Tíminn - 26.06.1926, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1926, Blaðsíða 1
(S)aíbf eri csg, afgm&síuma&ur Itmans er Sigurgeir ^ri&rifsfen, Som&anösfjásinn, Heyfimrif ^.fgreiböía £ í mans er í Samfcan&sljúsmu (Dpin öaglíga 9—(8 f. t). Stmt <í96. X. ár. Reykjayft 26. júní 1926 31. blnð Alþýðuskólinn á Eiðum. Þar sem húsakynni skólans batna að forfallalausu'mjög í haust verður fært að veita þeim framhaldstilsögn hinn 3. vetur, er lokið hafa prófi 2. árs og kynnu að óska hennar. Sameiginlegar námsgrein- ar verða: fslenska og íslenskar bókmentir. Eitt erlent- tungumál (enska eða danska). fslandssaga (sérstök tímabil rannsökuð eftir föngum). Stærðfræði eða náttúrusaga. Að öðru leyti geta menn hagað námi sínu í samráði við kenn- arana og með hliðsjón af því er þeir vilja taka fyrir síðar. Kenslan verður að nokkru falin í leiðbeiningum um sjálfsnám. Kennari er ráðinn til þess að kenna stúlkum vefnað og hann- yrðir um veturinn. Einnig mun piltum veitt tilsögn í smíðum. Að öðru leyti verður fyrirkomulag skólans hið sama og áður. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Eiðum, 17. júní 1926. Jón Magnússon I forsætisráðherra varð bráðkvaddur á Norðfirði að kveldi þess 23. júní síðastliðið. Kann hafði ásamt konu sinni, Þóru Jónsdóttur Péturssonar far- ið á „Niels Juel“ norður og aust- ur um land í boði konungshjón- anna. Á Seyðisfirði skildust leið- ir. Konungur hélt til Damnerkur, en ráðherrann ætlaði suður um land á herskipinu „Gejser“ áleiðis til Reykjavíkur. Á leiðinni ætl- aði hann að skoða æskustöðvar sínar á Skorrastað, en skömmu eftir að hann hafði stigið á land á Norðfirði var hann örendur. Jón Magnússon hefir fylt mikið rúm í opinberu lífi íslensku þjóð- avinnar. Sem embættis- og stjóm- rnálamaður komst hann svo hátt, sem auðið er á landi hér. Þykir því hlýða að skýra frá helstu æfiatriðum hans. Jón Magnússon er fæddur i Múla í Þingeyjarsýslu 16. jan. 1859, sonur Magnúsar Jónssonar, síðast prests í Laufási hins al- kunna bindindisfrömuðar, og konu hans Vilborgar Sigurðardóttur bónda á Hóli í Kelduhverfi Þor- steinssonar. Hann fluttist með foreldrum sínum að Skorrastað í Norðfirði 1867 og ólst þar upp. Lauk stúdentsprófi 1881 með I. eink.; las lög við Hafnarháskóla og lauk þar prófi 1889 með I. eink., varð sama ár sýslumaður í Vestmannaeyjum, en ritari við landshöfðingjadætmið 1896, og 1904 skrifstofustjóri í Stjómar- ráðinu. 30. des. 1908 varð hann bæjarfógeti í Reykjavík og gengdi því starfi þangað til hann tók við ráðherraembættinu 1917. Um embættisfærslu Jóns Magn- ússonar er ekki nema einn dómur. Hann þótti allsstaðar skylduræk- inn, samviskusamur og velviljað- ur embættismaður. Talinn var hann meðal bestu lagamanna hér á landi. Jón Magnússon var kosinn á þing í Vestmannaeyjum 1902 og var fulltrúi þess kjördæmis til 1916 að hann var kosinn í Reykjavík. Hann féll við kosn- ingarnar 1919, en varð landkjör- inn þingmaður 8. júlí 1922 sem efsti maður á lista Heimastjórn- arflokksins. Á Alþingi hlaut Jón Magnús- son mörg trúnaðarstörf. Hann var kosinn í margar milliþinganefnd- ir, til dæmis millilandanefndina 1907. Þegar los tók að komast á Heimastjórnarflokkinn 1913 munu margir þingmenn hafa haft auga- stað á honum sem eftirmannl Hannesar Hafstein í ráðherra- sæti. Af þessu varð þó ekki, en 5. jan. 1917 myndaði Jón Magn- ússon hið