Tíminn - 08.03.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.03.1927, Blaðsíða 1
©jalbfeti 99 afgrcií>sluma6ur Cimans er Xannoeig p o r s 1 e i n s 6Ó t tir, Sambanösfjúsinu, Keyfjauíf. 2^fgtei5s(a (Cimans er ,t Sambanbsfjúsiuu. ©pin baglega 9—\2 f» þ. Sími ^.96. XI. ár Reykjavík, 5. man 1927. 10. blað. Utan lírheimi. „Ameríkanar Evrópu“. Fyrir fáum árum var Þýska- land sigrað, flett vopnum, og undir strangasta eftirliti nálega allra hinna stærri þjóða heims- ins. Á bak þeirra voru lagðar skaðabótakröfur til greiðslu á herkostnaði og herspjöllum meiri og þyngri en nokkur þjóð hefir nokkurntíma áður orðið að borga. Menn bjuggust við að þýska þjóðin yrði lömuð og í sárum eftir slíkar hörmungar í hálfa eða jafnvel heila öld. En reynsl- an hefir orðið önnur. Þjóðverjar sýnast jafnmiklir fyrir sér í styrjöld fjánnálanna, eins og í því að halda ofurefli vopnaðra fénda burtu frá landi sínu. Þýskaland er rísið úr rústum aftur, og keppir nú, líklega fremst af Evrópuþjóðunum, um völd í iðnaði og stórgróða heimsins. Hvemig hafa þvílík undur gerst? 1 sumar sem leið þegar gjald- miðll Frakka og Belgíumanna lækkaði dag frá degi bauð banka- stjóri þýska ríkisbankans báðum þjóðunum hjálp sína til að rétta við fjárhag sigurvegaranna. Þjóð- verjar buðu að kaupa af Belgíu þýskt eða þýsklandað hérað, er fallið hafði í hlut sigurvegaranna. Vildu þeir borga eina miljón gull- marka fyrir héraðið, en fengu ekki að heldur, þó að fátæktin krepti að smáríkinu. Um sama leyti urðu Frakkar fyrir þerrí skapraun að Þjóðverjar buðu þeim fjárstuðning til að festa gengi frankans. Þegar stríðinu lauk var þýska ríkið í botnlausum skuldum inn á við, og síðan bættust við skaða- bætur til bandamanna. Þjóðverj- ar sáu að þeir gátu aldrei borg- að allar pessar skuldir. En þeiv léttu af skuldinni inn á við. Mark- ið féll og varð einkisvirði. Um leið voru allar skuldir innan lands stríkaðar út. Þjóðin byrj- aði nýtt líf án gamalla skulda. Næsta sporið var að fá hjálp erlendra þjóða til að tryggja hina nýju mynt, gullmarkið. Banda- ríkin veittu mest af þeirri aðstoð, og upp úr þvi tókst hið nánasta samstarf milli ameriskra og þýskra fjármálamanna. Þjóð- verjar höfðu til öll hin ytri skil- yrði gróðans, vel ræktað land, góðar og fremur ódýrar bygg- ingar bæði í sveitum og borgum; samgöngutæki í svo góðu lagi,. sem hugsast gat, en um fram alt þrekmikla, sparsama og vinnu- sama þjóð, sem skóli þjáning- anna var búinn að efla í sönnum manndómi. Hjá Þjóðverjum fóv saman atorka í forustu atvinnu- málanna og eljan til starfanna. Fargi gömlu skuldanna var létt af öllum. Með aðstoð hinna nýju vina, Bandaríkjamanna, hafa Þjóðverjar sótt fram með ótrú- legum dugnaði. Þeir koma skipu- lagi á framleiðsluna og' verslun- ina. „Kortel“ og „hringar“ rísa svo að segja í hverri iðnaðar- grein. Þjóðverjar álíta ekert orð skaðlegra en hina svokölluðu „frjálsu samkepni“. Hún er dauð þar eins og í hinu mikla föður- landi miljónanna, Bandaríkjun- um. J. J. ----o---- Búnaðarþinglð. Friður saminn í BúnaðarféLagi Islands. I. Búnaðarþinginu var slitið í gær- kvöldi. Um það leyti sem það var að hefja störf sín, var alment við því búist hér í bænum, að það yrði mjög róstusamt. Það var gert ráð fyrir að þar yrði hver höndin upp á móti annari. Vissu- lega voru og þeir til í bænum, sem ekki hefðu