Tíminn - 23.04.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.04.1927, Blaðsíða 2
60 TlMlNN Frá úílöndum, Stórveldin vígbúast aftur og af meira kappi en nokkru sinni og nýr ófriður getur vofað yfir þá og þegar. Herfræðingarnir skrifa um næstu styrjöld og kemur þeim saman um að hún verði nokkuð frábrugðin því sem áður hefir verið, eftir því sem hinar marg- víslegu morðaðferðir verða full- komnari. Frægur franskur her- fræðingur segir meðal annars: 1 síðustu styrjöld voru daglega framleiddar og notaðai’ 200000 gassprengjur. í næstu styrjöld verða a. m. k. 2 miljónir gas- sprengja framleiddar daglega, miklu áhrifameiri en áður. Nýjar gastegundir verða vafalaust fundnar sem hafa ákveðin áhrif á sérstaka líkamshluta t. d. heil- ann. Með þeim hætti verða þús- undir manna gerðar að fábján- um æfilangt, á einu augnabliki. Má . gera ráð fyrir að eitt af helstu verkefnum stjórnanna eft- ir næstu styrjöld verði að reisa hundruð geðveikra- og fábjána- hæla fyrir hina ungu og hraustu menn þjóðannna. Annar herfræð- ingur, enskur, gefur eftirfarandi lýsingu af næstu styrjöld: Að nóttu til, um það leyti sem frið- slitum er lýst, koma 4—5 þús- und flugvélar og fljúga yfir Lundúnaborg með 2—300 kíló- metra hraða á klukkustund. Þær eru svo hátt í lofti upp að þær ei’u ósýnilegar með berum aug- um. Tæki þeirra eru svo fullkomin að ofan úr 2000 metra hæð geta þær óskeikullega hitt ofan í reyk- háf á herskipi. Þær kasta sprengjum yfir hina sofandi borg og hver einstök getur lagt í eyði nokkurn borgarhluta. — Píus páfi ellefti varð sjö- tugur um síðustu mánaðamót. Eru rúm fimm ár liðin síðan hann varð páfi, en þrátt fyrir hinn háa aldur er talið að hann hafi með rögg og vitsmunum stýrt hinni miklu kirkjustofnun. Gagnvart Mexíkóstjóm hefir hann komið fram með hörku og hlífðarleysi, en aftur á móti sýnt óvenjulegt frjálslyndi xig samingalipurð gagnvart frönsku og þýsku stjórnunum og sérstaklega á Þýskalandi er talið að hann hafi komið ár kirkjunnar vel fyrir borð. Og 1 heimalandinu hefir honum tekist að umgangast Úr bréfutn Dalasýsla 31. jan. 1927. „Vel má telja farið að bænda- og samvinnuhéröð eins og Dala- sýsla eigi Framsóknarfulltrúa á þingi. Þó að atkvæðamunurinn væri ekki mjög mikill, þá er þess að gæta að bæði átti Framsókn- arflokkurinn nokkuð af atkvæð- um, sem ekki komu á kjörstað í haust, og annað sem er enn- þá betra að unga fólkið, sem vex upp í kosningaherinn er alt Framsóknarmegin. Eg kann illa við vafstur bankastjóra í póli- tík og það má segja okkur Dala- mönnum til hróss, að á þing- málafundi hér í vetur var sam- þykt með öllum atkvæðum gegn einu að banna öllum bankastjór- um þingsetu. Bending í þessa átt er það að Sig. Eggerz tók það beinlínis fram á fundi í Saurbæn- um að gott væri fyrir háttv. kjósendur að eiga bankastjóra fyrir þingmann. Vonandi man þingið eftir okkur Dalamönnum, sem erum í samgöngum einangr- aðir á sjó og landi. Við þurfum bæði að fá strandferðaskipið og Dalsmynnisveginn. Barðastr.sýslu 30. jaxi. 1927. „Allir sem ekki hafa asklok fyrir himinn hljóta að sjá hve herfilega við sem búum við