Tíminn - 06.08.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.08.1927, Blaðsíða 1
©Jaíbfcri 09 afgret&sluma&ur !T í m a n s er SannDetg J) o r s I e t n s öó 11 i r, Sambanösþúsirtu, XeYfjartf. ^fgtcifcsía Cimans er i Sambanösfyúsinu. ®ptn öaglega 9—(2 f. t}, Sími 490. XT. ; . Reykjavík, 6. ágúst 1927. Innilegar þakkir til Biskupstungnamanna fyrir vinsemcl þá, er þeir xýndu mér og fjölskyldu minni með kveðjusamsœti 23. júli síðastl. og virðulegn gjöf. Skúli Amason, læknir frá Skálholti. Stjórnarskiftin. Eins og getið var um í síðasta blaði, bað stjórnin um lausn frá embætti. Konungur veitti henni lausn, en bað hana um að gegna embætti þangað til að ný stjóm væri mynduð. Síðan símaði kon- ungur til miðstjórnar Framsókn- arflokksins og bað hana að gang- ast fyrir stjómarmyndun. í mið- stjórninni eiga sæti: Magnús Kristjánsson, formaður, Tryggvi Þórhallsson, Jónas Jónsson, Klem- ens Jónsson og Ásgeir Ásgeirs- son, og eiga þeir að hafa for- göngu að skipun hinnar nýju stjómar. Til stjórnarmyndunar má fara tvær leiðir eins og bent var á: Að kalla saman aukaþing, eða að mynda stjórnina eftir samkomulagi við þingmenn Framsóknarflokksins, án þess þing sé kvatt til setu. Miðstjóm- in hefir ákveðið að reyna síðar- nefndu leiðina, en þar eð erfitt er að ná sambandi við þingmenn flokksins, sem búsettir era víðs- vegar um land, verður sennilega nauðsynlegt að halda flokksfund í Reykjavík. Má gera ráð fyrir því, að stjórnin verði ekki mynd- uð fyr en undir næstu mánaða- mót. Tungur tvær. Mánuðum og árum saman hef- ir það verið aðalvopn íhaldsblað- anna í baráttunni gegn Fram- sóknarmönnum, að fullyrða að þeir væru dulbúnir Jafnaðar- menn, enda vildu þeir alt fyrir Jafnaðarmennina gera, I byrjun hinnar nýafstöðnu kosningabaráttu var þetta einnig aðalvopn Ihaldsblaðanna, eins og öllum landslýð er kunnugt. „Sam- bræðslan“ milli Framsóknar og Jafnaðarmanna, var umtalsefnið blað eftir blað. Rituðu Ihalds- blöðin á að giska tíu sinnum meir um þetta en um nokkurf atriði annað. En svo kom alt í einu annað hljóð í strokkinn. Allra síðustu dagana sneru Ihaldsblöðin öllum huga að Reykjavíkurkosningun- um. Og' þá lýstu þau því yfir, og margendurtóku að Framsóknar- mennimir í bænum myndu allir sem einn kjósa frambjóðanda frjálslynda flokksins, Jakob Möll- er. Var það sérstaklega dregið fram að ritstj. Tímans hefði gengið fram fyrir skjöldu í þessu efni, og að annar af þingmönn- um flokksins (B. Sv.) væri með- mælandi Jakobs. „Sambræðslan“ við Jafnaðar- menn var alt í einu steingleymd. Kosningarnar eru um garð gengnar. Og byrjaður er aftur söngurinn sami um „sambræðsl- una“. — Einstaklingnum getur tekist það, 1 bili, að hafa upp úr því, að eiga tungur tvær og tala sitt með hvorri. En fyrir heilan stjómmálaflokk er það dauðadómur, þegar flokks- blöðin verða svo berlega tvísaga, svo að öll þjóðin hlýðir á, með fárra daga millibili. Einn naglinn er þetta, af mörg- um í líkkistu íhaldsins íslenska, í nútíð og framtíð. ---o—— Hrá úílöndum. I Rúmeníu hefir verið óeirða- samt síðan konungurinn andaðist. Vill mikill hluti þjóðarinnar, að Carol, fyrverandi ríkiserfingi, taki við völdunum, en hann hafði áður afsalað sér erfðaréttinum vegna kvonfangs síns. Lítur ó- friðlega út í landinu og má jafn- vel búast við borgarastyrjöld. — Ógurlegt vatnsflóð varð ný- lega í Kína. Kulingfljótið flæddi yfir heil