Tíminn - 22.10.1927, Blaðsíða 1
©faíbferi
99 afgret&slumaöur (Timans er
Hannpeig j5orsteins&ótlir,
Samban&sljúsinu, Xeyfjapíf.
^.fgrsibsía
Cimans er i Samban&sfjúsinu.
®pin öaglega 9—(2 f. íj.
Sínti 496.
/
XI. ár.
Reykjavík, 22. október 1927.
47. blað
Fyrir rúmum tuttugu árum síð-
an hófu Islendingar sjálfsbjargar-
viðleitni í siglingamálum. Áður
höfðu siglingar við íslandsstrend-
ur verið algerlega í höndum út-
lendinga, einkum Dana. Þeir voru,
eins og líklegt. var, einráðir um
farm- og fargjöld. Þeir höfðu og
enga sérstaka hvöt, til þess að
vanda íslenskum ferðamönnum
aðbúðina. Drembilæti Dana gagn-
vart íslendingum lifði lengst á
skipunum, þar sem íslendingar
voru ósjálfbjarga. Margir af
skipstjórunum voru að vísu ágæt-
ir menn og jafnan hafa danskir
skipstjórnarmenn hér við land
verið gætnir og farsælir. Samt er
mönnuni enn í fersku minni að-
búð sú, er þeir fyrrum sættu á
dönsku skipunum. Er ýkjulaust
að segja, að líkamleg aðbúð ís-
lenskra farþega var þá litlu betri
en nautgripanna, en andleg aðbúð
lakari.
Með stofnun og starfi Eim-
skipafélags íslands voru íslenskir
sjófarendur dregnir upp úr sorpi
skipalestanna. Um gerð íslensku
skipanna og aðbúð farþega var
fullnægt þeim kröfum, isem um
slíkt eru gerðar, þar sem siðaðir
menn ferðast. Síðan komu Danir
á eftir. Gerðist í því efni svip-
aður söguþáttur og í verslunar-
málunum. Hafa erlendu skipafje-
lögin eigi sízt Sameinaða félag-
ið kappkostað að bæta farkost-
inn og hefur sent hvert skipið
öðru vandaðra til íslandsferða. Er
nú hafin hin stríðasta siglinga-
samkepni milli Eimskipafélags Is-
lands annarsvegar og erlendu fé-
laganna hinsvegar.
Þegar íslensku skipin hófu sigl-
ingar varð það þegar hlutskifti
þeirra að annast siglingar á allar
lökustu og erfiðustu hafnir lands-
ins. Hlutverk félagsins var að
bæta úr sárri þörf siglinga á þess-
ar hafnir. Félagið var eign þjóð-
arinnar og því fremur en erl. félög
bundið skyldu þeirri að sinna al-
mennri kvöð. Hefir nú mjög sótt
í það horf að hin erlendu félög
fleyti rjómann af siglingunum
meðan íslenzku skipin sitja uppi
með erfiðustu siglingarnar og
þær, sem eru sízt arðvænlegar.
Meðan íslenzku skipin stríða við
sjó og vinda á hverri vík og vogi
umhverfis alt land geysast hin
erlendu skip í hraðferðum úti
fyrir nesjum, milli beztu og fjöl-
mennustu hafna landsins. Af
þessum ástæðum sitja þau mjög
fyrir fólksflutningum og flutn-
ingum stærri vöruslatta. Þau eru
og lítt háð töfum þeim og trufl-
unum, er sífeldlega hamlar greið-
um ferðum íslenzkra skipa, sem
eiga fremur við að búa kenjar
fólksins, margvíslegar þarfir þess
og mislyndi íslenskrar veðuráttu
á viðsjárverðum hafnarstöðum.
