Tíminn - 19.11.1927, Blaðsíða 3
TÍMINN
191
Frá útlðndiim.
Bókmentaverðlaun Nobels hafa
að þessu sinni verið veitt ítölsku
skáldkonunni Grazia Deledda.
Hún er fædd á eyjunni Sardiniu
1872 og hefir unnið sér frægð
fyrir skáldsögur frá ættlandi
sínu. Nobelsverðlaunum fyrir
eðlisfræði verður skift milli
Cemptins prófessors í Chicago og
Wilsons prófessors í Cambridge.
— Jafnt og þétt berast fregn-
ir um viðsjár með Suður-Ev-
rópuþjóðum. Nýlega hafa Frakk-
ar og Jugoslavar undirritað her-
málasamning sín á milli. Er talið
að þverúð ítala gegn samningi
Frakka og Spánverja um Tan-
gier hafi ýtt undir Frakka að
stíga þetta spor. Eru og Jugo-
slavar fúsir til mótgangs við Itali.
Hafa Italir viljað einangra þá
sem mest en gerast sjálfir því
hlutsamari um Balkanmál. Er í
ráði að Frakkar geri samskonar
samning við fleiri Balkanríki.
— Rússar gerast þess nú mjög
hvetjandi, að vígbúnaður þjóð-
anna verði stórlega takmarkaður.
Nýlega hefir Rykov forseti ráð-
stjórnarinnar haldið ræðu og til-
kynt að Rússar muni vinna að
þessu eftir mætti á afvopnunar-
fundi þjóðabandalagsins. Heyrast
við og við slíkar stunur ofhlað-
innar samvisku forráðamanna
þjóðanna. En í kyrþey, bak við
hið opna umtal, vígbúast þjóð-
imar 1 giið og ergi og upphugsa
hverja drápsvélina annari skæð-
ari.
— Stórráð facista hefir ákveð-
ið að setja upp nýja þingdeild í
stað núverandi málstofu. Kjör-
gengir verða engir nema facist-
ar og framleiðendur einir hafa
atkvæðisrétt. Félög vinnuveit-
enda ákveða í samráði við stór-
ráð facista hverjir verða í kjöri.
Þar með er mikill hluti þjóðar-
innar algerlega sviftur pólitísk-
um réttindum.
— Fréttir herma að þeir Trot-
sky og Sinoviev hafi verið gerðir
rækir úr kommunistaflokknum í
Rússlandi. Er þeim og fleiri
mönnum gefið að sök, að þeir
hafi starfað að undirróðri gegn
flokknum. Kamenev, Rakovski og
fleiri hafa verið gerðir rækir úr
flokksstjóminni og er jafnvel
búist við að þeir verði reknir úr
flokknum. Allir þessir menn hafa
verið sviftir embætti. Eitt hundr-
nú verður komist næst er tap
þess þá orðið 40 þús. kr.
Gjaldkerinn heldur áfram að
vera hinn raunvemlegi forstjóri,
því að sá sem íhaldið veitti em-
bættið hafði svo mörgu öðru að
sinna fyrir flokk sinn, að hann
komst ekki til að hafa þar nokk-
urt raunverulegt eftirlit. Að lok-
um vill þó svo til að í félagið
kemur skrifari úr öðrum lands-
fjórðungi. Hann uppgötvar mein-
semdina og við þá bráðabirgða-
rannsókn sem framkvæmd hefir
verið virðist tapið í síðasta þætti
leiksins vera um 30 þús. eða alls
um 70 þús. En vel getur farið
svo að fullnaðarendurskoðun sú,
sem dr. Björn Þórðarson lætur nú
framkvæma leiði í ljós að tjónið
sé enn meira.
Þannig hefir þá að því er virð-
ist tapast um 70 þús. af almanna-
fé á nokkrum árum úr þessu eina
félagi, eingöngu að því er virðist
fyrir það að stjórnirnar hafa lit-
ið á forstöðumannsembættið eins
og „bein“ handa gæðingum sín-
um, og þolað þeim að vera lang-
dvölum fjarri starfinu.
Annað atriði í málinu er mjög
merkilegt. Gjaldkerinn tekur á
sig alla sektina. En þegar hann á
að gera grein fyrir hvað hann
hafi gert með peningana, þá hefir
hann ekki nema eina ástæðu til
skýringar. Haxm hefir oft verið
ölvaður og ekki vitað hvað fram
fór. Þá hafa peningamir farið.
að kínverskir stúdentar, sem
fylgdu Trotsky að málum, fylktu
liði á götum Moskva til að mót-
mæla gerðum Stalins. Voru þeir
allir handteknir og sendir til
Kína.
