Tíminn - 28.08.1926, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.08.1926, Blaðsíða 1
£?>faíMeri o<j afgteifcslur’aftur Cirnans .r Stgurgeir ^ttlrifsfon, Scrmfecmisíiástnu. HeyfjotDÍf ^fgteiböía Cimans et í Sambanösfyástnu (Dptn öaglega 9—\2 f. I). Shvn 496. X. ár. Hoykjavílt 28. ágést 1926 40. blaö T'vö kvæði Erindrekstur Orænlandsmálsins. Af tveimur orsökur standa Is- lending-ar alt öðru vísi að vígi um rekstur Grænlandsdeilunnar heldur en alment gjörist meðal ríkja, þar sem greinir á um slík málefni, er heyra undir alþjóða- dóm. Vér getum ekki beitt dönskum umboðsmönnum fyrir oss í því efni, af þeirri ástæðu, að Danir þykjast vilja eiga hér hlut að máli, á móti kröfum vorum. Á hinn bóginn er það ennfremur svo, að vér eigum undir gagn- aðila vorn sjálfan að sækja um skipun íslenskra erindreka í slík- um efnum. Þessar ástæður eru og þjóðum kunnar, og hafa efalaust verið nákvæmlega íhugaðar af erlendum stjórnaiTáðum síðan þetta mál varð alment umtalsefni fyrir nokkrum árum. Það væri mjög ávarkárt og van- hyggilegt af oss, að draga, fram úr öllu, umræður um þessi atriði Grærdandsmálsins. Þau eru sú hlið málefnisins, sem fyrst verður að vanda vel og tryggilega til. Samþegnar vorir munu alment virða oss það á betri veg, að vjer viljum ekki láta svo sýnast út á við, hvorki gagnvart Norðurlönd- um nje öðrum ríkjum, sem oss liiggi þetta í ljettu rúmi. Aðstaða vor er algerlega einstök á báða bóga. Vegna hins yfirlýsta, ævar- andi hlutleysis vors styður ekkert málstað vom nema réttlætiskend og samúð iþjóðanna. Og á hinn bóginn eigum vér hér í höggi við vora eigin sambandsþjóð, sem bæði á hervald og sendisveitir, einhverjar þær alkunnustu í Norðurálfu fyrir hyggindi og lagni að koma árum sínum fyrir borð. Gegn þessu hljóta íslendingar að leita sérstæðra ráða og beita sem best þeim fyrinnælum sem finn- ast um aðstöðu vora. Og sé Græn- landsdeilan liðuð þannig sundur að efninu til, að menn isetji fyrst á odd þá kröfu Islands, að Græn- land verði, til að byrja með, opn- að fyrir oss til jafns við Dani í öllum atvinnugreinum sem eru nú stundaðar þar í landi, svo sem verslun, fiski og föngum ásamt námurekstri 0. s. frv. Þá virðist svo sem alveg ótvírætt ákvæði finnist lútandi að þessu í sam- bandslögunum, þar sem segir í 15. gr.. að „hvort land fyrir isig“ kveður á um það„ hvernig hags- muna þess sjálfs bg þegna þess skuli nánai’ gætt í hinu landinu“. — Hér er það tvímælalaust, að átt er við „ríki“ þai’ sem nefnt er. land. Danmörk er ríki, sem Danii’ telja að náii yfir Færeyjar og Grænland. En alveg er það ógerningur, að halda því fram, að þessi tvö síðastnefndu lönd geti nú beitt islíkum ákvæðisrjetti. Þannig vérður það að játast rök- rjett, að ísland skal kveða sjálft á um það hvernig hagsmuna þess skuli „nánai’ gætt“ í Grænlandi. Er þetta ákvæði núverandi lög- skipunar um samband vort við Dani afarmarkvert og vænlegt til þess, að stuðla til þess að lokum, að vinsamleg úrslit fáist við Dani um ákvörðunina á ríkisstöðu hinn- ar fornu nýlendu vorrar. En þegar kemur til þeirrar hliðar málsins, hvemig eigi að koma fram ríkiskröfum íslendinga til Grænlands, verður að skýra 16. gr. sambandslaganna um löggjöf beggja ríkja, sbr. tilsk. 