fyrsta samsteypuráðu- neyti á íslandi. Það vék úr völd- um 2. mars 1922 og höfðu áður orðið á því miklar breytingar. En 22. mars 1924 myndaði hann ráðuneyti íhaldsflokksins, sem enn situr að völdum. Aðalstarf Jóns Magnússonar sem stjórnmálamanns var hlut- deild hans í því að leiða Sam- bandsmálið til farsællegra lykta. Þar reyndist hann réttur maður á réttum stað. I Danmörku var hann meira metinn en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður á síðustu árum, og samningalip- urð hans var alkunn. Annars skal ekki reynt að fella neinn dóm um stjórnmálastarfsemi Jóns Magnússonar. Til þess liggja við- burðirnir of nærri. Þau ár, sem hann stjómaði landinu voru við- burðarík baráttuár, svo embætt- inu fylgdi vandi meir en venju- legt er. En heyrt hefi eg menn, sem áttu í hörðum deilum við hann á þingi, láta það í ljós, að hann væri hygnastur og gættn- astur allra andstæðinganna. Jón Magnússon var vel að sér í sögu íslands, einkum á 12. og 13. öld. Sturlunga var honum allra bóka kærust. Las hann hana hvað eftir annað og gerði þar ýmsar athuganir. Ekki fékst hann mikið við ritstörf. Þó gaf hann út með Jóni Jenssyni Laga- safn handa alþýðu IV.—VI. bindi og eftir hann liggja nokkrar rit- gerðir í blöðum og tímaritum. H. H. ----o--- Skógrækt á islandi. Mikið hefir verið unnið að því síðustu árin, að hlynna að skóg- lendi íslands, en fyrir þröngsýni fjárveitingarvaldsins hefir þó minna verið hægt að gera en æskilegt hefði verið. Undanfarin ár hafa verið veittar á fjárlög- um 10,000 krónur til verklegra framkvæmda, en nú hefir fjár- veitingin þó verið hæikkuð upp í 20,000 krónur. Er það samt altof lítið, því fáum peningum er bet- ur varið, en þeim, sem varið er til þess að græða skóg fyrir. ‘Síðan Kofoed-Hansen tók við stjórn skógræktarmálanna hafa verið girtar um 3500 dagsláttur af skóglendi. Stærstur er Hall- ormsstaðaskógur, um 1450 dag- sláttur, og þamæst Háls- og Vaglaskógur í Fnjóskadal, um 620 dagsl. Vatnaskógur (sem er beitiskógur og ólíkur hinum) um 590 dag’sl. Laugarvatnsskógur um 155 dagsl. Þá er ómældur skógur í Þórsmörk, sem nú er verið að girða, en hann er varla minna en 700 dagsláttur að stærð. Senni- lega taisvert meira. Hin hæstu birkitré í Hálsskógi og á Hallormsstað eru nú um 34 fet. Háls- og Vaglaskógur hefir tekið einna mestum framförum, síðan hann var girtur. Auk birkis er reyniviður hið einasta innlenda tré, sem telj- andi er. Á nokkrum stöðum, til dæmis Skriðu í Hörgárdal, ei- reynirinn um 26 fet að hæð. Hærri verður hann varla hér á landi. Búast má við því, að birki geti með tímanum orðið 40—50 feta hátt hér á landi. Af útlendum trjám þrífst sí- berískt lævirkjatré (barrfellir) langbest, einkum á Norðurlandi. Það er stórt og fallegt tré, sem getur orðið til mikils hagnaðar fyrir Islendinga. Auk þess þríf- ast ýmsir útlendir runnar hér ágætlega. Til dæmis Carragana. Skógræktarstjóri telur víst, að græða megi skóg víðast hvar á láglendi, nema á útkjálkum, en best vaxtaskilyrði eru fjarst sjó eða þar sem gott skjól er fyrir hafvindum. Sennilega hvergi betri en í Laugardal og Þórsmörk. Þó íslenska kjarrið sé víða sorg- lega skemt og næsta lítilfjörlegt, má þó* víðast hvar rétta það við með girðingu og grisjun. Þeir sem komið hafa í Þrastaskóg, hafa best séð hver munur er á skóginum utan og innan girðing arinnar, og hversu miklum