Allir sjá að hér er ójafn leik-
ur. Þó er ótalinn mesti aðstöðu-
munur E. I. og hinna erlendu fé-
laga. Eimskipafélag Islands er
enn ekki vaxið úr bernsku, hefir
orðið fyrir áföllum og gert
glappaskot (Eimskipafélagshús-
ið). Erlendu félögin eru gróin og
sterk. Myndu þau, sér að meina-
litlu, geta tekið upp þá sam-
kepni, sem riði Eimskipafélagi Is-
lands að fullu. Síðustu atburðir
virðast benda á, að hin keppandi
félög muni hafa fullan hug á, að
ganga af E. I. dauðu. Nefna má
þessi dæmi:
Sameinaða félagið heldur uppi
beinum ferðum milh Stórabret-
lands og Reykjavíkur og býður
farþegum vildarkjör.
Sama félag hefir gert þann
mótleik gegn Hamborgarferðum
E. I., að bjóða flutning á vörum
milli Hamborgar og íslands um
Khöfn gegn sama gjaldi eða
lægra. Vinnur félagið til að kosta
umhleðslu í Khöfn og flutning
milli Ifamborgar og Khafnar úr
eigin vasa, til þess að geta
hnekt siglingum E. I. á þeirri
leið.
Bergenska félagið hefir að sögn
sett fargjöld milli Islands og
Bergen niður um 50%.
Fleira mætti vafalaust telja.
En þetta nægir, til þess að sýna
íullan hug félaganna að láta
kné íylgja kviði og ganga af fé-
lagi Islendinga sjálfra dauðu, ef
þess verður kostur. Og ef Islend-
ingai- láta fara um þessi mál, eins
og verkast vill og leita engra
mótvama, mun þess verða skamt
að bíða, að við hverfum til fyrra
ófremdarástands og verðum að
lúta siglingaánauð erlendra skipa-
félaga.
Pálmi Loftsson 1. stýrimaður
á Goðafossi hefir nýlega hreyft
tillögu, sem á að miða til þess að
tryggja siglingar á erfiðustu
hafnir landsins í framtíðinni.
Tillagan er á þessa leið:
Setja skal lög um hundraðs-
gjald af farmskírteinum og far-
bréfum allra félaga, sem halda
uppi siglingum hér við land.
Gjaldið innheimtist á sama hátt
og stimpilgjöld ríkissjóðs. Fé
það, er þannig greiðist, renni í
sérstakan sjóð, er nefnist Sigl-
ingasjóður Islands. Hlutverk
sjóðsins skal vera það, að
tryggja siglingar á erfiðari hafn-
ir landsins.
Tillögumaðurinn vill þannig
koma því til leiðar, að arður af
siglingum á beztu hafnir lands-
ins gangi að nokkru leyti til þess,
að halda uppi siglingum á hinar
lakari. Slík tillaga er studd af
sögulegri reynslu og óbreytileg-
um staðháttum. Sú þjóðamauð-
syn, er knúði fram stofnun Eim-
skipafélags Islands, knýr jafn-
framt til áframhaldandi öryggis-
ráðstafana í íslenskum sigling-
armálum. Liggur nú fyrir að at-
huga tillögu þessa gaumgæfilega,
finna það er henni mætti til for-
áttu verða, færa hana þá til
betra horfs og hrinda síðan til
framkvæmda.
----0----
Hrakfarir íhaldsins.
Við nýgengnar kosningar i 'Nor-
egi hefir gerst svipuð saga og hér á
landi síðastliðið sumar. þó hafa
hrakfarir íhaldsins í Noregi orðið
miklu stórkostlegri. þar tapaði flokk-
ur hægri manna 23 þingsætum af
54, sem hann hafði áður. Sameinaði
verkamannaflokkurinn hefir nú 59
þingsæti, kommunistar 3, vinstri
menn 30, bændur 26, en hægrimenn
aðeins 31. Er hér einn vottur þeirra
stefnuhvarfa, sem eru að verða með-
al þjóðanna víða um heim. Trúin á
forsjón auðvalds og einstaklings-
hyggjunnar þokar fyrir allsherjarum-
bótaviðleitni í skipulagi og samstarfi
manna. Félagsmenning þróast í stað
einræðis nokkurra stóreignamanna
og valdi burgeisaflokkanna á þing-
um þjóðanna er hrundið af vaxandi
umbótaflokkum í löndunum.
