldsmenn). Toguran-
um er lagt upp. Sjómenn og aðrir
verkamenn ganga atvinnulausir.
Útlitið er voðalegt og má jafnvel
búast við því, að verkamenn þessa
lands muni verða að líða ógur-
legar hörmungar á þessu ári.
Svona er ástandið undir Ihalds-
stjórninni. þetta mun vera eins-
dæmi í veröldinni, að svo miklu
góðæri fylgi svo mikið hallæri
vegna heimsku mannanna.
Vér höfum undanfarið haft það
mesta góðæri, sem komið getur.
En svona er nú samt komið. Til
þess að Island geti þrifist undir
íhaldsstjóminni, þarf að vera
veltiár á hverju ári. Annars er á
öllu illu von. Vér getum ekki ráð-
ið við árferðið, en vér getum
losað oss við Ihaldsstjómina, með
því að kjósa ekki C-Iistann.
Tala síðasta blaðs hafði
er nú að halda leiðarþing í Rang-
árvallasýslu.
Tölublað síðasta blaðs hafði
misprentast. Átti að vera 27.
tölublað.
Cfm«ns «t t SamÍKntös^ústna
íDpin baglega 9—12 f, I).
Shtri
28. blaó
Tómui' poki. þegar Sig. Eggerz
hafði lokið máli sínu á Akureyr-
arfundinum um daginn, sagði
einn áheyrenda, að ræða hans
hefði verið líkust því, sem hann
væri „að hrista tóman poka fram-
an í kjósendur“. Ekki ósniðug
samlíking.
Sig. Eggerz veitti sjálfum sér
stöðuna sem bankastjóri við ís-
landsbanka. Eitthvert best laun-
aða og áhrifamesta embæ|tti, sem
til er á íslandi. þetta er brot á
pólitísku velsæmi, og hliðstætt
dæmi mun varla finnast 1 viðri
veröld. þegar Sigurður var kos-
inn á þing við landskosningarnar
1916 fékk listi hans svo mörg at-
kvæði, að hann kom tveimur
mönnum að. Hvernig hefir haxm
sýnt sig verðskulda það traust,
er þjóðin sýndi honum þá? Hann
hefir séð vel fyrir sjálfum sér.
það er víst. En æðsta skylda
hvers þingmanns er að vinna fyr-
ir heill föðurlandsins, en ekkj
fyrir eigin hagsmuni.
íslenskir kjósendur; Látið Sig-
urð Eggerz fá réttláta refsingu.
Látið lista hans fá fæst atkvæði
af öllum listum, sem í kjöri eru.
Kjósið D-listann!
llann er listi hreinna lína í
stjórnmálum.
Bríet kvað hafa kvartað yfir
því á þingmálafundum fyrir norð-
an, að karlmenn væru vondir við
kvenfólkið. Ojæja! það er nú
nátturlega upp og ofan eins og
gengur. En víst er það, að ekki
voru ísl. karlmenn vondir við
konurnar, er þeir gáfu þeim kosn-
ingarrétt og kjörgengi til Al-
þingis. Islenskar konur þurftu
sannarlega ekki að heyja harða
baráttu til þess að öðlast póli-
tísk réttindi. Og nú verða isl.
kjósendur, karlar og konur, svo
góðir við Bríeti, að þeir kjósa
hana ekki á þing. þegar hún var
á besta aldri vann hún mikið
starf fyrir aukin réttindi kvenna,
en nú er hún orðin gömul og las-
burða og á engan hátt fær um að
taka þátt í bardögum á Alþingi.
Allir, sem vilja henni vel ættu
því, að stuðla að því, að hún fái
að njóta hvíldar á heimili sínu á
elliárunum, en lendi ekki í ei’jum
í þingsalnum. það er áreiðanlega
henni sjálfri fyrir bestu.
Fundir Tr. þórhallssonar. Tr.
þórhallsson fer landveg austur
um Skaftafellssýslur, yfir Múla-
sýslur, þingeyjar- og Eyjafjarð-
arsýslu, og þaðan sem leið liggur
vestur á Strandir til þingmála-
funda þar. Iiann var fyrst á
fundi við þjórsárbrú, þar næst
undir Eyjafjöllum að Skála, þá
í Vík og Kirkjubæjarklaustri. Að
frátöldum þjórsárbrúarfundinum,
sem var um skólamál, hafa hinir
fundirnir snúist um búnaðarmál
og bændapólitík. Hefir að þeim
fundum verið sókn mikil og hinn
besti rómur gerður að ræðum
þingmanns Strandamanna.
Magnús Kristjánsson er í leið-
angri norður og austur um land.
Fundir á Sauðárkr., Sigluf. og Ak-
ureyri. Komu fram efstu menn
allra landlistanna, nema Jón Bald-
vinsson. I stað hans var Har.
Guðmundsson. Hafa allir ræðu-
menn beitt sér fast móti Jóni
þorlákssyni og hefir hann átt í
vök að verjast. Magnús hefir
þótt hafa víðasta sýn yfir þjóð-
málin, og fyndnastur og rökfim-
astur í orðasennu.