— Ægileg sprenging varð ný-
lega í Pittsburg í Bandaríkjun-
um. Sprakk þar afarstór gas-
geymir. Fjörutíu menn biðu bana
og fimm hundruð særðust. Urðu
og miklar skemdir á mannvirkj-
um. Pittsburg er voldug iðnaðar-
borg í Pennsylvania-ríkinu. Ibú-
ar eru um 600 þús.
— Nýlega hefir komist upp
stórkostleg tilraun að falsa ung-
versk ríkisskuldabréf. Hljóðuðu
bréfin upp á 50 miljónir franka.
Gerðu falsaramir tilraun að selja
bréfin í Frakklandi er upp komst
athæfi þeirra.
Crinsýkin
í Danmörku.
Gin- og klaufnaveikin hefir að
nýju blossað upp á mörgum stöð-
um í Danmörku. Hefir hún kom-
ið upp nálega samtímis á Sjá-
landi, Fjóni og Jótlandi. Þykir við
því mega búast að hér sé um að
ræða nýjan faraldur en ekki hafa
dýralæknar kveðið upp álit sitt
um það enn sem komið er. Verð-
ur þetta áminning til íslendinga
að fylgja stranglega þeim vamar-
ráðum, er sett eru gegn veikinni.
Fréttlr
Kosningasvikin. Um síðustu helgi
voru horfur á, að rannsókn í at-
kvæðafölsunarmálunum vestra myndi
brátt lokið. Siðan mun hafa komið
fram í málinu eitthvað það, er vald-
ið hefir áframhaldi 1 rannsókn máls-
ins. Hefir rannsóknardómarinn aftur
farið út i Bolungavík og haldið þar
réttarhöld og hefir rannsóknin lotið
að atkvæðum greiddum hjá hrepp-
stjóranum þar, Kristjáni Ólafssyni-
Maijnús Torfason sýslumaður og al-
þingismaður er staddur í bænum í
erindum sýslunefndar Árnessýslu.
Búnaðarfélög. Að tilhlutun Búnað-
arsambands Kjalarnessþings hefir
Jón H. þorbergsson bóndi á Bessa-
stöðum ferðast nýlega út á Reykja-
nes til þess að reisa við búnaðar-
félagsskap á því svæði. Hélt hann
fyrirlestra um þau efni og stofnaði
I hvað og til hverra veit hann
ekki.
I aðalatriðum er þetta að lík-
indum rétt. Brunabótafélagið
hefir í mörg ár haft fyrir trún-
aðarmann og raunverulegan aðal-
húsbónda, mann sem hefir svo oft
verið viti sínu fjær af víni, að
hann hefir á þann hátt, án þess
að vita af sjálfur, tapað 70 þús.
kr.
I þessu liggur auðsótt höfuðsök
á hendur stjómarstefnu íhalds-
ins. I fyrravetur feldi sá flokkur
umræðulaust frv. um að starfs-
menn landsins skyldu sæta vít-
um fyrir að gera sig viti sínu
fjær með vínnautn. íhaldið hélt
þá og endranær bæði í trúna og
ástina á ofdrykkjunni. Sjóð-
þurðin í Brunabótafélaginu er
sorglegur minnisvarði um þessa
stjórnkænsku íhaldsins.
Margt virðist mega læra af
hinni hálfskráðu raunasögu
Brunabótafélagsins. Fyrst hve
hættulegt er að láta fjársvikamál
órannsökuð að tjaldabaki. Ef
fyrsti íhaldsforstjórinn hefði lát-
ið rannsaka ástæður félagsins
þegar tapaðar voru 5000 kr., þá
hefði gjaldkeranum að sjálfsögðu
verið vikið frá, og frekara tjóni
afstýrt. Ef önnur sjóðþurðin
hefði verið rannsökuð þegar 20—
30 bréf með óákveðinni upphæð
voru týnd, myndi miklu af nú-
verandi tapi hafa verið afstýrt.
Ef forsvaranleg úttekt hefði ver-
félög í þessum sveitum: Grindavík,
Höfnum og Gerðahreppi. Á Miðnesi
var og nýstofnað félag. Heimsótti
Jón það og flutti þar fyrirlestur.
