Tíminn - 10.07.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.07.1926, Blaðsíða 2
TIMINN snnnn SniBRLIKI IKa.TJi.pfélagss tj órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíkí Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík. P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. Símnefni: öranfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila Bkipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantauir. Eik og efni i þilfar til skipa. Kristján Jónsson dómstjóri Hæstaréttar andaðist snögglega 2. júlí, 74 ára að aldri. Hann var sonur Jóns Sigurðssonar alþm. á Gautlöndum, er sú ætt rakin í beinan karllegg til Langsættar, og í henni hafa verið margir embættismenn og höfðingjar í full 500 ár. Kristján heitinn tók lögfræðis- próf 1875 með hárri einkunn og þótti afburða námsmaður. Var sýslumaður í Gullbringu- og Kjós- arsýslu 1878—1886. Þa varð hann 2. yfirdómari í landsyfirréttinum og 1. yfirdómari 1889. Þegar Hæstiréttur var stofnaður 1919, varð hann dómstjóri og gegndi því embætti til dauðadags. Hann var konungkjörinn þingm. 1893 til 1903 og fylgdi Valtýsk- unni. Árið 1908 komst hana aftur á þing í flokki „fi-umvai’psand- stæðinga“, en fór úr flokknum 1911 og varð þá ráðherra og gegndi því embætti þangað til Hannesi Hafstein tók. við því aft- ur, árið eftir. Munu þeir viðburð- ir vera mönnum í fersku minnl. Við kosningamar 1914 var hann ekki í kjöri og mun ekki hafa tekið neinn þátt í stjómmálum síðan. Kristján heitinn var vel gefinn maður á marga lund. Víðlesinn og fróður og hið mesta prúðmenn í framkomu. Hann var talinn dug- legur þingmaður, þó hann værl ekki beinlínis til foringja fallinn. Hann starfaði allmikið fyrir Bók- mentafél. og var forseti Reykja- víkurdeildarinnar 1904—1909 og kjörinn heiðursfélagi þess félags 1910. Hann var skipaður í ýmsar pólitískar nefndir og hafði um langt skeið, allmikil áhrif á stjóm- málalífið í landinu. -----o---- För íslenska glímuflokksins til Danmerkur hefir verið sannkölluð frægðarför. Síðasta glímusýning- in var haldin fyrir nokkrum dög- um í Ollerup, þar sem frægasti íþróttaskóli Dana er, og voru þar um 8000 áhorfendur. Pálmi Hannesson, Skagfirðing- ur, hefir nýlega lokið magister- prófi í náttúmfræði við Háskól- ann í Kaupmannahöfn. Hann hef- ir tvö sumur ferðast hér á landi til náttúrufræjðirannsókna með styrk frá sáttmálasjóðnum danska. Pálmi er hinn mesti efnismaður og má vænta mikils árangurs af starfi hans í þágu íslenskra vís- inda. Fágæt hjálpsemi. Sumarið 1924, skömmu *fyrir •slátt, veiktist jeg þunglega og lá ! rúmfastur árlangt. Þegar jeg | lagðist veikur, var heimili mitt j forstöðulaust, kona mín (bin með i þrjú börn ung, hlð yngsta á fyrsta | missiri. En sveitungar okkai' ! hlupu drengilega undir baggann j með okkur, og veittu okkur mikla hjálp og margvíslega. Gengust helst fyrir því Jakob Ó. Lárusson prestur í Holti, sem á allan hátt reyndist okkur bjargvættur, Sig- urður Ólafsson á Núpi og Lárus Bjarnarson á Fitjarmýri. — Sig- mundur kennari Þorgilsson, frá Knarrarhöfn í Dalasýslu, bauð okkur þá að vera fyrirvinna heim- ilisins um sláttinn, og gegndi þvi starfi með einstakri árvekni og trúmensku. En bændur