Tíminn - 18.12.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.12.1926, Blaðsíða 2
212 TlMINN Frá útlöndum. Miklar fregnir hafa gengið ár- um saman um ástandið í Kína og borgarastyrjöidina >ar í landi, en fiestar heldur óljósar. Um síðustu mánaðamót kom til Kaupmanna- halnar danskur maðui’, sem dvai- ist hefir nálega alla æfi í Kína og nu síðast um mörg ár verið sendiherra Dana þar. Af Norðui- landabúum mundi hann því þekkja einna best til ástandsins og fer hér á eftir útdráttur úr þeim fregnum, sem hann flutti dönsku blöðunum: í höfuðborg- inni, iJeking, er alt með friði og spekt og eins og stendur, mega menn þar vera jaínóhultir um líf og limi og í borgum á Norður- iöndum. En engu að síður getur engum duhst glundroðinn, sem er á stjórnaríarinu. Raunverulega er engiim stjómari, engin stjórn og ekkert þing til. Að vísu er svo iátið heita, sem Weliington Koo, fyrverandi sendiherra Kín- verja í London, sé forsætisráð- herra, en enginn annar ráðherra er til, og enginn flokkur stendur að honum. Hershöfðinginn Tsang Tso Lin, er sá, sem raunverulega ræður yfir Peking, hefir engan ^ráðherra skipað. Ekkert er og í aðra hönd fyrir að vera ráðherra, því að ríkisfjárhirslan er tóm. Ungir Kínverjar, sem hugsa til írama, láta sér ekki detta í hug að verða stjómmálamenn. Þeir vilja allir verða hershöfðingjar og þess vegna er yfirfult af Kín- verjum í herfoiingjaskólunum í Japan. Hershöíðingjamir skifta landinu í milli sín og herir þeirra berjast að staðaldri, eða þá ganga í bili í samband. Tsang Tso Lin mun í bili vera einna sterkastur og búa um 100 miljónir manna í því landi, sem hann ræður yfir. Eins og stendur, er hann banda- maður tveggja annara frægra herforingja. Heitir annar Sun Tshuan Fang, sem ræður yfir héraðinu kring um Yangtsheki- ang, en hinn Wu Pei Fu. Er sám- bandi þessu beint gegn hinum kristna hershöfðingja, Fu Yung llsiang, sem hefir aðalaðsetur sitt í Mongolíu og nýtur styrks frá Rússum'. Verður engu spáð um það, hvernig fara muni sú viður- eign. En vegna þessara bardaga, JfiÍf, Sfilil ttilifl SfiliÉ". Athugasemd eftir Benjamín Krist jánsson, stúd. theol. Séra Gunnar Árnason frá Skútustöðum hefir birt allfyrir- ferðarmikinn lestur um þá, „sem drottinn sendir“, í 19. og 20. tbl. Bjarma þ. á. Fjallar ræða þessi aðallega um það, hyerjir sé hæfir þjónar drottins (þ. e. prestar) skoðunum samkvæmt, innræti og dygðum. Með því að séra Gunnar virð- ist vera mjög brennandi í andan- 'um og áhugamikill um það, að þjóna drottni sínum sem best og hefir auk þess farið víða um heim til að kynna sér klerklegar íþróttir, þá mætti ætla að rök- semdir hans væri eigi harla létt- vægar eða gripnar úr lausu lofti. Enginn efast heldur um það, sem þekkir séra Gunnar, að hann hef- ir mikla þi’á til að verða guðsríki til gagns og honum er kristin- dómur ekkert léttúðarmál. Þess veg-na má ganga að því vísu, að honum sé einnig mjög kært, að orðum hans sé gaumur gefinn og þau hugleidd eftir því sem tök eru á, enda snýr hann mjög máli sínu að prestum og guð- fræðinemum, og ekki síst nú- verandi ástandi guðfræðideildar Háskólans. Þótt hér verði nú í eftirfarandi línum væntanlega litið nokkuð < < < ► ► f C I T R 0 É N vöru- og fólks-flutningabifreiðarnar eru smiðaðar. sérstaklega með þarfir bænda fyrir augum. Að útliti til eru bifreiðar þessar eins og venjulegar fólksflutn- ingabifreiðar, en á nokkrum mínútum má taka aftursætið burt og bifreiðin er þá hentug vöruflutningabifreið með 400 kílóa burðarmagni. C I T R O É N bifreiðarnar eru ótrúlega ódýrar í