inn- anverðan Breiðafjörð erum sett- Mussólíni og Fascista með vin- semd, án þess að vera á nokkum hátt við þá bundinn — ef illan og skjótan enda tæki æfintýri þeirra. — Fjárhagsár enska ríkisins er miðað. við 1. apríl. Samkvæmt yfirliti er þá var gert verður tekjuhalli ríkisins síðastliðið fjár- hagsár rúmar 36 miljónir ster- lingpunda, eða c. 800 miljónir króna. Tekjuhallinn er 10 miljón- um sterlingspunda meiri en búist var við. Höfuðástæðan til þessar- ar hörmulegu útkomu er vitan- lega gengishækkunin á hinum ensku peningum, sem leiddi af sér kolaverkfallið. — Talið er líklegt, að þjóðar- atkvæðagreiðsla verði bráðlega látin skera úr því á Grikklandi hvoit stjórnarfyrirkomulagið skuli vera lýðveldi eða konungs- stjórn. — Flokkur róttækra vinstri manna í Danmörku hefir borið fram frumvarp um það að þjóð- aratkvæðagreiðsla skuli fara fram um skipulag hermálanna. En hitt er talið víst að frum- varpið nái ekki fram að ganga. — Enska stjórnin hefir lagt fyrir þingið nýja löggjöf um verkföll, sem þrengir mjög verk- fallsréttinn, ef samþykt verður. Er ætlast til að bannað verði að hefja allsherjarverkföll og sömu- leiðis samúðarverkföll. Er talið víst að mjög hörð senna verði háð um þessa löggjöf. Frjáls- lyndi flokkurinn mun vera óskift- ur á móti þessum tillögum. -----o----- Veðrið. Kaldari veðrátta en undanfarið. Bleytuhríð nokkra daga á Noröur- og Vesturlandi. Gestir í bænum. Magnús Guð- mundsson kaupstjóri á Önundar- firði, Sigfús Bergmann kaupfé- lagsstjóri í Flatey og Hallgrimur hreppstj. á Grímsst. í Mýrasýslu. Víðavangshlaup fór fram hér í bænum fyrsta sumardag. Geir Gígja kennari var fljótastur eins og að undanförnu og rann skeið- ið á 13 mín. 8,5 sek. Næstir urðu Þorsteinn Jósefsson og Magnús Guðbjartsson, allir úr Knatt- spyrnufélagi Keykjavíkur. Vega- lengdin er 4 km. Sameinaða gufuskipafél. hefir látið smíða skip, sem það ætlar til ir með samgöngur, þær eru bein- línis óþolandi. f fyrra fengum við 4 Suðurlandsferðir á Gilsfjörð og urðum þess vegna að flytja mik- ið með dýrum smábátum og þá stundum með ránverði í farm- gjöldum, einkum með bátum úr Stykkishólmi. Landið þarf að eignast strandferðaskip, sem siglir inn á smáhafnimar, og þær eru margar hér í sýslu, en þang- að kemur nú engin fleyta. Það er lífsnauðsyn að flutningar allir til og frá landinu séu settir í eitt heildarkerfi, þannig, að eng- inn þurfi að greiða nema einfalt fai-mgjald. Eg veit að fjárhagur landsins er ekki góður, en annað strandferðaskip, með kælirúmi til innanlandsflutninga þarf að koma og það strax, eins og Framsóknarmenn hafa réttilega skilið og beitt sér fyrir. Það má síst skera við nögl framlög til samgangna. Þá er ekki betur farið með landveginn rnn Barða- strandasýslu. Engin á brúuð á allri póstleiðinni frá Króksfjarð- arnesi að Bíldudal og eru þó margar þeirra illur farartálmi, t. d. Vatnsdalsá, fjarri mannabygð- um. Sú á er margoft alveg ófær og komi ferðamaðurinn að henni um flóð, verður hann að híma þar þangað til fjarar út ósinn og hefir mörgum orðið það heilsuraun“. íslandsferða. Hljóp það af stokk- unum 