Aukin tollgæsla. íslendingar, sem
byggja ríkistekjurnar að mestu leyti
á tollum, hafa verið furðulega óvar-
kárir um eftirlit og tollgæslu. Hefir
farið mikið orð af tollsvikum kaup-
sýslumanna þar sem eftirlitið hefir
verið lítið eða ekkert. Má telja að
hvergi hafi verið beitt skipulegu
tolleftirliti nema í Rvík. Jafnvel þó
ætla megi, að kaupsýslustétt lands-
ins sé yfirleitt skipuð ráðvöndum
mönnum, mun þar þó út af bera og
er þá ljóst að ríkissjóður getur orðið
fyrir miklum skakkaföllum af þeim
sökum. — Nú hefir ríkisstjómin
skipað 4 tollþjóna utan Reykjavíkur.
Skal einn hafa til yfirsóknar ísa-
fjörð og vesturhafnir, annar Akur-
eyri og norðurhafnir, þriðji Seyðis-
fjörð og austurhafnir, fjórði Vest-
mannaeyjar. Ber þeim að hafa eftir-
lit með þvi að tolllögum og bannlög-
um sé fylgt, hver á sínu svæði, eftir
því sem þeir fá orkað.
Skipavínið. Stjómarráðið hefir
með siðustu póstum sent tii allra
lögreglustjóra nýja lögskýringu á
ákvæðum áfengislöggjafarinnar um
meðferð vms á skipum hér við
land og íyrirmæli um að framkvæma
ákvæðin samkvæmt þeirri skýringu.
Er svo fyrir mælt, að áfengi alt skuli
innsigla á fyrstu höfn, sem skip
kemur á og skal vínið síðan vera
óhreyft og innsiglað þangað til skip
er komið út úr landhelgi á leið til
útlanda. þó mega erlend skip hafa
i siglingum meðfram ströndinni sem
svarar y% litra vins á hvern skip-
verja í hverri ferð. Á ákveðnum
stöðum á strandlengjunni verða
vínbirgðirnar endurtaldar og innsigli
athuguð. — Verði ákvæðum þessum
fylgt, eftir því sem fyrir er mælt,
mun skipavinið að mestu hverfa úr
sögunni. Hafa margir verið fýsandi
þess að ákvæðin yrði í þessu efni
framkvæmd út í æsar og eigi síst
framkvæmdarstjóri Eimskipafél. ís-
lands. Gilda í Englandi ströng á-
kvæði gegn vínsmyglun skipa. Skip,
sem verða uppvís að yfirtroðslum
þeirra laga, eiga á hættu að sæta al-
gerðu íarbanni á breskar hafnir.
Bækur. Auk þeirra bóka, sem getið
hefir verið hér í blaðinu, haía Tím-
anum borist: „Minningar", þrjár
smásögur, eftir Einar porkelsson,
„Brudekjolen" skáldsaga eftir Krist-
mann Guðmundsson, rituð á norsku
(riksmálet), „Gömul saga“ fyrri
hluti, eftir Kristínu Sigfúsdóttur,
„Ljósálfar" kvæði eftir Sigurjón
ið gerð milli annars og þriðja í-
haldsforstjórans myndu 30 þús.
hafa sparast, eftir því sem nú
má best sjá. Ef íhaldsmenn hefðu
haft fyrir reglu, að þola ekki
drykkjumenn í opinberum fjár-
málastöðum, myndi gjaldkerinn
fyrir löngu hafa verið sviftur
starfi, og tjóni verið afstýrt. Ef
sú stjómarstefna hefði ráðið hjá
íhaldinu, að heimta að forstjórar
í landsfyrirtækjum ynnu daglega
að því að stýra þeim stofnunum,
er þeim var trúað fyrir, myndi
meginhlutinn af tapi Brunabóta-
félagsins hafa sparast.
Ein hliðin á stjórnarstefnu í-
haldsmanna hefir verið að láta
trúnaðarmönnum landsins haldast
uppi að hafa dánarbú og þrotabú
í vörslum sínum í mörg ár án
þess að gera réttum eigendum
skil. Komið hefir fyrir, að dán-
arbú hafa með þessum hætti
týnst með öllu. Hitt er mjög al-
gengt, að skiftin hafa dregist í
5—10 ár. Við mjög smávægilegar
athuganir, sem gerðar hafa verið
í þessu efni síðan í haust, hefir
komið í ljós, að sumir forráða-
menn dánarbúa og þrotabúa hafa
leikið sér að fjármunum þessum
árum saman, jafnvel lánað það
út til húsabygginga í Rvík eða
bundið það í margra ára lánum
að öðru leyti.
