Tíminn - 29.10.1927, Qupperneq 1
©talbfer!
99 afgrei&sluma&ur Címans er
Hannueig p ot s I e i n s öó 11 i r,
Sambanösltúsinu, Keyfjapíf.
dimans er í Sambanösíjústnu.
©pin öaglega 9—\2 f. tj.
Sfnti <$6.
XI. ár.
Reykjavík, 29. október 1927.
48. blað
„Lögin í gildi“
Merkur maður lét svo um
mælt, er tilrætt varð um íslenskt
réttarfar: „Hér fer enginn maður
með hvítan flibba í tugthús“.
Þessi ummæli eru bergmál af
því talsvert almenna áliti, að
þegar til framkvæmda komi, séu
ekki allir menn í landinu jafnir
fyrir lögunum. Ýmislegt í réttar-
farssögu landsins síðustu árin
þykir styðja þessa skoðun. Með
vaxandi fjárveltu og stórauknum
viðskiftum hafa aukist misferli.
Einkum þykir hafa á brostið ráð-
vandlega meðferð á annara fé.
Hér skal lítt rakin för um refil-
stigu þeirra mála, en við fljótt
yfirlit kemur þó ærið margt í
hugann.
Fjárprettir og sviksemi í við-
skiftum munu vera talin sjúk-
dómseinkenni rangsnúinnar aldar.
Flestu slíku er varpað á bak
hinna „erfiðu tíma“. Mennimir
leika kynlega skollablindu við
sjálfa sig. íþyngja þeir hverjir
öðrum með rangsleitni og prett-
vísi uns flest í viðskiftum þeirra
gengur andsælis. Síðan eru „erf-
iðir tímar“ látnir afsaka ódygð-
imar. Fyrir því er litið á flestar
riðskiftasyndir eins og ósigrandi
böl. Greiðslubrigði, undandráttur
og falsloforð, skuldafall, stór-
kostlegar uppgjafir skulda og
grunsamleg gjaldþrot eru hin
ytri tákn þeirrar spillingar, sem
á að mestu rætur sínar í prett-
vísi og hirðuleysi manna.
önnur afbrigði svikseminnar
þykja alvarlegri og varða refs-
ingum samkvæmt hegningarlög-
um. Það er traustatak á fé og
stuldur úr sjálfs hendi. En er
uppvíst verður um þessháttar
glæpi, geta margar hindranir
lagst á leið réttvísinnar. Fátækur
og óvalinn þjófur fær sér hindr-
unarlítið úthlutað lögmæltri refs-
ingu. En ef misgerðarmaðurinn
telst í ætt við valdhafa og önnur
stórmenni á mikinn frændstyrk,
er tengdur sterkum félögum eða
kemst undir vemdarvæng stétta-
drambsins eru ýms öfl sett í
hreyfingu, til þess að hindra
framgang laganna. Þarf eigi að
rekja dæmi þess, er slíkir mis-
gerðamenn hafa verið keyptir
undan refsingum. Sum þeirra em
alkunn.
Hér skal þó drepið á tvö nýleg
dæmi, sem verður að telja mjög
alvarlegs eðlis. Nýlega varð upp-
víst um mikla sjóðþurð hér í
Reykjavík. Maður sá, er grunaður
var um sektina, taldist í sveit
með lögfræðingum landsins. Ung-
ir lögfræðingar gerðust þá for-
sprakkar stéttarsamtaka um að
afstýra rannsókn og rekstri saka-
máls á hendur hinum grunaða
manni. Voru samtök þessi orðin
allvíðtæk er þau féllu niður vegna
a.ðgerða ríkisstjómarinnar. Sjúk-
dómseinkennið er alvarlegt. Þeir
rnenn, sem eiga að gerast verðir
réttarfarsins í landinu stofna,
vegna stéttarmetnaðar, til sam-
blásturs gegn framgangi réttvís-
iunar.
Annað dæmi. Sakamálsi’annsókn
i’ hafin út af grunsemdum um
' í ölsun atkvæða. Undir rekstri
málsins neita grunaðir menn að
’.ira 1 gæsluvarðhald. Viðstaddir
: eim neita sömuleiðis að ljá
;., .rnaóknardómaranum nauðsyn-
lega aðstoð, til þess að hneppa
mennina í varðhald. Hvorir-
tveggja hafa framið lagabrot.
Hvað skeður þá? Pólitísk mál-
gögn áðumefndra lögfræðinga
flestra og þess flokks, sem telur
sér beinin í hinum sakbornu
mönnum í atkvæðafölsunarmálinu
gera hróp að rannsóknardómaran-
um og bera fram margvíslegar
1 afsakanir á þi’jósku hinna sak-
bornu manna. Framferði blaðanna
er samskonar uppreist gegn rétt-
vísinni eins og áðurnefnd tilraun
lögfræðinganna með þeim mun að
vísu, að í fyrra dæmi réði stéttai’-
metnaður; í síðara dæmi pólitísk
hlutdrægni.