Utan úr heimi.
Tyrkland.
Sú var tíóin að öll Norðurálfan
skalf af hræðslu við Tyrki, en
svo kom hnignunin, þeii- biðu
osigur í hverju stríði, og ná-
grannaríkin tóku af þeim hvert
iandið eftir annað, unz Tyrkland
var kallað „sjúki maðurinn“. Þao
var orðið eitthvert máttlausasta
og verst stjórnaða ríki álfunnar,
og þó sííelt ófriðarefni.
Þegar fulltrúar Tyrkja urðu að
undirskrifa vopnahléssamningana
um borð í enska herskipinu Aga-
memnon 30. okt. 1918, mátti
heita að sjálfstæði Tyrklands
væri úr sögunni. Það var sett
undir fullkomið eftirlit stórveld-
anna og síðan skift sundur milli
sigurvegaranna.
Aðeins iítill hluti af hinu forna
ríki átti að haldast áfram, og
vera þó undir umsjón vestrænna
þjóða; en meðan stjórnmálamenn
Evrópu ræddu um skiítingu
Tyrklands í fundarsölunum í
París, þá skeðu þeir viðburðir
austur í Litlu-Asíu, sem gerðu á-
kvarðanir friðarfundarins að
markleysu einni.
Mústafa Kemal yfirforingi
tyrkneska hersins á Sýrlandi vildi
ekki ganga að friðarkostum
þeim, er Bandamenn settu Tyrkj-
um. Hann vissi sem var að Litla-
Asía var kjami ríkisins, en hann
kærði sig ekki um þó það misti
eitthvað af sjávarhéröðum, sem
ekki var hægt að verja fyrir her-
skipafallbyssum stórveldanna.
Hann kallaði saman einskonai’
þing í Erserum í júlí 1919, og
það samþykti 7. ágúst „þjóðar-
samninginn“, þar sem tekið var
fram hve miklu þjóðin vildi offra
fyrir sjálfstæði sitt og hverjar
kröfur hún gerði til stjómarinn-
ar. Margir fundir voru haldnir
víðsvegai' í ríkinu og samþyktir
gerðar, sem gengu í svipaða átt.
Stjórnin í Miklagarði reyndi að
bæla þessa hreyfingu niður, en
tókst það ekki. Mustafa Kemal
og samherjar hans settu á stofn
einskonar bráðabyrgðastjóm í
Angora, en soldáninn og ráðu-
neyti hans lét ýmist undan kröf-
um stórveldanna, eða reyndi að
halda vináttu við helstu forvígis-
menn þjóðernishreyfingarinnar.
Stórveldin höfðu fengið Grikkj-
um til forráða mikinn hluta
Asíu og grískur her steig í land
í Smyma um vorið 1919. Þá
reyndi tyrkneskur liðsforingi,
Kiasim Bey (síðar hermálaráð-
herra) að hindra landganginn, en
tókst ekki eins og við var að bú-
ast, þar sem Tyrkir höfðu orðið
að láta öll vopn af hendi við sig-
urvegarana. Kiasim gafst þó ekki
upp. Hann safnaði um sig heil-
um hópum af sjálfboðaliðum, sem
vildu verjast ofbeldi Grikkja.
Stjórnin í Miklagarði bannaði
liðsöfnuð Kiasims og lýsti yfir
því að landganga gríska hersins
væri lögleg og réttmæt. En
þjóðin vildi ekki hlýða stjórn-
inni. Mústafa Kemal hóf ófrið
gegn Grikkjum upp á sitt ein-
dæmi og fólkið sameinaðist um
hann. Þjóðernis- og sjálfstæðis-
hreyfingin fór eins og stormbylur
um alt hið tyrkneska ríki. Allir
sem vopnum gátu valdið gerðu
uppreist, en vopnin vantaði, og
nú gerðu Tyrkir það stórvirki,
sem vakið hefir undrun og aðdáun
vesturlandabúa. Á einu ári bjuggu
þeir út fullkominn her með vopn-
um og ílugvélum, úr gömlum
járnbrautarvagnahjólum smíðuðu
þeir véibyssur og alt eftir því.
