Tíminn - 03.12.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.12.1927, Blaðsíða 1
©Jaíbfcti og afgrei6sluma&ur Cimans er Hannoeíg þorsteinsðóttir, Sambanöstjúsinu, KeyfjaDÍf. Cimans er i Sambanösljúsinu. ©pin baglega 9—\2 f. i). Sími 490. XI. ár. Þjóðvöxtur. Guðmundur prófessor Haunes- son hefir nýlega gert eftirtektar- verða athugun um vöxt íslensku þjóðarinnar. Samkvæmt manntali má gera ráð fyrir að þjóðinni fjölgi upp og ofan um 1500 manns á ári. Sé gert ráð fyrir að til jafnaðar séu 5 manns í heim- ili hverju, hefir fjölgunin það í för með sér, að Islendingar verða að koma upp 300 nýjum heimil- um í Iandinu árlega auk þess að viðhalda og reisa úr rústum eldri bygð landsins. — Nú gerir pró- fessorinn ráð fyrir, að minsti stofnkostnaður hvers heimilis hljóti að verða upp og ofan um 5000 kr. Verður þá ljóst að Is- lendingar þurfa að leggja árlega fram um eina miljón og fimm hundruð þús. kr. í aukinn stofn- kostnað heimila. Með öðrum orð- um sagt: óhjákvæmileg og eðli- leg heimilafjölgun krefst þess, að þjóðin auki höfuðstól sinn í húsakynnum, innanstokksmunum og búslóð um IV2 miljón árlega. Hér blasir við merkilegasta þjóðhagslegt atriði í lífi íslend- inga'. Fólksfjölgunin sjálf er eins- konar góðspá um framtíðina. Hún sýnir að þrátt fyrir undangengn- ar hörmungar og margvíslega ki-eppu, er vaxtarmáttur og líf- sækni þjóðarinnar svo mikil, að gera má ráð fyrir að land og sjór verði hér fullnumið og yrkt til hlítar þegar aldir líða. En jafnframt er ljóst hvílíkt verk- efni bíður hverrar kynslóðar. Auk þess að halda óskertri fyrri að- stöðu og reisa úr rústum fjöl- mörg heimili í landinu, verður hún að sækja stöðugt fram og auka landnám sitt með hverju ári. Þjóðinni má í þessu falli líkja við tré í gróðrarreit. Lífsmagn þess er frjóast í hinu unga brumi. En þar er kalhættan jafn- an mest. Vaxtarbroddur þjóðar- innar er þar sem fólk á blóma- skeiði byggir ný heimili. Þar er orkan mest og vænlegust til nýrra átaka. Hinsvegar eru van- efni hvergi slík. Sé gert ráð fyr- ir að æskufólk hverfi úr foreldra- húsum um tvítugsaldur og eigi með sig sjálft um fimm ára skeið, uns það giftist og stofnar heimili, mun þó oftast skorta mikið á nægileg efni, jafnvel þó ítrustu sparsemi hafi verið gætt. Skylda þjóðarinnar gagnvart eigin framtíð er því sú, að koma til hjálpar þeim nýgræðingi, sem þannig berst til lífsins, án þess þó að draga úr hollri raun hans og frumbýlingsátökum. Vöxtur þjóðarinnar hefir á undanfömum árum farið allur fram í bæjum landsins og sjáv- arþorpum. Hin ungu heimili hafa nálega öll verið stofnuð á möl- inni. Framtíð þeirra byggist að mestu á svipulum sjávarafla 0g kvikum markaði. Auk þess hefir nýmyndunin vaxið upp undir handleiðslu þeirra manna, sem hafa átt meira af kappi en for- sjá í ósleitilegri sókn á djúpmið- in. Hlýtur það að skifta mjög miklu fyrir framtíðarörlög þjóð- arinnar, að nýmyndunin og ná- lega öll hin gróandi æska lands- ins hefir staðnæmst á gróður- lausri mölinni og við rányrkju, þar sem viðleitni hennar hefir að miklu leyti snúist í ófarnað, með- an óyrkt en gróðurvænleg land- flæmi bíða eftir átökum ungra handa, til þess að mega gróa á hverju vori. Tvennskonar verkefni liggur fyrir, ef taka skal við eðlilegum vexti þjóðarinnar. Annað er það, að forða hinum ungu heimilum kaupstaðanna frá niðurbroti með hagnýtum skipulagsráðum, verk- bótum og aukinni iðju. Hitt er að græða land til nýrra heimila