Tíminn - 20.08.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.08.1927, Blaðsíða 4
140 TlMINN Húsmæðrafræðsla. Á Knararbergi við Akureyri verður haldinn skóli í vet- ur frá 1. október til 1. maí og’ þar kend matargerð og ýms hússtörf önnur, saumaskapur, vefnaður, matarefnafræði, íslenska, reikningur o. fl. Nemendur greiða 85 kr. um mánuðinn. Helmingur gjalds- ins greiðist fyrir fram, en trygging sett fyrir hinu, er greið- ist um miðjan vetur. Læknisvottorð fylgi umsókn. Garðyrkjunámskeiö verður haldið á Knararbergi vorið og sumarið 1928. Vornám frá 1. maí til 30. júní Sumarnámsskeið til 1. október. Nemendur hafa alt frítt á námskeiðum þessum. Umsóknir ber að senda fyrir 1. sept. til forstöðukonu skólans. Guðrúnar Þ. Björnsdóttur Knararbei’gi. Nánari upplýsingar má fá hjá Sveinbirni Jónssyni, í síma Kristneshælis, pr. Akureyri. nema að hálfu leyti bygð á jarð- rækt, en að hálfu leyti byggist hún á jarðnotkun — hálfgerðri jarðræktun og alls óunnum nátt- úrugæðum. En hún verður aldrei trygg, tekur ekki til nokkurrar hlítar mögulegum framförum og veitir ekki fulltrygga afkomu, þeim sem hana stunda, fyr en henni er lagður tryggur grund- völlur með jarðrækt, samfara náttúrugæðum afrétta of heima- haga. Túnin gefa nú af sér um 30 hestb. af ha., en væri ræktunin í fullu lagi ættu 45 hestb. að fást af ha. Sé þetta rétt, þá má auka töðufenginn um V3 með betri ræktun, án þess að stækka tún- in. Áburðurinn er eitt fyrsta og helsta skilyrði fyrir góðri rækt- un, og þegar litið er á það að nálega helmingur heyjanna er fenginn af óræktuðu landi, þá er augljóst að áburðarframleiðslan er hér mjög mikil, líklega meiri en í nokkru öðru landi, og það sýnist því í fljótu bragði ótrú- legt, sem þó er alment haldið fram, og með réttu, að hér sé áburðarskortur, og ber einkum tvent til þess. Fyrst það að mik- ið af áburðinum fer í eldinn, og svo hitt að áburðurinn er alment illa hirtur og ef til vill er hann oft mjög óhaganlega notaður. Hér er nóg vatnsafl til þess að forða megi öllum áburði frá eld- inum og sú kemur tíðin að það verður gert og er þá mikið unnið fyrir grasræktina. Hversu mikið tapast af verðmætum efnum áburðarins árlega, af því að yfir- leitt er farið með hann eins og „skít“ er ekki unt að segja, en eg hefi giskað á að það næmi minst 1 milj. króna virði, og eg tel ekki ólíklegt að auka mætti heyfenginn um 5 hestb. af ha. ef áburðurinn væri sæmilega hirt- ur, án þess að notað væri meira að honum til ræktunar en nú er gert. Fyrir öll hús landsins nem- ur þetta rösklega 100 þús. hest- um af töðu og rösklega 1 millj. króna, ef hestburðurinn er met- inn 10 krónur. Þetta á að vinn- ast með áburðarhúsunum, og þá held eg enginn geti sagt að því fé sé illa varið, sem þau eru bygð fyrir eða þeim styrk, sem fyrir þau er veittur, enda þótt gert væri ráð fyrir, að það kost- aði 5 milj. eða nokkru meira að byggja alsteypt áburðarhús fyrir alla kúamykjuna. Þótt mikið geti unnist með betri ræktun þeirra túna, sem nú eru, eins og nú hefir verið gefið í skyn, þá eru það hreinir smámunir í saman- burði við það, sem unnist getur með aukinni ræktun, nýrækt, því að hér má heita óþrjótandi rækt- unarland. Sumir telja ræktunar- hæft land jafnvel 2 milj. ha., og þó það væri ekki nema 1 milj. ha., þá