Tíminn - 04.12.1926, Qupperneq 3

Tíminn - 04.12.1926, Qupperneq 3
TÍMINN 203 Þau hjón eignuðust 5 böm; dóu 2 í æsku, en 3 lifa, öll gift, Jón og- Sigurlín á Akranesi, og Þóra í Litla-Lambhaga. Af 3 fóstur- dætnim er aðeins ein á lífi, gift kona á Akranesi. Sigurður sál. var haustmenni að burðum, og mesti dugnaðar- og atorkumaður. í Litla-Lamb- haga kom hann að öllu niður- níddu, en bygði þar vel upp og gerði umfangsmiklar túnbætm’. Var hann sjálfur sístarfandi, er ekki kallaði annað að; var hann afkastamikill verkmaður, og sláttumaður var hann tálinn með afbrigðum. En þó voru það fyrst og fremst lækningar hans er gerðu hann svo að segja að þjóðkunnum manni í flestum sýslum lands- ins. Fyrir innan tvítugt hafði hann komist yfir eitthvað af lækningabókum er hann las og las öllum stundum. Smáskamta- lækningar voru þá að hefjast hér á landi, og hneigðist hugur hans að þeim. Fór hann smátt og smátt að fást við slíkar lækning- ar og las jafnframt bækur þær er hann komst yfir þess efnis; þótti honum oft vel takast, og því betur sem honum jókst reynsla. Var hans oft vitjað lengra að, og meðalasóknir til hans miklar til síðustu stundar svo að segja. Sigurður sál. var fjörmaður, glaðlyndur og góður heim að sækja; kunni hann frá mörgu að segja, því bæði hafði hann lesið mikið og farið víða, en minnið gott. Var hann vegna þessa og annara mannkosta sinna vel látinn og vel metinn af öllum, og þótti jafnan hvar sem hann kom góður gestur. Hann var framfaramaður í öllum greinum, frjálslyndur og þjóðrækinn son- ur fósturjarðarinnar, og vildi hennar sóma og veg í öllum greinum. Ól. ÓL ---o---- Votheystættur úr járnþynnum. I sept.—okt.-blaði Freys er grein með fyrirsögninni: „Súr- heystóftir úr jámþynnum“. Tel- ur greinarhöf. það nýjung sem hér eigi við. Telur þær ódýrari en steinsteyptar o. s. frv. Eg hefði vænst þess að Freyr hefði ekki birt grein þessa án þess að gefa frekari upplýsingar um þessa „nýjung“, því aðstöðu hefir hann til þess. Fyrst svo varð ekki vil eg bæta nokkrum orðum við greinina, bændum til leiðbeining- ar. — Síðustu 6 árin hefir Búnaðarfé- lag Islands haft handbærar upp- lýsingar um járngeima fyrir vot- hey, en því hefir þessu ekki ver- ið otað að bændum, að eg taldi það ekki rétt. Taldi jámgeima eiga miður vel við hérlendis og vafasamt keppikefli fyrir bænd- ur að byggja slíkar votheystætt- ir. Þegar torfgryfjunum sleppir hefi eg talið og tel steinsteyptar gryfjur hið rétta, besta og ódýr- asta. Torfgryfjur fyrstu árin, meðan menn eru að reyna að- ferðina og em í vafa um hvort hún verði þeim til frambúðar. — Svo steingryfjur, þegar þeir eru orðnir sannfærðir um gildi votheysverkunarinnar og telja sér hana ómissandi. Gallar jámtættanna em: Þær em dýrari, og verð þeirra er mestmegnis útborinn eyrir, þver- öfugt við steingryfjur. Viðhald þeirra er töluvert mikið, og þær em endingárlitlar ef viðhaldið er vanrækt. Vér þekkjum þetta frá járnþökum og jámbrúm. Loks er votheyi skemdahættara af frost- um í járntættunum en í stein- gryfjum, ef þær standa mikið ofanjarðar. Að þessu athuguðu verður að telja óráðlegt að byggja tættur úr járni nema alveg sér- staklega miklir örðugleikar séu á að ná í steypuefni. I Frey er haft eftir próf. ísak- sen að járntættur sjeu ódýrari en úr steinsteypu, og má vel vera að svo sé í Noregi, t. d. á Ási, þai; sem steypuefni er