Tíminn - 08.03.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1927, Blaðsíða 2
88 TÍMINN Frá útlöndum. Nokki-a mynd af hinrnn stór- felda atvinnurekstri Bandaríkj- anna og Ameriku má fá af eftir- farandi fróðlegu tölum: I Ame- ríku búa 7 % ' af íbúum jarðar, en hinsvegar framleiðii’ Anie- ríka 22% af hveitiframleiðslu heimsins, 43% af kolunum, 53% af koparframleiðslunni, 58% af baðmullarframleiðsiuxnii og 72% af þeirri olíu og bensíni sem framleitt er í heiminum. Engan þarí því að undra þótt auðæíi saínist í Ameríku. — Ford bíla- kóngur, hefir 200000 þús. verka- menn í sinni þjónustu. Lág- markslaunin eru tæpar 30 kr. á dag. Góður morgunverður í mat- söluhúsi verksmiðjanna kostar ekki nema rúma 60 aura. Svo glæsilegm- er árangurinn af góðu skipuiagi. — Með því að fækka framleiðslutegundum hefir Bandaríkjamönnum tekist aö gjöra framleiðsluna mikiu ódýr- ari. Áður vom búnar til 175 teg- undir vagnhjóla handa járn- brautunum, en nú aðéins fjórar; landbúnaðarvéiar áður 1092, nú 37; pappírstegundir áður 377, nú 56 o. s. frv. Þessa vegna er það fyrst og fremst að á mörgum sviðum geta önnur iðnaðariönd alls ekki kept við Bandaríkin. — Út af aiisherj arverkfaili sem hafið var í Shanghai hafa hundrað af foringjum verkfalls- manna verið hálshöggnir og voru höfuð þeirra höfð til sýnis á götum borgarinnar. — Italskur maður, Pinedo, flaug nýlega yfir Atlantshaf, frá Kapverdeeyjum til Brasilíu. — 1 Noregi var hafinn allmk- ill andróður gegn því að gerður yrði samningur við Dani um um gjörðardóm í öllum deilu- málum landanna í milli. Ástæð- an var Grænlandsmáiið, deilan um afhending norskra skjala og muna o. fl. Þó urðu leikslok þau, seint í fyrra mánuði, að Stór- þingið í Osló samþykti samning- inn. — Talið er að Poincare for- sætisráðherra Frakka ætli að byrja á afborgunum stríðsskuld- anna til Bandaríkjanna, þó að okki hafi enn verið gerður samn- ingur um þær. — Mikil klögumál hafa gengið undanfarið milli stjórnanna á Rússlandi og Englandi. Enska VL Nl. Aðal verkiegar námsgreinar þessara skóla yrðu að mestu hinar sömu og tíðkast á sams- konar skólum annarsstaðar á Norðurlöndum, þ. e. a. s. mat- reiðsla, mjólkuraðferð, garðrækt, handavinna og heimilisiðnaður. Aðeins yrði að haga kenslunni í hverri þessari grein eftir ís- lenskum staðháttum. Þannig yrði t. d. mikill þáttur í matreiðslu- kenslunni sláturstörf á haustin og í mjólkurmeðferð, skyr- og ostagerð. Eins og ástatt hefir verið um sérmentun kvenna hér á landi til skamms tíma, hefur engin ein stofnun verið til, þar sem stúlk- ur hafi getað fengið hagkvæma tilsögn í öllum þessum greinum, sem nú voru taldar. Kvennaskól- amir hafa að vísu fullnægt þess- ari þörf að einhverju leyti, en bóklegt nám hefir verið aðal- verk þeirra, og því hefir verk- lega fræðslan að sjálfsögðu lot- ið í lægra haldi. Afleiðingin hef- ur orðið sú, að stúlkur hafa orð- ið að afia sér verklegrar þekk- ingar í ýmsum áttum, á sauma- stofum, vefnaðamámsskeiðum, matsöluhúsum eða hússtjómar- deild kvennaskólans í Reykjavík og víðar. Þetta nám verður stjómin ber fram ásakanir um undirróður Rússa í enskum löndum