9. þ. m. Skipið heitir „Drotning Alexandrina“. Það er með dieselvjel rúml. 260 fet að lengd og hefir rúm fyrir 140 far- þega. Vinnudeilunum í Hnífsdal er lokið. Kaupgjald karla við venju- lega vinnu er kr. 0,80 um klukku- stund en kvenna kr. 0,55 og hærra fyrir eftir- og helgidaga- vinnu, alt að kr. 1,25 um klukku- stund. Eins og áður var getið hér í blaðinu var deilda þessi mjög hörð. M. a. festu atvinnu- rekendur upp auglýsingar um, að búðum og íshúsum yrði lokað uns samingar næðust, en minna mun þó hafa orðið úr því en ætlað var. Afli er að aukast í Vestmanna- eyjum. Kirkju veglega ætlá katólskir menn að láta reisa í Rvík á þessu ári. Er verkið þegar haíið, og var hornsteinn kirkjunnar lagður annan páskadag síðastliðinn. Var fjölmenni viðstatt þá athöfn. Guðjón Samúelsson húsameistari hefir gjört uppdrátt að kirkjunni. Verður hún bygð í gotneskum stíl. Að lengd verður hún 40 metia, með afarháum tnrni, 50 metra. Mun hann þó eigi verða bygður svo hár í fyrstu en topp- inum 'bætt á hann síðar. Mjög verður til kirkjunnar vandað og er gjört ráð fyrir að þak og veggir kosti um 300 þús. kr. Kirkjan á að standa skamt frá Landakotsspítalanum, á einum fegursta stað í bænum. Verður eflaust að henni mikil bæjar- prýði, og er það ekkert einsdæmi, að kirkjur katólskra manna sjeu meðal legurstu stórhýsa. f skjali, sem lagt var í hornsteininn stend- ur, að kirkjan skuli falin vernd himia heilögu íslensku biskupa, Þorláks og Jóns Ögmundssonar. Árekstur varð nýlega milli ísl. togarans Hilmis -og færeyskrar skútu, seih Victory heitir. Lask- aðist skútan eitthvað, en eigi mjög mikið. Eldur kom upp 1 Laugarnes- spítala á skírdag síðastl. Hafði kviknað í gólfi út frá baðofni og var slökkviliðið hvatt til aðstoð- ar. Tókst því von bráðai’ að slökkva eldinn og urðu skemdir eigi miklar. Laugamessspítalinn er úr tibmri eins og mörg gömul hús hér í bæ, en nu mundi eng- um koma til hugar að byggja slíkt stórhýsi öðruvísi en úr steini. Mýrasýslu 2. febr. 1927. „Þingmálafundur okkar nýaf- ; staðinn mun lengi í minnum hafður. Hann stóð í dægur, var slitið um kl. 6 að morgni. 130 ! ræður voru haldnar um nóttina. i Beitti íhaldið frekju og ofbeldi ! og þverbraut venjuleg fundar- | sköp, en fundarstjórinn afstýrði 1 þó verstu svartliða-tökunum, og ! varð því ekki af að Framsóknar- • menn gengju af fundi. Rétt er að ! geta þess, að fundarstjórinn var j íhaldsmaður, en af betri tegund- j inni, en að afglöpunum stóðu j báðir „lögmenn" Borgarness og hinn setti hreppstjóri. í gengis- j málinu var fyrst borin upp til- ! laga að festa gengið. Voru marg- ir með henni, en bannað að leita mótatkvæða. Þá var borin upp tillaga að hækka krónuna. Nokkr- ir voru með henni, en ekki leitað mótatkvæða og taldi fundarstjóri báðar till. fallnar. Till. var sam- þykt í býlafjölgunarmálinu, sem fór í sömu átt og frv. Jónasar frá Hriflu í því máli. Sömuleiðis að lögfesta einkasölu á útlend- um áburði og flytja hann bænd- um að kostnaðarlausu eins og Tr. Þ. hefir barist fyrir. Hert var fast að þingi og stjóm að verjast gin- og klaufnaveiki. Kom glögt í ljós, að mönnum