Tíminn - 26.06.1926, Page 2

Tíminn - 26.06.1926, Page 2
116 TlMINN P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. H.f. Jón Sigmtmdamn & Co. Símnefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Ahersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón SigmnndBnnn gnllsmiBar. Sími 888. — Laugaveg 8. snnnn SniBRLiKI Kla.’u.pféla.gsstj órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíki Sendið því pantanir yðar til: Eik og efni i þilfar til skipa. T. W. Buch (Iiitasmiðja Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf- vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixih'-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brónspónn. LITARVÖRUR: Anilinlitir Catechu, blásteinn, bránspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. þomar vel. Ágset tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á. íslandi. H.f. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík. Gadda ví rinn „Samband" er sterkur og tiltölulega langódýrastur. Kaupfélögin annast um pantanir. Ullarverksmiðjan „Gefn“ Frakkastíg 8 Reykjavik lækkar kembingu á ull frá 15. júní s. 1., þrátt fyrir það, pó vélarnar séu þær nýjustu og fullkomnustu er til landsins hafa flust — sérstaklega gerðar fyrir ísl. ull — lcnúðar með raforku. Það er trygging fyrir góðri vinnu, að vinnunni stjórna þaulvanir sérfróðir menn í þessari grein. Þess er gætt, að hver maður fái sína eigin ull til baka, þar sem hver sending, sem nær 3 kg. er kembd sérstaklega. Ullin er kembd í fínan eða grófan lopa eftir óskum. Verksmiðjan hefir umboðsmenn á flestum höfnum frá Sauðár- krók til Seyðisfjarðar. Fljót og góð afgreiðsla. Bogi A. J. Þórðarson. skjalaskifti Islands og Danmerk- ur og sömuleiðis gert tillögur um skil á fomminjum. -o- í 30. tölublað Tímans hefir hr. skólastjóri Magnús Helgason skrifað grein um héraðsskólamál Suðurlands, og með því að þar er dáh'tið rangt skýrt frá og að nokkurar hlutdrægni kennir í samanburði höfundar á Laugar- vatni og Hveraheiði fyrir skóla- setur, vil eg leyfa mér að gera dálitla athugasemd við umrædda grein. Það er ekki rétt að það t skilyrði hafi verið sett fyrir til- lagi Laugdæla, að Laugarvatn væri keypt fyrir 30 þúsund, held- ur var það tilboð bundið því skil- yrði, að skólinn yrði reistur þar. Eg get upplýst að það hefir aldrei verið gjört að skilyrði fyrir því að skólinn væri reistur á Laugarvatni, að jörðin væri keypt, og hefir altaf staðið til boða að reisa skólann þar án þess að jörðin væri keypt, jafn- framt hefir þá staðið til boða land handa skólanum eftir þörf- um, ef hann ekki ræki bú, og af- not af hvernum eftir þörfum, og aðstaða til að hagnýta þá og byggingarefni jarðarinnar án endurgjalds. að öllu eða mestu leiti. Hinsvegar hefir verið falast eftir kaupum á jörðinni fyrir skólasetur og jarðareigandi gefið kost á því fyrir umrseitt verð. Ef heppilegt þefði þótt að spara sér jarðakaupin í fyrstu, var engin fyrirstaða á því þótt skólinn væri reistur á Laugarvatni og gat þá stofnkostnaður orðið 30 þúsund kr. minni eða eftir hr. M. H. ekki nema 60 þúsund, auk samskota og ríkisstyrks. Ekki er það heldur rétt hjá greinarhöf. að strjálbýli sé i Laugardalnum. Eftir því sem ger- ist hér á landi má