Tíminn - 24.09.1927, Page 3

Tíminn - 24.09.1927, Page 3
TlMINN 161 ir, enda var Norðtunga annálað myndarheimili. Óvíða á landinu mun hafa verið jafngestkvæmt og í Norðtungu, og allir þeir mörgu menn, sem kyntust Ingibjörgu sálugu munu minnast hennar með virðingu og þakklæti. Prjöuauámssbeið fer fram í Reykjavík í haust eins og undanfarin ár. Leiðrétting. I heiðruðu blaði yðar, þ. 17. þ. m., er í grein síra Björn Þor- lákssonar — „Bannlögin og lækn- amir“ — talið, að fulltrúi frá Rauðakrossfélaginu hafi tekið þátt í stofnun Bannbandalagsins. Þetta er mishermt. Rauði kross Islands hefir ekki átt tilhlutun að umræddri félagsstofnun. Gunnlaugur Claessen, p. t. form. Rauða kr. íslands. Kent verðui' að prjóna á prjónavélar, þar á meðal hinar heimsfrægu „Claes“-prjónavélar, sem eg hefi umboð fyrir og sem alþektar eru hér á landi. Kenslan hefst um mánaðamótin september og október og stendur yfir til áramóta og ef til vill lengur. Hverjum nemanda eru ætlaðar 120 kenslustundir, en þeir geta fengið skemmri tíma eða lengri, eftir þörfum og .samkomulagi; einnig má það vera eftir ástæðum nemanda, hve margar kenslustundir þeir taka á degi hverjum. Námskeiðið leggur til vélar þeim er þurfa, en nemendur leggja til band og eiga vinnu sína sjálfir. Frú Valgerður Gísladóttir hefir á hendi yfirumsjón með kenslunni eins og að undanförnu. Þeir sem hafa í hyggju að nota þetta tækifæri, til að læra að fara með prjóuavél, geri svo vel og tilkynni þátttöku sína eða sendi umsóknir í verslun mína sem fyrst. Svar. Eg hefi í 41. tölublaði Tímans sagt, að Bannbandalag hefði ver- ið stoínað 22. 8. 1926 með fulltrú- um frá og leiðtogum og leiðbein- andi mönnum í 12 fylkjum, er þar eru nefnd. í þessu fólst þó ekki fuilyrðing frá minni hálfu um það, að öli þessi félög hefðu seinna gengið í Bannbandalagið. Björn Þorláksson. -----o---- Seljið ekki alla ullina út úr landinu, vinnið úr henni nærföt, sokka, peysur, sjöl og fleira. Góð prjónavél er hið mesta þarfaþing og nauðsynleg eign á hverju sveitaheimili, ekki síður en skilvinda. Jeg hefi ávalt til þær bastu prjónavélar, sem hingað flytjast sem sé „Claes“-prjónavélar. — Þær hafa verið í stöðugri notkun hér á landi í yfir 40 ár og hlotið einróma lof allra notenda. Ennfremur hefi eg nú til afbragðsgóða tegund af Hringprjónavélum (Sokkavélum) eru þær mjög einfaldar í notkun og þægilegar í allri meðferð og ódýrar. Tveir skóiar. Ef þér hafið í hyggju að eignast góða prjónavél þá gerið svo vel og leitið upplýsinga hjá mér; öllum fyrirspurnum verður greiðlega svarað og pantanir afgreiddar um hæl. Sigurður Greipsson, fræknasti maðurinn af þeim sem nú stunda íslenska glímu hér á landi hefir nú efnt til íþróttaskóla í Hauka- dal. Það er í einu djarft teflt og lofsamlegt fyrirtæki. Til þess þarf mikinn kjark af því að sú leið að reka íþróttaskóla upp í sveit er eins og nú hagar til, miklu líklegri til að valda for- stöðumanni fjártjóni, en fjár- gróða. Hinsvegar er engin leið til að íþróttaiðkanir hinnar yngri kynslóðar nái þroska og festu, nema með því eina móti, að byrja á byrjuninni og feta sig síðan áfram til meiri fullkomnunar. Sigurður Greipsson er ekki ein- göngu mikill glímumaður. Hann er líka mjög vel að sér um aðrar íþróttir. Síðastliðinn vetur var hann á hinum nafntogaða íþrótta- skóla í Ollerup. Önnur nýjung hefir orðið við- víkjandi skólahaldi ungmenna í sveitum. Nú í sumar tók Ludvig Guðmundsson við forstöðu Hvít- árbakkaskólans. Hefir skóli sá átt erfitt uppdráttar, en.