Tíminn - 17.12.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.12.1927, Blaðsíða 4
208 TlMINN greiddn í Hnífsdal. Var lagður fram i réttiniim listi yfir utankjörstaðar- greidd atkvœði afhent bœjarfógetan- um. Ber hann með sér að 8. júli hafa verið fœrð inn atkvæðin frá nr. 40 73. Eru þar innan um önnur at- kvæði, einnig þau, er greidd voru í Hnifsdal. Lagði þá dómarinn fyrir yfirheyrðan Jón Grímsson, að gefa sér lista yfir þau atkvæði, er hann mintist að hafa afhent á bæjarfó- getaskrifstofunni. Urðu 20 nöfn á þeim lista en þar af ekkert þelrra, er atkvæðl greiddn hjá hreppstjór- annm 1 Hnífsdal, nema Sigríðar Egg- ertsdóttur. Benti dómarinn þá yfir- heyrðum á, að svo kynlega vildi til, að ef nöfnum Hnífsdalsgreiddra at- kvæða væri bætt við lista hans fengist því sem næst sú atkvæðatala, er hann hafði upphaflega gefið upp. — Ekki gat yfirheyrður gefið nánari skýringar á því fyrirbrigði. Og þrátt fyrir ítarlega prófun reyndist minni þessara manna allra svo áfátt, að eigi fengust upplýsingar um feril at- kvæðanna úr Hnifsdal og til skrif- stofu bæjarfógetans á ísafirði. Dómarinn hélt ítarleg próf yfir Vemharði Einarssynl hreppstjóra 1 Hvítanesi og öðrum þeim mönnum, sem voru viðstaddir, er Jens Aðal- steinsson greiddi atkvæði i ögri. | Kom ekkert fram í málinu, er styddi grunsemdir á hendur Vemharði hreppstjóra. Eins og frá var greint í yfirliti um rannsókn Steindórs Gunnlaugssonar hér að framan, þóttust fjórir menn, er atkvæði höfðu greitt í Hnffsdal, finna seðla sína í seðlafúlgu N.-ísa- fjarðarsýslu. Mennimir vom þessir: Einar Ó. Eyjólfsson, Gísli Jón Hjalta- son, Bæringur Einarsson og Ámi Jónsson. Ekki tók dómarinn þá jafn- framt rithandarsýnishom þessara manna, til fullvissu um, að mönn- unum missýndist ekki í þessu efni. Mun dómarinn hafa talið, að með þessu væri fengin vissa um, að ekk- ert hefði verið athugavert við kosn- ingu þessara manna. í réttarhaldi á ísafirði 1. nóvem- ber kom fyrir atvik, sem raskaði þessari niðurstöðu og opnaði nýja útsýn um máiið. Dómarinn, Halldór Kr. Júlíusson, kallaði fyrir rétt upp- haflega kærendur í málinu, tók af þeim æfiferilsskýrslur og yfirheyrði þá rækilega. Meðal annars lét hann þá finna atkvæðaseðla sina í seðla- bunkanum. Höfðu þá dómarinn og yfirheyrðir rithandarsýnishom yfir- heyrðra ti) samanburðar. Höfðu allir kærendumir greitt atkvæði hjá bæjarfógetanum á ísafirði, eftir að atkvæðaumslögin frá Hnífsdal höfðu verið opnuð og áttu því ótvíræðlega að eiga seðla sina í seðlafúlgunni. Fundu og allir greiðlega sína seðla nema Sumarliði Hjálmarsson. Hans seðill fanst ekki. Hugkvæmdist þá dómaranum að athuga seðla þá, er teknir höfðu verið frá og þingmerkt- ir undir rannsókn St. Gunnl. í rétt- arhöldum 22. júlí. þótti þá koma í ljós við nákvæman samanburð rit- handa að Sumarliði Hjálmarsson eigl atkvæðaseðil þann, er Bæring Ein- arsson hafði talið vera sinn atkvæða- seðiL — Lá nú fyrir nýtt rannsókn- arefni og kom í ljós við rannsóknir og rithandasamanburð, að enginn hinna fjðgurra manna telst hafa fundið sinn rétta seðil. Hafði Einar Ó. Eyjólfsson eignað sér seðil, er Einar Sigurðsson telst eiga, Gísli Jón Hjaltason seðil, sem hann telst ekki eiga og eigi finst eigandi að, Bæring Einarsson seðil Sumarliða Hjálmarssonar og