í sveitinni ljeðu að öðru leyti fóik til hey- vinnunnar. Alt haustið og vetur- inn hjálpuðu nágrannar okkar heimilinu við fjenaðarhirðingu og önnur störf, einkum þeir Lárus á Fitjarmýri og Helgi Jónsson á Helgusöndum. Var, í fám orðum sagt, hver maður boðinn og búinn okkur til hjálpar, og er of langt upp að telja alla þá, siem réttu okkur hjálparhönd; og alt var þetta unnið endurgjaldslaust, nema að sjálfsögðu vinna kaupa- mannsins. — Er þetta því drengi- legra, sem við hjónin erum bæði aðkomin í sveitina og .höfum að- eins dvalið hjer um fá ár. Sann- aðist nú sem oftar, að hjálpfýsl manna og göfuglyndi kemur skýr- ast í ljós, þegar náunginn ratar í raunir. 'Um veturinn lá eg um hríð i sjúkrahúsinu á Stórólfshvoli, og naut þá ágætrar umhyggju og hjúkrunar Helga Jónassonar hjer- aðslæknis og frúar hans, Oddnýj- ar Guðmundsdóttur hjúkrunar- konu. — Tel eg okkur Rangæinga hamingjusama að fá að njóta þeirra, og óska þess að svo megi verða sem lengst. Rotum í Vestur-Eyjafallahr., í nóvember 1925. Gunnar Sigurðsson. A t h. Grein þes,si týndist hjá ritstjóranum, en fanst nýlega. Er því höfundur beðinn að afsaka dráttinn á birtingu hennar. -----o---- „Ritling einn hefir Árni Áma- son frá Höfðahólum gefið út ný- lega, sem hann nefnir „Manngildi „Tíma“-ritstjórans og margt Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa T. W. Buch (Iiitasmiðja Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasminde“ frá því 1896 — þ. e. í 30 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og .slandi. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. ca. 30 milj. fermetra þaka. £3 Ö . Fæst alstaðar á Islandi. Hlutaféiagið )m UillÉens iilir Köbenhavn K. fleira“,“ segir Mbl. nýlega. Má vel benda á það, að Mbl. legst svo lágt að fagna slíkum níðpésum, þar sem illkvitnin er svo gagnsæ, að engra mótmæla þarf með. Og ætti þó óljós hugmynd um að verra er að hafa þessháttar rit- höfunda með sér en á móti að nægja til að þegja um pésann. En það er líkast því að Mbl. hafi ekki tilfinningu fyrir því, því það gerir Árna að rödd þjóðarinnar um manngildi Tryggva Þórhalls- sonar. „Bæklingurinn er einn lið- urinn í þeirri andúðarbylgju, sem nú er risin gegn ritstjóra „Tím- ans“ nálega alstaðar á landinu", segir blaðið. Til þessa hefir rödd Áma ekki verið talin rödd þjóð- arinnar. Það er öðrum hentara að dætma um manngildi en hon- um. Það er svo kunnugt að Tryggvi Þórhallsson er drengur hinn besti og hvers manns hug- ljúfi, þeirra, sem hann þekkja, persónulega eða af réttri afspurn, að ekki þarf að svara illdeilum Árna, En til svo mikillar sóma- tilfinningar ætti að mega ætlast af Mbl., að það væri ekki að hæl- ast um af svona liðveislu og af reykvískum kaupmönnum, að þeir léðu ekki auglýsingafé til að fleyta þesskonar ritsmíðum á prent. Það er þeim til skammar, sem bera fé eða lof á ritling Áma, en Tryggvi Þórhallsson ritstjóri þarf ekki að kvarta um að eiga hann fyrir andstæðing. Stauning, forsætisráðh. Dana, kemur. til Reykjavíkur í næstu viku og dvelur hér nokkra daga. Annar þektur maður, sem kemur hingað bráðlega, er Knud Berlin kennari við Hafnarháskóla. Sá TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf- vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftiS, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITARVÖRUR: Anilínlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. þomar vel. Ágæt tcgund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. GaddaTirinn „Sainl)andC£ er sterkur og tíltölulega langódýrastur. Kaupfélögin annast um pantanir. . .V-... maður, sem mest barðist gegn sjálfstæðiskröfum íslendinga, og mest reyndi að koma í veg fyrir, að vér fengjum frelsi vort og fullveldi. —o---- Frá útlöndum. Féleysi sverfur mjög að Itölum um þessar mundir. Herbúnaður Mussolinis kostar of fjár, og láns- traustið lítið eða ekkert. Englend- ingar eru ítölum þungir í skauti í fjármálunum. Þess vegna hefir Mussolini gert víðtækar ráðstaf- anir til þess að auka framleiðsl- una og takmarka eyðslu á ýmsum sviðum. Vinnutíminn hefir verið lengdur um einn klukkutíma á dag. Þá hefir verið ákveðið, að fréttablöð megi undir engum kringumstælðum vera meira en sex síður. Loks hefir hann bann- að að reisa fleiri skrauthýsi og að fjölga skemtistöðum í landinu. Ekki er laust við að aðrar stór- þjóðir hendi gaman að þessum ráðstöfunum og hafi litla trú á þeim. Eitt enskt stórblað segir, að fyrst þurfi að breyta stjómar- skipun Ítalíu til þess að fjárhags- leg viðreisn geti átt sér stað. — Kanslari Þýskalands hefir afturkallað stjórnarfrumvarp um fjái'greiðslur til furstanna, þar sem full vissa er fyrir, að þing- ið samþykkir ekki frumvarpið nema með tilstyrk Jafnaðarmanna og þýskra þjóðemissinna, en báð- ir þessir flokkar eru andvígir frumvarpinu, og er furstamálinu þar með frestað um óákveðinn tíma. Samkvæmt ósk Hinden- H.f. Jón SigmundRSMMi & Cc. Trálofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspcnnum, margt fleira. Sent með póstkröfuútumland,ef óskað ei. Jón Sigmundsson guilsmiður Sími 388. — Laugaveg 8. Samvinuan 1. hefti 1926. Sigurður Jónsson í Ystafelli, með mynd. Heima og erlendis (um innlenda og erlenda sam- vinnu). Norðan lands og sunnan (fyrri hluti) eftir Jón Sigurðsson í Ystafelli. Fjelagsmál í sveitum eftir Guð,geir Jóhannsson. Reglur og stefnuskrá samvinnufélags Eiðaþinghár. Byggingar- og land- námssjóður (þingræða eftir J. J.) með uppdrætti af grasbýli. Húsa- kynni, eftir Kristján Sigurðsson, Akureyri. Kaupfélög og hlutafé- lög. Samvinnuskólinn 1925—26. Forstöðumenn samvinnufélaganna með mynd af Birni Kristjánssyni. — Samvinnan kostar kr. 4,00 árg. Afgreiðslumaður Rannveig Þor- steinsdóttir, Sambandshúsinu. Námskeið í matreiðslu, framreiðslu og ýmsum öðrum heimilisstörfum, hefst 1. október n. k. Nánari upplýsingar gefur THEÓDÓRA SVEINSDÓTTIR Kirkjutorgi 4, Sími 1293, Reykjavík. (Júlí og ágústm. sími: Þingvellir). burgs neitaði kanslarinn kröfu um að stjórnin færi frá og þingið leyst upp. — Neðri málstofa enska þings- ins hefir samþykt frumvarpið um að lengja vinnutímann í kolanám- unum upp í átta stundir á dag. — Alment er búist við því, að franska stjórnin falli bráðlega, þar eð það leiki mikill vafi á því að þingið samþykki þær tillögur í fjárhagsmálinu, sem Caillaux leggur fyrir þingið mjög bráð- lega. Ritstjóri: Tryg'gvi Þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.