Tíminn - 26.11.1927, Blaðsíða 3
TlMINN
195
ei' nafn á heimsfrægri kaffibætistegund, sem framleidd hefir verið í 69 — sextíu og níu — ár af þektustu kaffibætisverksmiðju Holl-
lands, en svo sem kunnugt er, standa Hollendingar öðrum þjóðum langt framar um tilbúning á þessari vörutegund.
Þessi kaffibætir hefir níu sinnum hlotið gull- og silfur-medalíur vegna framúrskarandi gæða sinna, enda er hann búinn til úr
allra bestu efnum, völdum og rannsökuðum af þaulvönum mönnum.
Þeir, sem reynt hafa, telja V E R O - kaffibæfcinn þann langbesta kaffibæti, sem fáanlegur er hér á landi.
Kaupmenn og kaupfélög! Spyrjist fyrir um verðið og látið reynsluna sannfæra ykkur um ágæti þessarar vöru.
Heildsölubirgðir
(í vi-kössumog 1/4-kössum)hjá Hsl 1XdóTi !Eínkssyui
Hafnarstræti 22, Reykjavík. Sími 175.
týrablær. Skýrir hún frá eyði-
merkurlífi Bedúa, ástum og mann-
göfgi, ágimd og hemaði, hjátrú
og göldmm. Söguhetjan, Abdal-
lah, er frábær að atgerfi, val-
mensku og einlægu trúartrausti.
Er hann ágæt fyrirmynd ungum
mönnum. Og allir, sem lesa sög-
una með athygli, hvort sem þeir
em ungir eða gamlir, hljóta að
skemta sér við lesturinn og sækja
þangað uppörvun og nokkum
stuðning sínum betri manni.
Sagan er vel skrifuð og vitur-
lega. Og íslenskan á henni gull-
falleg, eins og á öðm því, sem
Sigurður Kristófer lét frá sér
fara. Þá em og allmargar penna-
teikningai- í bókinni, eftir Bjöm
listamann Bjömsson, og gera þær
hana enn eigulegri.
Það skiftir og ekki minstu
máli, að allur ágóði, sem verður
að útgáfu bólcarinnar, rennur í
Stúdentagarðssjóðinn. Ætti það
að vera góðum mönnum hvöt til
þess að kaupa þessa bók heldur
en aðrar lakari eða jafngóðar.
Bókin kostar nú aðeins kr. 6.50, í
vönduðu, gyltu bandi, og er
ágætlega fallin til tækifærisgjafa.
Jakob Kristinsson.
----o----
Fréttlr.
Verðlann fyrir húsgagnasmlðl. Tím-
inn vill vekja eftirtekt almennings á
því, að verðlaunin fyrir best gerða
uppdrætti að íslenskum húsgögnum,
sem auglýst voru í blaðinu í vor,
hafa verið hækkuð um 200 kr. —
Samband norðlenskra kvenna lagði
í fyrstu fram 200 kr. í þessu augna-
miði, en nú hefir ársritið „Hlín“ bætt
100 kr. við og Heimilisiðnaðarfélag
íslands öðrum 100 kr., svo verðlaun-
in eru nú 400 kr. — þeir, sem keppa
vilja um verðlaun þessi, þurfa að
senda uppdrættina fyrir 1. jan. 1928
til formanns heimilisiðnaðarnefndar-
innar, Halldóru Bjamadóttur, Há-
teigi, Reykjavík.
Álieit. Ónefnd kona í Breiðdal hef-
ir sent Tímanum 5 kr. áheit til
Strandarkirkju. Ónefndur maður á
Langanesströndum 5 kr.
Séra Magnús Helgason skólastjóri
biður þess getið, að hann hafi ekki
verið heill heilsu nú undanfarið.
Hafi því dregist um of að viðurkenna
og þakka þann sóma, er nemendur
sínir eldri og yngri hafi til sín gert á
sjötugsafmælinu. Biður hann Tímann
að flytja þeim hugheilar þakkir og
kveðjur.
