Tíminn - 30.08.1927, Qupperneq 4
144
TlMINN
Kaupum hæsta verði
saltaðar gærur, kýr-, kvígu-, nauta, og bola-húðir.
Einnig söltuð kálfskinn.
Móttaka í Austurstræti 3 og Smiðjustíg 11A.
SútunaFverksm. Jóns J. Brynjólfssonar.
Eðlisfræðis-áhöld,
sem vera ættu í hverjum góðum barnaskóla.
1. Nokkrir teningssentimetrar úr ýmsum málmum, trje og
korki, til ákvörðunar á eðlisþyngd. 2. Lóðakassi, með lóðum frá 1
til 500 g. 3. Vog með jafnvægisstöng, 6 kúlulóðum og 3 voga-
skálum, ein þeirra með krók aðneðan. 4. Fast og laust hjólald
(trissa) með litlu lóði. 5. Áhald, er sýnir þrýstingu í vökvum.
6. Ahald til að sýna Arkimedeslögmál á hlutum, þyngri en vatn.
7. Glerstaukur með hliðarhana og mæliglasi til að ákveða eðlis-
þyngd hluta, sem léttari eru en vatn. 8. Fjögur tengd rör á fæti.
9. Fjórar tengdar hárpípur á tréfæti. 10. 2 Toricellis rör. 11.
Ein flaska af kvikasilfri, Vt kíió. 12. Kvikasilfurskanna úr járni.
13. Bein sogpípa með höldu. 14. Bogin sogpípa, hver armur 30
sm. 15. Sogdæla úr gleri, 35 sm. löng. 16. Þrýstidæla úr gleri,
35 sm. löng. 17. Tvær fágaðar glerplötur með járnhaldi, 9. sm„
þverm. til að sýna samloðun. 18. Áhald til að sýna útþenslu fastra
hluta, kúla og hringur. 19. Látúns- og járnstengur samfastar, til
að sýna mismun á þenslu fastra hluta. 20. Áhald til að sýna
hringrás vatns við upphitun. 21. Prisma úr kristalgleri, 12 sm.
löng. 22. Brennigler, 55 mm. þverm. 23. Dreifigler, 55 mm. þverm.
24. Skuggamyndavéi með linsu, spegli, mattskífu og hreyfanlegri
hlíf, 21 sm. að lengd.- 25. Glas með járnsvarfi. 26. Segulstöng, 17,5
sm. 27. Skeifusegull, 15 sm. 28. Segulnál á gráðuskífu, má nota
sem galvanometer. 27. Áttaviti í kassa. 30. sívöl glerstöng. 31. Sí-
völ ebonitstöng. 32. 2 þurrir straumvakar, 1,6 volt hver. 33. Raf-
segull með skrúfklemmum. 34. Rafmagnsbjalla. 35. Tilheyrandi
straumrofi (fjaðralykill). 36. 3 volta glóðarlampi.
Áhöld þessi kosta nálægt kr. 250.00. Hefi ennfremur leitað
tilboða og samið við trésmíðaverksmiðju um smíði á skáp, til
þess að geyma í áhöldin.
Bókaverslun Guðm. Gamalielssonar.
til stjórnarinnar.
Vegna þess að Framsóknar-
flokkurinn hefir ekki meiri hluta
á þinginu, varð hann að fá hlut-
leysisyfirlýsingu hjá öðrum and-
stæðingum íhaldsstjórnarinnar,
til þess að hægt væri að mynda
ráðuneyti. Gunnar Sigurðsson 2.
þingmaður Rangæinga lofaði
hlutleysi og eins þeir þingmenn
Alþýðuflokksins, sem staddir voru
í Reykjavík. Stjórn Alþýðusam-
bandsins samþykti eftirfylgjandi
yfirlýsingu.
„Þrátt fyrir það, að sambands-
stjórnin telur það miður ráðið og !
ekki samkvæmt venjulegum lýð- j
ræðisreglum að kalla ekki saman j
þing til þess að mynda ráðuneyt- j
ið, lýsir hún yfir því, að hún tel- 1
ur ekki rétt að spyma fæti við j
því, að Framsóknarflokkurinn I
myndi stjórn eins og komið er.
Ákveður því sambandsstjómin að
láta hlutlausa fyrst um sinn
stjórn, sem Tryggvi Þórhallsson
myndar, og felur þingmönnum Ai-
þýðuflokksins, þeim, sem hér eru
staddir, að lýsa yfir þessu við
Tryggva Þórhallsson, svo fljótt,
sem þykir hlýða“.
Síðan afhentu þingmenn Al-
þýðuflokksins Tryggva Þórhalls-
syni hlutleysisyfirlýsingu. Enn-
fremur flutti Alþýðublaðið 26.
ágúst þessa yfirlýsingu.