28. maí 1019. Er þar þá fyrst að geta þeirrar stórmerkilegu meginreglu að hin dansk-íslenska ráðgjafar- nefnd þarf ekki að koma til þar sem aðeins er að ræða um stjóm- arráðsstafanir. Tillögur til þings- ályktana um áskoranir til ríkis- stjórnar vorrar geta orðið ræddar og1 samþyktar á Alþingi án und- anfarandi meðferðar milliríkja- nefndarinnar. Ennfremur er það öldungiis efalaust, að veita má hverjar upphæðir sem vill á fjár- lögum vorum til framkvæmda um afnot af Grænlandi og til rann- sókna eða íslenskra stofnana þar í landi 0. s. frv. án þess að koma þurfi til rík j anefndarinnar. Að öðru leyti má og geta þesis, að verði þessum skilningi sambands- ákvæðanna beitt til fulls, verður varla þörf fyrir einfalda löggjöf af íslands hálfu, til þess að koma fram sókn vorri til fullrar viður- kenningar um rétt vorn yfir Grænlandi. Þegai’ til þess kæmi að endurinnlima hina fornu ný- lendu vora í íslenska ríkið þá yrði slíkt auðvitað að gjörast með grundvallarlöggjöf, vegna kosn- inga 0. s. frv. Nefnd sú, sem kosim hefir verið af Alþingi aðallega til þess að rannsaka og íhuga málstað vom í Grænlandsþrætunni, hefir afar- mikilvægt hlutverk í því efni að leggja niður fyrir sér hvemig koma skulii þinglega fram kröf- um vorum um viðurkenning forn- réttar vors. Það eitt út af fyrir sig, að þingnefnd þessi var kosin í sameinuðu Alþingi, hefir ákvarð- að og gjört kunnugt fyrir öllum heimi, að ísland er vakandi yfir rétti sínum þar vestra. En lítt skiljanleg eru nokkur þau skrif sem birtst hafa að undanförnu, í þá átt að. nefnd þessari muni ekylt að koma fram með „álit“ 0. s. frv. í þessu máli, eins og það liggur nú fyrir. Nefndartillögur á sínum tíma, fyrir Alþingi sjálfu, getur einungis verið að ræða um hér, og yrði þá að sjálfsögðu að taka fyrst og fremst fult tillit til þess, að hér er að ræða um utan- ríkismál, í landi sem á ekki líf- færi til þessa dags, er hæf geti talist til þess að bera málstað vorn fram erlendis. Hlýtur Græn- landsnefndin því samkvæmt hlut- arins eðli og allri venju, að ræða þetta málefni, þegar til þingsins kasta kemur, á lokuðum fundum, þangað til slík ákvörðun yrði gjörð sem er fallin til þess að birtast. Ákvörðun • þeirrar leiðar, er fara skuli um endurheimtu Græn- lands, gjörist væntanlega á g'rund- velli þeirrar tillögu sem nefndin leggur fyrir þingflokka og ríkis- stjóm, áður en málið kemur í heyranda hljóði fyrir Alþingi. Al- veg virðiist það óskiljanlegt hvem- ig menn geta talað nú um „álit“, er komið gæti þinglega til greina. Slíkt er aðeins þá undarlegt, þeg- ar ákveðin tillaga eða frumvarp hefiir áður komið fram, frá stjóm eða fulltrúum. Það einasta sem hefði á þessu stigi málsins getað komið til tals, að nefndim gæti birt fyrir almenningi, er skýrsla eða yfir- lýsing hennar um rannsóknir, er hún kynni að hafa gjört milli þinga. En þá er þessi jafnframt að geta, að ekkert fé hefir verið ætlað hér til slíkra rannsóknar- starfa, sem auðvitað hefðu átt jafnhliða að beinast að sögugögn- Land að hverfa. Nú er orðið langt til lands, lítil fjöll til menja. Stórt er hafið,-----muna manns má samt betur þenja. Unnar firð, sem ógurleg öllum drekkir ströndum, hindrar síst að hafi ég hug í tveimur löndum. Annað landið að mér snýr allri minni þekking; hitti sem óskeð æfintýr, eða kannske blekking. Eins, þá siglt mun hinsta haf, horfir málið svona, hnjúkar þektir hverfa í kaf; en hversu er foldin vona? um og skilríkjum erlendis. En jafnvel þótt einhver ný gögn um málið hefðu fundist með þeim hætti, hefði það mátt þykja kyn- legt af slíkri nefnd, að geyma það ekki þinginu sjálfu að láta það uppi á þann veg og á þeim tíma, sem þá þætti eiga við. Yfirleitt mun víst mega búast ’ við því, að menn viljii