Hver einasti maður, sem eitthvað
gat, lagði sitt til. Líklega hefir
aidrei sjálfsstæðisþráin gagntekið
nokkra þjóð eins og Tyrki 1920.
Her Grikkja ruddist fram og
vann hvern sigyrinn á fætur öðr-
um, en i september 1922 mætti
hami aöalher Mústafa Kemals við
bæimr Sakhaxia. Þar var barist
í hálfan mánuð. Orustan var ærið
fornaldarleg, því báða aðila skorti
nútímavopn, en hún endaði þann-
ig, að Tyrkir unnu fullkomimx
sigur og her Grikkja tvísti'aðist í
ailar áttir.
Áhrif sigursins urðu mikil.
Soldáninn veltist úr völdum og
fiýði land, en öll þjóðin viður-
kendi Mústafa Kemal, sem hinn
virkilega valdhafa, sem foringj-
ann í baráttunni gegn vesturþjóð-
unum. Framh.
H. H.
■O "
Búnaðarbálkur.
Fellisvarnir.
Síðasthðið vor dó fénaður
manna unnvörpum víða á land-
inu. Einkum urðu að því mikil
brögð á Vestux’landi og á Norður-
landi vestan Eyjafjarðar. Or-
sökin var talin vanfóðrun. Mun
þó eigi verða nema að htlu leyti
um kent hirðuleysi fjáreigenda,
sem var tíðust orsök fjáríelhs í
lanainu til skamms tíma. Orsök-
in var ekki sú, að bændur yrðu
uppiskroppa að heyjum, heldur
reyndust heyin ófuhnægjandi
fóður. Sumarið á undan voni ein-
hverjir megnustu óþurkar. Hey
manna veltust og hröktust til
stórskemda einkum í fyrgreind-
um landshlutum. Þykir sú stað-
reynd svo og vanþrif fjárins
benda á, að heyin hafi orðið fyr-
ir efnatapi og reynst af þeim á-
stæðum hálfónýtt fóður.
Viðleitni íslenzki-a bænda að
i'eka af sér fomt ámæh um fjár-
felli hefir vitanlega beinst í þá
átt að „setja betur á“, sem kah-
að er, — þ. e. að ætla hverri
skepnu nægilegt fóður að vöxt-
um til. Hefir unnist mikið á í
þessa átt. Almenn mentun bænda,
mannræna og ábyrgðartilfinmng
hefir vaxið stórum síðustu ára-
tugi. Hefir þar orðið drjúgust til
umbóta félagsmeixning bænda
sjálfra. Búnaðarfélag Islands og
margir áhugamerm um landbún-
armálefixi hafa og tekið upp í
ræðu og riti vopn gegn felhshætt-
unni.
En eins og reynslan sýnir, get-
ur svo tekist til að „góður ásetn-
ingur“ verði að vísu góður ásetn-
ingur í annari merkingu orðsins,
en ekki fullnægjandi trygging
fyrir því að vel takist um fóðmn
fjárins. Fénaðurinn getur dáið
út frá heyjunum. önnur megin-
hliðin á felhsvömum verður því
sú, að txyggja fénaðinum öll þau
fóðurefni, er hann þarfnast til
fullra þrifa. Þarf þá tvent til:
1. Almennan skilihng og þekk-
ingu manna studda af vís-
indalegum í'aimsóknum á
notagildi fóðurs.
2. Ráðstafanir til þess að afla
í tæka tíð nauðsynlegra fóð-
urefna, sem heyin kunna að
skorta.
Við liíum á mikilh bætiefnaöld.