þó haldið lífi sökum fómfýsi nokkuri'a áhuga- samra bænda í héraðinu. Hins- vegar hefir skólinn haft lítinn og ekki heppilegan húsakost. Komið hefir til orða að; leiða heitt vatn heim að Hvítárbakka, en það er löng og dýr leiðsla. Verður senni- lega fremur horfið að því ráði að færa skólann á hverajörð ofar í héraðinu. Ludvig Guðmundsson er kunn- ur maður fyrir dugnað sinn í fé- lagsmálum stúdenta. Hann hefir átt mestan þátt í því að koma upp mötuneyti stúdenta, og safna fé í stúdentaheimili. Jón Magnús- son setti hann kennara við menta- skólann, þegar dr. Helgi Jónsson féll frá, og þótti hann þar fyrir- takskennari. Má búast við að Hvítárbakkaskólanum taki nú að ganga betur, en verið hefir. Én sérstaklega mundi Lúðvíg Guð- mundsson geta stutt skólamál héraðsins óvenjumikið, ef til þess kemur að flytja stofnunina á nýjan stað. Ilann er reyndur að óvenjulegum dugnaði við að koma skipulagi á slíka fjársöfnun og framkvæmdir. J. J. ---o--- St. G. Stephánsson. í nýútkominni Heimskringlu er skýrt frá andláti og útför St. G. Stephánssonar. Hann hélt nokk- urnveginn heilsu og kröftum fram H.f. J6n Sigmundsson & Ce illur og alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfholkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsaon gullsmi!5ur. Sími 888. — Laugaveg 8. Saumavélar stignar og handsnúnar. Fjölbreytt úrval. Magnús Benjaminsson & Co., Veltusund 3. að andlátinu, en dó skyndilega af heilablóðfalli. Útförin fór fram heima sunnu- daginn 14. ágúst og hófst laust upp úr hádegi. Var þar fjöl- menni mikið saman komið, alt bygðafólkið íslenska og auk þess fjöldi innlendra manna og kvenna úr smábæjunum þar í grendixmi. Lengra að voru nokkrir Islend- ingar komnir: frá Red Deer, Cal- gary, Wynyard, Elfros og Winni- peg. Eftir ósk hins látna og ættingj- anna var fylgt greftunarsiðum hinnar Unitaiisku kirkju. Ræður iíuttu síra Rögnv. Pétursson frá Winnipeg, síra Friðrik A. Frið- riksson frá Wynyard og sira Pét- ur Hjálmsson frá Markerville. Auk þess ílutti enskur Presbytera prestur, er þar var stariHni', Rev. Mr. Gray frá Markerville, nokkur orð fyrir hönd hinna ensku sveit- unga. — Líkið var jarðsett í ætt- argrafreit fjölskyldunnai', á norð- urbakka Medieine-árinnar í tæpr- ar mílu fjarlægð frá heimilinu. Liggur reiturinn inni í fögru skógarrjóðri nær miðbiki bygðar- innar. Samúðar og hluttekningar- skeyti bárust frá stjórn íslands, Háskóla Islands, Ágúst Bjama- son prófessor, Árna Pálssyni bókaverði, Baldri Sveinssyni rit- stjóra, Guðmundi Finnbogasyni landsbókaverði, Sigurði Nordal prófessor, frú Theodóru Thorodd- sen og fleirum. W orkt í Danmörku. Slík kvæði skapast naumast inni í afdalnum, þar sem skáldið vantar olnboga- rúm. Og það er engin tilviljun, að íslendingar, sem aldrei hefði fundist neitt til um land sitt, ef þeir hefði ætíð setið heima, hafa