láta fylgja þessu málefni fram hjeðan sam- kvæmt því sem ýtrast eru föng á eftir þeim lögum, er gilda nú fyrir íslendinga sem sambands- þjóð Dana — en á þann hátt, að engum rétti sé þó fyrirgert gagn- vart fullheimtum á ríkiskröfu vorri fyrir alþjóðadómi, þegar þar kemur að. Með þeim hætti getum vér notið aðstoðar tímans, og vaxandi fylgis úti um heim- inn, uns réttlæti, fæst um stöðu Grænlands innan hins íslenska ríkis. Ehjai’ Benediktsson. ---0--- Reykholt. Frú Guðrún f. Briem ritar grein í eitt dagblaðanna, sem á erindi til almennings um alt land. Segir svo í greininni: „En hvernig heiðrum við minningu Snorra Sturlusonar hjer heima fyrir, þessa manns, er með ritum sín- um hefir varpað mestum ljóma yfir land og bókmentir, og á eg þar við hvemig bústaður Snorra, Reykholtsstaður, lítur út nú sem stendur“. Því næst gefur frúin sanna, en mjög sorglega, lýsingu af torf- bænum í Reykholti. Hann er 40 ára gamall og var orðinn svo hrörlegur fyrir nokkrum árum, „að ekki þótti óhætt að búa í hon- um“. Var hann þá hrestur við lítillega, en ástandið samt það að „bærinn er mjög hrörlegur út- lits og því sem næst óbyggilegur; allir moldai’veggimir eru að hrynja saman og timbrið í bænum fúið, öll hús snöruð og sliguð“, nema það lítið sem hrest var við, „hurðir verða ekki opnaðar nema í hálfa gátt í frambænum og dyr isvo lágar, að menn verða að svín- beygja sig til að ganga um þær. Flest bæjarþilin eru snömð fram á hlaðið og hallaist sitt á hvað. Dymar á bæjarþilinu eru 2 áln- ir og 1 kvartil á hæð og þegar inn er komið em bæjardymar ekki manngengar undir bita“. Er þessi lýsing frúarinnar vit- anlega algjörlega rjett og stingur Dómkirkjan í Niðai’ósi. Hljóðlát ment, en hög og skygn, hlær við sjón, sem skíni af logum. Sjá, hve heilög trú og tign tindra í steinsins mjúku bogum. Snildin full, en hún ei hálf höggvin trútt í steinsins letur. Kirkjan mikla messar sjálf mælskum klerki drjúgum betur. Skráð með henni er ramgert rit, rökstudd kenning langra tíða: norræn menning, magn og vit, mynda þrenning glæsifríða. mjög í stúf við ummæli Þing- vallanefndarinnar fyrverandi sem segir um bæinn að hann sé „að öllu leyti myndarlegur útlits og má telja hann meðal hinna álit- legustu bæja af þeirri gerð“ og segir ennfremur „að bær þessi geti vel staðið nokkur ár enn“. Er þa,ð vel að mál þetta er vak- ið upp aftur og svo glögglega. Að vísu erum við fátækir og lítils- megandi, íslendingar. En enginn á Snorra Sturluson nema,. við. Og hvað hefðu aðrar þjóðræknai’ þjóðir gert til að heiðra minningu slíks manns? Reykholtsstað þarf ao hýsa myndarlega og með ein- hverjum sérstökum hætti, sem þeir menn geri tillögur um sem vit hafa á. Það er hvort sem er ekki svo mai’gt sem lyftir nú und- ir þjóðrækni íslendinga, svo margt sem það þó gæti verið. Fyrir allra hluta sakir er Reyk- holt hinn sjálfkjörnasti staður t. d. til að hafa þar jafnframt ein- hverskonar þjóðmenjasafn — segjum t. d. kirkju, búna fornum gripum, sem enn eru til fjölmargir. Hverahitirm gæti áreiðanlega var- ið þá gripi betur raka og slaga en háaloft Þjóðmenjasafnsins. Reykholt er ekki einungis setur hins mesta sagnfræðings Norður- landa. Reykholt hefir líka öldum sam- an verið eitt merkasta mentaset- ur á Islandi. Frá siðaskiftum og fram á miðja 18. öld sat þar, mann fram af manni einhver merkasta fræðimanna- og presta- ætt sem Island hefir átt. „Er þetta hið mesta fræðimannakyn, sem verið hefir uppi á ísland“, segir doktor Páll Eggert