Tíminn - 05.11.1927, Blaðsíða 4
184
TlMINN
Best. — Odýrast.
Innlent.
ö
H.f. Jón SigmnndsBon & Co
XKEillur
og alt til upphluts
sérlega ódýrt.
Skúfholkar
úr gulli og silfri.
Sent með póstkröfu
út um land ef óskað er.
Jón Sigmundsson gnflsmiSar.
Sími 888. — Laugavegr 8.
I heildsölu hjá:
Tóbaksverslun Islands h.f.
Frá því þúfnabamir voru
keyptir hefir verið unnið með
þeim:
Við Við
Reyk javík: Akureyri:
1921 70 ha**)
1922 116 — 72 ha
1923 79 — 28 —
1924 57,5 — 3 • —
1925 25,5 — 25,25—
1926 17 — 28,8 —
Árin 1924—1926 unnu sömu
mennimir fyrir norðan og sunn-
an og er því ekki um fulla starf-
rækslu að ræða hér né þar. Sama
má raunar segja um sum hin ár-
in, vinnuskortur, tíðarfar og bil-
anir hafa stytt starfrækslutím-
ann meira en ætlað var. Það yrði
of langt mál að gera hér ítarlega
grein fyrir þessu, enda óþarft,
þeir sem vilja geta aflað sér upp-
lýsinga í skýrslum Búnaðarfélags
Islands í Búnaðarritinu.
Hér við Reykjavík, er ekki
hægt að segja með sanni að vinn-
an hafi gengið neitt betur 1921
en sum hin árin. Við Akureyri
hefir vinnan gengið fremur stirð-
lega öll árin og alls ekki betur
1922 en sum hin árin. Það verð-
ur að taka tillit til þess, að 1922
voru únnin við Akureyri lang-
stærstu og samfeldustu svæðin
sem unnin hafa verið með þúfna-
bana nyrðra. „Þýski maðurinn“
sveifst þá heldur einskis til þess
að sem mest yrði unnið „meðan
hans naut við“, þó bersýnilegt
væri að vélinni væri ofboðið svo
hún biði þess ekki bætur, og það
hlyti að hafa hinar alvarlegustu
afleiðingar fyrir framhald vinn-
unnar næstu ár. Það er vafasamt
að „þýski maðurinn" hefði boðið
Akureyrarvélinni það sem hann
gerði 1922, ef hann hefði átt að
vinna með henni framvegis, og
**) Byrjað að vinna 26. júlí.
Laugardaginn 3. desember 1927, kl. 1 e. h. held-
ur Sparisjóður Stokkseyrar fund með innstœðueigend-
um sínum í samkomuhúsinu á Stokkseyri.
Rætt verður um framtíð sjóðsins og er því nauð-
synlegt að allir mæti.
STJORNIN
PRJÓNAVÉLAR
"Z'fir 25 ára irAxxleixd. reynsla
hefir sýnt og sannað, að „BRITANNIAU prjónavélarnar frá Dresdner
Strickmaschinenfabrik eru öllum prjónavélum sterkari og endingarbetri.
Vólarnar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaði
„Britannia“ prjónavélar eru ódýrastar.
Samband ísl. samvinnufél.
Mjaltavélar
Skilvindur
S t r o k k a
Smjörhnoðara
og aðrar vélar til mjólkurvinslu fyrir heimili og mjólkurbú, selja og
Kafíibætirinn ^Sóley4
Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur í engu á baki
þeim kaffibæti, sem bestur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt,
að vandlátustu kaffineytendur þekkja ekki tegundimar í sundur
á öðru en umbúðunum.
T. W. Bnch
(Ziitasmidja Buchs)
Tietgensgade 64. Köbenhavn B.
LITIR TIL HEIMALITUNAR:
Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og
allir litir, fallegir og sterkir.
TIL HEIMANOTKUNAR:
Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya,
matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan,
sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn,
„Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi,
skilvinduolía o. fl.
Brúnspónn.
LITARVÖRUR:
Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir.
GLJÁLAKK:
„Unicum“ á gólf og húsgögn. Þomar vel. Ágæt tegund.
HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT:
Besta tegund, hreint kaffibragð og ilmur.
Fæst alstaðar á íslandi.
mjög vafasamt að rekstur þúfna-
bananna hefði farið honum neitt
betur úr hendi ef hann hefði
starfað hér öll þessi ár, en raun
er á orðin hjá okkur, sem. höfum
starfrækt vélamar. Eg býst ekki
við að búnaðarmálastjóri skilji
hvaða munur er að vinna með
nýjum vélum án verulegrar um-
hugsunar um framtíðina, eða að
vinna með slitnum vélum og bil-
uðum með það bak við eyrað, að
maður verði sjálfur — og enginn
annar — að súpa seyðið að öllu
sem miður fer. — Allur almenn-
ingur skilur þetta og það er mér
nóg. Allir sem hirða um að vita
rétt skilja því að ummæli búnað-
armálastj. í nefndri grein í Tím-
anum eru blendingur af ósann-
indum og ómaklegum dylgjum.