rekstri, eyða aðeins 8 til 10 lítrum af bensíni á’hverjum 100 kíló- metrum og skattu^inn er ekki nema kr. 88,00 á ári. Allar frekari upplýsingar fást hjá umboðsmönnum verksmiðjunnar Sambandi ísl. samvinnufélaga. i i i < 4 Vestari hálflenda Bkálholts er laus til ábúðar. Hannes Thorsteinson. er alt á ringulreið í landinu. Hershöíðingjarnir hafa tekið jámbrautirnar til sérnotkunar fyrir herina, láta hermennina búa í járnbrautavögnunum og senda þá í þeim i allár áttir. Og svo breytist aðstaöan nálega frá degi til dags. Þeir hershöfðingjar sem eru bandamenn í dag berjast á morgun. — Munu nú margir halda að Kína sé í þann veginn að lióast í sundui', en ekki vill hinn kuimugi maður telja víst að svo fari. Shk stjórnleysistímabil hafi oft áður komið fyrir í sögu Kína- veldis og jafnvel stundum staðið í alt að 200 ár, en svo hafi kom- ið sá sem aítur kom á skipulagi og náði landið sér aftur furðu- lega fíjótt. lVlá búast við að svo færi enn, þó að jaínvel dragist lengi, enda eni Kínverjar merki- legir menn og þolgóðir, og vart er nokkurt land til í heiminum þai- sem enn eru ónotaðir jafn- miklir frámfaramöguleikar. — Uppreisn hefir verið hafin í Brasilíu. Mikinn hluta af suður- hluta landsins höfðu uppreisnar- menn á valdi sínu um síðustu mánaðamót. Foringi uppreisnar- manna er da Rocha hershöfðingi. Hafa þegar mörg hundruð manna týnt lífi í baráttunni og hefir uppreisnarmönnum hingað til gengið stórum betur en stjórnar- liðinu. — Kolaverkfalhnu er lokið á Englandi og fá skip, sem þangað koma nú orðið öll þau kol, sem þau þurfa. Mac Donald, foringi Jafnaðarmannaflokksins enska, kom heim úr utanför um það leyti sem séð var fyrir endann á verkfallinu og gat þess þá opin- berlega, að ekki mætti lengur loka augum fyrir því að námu- mennirnir hefðu tapað. Hann ráð- lagði þeim að treysta félagsskap- inn á ný „til þess að vinna aftur, það sem þeir aldrei hefðu átt að missa“. Jafnframt gat hann þess, að enda þyrfti að binda á skipu- lagsleysið um stjórn námanna og er búist við því að Jafnaðar- mannaflokkurinn láti næstu kosn- ingar á Englandi snúast um þjóð- nýting. kolanámanna. — Madsen Mygdal hefir mynd- að einlita Vinstrimannastjórn 1 Danmörku, sem nánar verður frá sagt í næsta blaði. . . —q.--- Bréf úr sveit. Eitt með því betra, sem blöð- in flytja, eru fregngreinar úr ýmsum bygðum landsins, er geta um alt hið markverðasta, sem þar hefir við borið á þeim tíma, sem skýrslan nær yfir. En slíkar fregngreinar úr þeim bygðarlög- um, sem næst eru útkomustöðum blaðanna, eru sjaldsénar. Getur þó ýmislegt við borið þar, sem þeim, er fjær búa, þætti fróðlegt að kynnast. — Á ferðum mínum hefi eg veitt mörgu eftirtekt, og spurst fyrir um búnaðarháttu í ýmsum sveitum. Allmikil breyting hefir í þeim efnum átt sér stað á síðustu áratugum nokkuð víða á landinu. En af þeim sveitum, sem eg hefi kynst, virðist mér Mos- fellssveit í Kjósarsýslu hafa tekið einna mestum breytingum á síð- astliðnum 20—30 árum. Og hefir þó mest að því kveðið síðustu 5 —6 árin, einkum að því er við- kemur ræktun og öðrum jarða- bótum. Nokkrar tölur úr búnaðar- skýrsiunum eru settar hér til skýringar. 1895 1910 1926 Búendur .... 41 41 36 Eigendur .... 14 ' 18 20 Leigul..... 27 23 16 Nautp..... 170 232 466 Sauðfé.... 3094 2296 2298 Hross..... 265 167 220 Taða...... 4997 5260 13705 Úthey.........1057710010 6460 „Garðáv.... 376 530 968 1917 1926 Húsamat ............ 