bæði í grend við bæi og sjávarþorp og í auknu landnámi sveitanna. Býlafjölgunar- og landnámsmálið er því um þessar mundir öndveg- ismál þjóðarinnar. Það eitt mál miðai’ ótvíræðilega til óyggjandi vamar gegn því, að vaxtarbrodd þjóðarinnar kali til stórhnekkis í þeim hretviðrum, er nú geysa á þeim tímum, sem að vísu mega teljast vor í íslensku þjóðlífi. ----o---- Bækur og lisfir. „Brudekjolen". I fyrrahaust komu út hjá Aschehoug í Osló nokkrar smá- sögur, „Islansk kjærlighet“, eftir Kristmann Guðmundsson. Höf- undurinn er ungur, farinn til Noregs fyrir nokkrum árum. Hér heima átti hann örðugt upp- dráttar, eins og títt er um unga menn af hans gerð. Smákvæði, er birtust við og við eftir þennan höfund, vottuðu þégar ótvíræð- lega, að maðurinn er skáld. Nú hefir þessi ungi maður unnið sigur á fyrstu og örðugustu tor- færum skálda. —- „Brudekjolen“ er skáldsaga eftir hann, 300 bls. að stærð, nýútkomin hjá Asche- houg & Co. Hún gerist á íslandi og er saga tveggja kynslóða á tímamótum í sögu landsins. Mis- hepnaðai’ ástir er undirstraumur frásagnarinnar. Líf nálega allra persónanna fellur afvega og hin ómildu örlög virðast rísa af skap- gerðarveilu fólksins, hiki og skapþótta. Mun orka tvímælis um, hvort Islendingum er þar rétt lýst og svipar frásögninni um sumt til norskra mannjýs- inga. Þættir öriaganna eru hag- lega brugðnir og rís frásögnin eðlilega til fyrirhugaðra marka. En er hnútur örlaganna raknar og misþungi atburðanna leitar sér jafnvægis, tekst höfundinum siður listfengilega. Fatast skáld- um og eigi síst viðvaningum, helst í slíkri raun. Segja má, að öfga kenni um sumt eins og af- káraskap Kristjáns og að kald- lyndi Björns, tilfinningamanns- ins, gagnvart einkabarni sínu og konunnar, sem hann harmaði, sé mjög torskilið. — En ekki ber að líta jafnmikið á viðvanings- tökin eins og hitt, að frásagnar- háttur höfundar er listfengilegur, stíllinn leikandi léttur, frásögnin kvik af lífi og litum. Atburðir og útsýn standa ljóslifandi fyrir augum lesanda. I sálarlífslýsing- um er víða dýpra skygnst en orðin greina. Myndin af íslensku sveitalífi er ef til vill nokkuð glæst en í meginatriðum sönn. Yfir lýsingum af íslenskri nátt- úru og þjóðlífi hvílir rómantísk- ur blær, sem vakir eins og þægi- leg kend í huganum að loknum lestri. — Bókin er fyrirtaks skemtilestur. -----0---- Reykjavík, 3. desember 1927. 53. blaS. Hjer meS tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan min, Jensína Kristín Jónsdóttir andaðist 26. nóv. að heimili okkar, Aust- urhverfi í Hafnarfirði. Eyjólfur Stefánseon frá Dröngum. Utan úrheimi Þingræði Facista. Ekki verður það talin nýlunda að kynlegar fréttir berast af stjómarfarinu á Italíu. Atburðir síðustu ára hafa allir hnigið í þá átt, að hnekkja lýðfrelsi þjóð- arinnar og íhlutun almennings um stjórnarfarið, en leggja völdin meira og meira í hendur einvalds- herrans. Samt munu nú vera í að- sigi stórfeldustu aðgerðimar í þessa átt. Stórráð Facista hefir nýlega á- kveðið að leggja fyrir þingið, er það kemur saman í janúar, til- lögur um gagngerðar breytingar á skipun þingsins og valdsviði. Jafnframt verður kjörfyrirkomu- laginu gerbreytt. Á skipun hins nýja þings að verða sem hér seg- ir: Þingmönnum verður fækkað um 160, ofan í 400. Verða þing- mennirnir kjömir með þeim hætti að stórráðið útnefnir þing- mannaefnin, sum beinlínis og önn- ur eftir uppástungum hinna ýmsu iðaðar- og atvinnurekenda-félaga. Við