Yfirskrift þessarar greinar er
gamalt orðtak Mbl., sem nú hefir
gert sig sekt um þá fólsku og
heimsku, að rísa gegn réttvísinni.
Þá var viðhorf blaðsins annað.
Andstæðingur íhaldsins átti þá
hlut að máli. Hér þarf ekki að
fara í grafgötur um innræti
blaðsins. Pólitísk óráðvendni er
höfuðeinkunn þess. Vitanlega get-
ur sektin um slík afglöp ekki
lagst á þau mjóu bök, sem
kikna í ritstjórnarstólunum. Hún
verður að leita sér staðar hjá
þeim, sem valda pári ritstjóranna,
— forsprökkum íhaldsflokksins.
Meðan frumhlaup ritstjóranna
verður ekki afsakað og afturkall-
að hvílir sektin á þeim og flokkn-
um yfir höfuð.
íhaldsflokkurinn hefir talið sig
vörð núverandi þjóðskipulags.
Hefir hann þóst sjá merki upp-
lausnar og umbyltingartilrauna í
fari annara flokka. Nú er flokk-
urinn sannur að sök um, að vilja
styðja háskalegustu upplausn,
sem verða má. En það er
upplausn jafnréttis og borgara-
réttlætis. Þaðan er nú vís mót-
spyrna gegn þeim ráðstöfunum,
sem kunna að verða gerðar, til
þess að halda lögum í gildi.
Ftan lírheiini.
------ Nl.
Tyrkland.
Sigur Tyi’kja kom stói’veldun-
um á óvart, þau höfðu verið
sannfærð um að Grikkir mundu
bera hærri hlut. Þau reyndu nú
að taka í taumana, en Tyrkir
virtu tillögur þeirra einkis,
stríðið geysaði áfram og var háð
af mikilli grimd. Á undanhaldinu
brendu Grikkir hina rauðmáluðu
tyrknesku borgarhluta, en svo
þegar hersveitir Tyrkja komu, þá
brendu þeir bláu borgarhlutana,
sem Grikkir bjuggu í og drápu
þá hrönnum saman. Stríðið var
barátta milli tveggja þjóðflokka
og trúarflokka, og hlaut að enda
með því, að sigurvegarinn út-
rýmdi þeim, er sigraður varð.
Þjóðir Norðurálfunnar urðu
óttaslegnar yfir þessum hamför-
um, en aðeins Englendingar ein-
ir undir stjóm Lloyd Georges,
vildu senda her til hjálpar
Grikkjum, ekkert varð þó úr því,
vegna þess að Frakkar og aðrar
stórþjóðir voru því andstæðar,
enda urðu nú stjórnarskifti á
Englandi. ófriðurinn hélt áfram
þangað til Grikkir voru alveg
reknir burtu úr Asíu, þá fóru
stórveldin að miðla málum og
reyna að koma á friði. Kallaður
var saman fundur í Lausanne í
Sviss til þess að semja frið og
ákveða landamerki Tyrklands. Á
þessari ráðstefnu sýndi fulltrúi
Tyrkja, Ismet Pascha, mikla
stjómkænsku. Ha^m fékk sam-
þykki stórveldanna fyrir því, að
Tyrkland skyldi vera fullkomlega
sjálfstætt ríki með skýrum landa-
merkjum og öll hin fornu sér-
réttindi kristinna manna voru
afnumin. En ekki tókst að end-
urreisa ríkið eins og það var
1914, stórveldin héldu fast um
það, sem þau höfðu náð af suð-
austurhluta hins foma Tyrkja-
veldis. Mústafa Kemal og félag-
ar hans létu sér þetta nægja,
þeir sögðu sem satt var, að enn
væri landið nógu stórt fyrir tyrk-
nesku þjóðflokkana, ef þeir
kynnu að nota það.
Nú hófst þjóðemishreinsun,
sem er einsdæmi á síðari tímum.
Þegar fyrir 2500 árum stofnuðu
Grikkir nýlendur austan við
sundin og Marmarahafið, og þær
hafa eiginlega haldist alt af við
síðan. Þær hafa ekki haft póli-
tískt sjálfstæði, en hinar grísku
kaupmannaættir í Smyma og
öðrum bæjum hafa öld eftir öld
ráðið yfir fjármálum Litlu-Asíu.
Nú heimtuðu Tyrkir að allir
grískir menn, sem byggju í lönd-
um Tyrkja í Asíu, skyldu flytj-
ast til Grikklands, og eins allir
Tyrkir í Grikklandi til Asíu.