grátið þó að bændumir og bændafulltrúamir á Búnaðarþingi hefðu barist þar innbyrðis. Ýmsir þessara utanaðkom- andi glundroðamanna komu tíð- um á fundi Búnaðarþingsins fyrstu dagana. En sem betur fer fækkaði heimsóknum þeirra gesta og loks hættu þeir alveg að láta sjá sig. Þeir fengu ekkert að sjá eða heyra sem þá langaði til. Það urðu engar róstur á Búnaðar- þinginu. Þar fór alt fram með prýði. Þar vom sett grið um það að vinna saman að framfaramál- um landbúnaðarins. Og næstsíðasta daginn kvaddi formaður til fundar fyrir lukt- um dyrum, til þess að láta greiða atkvæði um tillögur, sem til þess voru ætlaðar, að setja niður misklíðina, sem um félagið hefir staðið. Formaður bar tillögumar fram og mælti fyrir þeim og enginn annar tók til máls. Tillög- umar eru svohljóðandi: „Búnaðarþingið ályktar að heimila félagsstjórninni að fela tveim mönnum að framkvæma búnaðarmálastjórastarfið sam- kvæmt 13. gr. félagslaganna og hefir þá hvor þeirra þær skyld- ur og réttindi sem félagslögin ákveða búnaðarmálastjóra. Um verkaskiftinguna í aðalatriðum skal tekið fram: 1. Annar búnaðannálastjórinn skal einkum hafa á hendi fram- kvæmdirnar út á við, í jarðrækt, eftirlit með framkvæmd jarð- ræktarlaganna, sandgræðslunni. starfsemi jarði-æktarráðunauts- ins o. fl. 2. Hinn búnaðarmálastjórinn skal einkum hafa á hendi fram- kvæmdimar heima fyrir, aðal- eftirlit með öllum útborgunum félagsins og starfsemi þeirra ráðunauta sem undir stjórn hans verða settir. 3. Stjórnin ákveður bæði al- ment og í einstökum tilfellum hvemig störfum er skift milli búnaðarmálastjóranna að öðm leyti. 4. Meðan þessi skipun helst skulu báðir búnaðarmálastjór- arnir jafnframt hafa á hendi ráðunautsstarf að svo miklu leyti sem við verður komið“. Og jafnframt bar formaður fram og mælti fyrir, svo hljóð- andi ályktun: „Um leið og Búnaðarþingið afgreiðir framanskráða heimild um nokkra breyting á starfs- háttum Búnaðarfélags Islands og leggur það mál og þar með fram- tíð félagsins í hendur stjómar Búnaðarfélagsins, væntanlegra búnaðarmálastjóra og annara starfsmanna þess, beinir Bún- aðarþingið þeirri ósk til allra hlutaðeigenda, að sú misklíð verði látin falla niður, sem um hríð hefir í félaginu ríkt og að miklu á rót sína að rekja til óákveðinna starfshátta og ó- nógrar samvinnu. Jafnframt beinir Búnaðarþingið þeirri ósk til stjómarinnar, að Sigurði Sig- urðssyni verði falið búnaðar- málastjórastarfið út á við. þar eð viðurkent er að hann er fröm- uður og forgangsmaður í rækt- unarmálum hér á landi“. Fór atkvæðagreiðsla á þá leið, að 9 greiddu tillögunum atkvseði, tveir greiddu ekki atkvæði og eitt atkvæði var greitt á móti. Þvínæst fór fram kosning stj órnamefndarmanns, af hálfu Búnaðarþings. Kosningu hlaut ’ Bjami bóndi Ásgeirsson á Reykj- um í Mosfellssveit með 8 at- kvæðum, Jón bóndi Þorbergsson á Bessastöðum fékk 4 atkvæði. Varamaður var kosinn Þórður læknir Sveinsson á Kleppi með 12 atkvæðum. Skipa þá nú stjóm Búnaðar- félags Islands, auk Bjama: Magnús bóndi Þorláksson á Blikastöðum og Tryggvi Þór- hallsson. Síðast á fundinum var borin fram eftirfarandi tillaga um starf ,áburðarmáls‘nefndarinnar: Fleiri heimili. (7) Jónas Jónsson flytur eftir- farandi þingsályktunartillögu á Alþingi. „Sameinað Alþingi ályktar að skora á landsstjómina að leggja fyrir Búnaðarfélag Islands að