Tíminn - 03.12.1927, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1927, Blaðsíða 3
TlMINN 199 ei nafn á heimsfrægri kaffibætistegund, sem framleidd hefir verið í 69 — seKtíu og níu — ár af þektustu kaffibætisverksmiðju Holl- lands, en svo sem kunnugt er, standa Hollendingar öðrum þjóðum langt framar um tilbúning á þessari vörutegund. Þessi kaffibætir hefir niu sinnum hlotið gull- og silfur-medaliur vegna framúrskarandi gæða sinna, enda er hann búinn til úr allra bestu efnum, völdum og rannsökuðum af þaulvönum mönnum. Þeir, sem reynt hafa, telja V l<: K 0 - kaffibætinn þann langbesta kaffibæti, sem fáanlegur er hár á landi. Kaupmenn og kaupfélög! Spyrjist fyrir um verðið og látið reynsluna sannfæra ykkur um ágæti þessarar vöru. Heildsölubirgðir (í Vi-kössum og 1/4-kössum) hjá H 1 1 d Ó T Í Xl ÍríkSSyil 1 Hafnarstræti 22, Reykjavík. Sími 175. wiíwhpii wi Fyrstu ferðír PHILIPS sem forgöngufélag. skipa H.f. Eimskipafélags Islands frá útlöndum til íslands áriö 1928 veröa þær, sem hér segir: Skip Frá Kaupm.höfn Frá Hamborg Frá H u 1 1 Frá L e i t h Til Lagarfoss .... 7. jan. 11. jan. 14. jan. Reykjavíkur, þaðan vestur og n. u. í Goðafoss 7. — 11. jan. Norður- og Austurl. og Rvk. Gullfoss 8. — 12. — Reykjavíkur Brúarfoss 20. — 24. — Reykjavíkur Gullfoss 3. febr. 7. febr. Reykjavíkur um Austfirði Brúarfoss 14. — 18. — Reykjavíkur, þaðan vestur og n. u. í. Goðafoss 15. febr. 18. febr. Reykjavíkur Gullfoss 28. — 3. mars Reykjavíkur og' Breiðafjarðar Selfoss < 2. mars 7. mars Reykjavíkur Jónas Sveinsson læknir á Hvamms- tanga var meðal farþega á Dr. Alex- anderine frá útlöndum á þriðjudag- inn. Hann fór utan, til þess að kynna sér síðustu yngingartilraunir. Hefir nýlega verið uppgötvað meðal annars, að hægt er að auka stór- kostlega ullarvöxt sauðfjár með þvi að græða kirtla úr ungum dýrum í eldri. Gera vísindamenn jafnvel ráð fyrir að unt sé að koma til leiðar varanlegum breytingum fjárins í þessa átt. Mun Jónas læknir ætla að gera þessháttar tilraunir hér á landi og má búast við að þær verði, ef takast kynnu, vinsælli en mælt var að orðiö hefðu yngingartilraunir hans á hreppsómögum. Bruni. Bærinn Hlið á Álftanesi brann til kaldra kola 30. f. m. Slysfarir. það slys vildi til á Pat- reksfirði 29. f. m., er togarinn Leikn- ir var að leysa þar landfestar, að jámbútur slóst í höfuð stýrimanni skipsins, Ásgeiri Jóhannssyni og beiö hann bana af. „Glataði sonurinn", skáldsagan víð- kunna eftir Hall Caine er nú komin út 1 íslenskri þýðingu. Guðni Jóns- son hefir þýtt söguna og er þýðing- in að því er virðist vel af hendi leyst. Eins og kunnugt er, gerist sag- an að mestu hér á landi. Heldur þykja náttúrulýsingar skáldsins o. fl. skjóta skökku við það raunverulega. — Hefir höfundurinn sjálfur látið svo um mælt að hann hafi ekki ætlast til að lýsingar sínar yrðu raunverulegar, heldur hafi hann ætl- að „að taka mannleg viðfangsefni til meðferðar með ísland og íslensk þjóðareinkenni sem fagurt og áhrifa- mikið baksvið". „Glataði sonurinn“ er mikið ritverk í tveimur bindum, vel frá gengið. Sagan er mjög átak- anleg. Hún hefir verið þýdd á mörg tungumál. Hátiðaljóð 1930. Undirbúningsnefnd alþingishátíðar tilkynnir: Einn þáttur hátíðahaldanna