1471 4394 Búendaíækkunin er svo til kom- in, að á býlum var áður tvíbýli, en er einbýli nú, 3 býli hafa lagst niður, en 4 nýbýli verið upp tekin. Nú eru búendur því jafn- margir og býli, sem bygð eru. Hlutfallið milli sjálfseignarbænda og leiguliða fer batnandi, og er þó ekki hlaupið að því að eignast ábýh sitt í þeirri sveit. Af naut- peningi eru árið 1895 kýrnar 116 en 1926 eru þær 369. Ær eru fyrra árið 1555 en hitt 1725. Sauð’ir og hrútar f. á. 660, síðara 116; fækkun sauðfjárins er eink- um afnám sauðanna. Af hross- unum eru f. á. 165 fullorðin (1910 er fátt annað en gagns- hross), og síðara árið (1926) eru 168 roskin; þá er aftur nokkuð í viðkomu. Eftirtektarvert er hlutfallið milli nautpenings og hrossa; það fer stórum batnandi; hér um bil 3:5, 3:2, 2:1; svo að nautgripir eru nú í þessari sveit orðnir hálfu fleiri en hross, eða rúmlega það. Að þessu þurfa margar sveitir landsins að keppa. Það eru jafnvel heil héruð til, þar sem hlutfallið er 1:5 (Húna- vatnssýsla) og þó enn óálitlegra, 1:8 í einstakri sveit. En það er óvíða á landi hér, að hrossafram- leiðsla borgi sig, umfram það sem þarf til vinnu. Víðast á það við, að hrossin eru að eins landbúnað- arverkfæri. Og svo mun nú kom- ið í Mosfellssveit, að þar sé þau ekki fleiri en þarf til vinnu. Eftir búnaðarskýrslum frá 1923 eru hlutföll milli nautgr. og hrossa nálægt þessu: í Gullbr. og Kjósarsýslu . . l:s/4 1 Borgarfjarðarsýslu .. .. 1:2 í Mýrasýslu..................1:3 I Snæfellsnesssýslu..........1:2 I Dalasýslu..................1:2 í Barðastrandarsýslu . . . . 1:1 I Isafjarðarsýslu............1:1 1 Strandasýslu...............1:2 1 Húnavatnssýslu.............1:5 í Skagafjarðarsýslu..........1:4 1 Eyjafjarðarsýslu ..........1:1 í Þingeyjarsýslu...........l:lVs 1 Norður-Múlasýslu...........1:2 í Suður-Múlasýslú ...........1:1 í Skaftafellssýslu.........l:lVa I Rangárvallásýslu.........1:2*4 í Árnessýslu...............1:1*4 I kaupstöðunum...............1:1 í flestum þeim héruðum, sem hafa fleira af hrossunum en af nautgripum, munu hrossin vera fleiri en góðu hófi gegnir. Þeim 5 grpðursælu héruðum, sem hafa meir én hálfu fleiri hross en öðruvísi á málin en séra Gunnar gerir, þá vil eg straks taka það fram, til að koma í veg fyrir misskilning, sem oft verður, þeg- ar tvo menn greinir á um skoð- anir — að það fer fjarri því, að þessi grein sé skrifuð af nokkr- um persónulegum kala eða til að ófrægja séra Gunnar. Heldur er hún skrifuð af fullkomnum bróð- urhug, til þess, ef verða mætti, að örlítið yrði þokast nær sann- leikanum, ef við Gunnar legðum visku okkar saman, til að finna út hvemig einumj presti sæmi að vera. Hvorki ætla eg mér, eins og séra Gunnar gerir, að biðja guð eða menn fyrirgefningar á því, sem eg vildi segja, því að hvað menn snertir, þá þykist eg hafa fullkomna heimild til að hafa hverja þá skoðun á málinu, sem mér virðist sönnust, og réttust, en hvað guð snertir, þá er tvent til: Annaðhvort hefir hann gefið mér vitið eða hann hefir ekki gert það. Ef hann hefir ekki gert það, þá skil eg ekki hvaða rétt .harin hefir til að skifta sér af mínum skoðunum. Hafi hann flinsvegar gefið mér vitglóruna og hún reynist harla skeikul, þegar eg vil vera einlægastur í því að leita sannleikans, þá veit eg ekkert hvor okkar ber meiri ábyrgð og hefi ekki hugmynd um hvorum beri frekar að fyrirgefa: guð mér eða eg guði. Eg er þess fullviss, að fjölda mörgum muni virðast þessi orð, sem eg hefi nú sagt, vera töluð af hóflausum hroka og ganga guðlasti næst. En eg hefi sagt þau af ráðnum hug til þess að sýna fram á, að hægt er að hafa þann- ig hugmyndir um guð — að mað- ur hugsi að hann geri sér ekki andvökunætur út af því, hvemig