Samningur var gerður um þetta
í Lausanne í janúar 1923 og síð-
an hófust flutningarnir. Það má
nærri geta að þetta hefir ekki
verið sársaukalaust fyrir hlutað-
eigendur. Hinn gríski kaup-
mannaaðall hefir búið í Asíu
kynslóð eftir kynslóð og öld eftir
öld og átti þar miklar eignir.
Eins hefir fjöldi Tyrkja verið
um langan aldur jarðeigendur í
Grikklandi, einkum í Makedóníu,
en nú urðu þessir menn að yfir-
gefa eignir og óðul og flytja sig
yfir sundin. Þetta var harð-
neskjuleg aðferð, en með henni
ætluðu leiðtogar Tyrkja að gera
ríki sitt tyrkneskt, og losna við
yfirgang Grikkja í verslunarmál-
um.
Síðan fóru Tyrkir að koma
skipulagi á ríki sitt, og færa það
úr miðaldahjúpnum í nútímabún-
ing. Þingstjóm var sett á stofn,
en Mústafa Kemal og félagar
hans hafa þó ráðið mestu. Ný
lög voru samin, til dæmis um
skattamál. Tekjuskattur var lög-
leiddur, hegningarlög samin eftir
ítalskri fyrirmynd og borgara-
réttur eftir svissneskri fyrir-
mynd. Gerðar hafa verið ítarleg-
ar ráðstafanir til þess að bæta
alþýðumentun og heilbrigðisá-
standið, en fyrst og fremst hefir
verið lögð áhersla á að auka og
bæta herinn. Enda var þess þörf,
því á allar hliðar bjuggu gráð-
ugir og fjandsamlegir nágrannar.
Mikið hefir verið gert til þess
að bæta atvinnuvegina. Einkum
samgöngutækin. Nýjar járn-
brautir hafa verið lagðar, vegir
gerðir og hafnir bættar. Fjöldi
af verkfræðingum hefir verið
fenginn frá vesturþjóðunum til
þess að standa fyrir þessum
mannvirkjum. Eins hafa verið
fengnir læknar, kennarar og
ýmsir aðrir mentamenn frá
helstu mentalöndum Norðurálf-
unnar.
í gamla daga var umboðsstjóm
Tyrkja fræg um allan heim fyr-
ir slóðaskap og óreglu, en nú
var reynt að sníða allan em-
bættisrekstur eftir prússneskri
fyrirmynd, það er að segja, því
strangasta, sem til er í Norður-
álfunni.
Eitt atriði, sem mikla þýðingu
hefir haft, er breyting sú, sem
Mústafa Kemal hefir gert á
klæðnaði og dagvenjum fólksins.
Hann hefir bannað hinn eld-
gamla höfuðbúnað Tyrkja (Fes),
sem alment var talinn helgur
gripur, eins hefir andlitsblæja
kvenfólks verið bönnuð, svo nú
geta konur gengið úti með ber
andlit og karlmenn með þægileg
höfuðföt, sem ekki hindra snögg-
ar hreyfingar. Samkvæmislífið er
að líkjast því, sem tíðkast í
Vesturlöndum. Leiðtogar Tyrkja
fóru að dæmi Péturs mikla, að
láta þjóð . sína taka hinar vest-
rænu menningarþjóðir sér til fyr-
irmyndar í klæðaburði og dag-.
legum venjum. En ekki hefir
þetta gengið þrautalaust. Fólkið
er fastheldið við sinn foma bún-
ing og hafa jafnvel orðið. uppþot
og blóðsúthellingar, vegna af-
náms Fesins og andlitsblæjunnar.
unnar.
Það er margt ógert enn, til
þess að Tyrkland verði jafnfætis
hinum fomu menningarríkjum
Nörðurálfu, en miklu hefir þar
verið afkastað á fjórum síðustu
árunum, og Mústafa Kemal og fé-
lagar hans, verða vissulega tald-
ir meðal stórmenna sögunnar.
Norðurálfan hefir í margar
aldir skoðað Tyrkland, sem óvin
menningar sinnar, siðalærdóms
og trúarbragða. Nágrannar þess
hafa skoðað það, sem erfðaóvin-
inn. Milli þess og annara Norður-
álfuríkja hefir aldrei verið neitt
trúnaðarsamband. Tyrkland stóð
öndvert gegn öllum öðrum ríkjum
og þau risu gegn því. Það hélt
sjálfstæði sínu af því að stór-
veldin komu sér ekki saman um
hvernig þau ættu að skifta því
á milli sín. Nú er spurningin:
Geta Tyi’kir skapað menningar-
ríki eftir fyrirmynd Norðurálf-
unnar? Margt virðist benda á,
að þeim ætli að takast það, að
minsta kosti er það einlægur á-
setningur foringjanna. Ismet
Pascha sagði nýlega: ;,Vort
Tyrkland hefir orðið að sleppa
nálega öllum löndum sínum í Ev-
rópu, föðurland vort liggur nú í
Asíu, en vér óskum allir, að hin
tyrkneska þjóð geti orðið með-
eigandi í menningu Vestur-Ev-
rópu“.
