Tíminn - 13.08.1927, Blaðsíða 4
136
TlMINN
Bifliliiiijyæknriir.
Herra ritstjóri!
Fyrir nokkru birtist í blaði yð-
ar smágrein með þessari fyrir-
sögn. Er þar sagt frá samþykt
læknafundarins í bannmálinu og
þessu bætt við:
„Öðrum fórst! . . . Ein höfuð-
ástæðan til þess að bannlögin
náðu ekki til fulls tilgangi sínum
var sú, að mikill hluti læknastétt-
arinnar brást gjörsamlega skyldu
sinni. Fjölmargir læknar sumpart
gerða sér leik að því, &ð gefa
kunningjum sínum ávísanir á
áfengi og gera enn. Vegna þess-
ara afbrota, svo almennra, hefir
áht hinnar íslensku læknastéttar
beðið hinn mesta hnekki“.
Og það er ekki í fyrsta sinni
sem Tíminn tekur í þennan
streng. Eg held að máhð sé ekki
eins einfalt og þér haldið, og að
ásakanimar á læknastétt landsins
hafi í raun og veru við lítil rök
að styðjast. Þess vegna bið eg
yður fyrir eftirfarandi athuga-
semdir.
Þess er þá fyrst að geta, að i
bannmáhnu skiftast læknar, eins
og allur landslýður, í tvo flokka:
með og móti banninu. Bannmenn
voru sannfærðir um, að oss tæk-
ist að útrýma víninu, þegar bann
kæmist á og að minsta kosti upp-
vaxandi kynslóðin yrði laus við
það. Hinir væntu sér ills eins af
lögunum, sérstaklega vegna þess,
að framkvæmdin yrði ókleif. Þeir
hugsuðu líkt og einn vinur minn,
besti og einlægasti bindindis-
maður. „Aldrei get eg skihð, að
bannlög blessist. Þá þekki eg ekki
mennina, ef það tekst að fram-
kvæma þau!“
Reynslan hefir sýnt, að þessi
fornvinur minn, einn af elstu
templurum landsins, þekti menn-
ina betur en eg og aðrir, sem
greiddu atkvæði með bannlögun-
um. Hún hefir verið sú, að and-
stæðingar laganna í öllum stétt-
um hafa virt þau lítils. Þetta var
illa farið en mannlegt, og þess
var tæplega að vænta, að læknar
yrðu eina stéttin, sem hlýddi lög-
unum, þrátt fyrir að afstaða
þeirra væri erfiðari en flestra
annara, og þrátt fyrir að alt eftir-
lit með áfengisávísunum þeirra
hafi verið afarófullkomið.
Sannleikurinn er sá, að ísl.
læknar hafa altaf skifst í and-
stæða flokka: þá sem vildu hlýða
lögunum bókstaflega, hvort sem
þeir voru bannmenn eða ekki, og
hina, sem af ýmsum ástæðum
brutu þau að einhverju leyti. Eg
hefi eitt sinn, ásamt öðrum ná-
kunnugum lækni, reynt að telja
saman hve margir af héraðslækn-
um hlýddu lögunum. Þeir reynd-
ust mjög ríflegur meirihluti og
kom okkur saman um, að enginn
gæti með sanni vítt þá fyrir
framkomu sína í þessu efni. Um
hina var það að segja, að fæstir
þeirra höfðu alvarlega unnið til
saka, að því við vissum, en fá-
einir allmikið og virtist okkur að
fátækt væri oftast aðalorsökin.
Að okkar dómi hefði íslenska
læknastéttin sloppið, því sem
næst algerlega út úr þessum
vanda, ef eftirlitið hefði frá
fyrstu byrjun verið strangt.
Þannig hefir þá ástandið verið
í augum þeirra, sem best þekkja
til. En er það ilt eða gott, til lofs
eða lasts íslensku læknunum?
Þó yður, herra ritstjóri, þyki
það máske undarlegt, er það mitt
álit, að íslensku læknarnir hafi
reynst vel, öllum vonum framar,
eftir því sem öll atvik og ástæð-
ur voru. Ástæða mín er sú, að
eg veit ekki betur en að þeir
hafi reynst mun betur en stéttar-
bræður þeirra í Noregi og Finn-
landi og jafnvel sennilega í
Bandaríkjunum, þó ekki geti eg
fullyrt það.