á ping- völlum á að vera söngur og flutn- ingur hátíðarljóða (kantötu), er ort sé til minningar um 1000 ára afmæli Alþingis. Nú er skorað á þau islensk skáld, er freista vilja að yrkja slík ljóð, að senda þau til hátíðanefndar- innar fyrir 1. nóv. 1928. Svo er til ætlast, að íslenskum tónskáldum verði síðan boðið að semja lög við þann ljóðaflokk, sem bestur verður dæmd- ur, því verður m. a. lögð áhersla á, að ljóðin séu sönghæf, auðvitað að undanskildum framsagnarþætti (reci- tativ). Að öðru leyti verður hver höfundur að vera sjálfráður um lengd og skipan ljóðanna. Kvæðin skulu send vélrituð og nafnlaus, en merkt einkunn. Nafn höfundar skal fylgja í lokuðu umslagi, er merkt sé sömu einkunn sem kvæðið. Fyrir þann ljóðflokk, er kosinn verður til söngs við aðalhátíðina, mun hátíða- nefndin leggja til við næsta Alþingi, að greidd verði 2000 króna verðlaun, en 500 og 300 krónur fyrir tvo flokk- ana, sem næst þykja komast, enda ráði hátíðanefndin yfir öllum hinum verðlaunuðu flokkum fram yfir há- tiðina, til söngs, flutnings og prent- unar, og er höfundunum sjálfum ekki heimilt að birta þá fyr en hún er um garð gengin. Utanáskrift nefndarinnar er: Undirbúningsnelnd alþingishétíðar 1930, skrifstofu Al- þingis, Rvík. Nýr viti er nú reistur á Flateyrar- tanga í Önundarfirði. Logar hann frá 1. ágúst til 15 maí. PHILIPS re imag-nsglólampinn, sem alstaðar er þektur, og al- staðar er notaður, hefir gert PHILIPS lampasmiðjumar í Eind- hoven í Hollandi frægar um víða veröld. Þegar á bemskuárum útvarpsins fóru PHILIPS að smíða lampa fyrir útvarpstæki (radio-lampa). Var til þess stofnuð sér- stök deild, er nefnist PHILIPS RADIO. Það kom fljótlega í ljós, að PHILIPS ætluðu að verða for- göngufélag á sviði radio-lampanna, eins og þeir höfðu verið á sviði rafmagnsglólamprnna. óðfluga breiddust þeir út um allan heim, og fer hróður þeirra dagvaxandi. Þegar þessum áfæta árangri var náð, snéri PHILIPS RADIO sér að því að smíðr ýms önnur tæki, er að útvarpsnotkun lúta. Má þar til nefna, hi \ svonefndu B-spennutæki ( Anode Apparat eða Höjspændings Apparat). Tæki þessi koma í stað B-rafvaka, eða „háspennubatterianna" eins og þau stundum eru nefnd. Þá smíða þeir einnig hleðslutæki, sem gera útvarpsnotend- um auðvelt að hlaða sjálfir rafgeyma sína, í heimahúsum, án þess að þurfa að flytja þá til hleðslustöðvanna. — Ennfremur smíða þeir gella (hátalara). Allar PHILIPS vörur eru orðnar víðkunnar fyrir gæði sín, og eiga miklum vinsældum að fagna. Þegar menn tala um á- gæti tækja af þessu tagi, eru PHILIPS að jafnaði fyrst til- nefndar. PHILIPS smiðjumar láta ekki staðar numið, þótt þessum á- gæta árangri sé náð. Hjá þeim er stöðugt unnið að endurbótum. og reynslan hefir sýnt að endurbætur og nýjungar koma venju- lega fyr frá þeim en öðrum. Á næsta ári mun koma frá þeim á markaðinn ný tegund af útvarps viðtækjum. Tæki þessi verða alveg frábrugðin núþekt- um tækjum, og er ekki að efa að hér er á ferðinni jafn fram- úrskarandi vara og aðrar PHILIPS vörur. Sem dæmi upp á vandvirkni þeirra má nefna það, að tæki þessi eru fyrir æðilöngu fullgerð, en verða þó ekki látin fara á markaðinn fyr en á næsta ári. Þeir vilja sjálfir ganga úr skugga um þá galla, er