og hótar hörðu á móti og jafnvel friðslitum. Rússa- stjóm svarar í móti og kvartar undan ásökunum Breta og segir ásakanimar ósannar. Kveðst ráð- stjórnin óska eftir góðri sam- búð milli Rússa og Breta og segist ekki óttast hótanir Breta, Ef um slit stjómmálasambands- ins sé að ræða verði Bretar að taka á sig afleiðingamar. Út af þessu svari Rússastjómar hafa ýmsir af hörðustu Ihaldsmönn- unum í stjómarflokknum enska viljað slíta stjómmálasamband- inu við Rússa og borið kröfu fram um það. Er þó talið ósenni- legt að meirihluti stjómarinnar fallist á það. Hefir Chamberlain, utanríkisráðherra getið þess í ræðu að stjómin ætli sér að láta ósvarað orðsendingu Rússa. — Éldgos mikil eru í Kákas- uslöndunum. Hefir hraunstraum- urinn lagt í eyði 80 hús og 30 menn hafa týnt lífi. — Tvö stórslys urðu í enskum kolanámum um mánaðamótin. 52 menn biðu bana af spreng- ingu í kólanámu í Wales og 14 menn druknuðu í vatnsflóði í námu annarsstaðar. — —o---- Fréítir. Veðrið. Austanátt. Snjókoma nokkur á Norður- og Austurlandi seinni hluta vikunnar. Krapahríð á Austurlandi. Góðviðri um Suð- urland. Gestir í bænum. Halldór Ás- grímsson kaupfélagsstjóri í Borgarfirði, Brynjólfur Einars- son bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, Ólafur Hermannsson kaupfélags- stjóri á Eskifirði, Jónas Bene- diktsson bóndi að Vattamesi og Jón Ivarsson kaupfélagsstjóri í Homafirði. Togarinn Eiríkur raúði strand- aði 2. þ. m. á söndunum austan við Kúðafljót. Mannbjörg varð. Togarinn var eign Geirs Thor- steinsson & Co. Kom skipið frá Englandi og var hlaðið kolum. Nýlega hefir orðið vart við sokkið skip innan við skergarð- inn fyrir Mýrum vestra. Ætla menn að þar sé norska skipið „Balholm“, sem fórst í vetur. Verður þetta athugað nánar. Skipaf regnir. Gullf oss, Goða- foss og Esja em í Reykjavík (2/3). Lagarfoss fór frá Seyðis- firði 1. þ. m., á norðurleið. Brúarfoss, kæliskipið nýja, kem- ur upp til Austfjarða snemma í mánuðinum, fer norður um land og kemur til Rvíkur 20. þ., m. Áskorún hafa 216 Hnífsdæl- ingar sent Alþingi um að herða eftirlit með bannlögunum og leggja niður vínsölustaði utan Reykjavíkur. Aðalfundur Dýravemdunarfé- lag íslands var haldinn í Rvík 1. þ. m. 1 stjóm voru kosnir sr. Ólafur ólafsson forseti, Leifur Þorleifsson, gjaldkeri og Hjörtur Hansson, ritari. Kaupdeilunni á Norðfirði er lokið. Kaupið er kr. 0,85 fyrir dagvinnu og kr. 1,00 fyrir helgi- dagavinnu. Félag norrænna búvísinda- manna var stofnað fyrir nokkr- um árum síðan. í því era kenn- arar og vísindamenn í þeim fræð- um er að búnaði lúta, og miðar félagsskapurinn að því að auka samvinnu meðal þeirra. Félagið hefir haft eina deild í hverju landi, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi en eigi á Is- landi. En nú nýlega er stofnuð félagsdeild hér heima. Stjóm hennar skipa Halldór Vilhjálms- son skólastj., Sig. Sigurðsson frv. búnaðannálastj. og Pálmi Ein- arsson ráðunautur. Deila er risin milli Guðmund- ar Kambans rithöfundar og Leik- félags Reykjavíkur. Er hún svo til komin, að G. K. gjörði leik- félaginu tilboð um að stjóma leiksýningum þess seinni hluta