Ámi Jónsson seðil Halldórs Mariusar þorsteinssonar. Sjá prentm. nr. 11—21. En er hér var komið varð ljóst, að menn þeir, er vom látnir kannast við seðla sína i réttarhöldum 22. júli og sem kosið höfðu i Hnífsdal, voru aftur orðnir atkvæðaseðla- lausir. Taldi þá dómarinn einsætt, að eigi yrði komist til botns i mál- inu á annan hátt en þann, að hver utankjörstaðar atkvæðaseðill í Norð- ur-ísafjarðarsýslu yrði heimfærður til síns kjósanda. Og við frekari rannsókn málsins kom í ljós, að hin- ir umtöluðu fjórir menn, er atkvæði greiddu í Hnífsdal og töldust finna aína seðla 22. júlí, íundu nú eigi ' seðla sína í atkvæðaseðlunum. Auk þessara fjögurra verður talinn Sig. : Kristóbert Sigurðsson, er eigi fann sinn seðil 22. júlí með þeirri vissu, að seðillinn yrði þingmerktur. þessi staðreynd, auk hinnar, að tala utankjörstaðargreiddra atkvæða í N.-ísafjarðarsýslu stendur heima, þótti nú gefa ótvírætt til kynna, að 5 falsaðir seðlar hlytu að vera i seðlafúlgunni. Og samkvæmt eðlileg- um rökum málsins taldi dómarinn ótvírætt að þeir væru íalsaðir til nafns Jóns A. Jónssonar. Gerðist nú rannsóknin næsta torveid, því að eigi fundust nema tveir slíkir seðlar. Hinir er að lokum hlutu að verða afgangs voru með nafni Finns Jónssonar. Tafði þetta rannsókn dómarans stórkostlega. þóttu til þess engar líkur, að í Hnífsdal hefðu ver- ið fölsuð atkvæði til nafns Finns Jónssonar. Kom þá næst til álita, að miklar líkur þykja styðja grunsemdir um, að atkvæði Jónu Jónsdóttur, greitt í Hnifsdal, hafi verið endurfalsað. Eru líkurnar taldar þær, að um aðra handskrift sé að ræða, sjá prentm. nr. 34 og 35, og að atkvæðið kom innra umslagslaust upp úr ytra um- slaginu, en vitnið kveðst þess full- viss að lögl.ega hafi verið gengið frá kjörplagginu í upphafi. Við rannsókn málsins hefir orðið ljóst um atvik er þykja styðja grun- semdir um, að þeir þrir fölsuðu seðlar, er bera nafn Finns Jónssonar, hafi verið meðal þeirra seðla, er dómarinn tók úr vörslum Hálfdánar Hálfdánarsonar þann 5. júlí, þ. e. seðlar þeirra Sig. Kristóberts Sig- urðssonar, Áma Jónssonar og Gisla Jóns Hjaltasonar, er enginn telst finna sinn rétta seðil, og að seðlar þeir hafi verið endurfalsaðir fyrri hluta dags 5. Júlí, eftir að kvittur var kominn upp um atkvæðafölsun í kjörplöggum upphaflegra kærenda í málinu. þykja og fleiri stoðir renna undir þessar grunsemdir. Tveir at' þeim mönnum er nú teljast vanta sína seðla, sendu kjörplögg sín með Kristjáni Jónssyni bónda í Nesi norð- ur í Grunnavíkurhrepp. Samkvæmt framangreindu hefir Kristján borið það fyrir rétti 22. júlí, að Hálfdán hafi talað utan að því, að nógu gam- an væri að1 fá að sjá utan á þessi tvö atkvæðaumslög, en það tal síðan fallið niður. þykja líkur benda til, að í þessum tveimur kjörplöggum, þeirra Einars Ó. Eyjólfssonar og Bærings Einarssonar, hafi verið hin- ir tveir fölsuðu seðlar til nafns Jóns A. Jónssonar. prentm. nr. 25 og 26. Bolungavíkurþáttur Hnífsdalsmáls- ins hefst með þeim hætti, að er dómarinn leiðir menn að seðlafúlgu utankjörstaðargreiddra atkvæða í Norður-ísafjarðarsýslu koma fram tveir seðlar með nafni frambjóðand- ans Jóns A. Jónssonar, ritaðir sömu hendi, án þess að vottorð beri með sér, að um aðstoð hafi verið að ræða. Og við nánari rannsókn kom í ljós að seðlamir voru með rithendi Kristjáns Ásgeirs Ólafssonar hrepp stjóra Hólshrepps í Bolungavík. jtingaði dómarinn í málinu í Bol- ungavík 7. nóvember. Mætir þar fyr- ir réttinum Kristján Ólafsson hrepp stjóri. Aðspurður kveðst hann hafa aðstoðað við utankjörstaðaratkvæða- greiðslu þrjá kjósendur, þau Odd Oddsson úr ísafjarðarkaupstað, Sig- urð Vagn Magnússon og Friðbjörgu Friðriksdóttur úr Norður-ísafjarðar- sýslu. Var þá yfirheyrðum fenginn seðlabunki N.