Hvað norsku læknana snertir,
þá hefi eg talað við allmarga
þeirra um þetta mál og þar á
meðal formann norska Lækna-
félagsins fyrir fáum árum. Það
er eflaust ofmælt hjá C. Hafstad
(Tidskr. for den norske Læge-
forening 1. apr.) að það hafi ekki
fundist 5 réttlátir í öllu landinu.
en aHir læknar, sem eg hefi tal-
að við, voru sammála um það, að
aðeins lítill minnihluti lækna
hlýddi lögunum, svo sem til var
ætlast, og færðu þeir ýmsar
ástæður fyrir því, að framkvæmd
þeirra væri því sem næst ómögu-
leg. Meðan eg var að skrifa grein
þessa spurði eg einn norskan
lækni hve margir af hundraði
myndu hafa hlýtt bannlögunum í
Noregi. „Enginn, 0%!“ var svar-
ið.
Tímans séð ölvaða þingmenn i
þingsalnum, sem þó fylgja bann-
inu vegna kjósendanna! Eg hefi
séð það, og tel það meira hneyksli
en allar yfirsjónir læknanna.
Þess gerist nokkur þörf, að helt
væri úr vatnsfötu yfir alt það
hræsninnar og skammsýninnar
moldrok sem fylt hefir landið í
þessu máli. Læknafundurinn hafði
einurð og kjark til þess, og það
mun ekki talið honum til van
sæmdar þegar tímar líða.
Guðm. Hannesson.
p. t. form. Læknafél. Islands.
Svar við grein þessari gerir
ritstj. ráð fyrir að birta, þegar
hann verður aftur vinnufær.
Eg hefi líka átt tal við finska
lækna um þetta mál, og þeir
sögðu nálega sömu sögu og
norsku læknarnir, öllu verri og að
engu betri en eg hafði að segja
af oss.
Það mun sanni næst, að ís-
lenskir læknar hafi reynst betur
en í nokkru öðru bannlandi, þó
allir mættu óska þess, að lækna-
stéttin hefði öll sem einn maður
hlýtt lögunum út í ystu æsar.
Sem lítið dæmi þess hversu að-
staða ísl. lækna stundum er, skal
eg nefna ummæli eins velmetins
læknis, sem telja má bindindis-
mann. Þau voru á þessa leið:
Helst vildi eg losna við allan
spiritus. Eg tapa talsverðu á hon-
um. Oft kem eg heim úr ferða-
lögum, með mönnum sem eiga alt
gott af mér skilið og hafa veitt
mér bestu móttökur. Kaffi eða
aðrar veitingar vilja þeir ekki
þiggja, en hinsvegar veit eg vel,
að engu verða þeir jafnfegnir og
brennivíni á ferðapela. Oft verður
það svo niðurstaðan, að eg gef
þeim dálítið á hann. Hann sagði
mér nánar frá hversu áfengis-
salan bæri sig hjá sjer. Það var
tilfinnanlegur halli á henni.
Samþykt læknafundarins er
óræk sönnun þess, að læknav
hirða ekki um, að gera sjer bann-
lögin að féþúfu.
Annars fer því fjarri, að
„læknabrennivínið“ hafi orðið
bannlögunum að verulegu falli.
Ólöglegur innflutningur dregur
þar drýgst.
I sambandi við þetta vaknar
upp önnur alvarleg spurning:
Hvemig stendur á því, að ekki
eingöngu læknastéttin í bann-
löndunum, heldur væntanlega all-
ar stéttir, virða bannlögin svo
lítils, að f jöldi verður til þess að
brjóta þau? Því munu fáir trúa,
að fjöldi lækna og annara manna
úr öðrum stéttum séu hálfgerðii
glæpamenn, en hafi þeir breyst
svo mikið; við þessi lög, þá eru
þau vissulega ill, öllum til ills og
bölvunar. Yafalaust má setja svo
vitlaus lög, og það í góðri mein-
inu, að ómögulegt sé að fram-
kvæma þau. Vér höfum þess dæmi
í stóradómi og dönsku lagaboð-
unum frá 16. öld gegn lauslæti o.
fl. Þrátt fyrir þyngstu hegning-
ar, pyntingu og dauðahegning
voru lögin látlaust brotin og að
lokum feld úr gildi. Sum af slík-
um lagaboðum voru þó í sjálfu
sér góð og skynsamleg, en komu
í bága við aldarandann og al-
menningsálitið. Það nægði.