fram kunna að koma við notkun, og bæta úr þeim áður en tækin komast í hendur notenda. Pyrir eyrað: — PHILIPS radio-lampinn. Fyrir augað: — PHILIPS gló-Iampinn. Umboðsmenn fyrir PHILIPS RADIO A/S. Snorri P. B. Arnar Reykjavik. Júlíus BjBrnsson Raftækjaverslun. Rafvirkjun. Simi 837. peningum, ef sakamálshöfðun hefði þar með átt niður að falla. Aðstaðan var orðin jafnljós og greinileg eins og ef sauðaþjófur, sem fallinn er í hendur réttvís- innar, býður að endurgreiða þýf- ið. Réttvísin getur ekki þegið slíkt boð. Hún hefir ekki vald til að versla með hegningarlögin. Eftir að dr. Bjöm Þórðarson hafði hafið rannsókn málsins samkvæmt beinni skipun núver- andi stjómar, var þeim íhalds- mönnum, er stóðu beint eða ó- beint að sjóðþurðinni, ljóst, hve mikinn ósigur þeir persónulega, og íhaldsstefnan yfirleitt, höfðu beðið. Eins og allir vita hefir það verið siður á blómaöld íhalds- stefnunnar að hilma yfir hverja sjóðþurð, oftast með því að láta falskt verðmæti upp í hall- ann, eins og í tíð Jóns Magnús- sonar um Siglufjarðarhneykslið. Þessari venju ætlaði íhaldið vit- anlega að beita enn og það því fremur sem margir íhaldsmenn stóðu beint og óbeint að málinu. Þess vegna lætur M. G. málið aldrei koma til dómsmáladeildar í alt sumar og enga rannsókn um saknæmi málsins fara fram. Lítill vafi er á að M. G. hefir ætlað að vera klókur með því að skilja við málið eins og hann gerði. Ef nýja stjómin sendi það undir eins til rannsóknar- dómarans, þá hefðu íhaldsblöðin fjölyrt um að kastað hefði verið burtu 70 þús., sem auðveldlega hefði mátt fá borgaðar. Glæp- samlegt athæfi og eftirlitsleysi undanfarandi ára hefði á þann hátt verið skrifað á reikning þeirra, sem skáru fyrir rætur þessara fjársvika. Ef á hinn bóginn að stjórnin hefði tekið við skjaldaskriflum og baugabrotum upp í sjóðþurð- ina, þá hefði íhaldið látið eins og rannsókn en ekki endurborgun hefðu átt að koma til greina. Samt er enn ótalinn þýðingar- mesti þátturinn í þessu máli. 70 þús. varð ekki bjargað. Sú leið var árangurslaust reynd. Þrír íhaldsforstjórar og gjaldkeri þeirra höfðu lokað þar öllum leiðum. En um leið og opinber rannsókn var hafin í einu stóra fjársvika- máli, þrátt fyrir fordæmi í- haldsins, þrátt fyrir svefn M. Guðm. í alt sumar, þrátt fyrir þær þrálátu tilraunir sem íhaldið gerði til hins síðasta til að bjarga stefnu sinni, þá var haf- in ný stefna, áður óþekt hér á landi um mörg ár. Sú stefna er í því fólgin að hegna fjársvik- um eins og öðram þjófnaði, eft- ir því sem til næst. Einn hinn djúpvitrasti maður hér á landi hefir sagt, að um langt skeið hafi aldrei neinn maður, sem átti hvítt um hálsinn, farið í hegn- ingarhúsið. Umkomulausustu mepnirnir hafa fengið að kenna á strangleik laganna. Hinir, sem áttu hvítt um hálsinn og kunn- ingja með hvítt hálslín, hafa farið í eldlegum vagni yfir tak- mörk laganna, ekki inn í land ó- dauðleikans heldur inn í samfé- lag óhegndra afbrotamanna. Mbl. hleður köst illyrða að núverandi stjórn fyrir rannsókn þá alla, er hún síðan í byrjun september s. 1. hefir látið fram fara á öllum hliðum þessa af- brotamáls. Gremjuyrði blaðsins sýna, að íhaldsmenn skilja hina víðtæku þýðingu ósigurs þeirra í þessu máli. Það er lítið og