Tíminn - 28.05.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1927, Blaðsíða 2
94 TlMINN Frá útlöndum, Bretar hafa nú slitið stjórn- málasambandi við Rússa. Ánægija yfir þeim tiltektum í íhalds- flokknum, en Lloyd George telur ráðstöfun þessa óhyggilega og geta verið hættulega breskum hagsmunum. Komið hefir til orða, að Frakkar fetuðu í þessu efni í fótspor Englendinga, en síðustu fréttir herma að það sé ólíklegt. — MikiJ kepni hefir verið milli flugmanna uni| það hver fyrstur yrði að fljúga yfir Atlantshaf. Fyrir fáum dögum lagði ágætuv franskur flugmaður, Nungesser, af stað í flugvél frá París til New York. Vont veður skall á og týndist hann á leiðinni. Þótti það miður drengilegt að veðurstofa Bandaríkjanna var treg á veður- fregnir til útlanda, meðan sá maður var í heimanbúningi. Fá- um dögum síðar flaug sænsk- amerískur maður, Lindbergh, í einum áfanga frá New York til Parísar á 38 klukkustundum. Þótti þetta hið mesta þrekvirki og eru bæði Svíar og Bandaríkja- menn stoltir yfir afreki flug- kappans. Byrd, pólfarinn nafn- togaði, var og að undirbúa At- lantshafsflug, en komst ekki af stað fyr en Lindbergh hafði stað- ist þrautina. Er talið að hann ætli þá í þess stað að fljúga yfir Kyrrahafið. Þriðji fluggarpurinn ætlaði að fljúga yfir hafið um Azorseyjar, en vél hans bilaði. Hann varð að lenda á sjónum, en var bjargað af skipi, er sigldi framhjá. — Þýska þingið hefir fram- lengt lögin sem heimila lýðveld- inu að banna Vilhjálmi fyrver- andi keisara landvist. Fréítir. Veðrið er hið hagstæðasta, oft- ast sunnanátt og við og við hlý- indaregn. Gróður er með álitleg- asta móti. Með Suðurlandi í morgun fór Tryggvi Þórhallsson til Borgar- ness, og heldur hann þaðan norð- ur í Strandasýslu til að hafa í einu leiðarþing og framboðsfundi í öllum hreppum sýslunnar. Frá hálfu íhaldsins verður þar í kjöri Björn símstjóri á ísafirði. Tr. Þ. símaði honum fyrir nokkru hve- nær hann ætlaði að halda fundina og bauð honum að koma, en Bjöm kvaðst eigi myndi koma en þó vera í kjöri. Þykir hinum fáu íhaldsmönnum á Ströndum, sem landsstjórnin hefði getað fengið þeim fcjarkmeiri mann til forustu í kosningamálunum. Embættismannafélagið í Rvík hélt fund í gærkvöldi m. a. um það hvort félagið skyldi hafa mann í kjöri við kosningamar 9. júlí hér í bænum. Hafði félags- stjómin áður sent út bréf til fé- lagsmanna. og mátti af því ráða að félagið vildi annaðhvort hafa manna í kjöri til að berjast fyrir launaumbótum embættismanna eða þá að ná samkomulagi við einhvem af þingflokkunum, styðja hann síðan á kjördegi, en fá að launum aðstoð flokksins á næstu þingum. Margir töluðu og kom greinilega í ljós, að starfs- menn landsins í Reykjavík eru margir hverir hörmulega haldnir. Hækkun krónunnar hefir komið hart niður á þeim, en húsaleigan, skattar og dýrtíðin yfirleitt ná- lega öll hin sama og áður var. Einn hinn þektasti og ákveðnasti íhaldsmaður í bænum, Árni Páls- son, lýsti því yfir, að embættis- menn bæjarins hefðu staðið sem þéttur múr bak við íhaldsstjórn- ina, en nú væri þolinmæðin á þrotum yfir íhaldinu. —- Var helst að heyra að margir íhalds- embættismenn vildu sitja hjá við kosninguna. Munu starfsmenn landsins fá samúð