Að mínu áliti eru bannlögin
þessarar tegundar og fullreynd.
Vera má að þau séu í raun og
veru góð lög, en þá hefir þjóðin
ekki náð þeim þroska, sem þarf
til þess að þau komi að tilætluð-
um notum. Drykkjuskapur er
tæpast minni nú en hann var á
undan banninu, og — það, sem
mest er um vert, — unga kyn-
slóðin er ekki betri en sú gamla.
Það getur hver séð, sem hefir
augun opin. Eg fæ ekki betur séð
en að unga, uppvaxandi kynslóð-
in, sé fráhverf banninu. Hinsveg-
ar er það augljóst, að margskon-
ar siðspillingu og tjón fyrir lands-
sjóð hafa bannlögin haft í för
með sér. Ef til vill hefir ritstjóri
--.
XSftlrmæli.
Sú fregn barst hingað nýlega,
að Eiríkur Guðmundsson bóndi i
Ytra-Vallholti í Skagafirði væri
látinn. Hann var maður aðeins
rúmlega fertugur og kom því
andlátsfregnin kunningjum hans
á óvart.
Foreldrar Eiríks voru þau
merkishjónin Guðm. Sigurðsson
og Guðrún Eiríksdóttir frá
Djúpadal. Guðmundur er dáinn
fyrir nokkrum árum. Eignuðust
þau hjón fjögur böm, Valdimar
bónda á Vallanesi, Eirík og Jó-
hannes, sem báðir bjuggu í Ytra-
Vallholti og Vilhelmínu sem er
búsett í Reykjavík. Eru syst-
kini þessi mestu atorkumenn, og
kippir þeim þar einkum í móður-
ætt. Guðmundur faðir Eiríks var
óvenjulega hagsýnn maður og
meiri framfaramaður í búnaði
en títt var um samtíðarmenn
hans. Guðrún kona hans er af-
burðadugleg og góð kona. Hefir
hún veitt forstöðu stórbúi í
fjöldamörg ár af mestu snild, og
gerir það enn. Hafa þó synir
hennar verið umsvifamiklir menn
í búskap sínum, og ekki heiglum
hent að hafa umsjón á svo stóru
heimili. — En því get eg móður
Eiríks sérstaklega, að hann líkt-
ist henni mest allra bama henn-
ar og mun hafa verið henni
kærstur, enda var samlyndi
þeirra jafnan hið ástúðlegasta.
Eiríkur sál. ól allan aldur sinn í
Ytra-Vallholti. Hann var óvenju-
lega vel greindur og með afbrigð-
um næmur og minnugur á það, er
hann las og heyrði. Engrar skóla-
mentunar naut hann, en fékk
góða uppfræðslu í heimahúsum.
Hann var kappgjam og ákafa-
maður hinn mesti og kom það
jafnt fram í búsýslu sem opin-
berum málum. Tók hann mjög
þátt í stjómmálum í héraði og þó
hann þætti oft óvæginn, þegar í
deilur sló, bar honum enginn
maður ódrengskaparorð. Búmað-
ur var Eiríkur sál. með afbrigð-
um, og vinnuvíkingur hinn mesti
Gætti hann lítt hófs um vinnu.
en hann var ekki heilsuhraustur,
og mun það hafa átt sinn þátt í
því, hve snemma hann féll í val-
inn. Ber Ytra-Vallholt þess menj
ar, að þar hafi ekki verið setið
auðum höndum síðasta mannsald-
urinn, og á Eiríkur sál. ekki fæst
handtökin.
Væru margir jafningjar Ei-
ríks um framtak og dugnað, liti
öðruvísi út í sveitum landsins en
nú gerir. J. Á.