undirbúa fyrir næsta þing frv. um byggingar- og landnámssjóð. Skal frv. bygt á þeim undirstöðu- atriðum, er nú skal greina: 1. Tilgangur sjóðsins er að gera bændum og nýbýlamönnum fært að endurbyggja bæi sína eða reisa ný heimili á ræktarlandi. Sjóður- inn fær tekjur sínar úr lands- sjóði, fyrst og fremst með gróða- skatti, er lagður skal í því skyni á skattskyldar eignir og tekjur, 50 þús. kr. eign og 15 þús. kr. í tekjum, og þaðan af meiri eignir og tekjur. Þó mega eignar- tekju- og gróðaskattur (super- tax) ekki vera hærri á nokkmm skattþegni, allir samanlagðir, en hliðstæðir skattar á jafnmiklar eignir og tekjur verða þá í Eng- landi. 2. Byggingar- og landnámssjóð- ur skal veita svo hagkvæm lán og til svo langs tíma, að duglegir og reglusamir menn geti, með því að styðjast við lán hans og vinnu sína, efnt til sjálfstæðra heimiia hvar sem er í bygðum landsins og lifað þar fjárhags- lega óháðu lífi. Jörð lántakanda með mannvirkjum, svo og ábúð- arrétturinn, sé trygging fyrir lán- um úr byggingar- og landnáms- sjóði. 3. Leggja skal megináherslu á að fjölga heimilum þar, sem skyldmenni eiga aðgang að jörð sameiginlega og óska þar að vera. Tryggja skal með lögum, að jarð- ir, sem bættar hafa verið með aðstoð byggingar- og landnáms- sjóðs, verði hvorki seldar, leigðar eða afhentar við arfaskifti með hærra verði en svo, að afgjaldið samsvari 4% af fasteignamati jarðarinnar, með tilheyrandi byggingum“. . „Með því að ágreiningsatriði það, sem var þess valdandi, að svokölluð áburðarmálsnefnd var kosin, er nú til lykta leitt á þann hátt sem báðir málsaðilar hafa sætt sig við, þá sér Búnaðar- þingið ekki ástæðu til þess að nefndin ljúki störfum og skili áliti sínu“. Var þessi tillaga samþykt með 8 atkv. gegn 1. Um kvöldið, eftir að tillögur þessar voru samþyktar, komu búnaðarþingsmenn og starfs- menn félagsins saman til kvöld- verðar og samdrykkju og sátu til miðnættis við ræður, söng og annan gleðskap og voru þar bomar fram um það margar óskir, að Búnaðarfélagi Islands mætti famast vel í framtíðinni, svo að það gæti rækt vel sitt þýðingarmikla starf fyrir ís- lenskan landbúnað. IL Allir góðgjamir menn munu fagna þessum málalokum. Það sem tekist hefir, er það, aö sameina aftur þá krafta sem standa að Búnaðarfélagi Islands, sem nauðsynlega þurfa að standa saman til þess að félagið geti rækt starf sitt. Hér verður ekki rakin upp misklíðarsagan, né tilefni hexm- ar; til þess er engin ástæða. Þess skal einungis getið, að það var formaður félagsins sem fyrst og fremst gekst fyrir því að þessar sættir tækjust. Er það í beinu framhaldi af aðstöðu hans frá upphafi. Vom það til- lögur hans að Sigurður Sigurðs- son gegndi búnaðarmálastjóra- starfinu til Búnaðarþings, en staðan væri þá laus til ráðstöf- unar. Félst og öll stjómin á það um haustið að veita ekki stöð- una heldur bíða Búnaðarþings. Og nú er starfi búnaðarmála- stjóra skift milli tveggja, án þess að fjölgað sé starfsmönn- um, þvi að jafnframt eiga þeir að rækja önnur störf. Verður Sigurður Sigurðsson aftur búnaðarmálastjóri og fær að njóta sinna miklu og góðu krafta á því sviði sem hann jafnan hefir notið sín best og getið sér bestan orðstýr fyrir, en hinn hluti starfanna, sem eigi hefir eins legið fyrir honum verð- ur falinn öðrum búnaðarmála- •tjóra. Eiga þeir mikinn heiður skilið, sem