fanst landsstjórnin hafa gengið slælega fram í þessu máli og tortrygði að eftirlit væri sæmi- legt með vörum og mönnum til Samvinnumál. Sambandið hefir reist tvær verksmiðjur til að bæta innlend- ar vörur, vegna erlends markað- ar. önnur er á Akureyri, til að ná ull af gærum án þess að raka þær. Hin er í Reykjavík, til að hreinsa gamir. Síðustu árin sem Hallgrímur Kristinsson stýrði Sambandinu, valdi hann ungan mann úr Fnjóskadal, Þorstein Davíðsson, til að fara til Ameríku og nema þar nýjustu aðferðir við gæru- rotun. Dvaldi Þorsteinn þar tvö ár á vegum verslunarhúss, sem Sambandið hafði skift við um stund. Nam hann þar til fulln- ustu þessa iðju.- Síðan reisti Sambandið hentugt steinhús á Akureyri og vinnur Þorsteinn þar að gærurotun á hverjum vetri. Hefir honum tekist vel og varan þótt góð erlendis. Má stundum fá jafnmikið fyrir ull- ina af kindinni eins og fyrir skinnið og ullina, ef fylgt er gamla laginu. Næsta sporið er að koma upp fullkominni sútun skinna í landinu sjálfu, og hið þriðja að vinna iðnaðarvörur fyrir erlendan markað úr sútuð- um skinnum. En tvent það síðar talda bíður ókominna ára. Um eða eftir stríðslokin kom hingað erlendur maður, og var um stund í samstarfi nokkru við kaupfélögin um gamahreinsun. Síðan hvarf hann burtu, en Sam- bandið hélt starfseminni áfram. Bygði það mikið og vandað stein- hús skamt frá Rauðará við Reykjavík fyrir þennan iðnað. Stýrir því Ameríku-Íslendingur, Ari Eyjólfsson, sem numið hefir iðn þessa til fullnustu. Ari safn- ar kindagömum svo að segja frá hverri höfn á landinu og vinnur að hreinsuninni með 40—50 stúlkum, frá því í sláturtíð og fram á vetur. Þykja garnimar fullverkaðar hin besta verslunar- vara. Einstakir menn, einkum Garðar Gíslason, hafa eitthvað fengist við bæði gærurotun og garnahreinsun,-en nú sem stend- ur munu þeir menn hafa lagt þá starfsemi á hilluna. Verður nið- urstaðan líklega sú með flesta vöruvöndun, að framleiðendur sjálfir verða að hrinda henni í lag. ----o—■— varnar veikinni. Fyrirspum var beint til sýslumanns og hrepp- stjóra um eftirlit með umbúðum í Borgamesi, en þeir þögðu við. Ihaldið kom með till. um að spara óþarfar umræður í þinginu. Vai’ þeim bent á að vel mætti Jón Þorl. og Hákon spara sér fram- vegis að hlaupa inn í þingið með slúðursögur um einstaka menn eins og þeir gerðu í fyrravetur. Ekki komu fram aðrar sannanir í málinu en þessar. Þá vildi íhald- ið lengja kjörtímabilið upp í 6 ár og hætta að prenta þingtíð- indin, en báðar féllu við lítinn orðstír. Magnús sparisjóðsforstj. hér, einn af fundarmönnum, er talinn frambjóðandi íhaldsmanna við næstu kosningar. Hann hélt á þessum eina næturfundi milli 20—30 ræður. Komist hann ein- hvemtíma á þing, þarf væntan- lega að unna Borgnesingum að geta notið þingmælsku hans á prenti“. Vestur-ísaf jarðarsýsla 14. apríl. Fyrir nokkrum árum kyntist eg gömlum verslunarstjóra, gáf- uðum guðfræðingi, sem aldrei hafði þó „stígið í stól“. Hann var kjarnakarl, ramíslenskur í anda og háttum og karlmenni á ís- lenska vísu. Sagði hann mér margt og dró ekki dulur á þá skoðun sína, að íslensku lífi