Ólason í isíð- asta bindinu af Menn og ment- ir. — Enginn staður á Norð- urlöndum er svo sagnfræðilega merkur, sem Reykholt. ----0---- Lýðháskólinn á Vors í Noregi auglýsir á öðrum stað í blaðinu. Skólastjóri hans, Lai’s Eskeland, er hvorttveggja í senn, einn hinn frægasti leiðtogi æskulýðsins á Norðurlöndum, og hinn ágætasti íslandsvinur. Vors-skólinn fær nemendur hvaðanæfa að úr Noregi og nýtur þar hinna mestu virð- ing’a og vinsælda. Hann er og sóttur bæði frá Danmörku og Svíþjóð og síðustu árin hafa Fær- eyingai’ og Íslendingar sótt hann meir en nokkum annan norskan skóla. Er og hinum þjóðræknu Norðmönnum einkar kært að fá- að kynnast sem flestum Islending- um. Þeir, ungir menn og konur héðan, siem ætla að stunda lýð- háskólanám ytra, ættu mjög að athuga hvort ekki væri rétt að kynnast Islandsvininum á Vors. ---------o-- RökviUur. „Langvinirnir rj úfast síst“, sagði Þorbjöm öngull. Rætist það nú illa á þeim mönnum, sem hafa haft það starf á hendi um hríð að verja gerðir og aðgerða- leysi íhaldsstjómarinnar. Standa á henni spjótin svo þykt að henni fer að frægum dæmum: hún getur varla fallið í bili, vegna hinna mörgu spjótalaga. Og lífvörður hennar, Ihalds- blaðamennimir, sýnir hið mesta tómlæti og hina mestu van- geymslu um vömina. Þeir hafa alveg gefist upp við að verja hina grimmilegu skatta- málastefnu íhaldsins: sumpai’t átti að létta gjöldum af hinum ríkustu og auka nefskattana, sum- part átti að gefa hinum ríkustu eftir istórfúlgur, sem illa eða aldrei hefðu endurgreiðst. Þeir hafa og gefist upp við að verja fj árbruðl Ihaldsins, stofn- un hinna mörgu nýju ialóþörfu embætta o. fl. Þeir era 'steinþagnaðir í geng- ismálinu, enda eru afglöp lands- stjórnarinnan í því máli og vand- ræðaafleiðingarnar fyrir landið orðnar svo deginum ljósari að varla heyrist orðið að nokkur mað ur mæli stjóminni bót. Þeir hafa löngu gefist upp við að verja þá tilraun sem íhaldið gerði á íslandi, til að fá vald til að beita verkamenn landsimsi of- beldi í vinnudeilum, með stofnun varalögreglunnar. Eyða jafnframt til þess ógurlega miklu fé. Er ó- hugsandi að slíkt stjómarfmm- varp hefði getað komið fram í nokkru þingræðislandi öðm í Norðurálfu, á tuttugustu öld. Ótal mai’gt fleira mætti nefna, þar sem langvinimir hafa rofist íhaldsstjóminni, með því að gef- ast upp. En þá tekur ekki betra við, þeg- ar þeir fara að reyna að verja. Fást þeir við það nú sáðast að reyna að ósanna það, sem Tíminn hefii’ haldið fram með fylstu rök- um: að IhaJdsflokkurinn, og sér- staklega formaður hans, hafi sýnt hið mesta tómlæti og skilnings- leysi í landbúnaðarmálunum, að aðstaðan til landbúnaðarmál- anna, alhliða viðreisnar landbún- aðarins, sé einmitt það málið sem fyrst og fremst skilur Framsókn- ar- og Ihaldsflokkinn. Þeir vilja afsanna þetta, Ihalds- blaðamennirnir, með því að nú sé mikið lagt af nýjum vegum, ár brúaðai’ og símar lagðir. Og þetta segja þeir að íhaldsflokkur og Ihaldsstjóm geri! Heyr á endemi! Með sama rétti mætti segja t. d. að strákamir sem selja dagblöð- in á Reykjavíkurgötum væru rit- stjórar Morgunblaðsins. Efnislega væri að vísu ekkert því til fyrir- stöðu, en þó mun það ekki vera. Nýju vegimir, brýmar og sím- arnir eru afleiðing af góðærinu 1924. Alþingi hefir sameiginlega ákveðið að gera þessar fram- kvæmdir. Þjóðin hefir sameigin- lega lagt fram fjeð til þess. I annan stað vilja blaðamenn Frh. á 4. síðu. Jakob Thórarensen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.