orðið eldheitir forsvarar þess og þjóðar sinnar gegn smánaryrðum útlendinga erlendis. — II. ísland er enn þá lítt bygt, þótt það sé löngu numið. Hvað höf- um vér landsmenn annars gjört því til góða? Hvað er nú orðið okkar starf í nærri því 1100 sumur? Skógum landsins höfum vér eytt. Holtin höfum vér látið blása upp. Þegar vér tölum um Bláskóga og Bláskógaheiði, þá eru það óeiginleg orð. Og aldrei mun Island verða alskrýtt skógi, eins og sagt er, að það hafi ver- ið í fornöld. En þær skógarleifar, sem enn eru til, á að varðveita af alefli. Þær eiga að minna oss é gæði þessa lands, sem ekki hef- ir verið nægur sómi sýndur. Þær eru minnisvarði fomrar gróður- sældar. Og Islendingar sjá sér til mikillar raunar, að þar sem aðr-. ar þjóðir ruddu mörkina og breyttu landinu samtímis í akur, eyddist skógurinn hér og landið lagðist í auðn. — En saga skóganna á Islandi þarf ekki að vera oss neitt rauna- efni. 1 ræktun landsins verðum vér að haga oss eftir loftslagi og öðrum staðháttum. Fyrir innan gluggarúður geta menn tjaldað erlendu blómskrúði, en úti í ís- lensku vornæðingunum deyr alt nema það, sem vaxið er úr vor- um eigin jarðvegi. Og fyrir það eitt eigum vér að lifa. Danir geta sungið lof um beykiskóga sína, sem þeir dást að og miklast af.En Islendingar eiga unffram alt að vegsama mosann og taka starf- semi hans sér til fyrirmyndar.- Það er mosinn, sem aldrei gefst upp. Hann klifrar upp brattar fjallaskriður og breytir naktri urðinni í græna breiðu, sem verð- ur að jarðvegi og gróðurmold fyrir grasfræin, sem kunna að berast þangað. Starfsemi hans minnir á starf- semi hins íslenska bónda, sem verður að láta sér nægja að sjá jarðræktarstarf sitt þokast hægt áleiðis og skila því hálfunnu í hendur niðjum sínum. Ef þeim auðnast að leiða það til farsæl- legra lykta, er hann umfram alt sáttur við tilveruna eins og mos- inn, sem lifir og deyr fyrir það, sem síðar kemur. — III. Það voru norrænir víkingar, sem fyrstir manna vöktu athygli á þessu landi. Eg hefi áður minst lítillega eins þessara manna, Hrafna-Flóka Vilgerðarsonar. Hann var sá þriðji í röðinni, sem sté hér á land og fyrsti maður norrænn, sem fór hingað af fús- um vilja. Kynni Hrafna-Flóka af landi voru eru svo merkileg í öllu tilliti, að eg verð að leyfa mér að víkja hér nánara að þeim. Landnáma lýsir þeim m. a. svo: „Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiðafjörð og tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörður, við Barðaströnd. Þá var fjörðurinn fullur af veiðiskap, og gáðu þeir eigi fyrir veiðum að fá heyjanna, og dó alt kvikfé þeirra um vetur- inn. Vor var heldur kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum, því kölluðu þeir landið Island, sem það hefir síðan heit- ið“. I þessari stuttu frásögu er fólgin heil opinberun. Hún er sí- gild lýsing á landsháttum vorum og varpar jafnframt ljósi yfir togstreitu Islendinga nú á síð- ustu tímum, sem er að verða geigvænleg. — Tveir höfuðat- atvinnuvegir vorir, landbúnaður og fiskveiðar, skifta þjóðinni nú orðið í tvo meginflokka. Þessa gætti ékki eins fyrr á tímum, þegar báðir þessir atvinnuvegir voru reknir af sömu mönnum. En þessar