margra manna í erfiðleikum sínum, nema fyrir það að þeir fylgdu stjórninm glaðir meðan þeir héldu að krónu- hækkunin skaðaði aðeins fram- leiðendur, útvegsmenn og bænd- ur. Fundinum lauk með því að tveir af lærðustu mönnum fé- lagsins lentu í illvígri persónu- legri deilu og brugðu hver öðrum um bitlingaveiðar. Jón Þorl. ráðherra brá sér ut- an með lögin til staðfestingar, en kemur von bráðar aftur til að taka þátt í kosningabaráttunni með sínum samherjum. Framboð frá hálfu íhaldsmanna eru nokkur kunn. Talið er senni- legt að allir þingmenn flokksins nema Sigurjón reyni stríðsgæf- una aftur og í sömu kjördæmum. B. Kr. hafði marglýst yfir að hann myndi hætta, en er nú að iáta leita áskorana um áfram- hald. Jóhannes mun og tregur við Seyðisfjörð, því að þar hafa kosningar gengið í óhag íhalds- mönnum undanfarið. Mun hafa verið nokkuð unnið, að því að koma honum efstum á lista í Reykjavík, en hvorki Jón Ólafs- son né M. dócent munu hafa ver- ið fúsir að standa upp fyrir hon- um. Mun hann því væntanlega leita austur aftur. 1 Suður-Múla- sýslu teflir íhaldið fram Stefáni presti á Hólmi og Þorsteini bónda Stefánssyni á Þverhamri, en í Norður-Múlasýslu með Árna, Gísla bónda Helgasyni í Skógar- gerði. 1 Norður-Múlasýslu er tal- ið að Sig. Eggerz flokkurinn bjóði fram Jón á Hvanná og Jón bæjarstjóra á Akureyri. í Aust- ur-Skaftafellssýslu ibýður sig fram af hálfu íhaldsins Páll Sveinsson, kennar i við menta- skólann. Hann mun vera síðasti íslendingur, sem hefir smekk fyrir að setja saman ljóð á lat- ínu. Sigurður Sigurðsson frá Kálfafelli er farinn austur að afla sér liðs og mun þykja íhaldið launa honum lítt trygga þjón- ustu. Á Rangárvöllum fer með Einari á Geldingalæk Skúli á Mó- eiðarhvoli. Hann hefir eitt sinn boðið sig fram áður, féll þá og fékk lítið. Björgvin sýslumaðup hefir við orð að fara á stúfana til að vinna fyrir héraðsskóla Rangæinga, sem er honum hið mesta hugðarmál, en óvíst er hvort úr því verður. Þá er talið íullvíst að Gunnar á Selalæk bjóði sig fram, utan flokka, en sem stjórnarandstæðingur. Hann mun telja litlar líkur til að jám- brautarmálið sé komið í trygga höfn og er lausn þess helsta á- hugamál hans. I Ámessýslu fara þeir fram fyrir íhaidið Einar Arnórsson háskólakennari og Vajdemar í ölvesholti. Einar var í þann veginn að taka að sér rit- stjórn Mbl. er það nefndi sveita- menn „þreklausan bændalýð“ haustið 1919. Enga leiðréttingu gerði Einar, er hann tók form- lega við blaðinu, en nú mun hann helst hyggja sér athvarf nokk- urt hjá einhverjum „þreklaus- um bændum“. En ómaklega á- deilu gerir hann á Ámesinga J með því að snúa nú þangað geiri sínum. I Dalasýslu fer fram fyr- ir stjórnina Ásgeir prestur í Hvammi, og í Vestur-lsafjarðar- sýslu Böðvar prestur á' Rafns- eyri, á Ströndum Björn sím- stjóri, í Vestur-Húnaþingi Egg- ert Leví á Ósi, en í austursýsl- unni Þórarinn á Hjaltabakka. 1 Eyjafjarðarsýslu eru engir á- kveðnir opinberlega. Valtýr Stef- ánsson var um eitt skeið borinn við framboð þar óg þreifaði fyrir sér með skammargrein í Mbl. um Kaupfélag Eyfirðinga. Var helst að sjá sem húsbændum hans þættu sjóðir K. E. betur komnir í vösum Berlémes eða annara stórdana, en þar sem þeir era nú. En í dag leiðréttir Valtýr þetta og segist ekki hugsa til fram- boðs. Er þetta virðingarverð nær- gætni við íhaldsmenn í Eyjafirði, sem væntanlega heimta eitthvað betra. 