Tíminn - 09.10.1926, Blaðsíða 4
172
TlMINN
Prjónavélar.
Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að „Brittannia“
prjónavélamar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik eru öllum
prjónavélum sterkari og endingarbetri. Síðustu gerðirnar eru með
viðauka og öllum nýtísku útbúnaði.
Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425,00.
Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, kosta kr. 460,00.
Hringprjónavélar, 84 nála, með öllu tilheyrandi kr. 127,00.
Allar stærðir og gerðir fáanlegar, nálar og aðrir varahlutir út-
vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst
til Sambandskaupfélaganna. I heildsölu hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
BARRATTS-S^
Þetta ágæta baðlyf mun elst í notkun hér á landi og þektast.
Það er notað í öllum fjárræktarlöndum og hafa vísindin tvímæla-
laust sannað ágæti þess. Kaupmenn og kaupfélög, sendið pantanir
yðar til Magnúsar Matthíassonar, Túngötu 5, Reykjavík, eða beint
til undirritaðs einkasala fyrir Island á Barratts-baðlyfjum.
Stærð íláta eftir vild kaupenda.
Louis Zöllner,
Newcastle on Tyne.
Árum saman hefir verið unnið
að því að bæta þær. Á að leggja
þann dóm á að þeir menn, sem á
þeirri tíð vildu taka Þór til land-
helgisvarna, og setja á hann fall-
byssu, að þeir væru að spilla
áliti landhelgisvamanna ? Eða
síðar, þá er menn vildu fá nýtt
strandvarnaskip, voru þeir þá að
spilla áliti Þórs og ófrægja hann?
Var Sveinn í Firði að ófrægja
Esjuna og spilla áliti hennar, er
hiann bar fram frumvarpið um
nýtt strandferðaskip í neðri deild
í vetur?
Hvað er það sem ritstjóri Tím-
ans hefir borið fram um Ræktun-
arsjóðinn? ^
Með öðrum bar hann fram til-
lögu um það á síðasta þingi, að
afla Ræktunarsjóðnum nokkurra
miljóna króna af nýja fjármagni,
með þeim kjörum að hægt hefði
verið að lána út aftur með 5%
vöxtum eða lægra. öll bai’áttan
hefir hnigið að því einu að bæta
Ræktunarsjóðinn og gera kleift
að hann yrði fullkomnari 1 áns-
stofnun, sem betur næði þeim til-
gangi að veita bændum stuðning
til að rækta landið.
Og þetta er kallað að ófrægja
Ræktunarsjóðinn og spilla áliti
hans!
Það er fátt sem sýnir betur hið
algjöra rakaþrot sem Ihaldsmenn
hafa lent í í þessu máli, en þetta,
að þeir skuli grípa til slíkra stað-
hæfinga sem þessara. Og þetta er
ritað á ábyrgð miðstjómar I-
haldsflokksins og í þeirri mið-
stjóm eru þeir menn báðir sem
nú fara með ráðherravald á Is-
landi.
---o----
Almennur fundur
sóknanefnda og presta 19.—21.
þessa mán.
Á sóknanefndafundinum, sem
haldinn var í Reykjavík í fyrra
haust, var fimm manna nefnd
falið að undirbúa svipaðan fund
í haust. Eru í þeirri nefnd: Ámi
Jónsson, kaupmaður, form. frí-
kirkjusafnaðarins í Rvík, ólafur
Bjömsson, kaupmaður, sóknar-
nefndarmaður á Akranesi, Sigur-
bjöm Á. Gíslason, kand. theol.,
oddviti sóknarnefndar dómkirkj-
unnar (form. nefndarinnar), Sig-
urbjöm Þorkelsson, kaupm., sókn-
amefndarmaður í Rvík og Sigur-
geir Gíslason, verkstjóri, safnað-
arfulltrúi í Hafnarfirði.
• Þessi nefnd boðar nú til fundar
19.—21. þ. m. Hefst hann þriðju-
— Þakka þér fyrir elskan mín,
að þú keyptir
Alfa-Lwal
skilvindu. Það er sönn ánægja að
iiaí'a skilvindu, sem skilur allan
rjómann úr mjólkinni, nú líður
ekki á löngu þangað til við höf-
um efni á að kaupa sitt af hverju,
sem okkur hefir vanhagað um til
þessa.