Vígðar kirkjuklnkkur. Eins og
kunnugt er, láta kaþólskir menn
reisa mikla kirkju í Landakoti. Verð-
ur það veglegasta guðshús, sem bygt
hefir verið- á íslandi og að likind-
um fegursta hús landsins. Yfirsmið-
ur kirkjunnar, Jens Eyjólfsson, hefir
gefið kirkjunni þrjár klulckur. Kost-
uðu þær 20 þús. kr. Vom klukk-
urnar nýlega vígðar með mikilli við-
höfn. Munu þær bera mjög langt af
öllum kirkjuklukkum landsins.
Uppskipun í Rvík. Vinnubrögðum
við uppskipun í Reykjavík hefir alt
að þessu verið stórlega áfátt. Hafa
menn verið látnir stimpast fyrir
litlum handkerrum. Nú hefir Eim-
skipafélag íslands bætt úr þessu fyr-
ir sitt leyti. Hefir félagið nýfengið
dráttarvagna, er ganga fyrir vélafli,
til uppskipunarvinnu.
Efnagerð Reykjavíkur er nýbyrjuð
að framleiða súkkulaði. Em það
tvær tegundir, Fjallkonusúkkulaði
og Lillu-súkkulaði. Er hið fyrnefnda
ætlað til suðu aðeins en hið síðar-
nefnda bæði til suðu og til neytslu
án suðu. Hefir Efnagerðin fengið vél-
ar af allra nýjustu gerð og þýskan
kunnáttumann í þessari grein, sem
hefir unnið lengi við stórar verk-
smiðjur í þýskalandi. Skiftir miklu
að i byrjun hverrar greinar iðnaðar
hér á landi sé vandað af fylstu kost-
gæfni til framleiðslunnar. Virðist
Efnagerðin" hafa vel gætt þessa
meginskilyrðis. Er og skemst af því
að segja, að þessi vara hennar mun
standa fyllilega á sporði bestu teg-
undum samskonar vöru erlendrar.
Ferðamannafélag. í ýmsum löndum
tíðkast félög, sem hafa það verksvið
að auka þekkingu manna á landi
sínu og greiða götu erlendra ferða-
manna, sem vilja kynnast landi og
Fiano, Harmonium,
Fiðlur, Cello, Guitarar, Mandolin, Munnhörpur, Harmonikur, Flaut-
ur, Trommur, Grammofónar, Grammofónplötur í miklu úrvali, m.
a. allar íslenskar plötur og nýjustu danslög. Nótur fyrir píanó,
harmoníum, söng, fiðlu, cello, guitar. —
Vörur sendar gegn eftirkröfu út um alt land.
KATRÍN VIDAR
Hljóðfæraverslun Lækjargötu 2. Sími 1815.
þjóð. Nokkrir menn í Reykjavík liafa
boðað til almenns fundar í Kaup-
þingssalnum kl. 2 á morgun, til
þess að ræða þar um stofnun sams-
konar félags hér á landi.
Ritsafn eftir Gest Pálsson er ný-
komið út, stór og vönduð bók, 544
bls., með ritgerð um höf. eftir Einar
H. Kvaran, kostar áskrifendur kr.
10.00, í bandi kr. 12,50. Áskriftalistar
liggja hjá bóksölum.
Merk bók. Hin fræga barnabók
Selmu Lagerlöf: „Nils Holgerssons
underbara resa gennom Sverige", er
að koma út í íslenskri þýðingu. Að-
alsteinn skólastjóri Sigmundsson hef-
ir þýtt bókina með leyfi höfundar, og
nefnist þýðingin: „Njáls saga þumal-
ings á ferð um Svíþjóð". Kemur I.
bindi bókarinnar nú fyrir jólin, og
verður prýtt myndum eftir Tryggva
Magnússon. — Útgefandi biður þá,
er hafa undir höndum áslcriftalista
að bók þessari, að senda þá sem
fyrst, til hans, eða til prentsmiðj-
unnar „Acta“ í Reykjavik.
Flateyjarbók. Ritstjóri Tímans (sími
2219) tekur á móti áskriftum og gef-
ur upplýsingar um útgáfuna. Verð
bókarinnar mun verða alt að hálfu
lægra en nú gerist verð á bókum.
Áskriftarverð mun lægra en bók-
hlöðuverð.