Bætieínin eru talin einskonar viö-
bit hisins. Skorti þau, kemur
iæðan aö öðru leyti ekki aö í'uh-
nægjanui notum og vanþrif og'
sjúkdómar striða á menn og
sitepnui', sem fara á mis við þau.
Tahö er að ili meðferð fóðureína,
þar meö tahnn hi'akningur heyja,
vaidi tapi þessara mikiivægu efna.
Þaö er reyndar órannsakað mál
visindalega hverskonar fóðurefni
myndu koma aö beztu hði, tii
þess aö bæta upp hrakin hey. En
reynsia manna virðist benda á
aö íiskmeti eins og síld,síldarmjöl,
lifur og iýsi reynist vel. Einkum
er þó síðasttalin vara tahn ótví-
íæð að gagnsemi.
Nú er það kunnugra en fi'á
þuxíi að segja, að við búum við
einhver auðugustu fiskimið í
heimi og að upp úr sjónum við
islandsstrendui' er ausið miklum
kynstrum aí þorskalifur og síld.
Mestur hluti síldarinnar er unn-
inn i verksmiðjum og framleitt
síldarmél og lýsi. En gagnsemi
og ábati síldarvinslunnar eins og
siidveiðirnar yfirleitt, er að mestu
leyti í höndum útlendinga.
Hér blasir þá við ömurleg hlið
á þjóðarbúskap okkar: Utan við
landsteinana er ausið upp úr
sjónum ógrynnum af hinu bezta
kjarnfóðri. Innan við landsteinana
veltur fénaðuiinn um hrygg út
frá skemdum heyjum. Úrlausn
þessa vanda er að hagnýta inn-
an lands nokkuð af lýsinu og
síldarméhnu sem framleitt er í
landinu. En þetta getur ekki
orðið nema til komi opinberar
aðgei'ðir. Söiuverð þessara fóður-
vai-a er of hátt, til þess að bænd-
ur geti keypt það. Þeir þurfa að
eiga kost á þessum fóðui’bæti
gegn lægsta framleiðsluverði.
Nýlega var hér í blaðinu sýnt
fram á, hversu stofna mætti til
aukinnar samvinnu með sjávar-
útvegi og landbúnaði gegnum
aukna í'æktun með sjófangi að
dæmi Húsvíkinga og fleiri lands-
búa. Hér er önnur hlið á slíkri
sanxvinnu gegnum framleiðslu
svo ódýri'a fóðurefna, að bændum
reyndist kleift að bæta með þeim
hey sín og auka notagildi og af-
ui’ðamagn búfjárins.
Ríkisstjómin lætur nú rann-
saka hvað fuhkomin síldai’-
bræðslusmiðja myndi kosta. I
öðru lagi hefir henni borist til-
boð um kaup á nýlegri verk-
smiðju. Vonandi ræðst þingið í
framkvæmdir á þessu sviði.
Gagnsemi þeirra yrði stórfeld. I
fyrsta lagi víkkar markaður fyrir
þá, er veiða síldina. I öðru lagi
myndi eitthvað af miklum gróða
síldai’vei’ksmiðjanna staðnæmast
í landinu sjálfu.
Mjög þykir tvímælis orka um
það, hvort síldveiðin hefir frá
þjóðhagslegu og' menningarlegu
sjónarmiði orðið íslendingum tii
annars en bölvunar. Eitt meðal
annars, sem til þess þykir benda,
er sú staðreynd, að Islendingar
verða meira og meira fyrir borð
bonxir í þeim atvinnuvegi, meðan
útiendingar koma fyrir ífærum
sínum í öllum síldargróða. Mætti
verða breyting á þessu. Einn
þátturinn í þeirri viðleitni verð-
ur sá, að stofna til aukinnar inn-
lendrar síldai’vinslu. Myndu þó
geta l§itt til mestra þjóðhags- og
menningai’bóta þær i’áðstafanir í
síldarvinslumálum, sem yrðu til
þess að reka fjárfellinn algerlega
úr landi.