fram- förum hann hefir tekið síðan hann kom í hendur ungmennafé- laganna. I okkar kalda og nakta lands- lagi er ekkert sem prýðir og lífg- ar eins og skógarrúnnar og það var því í sannleika vel viðeigandi, að ungmennafélögin settu skóg- rækt sem helsta atriðið á stefnu- skrá. Þau hafa unnið gott verk, en kraftar þeirra hafa náð of skamt. Hér þarf meiri styrk en þau áttu til, en vonandi fer öllum landslýð að verða það ljóst, hve mikilvæg skóggræðslan er fyrir land vort og menningu, svo auð- velt verði á næstu árum að út- vega meira fé til þessa starfs. Þeim peningum, sem varið er til skógræktar, er sannarlega vel varið, og víða má ná góðum á- rangri með tiltölulega litlum kostnaði. ---o---- llialö 00 einokun. Ein af þeim blekkingum, sem íhaldsmenn hafa beitt óspart í kosningabaráttunni er sú, að listi Framsóknarflokksins, D-listinn, sé einokunarlisti, og ef að sá listi kæmi fulltrúa á þing, muni. ein- okun með allskonar hörmungum skella ýfir landið. Þetta eru tvöföld ósannindi. 1 fyrsta lagi er engin fjarstæða meiri en að blanda saman ein- okunarverslun útlendra kaup- manna, sem aðeins hugsuðu um að græða sem mest á viðskiftum sínum við íslendinga, og þeirri einkasölu á einstökum vörum, sem ríkið tekur að sér til þess að bæta hag borgaranna. Þetta hefir sjálfur Ihaldsráðherr- ann Magnús Guðmundsson skilið, og þegar hann var að mæla fyr- ir einkasölu á tóbaki á Alþingi 1821 komst hann svo að orði um einokun og einkasölu: „Það er mikill munur á þessum tveim orð- um, og má alls ekki blanda þeim saman. Einokunin gamla bygðist á valdboði útlendrar stjórnar, en hér tekur þjóðin sjálf einkasölu á þessum tilteknu vörum. Það er sá miklu munur, sem er á milli þess að fara sjálfir, einir, með verslun sína, eða láta aðra fara eina með hana“. Þetta er alveg rétt hjá Magnúsi, og margir flokksmenn hans hafa oftsinnis stutt einkasölu í ýmsum mynd- um á þingi. Skulu hér tilfærð nokkur dæjmi. Steinolíueinkasalan er borin Ásmundur Guðmundsson. fram af Magnúsi Guðmundssyni og Bimi Kristjánssyni 1917. Margir af þeim mönnum sem nú standa fremstir í íhaldsflokknum greiddu atkvæði með henni. íhaldsmenn komu 1921 einka- sölu á lyfjum og víni, en tókst ekki að koma á einkasölu á korn- vörum þrátt fyrir harðvítuga til- raun. Ihaldsmenn voru það sem mest beittu sér fyrir því á þingi 1921, að ríkið tæki einkasölu á tóbaki til að afla ríkinu tekna. Meðal þeirra Ihaldsþingmanna, sem greiddu atkvæði með tóbakseinka- sölunni var Þórarinn á Hjalta- bakka, sem íhaldsflokkurinn nú leggur kapp á að koma upp I efri deild. Hann er lílja með ^teinolíueinkasölunni og ef nokkr- ir menn mættu kallast „einokurar- postular“, þá er það hann og M. Guðmundsson. Öllum mun í fersku minni bar- átta ýmsra helstu forkólfa Ihalds- ins á síðasta þingi fyrir einka- sölu á tilbúnum áburði og síld- sölu. Skal hér því ekki frekar farið út í þá sálma. En þetta ætti að nægja til þess að sýna, að „einokunarpostulana" er fyrst og fremst að hitta innan Ihalds- flokksins. Framsóknarmenn eru á annari skoðun. Þeir trúa á verslun kaup- félaganna og telja samvinnu t verslunarmálum heppilegasta fyr- ir land og lýð. Þeir vilja aðeins grípa til einkasölu, til þess að brjóta ofbeldi útlendra og inn- lendra auðvaldshringa, sem náð hafa einokun á vissum vöruteg- undum (t. d. steinolíu). I ein- staka tilfellum gæti líka komið til