Vigfús Guðmundsson gestgjafi i
Borgarnesi er staddur hér í bænum.
Halldór Júlíusson sýslumaður hefir
nú lokið rannsókn sinni í atkvæða-
fölsunarmálinu í Hnífsdal. Hann kom
að vestan með Óðni í gærkvöld.
-----O-----
Frá fltlðndm
Þráðlaust talsamband hefir
undanfarið tekið stórstígum fram-
förum og er talið komið af til-
raunaskeiði. Hefir nýlega verið
meðal annars opnað slíkt talsam-
band milli Berlínar og Buenos
Ayres í Suður-Ameríku. Hefir það
reynst vel og heyrist jafnskýrt
eins og þegar talað er innanbæj-
ar. Senditækið í Berlín hefir 20
kv. orku í loftnetið og öldulengd-
irnar, sem sent er á 14.9 og 17.38
metrar. Loftnetinu er þannig
fyrir komið að beina má skeyt-
um í ákveðna átt. Hafa verið
send myndskeyti þessa leið og
tekist vel.
— Lögreglan í Þýskalandi hefir
tekið fasta nokkra Rússa og Þjóð-
verja, sem hafa orðið uppvísir að
því, að hafa falsað geisilegar upp-
hæðir af rússneskum bankaseðl-
um. Aðalmaður falsaranna er
Gregoríumaður. Telur hann, að
fölsunin hafi verið framin í þeim
tilgangi, að hnekkja gjaldeyri
Rússa og losa Gregoríu undan
áhrifum þeirra.
— Bretar hafa ákveðið að
byggja aðeins eitt af þremur
beitiskipum, sem smíða átti á
þessu ári. Var þess vænst, að
Bandríkjamenn myndu fylgja
þessu fordæmi, en fregnir herma
að þeir muni í engu draga úr
herbúnaði fyrir þessar sakir.
* ................... *
B. P. KALMAN
hæstaréttarmálaflutningsmaður.
JÓN ÓLAFSSON
cand. juris.
Málflutningur,
skuldainnheimta.
Hafnarstræti 15. Rvík.
»■-
— Deilan milli forystumanna
Rússa virðist stöðugt harðna og
þykir ósýnt til hvers muni draga
í þeim málum. Um 350 fylgis-
menn Trotskys voru reknir úr
Kommunistaflokknum. Mælt er að
ráðstjómin óttist að fylgi Trot-
skys muni reynast meira en hún
myndi kjósa og að hann kunni
jafnvel að fá herinn meira eða
minna á sitt band. Bárust hing-
að fregnir um að ráðstjómin
hefði jafnvel óttast uppreist og
haft flugvélar til taks, ef hún
yrði neydd til að flýja skyndilega.
.— Stjómarskifti hafa nýlega
orðið 1 Belgíu. Heitir hinn nýi
stjórnarforseti Jasper. Hefir hann
myndað samsteypustjóm þar sem
kaþólsku flokkamir og frjáls-
lyndu flokkarnir hafa tekið hönd-
um saman.
— Mælt er að Rússar muni
flytja róttækar tillögur á afvopn-
unarfundi þjóðabandalagsins. —
Sömuleiðis vinna þeir að endur-
nýjun stjórnmálasambands við
Breta.
sjóður og sparisjóður Eyrar-
bakka bera aðallega skaðann.
Þeir menn, sem hrintu þessu fyr-
irtæki af stað, gerðu það í al-
gerðri ráðleysu og hafa með
frumhlaupi sínu sannað áþreifan-
lega hve ófærir þeir voru að hafa
forgöngu í almennum málum.
Um sama lejrti og íhaldsfor-
kólfamir á Eyrarbakka reistu
spítalann og settu sparisjóðinn í
strand, efndu þeir til rafstöðvar
á Eyrarbakka og létu mótor
knýja vélarnar. Nú er rafveita
þessi margfaldlega gjaldþrota, og
skuldir, sem nema mörgum tug-
um þúsunda, leggjast á bæjar-
búa, sem ekki rísa undir gjöld-
unum. Má búast við, að fólk
leiti burtu úr bæjarfélagi, sem
svo grálega hefir verið leikið á
margan hátt.Hafa bæjarbúar,sem
vonlegt er, leitað á náðir lands-
ins og bankanna, en rekið sig á
að „sérfræðingar" íhaldsins hafa
skilið Eyrarbakka eftir í vanda,
sem ekki verður leystur á svip-
stundu.