héröð. Tíu þúsund manns druknuðu og hundruð þús- unda manna eru heimilislausir. Eignatjón varð stórkostlegt. Þessi héröð voru frjósöm og þéttbygð akuryrkjusvæði. — Enginn árangur hefir enn orðið af flotamálaráðstefnunni í Genf, en Bandaríkjamenn ætla nú að auka sinn flota. Þeir hafa ákveðið að láta smíða sex beiti- skip. Þetta var • samþykt í íyrra, en allir bjuggust við því að stjórnin myndi fresta fram- kvæmdum þangað til útkljáð væri um flotasamningana milli stór- veldanna. En nú hefir Banda- ríkjastjórn verið farið að leiðast þófið. Búist er við að þessi á- kvörðun geti haft alvarlegar af- leiðingar. — Vesúvíus er nýlega farinn að gjósa. ógurlegir hraunstraum- ar renna niður hlíðamar. Fólkið, sem bjó umhverfis fjallið, er að flýja burf. — I Kína vinnur norðurherinn stöðugt á. Reynt er að semja frið milli herforingjanna, en ekki virðist það ætla að ganga greið- lega. — Coolidge Bandaríkjaforseti hefir lýst því yfir að hann muni ekki verða í kjöri við næstu for- setakosningar. — I Porfúgal hafa verið mikl- ar óeirðir og uppþot. Orsakir til þess voru fjárhagserfiðleikar og atvinnuleysi. Margir stjórnmála- menn hafa verið settir í varðhald og vopnaðar hersveitir halda vörð á götunum í Lissabon. — Verslunarviðskifti halda áfram milli Englendinga og Rússa, enda þótt sendiherra- sambandinu væri slitið. — Miklir jarðskjálftar geysa í Kasnu-héraði í Kína. Mörg þús- und manna hafa farist. Það er ekki ein báran stök hjá Kínverj- um nú sem stendur. o----- Ásgrímur Jónsson málari er nýlega farinn austur í Horna- fjörð til þess að mála þar í sum- ar. Einhverjar fegurstu og vinsæl- ustu myndir hans eru úr Horna- firði; það eru vatnslitamyndir, og eru nú mörg ár síðan hann var þar austur frá og gerði þær myndir. „Hornafjarðarmyndim- ar“ eru viss áfangi og merkileg- ur á listabraut Ásgríms. Hin síð- ari árin öll hefir Ásgrímur mál- að mestmegnis með olíulitum, og er líklegt, að hann geri nú olíu- litamyndir úr Hornafirði. Verð- ur þá fróðlegt að bera þær sam- an við hinar eldri myndirnar, þar sem íslenskri heiðríkju og sólskini hefir verið best náð á myndum. Tryggvi Þórhallsson er enn rúmfastur, en er þó á góðum batavegi. Grettissund. Erlingur Pálsson syndir úr Drangey. Það afrek Grettis, er hann lagðist til lands úr Drangey, mun lengst lifa af öllum þeim hreysti- verkum, er sagan greinir frá hon- um. Þar komast engar ýkjur að. Vegalengdin sýnir sig, og sær- inn er kaldur og samur sem fyr. Nú mun vera þrem sumrum fátt í 900 ár síðan Grettir svam úr Drangey, og allar þessar aldir hafa Islendingar munað hetjudáð hans. En enginn hefir gert þetta eftir fyr en nú. Erlingur Pálsson synti úr Drangey upp að Reykjum á sunnudaginn var, 81. júlí, síðari hluta dags, og var 4 stundir og 25 mín. á sundinu. Hann lagðist úr eynni kl. 5.40 síðdegis, með byrjandi aðfalli, og var veður kyrt og gott. Sjórinn var 11 stiga heitur. Eriingur hafði með- straum og stillu fyrst lengi, og sóttist mjög vel sundið. Síðan gerði kalda á noi’ðan talsverðan, og var þá vindur og straumur með Erlingi, en straumurinn svo þungur, að hann bar af réttri leið og of mjög inn fjörðinn, og varð það honum til meins. Þá er eftir var þriðjungur leiðarinnar, gerðist allhvast af útnorðri og talsverð kvika, en straumurinn varð æ því þyngri, er nær dró landi, en þó var nú ekki annar kostur en að synda þvert í strauminn. En Erling bar inn með