er það þó rösklega 40 sinnum meira en það sem nú er ræktað. Og ef bæta má ræktun- ina frá því sem nú er um V3> þá verða möguleikamir fyrir aukinni töðuframleiðslu sextug- faldir. Hvar í heiminum annars- staðar en hér skyldu finnast slík- ir möguleikar? Það er langt í land að vinna þá upp, en meðan verið er að því, virðist ekki öll viðkoma þjóðarinnar, og meira þó, þurfa að líta vonaraugum til fiskimiðanna, þótt þau séu ágæt, sem betur fer, og leita sér verk- efnis þar og á ströndinni, og það sýnist ekki vera miklu á glæ kastað úr þjóðarbúinu, þótt menn séu örfaðir með einnar krónu styrk á dagsverkið í tún- rækt til þess að hefja nýtt land- nám. En þetta er ekki nema einn þátturinn í -möguleikum landbún- aðarins á Islandi, þótt það sé að vísu „kjaminn“, sem reipið er snúið um. Með aukinni ræktun og fóðurframleiðslu opnast mögu- leikar til gripafjölgunar og býla- fjölgunar. Það mun ekki fjarri lagi að 5 ha. í vel ræktuðu túni gætu fóðrað 4—5 kýr,' 2 hesta | og 40 kindur og geta menn þá j gert sér það til gamans að leggja það niður fyrir sér, hvaða gripa- stofn landið getur borið, þegar búið er að rækta tiltekna stærð lands, ákveðna hektaratölu, og þess verður sjálfsagt langt að bíða, að þurfi að slá af gripatöl- unni fyrir það að svo tilfinnan- lega þrengist í högum, að rækt- aða landið beri þá ofurliði. Með vaxandi ræktun verður lögð meiri stund á nautgripa- rækt í hlutfalli við annað búfé en nú er gert, og eg hefi sýnt fram á það í síðasta tölubl. Tím- ans hversu miklir umbótamögu- leikar eru í nautgriparæktinni. Með fjölgun býla, sem að sjálf- sögðu leiðir af vei’ulega aukinni ræktun, batnar aðstaðan til fé- lagsskapar og samgöngubóta og rís þá upp mjólkuriðnaður í sveit- unura miklu víðar og víðtækari i eðli sínu, en sá litli vísir, sem nú er. Er þá von til að mjólk og mjólkurafurðir hækki í verði, þar sem unnar verða úr mjólk- inni vörur, sem kept geta við samskonar vörur á erlendum markaði. Menn geta þá komið mjólkinni eða afurðum hennar, í peninga á vissum tímum árlega og fengið þá heim í búið til ávöxtunar þar á nýjum fram- kvæmdum, að svo miklu leyti, sem þeir fara ekki til annara þarfa heimilisins. Þá sjá menn betur og skilja hvers virði er að hafa góðar kýr, bindast föstum félagsskap til kynbóta og leggja á annan hátt meiri rækt við kýrnar en nú er gert. Sama verður upp á teningnum með sauðfjárræktina. Þar er líka mikil umbótavon með kynbótum, úrvali og betri meðferð, þótt ekki muni þar jafnmikið um hvern einstaklinginn. En einkan- lega er þar mikilla hagsmuna að vænta, þegar svo er komið, að kjötið verði flutt alt ferskt á erlendan markað, það sem ekki selst innanlands. Það má gera ráð fyrir að nú hafi bændur um 250 þús. dilka til frálags árlega. Eins kgr. viðbót við hvem kropp- þunga nemur þá um 1100 tn. af kjöti meira til útflutnings og einnar krónu hækkunar á frá- lagsverði dilksins þar að auki nemur % milj. króna fyrir þá alla. Af þessum smæstu dæmum, getur hver og einn reiknað sér til, eftir því sem hann er bjart- sýnn eða stórhuga á þessum svið- um, hvað unnið er við kynbætur sauðfjár og bætta meðferð þess og til hvers er að vinna með bættum kjötmarkaði. Á sama hátt geta menn athugað verð og verðhækkun ullarinnar og mega þá gera ráð fyrir að hún sé nú árlega