Nú víkur sögunni að Flóaáveit-
unni og afleiðingum heimar.
Hingað til hefir verkinu verið
haldið uppi með lánsfé, úr ríkis-
sjóði og frá bönkunum. I lengstu
lög munu menn vona að gras-
vöxturinn aukist til muna, en ef
þungi áveitunnar á ekki að verða
óbærilegur, þarf fólki og býlum
að fjölga stórlega á áveitusvæð-
inu, en ekkert hefir enn verið
gert til að greiða þar fyrir heim-
ilafjölgun. Með sama fólks- og
býlafjölda og verið - hefir, mun
niðurstaðan verða lík og á Skeið-
unum, að margir bændur verða
mun lakar settir en áður, og geta
tæplega haldið jörðum sínum, er
til afborgunar kemur af frum-
láninu. Á hinn bóginn eru ráð- |
gerðar miklar framkvæmdir í I
Flóanum á næstu missirum, og
verður fé til þeirra að koma úr
ríkissjóði eða sama sem. Verði i
stigin öfug spor í málinu kemur
sá skaði vitanlega á bak allra
landsmanna eins og endranær,
þegar hinum „sérfróðu“ sést yfir
„óbilgjörnu klappirnar“.
Um nokkra stund hafa þessir
menn starfað í nefnd til að und- 1
irbúa lausn vandamála í sam- I
bandi við áveituna. I henni voru !
Magnús Þorláksson bóndi á Bhka-
stöðum, Zoega vegamálastjóri og
Valtýr Stefánsson ritstjóri. Nið- |
urstaðan af rannsóknum í mál-
inu er sú að byggja þurfi vegi '
um Flóann fyrir 200 þús. og
mjólkurbú fyrir 150 þús. kr.
Ætlast er til að landið láni þetta,
enda mun lítt aðhafst í málinu
án þess.
Nefndin hefir valið hinu nýja
mjólkurbúi stað í Flóanum, þar
sem fram að þessu hefir einung-
is verið um fremur lélegt brunn-
vatn að ræða, og engin leið að
ná í lindarvatn úr fjöllum nemar
með afarmiklum kostnaði, langri
leiðslu, þar á meðal yfir ölfusá,
og mun ekki auðhlaupið að því,
er einangra skyldi móti frostum.
Auk vandkvæðanna við vatnið á
þessum stað, þarf að flytja þang-
að olíu og kol úr fjarlægum lönd-
um til hitunar og hreyfiafls. En
nokkra km. frá þessum stað er
blómleg sveit, sem tæplega fær
að vera með í þessari miklu
landssjóðsútgerð. Þar er nógur
hverahiti, hentugt vatnsafl til
virkjunar, og gnægð af góðu
lindarvatni. En „sérfræðin“ vilt-
ist fram hjá ^essu af einhverri
dularfullri þrá,<’ sem leiðbeinir í-
haldsforkólfunum á „óbilgjömu
klöppina“ í hverju máh.
Lítill vafi er á að hér bætist
við einn kafli í raunasögu bænda
í Ámessýslu undir handleiðslu
„sérfræðinnar“. Dýrt og mikið
mjólkurbú verður bygt fyrir Fló-
ann einan og nábúasveitir settar
hjá. Brunnar verða grafnir eftir
mýrarvatni. Kol og olía flutt úr
fjarlægum löndum til starfræksl-
unnar í búið. Eftir dálítinn tíma
finna menn „óbilgjörnu klöpp-
ina í smjörhúsmálinu. Landið er
búið að leggja stórfé í fyrirtækið
og til sameiginlegs skaða fyrir
bændur í Flóanum og landssjóð,
er svo leitað að nýjum bjarg-
ráðum eins og í hinum dýra,
áðurnefndu ósigrum íhaldsleið-
sögunnar austanfjalls.