„Alþýðuflokkurinn hefir engin
skilyrði sett fyrir hlutleysi sínu
og engin áhrif haft á mannaval
í ráðuneytið, enda er loforðið um
hlutleysi alls ekki tímabundið“.
Hér er rétt skýrt frá, og geta
allir séð hvílíkan ósannindavaðal
íhaldsblöðin fara með, er þau
halda því fram, að jafnaðarmenn
hafi ráðið miklu um skipun
stjórnarinnar. Hér var aðeins
farið eftir alþjóða þingræðisregl-
um. Án hlutleysis Alþýðuflokks-
ins hefðu hvorki Framsóknar-
né íhaldsmenn getað myndað
ráðuneyti.
-o
Svo sem mörgum mun kunn-
ugt, hefir Samband ísl. barna-
kennara með höndum útgáfu á
nýjum íslandsuppdrætti, sem
fyrst og fremst á að verða skóla-
kort. Kort þetta er hæðaupp-
dráttur, eða landslagsuppdráttur,
með hæðalitum og hafdýpislitum;
kortið er gert eftir frumdrætti
Samúels Eggertssonar, en hann
hefir unnið það saman eftir lands-
uppdráttum herforingjaráðsins
aanska, svo sem til vanst, en
leiðrétt hálendisuppdrátt Þor-
valds Thoroddsen eftir öllum
nýjum og áreiðanlegum heimild-
um, sem fengist gátu. Kortið er
teiknað, lagfært og prentað hjá
herforingjaráðinu danska, og
verður öll gerð þess vönduð, svo
sem verða má.
Góðir menn hafa verið með í
ráðum um kortið, og ber fyrst
að nefna þá Bjarna Sæmundsson,
helst um alt það, sem sjónum
við kemur, Ögmund Sigurðsson,
og er einkum farið eftir Islands-
lýsingu hans í landafræði Stein-
gríms Arasonar um nafnaval á
skölakortinu, Pálma Hannesson
náttúrufræðing, sem mikið hefir
unnið að kortinu úti í Höfn.
Svo er ráð fyrir gert, að kort-
ið verði prentað á þennan hátt:
1) skólakort, með allmörgum
nöfnum á sjó og landi; 2) skóla-
kort nafnalaust, en eins og hitt
að öðru leyti; 3) kort með sömu
litum og hin, en með eins mörg-
um táknum og nöfnum og fært
þykir, vegum o. s. frv.
Útkoma kortsins hefir dregist
lengur en til stóð, og valda því
ýmsar tafir. Nú er verkinu svo
langt komið, að í haust mun
verða fullgert skólakortið með
nöfnum, vonandi svo tímanlega,
aÚ þeir skólar geti fengið það í
tæka tíð, sem þess óska. Kortið
mun kosta 20—25 kr. sett upp á
kefli og vel frá gengið. Mæli-
kvarðinn er 1: 500000, og er það
því góðum mun stærra en upp-
dráttur Þorvalds; líka nær þessi
lengi’a út á hafið.
Til þess að engin töf þurfi að
verða á sendingu kortsins tii
þeirra skóla, eða einstakra manna,
sem vilja fá það sem fyrst, óska
útgefendur eftir því, að pantanir
á kortinu verði sendar hið fyrsta,
og verður það þá sent með póst-
kröfu. Pantanir má senda með
þessari utanáskrift:
Samband íslenskra barnakennara
Pósthólf 616, Reykjavík.
----o----
Gunnhiidur drotning
heitir bók eftir Friðrik Ásmunds-
son Brekkan sem bókaverslun
Þorsteins M. Jónssonar á Akur-
eyri hefur gefið út nýlega.
Frikrik Á. Brekkan er einn
hinn efnilegasti rithöfundur okk-
ar, af þeim sem nú dvelja fjarri
fósturjörðinni og rita bækur sín-
ar á erlendu tungumáli. Mér virð-
ist hann vera einna íslenskastur
þeirra, þrátt fyrir mjög langa
dvöl ytra. Hann hefir hingað til
einkum valið sér viðfangsefni úr
fomsögunum og leyst þau vel af
hendi.
Gunnhildur drotning og aðrar
sögmr bera með sér að höfundur
þeirra er gæddur prýðilegri frá-
sagnargáfu, — en það hefir löng-
um verið höfuðíþrótt Islendinga
— og hann hefir auðsjáanlega
aflað sér víðtækrar þekkingar á
sögu og menningu Norðurlanda.
Persónulýsingar hans eru þrótt-
miklar og skýrar.
Sex sögur eru í bók þessari og
les maður þær allar með ánægju.