Sennilega má með fremur auð-
veldum aðgerðum lækna forráða-
menn dánarbúa af of mikilli
íþróttanámskeið í Haukadal.
Iþróttanámskeið fyrir pilta (14—18 ára) verður haldið í
Haukadal, frá 1. mars til 15. apríl n. k.
Verða þar kendar margskonar íþróttir, svo sem: glímur, leik-
fimi' Mullersæfingar, útiíþróttir og sund.
Bókleg fræðsla: Kend verður: Stærðfi*æði, íslenska og heilsu-
fræði. Kenslugjald verður kr. 35.00, fyrir tímann. Fæði og hús-
næði fæst á staðnum, þó geta þeir, sem þess óska, lagt fæði með
sjer. — Þeir sem . hafa hug á að sækja námskeið þetta, ættu að
skrifa mér, helst fyrir næstu áramót, því húsrúm er mjög tak-
markað.
15. nóv. 1927.
Sigurður Greipsson
Haukadal, Ámessýslu.
Jónsson, „Den uerfame Rejsende“
eftir Gunnar Gunnarsson. Bókanna
sumra verður nánar getið.
Séra Magnús Helgason skólastjóri
Kennaraskólans átti sjötugsafmæli
12. þ. m. Var afmæli þetta haldið
liátiðlegt í skólanum. Komu þar
saman kennarar skólans og nem-
endur séra Magnúsar, eldri og yngri,
eftir því sem húsrúm framast leyfði,
til þess að votta afmælisbarninu
þakkir sínar og virðingu og áma
því heilla. Er séra Magnús einn
þeirra manna, er síst verður ágrein
ingur um, að hann sé ágætismaður
á marga lund. Voru fluttar margar
ræður. Meðal ræðumanna voru Jón-
as Jónsson ráðherra og Ásgeir Ás-
geirsson fræðslumálastjóri. — þá
voru og afmælisbarninu færðar
vandaðar gjafir. Voru þær viðtaki
eða innvarp víðboðs er svo er nefnt
og stóll, hinn fáséðasti gripur og
forkunnarvel gerður og útskorinn af
Ríkarði Jónssyni. Séra Magnús svar-
aði ræðunum og þeim mikla sóma,
er til hans var gerður, fyrst og
fremst með orðum Gunnars, er hann
mælti við Njál: „Góðar eru gjafir
þínar, en meira þykki mér verð
vinátta þín og sona þinna“.
Prestskosningar. þann 15. þ. m.
voru lesin upp atkvæði við prests-
kosningar i þessum prestaköllum: A
Akureyri var kosinn séra Friðrik
Rafnar á Útskálum með 761 atkvæði.
Séra Sveinbjörn Högnason fékk 397.
Ilinir umsækjendumir fengu um
hálft hundrað atkvæða. Á Prests-
bakka var kosinn þorsteinn Ástráðs-
son með 71 atkv. af 82 sem greidd
voru. Var hann þar einn í kjöri. f
Staðarhólsþingum var kosinn Sigurð-
ur Z. Gíslason. En kosningin er tal-
in ekki lögmæt, þó hún sýni ákveð-
inn vilja safnaðarmanna.
Gunnlaugur Blöndal hefir þessa
dagana opna málverkasýningu í G,-
T.-húsinu. Hefir Gunnl. getið sér
geymslusýki, eins og læknana af
óþörfum reseptagjöfum. Ef
stjórnarráðið lætur birta árlega í
stjórnartíðindunum skýrslu um
öll dánar- og þrotabú, sem eru í
skiftameðferð, og tiltaka aldur
þeirra um leið, þá mun skiftaráð-
endum ekki þykja hlýða, að bíða
10 ára afmælis, og heldur hall-
ast að því að skifta fljótt og láta
rétta aðila fá sinn hlut. Þessari
aðferð fylgir sá kostur, að dánar-
bú geta tæplega týnst, því að ef
gefin er árlega prentuð skýrsla
um bú í skiftameðferð, þá finna
erfingjar fljótt eyðuna ef bú þeim
i viðkomandi er ekki talið með.
| Andstæðingar Framsóknar á-
1 htu best að hafa tjöldin feld nið-
ur og leyna sem flestu af að-
i gerðum sínum viðvíkjandi al-
mennum málum. I bih mun þjóð-
in hafa fengið nóg af því að
kalka rotnaðar grafir, og er að
því er virðist fýsandi þess, að
um stund verði starfað fyrir opn-
um tjöldum. J. J.
mikinn orðstír fyrir list sína. Meöal
annars hefir eitt af málverkum hans
verið sent alla leið til Japan á lista-
sýningu. það málverk er nú til sýn-
is í G.-T.-húsinu.
