Tíminn - 16.07.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.07.1927, Blaðsíða 2
122 TlMINN landsins g-agnvart útlöndum vax- ið um 71/2 miljón gullkróna. Með hverju árí verður vaxta-. og af- borganabagginn þyngri fyrir þjóðina. Síðan um 1920 eru tekin bankalán og lánsheimildir erlend- is vegna hinna tæpt stöddu at- vinnuvega milli 40 og 50 miljón- ir króna. Margir af leiðtogum íhalds- manna hafa talið þjóðinni trú um að fjárhagsástandið væri gott, og að það hefði altaf verið að batna undanfarín ár. Þetta er því miður mikil og hættuleg villa. Ástandið er í raun og veru að versna og hefir verið að því fram á þenn- an dag. Gengishækkunin og af- leiðingar hennar koma við fjár- mál hvers heimilis í landinu. Erfiðleikamir byrja þegar hætt er að taka eyðslulánin erlendis. Þá fyrst verður þjóðinni ljóst hvernig hagur hennar er og hefir verið. Nú um nokkur hefir þjóðin ver- ið hrædd við svefn sinn og and- varaleysi gagnvart skuldasöfnun ríkissjóðs. Nú er að myndast hliðstæður ótti við skuldasöfnun einstaklinganna og bankanna. Sú tilfinning er vitaskuld ekki þægi- leg, en heilsusamleg. í landinu er tiltölulega fjöl- rnenn og dýr eyðslustétt, sem lif- ir af þjóðarauðnum án þess að vinna nýtilega vinnu andlega eða líkamlega. Og það er böl aldarinn- ar í öllum löndum að menn sækj- ast eftir slíku lífi. Hér er ásókn- in í svokallaðar „léttar“ stöður við verslun, eða störf þjóðfélags- ins beinlínis sjúk. í hinum ís- lenska höfuðstað eru ótrúlega margir menn, sem raun og veru eru þjóðfélaginu til byrði af því þeir hafa ekki kjark til að vinna að nýtilegri vinnu. Þessir menr. eiga mikið á ihættu þegar hætt verður að taka eyðslulánin er- lendis, þvi að í raun og veru hefir mikið af skuldasöfnun at- vinnuveganna beinlínis gengið til að klæða mikinn fjölda af fólki sem vill hliðra sér hjá erfiði, and- legu og líkamlegu. Mönnum hefir ekki getað dul- ist áhrif eyðslustéttanna í land- inu nú við þessar kosningar. Sumir af málsvörum þeirrar stefnu, sem fylt hafa blöð and- stæðinga Framsóknarflokksins með æðisgengnu orðbragði örvita manna, hafa sýnilega skilið hætt- una sem væri því samfara, að þjóðin hætti að lifa yfir efni. Að öllum líkindum hefir töluverður hluti þjóðarinnar skilið rétt til- efni þessarar hræðslu. Hrun all- margra af fyrverandi þingat- kvæðum óhófsstéttanna stafar vitanlega af byrjandi ugg borgar- anna í landinu við áhrif iðju- leysis og eyðslu á þjóðarbúskapn- um. Aldrei hafa blöð nokkurs flokks hér á landi treyst jafn- mikið eins og málgögn óhófs og iðjuleysis nú við þessar kosning- ar á mátt fúkyrðanna. Svo langt var gengið í þessum tryllingi að einn af þeim sem mest stóð að umræddri villimensku kvartaði beinlínis undan þeirrí ró og hóg- værð sem einkendi greinar Tím- ans. Að líkindum verður það ekki misskilið, að kjósendur landsins hafa nú sér í lagi sýnt mikið van- traust allmörgum af þeim fram- bjóðendum, sem vitanlega lögðu mestu áherslu á að halda áfram hinu sama sljóa lántökulífi fyrir landsins hönd, aðeins til að fram- lengja værð hinna iðjulausu enn um nokkra mánuði eða missiri. Það er að vísu nokkurt sýni- legt samband milli hins fjárhags- hruns þjóðarinnar og hruns óhófsstefnunnar við þessar kosn- ingar. En þar af mega menn ekki álykta að afleiðingar hruns- ins og undangenginnar eyðslu hafi hrunið með fáeinum þingat- kvæðum sinnar stefnu. Þeir menn sem hafa stutt að óhófseyðslu í landinu um nokkur undanfarin ár verða