Tíminn - 26.11.1927, Blaðsíða 4
196
TlMINN
Auglýsing
um
i*r
viðauka við auglýsingu 10. des>
1926 um innfluiningsbann.
Með því, að gin- og klanfnaveiki hefir gosið upp að nýju í
Danmörku og Svíþjóð, er auk þeirra vörutegunda, sem taldar eru
upp í auglýsingu 10. desember 1926 hér með samkvæmt lögum nr.
22, 15. júní 1926, um innflutningsbann á dýrum o. fl., bannað
fyrst um sinn að flytja til landsins frá þessum löndum smjör,
osta, egg, þuregg, hverskonar fóðurvörur frá mjólkurbúum, tusk-
ur allskonar, ull, brúkaðan fatnað, fiður, fjaðrir og dún. Ennfrem-
ur er bannað að flytja til landsins frá sömu löndum stráábreið-
ur, körfur úr strái, dýrahár og vörur úr því, svo sem burstavör-
ur allskonar, pensla, kústa og h rosshársborða, nema vörumar
hafi verið sótthreinsaðar undir opinberu eftirliti áður en þær voru
fluttar á skip og vottorð um það fylgi farmskrá skipsins eða
farmskirteini yfir vörumar.
Auglýsing þessi öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni
öllum, sem hlut eiga að máli. }
►
Munið hin skýru orð Yestur-íslendingsins Ásmundar Jóhannssonar á síðasta aðalfundi Eimskipafólagsins:
„Sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd í sídasta sinn“.
Kveðjið þér ekki yðar krónu í síðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með.
Vátryggið alt, á sjó og landi, hjá Sj óvátryggingarfélagi Islands.
Best. - Odýrast.
Innlent.
Góðar og göfgandi bamabækur:
Kóngsdóttirin fagra, æfintýri eftir Bjama M. Jónsson kenn., kr. 8.50.
Fjórtán dagar hjá afa, eftir Áma Ámason læknir, kr. 2.00.
Skjóna, dýrasaga eftir Einar Þorkelsson, kr. 1.00.
Bækumar fást hjá öllum bóksölum, einnig beint frá aðalútsölunni
burðargjaldsfrítt, sé andvirði sent með pöntun. Aðalútsala hjá
Prentsm. Acta h.f., Reykjavík.
Kafftbætirinn jSóley4
Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur í engu á baki
þeim kaffibæti, sem bestur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt,
að vandlátustu kaffineytendur þekkja ekki tegundimar í sundur
á öðm en umbúðunum.
H.f. Jón SigmundsBon & Co.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 21. nóvember 1927.
Tvyggvi Þórhallsson
Vigfús Einarsson.
ThorkilHsjóðurinn
I 49. tölublaði Tímans er út
kom 5. nóvember, er grein með
yfirskriftinni: „Nýtt ' íhalds-
hneyksli". Grein þessi fjallar um
samband Oddfellowreglunnar við
Thorkillisjóðinn samkvæmt til-
skipun 27. ágúst þ. á., en með því
þar er alveg rangt skýrt frá
þessu sambandi, og auk þess á
hann hátt, að það getur kastað
skugga á Oddfellowregluna, verð
eg sem æðsti maður hennar hér
á landi að leiðrétta þetta.
Árin 1919—1923 hjelt Odd-
fellowreglan hér uppi sumarvist-
arhæli í sveit fyrir veikluð böm.
Vegna ýmsra erfiðleika, sérstak-
lega um húsnæði, hefir þessi
starfsemi reglunnar legið niðri
síðan 1923, en hún hefir í þess
stað snúið sér að því að útvega
fé í þeim tilgangi að reisa á góð-
um stað eigin hæli handa börnum,
þótt reglan hafi nú safnað saman
milli 40 og 50 þúsund króna, sem
handbært er, var þó litið svo á,
að alllangur tími mundi líða,
þangað til hún gæti reist hælið
og rekið það ein, og út af fyrir
sig. Hún sneri sér því til stjóm-
arinnar, og bauðst til að gefa
Thorkillisjóðnum fymefnda upp-
hæð með því skilyrði, að sjóður-
inn reisi hæli fyrir veikluð böm
í Kjalamesþingi, og að stjóm
sjóðsins sje skipuð á þann hátt,
sem tilskipunin hermir.