ekki fáanlegt nema að flytja það að með jám- braut o. s. frv. Þó ilt sé um steypuefni t. d. í Flóanum, má vafalaust byggja þar ódýrari vot- heysgryfjur úr steinsteypu en gryfjumar á Ási. Rétt mun að geta þess, að Bandaríkjamenn byggja votheys- tættur úr jámi, með þeim hætti að skrúfa saman gáraðar jám- þynnur og húða svo bæði innan og utan með sterkri sements- hræm uns veggimir verða um 8 cm. þykkir. Þetta verða sennilega dýrar tættur, og engri útbreiðslu hafa þær náð á Norðurlöndum. Sé svo að einhver óski frekari upplýsinga um votheystættur úr jámþynnum, er hægt að fá þær upplýsingar bæði hjá Búnaðarfé- lagi Islands og Samb. ísl. sam- vinnufél. Hægt að sjá myndir af jámtættum, fá upplýsingar um þyngd og verð o. s. frv. — En Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425,00. Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, kosta kr. 460,00. Hringprjónavélar, 84 nála, með öllu tilheyrandi kr. 127,00. Aliar stærðir og gerðir fáanlegar, nálar og aðrir varahlutir út- vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst til Sambandskaupfélaganna. I heildsölu hjá Sambandi ísl. samyiimufélaga. Prjónavélar. Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að „Brittannia“ prjónavélarnar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik era öllum prjónavélum sterkari og endingarbetri. Síðustu gerðimar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaðL Árið 1904 var i fyrsta sinn þaklagt i Dan- mörku úr - Icopal. — Notað um allan heim. Besta og ódýrasta efni í þök. Tiu ára ábyrgð á þökunum, Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt -------- Þétt --------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök Fæst alstaðar á Islandi. |ens Vílladsens Fabríker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. Kvennaheimilið h.f. Samkvæmt skýrslu gjaldkera nemur innkomið hlutafé nú kr. 27.717.34. I Reykjavík hafa verið keyptir hlutir fyrir kr. 14245.00 Þá eru hæstar þessar sýslur. N.-ísafjarð- arsýsla kr. 2255.00, S.-Múlasýsla kr. 2200.00, S.-Þingeyjarsýsla kr. 1110.00, N.-Múlasýsla og Gullbr. og Kjósarsýsla kr. 975.00 hvor. Aðrar sýslur eru lægri. Þó hefir nokkuð af hlutum verið keypt í öllum sýslum landsins. Þess má geta, að ein kona í Reykjavík (frú Ragnhildur Pétursdóttir, Há- teigi) hefir keypt hluti fyrir kr. 1600.00. Mörg kvenfélög og sambönd þeirra hafa lagt fram hlutafé. Era þar hæst: Bandalag kvenna og Lestrarfélag kvenna í Reykja- vík, hvort kr. 1000.00, T'horvald- sensfélagið, Reykjavík og „Líkn“, Vestmannaeyjum, hvort kr. 500. 00. Hið íslenska kvenfél. kr. 300. 00, Samband norðlenskra kvenna og Kvenfélag fríkirkjusafnaðar- ins, Reykjavík, hvort kr. 200.00. Ýms önnur félög kr. 100.00. Margar konur hafa lagt mikið á sig við söfnun og innheimtu hlutafjár, og sýnt hugmyndinni um Kvennaheimilið á ýmsan hátt skilning og vinarhug. öllum þess- um konum kann stjórnin bestu þakkir. Langt er frá, að enn sé tak- markinu náð, og heitir því hluta- félagið enn á aðstoð allra góðra manna. Þér, sem á einhvem hátt vild- uð vinna fyrir h. f. Kvennaheim- ilið, gerið stjóminni aðvart, hún svarar greiðlega öllum fyrir- spumum. F. h. stjómarinnar. Steinunn H. Bjaraason p. t. ritari. ekki vil eg ota þessu að neinum — í blaðagreinum eða á annan hátt, — hvorki sem nýjung né sem reyndu atriði. 