Tíminn - 06.08.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.08.1927, Blaðsíða 2
182 TlMINN Sjó- og bruna- vátryggíngar. Simar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . 254 Framkvæmdarstjóri 309 Vátrygéið hjá íslensku félagi. Fréttlr. Handdt Jóhanns Sigiujóns- sonai-, óprentuð, er nú verið að yfirfara og safna í heild, segir frétt frá Iiöfn. Er í ráði að gefa út í einu öil rit -hans. — Nýkom- ið hefti af „Vöku“ byrjar á órím- uðu kvæði eftir Jóhann, sem ekki hefir verið birt fyr. Dr. phjl. Jón Helgason, sem kent hefir nú undanfarið við há- skólann í Osló, er orðinn for- stöðumaður við safn Áma Magn- ússonar í Kaupmannahöfn. Má með sanni segja, að þar sé réttur maður á réttum stað. Magnús Guðbjörnsson hlaupar- inn mikli, hefir nýlega fengið 1000 kr. verðlaun úr hetjusjóðí Carnegies fyrir að bjarga tveim- ur piltum frá druknun. Ásgeir Ásgeirsson alþm. hefir verið skipaður fræðslumálastjóri. Hraðferðir Sameinaða félagsins. Tvo sólarhringa lá „Dronning Alexandrine" á Siglufirði núna á leiðinni að norðan. Stóð þó á á- ætlun, að skipið skyldi aðeins koma þangað til þess að taka póst og farþega, en í stað þess er það fermt þar af síld. Eins og nærri má geta voru farþegar gramir yfir þessai'i óþægilegu töf. Veðurblíða er nú mikil um alt land, en í sumum sveitum sunn- anlands hefir skort þurk. Annars hefir heyskapur víðast gengið ágætlega. Síldveiði er enn mikil. , Áheit á Strandarkirkju. Á einni viku hafa rúmar 300 kr. verið af- hentar tveim dagblaðanna hér í bænum til Strandarkirkju, og eru það alt áheit. Er þetta að vísu óvenjumikið á svo skömmum tíma, en þó kemur varla sá dag- ur, að „Vísi“ sé ekki afhent á- heitafé til Strandarkirkju. Helgi Strandarkirkju fer sífelt vax- andi, og saga hennar er að verða ærið merkileg. Kirkjan hefir um ói-atíð þrumað ein og niðurnídd á örfoka sandi frammi við sjó, en stórbýli, sem þar var fyr meir, Strönd í Selvogi, hefir blásið upp gersamlega. En nú kvað landið vera að gróa á ný, en kirkjan auðgast ár frá ári. „Með „Dronning Alexandrine" höfum við fengið —“ o. s. frv. auglýsa nokkrar danskar og hálf- danskar verslanir hér í bæj ar blöðunum. Þessi feitletraða fyrir- sögn á að ganga í augun. Vam- ingurinn eitthvað fínni, af því að hann kemur með þessari veg- legu fleytu. Þó mætti svo fara um síðir, að það væri engin gyll- ing á varningi í augum Islend- inga, þó að hann sé hingað kom- inn á þeim farkosti, sem sérstak- lega er settur til höfuðs okkar irrmi nnTTTTTrm nnmnmimiiiiiiiirmrm m mnnrmn mnnn ÁSQABÐUB Smjörlíkisgerö. — Reykjavík. T r úlof unarhr ingar vandaðir og fallegir Hin frægu herra og dömu Corteberts-úr allar tegundir fyriiliggjandi. Fást aðeins hjá Verð frá kr. 24,00 Jóní Sígmundssyni gullsmið, Laugaveg 8 eigin skipum og þar með einum helsta hymingarsteini alls okkar sjálfstæðis. Er nú af sú tíð, er Danir fluttu sjálfa okkur hér með ströndum fram í vörubúlka, eins og skepnur. Einar Benediktsson hefir lýst því tímabili eftirminni- lega í einu kvæða sinna. Nú senda bræður vorir hvert skipið öðru veglegra út hingað, eins og þeir gætu aldrei gert nógu vel til okkar í þessu. En dönsk blöð segja, að „Dronning Alexandrine“ hafi verið „fagnað af hrifningu“ þegar skipið kom hér sína fyrstu ferð. Þetta er rétt á sinn hátt, því að mörgum íslendingi mun þá hafa hitnað nokkuð innan rifja. En hitt fer sem auðna ræð- ur, hvort sú hrifning verður Dönum að tekjulind. En þó er það ætlun vor, að þeir menn skilji ekki rétt skaplyndi Islend- ; inga, sem halda það, að vara sín j smakkist okkur betur, ef hún j hefir flotið hingað á einhverjum ‘ fínni trjám en okkar eigin skip- I um. — Annars er það nú opin- ; berlega sagt, og er því ekki mót- i mælt, að „bróðerni“ „Sameinaða“ i við Eimskipafélagið gerist nú heldur flátt, og er þar tvennu að treysta af Dana