Gestir í bænum: Séra þorsteinn
Briem á Akranesi, Sigurður hrepps-
nefndaroddviti Jakobsson á Varma-
læk í Bæjarsveit, Flosi bóndi Jóns-
son á Hörðuhóli í Dölum, Einar
hreppstjóri Halldórsson á Kárastöð
um, Jón gestgjafi Guðmundsson á
Brúsastöðum, séra Ingimar Jónsson á
Mosfelli í Grímsnesi, Stefán Diðriks-
son kaupfélagsstjóri á Minni-Borg,
Guðmundur bóndi þorbjarnarson á
Stóra-Hofi, Sigurður bóndi Tómasson
á Barkarstöðum í Fljótshlíð, Einar
bóndi Eiríksson á Hvalnesi í Lóni,
Sigurður Steinþórsson kaupfélags-
stjóri á Stykkishólmi, Óiafur þórar-
insson kaupfélagsstjóri á Patreks-
firði, Kristján Jónsson frá Garðs-
stöðum, Pétur bóndi Siggeirsson á
Oddsstöðum á Sléttu, Sigurður bóndi
Kristjánsson í Leirhöfn.
Lárus Helgason alþingismaður í
Kirkjubæjarklaustri hefir dvaliit i
banum um tíma.
Fóstbræðrasaga. Tímanum hefir ný-
lega borist Fóstbræðrasaga í norskri
þýðingu. Hefir „Riksmálsvernet" í
Noregi tekið sér fyrir hendur að
þýða íslendingasögur á norsku —
ríkismálið, og er þetta ein bókin.
þýðinguna hefir gert Anna Holts-
mark en Aschehougforlag gefið út.
Jón Ingimundarson
Brekku í Núpasveit
í N.-þingeyjarsýslu andaðist á heim-
ili sínu 4. þ. m. eftir skamma van-
heilsu. — Hann var fæddur á
Brekku 22. mars 1862, sonur Ingi-
mundar Rafnssonar og Hólmfríðar
Jónsdóttur er bjuggu þar rausnarbúi.
Um þrítugsaldur tók Jón við bús-
forráðum með móður sinni, er faðir
hans lést. Voru systkini hans mörg
og sum í æsku. Var þeim öllum
fengið gott uppeldi. — Árið 1904
kvæntist Jón þorbjörgu Jóhannes-
dóttur frá Ytra-Álandi í þistilfirði og
reisti sama árið bú á Brekku. Bjó
hann þar myndarbúi. Vann hann
mikið að jarðabótum og byggingum.
Ilann var höfðinglyndur maður og
er heimili þeirra hjóna orðlagt fyrir
gestrisni og greiðasemi, þótt í þjóð-
braut sé.
Jón hafði mikil afskifti af opin-
berum málum. þóttu ráð hans heil og
giftudrjúg. Hann átti sæti í hrepps-
nefnd um mörg ár. þótti hann fastur
fyrir og tillögugóður. þegar Kaupfél.
Norður-þingeyinga var skift í deild-
ir, var Jón kosinn deildarstjóri og
gegndi hann því starfi trúlega til
dauðadags. Hafði hann jafnan mik-
inn áhuga á samvinnumálum og
bindindismálum.
Jón var gerfilegur maður að ytri
sýn og mannkostamaður mikill, rétt-
sýnn og samúðarmaður. Tók hann
sárt, ef aðrir voru rangindum beitt-
ir og vildi bæta hag allra, er hann
náði til, manna og málleysingja.
Hann var glaðlyndur maður og jafn-
lyndur enda þótt á móti blési.
Jón á bjartan íeril að baki. Mann-
kostir hans og góð samviska stráði
ljósi á veg hans. Heillavænleg störf
hans eru holl hvöt þeim, er eiga lif-
ið framundan og Ijúí minning um
hann mun lengi lifa fölskvalaus i
vitund ættingja hans og vina.
þorbjörg kona Jóns lifir mann
sinn. Hjónaband þeirra var ástúð-
legt. Ást þeirra helgaði heimilið og
var friðar- og blessunargjafi öllum,
sem þar dvöldu. — þeim hjónum
varð auðið niu barna. Tvö dóu í
æsku en hin 7 eru í foreldrahúsum.
Vinur hlns látna.
----O----