heita þar þétt- býlt og góðar samgöngur innan sveitar og við nærliggjandi sveit- ir, eins og hver maður, sem um veginn fer hjá Laugarvatni get- ur sannfærst um. Laugarvatn liggur á krossgötum, liggur ann- ar vegttrinni sunnan úr Rvík um Þingvallasveit við túnið á Laug- aivatni austur um Laugardal og áfram austur Biskupstungur upp að Geysi og eg held austur yfir Ilvítá, alla leið akfær. Annar veg-urinn liggur frá túninu á Laugarvatni fram Laugardal og svo Grímsnes fram á Grímsnes- brautina hjá Svínavatni. Flestir bæir í Laugardalnum standa við þessa vegi og er 5 mínútna til 30 mínútna gangur milli bæja, og á veturna styttist víða leið milli bæja, þegar vötnin liggja undir ísi, svo tekur Grímsnesið við og Biskupstungur, víðast að ofan- verðu þéttbýlt með veginum. Þessi staður var því nógu vel settur í sveit hvað snerti sam- göngur og þéttbýli, og síst er þess að vænta, að húsakynni hjá skólanum verði svo rúmgóð að tekið verði móti meiri mannfjölda á námskeið og samkomum skól- ans, en kæmi að Laugarvatni. Eg held mér sé óhætt að segja, að allir þeir, sem litið hafa á þetta rnál án hlutdrægni, hafi álitið Laugarvatn heppilegasta staðinn, sem völ væri á í Ámessýslu, fyr- ir skólasetur. Að minsta kosti hefi eg ekki talað við neinn utan- héraðsmann, sem ekki hefir litið svo á, og verð eg að marka það mikið. Það getur vel verið að Hveraheiði eða Grafarbakki, er mun vera eldra heiti á staðnum, sé góður staður líka, en það er víst, að á Laugarvatni hefði skól- inn notið sín bes<t, vegna stað- hátta og orðið ánægjulegastur fyrir nemendur. Það er því að mínum dómi hið mesta óhapp, að nú hefir verið horfið í bili frá að reisa skólann þar, og í því efni farið eftir goluþyt ekki ó- skyldum bændafunda-uppþotinu í ritsímamálinu, en nú vantaði þarna jafnoka Hafsteins, svo að íhaldsmönnum ekki tækist að tefja málið ef til vill um 200 ár. Það er von að margan uggi um framtíð þessa máls, og beri kvíð- boga fyrir að það verði Ámes- ingum til minni sóma og gæfu, en út leit fyrir í vor. Því hefði Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheásmindeu frá því 1896 — þ. e. í 30 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og ælandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. Fæst alstaðar á Islandi. Hlutafélagið ]is Uilladsens fabrikker Köbenhavn K. þessari uppreist móti Laugar- vatninu ekki verið komið af stað, hefði skólinn komist upp á þessu árí á heppilegasta stað. Ritað 20. júní 1926. Indriði Guðmundsson. Grein frá ritstjóranum um skólamál Sunnlendinga bíður næsta blaðs. Símað er frá Osló, að fyrir- spurnin viðvíkjandi erfiðleikum norskra fiski manna við Island hafi verið til umræðu í þinginu. Allir ræðumennirnir töldu, að skilyrðunum fyrir lækkun kjöt- tollsins hefði ekki verið fullnægt, þar sem Islendingar hafi ekki veitt Norðmönnum „vel villig be- handling“. Stjórnin kveðst hafa kvartað yfir þessu á íslandi, en vonaðist eftir að samkomulag næiðist, því annars yrði að afnema samninginn. — Eftir miklar deilur var Briand loksins falið að mynda Samvinnan 2. hefti 1925: Olafur Briem á Álfgeirsvöllum, með ipynd. Ileima og erlendis. Kaup- félögin, þýtt eftir próf. Cli. Gide. Sundhöllin í Reykjavík moð tveim myndum, grunnfleti