að vísu ekki allir fulltrúar á næsta þingi. En áhrif verka þeirra lifa og ná langt út fyrir yfirstandandi kjörtímabil. Skulda- súpan hverfur ekki eins fljótt og hún kemur. Það er hægra að taka 10 miljónir að láni með 15% afföllum, 7% vöxtum og 100 þús. kr. í milliliðslaun eins og M. G. gerði 1921, heldur en að borga það lán aftur með verðlögðum af- urðum. Verkefni næstu ára, margra er að koma atvinnulífi þjóðarinnar á réttan kjöl aftur, láta fram- leiðslu og tilkostnað hvers árs bera sig. Takist það, hættir skuldasöfnun vegna óhófslífs. Þar næst kemur hið tvíhliða verk. Að borga skuldir undangenginna ára t. d. þær nálega 8 miljónir gullkróna sem safnast hafa á bak landsmanna erlendis á síðasta kjörtímabili og að tryggja þær framfarir og umbætur innan- lands sem fjárhagurinn leyfir, En vitanlega hefir fortíð þar sín áhrif. Meðan verið er að borga hina mörgu tugi miljóna er safn- ast hafa sém skuld við útlönd á árunum síðan 1920, er nokkurn- veginn sjálfskamtað hvað þjóðin getur þar að auki lagt í ræktun, samgöngur, húsabætur, rafmagni til ljósa og híbýlamitunar o. s. frv. Stundargróði stríðsáranna breytti íslendingum úr sparsamri þjóð í eyðslu- og skuldaþjóð. Eft- ir á finst manni ótrúlegt að jafn tiltölulega greindur maður og Jón heitinn Magnússon skyldi sem æðsti stjórnandi landsins taka á móti fjárlögum og undir- búa fjárlög með 2—2'/2 miljón kr. tekjuhalla. Áreiðanlega mun það þykja jafnfurðulegt er frá líður, að ekki greindarminni maður en Jón Þorláksson skuli ár eftir ár hafa horft upp á hinn stöðuga tekjuhalla atvinnuveg- anna og vaxandi fjárhrun lands- ins þess að kippa í taumana, eða gera tilraun til þess. En það sem leiðtogarnir hafa ekki séð fyrir, mun reynslan kenna. Neyðin kennir naktri konu að spilla. Neyðin vakti þjóðina af svefni ríkisskuldanna. Neyðin virtist nú vera að vekja hana úr dvala þess andvaraleysis, sem eyðslu- og óhófslýður landsins hefir felt hana í. En það sem hefir farið forgörðum vegna iðju- leysis og óhófs á þjóðarbúinu verður ekki bætt nema á löngum tíma með ráðdeild og atorku. J. J. Esperanto. 40 úra minning. Fyrir fimmtíu árum ólst upp austur á Póllandi piltur sá, er Zamenhof hét. Hann var mann- vinur mikill. Þegar á unga aldri rann honum mjög til rifja öll sú eymd og ófamaður, sem hann sá að leiddi af fjandskap og deilum þeirra margvíslegu þjóða og þjóðabrota, sem bjuggu saman í fæðingarbæ hans, eins og víðar í Poissaveldi, og aldrei gátu setið á sárs höfði. Tortrygnin var af- skapleg og hatrið stóð djúpum rótum. Stundum logaði upp úr, og voru menn þá rændir og barð- ir, en sumir drepnir. Þó fanst Zamenhof mest um það tjón, er sambúð sem þessi gerði sálum manna. Hugsaði hann mjög um að finna ráð nokkurt, sem dragi úr bölvun þessari. Varð honum það þá ljóst, að mikil bót myndi það vera, ef allir þessir kynþættir gætu talað óhindrað saman og skilið hverir aðra í orði, því þá myndi dýpri skilningur á eftir fara, en þar með væri meginrót sundrungarinnar burtu kipt, því ,,að elska er að skilja“. Einnig myndu menn þá losna við hina sáru auðmýktartilfinning, sem fylgir því, að tala tungumál ann- ars kynþáttar í landi, þar sem sú þjóð, er með yfirráðin fer, sýnir kúgunarvald sitt með því að neyða máli sínu upp á hina. En af þessu leiddi aftur, að hér þurfti hlutlaust mál að koma til skjalanna. Á Vesturlöndum eru staðhættir nokkuð með öðru sniði. Þar búa þjóðirnar hver í sínu landi, en ékki margar í graut hver