Tíminn - 23.04.1927, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.04.1927, Blaðsíða 3
TfMINN 67 Með rannsókn þeirra Tr. Þ. og J. Á. voru markaðar allar aðal- línur í kjötmálinu. Bygt skyldi kæliskip með atbeina landssjóðs, en rekið af eimskipafélaginu. Reist skyldu kælihús, smátt og smátt við helstu útflutningshafn- ir, og legði landið til árlega ríf- legt lán í því efni. Aldrei hér á landi hefir nokk- urt nefndarálit í nokkru þjóðmáli haft eins mikil og skjót áhrif eins og álit minni hlutans í kæliskips- málinu. Og- aldrei hefir nokkur milliþinganefnd, sem launa skyldi á annað borð, verið jafn kröfulág um kaupið*). Þingið félst mótmælalaust á lánin til kælihúsabygginganna. Hannes Jónsson kaupfélagsstjóri á Iivammstanga reið þar á vaðið, og á Hvammstanga vai' síðan bygt hið fyrsta kæhhús með stuðningi af lánsheimild þeirri, er bygð var á áhti J. Á. og Tr. Þ. Víða hafa verið umleitanir um að hefjast handa með kælihúsabygg- ingar. En þó undarlegt megi virð- ast hefir J. Á. verið sá maður sem þar hefir hvatt tii mestrar vai-færni. Hann vill þoka málinu áfram með föstum skrefum en ekki stökkum. Næst kom sjálft kæliskipsmál- ið. Hin erlendu félög Sameinaða og Björgvinjaríélagið hafa hér grimmilega samkepni við Eim- skipafélagið. Voru hinar beinu hraðferðir erlendu félaganna einkum hættulegar Eimskipafél. meðan það átti ekki nema þrjú skip, sem urðu að fullnægja kröf- um smáhaínanna, sem útlendu félögin létu sitja á hakanum. Jón Árnason er umboðsmaður lands- stjórnarinnar í stjóm Eimskipa- íélagsins. Hann hafði jafnan haldið fram þeirri skoðun, að Eimskipafél. yrði að hafa fleiri skip, leigði skip tíma úr árinu, þegar mest væri að flytja, ef ekki væri annars kostur. Vegna hinn- ar vaxandi erlendu samkepni, fékk þessi stefna byr undir báða vængi. En félagið gat tæplega lagt út í skipabyggingu nema með hjálp landssjóðs. Jón Árna- son sá að hér mátti sameina þörf- beggja,, landsins og félagsins. Hann lét landsstjórnina vita, að félagið mundi nú allfúst að byggja skip, og væri gott 'tæki- *) Hvor þessara manna mun hafa fengið 500 kr. þóknun fyrir að leysa þennan vanda. J. J. Maltöl Bajerski: öl Pilsner Best. — Odýrast. Innlent. færi, að landið yrði í samlögum um kælitækin. Stjórnin tók þessu vel og hófust að því búnu samn- ingar milli landstjórnarinnar og Alþingis annars vegar en Eim- skipafélagsins hins vegar um samlög í hið nýja skip, Brúar- foss. Svo mjög breytti ransökun Tr. Þ. og J. Á. viðhorfi manna í þessu efni, að á þingi 1926 voru íramlögin í kæliskipið samþykt með öllum atkv. í báðum deildum. Þegai' kom til skipsbyggingar- innar greip Nielsen forstjóri inn í rnálið i annað siim, og á þann hátt, sem vænta mátti af honum. Nielsen réð mestu um gerð skipsins og alla tilhögun og vakti yfir, að það yrði á ailan hátt sem best úr garði gert og vandaöast. Lítur út i'yrir, að kæliútbunaður- inn allur sé í besta lagi, og þann- ig fyrir komið, að nota má ein- stök kælihólf í skipiiru þótt önn- ur sé í það skifti notuð fyrir vör- ur eða liíandi skepnur. Farþega- rúm er lítið í skipinu, en afbragðs gott, svo að það mun bera af því sem áður hefir sést í íslenskum skipum. Brúarfoss og Goðafoss fara nú til skiftis hraðferðir um landið milli helstu hafna á leið til og frá Kaupmannahöfn, Hamborg, Hull og Edinborg. Er íslendingum nú keift að draga að sér flestar vörur frá öðrum löndum með sín- um eigin skipum. Kæliskipið á að verða hjálpar- hella allra íslenskra bænda, og um leið, er það þýðingarmikill liður í hinni þjóðlegu baráttu Eim- skipafélagsins til að koma sigl- ingunum í hendur landsmanna sjálfra. J. J. Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Gooperage V a 1 b y alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. Kappreiðar. Hestamannafélagið Fákur hefir ákveðið að tvennar kapp- reiðar .skuli háðar á skeiðvellinum við Elliðaár á sumri komanda: Þær fyrri annan hvítasunnudag 6. júlí og þær síðari sunnu- \daginn 3. júlí n. k. Verða þær með sama sniði og áður: sprettfæri vekringa 250 m., en stökkhesta 300 m. Lágmarkshraði til I. verðl. á skeiði er 25 sek. og stökkhesta 24. sek. Enginn vekringur hlýtur verð- laun, ef hann er yfir 27 sek. (250 m.) og stökkhestar heldur ekki, séu þeir yfir 26 sek. (300 m.). — Auk þessa verður sérstakt hlaup fyrir hesta á aldrinum 5—6 vetra, og hlaupvöllur þeirra 250 m. Ekki er enn ákveðið um verðlaun á síðari kappreiðunum og verður það auglýst síðar. En á fyrri kappreiðunum — annan hvításunnudag — verða þrenn verðlaun veitt: 200, 100 og 50 kr. fyrir hvorttveggja stökk og skeið en 50 , 30 og 20 kr. í folahlaupi. Auk þessa er heitið 50 kr. fyrir nýtt met, bæði á stökki og skeiði. — Flokksverðl. — 15 kr. — hlýtur fljótasti hesturinn í hverjum flokki stökkhestanna, þó ekki þeir, sem aðalvérðlaunin hljóta. Gera skal aðvart um hesta þá, sem keppa eiga á fyrri kapp- reiðunum, form. félagsins, Dan. Daníelssyni dyraverði í stjórn- arráðinu (sími 306) eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní n. k. kl. 12 á hádegi. Lokaæfing verður fimtudaginn 2. júní og hefst á skeiðvellinum við Elliðaár á miðaftni. Þeir hestar einir geta feng- ið að keppa, sem koma á lokaæfingu og eru innritaðir í flokka- skrá. Reykjavík 16. apríl 1927. STJÓRNIN. Sparisjóðurinii Grullfoss Ágrip af ársreikningum 1926. A. Borgað inn og út. I n n: 1. í sjóði f. f. á............kr. 3970.34 2. Borgað af lánum ... - 15648.8H 3. lönieystir vixlar ... - 27474.90 4. Sparisjóðs-innlög ... - 41758.52 5. Vextir af lánum, vixl- um o. fl....................- 19279.85 6. Frá bönkum (hlaupar.) . - 48262.96 7. Lán tekin ..................- 22500.00 8. Ýmislegt ...................- 80.65 Samtals 180976.08 Út: 1. Lán veitt .............kr. 13767.66 2. Vixlar keyptir .... - 23181.20 3. Útborgað innstæðufé . . - 75207.03 4. Kostnaður ................- 2548.28 5. Til banka (hlaupareikn.) - 44903.44 6. Afborgun og vextir af skuld - 17774.00 7. Ýmislegt..................- 67.64 8. í sjóði við árslok ... - 3526,83 Samtals kr. 180976.08 B. Hagnaðar-reikningur T e k j u r: 1. Vextir af iánuöi . . . kr. 21672.07 2. Vextir af víxlum ... - 970.15 3. Vextir af innst. i bönkum - 134.93 4. Aðrar tekjur............- 18.90 Samtals kr. 22796.05 G j ö 1 d: 1. Rekstrarkostnaður a. þóknun til starfsm. kr. 1755.83 b. þóknun til endurskm. — 80.00 e. annarkostn. — 712.48 --------- kr. 2548.28 2. Vextir af skuld sjóðsins . — 774.00 3. Vextir af innst.fé, 5i/2°/o . — 16744.43 4. önnur gjöld.............— 2.64 5. Hagnaður á árinu . ■ . — 2726.70 Saintals kr. 22796.05 C. Eignareikningur 31. des. 1926. E i g n ir: 1. Skuldabróf fyrir lánum a. gegn fast- eignaveði kr. 167214.25 b. gegn sjálf- skuldaráb. — 165614.36 c. gegn áb. sveitarfél, — 1945.38 d. gegn hand- veði . . .