vetrar. Hefir hann mjög lagt stund á leikstjóm og uxmið sér álit í þeirri gerin að hermt er. Ætlaðist hann til að sýnd yrðu nokkur leikrit eftir sjálfan haxm. Er tilboð þetta kom hafði leik- félagið að sögn gjört áætlun um starfsemi sína það sem eftir var vetrar og m. a. ákveðið að sýna hið nýja leikrit Davíðs Stefáns- sonar, Munkana frá Möðruvöll- um. Var og ráðinn sérstakur maður til að hafa umsjón með leiksýningum. Hafnaði formaður félagsins tilboði Guðmundar. Eigi að síður kom Guðm. til Rvíkur í síðastl. mánuði. En leik- félagið hefir samt eigi viljað sinna tilboðum hans. Telja mai'g- ir það misráðið og færa það fram, að Guðm. sé afburðamað- ur í sinni grein og mundi ísl. leiklist mikill fengur í leiðsögn hans. Og svo s_egir haxm sjálfur, að áhugi einn fyi'ir framförum landa sinna í þessum efnum hafi knúð sig til fararinnar. — Hvass- orðar gi-einar um þetta efni hafa birst í Rvíkurblöðunum og sýn- ist sitt hverjum. — Guðmundur Kamban mun einkum kunnur hér á landi fyrir leikritið Hadda Padda. Annars hefir hann starf- að í Danmörku og skrifað á dönsku. Jarðskjálfta hefir orðið vart um Reykjanes. Afli er ágætur bæði á stór skip og báta. Fiskverðið í Reykjavík er eitt hið óskaplegasta, sem þekkist í viðskiftum hér á landi. Nú um tíma hefir verðið verið óvenju- lega lágt. Þó er ýsa með haus og innyflum seld fyrir 10—12 aura pundið. En undanfarið hefir verðið oft verið helmingi hæxra. - • •• — stúlkum ekki aðeins dýrara, held- m- kemur það þeim aldrei að eins góðu haldi og ef það væri fengið á einum stað, undir einni stjórn og með eitt og sama mark fyrir augum. Því það liggur í hlutar- ins eðli, að hvorki saumastofur ©ða matsöluhús hugsa fyrst og fremst um, hvað nemendum sé fyrir bestu, því það era atvinnu- fyrii'tæki en ekki skólar. Er þó enn ótalið það, sem mestu máli skiftir, þegar um mentun sveita- stúlkna er að ræða, en það er, að nær því alt þetta nám, verða þær að sækja til kaupstaða og er það því, sem eðlilegt er, sniðið við þarfir kaupstaðabúa, en eins og allir vita eru þarfir sveitanna mjög aðrar. Húsmæðraskólamir þurfa að sameina alt þetta verklega nám. Þeir þurfa að komast á fót helst í hverjum landsfjórðungi. Gott er að hugsa til þess, að starf er þegar hafið í þessa átt. Fyrsta tilraun þess, er breyting sú á Blönduóssskólanum, er fyi’ var á minst. Enn ákveðnara spor í áttina er væntanleg stofnun húsmæðraskólans á Staðarfelli, þvi sá skóli á að hafa jörð til afnota. Er það bersýnilegt, að mikið vantar á húsmæðrakenslu fyrir sveitastúlkur, ef ekki er hægt að kenna meðferð mjólkur eða garðrækt, en til hvorttveggja þess þarf jarðarafnot; Takmark það, sem skólar þess- ir þurfa að stefna að, er að verða fyrirmyndarheimili. Þeir mega því ekki vera mjög stórir, ann- ars er hætt við, að þeir sprengi af sér ramma heimilisins. Á skólaheimilum þessum þurfa stúlkumar að læra að vinna öll venjuleg heimilisstörf fyrst og fremst, og þær þurfa einmitt að læra að vinna þau störf betur og á hagkvæmari hátt, en nú á sér alment stað. Á ekkert þurfa húsmæðra- skólamar að leggja jafnmikla áherslu og að innræta stúlkun- um virðingu