innan um aðra. Þrátt fyrir það má segja, að lýsingin hér á undan eigi við þær, en hennar verður ekki eins áþreifanlega vart. Hún fer hægar, en áhrifin verða hin sömu. Zamenhof var aðeins tuttugu ára gamall, þegar hann hafði lok- ið samningu nýs tungumáls, og var það síðar kallað Esperanto, en hefur verið nefnt Vonarmál á íslensku, því að Esperanto þýð- ir: sá sem vonar. Miál þetta er svo snildarlega úr garði gert, að ótrúlegt má virðast, þeim er ekki þekkja. Það er ákaflega formfast, en þó mjög beygjanlegt; mál- fræðin afarlétt, en þó nákvæm; stofnorðin fá, en orðaforðinr. samt ótæmandi; og fá tungumá! munu vera fegurri og snjallai'i, ef vel er með það farið. En það blés ekki byrlega fyrir nýja málinu fyrst í stað. Afstað- an mætti Zamenhof andúð og skilningsleysi, og jafnvel faðir hans brendi handrit hans, til þess að hann skyldi hætta við þessa vitfirringu, sem hann hugði vera. En Zamenhof gat ekki slitið þessa göfugu hugsjón úr hjarta sínu, og átta árum síðar birtist almenn- ingi fyrsta kenslubókin í Esper anto. í öll þau ár hafði Zamen- hof notað hverja frístund til þess að rita á nýja málinu og sann- prófa þannig nothæfi þess. Breytti hann þá ýmsu til batn- aðar. Það var því engin laus hugsmíð, sem hann bauð heimin- um í áðumefndri kenslubók, heldur þrautreyndur veruleiki. Síðan eru nú liðin rjett fjörutíu ár. Fyrst framan af voru það ekki margir, sem aðhyltust Esper- anto. Ytri aðstaða höfundarins ruddi því ekki braut. Hann var ekki nema augnlæknir og það af Gyðingakyni, virtur og vel látinn að vísu, en bláfátækur alla æfi. Kostir málsins opnuðu því þó von bráðar veg hvarvetna um heim, og nú eru esperantista-félög í hverri borg, sem nokkuð kveður að, og í ótal stöðum öðrum. Fjölda mörg alheimsfélög hafa og tjáð sig hlynt því, og jafnve! tekið þau á stefnuskrá sína, eins og t. d. Friðvinafélagið og Rauði krossinn. Þetta er ofureðlilegt. Menn finna svo vel til óþæginda þeirra og bölvunar, sem leiðir af fjölda og mismun tungumálanna, bæði í fjárreiðum öllum og viðskiftum milli þjóða, sem og alstaðar ann- arsstaðar í sambúð þeirra. Sam- vinna þjóðanna kemst aldrei í sæmilegt horf, fyr en þær hafa allar gert hlutlaust hjálparmál að viðskiftamáli sínu, og til þess er Esperanto sjálfkjörið. Þjóða- bandalagið er að koma auga á þetta, og er Esperanto nú tals- vert notað á vegum þess, sér- staklega í atvinnumáladeildinni. Hún gefur jafnan ágrip af skýrsl- um sínum út á Esperantó. Og það sést af mörgu, hve mjög hún metur það mál. Hún gefur út árbók um samvinnustarfsemi um allan heim, en þar hefir alt til þessa skort skýrslur frá Is- landi. Á síðastliðnum vetri sneri deildin sér til hins mikla alheims- félags esperantista, Universala ' Esperanto-Asocio, og bað það | mælast til þess við fulltrúa sína á íslandi, að þeir gæfu upplýs- ingar um ýmislegt, sem að sam- vinnustarfsemi þar í landi lyti, og nánar var tekið fram í bréfi frá deildinni til fulltrúanna, og var það bréf auðvitað ritað á ! Esperanto. U. E. A. gerði þetta, og árangurinn varð sá, að at- vinnumáladeildin fékk héðan skýrslur, sem hún segir að séu „ómetanlegar“, enda bjuggu hinir færustu menn í þeirri grein þær til eftir beiðni fulltrúanna, þeir Jónas frá Hriflu og Sigurður forstjóri Kristinsson. Um mánaðamótin j úlí—ágúst halda esperantistar hið nítjánda allsherjarþing sitt í fríborginni Danzig við Eystrasalt. Þangað streymir vafalaust múgur og margmenni, enda verður þar mikið