29. nóv. 1926. Árni G. Eylands. ----o---- Búnaðarþing. Ákveðið hefir verið að búnaðarþingið á að hefj- ast 7. febrúar næstkomandi. Eiga þá skip að vera nýkomin bæði frá norður, vestur og austurlandi. Kvæðabók gefur út Jóhannes úr Kötlum, kennari í Laxárdal í Dalasýslu og hefir valið henni fremur óviðkunnanlegt nafn: „Bí, bí og blaka“. Stórskáld er Jó- hannes ekki, en rímhagur vel, og eru meiri tilþrif í þessari ljóða- bók en flestum öðrum sem út hafa komið upp á síðkastið. Háttalykill er ein kvæðasyrpan í bókinni og kveður höf. þar undir 50 nafngreindum háttum og er það mikil bragraun. Prentsmiðj- an Acta hefir aðalútsölu bókar- innar á hendi. Utanáskrift: H. f. Kvenna- heimilið, Box 686, Reykjavík. -----o---- Júpítersmálinu lauk svo að skipstjórinn, Þórarinn Olgeirsson, var sýknaður af ákærunni um landhelgisbrot. 1. desember þ. á. var 200 ára afmæli Eggerts ólafssonar og var dagurinn því sérstaklega helgaður minningu hans. Gengust stúdentar fyirr hátíðahöldum, því þeir hafa, sem kunnugt er tileinkað sér daginn. lærin, þótt þess gerðist síður þörf, eftir reynslunni að dæma, því fyrst bæri á súr milli bógs og síðu. I fjórða lagi, er ráðlegt að auka þursöltunina þannig að notuð séu um 15 kg. í hverja 112 kg. tunnu. Norðmenn töldu enga hættu á því að auka þann- ig þursöltunina, hvað sölu eða gæði kjötsins snerti, því hvert saltkom mundi vera rannið er til Noregs kæmi. Hinsvegar yrði saltlögurinn styrkari en ella, en hann væri oft of veikur, einkum á því kjöti sem fyrst kæmi til Noregs á haustin. Hvað viðvíkur samloða í kjöt- inu og hinum saltlausu þráablett- um, þá töldu kjötkönnunarmenn- imir þá vitanlega stafa frá því, að þurra saltinu væri ekki nægi- lega dreift á milli kjötsins, en hinsvegar væri kjötið svo saman- þjappað 1 tunnunum að saltlög- urinn gæti ekki leikið um það. Ráð við þessu væri að auka þur- saltið og dreifa því betur, eða stækka tunnumar örlítið. Vitan- lega mætti líka draga úr kjöt- þunganum til rýminda. Um þessar aðfinslur og um- bótatillögur Norðmanna er það að segja, að þær eru aðallega komn- ar frá þremur yfirdýralæknum í Noregi, sem ráða miklu um kjöt- könnunina þar, en það eru þeir O. Jordal, forstjóri sláturhússins í Bergen; Juel, forstjóri slátur- hússins í Kristiansand og Amund Lo, forstjóri sláturhússins í Osló. Eg ræddi málið ítarlega við þessa menn, ekki síst við Lo, forstjóra í Osló, sem mér virtist ráða mestu um kjötmatið. En þess má geta, að tillögur þeirra voru í flestum atriðum í samræmi við það sem undirkjötkönnunarmenn- imir norsku létu í ljósi við mig. t Kjötverkunin og álit Norðmanna á íslenska saltkjötinu. Kjötkönnunarmenn Norðmanna sögðu yfirleitt að flokkun og verkun íslenska saltkjötsins hefði breyst svo mikið til batnaðar síð- ustu 7—8 árin, að hún mætti í flestum atriðum heita óaðfinnan- leg, og skemdir væru fátíðari nú en áður. Þessi ummæli eru eftir- tektarvérð, ekki síður fyrir þá sök að nú eru liðin um átta ár frá því að yfirkjötmatsmenn vor- ir tóku til starfa. Af þessu má marka hverja þýðingu matið hef- ir í för með sér, en vitanlega þarf að samræma það enn betur en orðið er, svo að verkun kjöts- ins sé eins um land alt. Norð- menn virtust sammála um að ís- lenska saltkjötið væri langbesta sauðfjárkjöt, sem til þeirra flytt- ist, að undanskildu kjöti af göml- um ám, sem auðvitað væri dá- lítið illa séð. Hér er ekki ein- göngu um að ræða álit