Fyrsta sagan er um Gunnhildi
konungamóður og varpar hún
björtu Ijósi yfir skapferli hennai’
og dregur upp glöggar myndir af
lífi Norðmanna og Finna á þeim
tímum er hún var uppi. — Þá
er smásaga um Ölvi bamakarl,
Djáknann á Myrká og Árna Odds-
son. Er í þeim öllum vel sagt frá
og læsilega; — gætir þó óná-
kvæmni á einstöku stað, (t. d. er
Árni talinn einkasonur Odds
biskups). Og ágæt er síðasta
sagan um bræður tvo, sem báðir
unnu einni konu og veröldin varð
of þröng.
Bók þessi er hin fyrsta sem
Friðrik Á. Brekkan gaf út og var
þar vel af stað farið og á Þ. M.
Jónsson þakkir skilið fyrir að
hafa gefið hana út. Steindór
Steindórsson hefir séð um þýð-
inguna og málið er lipurt og létt.
Síðasta sögubók Friðriks heit-
ir „Bróðir ylfinganna“ og eru að-
alpersónur sögunnar Bróðir vík-
ingur og Kormlöð drotning. Ber
þessi síðasta bók hans ekki síður
með sér hve laginn höfundurinn
er að segja frá og tekst honum
upp við að lýsa hinum stórfeng-
legu persónum sem Njála rétt
nefnir á nafn. Frásögnin snertir
á nokkrum stöðum viðburði sem
getið er um í Njálu og höfundi
tekst það fimlega, án þess að
koma nokkurnstaðar með þurra
endursögn. Er vel lagt út af því
efni þegar sögufróðir íslendingav
hafa ánægju af lestrinum. Sagan
gerist þar sem norrænir víkingar
fóru — en þeir komu víða við.
Eg] vildi óska þess að Þorst. M.
Jónsson sæi sér einnig fært að
láta þýða og gefa út þessa bók.
En Þorsteinn M. Jónsson hefir
sýnt það, þennan skamma tíma
sem hann hefir við bókaútgáfu
fengist, að honum er trúandi fyr-
ir þeirri starfsemi.
Ragnar Ásgeirsson.
----o----
Útkoma Tímans hefir dregist
vegna stjómarskiftanna. Lesend-
ur eru beðnir afsökunar.
Dómur er nýfallinn í máli því,
sem Gísli Jónsson vélstj. höfðaði
gegn Magnúsi IVIagnússyni ritstj.
Storms. Voru ummæli M. M.
dæmd dauð og ómerk og hann í
50 kr. sekt og málskostnað.
Símtöl fara nú fram milli hinna
fjarlægustu staða og er sífelt
verið að bæta tækin. Samband er
t. d. milli London og New York,
milli Berlin og Buenos Aires.
Hvenær skyldu austur- og vest-
ur-íslendingar geta talast við i
síma?
Hæstiréttur hefir kosið Lárus
II. Bjarnason forseta réttarins til
eins árs í stað Eggerts Briem.
Talsverð úrkoma hefir verið
víða um land síðustu dagana.
Síldveiði er allmikil ennþá.
Nokkrir togaiar eru farnir á
veiðar, bæði salt- og ísfiski.
Jóhannes Jósefsson, íþrótta-
maðurinn frægi, sem dvalið hefir
langdvölum erlendis, ætlar nú að
setjast að í Reykjavík.
Kvikmyndaleikhúsin og móður-
málið. Fyrir skömmu var það vítt
í Tímanum að myndaskýringar
væru altaf á dönsku og síðan var
talað um þetta á bæjarstjórnar-
fundi, og fanst mörgum bæjar-
íulltrúum þessi tilhögun vera
! óhæfa, eins og rétt er. Vonandi
bæta eigendur kvikmyndahúsanna
ráð sitt hið bráðasta, og láta
prenta texta myndanna á ís-
lensku.
Leiðréttingar. I greininni „Mikl-
' ir möguleikar“, í síðasta tölublaði
eru allmargar prentvillur og vil
eg biðja menn að athuga þessar
á öftustu síðu blaðsins: I fremsta
dálki 4. 1. o.: „jarðræktun“ les
jarðþrælkun; í 23. 1. o.: helming-
ur heyjanna“ les: helmingur
heyjanna að fóðurgildi; í 53. 1. o.
„Fyrir öll hús“ les: Fyrir öll tún.
I öðrum dálki 24. 1. n.: „og um
leið arður“ les: og um leið vex
arður; í 14. og 13. 1. n.: „málið
betur, munu“ les: málið, þess
betur munu. Aðrar prentvillur í
greininni munu menn lesa í mál-
ið. M. S.
Góður vöxtur. I þessari viku
sendi Árni bóndi Einarsson í
Múlakoti í Fljótshlíð mér 9 kar-
töflur sem allar voni undan einu
Ágæt hnakkavirki, spaðalaus
kr. 12,75, spaðavirki, með dýnu-
skrúfum kr. 16,50. Afgreiðriu-
tími fyrir þá sem vilja taka oeint
frá útlöndum ca. 3 mánuðir.