1 Þingeyjarsýslnm hafa verið nefndir fyrir stjómarflokk- inn Júlíus sýslumaður á Húsa- vík, móti Ingólfi, en Kr. Alberts- on móti Benedikt. Má af því mannvali búast við að íhaldinu þyki litlu fómandi að þessu sinni í þeim tveim sýslum. ---o--- Framsókn og hinir flokkarnir. Framsóknarflokkurinn á þingi telur nú 18 menn, en íhaldið 21. — Fyrir tveim árum síðan hafði íhaldið 22, en Framsókn 15. En síðan hefir svo dregið saman með flokkunum sem raun ber vitni um. Höfuðtakmark Framsóknar- flokksins er sjálfstæði þjóðarinn- ar, sjálfstæði einstaklinganna í landinu, djúp og varanleg þjóð- menning er tryggi framtíð hins íslenska kjmstofns. Framsókn er flokkur starfandi hugsjónamanna. Frelsi landsins, efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar, menning þjóðarinnai’ á ókomnum öldum er komin undir því að Framsóknarflokkurinn. móti aðal- iega félagsmál landsins. Ekki að- eins næsta kjörtímabil, heldur varanlega, langt fram eftir ó- komnum árum. En ef hér starfa líka í landinu þrír aðrir flokkar verða Fram- sóknarm. að haga svo seglum eft- ir vindi, að betri þættir hvers af Aðalfundur S. I. S. ------ Nl. Ræða skólastjóra var þökkuð með lófataki. Miklar umræður urðu útaf ræðu skólastjóra, og snerast um- ræðurnar aðallega um það hvort styðja bæri samvinnufræðsluna í landinu. Alls töluðu um 20 fund- armenn, en ræðutala nál. 40. Á meðan á umræðum þessum stóð, var tvisvar fundarhlé til hvíldar og máltíða. Að síðustu var borin upp eftir- greind tillaga frá Ingimar Eydal: „Að gefnu tilefni ályktar fund- urinn, að lýsa því yfir að hann telur Samvinnuskólann nauðsyn- lega stofnun til eflingar sam- vinnufræðslu í landinu og vill því að að honum sé hlynt eftir þörf- um“. Tillaga þessi var samþykt með öllum atkvæðum gegn einu. Kl. 11 síðdegis var fundi frest- að. Föstudaginn 13. maí kl. 10,20 árdegis var fundi framhaldið. Mætti þá Isleifur Högnason fulltrúi kaupfélagsins „Drífandi“ í Vestmannaeyjum, og afhenti hann kjörbrjef sitt. 11. Álit reikninganefndar: Nefndin hafði nú lokið störf- um, og gjörði framsögumaður nefndarinnar Sigurður Jónsson grein fyrir störfum nefndarinnar, og las upp svohijóðandi: reikningsnefndar, sem samþyktar voru á síðasta aðalfundi S. 1. S. Reykjavík, 12. maí 1927. síðasti aðalfundur hafði falið stjóminni að athuga sérstaklega, hefði hún tekið til yfirvegunar: a. Samþykta-breyting. Formað- ur gat þess, að stjómin hefði tekið rækilega tii athugunar breytingar á samþyktum Sam- bandsins, sérstaklega hvað snerti fulltrúatölu hinna einstöku deilda á Sambandsfund, og lýsti hann því yfir, að stjórnin sæi ekki á- stæðu til, að gjöra að þessu sinni neinar breytingar á sam- þyktunum. b. Starfsmannatryggingar. For- maður skýrði frá því, að af sér- stökum ástæðum hefði stjórnin enn ekki lokið störfum við undir- búning þess múls. c. Mat á æðardún. Við athug- un þess máls hafði stjómin kom- ist að þeirri niðurstöðu, að nú sem stendur mundi of dýrt að lögskipa mat á æðardún. d. Ullariðnaðarmál. Hvað það mál snerti kvað formaður, að stjórnin hefði enn ekki getað rannsakað það til hlítar, hún hefði lagt drög fyrir, að fá ná- kvæma áætlun um kostnað við að koma upp verksmiðju á stærð við verksmiðjuna „Gefjun“, og að sú áætlun hefði átt að vera komin fyrir þennan fund, en að hún væri ókomin enn“. 