En eftir er það sem erfiðast
er, og það er afstaða ríkisins til
trúarinnar. Þegar soldáninn flýði
land, lagðist kalífatið niður og
Mústafa Kemal sagði: „Lítið á
sögu vora. Landið var hamingju-
samt þegar soldáninn var ekki
líka kalífi, það var pólitískt ax-
arskaft þegar einn þeirra notaði
vald sitt og álit til þess að gera
sig að kalífa . . . Vér erum ekki
á móti trúnni, þvert á móti, oss
vantar mikið á sviði trúmála.
Þjóðin verður að verða trú-
hneigðari, en vér viljum losa
hana við hjátrúna, sem enn er
rík og færa henni meira ljós“.
Þessi orð benda á, að foringjar
Tyrkja skilji vel að nauðsynlegt
sé fyrir ríkið að taka upp nú-
tímamenningu Evrópu, en jafn-
framt ætli þeir að endurbæta
Múhameðstrúna og gera hana að
grundvelli ríldsins. Það eru því
lítil líkindi til þess, að Tyrldr
->§
—, |4-
Hjartans þakkir fyrir
hlýjar cinarkreöjur, heibur
w allan og höföinglega gjöf á
3
3
fim tug.s- ajmœlijn inu!
Helgi Valtýsson
/f 'i* ‘j* y y y 'T j ] y | | y*yfy y y y y y y y y
og vesturþjóðirnar geti mæst í
friðsamlegri samvinnu. Þjóðemi,
saga og fyrst og fremst trúar-
brögðin eru sá þröskuldur í vegi,
sem erfitt verður að stíga yfir.
H. H.
Jakob. Thorarensen:
Btiiiur. Rvík 1927.
Þetta er fjprða ljóðabókin, sem
Jakob gefui’ út og má segja það,
að hún hafi öll hin sömu einkenni
og hinar íyrri bækur hans, en
þau hafa orðið skýrari og ákveðn-
ari eftir því sem hann hefir
þroskast og kveðið meira. iiann
er fyrst og fremst skáld kari-
inenskunnar, í kvæðum hans
kennir ekki mikið viðkvæmni og
veiklyndis eins og svo algengt er
hjá skáldjunum á leirburðaröld
þeirri, er nú ríkir hér í landi. a
í þessari bók eru nokkur ádeiiu-,
kvæði,. enda lætur sá skáldskapur
Jakob vel. Kvæðið „Útburður“
mun einkum verða mönnum
minnisstætt, enda er þar ráðist á
einn svartasta blettinn í fari
okkar og árásin er grimdarleg.
Náttúrulýsingar fæst Jakob ekki
mikið við, þó þeim bregði stund-
um fyrir. Til dæmis í hinu yndis-
lega kvæði „Sogn“, en betui- læt-
ur honum að kveða um hafrót og
stórhríðar, en sólskin og sumaj>
blíðu. I bókinni er eitt, ættjarðai-
kvæði, en það mun vera einstakt
í sinni röð, og er því prentað hér
tii sýnis lesendum Tímans.
Sveit oq sjór.
Ljúktu upp augum, landið trausta,
láttu ei hafið blekkja þig,
láttu ei sópast sonu hrausta
sjávar til, hinn breiða stig.
þá mun dimma og þann veg hausta,
að þjóðemið má vara sig.
Frjálsast, heitast fortíð alla
fyrðum streymdi í æðum b.lóð
innj i dölum, fram til fjalla,
fjörugt brann þar lífsins glóð.
þann i rann má rétt aö kalla
rekja hverrar dáðar slóð.
þar i orðsins óðalslandi
aldrei festi skemda-snjá.
Hæstu flugi orkar andi
upp við fjalla heiðin blá.
þar snýr vættur beittum brandi
böli mót, ef liggur á.
Stúrin mýri og mosinn hljóður,
mæna í von á ræktar-dáð,
biðja um iðju, blóma, gróður,
— bænin var um aldur srnáð.
Mun þó annar hölda hróður
liærri en ræktað móðuriáð?
þú, sem ílyst á malir marar,
máske grœðir „túskilding",
en sonum þínum sitthvað fjarai-
sem að prýðir fslending.
Og þriðji liður. þeirrar farar
þokast fa»t að ómenning.
\
v