atvinnugreinar eru geysi- ólíkar. Fiskimiðin, ein hin bestu í heimi og eftirsótt af öðrum þjóðum, lofa gulli og grænum skógum, ef vel lætur, en stundum bera menn þar minna en ekkert úr býtum. Þennan atvinnuveg hafa menn lært að starfrækja á síðustu tímum og það að þeim mun, að margir hafa hans vegna horfið til kauptúna og skilist við sveitir og landbúnað. Um margar aldir hafa fiskimiðin og fólkið beðið eftir bættum útveg. Þegar I fólkinu leiddist að bíða og alt var að fara í kalda kol, tók það til bragðs að fara til Vesturheims og stofna þar nýtt landnám. Til allrar hamingju stöðvaðist það flóð innan skamms. Þá kom röð- in að Reykjavík, sem verða skyldi umfram alt verslunar- og fiskibær. Nú hafa íslendingar eflt þennan bæ til höfuðstaðar og fólkinu hefir fjölgað þar gífur- lega. Þetta er æskilegt, ef það er skoðað án orsaka og afleiðinga. En hitt liggur í augum uppi, að meðan Reykjavík er talin til Is- lands og Reykvíkingar til íslend- inga, verða hlutföllin milli alls þessa að haldast nokkum veginn í réttu horfi. 1 Reykjavík er nú búsettur meira en Vs hluti allra landsbúa. Og nokkuð stórt mannshöfuð mundi það þykja, sem væri meira en V5 bolsins að þyngd og fyrirferð. Menn kunna að segja, að Reykjavík varði ekk- ert um sveitirnar og sveitirnar ekkert um Reykjavík. Hvort- tveggja geti vaxið og viðgengist án tillits til hins. Svo taia þröng- sýnir menn, sem skortir ást á landinu í heild sinni. Menn sem eru blindir fyrir framtíð þess, en festa hugann við makræði og stundarhagnað. Hrafna-Flóki kemur hingað öllu ókunnugur. Hann hefir með sér kvikfé og hygst að nema hér land. En fjörðurinn, sem er fullur af fiski, villir honum sýn. Hann sér aðeins stundarupp- gripin. Afleiðingin er sú, að hann gleymir að afla heyja og missir bústofn sinn. Svo kemur hafísinn og vorharðindin, sem hinir ís- lensku bændur hafa barist við öld eftir öld. Og hvað skeður? Landnámsmaðurinn missir ást sína á landinu og trúna á fram- tíð sína hér. Og hann leysir land- festar og flýr til Noregs, eftir að hafa valið þessu landi rangnefni, sem vér höfum orðið að búa við til þessa dags. Og nú kem eg að; því, sem er höfuðatriði þessa máls. — Eigurp, vér núlifandi Islendingar, sem höfum hér um bil 11. alda kynni af þessu landi að feta í fótspor hundheiðins víkings, sem var hér öllu ókunnugur og afrækja svo annan atvinnuveg vorn, að ís-. lensku sveitalífi sé hætta búin? Eigum vér að gerast andlegir frændur Hrafna-Flóka ? Nú hverfa menn ekki lengur til Noregs eins og Hrafna-Flóki, ef eitthvað bját- ar á, en í stað þess til fiskiþorp- anna og ef menn dagar þar uppi einhverra hluta vegna, er öll bjargræðisvon úti. — Það er þetta, sem á að vera eitt alvar- legasta umhugsunarefni stjórn- málamanna vorra á komandi ár- um: Að breyta þeirri hlutfalla- skekkju, sem ætlar að sliga meg- inhluta þjóðarinnar. Enda væri það óheyrileg skömm, ef alt ætti að snúast um deilur einar og per- sónulegar meiðingar, eins og virð- ist brydda á með hinum svo- nefndu leiðandi mönnum hér á landi, þegar þjóðinni hefir loks verið ýtt á sæmilegan grundvöll og eitthvað er hægt að fara að

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.