þessa útnefningu mun stór- ráðið líta á ekki einungis persónu- lega hæfileika og verðleika, held- ur og aðstöðu og hagsmuni þeirra iðnaðargreina er þeir verða full- trúar fyrir. En fyrst og fremst mun stóráðið gæta þess að val mannanna verði í samræmi við hina „almennu nauðsyn þjóðarinn- ar og núverandi stjómarstefnu". Síðan verður listi yfir hin til- nefndu þingmannaefni lagður fyr- ir þjóðina, ekki til kjörs, heldur til samþykkis, sem sést af því, að landið verður alt eitt kjör- dæmi og enginn kostur verður þess að hafna eða velja. Þar á of- an verður atkvæðisrétturmn að- eins í höndum ákveðinna stétta þjóðfélagsins: atvinnurekenda og þeirra, er að dómi stórráðs Fac- ista eiga beina hlutdeild í þjóð- framkvæmdunum og vinna al- ment gagn. Ekki er gert ráð fyrir að þess- ar ákvarðanir Facistaráðsins mæti mótspyrnu í þinginu eða hjá þjóð- inni, þvílíkri, sem jafnan gerist um róttæk nýmæli í lýðfrjálsum löndum. Er hvorttveggja, að andstaða gegn Facistum hefir ver- ið brotin á bak aftur með hvers- konar ofbeldisráðum og að þjóð- inni verður eigi gefinn kostur þess að hafna heldur aðeins að velja þá menn, er stórráðið úr- skurðar að valdir skuli verða. Með þessum ráðstöfunum er þingræði og þjóðræði algerlega brotið á bak aftur í Italíu. Kjör- valdið alt verður í höndum stór- ráðsins og þó raunar í höndum einvaldsherrans, Mussolinis. Hann er á þennan hátt að skapa falsk- an lýðræðisstimpil á ofbeldi sitt gagnvart þingi og þjóð. Hið fyrir- hugaða þing verður málamyndar- stofnun raunverulega valið af ein- valdsherranum sjálfum. Og verk- svið þess verður það eitt að segja já og amen við þeim gerðum valdræningjans, sem hann telur sér henta að fá um málamyndar- samþyktir lýðsins, sem hann stjórnar með harðri hendi og að eigin geðþótta. ----o----- Athugasemd frá Geir G. Zoega landsverkfræðingi út af greininni „óbilgjama klöppin“ bíður næsta blaðs, vegna þrengsla. Kaupfélag Skaftfellinga og slátrunin í Vík. Svar við andsvari. Sem svar við grein minni um afskifti Kaupfélags Skaftfellinga af slátruninni í Vík, sem birtist í Isafold 11. október og síðar í Morgunbl., hafa blöðin endurtek- ið staðlausar fullyrðingar, sem einhver „Skaftfellingur“ hefir látið birta í Isafold árið 1925. Er ilt til þess að vita, að jafn víðlesin blöð og Isafold og Morg- unbl. skuli ekki reyna að afla sér ábyggilegra upplýsinga, áður en þau hefja ofsóknir gegn fyrir- tæki, sem er eins nátengt og mik- ilsvarðandi fyrir fjárhagslega af- komu heillar sýslu, og Kaupfé- lag Skaftfellinga óneitanlega er. Fyrst blöðin hafa látið þetta undir höfuð leggjast, finst mér brýn nauðsyn til að gefa eftir- fai-andi upplýsingar, vegna þeirra, sem málum þessum eru ókunnugir. Þar sem annar ritstjóri Morg- unblaðsins er borinn og bam- fæddur í Skaftafellssýslu, þá ætti honum að vera kunnugt, hve feikna miklum erfiðleikum það var bundið, að koma fjárslátmn í Vík í það horf, sem nú er orð- ið og hve þörfin var mikil, að koma slátruninni á. Hann mun einnig minnast þess, þegar hraustustu menn í þessum bygð- arlögum urðu á hverju hausti, að brjótast til Reykjavíkur með vænsta og harðgerðasta fénaðixm, yfir meira og minna ófær vatns- föll og af Síðu og úr austursveit- um jafnvel að fjallabaki, þar sem flestra veðra er von, úr því að haust er komið. Kunnugir menn hafa sagt mér, að rekstrarkostnaðurinn hafi verið 1 króna á kind, sem var mikil upphæð eftir þágildandi peningaverði. Við