Kaupið Alfa Laval skilvindu hjá
Sambandsfélögunum, eða
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
Skógarklippur
notast einnig sem homaklippur,
fást eftir pöntun hjá skógræktar-
stjóra, Rvík. 3 stærðir, verð: 25,
25, og 22 kr.
Bújörðin
Laugarbajckar
í Ölvesi fæst til kaups og ábúðar
í næstkomandi fardögum. Nánari
upplýsingar gefur eigandi og
ábúandi jarðarinnar Jóhannes
Magnússon og Pétur Jakobsson
kennari' Freyjugötu 10, Reykja-
vík, (sími 1492).
daginn 19. þ. m. kl. 11 árd. með
guðsþjónustugerð í dómkirkjunni
þar sem sem sr. Sigurjón Áma-
son í Vestmannaeyjum prédikar.
Fundahöldin sjálf hefjast kl. 2
þann dag í húsi K. F. U. M. Er
búist við að ýmsir fundarmenn
skýri þá frá ýmsu kristilegu sjálf-
boðastarfi á landi voru, og rætt
verði um húsvitjanir (sr. Halldór
Kolbeins á Stað í Súgandafirði
málshefjandi).
Um kvöldið flytja þeir sr. Ól-
afur Magnússon á Amarbæli og
Sigurður Jónsson skólastjóri í
Rvík erindi um kristindóms-
fræðslu í dómkirkjunni.
Morguninn eftir hefjast um-
ræður um það mál, og eru vel-
komnir þangað fræðslumálastjóri,
kennaraskólastjóri og allir kristin-
dómskennarar. fíeinni partinn
flytur Sumarliði Halldórsson
sóknamefndarmaður á Akranesi
erindi um bænina og verða um-
ræður um hana.
Um kvöldið flyjta þeir sr. Ei-
ríkur Albertsson á Hesti og Sig-
urbjöm Á. Gíslason kand. theol.
erindi í fríkirkjunni um kristin-
dóm og stjórnmál.
Þriðja daginn, fimtudagsmorg-
uninn, verða umræður um það
mál ef menn óska, en annarrs
rætt um altarisgöngur. Þá flytur
biskup erindi um: Hvernig má
gera kirkjurnar vistlegri? Og
verða síðan umræður um það og
ýms önnur mál, sem fundarmenn
kunna að óska.
Fundarboðendur hafa átt bréfa-
skifti við fjölmargar sóknarnefnd-
ir fjær og nær og búast má við
fjölmenni. Þar á meðal fulltrúum
frá Akureyri, Isafirði, undan
Eyjafjöllum, vestan úr Snæfells-
nessýslu og miklu víðar, ef tíð-
in verður hagstæð.
----o——
„Við þjóðveginn“, heitir skáld-
saga sem síra Gunnar Benedikts-
son í Saurbæ í Eyjarfirði hefir
samið og gefið út. Ber hún langt
af fyrri sögu haris: „Niður hjam-
ið“, sem út kom fyrir nokkru. Er
enginn vafi á því að þessi nýja
saga mun vekja hina mestu at-
hygli, verða lesin af fjölmörgum
og efalítið verður um hana mjög
deilt. Mikil og alvarleg ádeila er
í sögunni á það ástandið sem rík-
ir á Islandi og í Reykjavík sér-
staklega. En því miður eru lýs-
ingar höfundar hverju orði sann-
ari. Verður þessarar bókar nán-
ar getið síðar.
Páll Isólfsson hjelt fjórða org-
anhljómleik sinn á þessu ári, í
Fríkirkjunni í gærkvöld. Er það
Reykvíkingum til mikils sóma að
þeir eru famir að sækja hljóm-
leika Páls allvel. Það leikur ekki
á tveim tungum, að hljómleikar
hans eru fullkomnasta listin sem
gefst að njóta hér í höfuðstaðn-
um. Frú Guðrún Ágústsdóttir
söng nokkur lög, en Páll lék undir.
Mun hún hafa mesta og fegursta
j-ödd kvenna hér í bænum og var
Sjó- og bruna-
vátryggíngar.
. Símar:
Sjótrygging .... 542
Brunatrygging . . . 254
Framkvæmdarstjóri 309
Vátryggið
hjá
íslensku
félagi.