14. Minningarsjóður Haligrims Kristinssonar. Forstjóri Sigurður Kristinsson las upp reikning Minningarsjóðs Hallgríms Krist- inssonar fyrir s.l. ár og sýndi sá reikningur eign sjóðsins við síð- ustu áramót kr. 16.207.50. í sambandi við þetta gat for- stjóri þess, að stjóm Sambands- ins teldi nauðsyn á, að byrja nú þegar að safna drögum til sam- vinnusögu Islands, og gat þess, að stjórn nefnds Minningarsjóðs hefði samþykt, að veita Jónasi ritstjóra Þorbergssyni þeta ár kr. 425.00 af vöxtum sjóðsins í þessu augnamiði, enda eigi Sam- bandið þau drög, sem safnast fyrir þessa fjárhæð. 15. Önnur mál. Sr. Amór Áma- son bar fram svohljóðandi til- lögu: „Að gefnu tilefni lýsir fundur- inn yfir því, að hann telur það alveg óviðeigandi, að ritstjórar samvinnublaðanna ljái rúm í blöðum sínum nafnlausum níð- greinum um nafngreind sam- vinnufélög og forastumenn þeirra“. Eftir nokkrar umræður um til- lögu þessa, bar Ingimar Eydal fram svohljóðandi rökstudda dag- skrá: „Þar sem ritstjóm „Dags“ er S. I. S. með óviðkomandi, þá ályktar fundurinn, að vísa tillög- Nefndarálit. Reikninganefndin hefjr, með aðstoð endurskoðanda S. I. S. herra Jóns Guðmundssonar, at- hugað reikninga og hagskýrslur Sambandsdeildanna og Sambands- ins, eftir föngum. Hún gerir eng- ar athugasemdir né tillögur, snertandi hinar einstöku Sam- bandsdeildir, en telur nauðsyniegt að gjöra alt, sem gjöra má, til að stöðva með öllu skuldaaukn- ingu Sambandsdeildanna á þessu ári. Verði því að takmarka við- skifti deildanna svo, að þau mið- ist aðeins við óhjákvæmilegar ársnauðsynjar. Nefndin telur hyggilegar og nauðsynlegar ákvarðanir þær, sem Sambandsstjómin gjörði á fundi sínum í s. 1. febrúar um sérstakt eftirlit, aðstoð og við- skiftaskilyrði gagnvart þeim sam- bandsdeildum, sem örðugasta hafa aðstöðu og fjárhag. Jafn- framt telur hún nauðsynlegt, að Sambandsstjórnin hlutist til um það, að sem hæfastir menn fá- ist til forstöðu deildanna, þegar mannaskifti verða. Að öðra leyti leyfir nefndin sér að skírskota til þeirra tiilaga Jón Ivarsson form. Karl Finnbogason skrifari. Jón Gauti Pétursson. Sigurður Jónsson. Páll Hermannsson. Sigfús Jónsson. Vilhjálmur Þór. Urðu miklar umræður útaf áliti þessu, oð sérstaklega skuldamál- unum, en nefndin hafði enga at- hugasemd eða tillögu gjört útaf reikningunum, og engin tillaga kom heldur fram frá neinum fundai-manna. 12. Úrskurður um reikninga S. I. S. 1926. Þá vora reikningar Sambands- ins fyrir árið 1926 bornir upp og samþyktir í einu hljóði. I sambandi við reikningana bar reikninganefndin fram svo- hljóðandi tillögu, sem var sam- þykt með almennu lófataki: „Fundurinn þakkar stjórn, for- stjóra og framkvæmdarstjórum S. I. S. vel unnið starf, a umiiðnu ári, og vottar þeim öllum fyista traust sitt“. 13. Skýrsla formanns. For- maður Sambandsstjómarinnar, Ingólfur Bjamarson, skýrði frá því, að eftirgreind mál, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.