fyrir vinnunni yfir- leitt og einkum daglegu störfun- um, því fátt skortir eins mikið á í uppeldi kvenna nú á tímum. Hússtjórnarkensla sú, er fengist hefir hér að þessum tíma hefir lagt langmesta áherslu á að kenna tilbúning sjaldgæfra rétta. Hafi stúlkumar ekki kunnað mikið til daglegrar matreiðslu til sveita áður en þær fóru, má óhætt telja að þær komi jafnnær um þá þekkingu, sem lífið heimt- ar einkum af þeim. Afleiðingin er sú, að ungar stúlkur reyna að komast hjá að vinna algeng störf og líta niður á þau. Öruggasta ráðið til að lækna þetta hættulega þjóðarmein, er að bæta vinnuaðferðimarí gjöra störfin léttari, vinna þau á hag- ! kvæmari hátt og láta leysa þau vel af hendi. Það er alknnugt, að mönnum þykir vænt um það, sem þeir leggja rækt við, t. d. stórf sem unnin eru af úlúð. Sennilega liggur eitthvert lögmál þar til grandvallar. Skólamir þúrfa að leggja mikla áherslu á þetta, að vinna hversdagsstörfin af alúð. Laun þeirra manna, sem geta tamið sér það verða ekki tölum talin, því þau eru andlegs eðlis, þau eru starfsgleði og full- nægja, og þau bera hundraðfald- an ávöxt fyrir þann, sem þau era unnin fyrir. Hugsunarháttur sá, er liggur að baki hverju vel unnu verki, er sá, er hver þjóð má síst án vera. Hann er kallaður trú- menska og er ein af máttarstoð- um hvers borgaralegs félags. Ekki er minni þörf á að fá breytt til batnaðar húsaskipun til sveita en vinnubrögðum. Enda leiðir það hvað af öðra. Góð húsaskipun er aðalundirstaða hagkvæmra heimilisstarfa. Hús- mæðraskólamir ættu einnig að ganga á undan á þessu sviði. Bygging sveitabæja er eitt vandamálið, sem þjóðin stendur nú gagnvart og þarf að leiða til lykta. Húsabyggingar síðustu áratuga, era eins og megnið af umbótastarfsemi hins nýja tíma, óljóst fálm út í loftið. Er það hverju orði sannara er oft sést um kvartað af þeim, er ritað hafa um þetta mál, að stílleysi er komið í stað hins fagra og þjóðlega stíls burstabygginga. Hitt er þó engu síður óviturlegt, að í flestum hinna hýju steinhús- um sveitanna er úthýst mögu- leikanum til heimilislífs, í þess orðs bestu merkingu. Eg á við baðstofuna íslensku. Get eg ekki stilt mig um að minnast örlítið á þetta, fyrst eg fór á annað borð, að. tala um húsaskipun til sveita. Eg held það væri gott, að gera sér ljóst, hvaða þýðingu baðstof- an hefir haft fyrir íslenskt þjóð- líf á hðnum öldum. Hún hefir lagt skilyrði til þess andlega lífs, sem þróast hefir með alþýðu manna út um sveitir landsins. Þar hefir fólkið safnast saman öld eftir öld og notið saman andlegra verðmæta, sem geymst hafa í söngvum og sögu þessarar þjóð- ar. Þar hefir verið haldinn eins- konar alþýðuskóli Isl. Það gerði ekkert til, þó stundum væri lágt undir loft, því sjóndeildarhring- ur fólksins víkkaði, tilfinninga- lífið dýpkaði og næmleikurinn fyrir fegurð forms og efnis glæddist, og það var aðalatriðið. En þama lifðu menn einnig og störfuðu saman. Baðstofan lagði skilyrði til samhygðar og sam- starfs. Nú er baðstofunni úthýst víð- ast hvar, því þó nafninu sé hald- ið sumstaðar, þá hefur það feng-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.