orð falla, ef töluð eru af fullri sannleiksást eða hann móðgist af því, að maður hugsi einhverja hugsun á enda — eftir því sem vitið leyfir. Þess vegna virðist mér það harla spaugilegt af presti, að fara að biðja fyrirfram um fyrirgefningu á því, sem hann ætlar að gera samkvæmt bestu vitund, og varla geti því legið þar annað til grundvallar en furðu- mikið vantraust á réttlæti og um- burðarlyndi guðs. Heilladrýgra væri til sannleiksþjónustunnar, en slíkar bænir, ef við séra G. gæt- um báðir, í fullri einlægni tekið undir þessi orð Ara fróða: „En hvatki es missagt es í fræðum þessum þá es skylt at hafa þat heldr es sannara reynisk“. I. Séra Gunnar gengur að því sem stórmiklu vandamáli að skera úr um það, hvernig prestar eigi að vera. Vandinn liggur í því, segir hann, að það verði ekki gert nema með orðum Jesú sjálfs og við að virða fyrir oss einkenni þeirra, sem við vitum, að hann valdi sjálfur. Samkvæmt þessari rök- semd væri öldungis ómögulegt að skera úr um þetta atriði. Engar sögur höfum vjer af því, að Jesús hafi nokkum tíma lýst dygðum presta-sem sérstakrar stéttar — né nokkum tíma vahð nokkum ppst í nútímamerkingu þess orðs. ’ En sr. Gunnar leysir vandann á þann hátt, að hann telur starf prestanna sama 'eðlis og starf post- ulanna og þeirra 70 (Lúk. 10) (er raunar voru aðeins að því er séð verður, trúboðar kenningar Jesú um guðsríkið, sbr. Lúk. 9. 2. og hliðst,—en ekki sendir til að boða kenninguna um endurlausnina fyrir trúna á friðþægingu Jesú, sem verið hefir þungamiðja allr- ar síðari tíma guðfræði). Sam- kvæmt þeim forsendum leitar hann í frásögnunum um köllun þeirra og útsendingu, en þær reynast honum gagnslausar, því að þær segja aðeins til hvers postularnir em sendir og hvern- ig þeir eigi að starfa. Ekki hvers vegna þeir voru kallaðir, eða hvað þeir eigi að yera. Hér reynir þvi enn þéttingsmikið á g'uðfræði- vitið. Mörgum mundi nú virðast að þetta kynni að mega álykta ofur- lítið hvað af öðm. Ef frá- sagnirnar um útsendinguna væri teknar sem einskonar hústafla fyrir presta nútímans — til bók- staflegrar eftirbreytni — þá mætti fyrst og fremst krefjast af þeim, „sem drottiim sendir“, að þeir geti læknað með handayfir- lagningu og rekið út illa anda. Þeir mættu ekkert eiga, nema einungis staf, klæðist eigi tveim kyrtlum, bera ekki eirpeninga við belti sér en vera þó skóaðir il- skóm. Þeir ættu að predika iðr- un og skíra iðrunarskím (sbr. Jóh. 4. 2.) o. s. frv. Svo mætti virðast að þeir, sem þykjast hafa „bjargfasta trú á orðum drottins“ (þ. e. trúa á óskeikulleik og bókstaf ritningar- innar), hljóti að taká þessi um- mæli allmjög til greina og telja þá prestshæfileikana fólgna í því, að hlutaðeigandi sé fær um að uppfylla þessi skilyrði. En séra .Gunnar kemst að þeirri furðulegu niðurstöðu, að „æ muni það hafa leitt til öfga“ að finna meginregl- umar fyrir þjónsstarfinu í þágu Krists, eftir þessum hans eigin fyrirskipunum. Sjálfur dettur hann niður á mælikvarðann í 21. kap. Jóh. — sögu, sem getur verið sönn, en er þó öllu líkari því, að kaþólska kirkjan hafi samið hana, til að veita Pétri föður sínum uppreisn fyrir hina þreföldu afneitun hans. Einkum yirðist honum þó heppi- legt til klerklegrar fyrirmyndar, að skapa sér „heildarmynd af postulunum". En til þess að geta það, slær hann því að sjálfsögðu föstu um leið, að Jóhannesarritin og bréf Péturs sé réttfeðrað sam- kv. arfsögninni, enda hrista „trú- aðir“ menn slíkt smáræði auðveld- lega út af ermi sér. Þannig er þá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.