Það sést á þessu, að það er al-
veg rangt, sem í greininni stend-
ur, að Thorkillisjóðurinn hafi ver-
ið afhentur Oddfellowreglunni.
Það er þvert á móti Oddfellow-
reglan, sem hefir gefið sjóðnum
liðugar 40 þúsundir króna, til
að uppfylla skilyrði gjafabréfs
stofnanda sjóðsins, sem aldrei
hafa orðið uppfylt enn sem kom-
ið er. Eina breytingin, sem gerð
hefir verið, er á stjóm sjóðsins.
Það má náttúrlega altaf deila um
það, hvemig stjóm sjóðsins skuli
skipuð, en þegar þess er gætt,
að tveir af stjórnendum sjóðsins
eftir ákvæðum tilskipunarinnar,
hafa síðustu 23 ár stjórnað
sjóðnum, hvor í sínu lagi, annar
13 ár, en hinn 10 ár, án þess að
hafi verið fundið, þá ætti stjórn
sjóðsins ekki að verða lakari eft-
irleiðis, er þeir skipa hana í sam-
einingu, að viðbættum völdum
þriðja manni.
Kl. Jónsson.
----o——
Islenskur þepréttur
á Grænlandi.
Grandvallarákvæði um jafn-
rétti íslendinga og Dana á Græn-
landi, ,eftir sambandslöggjöfinni,
stendur í 6. grein hennar og er
hún árétt og skýrð í athuga-
semdum við frumvarpið (sbr.
sérpr. Alþt. 1918 Rvk. s. á. bls.
17), þar sem sérstaklega er lögð
rík áhersla á það, að „öll ríkis-
borgararéttindi séu algerlega
gagnkvæm, án nokkurs fyrirvara
eða afdráttar". Ennfremur segir
á sama stað „að afnema verður
allar þær takmarkanir, sem nú
eiga sér stað á fullu gagnkvæmu
jafnrétti —“. Verða menn og að
gjöra sér það algerlega ljóst, að
slíkt afnám ójafnaðar um þegn-
réttið á ekki og getur ekki gjörst
með neinni löggjöf, hvorki al-
mennri né stjómskipulegri í
j hvoru ríki sem væri. Þetta leið-
I ir þegar af samningseðli sam-
| bandslaganna sjálfra. „Afnám“
! ójafnaðar um þegnréttixm er
fyrirskipað og lögleitt — og af
því leiðir að hér er ekki, og get-
ur ekki verið um annað að ræða,
heldur en umboðsleg ákvæði og
fyrirskipanir, er fara skulu í þá
átt að fella ójöfnuðinn niður.
'Næst eftir þessu taka athuga-
semdir sambandslaganna „græn-
lensku þegnstöðuna“ til umsagn-
ar, öldungis og einungis að því
er lýtur að fiskiveiðum í land- ■
helgi þar vestra. Mexm gæti þess '
vel að þar er ekki minst á xiein
önnur réttindi heldur en þessi. j
I Eftir alviðurkendum reglum um :
i lagaþýðing er það gersamlega
andstætt orðum og anda sam-
bandslaganna sjálfra, að hér sé 1
i undanskilið nokkuð aimað, er j
lúti að notkun Grænlands heldur j
i en aðeins fiskiveiðar. 1 öllu öðxru, i
undantekningarlaust, hafa Islend-
ingar, frá þeim degi er sam-
bandslögin öðluðust gildi, haft
fullkominn þegnajöfnuð með Dön-
um, eftir þeirra eigin yfirlýsing-
um, bæði á sjó og landi iiman
réttarsvæðis þess, er Grænland
nær yfir.
Eg hefi leyft mér að benda á
SYuntuspennur
Skúfhólkar,
Upphlutsmillur og
og alt til upphluts
Trúiofunarhringarnir
þjóðkunnu. Mikið af steinhringum.
Sent með póstkröfu út um land
ef óskað er.
Jón SigmundMon gnllamiður.
Sími 888. — Laugaveg 8.
Islandssaga
Jónasar Jónssonar, annað hefti,
er nú komin út endurprentuð.