minstakosti V2 milj. kg. Af ræktuninni leiðir að meira og meira má vinna að heyskapn- um með vélum og hestum, spara dýrasta vinnuaflið, mannsaflið. Við það lækkar framleiðslukostn- aður fóðursins og um leið aröur af búfé, án þess að það sé bætt, og hestamir verða á vissan hátt meiri gagnsgripir en þeir hafa verið hingað til, og hafa þeir þó verið „þarfasti þjónninn“, öldum saman. Hér er ekki rúm til að rekja þessi efni nánar, og þetta getur verið mönnum til umhugsunar og því meir, sem þeir hugsa málið betur, munu þeir sjá og skilja, að heita má að hér séu ótæm- andi verkefni og möguleikar fyr- ir landbúnaðinn, og göfugt verk- efni fyrir löggjafarvaldið, að sjá málefnum landbúnaðarins vel borgið að því leyti, sem í þess valdi stendur. Og enginn þarf að kalla það ölmusur þótt meira verði hlynt að honum en gert hefir verið hingað til, þótt það sé allrar virðingar og viðurkenn- ingar vert. Metúsalem Stefánsson. --------o---- Kartöflur. Nú í haust verður allmikið til af útsæði af þeim kartöfluaf- brigðum sem best hafa reynst undanfarin ár. Eru þar meðal annars þessi af- brigði: Eyvindarkartöflur (Kerrs pink) eru ljósbleikar og hnöttóttar, þó dálítið flatar. Þær eru bráð- þroska, harðgerðar og hraustar. Víða frá hefi eg haft fregnir um hve vel kartöfluafbrigði þettað hefir reynst. T. d. skrifar Helgi Ágústsson bóndi í Syðra-Seli í Hrunam.hr. mér 7. ágúst: „Sendi þér kartöflu úr garðinum mínum, sem eg fann í dag, þá stærstu, sem enn hefir komið (hún vóg 230 gr). Hún er Eyvindar-„dótt- ir“ að ætt. Aðrar geta þó verið stærri, því þessi var undir grasi af handahófi tekið. Hefi notað kartöflur úr garðinum mínum í 3 vikur. Eyvindur hefir gefið allgóðar matarkartöflur 2ja mán- aða frá sáningu, þessi tvö ár sem eg hefi haft þær. Spretta þær miklum mun fyr en mínar gömlu“. Síra Þorsteinn Briem á Akra- nesi skrifar mér 28. júlí: „Til sannindamerkis um ágæti „Ey- vindar“ sendi eg yður sýnishorn af jarðeplum, sem eg tók upp í dag. Vænstu jarðepli af öðrum útsæðistegundum í sama garði, eru eins og vænt útsæði, en vænsti Eyvindur var 225 gr. eða næstum hálft pund upp úr garði“. Annað afbrigði heitir „Stór Skoti“ (Great Scott). Hún er ljósgul, vel löguð og ágæt matar- kartafla að allra dómi. Frekar bráðþroska og hraust. Þriðja afbrigðið nefni eg „Blá- landskeisara“ (enska nafnið er Shetlands Blue). Þessi kartafla er fagurblá á lit að utan, hvít að innan, er stórvaxin og aflöng. Hún er ekki bládröfnótt eins og eitt „hérlenda“ afbrigðið og kar- töflurnar liggja allar mjög nærri stönglunum, en það er kostur. Fjórða afbrigðið er „Jórvíkur hertogi“ (Duke of York) aflöng; flatvaxin. Gefur mun minni upp- skeru heldur en hinar fyrnefndu en er mjög bráðþroska, og gul á litinn. „Blálandsdrotning“ heitir sú fimta (Edzel Blue). Hún er dökk- blá, hnöttótt, hraust og harð- gerð. Frekar margar undir grasi en sjaldan mjög stórar. Alt eru þettað tiltölulega ný ensk kartöfluafbrigði, sem mjög eru ræktuð hér í álfu, og standa mörgum eldri framar. En af öðrum afbrigðum, sem vel hafa reynst má nefna „Roga- landskartöflur“, tvö afbrigði, annað rautt hitt hvítt. Og enn- fremur „Sex vikna kartöflu". Valið útsæði af þessum fram- Nýkomið miklar birgðir af beislisstöngum. Verð: járnstangir tinaðar 4.50 og 6.00 stálstangir nikkel. 