um dýrðir og fjörutíu ára afmælisins minst veglega. Mun þá mega lesa mai'gt um Esþer- anto í þýskum blöðum, og reynd- ar víða annarsstaðar, því að er- lendum blaðamönnum er það vel ljóst, mörgum hverjum, að Esp- eranto er þess maklegt, að því sé mikill gaumur gefinn og at- hygli lesenda á því vakin. Eitt- hvert mesta blað Þýskalands, „Berliner Tageblatt“, hefir þann- ig sérstakan „Esperanto-dálk“, ritaðan á því máli. En íslensku blöðin geta þess sjaldan eða aldrei af sjálfsdáðum, að Alþýðu- blaðinu einu undanskildu. Nú flytur blað samvinnumanna nokkur. orð um það í tilefni af afmælinu, og verður ekki annað sagt, en að vel ætti við, að ein- mitt það blað virti mál þetta nokkurs, því að fátt mun það vera, sem eitt sér hefir jafn- mikla þýðingu fyrir góða sam- vinnu þjóðanna eins og einmitt Esperanto. Og þess verður von- andi ekki langt að bíða, að hún þéttist, fylking íslenskra manna, sem skipar sér undir grænu stjörnuna, tákn vonarinnar, þess- arar göfugu vonar, sem tungu- mál Zamenhoft er helgað, vonar- innar um vöxt og viðgang sáttai’ og samlyndis allra þjóða, uns þær ná þeim þroska, að þær „styðja hver aðra í starfi og leik“, vonarinnar um eflingu guðsríkis á jörðu. ól. Þ. Kristjánsson. Athugasemd. Út af orðum mínum á þing- málafundi í RJeykjavík, 30 júní j síðastl. um afstöðu Framsóknar- | manna til Danmerkur þegar sam- ! bandslögin koma til endurskoð- j unar, hafa orðið nokkrar umræð- ! ur í útlendum*-blöðum og orðið ; vart nokkurs misskilnings, sem mun stafa af misskildu eða óljósu fréttaskeyti, er sent var héðan til Danmerkur. Ummæli mín um | þetta mál voru prentuð orðrétt 1 H.f. Jón Sigmnndamn & Ce. og alt til upphluts sér- lega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmund»son guJlsmiðar. Sími 888. — Laugaveg 8. Best. - Odýrast. Innlent. Lfiliislíiiiii ð Fiii. „Fana folkehögskule“) Vetrai-námsskeið fyrir pilta og stúlkur í 6 mán. frá 3. okt. Námsskeið fyrir stúlkur apríl —júní. Nánari greinargerð hjá Martin Birkeland, Store-Milde, Noregi. í Tímanum 2. júlí og voru þau á þá leið, að sennilega myndu allir Framsóknarmenn greiða atkvæði með skilnaði, þeg- ar þar að kemur, en eins og sjá má af greininni standa þau orð fyrir minn reikning, en ekki Mið- stj ómar Framsóknarflokksins. Iiallgrímur Hallgrímsson. ■ ♦ - Lýðháskólinn á Fana. kamt frá Björgvin er talinn einn hinna fremstu lýðháskóla og bestu í Noregi. Skólastjórinn Martin Birkeland hefir stofnað skólann og er skólajörðin og hluti af skólabyggingunni gamalt „herrasetur“ á mjög fögrum stað. M. Birkeland er alkunnur skóla- málum og einn af forgöngumönn- um ungmennafélaganna á Hörða- landi. Er aðsókn allmikil að skóla hans, og á seinni árum hafa þar stundað vetrarnám bæði íslend- ingar og Færeyingar. H. V. ----0---- Dánarfregn. Hinn 11. þ. m. andaðist að Neðranesi í Borgar- firði ekkjan Þórdís Þorbjamar- dóttir, merk kona og mikilsvirt. Skólamál Rangæinga. I sam- bandi við kosningamar í Rangár- vallasýslu fór . fram atkvæða- greiðsla um skólamálið eystra. Atkvæðagreiðsla fór þannig: Með samskóla voru greidd 499 atkv. Með sérskóla voru greidd 363 at- kv. 45 seðlar vom ógildir og 219 seðlar auðir. Mikil síld hefir veiðst fyrir norðan og vestan. Er það óvenju- lega snemt. Steindór Gunnlaugsson fulltrúi í Stjómarráðinu hefir verið skip- aður rannsóknardómari i kosn- ingamálinu í Hnífsdal. ----o---- Ritstjóri Tryggvi Þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.