í sjálfu sér ekki eftirsóknarvert atriði að ógæfusamur drykkju- maður verður dæmdur til ákveð- innar hegningar. Hitt er miklu meira atriði, að rannsókn dr. Björns Þórðarsonar bregður skörpu ljósi yfir gerspillingu þá, sem átt hefir sér stað árum saman, um stjórn Branabótafé- félagsins. Þingið fær þar með grundvöll til að byggja á gagn- gerða og óhjákvæmilega skipu- lagsbreytingu í félaginu. Fram- vegis verður óhugsandi, að Brunabótafélagið geti verið drykkjumannahæli, mest á landi hér. Enn síður griðastaður fyrir atvinnulausa athafnaleys- ingja. En dýpst mun Mbl. finna þá stefnubreytingu er lögin ganga jafnt yfir alla. Undanfamar vik- ur hefir það blað alið á upp- reistarhug meðal samherja sinna. Ef réttvísin á að ná til íhald*- manna, þá er móðurfaðmur stærsta íhaldsblaðsins jafnan op- inn. Ef ofstopafullur smákaup- maður í liði blaðsins efnir til of- beldis móti rannsóknardómara í fölsunarmáli, þá er talað um lög- brjótinn eins og þjóðarhetju. Þeg- ar íhaldssýslumaður, sem árum saman hefir á áberandi hátt van- rækt starf sitt, gerir sig sekan um ofbeldi, birtir Mbl. játningu hans um afbrotið á þann hátt, að lögbrjótar hljóta að telja sam- úðarmerki frá hálfu íhaldsflokks- ins. Sjóðþurðarmál Blandons er landamerkjasteinninn milli hins gamla og nýja. I stað þess við- horfs, að lögin næðu aðeins til hinna umkomulausu, hefir kom- ið sú nýstárlega skoðun, að lög- in nái jafnt til allra. Þetta kemur í byrjun óþægilega við þær stéttir, sem fram að þessu virðast hafa álitið sig hafnar yfir lögin. Blóðnætur eru bráð- astar. En með tímanum ættu það ekki að verða óbærileg tilhugsun fyrir neinn íslending, þó að þjófnaði og ofbeldi gegn ríkis- valdinu verði hegnt, samkvæmt þeim lögum, er á hverjum tíma gilda í landinu, án tillits til þess í hvaða pólitískum flokki vinir og vandamenn hinna einstöku af- brotamanna kunna að vera. J. J. -----o---- Thorkillisjóðurinn. Kl. J., æðsti maður Oddfellow- reglunnar hér á landi, birti í síðasta blaði Tímans einskonar vamargrein fyrir hneykslið með Thorkillisjóðinn. Þetta var nú raunar óþarfi, því ekki réðist eg á Oddfellowregluna í grein minni, en eftir þær upplýsingar, sem Kl. J. gefur, má benda þeim Oddfellowum á, að ef þeir vilja gera góðverk, þá skuli þeir gera það fyrir sína eigin peninga, en ekki seilast eftir yfirráðum yfir sjóðum, sem eru almenningseign. En aðalatriðið í þessu máli er, að það er ósæmilegt og ósamboð- ið ríkinu, að stjórnin skuli af- sala sér umráðum yfir stóram opinberum sjóði í hendur prívat- félagi, og næsta Alþingi verður að taka í taumana ef með þarf, og sjá um að Thorkillisjóðurinn verði framvegis undir stjóm rík- isstjórnarinnar, en ekki einstaks félags. S. -----o----- „Selloss". Eimskipafélag íslands hefir keypt Villemoes af landsstjóm- inni fyrir 140 þús. kr. VerÖur honum framvegis gefið nafnið „Selfoss". Mun honum ætlað að verða næsta ár i förum milli Hamborgar, Hull og íslands og flytja vörur einkum á smærri hafnir landsins til þess að greiða fyrir hraðari ferðum Goða- foss. — Skipið var bygt í Porsgrund í Noregi óriö 1914, en landsstjóm íslands keypti það 1917. það er 775 smálestir og hentugt til vöruflutninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.