Hún er seld í flestum kaupfélög-
um úti um land og nokkrum bóka
búðum. 1 Reykjavík fæst hún í
Bókabúðinni á Laugavegi 46,
Bókaverslun Þór. B. Þorláksson-
ar, Bókaverslun Þprsteins Gísla-
sonar, Bókaverslun Arinbjamar
Sveinbjamarsonar. 1 Hafnarfirði
hjá Einari Þorgilssyni og Þor-
valdi Bjamasyni. Verð kr. 2,50.
I heildsölu hjá:
Tóbaksverslun íslands h.f.
það á ýmsum stöðum áður hve
einskorðuð em sameiginleg af-
skifti Dana og Islendinga af mál-
um vorum, samkvæmt ákvæðun-
um um stofnun dansk-íslenskrar
ráðgjafamefndar sbr. 16. gr. í
sambandslögunum. Allar stjómar-
ráðstafanir enx algerlega undan-
skildar tillögum eða fyrirmælum
þeirrar nefndar. Af því leiðir að
vér erum algerlega sjálfráðir um
fyrirskipanir til notkunar lands
og sjáfargæða innan og utan
lands á grænlensku réttarsvæði.
Af þessum fáu athugasemdum
geta menn gjört sér það ljóst
hvað leiða mætti af því fyrir
STILLUR
kvæði eftir Jakob Thorarensen. — Verð kr. 5.50 og 7.00 í bandi.
Fæst bjá öllum bóksölum.
Aðalútsala: Frentsmiðjan Aota h.f., Mjóstræti 6.
PRJONAVÉLAR
25 áireL innleiicL reynsla
hefir sýnt og sannað, að nBRITANNIA“ prjónavélarnar frá Dresdner
Strickmaschinenfabrik eru ðllum prjónavélum sterkari og endingarbetri
Vólarnar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaði
„6ritannia“ prjónavélar eru édýrastar.
Samband ísl. samvinnufél.
Ljóðabækur.
Islendingar em flestum þjóðum ljóðelskari. Þessar bækur verða
því í eigu allra ljóðelskra manna:
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Kveðjur (em að verða uppseld-
ar) ób. kr. 7.00, ib. 8,50, betra band 10.00, alskinn 20.00.
Gísli ólafsson frá Eiríksstöðum: Nokkrar stökur, ób. kr. 2.00.
Grétar ó. Fells: Glampar ób. 7.00.
Hannes Guðmundsson: órar ób. 3.00, ib. 4.50.
Jóhannes úr Kötlum: Bí, bí og blaka, ób. 5.00, ib. 6.50.
Stefán frá Hvítadal: Heilög kirkja, kr. 3.50.
Bækumar fást hjá öllum bóksölum, einnig beint frá aðalútsölunni
burðargjaldsfrítt, sé andvirði sent með pöntun. Aðalútsala hjá
Prentsm. Acta h.f., Reykjavík.
danska þegnstöðu á Islandi ef
hindraðar yrðu nú framvegis til-
í’aunir Islendinga til þess að hag-
nýta sér, að einu eða öðm leyti,
þau auðæfi sem nýlenda vor
hin foma á að bjóða oss, til
handa gamla móðurlandinu. At-
kvæðagreiðsla um þegnjöfnuð
með Dönum framvegis eftir 1943,
þai-f ekki að fara fram — sbr.
lög ríkjasambandsins, ef þeir
brjóta sáttmála á oss fyrir
handan sundið.
En sérstök ástæða er til þess
að minnast í þessu sambandi á
þá mikilvægu og örlagaiíku
skyldu, sem hvílir á æðstu stjóm-
arvöldum vomm um óhagganlega
árvekni í því að gæta vel hins
lögsamda jafnréttis. Stjómaxráð-
ið 1 Reykjavík og konungur vor
sjálfur standa í þeim efnum með
forustu yfir framsókn vorri um
endurreisn ríkis vors, ásamt öll-
um þess rétti og öllum þeim ó-
grynnis auðæfum, sem óðul vor
eystra og vestra geyma oss til
handa.
Einar Benediktsson.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson,
Lokastíg 19. Sími 2219.
Prentsmiðjan Acta.