landinu og náði hann ekki Reykjadiski, en þangað er skemst úr eynni. Vai’ð honum sundið fyrir þetta heilli röst lengra, að ætla má, og kom hann að landi lítið eitt utan við bæinn á' Reykjum, þar sem heitir Hrossavíkurnef. Þá var kl. 5 mín. yfir 10 um kvöldið. Erlingur var þá allmjög þrekaður af sjáv- arkuldanum. En félagar hans fóru með hann í Reykjalaug og lauguðu hann og lrrestu á heitri mjólk, en síðan fylgdu þeir hon- um til bæjar á Reykjum og mat- aðist hann þar, en fór síðan um nóttina inn á Sauðárkrók á vél- bátnum, sem í förinni var. Erlingur synti svokallað þol- skriðsund (einskonar ,,crawl“) alla leiðina, með hægum og jöfn- um tökum, en stöku sinnum bringusund, nokkur tök í einu. Hann hvíldi sig aldrei alla leið- ina, neytti einskis og fékk enga hressingu af neinu tæi. Hann var svo búinn til sundsins, að hann var í þrennum sundklæð- um, þar af einum með sérstakri gerð og gegnvættum í olíu. Tvö- falda sundhettu hafði hann á höfði, niður fyrir eyru, vel um búið og vandlega smurt höfuðið, glófa á höndum og allur líkam- inn makaður í feiti, sem vand- legast, til þess að verjast kuld- anum. Engin sundgleraugu hafði hann, og bagaði hann sjávar- selta í augun, er á leið sundið. Tveir bátar fylgdu honum, vél- bátur og róðrarbátur lítill. Föru- nautar hans voni ólafur bróðir hans, Sigurjón Pétursson, sem Er- lingur hafði kjörið með sér, og Benedikt G. Waage, formaður íþróttasambandsins, héðan að : sunnan, en þai' að norðan fimm j menn; foringi var Bjarni Jónsson | Drangeyjarformaður, nákunnug- ! ur þessum slóðum, reyndur mað- ! ur og glöggskygn. Erlingur var allþreyttur næsta morgun og hafði nokkurn hita. Lá hann þann dag mestallan og svaf og hvíldist. Ekki er þess getið, hvort konur gengu í stof- una til hans, er hann svaf. En mikil vai' gieði manna þar norður frá yfir afreki hans, og var fáni við hún á hverri stöng á Sauðár- króki þann dag. En næsta dag kendi Eriingur sér einskis meins og steig á hest sinn og þeir fé- lagar og héldu landveg alt til Borgarness og komu með vélbáti þaðan um miðjan dag í gær. Var Erlingi tekið með kostum og kynjum, er hann bar hér að landi, og vissu þó fáir um komu hans, því að hann kom fyr en ætlað var. Ekki þarf að orðlengja um það, hversu frábæra þrekraun Erlingur hefir hér af höndum int. En þó liggur þrautin í öðru en flestir munu ætla. Það er .ekki ýkja mikið í sjálfu sér að synda aðra eins vegalengd, né heldur að halda sér á sundi í 4—5 stundir. En að þola sjávarkuld- ann og áreynsluna alt í senn, það er raunin. Kuldinn er seig- drepandi, og það er feiknaorka, sem hann sýgur úr hverri taug í slíku volki. Þess vegna er illa hægt að bera saman sund hér við íslandsstrendur, í okkar kalda sjó, og’ sundþrautir í hlýrri höf- um. Skemsta leiðin úr Drangey til lands er rúm 6V2 röst (talin 6650 stikur), en sundleið Erlings mun hafa verið um IV-i röst, og þó raunar lengri miklu, vegna andstreymis, sem hann varð að þreyta við allan síðari hluta leið- arinnar. Eg get ekki stilt mig um að taka hér upp frásögnina um sund Grettis í sögu hans. En öll verð- ur sú lýsing- ennþá trúverðulegri, er sundið er nú synt öðru sinni. En galli er það á þeirri frásögn, að ekki er vel ljóst, hvenær á ár- inu sundið varð, en þó má af mörgu marka, að það hafi verið um haustið. Eldurinn í stofunni á Reykjum bendir á, að farið hafi verið að hausta að og kólna. En litlu