SAMKEPNIN ER SKÓLI TIL
FULLKOMNUN AR — 1 KAPP-
FULLRI SAMKEPNI ERU
IDEAL Á SKRIFSTOFUM og
ERIKA Á FERÐALÖGUM
búnar að ryðja sér rúm, sem ekki
verður auðveldlega frá þeim tek-
ið. Hversvegna eru allir sem
þekkja þessar skrifvélar á einu
máli um gæði þeirra? Vegna þess
að yfirburðir Ideal og Erika
skrifvélanna eru augljósir við
fyrstu sjón, og áþreifanlegir við
daglega notkun.
Aðalumboð og altaf fyrirliggj-
andi hjá
G. M. BJÖRNSSON,
Innflutningsverslun og umboðs-
sala, Skólavörðustíg 25, Rvík. —
söngur hennar ágætur, en fram-
burður ekki nógu greinilegur. —
Hafi Páll, eins og altaf áður,
bestu þakkir.
því ef menn héldu að hann lægi
á slíkum stórauði. Það mundi
flestum kaupmönnum þykja slíkt
umtal um eignir traustaukandi
hjá lánsstofnunum. Sigurður læt-
ur undir höfuð leggjast að birta
þetta bréf, en játar þó óbeinlín-
is að hafa fengið það, I stað þess
birtir hann vottorð frá dönskum
endurskoðanda um að enginn af
þeim sem af umtali Sigurðar
virðast hafa með peningana að
gera, eigi þessa vænu fúlgu,
hvorki Sæmundssen, Sigurður né
sjálft kaupfélagið, heldur einhver
þriðja persóna. En ekki er skýrt
frá hver þessi persóna var: Var
það hlutafélag einhverra valin-
kunnra sæmdarmanna? Var það
skrifari einhvers dánumanns ?
Var það kona eða barn manns
sem hafði unnið í hinu mikla
lotteríi þýskrar verslunar?
Sigurður segir að eg eigi afrit
af þessu bréfi. Hann virðist sjálf-
ur eiga frumritið. Mér er sagt að
mjög margir félagsmenn hans
eigi afrit af einhverju slíku ullar-
bréfi. En frumrit er meira virði
en afrit. Málið er dularfult. Og úr
því Sigurður eyðir tíma og rúmi
undir vottorð til að sanna það að
hann sé liðlega 50 þús. krónum
fátækari heldur en haldið er fram
í bréfi til hans frá firma sem
hafði þá mjög mikið álit, þá virð-
ist sjálfsögð skyldá Sigurðar, að
birta frumritið. Þó að öðrum
mönnum finnist dularfult hvers-
vegna Sigurður vill afsanna þessa
peningaeign, þá er þó frumbréfið
aðalgagnið, sem verður að byggja
á endanlega skoðun um vissa
þætti málsins. Treysti Sigurður
sér ekki til að birta bréf þetta,
mun sú skoðun styrkjast, að hon-
um sé málið einhvemveginn svo
viðkvæmt, að hann veigri sér við
að leggja skjölin hreinlega og
djarflega á borðið. En þar til Sig-
urður hefir birt þetta leyndar-
dómsfulla bréf, virðíst rétt að
draga út af vitneskju þeirri er
Sigurður hefir gefið þær álykt-
anir, sem unt er. Laumubréf Sig-
urðar er þá til hans, en skrifað af
Karli Sæmundssyni stórkaup-
manni í Höfn og miklum virkta-
vini og viðskiftamanni Sigurðar.
Bréfið virðist fjalla um einhverja
mikla ullarfúlgueign sem kaup-
stjórinn í Borgarnesi á einhvers- •
staðar. En kaupstjórinn bregst
reiður við og lætur síðar vaða inn
í bækur Sæmundsen til að fá þar
sönnun fyrir því, að hann eigi
ekkert af þessu mikla fé.
Alt er málið býsna leyndar-
dómsfult. Sigurður virðist vilja
láta lesendur sína komast að
þeirri niðurstöðu að Sæmundsen
hafi *í bréfi til Sigurðar skrökv-
að peningaeign upp á Sigurð.
Þetta er mjög óvenjuleg aðferð.