þetta bættist, að hver kind léttist minst um andvirði annarar krónu, og frá mannúðar sjónarmiði var rekst- urinn óhæfa. Fénaðuriim kom til Reykjavíkur útpíndur og sár- fættur og svo þjakaður, að ó- sjaldan mun hafa sést blæðing undan klaufunum. Eins og að líkindum lætur, var slátrun í Vík aðalmál héraðsins á þessum tímum, um það snérust hugir manna og málið var rætt á fundum Kaupfélags Skaftfellinga (K. S.) og annars- staðar, löngu áður en til fram- kvæmda kom, því margir voru vantrúaðir á, að hægt væri að koma vörum frá Vík, að haust- inu. Endalok þessa umræðna urðu þau, að Sláturfélagi Suðurlands var send áskorun um að hafa for- göngu í málinu og sjá um slátr- unina. Sláturfélagið drógst á þetta, en setti ýms skilyrði og meðal annars það, að því yrSi *éð fyrir húsnseði til slátrunarinnar, sér algjörlega að kostnaðarlausu. Þá var reynt að safna fé hjá almenningi til húsbyggingarinnar, en sárlítið fékst (kr. 485.00), af því að bændur hafa jafnan sár- lítið handbært fé. Ef kaupfélagið hefði ekki tekið málið að sér og lánað húseignir sínar endurgjalds- laust í byrjun, hefði aldrei neitt úr framkvæmdum orðið sakir fjárskorts. Á árunum 1913—1917 léði kaupfélagið húseignir sínar til slátrunar og greiddu þeir sem slátruðu í húsunum 10 krónur, í eitt skifti fyrir öll, efnaminni menn þó aðeins 6 krónur. Frásögn „Skaftfellings" og Morgunbl. um þessa atburði hljóðar þannig: „Frá því fyrsta að Sf. Sl. byrj- aði að slátra í Vík fyrir 15—16 árum, hefir á hverju hausti verið tekið sérstakt aukagjald af hverri kind, sem slátrað hefir verið. Gjald þetta hefir verið nokkuð mismunandi, 1 kr., 75 au., 50 au. 0. s. frv.“. Hvernig vill nú Morgunbl. og „Skaftfellingur“ standa við þenn- an þvætting, þar sem öllum Skaftfellingum er vitanlegt, að alt fram til 1918 fékk K. S. ekki eyris gjald af nokkurri kind, sem slátrað var í húsum félagsins. Samskonar vaðall er það þegar Morgunbl. fræðir lesendur sína á því, að hjá Sf. Sl. hafi verið slátrað árlega í Vík 12—16 þús- und fjár og hæðst um 19 þús- und 1918. Á árum þessum hefir verið slátrað sem hér segir: 1917 .. .. 4257 kindum 1918 .. .. 18948 — 1919 .. .. 11150 — 1920 .. .. 10907 — 1921 .. .. 10900 — 1922 .. .. 11290 — 1923 . . . . 9562 — 1924 . . . . 12925 — 1925 .. .. 11176 — 1926 .. .. 11174 — 1927 .. .. 12423 — Þó keyrir fyrst um þverbak þegar Morgunbl. og „Skaftfell- ingur“ fullyrða, að Kaupfélag Skaftfellinga hafi 1925 verið búið að fá um 100 þús. kr. fyrir afnot af húsinu og að sjálfsögðu stór- mikið síðan. Sannleikurinn er sá, að frá því fyrsta 0g alt til þessa dags (slát- urfjárgjald fyrir árið 1927 ekki meðtalið), hefir kaupfélagið feng- ið samtals fyrir afnot húsa siima kr. 59.582.93, en af þessari upp- hæð hafa verið lagðar í stofnsjóð félagsmanna kr. 25.917.95. Af því sem hér er sagt, sjá all- ir sem eitthvert skyn bera á rekstur fasteigna, að þótt K. S. hefði aldrei lagt neitt af því gjaldi, sem það hefir fengið í leigu af húsunum, í stofnsjóð fé- lagsmanna, þá hefði félagið ekki fengið nema hæfilega leigu af húseigninni, sem telja má 10— 15% af byggingarverði hússins (rúmar 60 þús. kr.) með þeim vaxtakjörum, sem verið hafa hér á landi nú síðastliðin 10 ár. Væri þarflegra fyrir Morgunbl. að gera leigukjör á fasteignum hér í Reykjavík að umræðuefni, þvl hér munu þekkjast fleiri en eitt dæmi þess, að húseignir gefi af sér 30% í ársleigu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.