— 787.66 ------------kr. 335561.65 2. Víxlar óinnleystir . . — 10250.60 3. Verðbréf..............— 100.00 4. Innstæða i bönkum . . — 1835.84' 5. Aðrar eignir .... — 1928.72 6. Peníngar í sjóði ... — 3526.83 Samtals kr. 353203,64 S k u 1 d i r: 1. Innstæða 552 viðskm. . kr. 301166.33 2. Skuld við banka ... — 12500.00 3. Fyrirfr. greiddir vextir — 10781.09 4. Varasjóður................ 28756.22 Samtals kr. 353203.64 Hruna 21 febr. 1927 Haraldur Sigurðsson. Kjartan Helgason. Reikninga þessa höfum við rannsakað og boríð samau við bækur og skjöl sjóðs- ins, og ekkert fundið atkugavert. Guðm. Erlendsson. Pdll Stefdnsson. í þeim ham sem hún hefir stund- um birtst feðrum okkar og mæðr um? Þetta geta ekki orðið neinir Islendingar“. Og gamli maðurinn, sem annars var stiltur, var heit- ur orðinn og æstur. Eg hefi stundum minst þessara orða gamla og góða íslendingsins. En ljósast runnu þau upp fyrir mér er eg nýlega horfði á hina sömu sjón í Rvík. Vinur minn bauð mér inn á gildaskála Rosenbergs. Þar hafði eg ekki komið fyr. Þar mátti líta margt slangurmennið. Þó veitti eg einkum eftirtekt mannskjátu einni, sem sat þar einn yfir bolla og reykti vind- linga, skimaði um salinn, strauk sig og ræskti og pataði með fingr- unum útí loftið. Þannig hafði eg séð haim sitja á öðrum stað sama daginn. Eg spurði vin minn hver þessi „typiska“ tildurrófa í karmannsbúningi væri. Hann hló. „Þú þekkir þá ekki Kristján Albertson, ritstjóra Varðar!“ Nú, þarna er maðurinn, sem þykist ætla að ganga af J. J., Tr. Þ. og Tímanum dauðum! Þetta er mað- urinn, sem stýrir blaðinu, sem Ihaldsmenn segja að blása eigi lífi og kjarki í sveitamennina, Þama er þá sá, sem telja á bænd- unum, sem berjast fyrir tilver- unni í sveita síns andlitis, trú um að þarna sé áhugamaður fyrir þeirra málum? Trúa þeir þessu Þórarinn Jónsson og Sigurður frá Veðramóti? Getur Jón á Reym- stað felt sig við þetta? Eg spurði sjálfan mig og vin minn í sífellu, Eg botnaði ekkert í þessu, fanst mér þá. Nú skil eg þetta alt- saman. Þetta er alt sami skrípa- leikurinn sem leikinn var einn þátturinn í við síðasta landskjör. Brennivínsberserkir beita sér fyr- ir kosningu templai-a (auðvitað af áhuga fyrir bindindi!) Fólkið trúir. Bændur hrinda bóndanum frá kosningu. Sjálfur Stórtempl- ar trúir. En hvernig reynist svo þessi hjálparhella bindindismann- anna í þingi? Greiðir atkv. móti réttmætu og sjálfsögðu frum varpi,, sem alvarlega hefði stjak- að við Bakkusi og dýrkendum hans. Rvíkurvaldið ræður. Krist- ján Albertson er ritstjóri. Og ómenningin er að leggja undir sig landið. Úr Skagafirði 16. mars. Tíminn er hið eina blað, sem út kemur í Rvík, er berst fyrir því að tryggja í framtíðinni, and- legt, efnalegt og stjómarfarslegt sjálfstæði lands og þjóðar, og leiðin sem Tíminn fer til að tryggja okkur þessa dýrmætu hluti, er hin eina rétta, sem sé sú, að vinna að viðreisn sveitanna, og verndun sveitanna og sveita- menningarinnar íslensku, fyrir erlendri sníkjumenningu og öllu því illa sem henni fylgir. Eins og nú standa sakir, er okkur lífs- spursmál að vemda af alefli fengið sjálfstæði : öllum svið- um, og auka við það. Það gerum við best með því: 1. að efla ment- un og þjóðlega félagsmenningu í landinu, en varast skaðleg er- lend áhrif. 