Þau eru ummæli manns, sem af
eðlilegum ástæðum hefir orðið
fyrir vonbrigðum, en þorir ekki
að horfast í augu við sannleik-
ann, og reynir því að hugga
sjálfan sig með tilbúnum ástæð-
um og með því að skella skuld-
inni á aðra.
Sumum kann að detta í hug, að
„þýski maðurinn" hafi unnið hér
fyrir lítið gjald eða ekkert, og
að vinnan hafi því meðan hans
naut við gengið tiltölulega betur
en síðar, miðað við tilkostnað.
Varla er hægt að skýra orð bún-
aðarmálastjórans með slíkum til-
gátum.
Kostnaður við ferðir og dvöl
„þýska mannsins“ hér 1921 varð
alls um IO1/2 þúsund krónur.
Kostnaður við ferðir hans og
dvöl á Akureyri 1922 varð afls
rúmar 10 þúsund krónur.
Það var því greitt sæmilega
vel fyrir vinnuna og kensluna,
hún mátti vera mikil og góð þess-
vegna.
Fleiri missagnir eru í grein
búnaðarmálastjórans, t. d. rekst
maður þar ennþá einu sinni á
fullyrðingu um að sænskir um-
boðsmenn, sennilega A/B. Hugo
Hartig, hafi haft einkaumboð
fyrir öll Norðurlönd um sölu
þúfnabananna. Þetta er misskiln-
ingur, eins og eg hefi margsinnis
sýnt fram á.
I sambandi við kaup þessara
4 véla, sem nú er verið að kaupa,
kemst búnaðarmálastj. svo að
orði: „1 sumar, í utanför minni,
komst eg á snoðir um að til voru
í Svíþjóð 4 þúfnabanar, ásamt
útvega Sambandsfélögiu.
í heildsölu hjá
Sambandí ísl. samvínnufélaga.
Hinn nýi íslenski kaffibætir
»FÁLKINN«
Athugið þessi ummæli blaðanna
„Er það einróma álit allra þeirra
„sem reynt hafa, að hann standi
„erlendri vöru fyllilega á sporði'.
Vísir, 30. júlí ’27.
„Þessi kaffibætir reynist mjög
„vel, og er að dómi margra kaffi-
„vandra manna og kvenna betri
„en sá erlendi. T. d. hefir
,,„FÁLKINN“ þann stóra og góða
„kost fram yfir þann erlenda,
„að þótt kaffi, búið til úr hon-
„um, sé hitað upp og jafnvel
„svo, að það sjóði, þá heldur hið
„góða bragð, sem „FÁLKINN“
„gefur kaffinu, sér jafnt sem
„áður. Að þessu leyti er hann
„betri en sá erlendi“.
Alþýðublaðið, 23. sept. ’27.
Kaupfélagsstjórar! Gerið pantanir gegnum
Samband ísl. samvinnufélaga
miklu safni af varahlutum. . . .
Mér hepnaðist að fá tilboð um
kaup á þeim og varahlutunum
sem til voru. Verðið er alls 10
| þúsund sænskar krónur“.
j Staðreyndirnar eru þessar: 23.
des. 1926 skrifar A/B. Hugo
Hartig Búnaðarfélagi Islands og
segist eiga 4 vélar óseldar, og
bíður B. I. eina (eða fleiri) af
þessum vélum fyrir sænskar kr.
5.000. Þetta bréf lá all-lengi ó-
svarað hjá B. I. Án þess að bíða
eftir svari -skrifar A/B. Hugo
Hartig aftur 11. mars 1927 og
spyr nú hvort B. I. sjái sér ekki
fært að bjóða í eina — eða fleiri
— vélar sænskar kr. 2.500 0. s.
frv.
Bæði þessi bréf voru búnaðar-
málastjóranum kunn þegar hann
fór utan í sumar og „komst á
snoðir um að til voru í Svíþjóð
4 þúfnabanar 0. s. frv.“.
Það er álitamál hvort að til-
boðið um að selja 4 vélar með
varahlutum fyrir 10 þús. krónur
er nokkuð betra boð en þegar
boðið var að selja 1 vél fyrir
2.500 krónur. Varahlutarnir voru
þegar til kom ekki nálægt því
eins margir og verðmætir, eins og
talið var í tilboði því, sem bún-
aðarmálastjórinn „útvegaði“, en
ekki var það hans sök.
Þó eg skýri frá þessum sanna
gangi málsins, er það alls ekki
tilgangur minn að rýra á neinn
hátt tilboðsútvegun búnaðarmála-
stjóra — mín vegna má hann
gjaman hafa eitthvað upp úr
kaupunum, ef hann aðeins segir
frá afrekum sínum án þess að
halla á aðra.
Annars hélt eg að þessi síðasti
þáttur þúfnabanakaupanna gæti
orðið útkljáður án þess að vekja
upp draug frá fyrri árum. Bún-
aðarmálastj. gerir það með skrif-
um sínum, og telur sig vist hafa
í fullu tré við kauða, en þó gæti
svo farið, að hann leitaði aftur
heim til föðurhúsanna.
Reykjavík 25. okt. 1927.
Ámi G. Eylands.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson
Lokastíg 19. Sími 2219.
Prentsmiðjan Acta.