6.00 0g 8.00 nýsilfurstangir 11.00 og 15.00 Ágæt teymingarmél á 0.50 og 1.00. Svipur karla og kvenna selj- ast mjög ódýrt. SLEIPNIR, Laugaveg 74. Heildsala. Smásala. Símnefni: Sleipnir. Sími 646. * .............................% B. P. KALMANN hæstaréttarmálaflutningsmaður. JÓN ÓLAFSSON cand. juris. Málflutningur, skuldainnheimta. Hafnarstræti 15. Rvík. Ágæt hnakkavirki, spaðalaus kr. 12,75, spaðavirki, með dýnu- skrúfum kr. 16,50. Afgreiðslu- tími fyrir þá sem vilja taka beint frá útlöndum ca. 3 mánuðir. SLEIPNIR, Laegaveg 74. Heildsala. Imásala. Símnefni: Sleipnir. Sími 646. SKOTVOPN. Haglahyssur, einhl.; verð frá kr. 45,00 til 90,00; tvíhleyptar frá kr. 85,00 til 160,00. Rifflar, Cal. 22. (6 mm.) frá 16.50 til 34.00. Fjárbyssur á kr. 12.00, 14,50 og 18,00 (MAUSER). Skotfæri allskonar hleðslutæki og hroinsunartæki, nýjar birgðir. Mest úrval. Lægst verð. Sendið pantanir sem fyrst. Sportvöruhús Reykjavíkur. Lfðliásliiljiii á Fpá „Fana folkehögskule“) Vetrarnámsskeið fyrir pilta og stúlkur í 6 mán. frá 3. okt. Námsskeið fyrir stúlkur apríl —júní. Nánari greinargerð hjá Martin Birkeland, Store-Milde, Noregi. annefndu afbrigðum verður selt á 30 aura hvert kílógr. og verða pantanir að koma til undirritaðs sem ,fyrst. Flutningsgjaldið er kr. 2.80 fyrir hver 100 kilogr. (eða minna). Væri því hentugt ef að nágrannar gætu sameinað pantanir sínar. Verður svo af- greitt við fyrsta tækifæri og sent gegn eftirkröfu. Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjumaður. ----0---- Sjó- og bruna- vátryggíngar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjórí 308 Vátryggið hjá íslensku félagí. Bókaineiiii: Fyrir fimm krónur sendi eg: Rökk- ur frá upphafi (fimm árganga), með sögum og myndum og II. og III. árg. Sunnudagsblaðsins með sögum og fjölda mynda. Fyrir tíu krónur sendi eg: Hið sama og lofað er fyrir fimm krónut og að auki: Ljóðaþýðingar Stgr. Th. I. með mynd í skrautbandi, 13 arka bók, Æfintýri íslendings, sögu frá New York, Útlagaljóð og Redd- Hannesarrímu Stgr. Th. Fyrir fimtán krónur sendi eg: Hið sama og lofað er fyrir tíu krónur og að auki: Æfintýrabókina, Sawitri og Sakúntölu og bæði heftin af Greif- anum frá Monte, Christo, sem út eru komin. — Allar bækurnar, nema tvær, eru í sama broti og Steingríms- ljóðmæli, og á samskonar pappír, alls um fimtán hundruð hlaðsíður. Bækurnar fást með þessum kjörum því að eins, að þær séu pantaðar beint frá útgefanda og peningar fylgi pöntun. Eru þær þá sendar um hæl á næstu höfn eða bifreiða- viðkomustað (á Suðurlandsundir- lendi) við pantanda, honum að kostnaðarlausu. Bækurnar eru boðn- ar með þessum kjörum til þess að hraða útgáfu rita Steingríms Thor- steinssonar og skemtisögunnar frægu, Greifans frá Monte Christo. þetta er tvímælalaust besta tilboð um bóka- kaup sem boðiðliefir verið hér á landi landi í langa tíð, enda stendur það aðeins til 1. nóv. þ. árs og ,verður pöntun þá að vera komin útgefands. í hendur. Ofannefndar bækur fást einnig hjá allflestum bóksölum með áður auglýstu bókhlöðuverði. — Áhersla lögð á fljót og ábyggi- leg viðskifti. NB. Sendið ekki peninga í al- mennu bréfi. Axel Thorsteinsson, Garðastr. við Hólatorg. Pósthólf 956. Ritstjóri Tryggvi Þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.