mála að afla ríkissjóði tekna með einkasölu á vörum, en auð- vitað yrði sú leið sjaldan farin. íhaldsblöðin ættu því sem sjaldnast að minnast á einokun, því með því snoppunga þau fyrst og fremst annann manninn á landkjörslista flokks síns og marga aðra af helstu foringjum sínum. Samvinnumaður. í Póllandi er alt á ringul- reið. Pilsudski reynir að stjórna með hervaldi, en litlar líkur eru til þess að honum takist að friða landið. í Englandi er féleysi farið að sverfa svo að námumönnum, að búast má við því að þeir verði að láta undan. Verkfallssjóðir þeirra eru því sem næst eyddir og hungrið fyrir dyrum. Fmmsóknarmenn! Munið eftir að sækja kjörfund og kjósa D-listann. Þingmálafundir. Landkjörsframbjóðendur hafa nú undanfarið haldið þing- málafundi á fjöldamörgum stöð- um. Tíminn hefir frétt það af þeim, að þeir hafi verið sæmilega sóttir, en ekki ágætlega, farið friðsamlega fram og rólega og kosningahiti virðist ekki vera mikill. Frásagnir dagblaðanna um fundina hafa verið ærið sund- urleitar, enda er sú glópska orðin algeng (og hér eiga öll blöð hlut að máli), að skýra ekki rétt frá fundunum, svo lesendur blaðanna fái að vita hvað á þeim hefir gerst, heldur lita frásögnina þanjiig, að hægt sé að nota hana í kosningabaráttunni. Það er heldur lítið uppbyggilegt, að fá að vita að N. N. „hafði langmest fylgi á fundinum“ eða allir stóðu varnarlausir „fyrir rökfimi og mælsku“ S. S. eða þesskonar fróðleik, sem allir geta séð, að að- eins er komið með til þess að vegsama flokksbróðurinn, en ekki til þess að fræða lesendurna. Þetta er með öllu óhafandi, og blöðin ættu að geta orðið sam- taka um að láta fréttaritara sína gefa stutt en rétt ágrip af ræð- um þingmanna eða frambjóð- enda á stjórnmálafundum. Ef þeim þykir ástæða til að minn- ast á þá. Svo geta ritstjóramir tekið sig til og skýrt málin frá sínu sjónarmiði á eftir og skamm- að andstæðirígana eins og þeim þóknast, en þá hafa lesendur nokkuð til samanburðar og geta því heldur áttað sig á hvað rétt er. Af þessari breytingu ættu allir að hafa hag, en enginn óhag, og þess ættu blaðamenn og fram- bjóðendur að gæta, að hinar lit- uðu fundarskýrslur, sem nú tíðk- ast, eru engum til gagns. Fólkið þreytist á þeim og tekur ekkert mark á þeim. Hér er því brýn þörf á breytingu. ----o----- Dansk-íslenska ráðgjafamefndin hefir nú lokið fundum sínum. Þau mál, sem hún tók til með- ferðar voru essi: Sildarsölulögin. Nefndin athug- aði þau þegar áður en þau voru staðfest, og er svo um búið, að þau verði athuguð nánar, ef til kemur að þau verði framkvæmd. Ætlunin er að tryggja öllum hlut- aðeigendum að fullkomins jafn- réttis verði gætt er lögin koma til framkvæmda. Veiðar útlendinga við Island. Nefndin ræddi um hvaða ráðstaf- anir þyrfti að gera í báðum löndunum til að koma í veg fyrir misnotkun réttarins til að veiða í íslenskri landhelgi og til að verka fiskinn í landi, á þann hátt að verkað sé og saltað fyrir reikn- ing erlendra manna. Réttur til vistar á heilsuhæl- um. Nefndin skoraði á stjómir beggja landanna, að koma því til leiðar með bréfaskriftum eða samningi, að sú venja verði fest, sem hingað til hefir verið ríkj- andi, að íslendingar fái inntöku á dönsk heilsuhæli og öfugt. Endurheimt skjala og fom- minja. Loks hefir nefndin sam- þykt uppkast að samningi um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.