deilt hafa undanfarið, en nú hafa látið það niður falla og tekið höndum saman til sam- starfs. En þeir einir harma þessi málalok, sem í ábyrgðarleysi sínu hafa blásið að eldi sundur- lyndis, með þáð fyrir augum, að spilla þjóðnýtri starfsemi og jafnframt að gera tortryggileg- an pólitískan andstæðing. Þungan, en maklegan dóm, hefir Búnaðarþingið kveðið upp yfir þessum mönnum, í viðbót við þann sem yfir sumum þeirra var kveðinn áður af landbúnað- amefndum Alþingis og almenn- ingsálitinu. ----o---- Albingi. Ný frumvörp. Frv. um nýtt strandferðaskip (Flm. Sv. ö., Tr. Þ., J. G., Þorl J., Ben. Sv. og H. St.) Ríkis- stjómin láti byggja skip 4—500 smálesta og eigi síðar en svo að það geti tekið til starfa vorið 1928. Á þetta skip að ganga milli smáhafna, sem vandkvæði eru á siglingum til. Farþegarými hafi það fyrir 40—50 farþega og sé einkuð miðað við 2. og 3. far- rými. Þá sé í því 70—80 ten- ingsmetra kælirúm. Heimilt sé stjórninni að taka lán til bygg- ingar skipsins. Frv. um bygging ábúða og út- tekt jarða (Flm. Jör. Br., Jón ól. og M. T.). Miðar það mest að því að koma í veg fyrir rán- búskap og tryggja rétt leiguliða m. a. með því að áskilja þeim verð fyrir umbætur þær, er þeir gjöra á ábúðarjörðum sínum. Svo er fyrir mælt, að eigi megi leggja hjáleigu til heimajarða nema með samþykki sveitarstjómar eða hlytja hey af jörð til sölu. Ekkja haldi ábúðarrétti manns síns svo að böm hans og fóstur- börn. Leiguliðar mega gjöra vot- heysgryfju og áburðarhús ur steini og eiga kröfu til endur- gjalds við brottför. Einar Jónsson flytur frv. um sandgræðslu. (br. á lögum). Mið- ai* það að því að hækka ríkis- sjóðsstyrkinn til sandgræðslunn- ar. Sigurjón Jónsson flytur frv. um stofnun gagnfræðaskóla á Isafirði. Héðinn Valdemarsson flytur frv. um skifting Gullbringu- og Kjósarsýslu í 2 kjördæmi og kjósi 1 þingmann hvert. Sé Hafnarfjörður sérstakt kjördæmi. Samhljóða frv. bar Jón Baldvins- son fram á síðasta þingi. Þingsályktunartillögur. Sveinn Óiafsson og Ásgeir Ás- geirsson flytja þál. um skipun milliþinganefndar til að „rann- saka hag bátaútvegsins og gjöra tillögur til tryggingar honum“. Bemharð Stefánsson og Jón Guðnason flytja þál. um lög- heimili og bygðarleyfi. M. a. er þar skorað á stjómina, „að taka til athugunar hvort ekki sé til- tæklegt, að setja lagaákvæði, er gefi bæja- og sveitastjórnum rétt til að takmarka innflutning fólks, sem hætta er á að verði þeim til byrði“. Jónas Jónsson flytur 2 þál. önnur er um byggingar og land- námssjóð. Birtist hún annars- staðar í blaðinu. Hin þál. er um ungmennaskóla í Reykjavík. Er þar farið fram á að bæta úr skólaleysi Reykvík- inga og komast þó hjá því að verja fé til skólahúss þess hins mikla, er stjómin leggur til að reist verði. Samkv. þál. á að stofna ungmennaskóla er veiti almenna fræðslu, bóklega og verklega, á svipaðan hátt og al- þýðuskólamir á Núpi og Laug- um. Fari kensla fram seinni hluta dags í Mentaskólanum og öðrum skólahúsum ríkisins. Auk þess er stjóminni falið að kom- ast að samningum við eiganda „Nýjabíó" um að fá að nota sal kvikmyndahússins til fyrirlestra og kenslu með kvikmyndum. Skólagjald sé greitt, 100 kr. á nemanda. Stjómin láti gjöra teikningu og áætlun um bygg- ingu skólaeldhúss og vinnustofu til verklegs náms. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.