Og sé þetta satt, þá væri sá mað-
ur í meira lagi hraðlýginn, sem
skrökvaði upp á annan mann í
einkabréfi til hans sjálfs. Nú ber
þess að gæta, að íhaldið sýndi
Karli þessum hið mesta traust
sem áreiðanlegum fjármálamanni,
er það beitti sér fyrir að hann
fengi tryggingarlaust heimild til
sérleyfis til stóriðnaðar hér á
landi. Væri Sæmundsson sá laup-
ur, sem ætla mætti eftir vottorð-
um Sigurðar og andanum í grein
hans, þá væri léttilega farið með
sæmd landsins af íhaldsstjórn-
inni og flokki hennar, að eyða
miklú af tíma þingsins í sérleyf-
isgerð handa honum. Væntanlega
hefir íhaldsflokkurinn á réttara
máli að standa en Sigurður um
mannkosti Sæmundssen. En þá
verður ullarmál Sigurðar enn
flóknara.
Sigurður leggur mikla áherslu
á að sanna, að hann eigi ekkert
í þessum ullarpeningum. Sú af-
sökun virðist benda á að einhver
hafi ásakað hann. Hverir eru
það? Eru það kaupfélagsmenn í
Borgarfirði? Dettur þeim í hug,
að þeir eigi þennan dýra fjársjóð,
sem enginn virðist vilja eiga?
Afsökun Sigurðar getur bent á
það, þó að það sé enganveginn
víst, að Sæmundssens-bréfið hafi
verið síðasta lóðið á vogarskál-
inni er Borgfirðingar fundu Sig-
urð Runólfsson léttvægan sem
oddvita sinn í kaupfélagsmálum.
En þá er það mál sem hann hefði
átt að geta útkljáð við þá, án
þess að gera allan landslýð með-
vitandi um þessa dularfullu pen-
ingahrúgu.
Sigurður er með sneiðar nokkr-
ar til mín fyrir að hafa verið í
stjóm í félagi, sem lenti í vand-
ræðum út af skiftum við vin hans
Fleming. Ráðstafanir þær sem sá
kaupfélagsstjóri gerði um versl-
un við Fleming voru mér jafn-
ókunnugar eins og Guðm. á
Skeljabrekku og öðrum samvinnu-
mönnum í Borgarfirði var sú at-
höfn er kaupfélag þeirra lenti í
víxilábyrgð fyrir dúkakaupmann í
Reykjavík. 1 báðum tilfellunum
sannast það, sem alkunnugt er
áður, að í kaupfélögum geta fé-
lagsmenn og jafnvel stjómir ekki
verið sívakandi forsjón yfir kaup-
stjóranum. I nálega öllum tilfell-
um era þrif félagsins að afar-
miklu leyti komin undir því, hve
mikla mannlund, vit og þekkingu
kaupstjórinn hefir til að fara
með vald það sem honum er falið
um stundarsakir fyrir félags-
heildina.
Borgfirðingar ályktuðu að Sig-
urður hefði ekki nægilega mikið
af þessum kostum. Þess vegna
ráku þeir Sigurð úr vistinni.
Hvort Ámesingum og Rangæing-
um hefði tekist að bjarga Ingólfi
og Ileklu ef tilsvarandi lækning
hefði verið reynd þar í tíma, er
meir en hugsanlegt. En það var
ekki gert. Félögin austanfjalls
dóu. Einar á Geldingalæk var for-
maður annars þeirra. En íhalds-
blöðin minnast aldrei á þaxm
kaupfélagsósigur. En félag Borg-
firðinga lifir og dafnai', þrátt
fyr hið mikla áfall. Eg hefi hvað
eftir annað í Samvinnunni bent á
þessa gleðilegu staðreynd, að fé-
laginu væri stöðugt að fara fram,
að eflast og styrkjast. Ef Sig-
urði er ant um sitt gamla fé-
lag, þá ætti hann að gleðjast yfir
því hvenær sem hann sæi ummæli
er miðuðu að því að auka trúna á
þróun félagsins.
Sigurður Runólfsson hefir nú
um nokkur ár verið dáinn og
grafinn, sem samvinnumaður.
Grein hans virðist bera vott um
að hann langi til að rísa upp og
íklæðast sínu fyrra holdi. En
getur slíkt kraftaverk gerst á 20.
öldinni ? J. J.
----o----
Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson.
Prentam. Acta.