2. Með þvi að gera sveitirnar lífvænlegri fyrir fólk- ið, svo að þjóðstofninn geti hald- ist þar við, og þurfi ekki að flýja sveitirnar, því það varðveitir þjóðina frá erlendri spillingu, að búa í sveit. 3. Að forðast það af alefli, að þjóðin verði háð er- lendum hagsmunum í verslunar- málum eða fjármálum. 4. Með því að verjast eftir megni allri erlendri ásælni á hvaða sviði sem er, en hagnýta eftir megni þau menningartæki, þótt erlend séu, sem hér mega að gagni koma. Alt eru þetta áhugamál og stefnumál Tímans og Framsókn- arflokksins, og þess vegna er mér ánægja að vinna því blaði og þeim flokki gagn. Undur má heita, hvað íhalds- mönnum tekst hér í Skagafirði að loka augum bænda fyrir þeirra eigin hagsmunum (c: bændanna) með blekkingum og blaðagjöfum. Nú mun ísafold vera send hér á um nær helming allra sveitaheimila í Skagafirði, líklega flestum gefins, og er því ekki furða þótt Valtýr gumi mjög að því, að hún muni vera eins víðlesin í sveitunum og Tíminn. Margir hér verða fegnir að fá þessar blaðagjafir frá Fenger og kaupa svo ekkert annað blað, til að spara sér peninga, svo vita þeir ekkert annað en þann blekk- ingavef, sem Valtýr og Jón Kjartansson setja fram í ísafold, fyrir hönd sinna erlendu hús- bænda. Það er þetta, ásamt per- sónulegri vináttu við ýmsa á- hrifamenn íhaldsflokksins hér og ef til vill veikri eiginhags- munavon, í því sambandi, sem orsakar það, að margir eru hér Ihaldsmenn, en ekki fyrir það, að lífsskoðun þeirra allra sé í sam- ræmi við stefnu íhaldsins. Líka hefir viljað hnjóta í því hér, að íhaldsmenn hafi reynt að gera forgöngumönnum Fram- sóknar hér erfitt fyrir í fjái*mál- um og atvinnurekstri og reynt að draga dár að þeim og gera á allan hát lítið úr þeim persónu- lega, svo að fólk hér tæki minna tillit til þess sem þeir segðu. En þrátt fyrir alt þetta vinnur þó Framsókn altaf jafnt og þétt á í héraðinu og er vonandi að það haldi áfram. Úr Borgarfirði 6. apr. Tíðin er indæl. Þíða og blíða alla Góuna og það sem af er Einmánuði. Bú- ið ' að sleppa fé fyrir löngu á mörgum betri beitarjörðum. Ork- ar mjög tvímælis hvort ekki sé stórhagur að kaupa fóðurbæti og gefa með beitinni þar sem land- létt er, fremur en mýrarhey mis- jafnlega verkað og aflað með dýru kaupafólki. Nýlátinn er Sigurbjöm Bjöms- son bóndi í Hrísum í Flókadal, ættaður og uppalinn í Hreppun- um j Árnessýslu, en fluttist það- an með sr. Guðm. Helgasyni að Reykholti og bjó svo í Hrísum 30—40 ára skeið. Einstaklega vandaður maður og vel látinn af öllum er hann þektu. Og í gær- kvöldi varð brákvaddur á Hvítár- bakka. Jón Guðmundsson fyr ráðsmaður á Vífisstöðum faðir Guðm. bónda á Hvítárbakka, Jó- hanns skipstjóra á Óðni og þeirra bræðra. Dugnaðar- og sæmdar- maður. Framsóknarfélag Borgfirðinga hélt aðalfund sinn 2. apríl. I fé- laginu eru fast að 100 manns og þar á meðal margt af áhuga- mönnum héraðsins um almenn mál. Var fundurinn hinn ánægju- legasti og endaði með ágætum fyrirlestri fluttum að sr. Þor- steini Briem. Bauð félagið ölluf að hlýða á hann er vildu, og þáðu það um 100 manns auk fé- lagsmanna. Vaknaður er nú mikill áhugi frjálslyndra og framsækinna maiina sunnan Hvítár á að skifta um þingmann og fá í stað sem nú er einhvem sem „sér út yfir asklokið“ og þá helst duglegan og víðsýnan maxm, sem treysta megi að geti staðið á eigin fótum fyrir góðum málefnum. ----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.