hálfu, meiri fjár- afla þeirra megin og svo voninni um það> að ennþá sé hægt að fá Islendinga til að gerast sínir eigin böðlar. Trúlofuð eru Pétur Hafstein stud. juris., sonur Marinó Haf- stein, og ungfrú Elinborg Paturs- son, Jóannesdóttir kongsbónda í Kirkjubæ í Færeyjum. Þetta er önnur dóttir Jóannesar, sem Is- lendingur fastnar sér. Bergþóra dóttir hans er húsfreyja Þor- steins Scheving Thorsteinsson lyf - sala, sem kunnugt er. — Færey- ingum ætlar að haldast illa á dætrum síns göfgasta manns. Jóh. Larsen. Hinn nafnfrægi danski málari Jóhannes Larsen dvelur hér á landi í sumar. Kom hann hingað fyrir mánaðartíma og hefir síðan ferðast víða um austanfjalls, einkanlega um Rang- árvallasýslu. Aðalerindi hans hingað er að teikna bókmyndir af sögustöðvum íslenskum, sem nota á í hina miklu dönsku útgáfu af íslendingasögunum, sem bóka- verslun Gyldendals í Kaupmanna- höfn gefur út. Jóhannes Larsen er einn af hinum þektari málurum á Norð- urlöndum og hefir einkanlega orðið víðfrægur fyrir málverk úr fuglalífi Norðurlanda, enda er Best. — Odýrast. Iimlent. SKILVINDAN er smíðuð af stærstu og elstu skilvindu- verksmiðju í heimi og befir náð fá- dæma útbreiðslu. Eru yfir 3.500.000 Alfa-Laval skilvindur í notkun víðsvegar um heim. Látið ekki dragast að kaupa ALFA-LAVAL skilvindu. Fást hjá Sambandskaupfélögunum. I heildsölu hjá Sambandi ísl. Samvinnufélaga. hann fuglafræðingur ágætur. — Nú er hánn nýfarinn upp í Borgarfjörð og dvelur þar um tíma, en heldur síðan áfram vestur og norður um land. Býst hann við að koma til baka til Pteykjavíkur síðast í september. Hafnarfjarðarhlaup, milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur, var háð hér fyrra sunnudag, 24. júlí, vann Magnús Guðbjörnsson, á 48 mín. 151,4 sek. Keppendur voru 7, og komu allir að marki. Sá síðasti var um 55 mín. Vega- lengdin er um 12 km. Dánardægur. Guðbjörn Guð- brandsson bókbindari er nýlátinn hér í bænum, og varð dauði hans með fátíðum hætti. Hann fékk aðsvif eða yfirlið í sæti sínu og steyptist áfram, en við þessa byltu, sem ekki var mikil, skadd- aðist svo mænan í hálsliðnum, að hann andaðist skömmu síðar. — Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Cooperage V a 1 b y alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipafarmu frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annaBt pantanir. Eik og efni i þilfar til skipa. SnflRA SniORLÍKÍ ZECa.TJ.pfélagsst j ór ar I Munið eftir því að haldbest og smjöri Hkast er „Smára“ - smjörlíkí Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík. AVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN inælir með sínu alviðurkenda rúgmj ö li og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S. X.S. sZkriftlA? ©ixAg-öxxg-ci -við olcláccur. Seljum og rnörgum öðrum íslenskum veralunum. . Buch (IittasmiQja Buchs) Tietgeaagade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITARVÖRUR: Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þómar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fœst alstadar á íslandi. Guðbjöm vai’ úr Saurbæ í Dala- sýslu, en fósturson Torfa í ólafs- dal. Hann nam bókband þar heima, en kom ungur hingað til Reykjavíkur og gerðist verkstjóri á bókbandsstofu Bjöms Jónsson- ar. Bókbandsiðn hefir hann stundað hér imeir en 30 ár, og var hann frábær starfsmaður og hverjum manni betur verki far- inn í sinni iðn. Guðbjörn var kvæntur Jensínu Jensdóttur frá Hóli í Hvammssveit, systuv Bjarna í Ásgarði og Friðjóns læknis, og eiga þau hin mannvæn- legustu börn. Þeirra son er Jens bókbindari, umsjónarm. Iþrótta- vallarins og einn af forgöngu- mönnum glímufélagsins Ármanns á seinni árum. Áheit á Strandarkirkju afhent Tímanum kr. 200.00 frá H. J. Ritstjóri Tryggvi Þórhallsson. Prentsmiðjan Acta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.