væri að verða hætta búin. Deildum við oft um þetta o. m. fl. og sé eg Búnaðarbálkur. Vorhret. (Grein þessa ritar þýskur bú- fræðingur. Ifann hefir dvalið hér um stund). Það er mál manna hér í landi, að vænta megi vorhreta á eftir mildum vetri. Við þessari hættu verða bændur nú og jafnan að vera búnir. Veltur á mjög miklu fyrir grassprettuna á komanda sumri, að þeir taki réttilega á móti vorfrostunum. Ef einhverjum kynni að vera ókunnugt um örugg ráð gegn þessari hættu, vil eg benda á eft- irfarandi: í vorfrostum verður grassvörð- urinn laus og gljúpur; gras- plönturnar dragast upp úr mold- inni; losnar um rætumar og slitna þær þráfaldlega. Sé ekk- ert við þessu gert ná plöntumar ekki í næga næringu úr jarð- veginum, hvorki vatn né önnur efni. Kemur þá kyrkingur í vor- gróðurinn og sprettan verður rýr. Einasta ráðið gegn þessu er að valta túnin. Þrýstir þá valtarinn grasplöntunum niður í moldina svo að þau ná í næringuna. Sérhver bóndi á að eiga valt- ara til þessa; getur haim auð- veldlega gert hann úr stein- steypu. Þarf valtarinn ekki að vera þungur; nægir að hann að- eins geti þiýst niður þeim plönt- um, sem losnað hefir um. Eftir að valtað hefir verið, er nauðsynlegt að bera vel á túnið. En sé borið á það eftir vorfrost, án þess að valta, kemur áburð- urinn að harla litlum notum. Ernst Fresenius. ----O*-<•— Minni hltuinn (J. Á. og Tr. Þ.) sá að ekki myndi hægt að komast af með kæliskipið eitt. Megnið af kjötinu yrði að frysta í sér- stökum kælihúsum við helstu út- flutningshafnir. Þetta hlaut að vísu að auka kostnaðinn, en var óhjákvæmilegt. Kalda kjötið geymist skamma stund og slátur- tíðin er stutt. G. Vilhjálmsson benti á, að sennilega yrði jafnvel að frysta í Englandi allmikið af því sem flutt væri þangað kælt, til að bíða eftir betri markaði. nú hve raunsær hann var. Síðast er við hittumst tjáði hann mér að nú væri hann nýkominn úr Rvík, hefði ekki komið þar í 30 ár. Kvaðst hann nú vera vissari í sinni sök en nokkru sinni fyr að vá væri fyrir dyrum, því tildrið og hégómaskapurinn og ve- sælt drabb réði þar öllum „tón“. Og eftir höfðinu myndu limimir dansa. „Jú, eg skal segja þér eitt að gamni“, sagði hann að lokum, „mér blöskraði mjög breytingin í Rvík, ep þó einna mest sú sem virtist koma fram í látæði þessara námspeða þar, því áður voru þar námsmenn. Þegar við lásum, lásum við af kappi. Þegar við skemtum okkur,, gerð- um við það af kappi, glímdum af kappi, flugumst á af kappi, drukkum okkur fulla af kappi, ef við á annað borð gerðum það. En nú! Eg veitti þessu einmitt nána eftirtekt og sá mér til sárr- ar gremju ómenskuna sem sest er í hásætið. Eg kom inn á kaffi- hús sem full voru af ungu fólki. Þar sat það yfir einum kaffi- bolla eða ölglasi tímunum saman, reykjandi pappírsvindla, auðsjá- anlega sljóvt og aumt með það eitt fyrir augum að drepa tím- ann, nennandi engu sem áreynslu þurfti til. Og yfirbragðið! hvítt eða nábleikt, holdlaust og sjálf- sagt margsvikið. Hvað heldurðu að verði úr þessu fólki? Heldurðu að það geti mætt íslenskri óblíðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.