Hver einasti ókunnugur maður
sem fengi yfirlitsskýrslu um fjár-
hag þeirra manna, sem lent hafa
í efnalegri hættu við Skeiða- og
Miklavatnsmýraráveiturnar, við
hrun Ingólfs, Heklu og spari-
sjóðs Eyrarbakka, eða í ónota-
legu nábýli við lánin til spítal-
ans, rafstöðvarinnar á Eyrar-
bakka og hinar tilkomandi fram-
kvæmdir síðustu íhaldsnefndar,
myndi búast við því að fjármála-
vandkvæðin í vissum bygðum
eystra, stöfuðu af iðjuleysi bænd-
anna þar. En því fer fjarri. Dóm-
ur Sigurðar Sigurðssonar er í
aðalatriðum réttur. Jafnt í þeim
bygðum sunnanlands, sem versta
skelli hafa fengið, og hinum, sem
betur era settar, búa menn sem
síst spara orku sína til erfiðis-
vinnu bæði á sjó og landi.
En hverju sætir þá að dugandi
menn í góðum héraðum eiga svo
í vök að verjast, að hvað eftir
annað verður þjóðin öll að koma
og rétta hjálparhönd?
Raunasaga sú sem rakin er hér
að framan, svarar spurningunni
ótvírætt. Bændur austanfjalls
hafa lagt út í umbótabaráttu og
haft til trausts og halds „sér-
fræðinga“ frá íhaldinu, ýmist af
Eyrarbakka eða Reykjavík. Og
sagan um „óbilgjörnu klöppina"
hefir alt af endurtekið sig. Þegar
•búið var að eyða því sem til náð-
ist frá einstaklingunum, sem að
framkvæmdunum stóðu, velta sér-
fræðingamir brosandi leifunum
af byrðinni yfir á bankana eða
ríkissjóð.
Sem betur fer hafa fáar bygð-
ir landsins verið herjaðar jafn
grimmilega eins og ýmsar sveit-
ir Árnessýslu, enda munu þær
gjalda nábýlis við höfuðstaðiim,
þar sem leiðsaga í allskonar
vandamálum verið næsta auð-
fengin frá fylgiliði Morgunblaðs-
ins.
Um mörg undanfarin ár hafa
íhaldsmenn reynt að telja lands-
mönnum trú um að þeir hefða
sérstaklega góða hæfileika til að
hafa á hendi forustu um fram-
kvæmdir og félagsmál.Utan kaup-
túnanna hafa þeir fengið mest og
best tækifæri til að sýna hæfi-
leika sína í forstöðu áðurgreindra
framfaramála í Árnessýslu. Dóm-
ur reynslunnar virðist vera sá að
fyrst eyðileggur umbótin eins og
hún er gerð fjárhag einstakling-
anna, sveitarfélagsins og kastar
síðan á bak landsmanna allra því
sem eftir er af þunga axar-
skaftanna.
Ámesingar virðast hafa lært af
reynslunni. Engin sýsla á landinu
hefir öllu ákveðnar neitað að
þiggja póltíska íhaldsleiðsögn og
munu flestir líta svo á að það
vantraust sé bygt á ærið sterkum
rökum.
En raunasaga íhaldsforstöð-
unnar nær til allra landsmanna.
Hvenær sem félagsmálasaga Is-
lands frá síðustu árum verður
rituð, mun koma í ljós, að Ihald-
ið hefir alstaðar skilið eftir rúst-
ir. Báðir bankarnir eru orðnir
varasjóðslausir og stórskuldugir
við útlönd. Síldarútvegurinn, sem
var sérstakt eftirlætisgoð íhalds-
forkólfanna, er búinn að eyði-
leggja fjárhag nálega allra sem
hann stunda og að heita má ger-
samlega kominn í hendur útlend-
inga og nokkurra íslenskra leppa.
I fisksölunni rífa íhaldssamherj-
amir hver annan niður, í stað
þess að vinna saman. Ihaldið virð-
ist í hverjum einstökum þætti fé-
lagsmálanna hafa hrasað um „ó-
bilgjarna ldöpp“ af sömu ástæð-
um og verkfræðingamir sem
mældu fyrir áveituskurði Skeiða-
manna. J. J.
----o-----