kjötkönn- unarmannanna norsku, heldur einnig kaupmanna og neytenda. Matsmenn vorir á réttri leið. Umbótatillögur Norðmanna og aðfinslur þeirra komu mér ekki á óvart, þær eru í samræmi við reynslu þá, sem með ári hverju kemur fram við kjötmatsmenn vora. Tökum til dæmis umbóta- tillögur Norðmanna hvað súr- skemdimar snex*tir. — Nú er um alt land lögð mikil áhersla á að kjötið sé kælt rækilega við sölt- unina. Hér má líka minna á hið nýja erindisbréf kjötmatsmanna, sem yfirkjötmatsmennimir sömdu á ný síðastl. vetur. I því eru gefn- ar leiðbeiningar um meðferð fjár- rekstranna, svo að komist verði hjá ofþreytu á fénu. Hvað við- víkur stungu og söltun undir bóg- inn, eins og Norðmenn vilja vera láta, þá hefir þeirri reglu ekki verið fylgt hér nema að hálfu leyti. Víðast mun vera sett salt á milli bógs og síðu, en engin stunga gerð áður en saltað er. Oft hefir verið um það rætt, að spýta saltlegi í limina, mætti þá komast hjá bógstungunni; en þetta hefir ekki komist í fram- kvæmd, enda álíta Norðmenn, að handhægara sé að gei’a stungu undir bóginn og salta, þótt hitt yi’ði ef til vill tryggara. Mats- menn vorir hafa líka hugsað um saltaukningu, þótt þeir fullnægi þar ekki ennþá tillögu Norð- manna. Nú er víðast hvar notuð 12 kg. af þurru salti í hverja tunnu, en það voru áður 10 í mesta lagi. Svo að vikið sé að samloðablettunum saltlausu, sem Norðmenn kvarta undan, þá vai’- aði eg mjög við þessum skemd- um á fundi yfirkjötmatsmanna í fyrravetur, um leið og eg mælti með aukinni þursöltun, ef kjötið væri flutt út nýsaltað. Kjötmats- menn vorir hafa líka hugsað um saltlausu blettina í kjötinu, því að mér eru kunnugt um, að nokkrir af yfir-kjötmatsmönnunum hafa farið fram á það, að kjöttunn- urnar væru fengnar örlítið rýmri en þær hafa áður verið, svo að pækillinn gæti leikið um kjötið. Það verður því ekki annað sagt, en matsmenn voi’ir séu á réttri leið hvað snertir óskir Norð- manna um meðferð á saltkjötinu. Söltunin. Að undanförnu hafa verið dá- lítið skiftar skoðanir um það, hvort nauðsynlegt sé að auka þun’a saltskamtinn í kjötið. Eg hefi haldið þvi fram, að nauðsyn bæri til þess að auka saltskamt- inn að minsta kosti þegar svo stendur á að flytja verður kjöt- ið út þegar í stað eftir söltun- ina. Til skýiingar þessu rifja eg lítilsháttar upp áhrif saltsins á kjötið. Geymsluáhrif saltsins eru aðallega í því fólgin, að saltið sýgur rakann úr kjötinu 10 til 17%, eftir því hve kjötið er raka- mikið og feitt, eða saltlögurinn stei’kur. Saltið hleðst í vöðvana í stað rakans og ver í’otnun um lengii eða skemmi’i tíma. Salt- megn pækilsins minkar vitanlega í hlutfalli við það salt, sem hleðst í kjötið, og þynnist auk þess af rakanum, sem úr því tæmist. Nokkrum dögum eftir söltunina rýmar saltmegn pæklisins meira að segja svo mikið, að hann verð- ur allgóð gróðrarstía fyrir gerla sé hann ekki endumýjaður. Til þess að auðvelt sé að átta sig á þessu, þá hefi eg fært hér í línu- xit saltsækni kjötsins, eins og mér reyndist hún vera við saltkjöts- rannsóknir mínai’, sem birtar era í XXXVI. ái’g. Búnaðarritsins. Línuritið sýnir fyrst og fremst hve ört nýsaltað kjöt dregur í sig saltið, einkum fyrstu vikuna, og ennfi’emur hve saltið gengur misjafnlega í kjötið, eftir fitu- magni. Þetta skýrir tvent er snertir umbótatillögur Norð-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.