seinna segir: „Þetta sumar kom skip út —“ Þar var á Hæringur. „Hann fór til vistar með Þorbirni öngli ok var þar fram á haust — — ok eftir þetta fóru þeir til Drang- eyjar“. Þessi för hefir verið sama haustið og Grettir sótti eldinn, en þó seinna. Hér er ekki rúm til að rekja þetta frekar. En væri allar líkur saman teknar, mundi hægt að fara nærri um það, hversu lengi Grettir hafi verið á sundinu, og er það ætlun mín, að hann hafi verið litlu lengur en Erlingur. En þó gerir sundið þar ærinn mun, því að varla hefir Grettir kunnað skriðsund 35. blaö. eða annað sund jafngott því, heldur synt bringusund. En Grettir mun hafa fengið betra veður, og ef til vill hagstæðari straum. „— — Grettir spurði Illuga, hvat þá væri til ráða; enn hann kvaðst eigi annat sjá, enn þeir myndi þar verða at bíða til þess er skip bæri at. Grettir sagði, at þeim var blint til þess at ætla — „mun ek heldr hætta til, hvárt ek komumst til lands“. „Mikit þykki mér þat“, segir Illugi, „því at vit erum upp gefnir, ef þér verðr nökkut“. „Eigi * mun ek á sundi drukna“, sagði Grettir. — — Býst Grettir nú til sunds, ok hafði söluváðarkufl ok gyrðr í brækr. Ilann lét fitja saman fingrna. Veðr var gott. Hann fór at áliðnum degi ór eyjunni. Allóvænlegt þótti Illuga um hans ferð. Grettir lagðist nú inn á fjörðinn, ok var straumr með honum, enn kyrt með öllu. Hann sótti fast sundit, ok kom inn til Reykjaness, þá er sett var sólu. Hann gekk til bæjar at Reykj- um, ok fór í laug um náttina, ok fór síðan í stofu. Þar var mjök heitt, því at eldr hafði verit um kveldit, ok var lítt rokin stofan. Hann var móðr mjök ok sofnaði fast. Lá hann þar alt á dag fram--------“. Nú loks hefir annar Islending- ur unnið hina sömu þraut og Grettir. Raunar mun enginn leysa hina sömu þraut, því að Gretti skorti marga þá kunn- áttu og reynslu, sem nútíðar- menn hafa; hann lagði á sundið aleinn og fylgdarlaus, og átti alt undir sér einum, einskis úrkosta, ef nokkuð hlektist á, en rétt- dræpur, þegar hann næði landi, ef svo hefði til borið. Vegna þessa mun sundraun Grettis um allar aldir verða svo einstætt af- rek, að enginn megi þar framar komast. Allir munu því vel fagna, að Erlingi Pálssyni auðnaðist fyrst- um að synda sund Grettis, og er hann vel að því kominn, slíkur sundgaipur sem hann er og að öllu hinn besti drengur. En ann- ar maður átti og þetta vel skilið, en það er Páll Erlingsson faðir hans, sem varið hefir til þess allri æfi sinni að kenna íslend- ingum að fleyta sér og lauga sig í vatni. Ilann hefir unnið eitt hið langmerkasta æfistarf, sem hin hverfandi kynslóð lætur þjóð sinni í arf. Launin voru löngum smá. En nú hefir Páll fengið hin bestu laun trúmensku sinnar, er sonur hans verður til að vinna það afrek á sundi, sem enginn treystist áður til í 9 aldir sam- fleytt. Helgi Hjörvar. -o----- Flóaáveitan hefir gefist vel í vor að því leyti, að vel sprettur þar sem vatnið nær til. En ærnir ágallar koma fram í skurðagerð- inni, svo að stór svæði hafa legið vatnslaus. Það er sagt mesta meinið, að aðalskurðurinn hefir dýpkað sjálfkrafa; vatnsmegnið hefir grafið sig niður, svo djúpt, að yfirborð vatnsins verður lægra en hliðarskurðirnir, en þeir standa þurrir. Hefir aðalskurður- inn þannig orðið á köflum eins og sjálfstætt vatnsfall, sem erfitt er að eiga við í gljúpum jarð- veginum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.