og framhlið (teikning Guðjóns Samúelssonar). Landnómssjóðurinn, svararœða J. J. móti Jóni þorl. i Ed. 1925. Upphaf stóriðjunnar og Adam Smith eftir Friðgeir Björnsson. Byggingar eftir .1. .1.. Tvœr myndir af fyrirhuguðum hæ í Revkholti (teikning Guðjóns Samúelssonar). Laugaskólinn í þing- eyjarsýsiu (teikning Jóhanns Krist- jánssonar). Forstöðumenn samvinnu- félaganna. Myndir af ísleifi Högna- svni, Bjarna Hjartarsyni, Lárusi Holgasyni, Jóni Ivarssyni og þórhalli Sigtryggssyni. Árg. kostar 4 kr. Af- greiðslumaður: Rannveig þorsteins- dóttir, Sambandshúsinu. nýtt ráðuneyti á Frakkalndi. Ef honum tekst það verður hann 1 níunda sinn forsætisráðherra, og mun það einsdæmi. Aðalmál Frakka nú sem stendur er fjár- hagsmálið. Frankinn fellur sífelt og allar tilraunir tail þess að stöðva fallið reynst árangurs- lausar. Ef Briand tekst ekki að ráða bót á þessu er varla við því að búast að ráðuneyti hans verði langlíft. Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri andaðist 12. þessa mán., < 72 ára að aldri. Hann var sonur Þórarins Böðvarssonar prófasts í Görðum. Varð stúdent 1877. Las um hríð guðfræði við Hafnarháskóla, en lauk ekki prófi. Varð 1882 skólastjóri á Flensborg og 1908 fræðslumála- stjóri. Hann sat á þingi sem 2. þingmaður Gullbríngu- og Kjósar- sýslu 1886—1899. Vinsæll maður og vel látinn. Síðustu fréttir frá útlöndum herma að járnbrautarmenn kvarti um lakari vinnukjör eftir verk- fallið og telji alvarlega deilu óhjá- kvæmilega, nema bót verði ráðin á. — Álitið er að franska stjórnin muni krefjast þess, að þingið samþykki samning Ameríku og Frakklands, um ó- friðarskuldirnar, þar sem dollara- lán sé nauðsynlegt til þess að verðfesta frankann, en það mun því að eins fáanlegt, að þingið samþykki samningana. Sæti Jóns Magnússonar í efri deild Alþingis .er nú autt, því varamaðurinn, Sig. Sigurðsson ráðuhautur, er dáinn. Verða því nýjar landkosningar að fara fram í haust til þess að kjósa einn þingmann. I Moskva voru nýlega miklar æsingar gegn Englendingum.Múg- urinn réðist á enskar verslunar- skrifstofur, en lögreglan dreifði honum. Atkvæðagreiðslan um eignar- nám þýsku furstanna fór svo, að mikill meiri hluti atkvæða var með því að ríkið tæki þær að sér endurgjaldslaust. En atkvæða- greiðslan varð- ekki lögmæt, af því að heimtað var að meira en helmingur fólksins greiddi at- kvæði. Keisarasinnar tóku því ekki þátt í atkvæðagreiðslunni til þess að hún yrði ólögmæt. Málið er því enn óútkljáð og ákaflegar æisingar í landinu. Stjómin á í vök að verjast, og í mörgum bæj- um hafa orðið blóðugir bardagar. Þjóðbankinn danski hefir lækk- áð forvexti úr 5^2% í 5% frá 24. j úní. Læknisfræðisprófi við Háskól- ann luku þessir 6 menn lýlega: Bjöm Gunnlaugsson með I. eink,. 2021 /6 stig, Eiríkur Björns- son, II. eink. betri, 153l/3 stig, Lárus Jónsson, II. eink. betri, 151i/g stig, Ólafur Ólafsson, H. eink. betri, 133 stig, Pétur Jóns- son, I. eink., 173V0 stig og Sveinn Gunnarsson, I. eink. 1842/3 stig. — Að þessu sinni tekur enginn nemenda háskólans guðfræðispróf. Forsætis- og utanríkisráðherra Dana hafa sent Stjómarráðinu samúðarskeyti vegna andláts Jóns Magnússonar. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.