SLEIPNIR, Laogaveg 74.
Heildsala. ; Imásala.
Símnefni: Sleipnir. Sími 646.
íil keiiíiara 09 Mé.
Fyrir haustið kemur á mark-
aðinn ný útgáfa af II. hefti af
íslandssögu Jónasar Jónssonar
frá Hriflu. Sömlueiðis lítil lestrar-
og kenslubók í mannkynssögu
eftir sama höfund. — Utanáskrift
útgáfunnar: Bókafélagið, Sam
bandshúsið, Reykjavík.
Mikið úrval af ágætum legg-
hlífum seldar með mikið lækkuðu
verði.
SLEIPNIR, Laugaveg 74.
Iieildsala. Smásala.
Símnefni: Sleipnir. Sími 646.
grasi og vógu samtals 1270 gr.
(rúml. 21/2 pund). Var hin
stærsta þeirra 220 gr„ en hin
yfir 100 gr. Kartöflur þessar voru
yifr 100 gr. Kartöflur þessar voru
af „Eyvindar“-afbrigðinu (Kerrs
Fink), sem nú hefir náð tals-
verðri útbreiðslu á handi hér og
víðast reynst prýðilega. R. Á.
Óveður mikið var fyrir norðan
á laugardaginn var. Urðu víða
miklar skemdir, einkum á Siglu-
firði, bryggjur brotnuðu og sjáv-
arflóð gekk yfir götur bæjarins.
Sum skip mistu síld og veiðar-
færi útbyrðis og norskt skip,
,.Fiskeren“, fórst fyrir Melrakka-
sléttu. Skipshöfninni var bjargað.
-----o----
Síðustu símfregnir.
Símað er frá Dublin, að Cos-
gravestjórnin hafi ákveðið að
sitja ekki við völd með aðeins eins
atkvæðis þingmeirihluta og hafi
því rofið þingið. Nýjar þing-
H.f. Jón Sifmnndam fk Co.
Trúlofunar-
hring'arnir
þjóðkunnn, úrval af
steinhringum, skúf-
hólkum og
svuntuspennum,
margt fleira. Serh
með póstkröfu útum land,ef óskað ci.
Jón Sigmundsson, gullsmiður
Sími 383 — Laugaveg 8
Pilsner
Best. — Odýrast.
Iimleut.
MARTHA SAHL’S
HU SHOLDNIN GSSKOLE
Helenevej 1 A, Köbenhavn V.
Dag- og Aftenkursus beg. til
Jan., April 0g Septbr. Elever op-
tages med og uden Pension.
Progi'. sendes. Statsunderst. skal
söges inden 15. Juni og 15.
Decbr.
Nýkomið miklar birgðir af
beislisstöngum. Verð:
járnstangir tinaðar 4.50 og 6.00
stálstangir nikkel. 6.00 og 8.00
nýsilfurstangir 11.00 og 15.00
Agæt teymingannél á 0.50 og
1.00. Svipur karla og kvenna selj-
ast mjög ódýrt.
SLEIPNIR, Laugaveg 74.
Heildsala. Smásala.
Símnefni: Sleipnir. Sími 646.
Tapast hefir hestur leirljós að
lit, mark: Hófbiti aftan vinstra.
Þeir sem verða varir við hest
þennan, eru vinsamlega beðnir að
koma honum til skila eða gera
viðvart.
Arnarstöðum í Arnessýslu
15. ágúst 1927.
Kristján Þorbergsson.
Söðla- og aktygjaleður, sauð-
skinn (sútuð) allskonar strigi,
hringjur af öllum tegundum,
saumur, saumgam, strenginga-
borði, gjarðaborði, taumaborði,
aktygjaklafar, aktýgjabogar og
önnur aktygjajám og yfir höfuð
alt smátt og stórt til söðla- og
aktýgj asmíðis verður framvegis
útvegað söðlasmiðum fyrir lægsta
verð. Fyrsta flokks vörur sem
og áreiðanleg afgreiðsla.
SLEIPNIR, Laugaveg 74.
Heildsala. Smásala.
Símnefni: Sleipnir. Sími 646.
Fatapoki tapaðist kvöldið 7.
ágúst frá Kömbum að Lögbergi.
Finnandi geri aðvart eða skili
gegn fundarlaunum til efnisvarð-
ar landssímans, Klapparstíg 2,
sími 687, Reykjavík.
kosningar fara fram um miðbik
septembermánaðar.
Símað er frá London, að Frakk-
ar og Englendingar hafi komið
sér saman um að fækka setulið-
inu í Rínarbygðunum um tíu þús-
und. I setuliðinu eru nú 70 þús.
áður en fækkunin verður.
Ritstjóri Hallgr. Hallgrímsson.
Prentsmiðj an Acta.