-----o----
Símað er frá London, að fregn-
ir hafi borist þangað frá Irlandi,
að þingmenn úr flokki lýðveldi^-
sinna hafi unnið Bretakonungi
hollustueiða, en það er skilyrði til
þingsetu, lögfest að tilhlutan Cos-
graves eftir Higginsmorðið. —
Cosgravesstjómin er nú í algerð-
um minnihluta í þinginu og má
búast við, að hún láti af völd-
um og jafnframt, að sambands-
málið verði tekið upp á ný að
tilhlutan væntanlegrar, nýrrar
stjómar í Englandi.
Samvinnuskólinn 1927--28.
Skólatíminn 7 mánuðir, frá 1. okt. til aprílloka. Kenslugrein-
ar: Samvinnusaga, félagsfræði, hagfræði, verslunarsaga, verslunar-
löggjöf, verslunarlandafræði, bókfærsla, reikningur, verslunar-
reikningur, skrift, vélritun, íslenska, danska, enska og fyrir þá
sem þess óska sérstaklega byi’junarkensla í þýsku og frönsku.
I fjarveru skólastjórans tekur Rannveig Þorsteinsdóttir í
Sambandshúsinu móti umsóknum og svarar fyrirspurnum skólan-
um viðvíkjandi.
Herkules
heyvinnuvélar eru bestar og ódýrastar.
Engar sláttuvélar slá betur, eða eru
hægari í slætti en Herkules, því þær eru
með hagkvæmustu dragtækjum og stang-
arstilli.
- Atkug'id myndina. -
Samband ísl. samvinnufélaga
Ný bók!
Ludvig Guðmundsson:
Vígsluneituo biskupsins.
Fyrirlestrar og blaða-
greinar utn vigsluneitunari
málið og trúarlífið í land-
voru. 124 blaðs. Verð kr.
3,50. Sondist gegn póstkr.
burðargjaldsfrítt, hvert á
land sem er. Kaupendur
trúmálaritsins „Straumar“
fá bókina fyrir kr. 2,75.
Pantanir má senda til höf.
eða ritstjórnar „Strauma14,
Reykjavík,
Mikið úrval af ágætum legg-
hlífum seldar með mikið lækkuðu
verði.
SLEIPNIR, Laugaveg 74.
Heildsala. Smásala.
Símnefni: Sleipnir. Sími 646.
Best. — Odýrast.
Innlent.
íil imm as talta.
Fyrir haustið kemur á mark-
aðinn ný útgáfa af II. hefti af
íslandssögu Jónasar Jónssonar
frá Hriflu. Sömlueiðis lítil lestrar-
og kenslubók í mannkynssögu
eftir sama höfund. — Utanáskrift
útgáfunnar: Bókaf élagið, Sam-
bandshúsið, Reykjavík.
H.f. Jón SigmtmdssoB & Co.
Áhersla lögð á
ábyggileg viðskifti.
Millur, svuntuspennur
og belti
ávalt fyrirliggjandi.
Sent með póstkröfu
um alt land.
Jón Sigmundsson gxdlsmiOnr.
Sími 888. — Laugaveg 8.
Söðla- og aktygjaleður, sauð-
skinn (sútuð) allskonar strigi,
hringjur af öllum tegundum,
saumur, saumgam, strenginga-
borði, gjarðaborði, taumaborði,
aktygjaklafar, aktýgjabogar og
önnur aktygjajám og yfir höfuð
alt smátt og stórt til söðla- og
aktýgjasmíðis verður framvegis
útvegað söðlasmiðum fyrir lægsta
verð. Fyrsta flokks vörur sem
og áreiðanleg afgreiðsla.
SLEIPNIR, Laugaveg 74.
Heildsala. Smásala.
Símnefni: Sleipnir. Sími 646.
Þrjár kýr og
ALFAÍAyAL
skilvilda eru þyngri á metunum
cn fjórar kýr án skilvindu.
AI.FA-Ij AV AL skilur engan
rjórna eftir í undanrennunni; það
er því gróðavænlegra að kaupa
ALFA-LAVAL skilvindu en að
bæta við sig fjórðu kúnni.
Snúið yður til Sambandskaup-
félaganna, sem gefur yður allar
nánari upplýsingar.
Samband ísL Samvinnutelaga.
Ritstjóri Tryggvi Þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.