-ísafjarðarsýslu og fann hann greiðlega seðla þá, er hann hafði skrifað. Við nánari prófun í málinu mættu fyrir réttinum hjónin Sigurður Vagn Magnússon og Friðbjörg Friðriks- dóttir, þau er Kristján Ólafsson kvaðst hafa aðstoðað. Bám þau það bæði að þau hefðu sjálf skrifað á atkvæðaseðla sína. En við ítarlega prófun féll þó Sigurður Vagn frá þeim framburði þegar i fyrsta rétt- arhaldi og bar það aö hreppstjórinn hefði veitt sér aðstoð og skrifað fyrir sig. Friðbjörg hélt aftur á móti fast við sinn framburð í þvi réttar- haldi. En síðar undir rannsókn máls- ip.s breytti hún einnig framburði sínum og kvað Kristján Ólafsson ! hafa aðstoðað sig og ritað fyrir sig nafn frambjóðandans á kjörseðilinn. Dómarinn tók rithandasýnishom vitnanna Sigurðar Vagns og Frið- bjargar Friðriksdóttur, prentm. nr. 37 og 36. Og við samanburð á rit- höndum þeirra og tveimur öðrum seðlum í seðlabunka N.-ísafjarðar- sýslu, prentm. nr. 39 og 38, taldi hann svo mikla líkingu með hand- skriftum vitnanna og rithöndunum á seðlunum, að miklar líkur væri til að fyrsti framburður vitnanna væri réttur og að þau hefðu sjálf ritað á atkvæðaseðla sína. Dómarinn yfirheyrði nú Kristján Ólafsson að nýju og benti honum á, að eigi væri nægileg grein gerð fyr ir handskrift hans á þessum tveim- ur seðlum úr N.-ísafjarðarsýslu. Ennfremur lýsti hann fyrir yfir- heyrðum þeim ástæðum málsins, að samkvæmt niðurstöðum fyrri rann- sóknar væru fimm kjósendur í sýsl- unni, er greitt hefðu atkvæði utan | kjörstaðar og sem eigi fyndu at- kvæðaseðla sína. Og þar sem tala seðlanna stæði heima hlytu að vera 5 falsaðir seðlar í seðlafúigunni. Kvað dómarinn, að af þessum ástæð- um bæri brýna nauðsyn til að rann- saka málið í botn niður og taldi eigi nægilega grein gerða fyrir hand- skrift hans á seðlunum. En Kristján Ólafsson hélt óbifanlega fast við sinn framburð. þann 8. nóv. þingaði dómarinn enn í málinu í Bolungavík. Voru þá, | meðal annara, leidd vitnin, er við- stödd voru kosningu þeirra Sigurðar Vagns og Friðbjargar Friðriksdóttur. Að loknu því réttarhaldi var dóm- arinn enn sömu skoðunar um, að eigi væri nægileg grein gerð fyrir handskrift Kristjáns Ólafssonar á hinum tveim kjörseðlum. Talfærði , hann þá við Kristján, hvort hann væri fil meö að setja tryggingu fyrir nærveru slnnl. Tók Kristján því ! ekki fjarri. En er frá því máli skyldi ! ganga kom þangað Pétur Oddsson ; kaupmaður í Bolungavík, og afhenti ; dómaranum skjal, undirritað af [ Pétri sjálfum, þar sem hann fyrir I sína hönd og margra borgara i Bol- ungavik, neitar að setja tryggingu fyrir nærveru Kristjáns Ólafssonar. „Sömuleiðis neita eg því ásamt sömu borgurum, að hreppstjórinn verði settur í gæsluvarðhald, að ekki meira rannsökuðu máli en orð- ið er, því álit okkar er að hrepp- stjórinn sé algerlega saklaus“. — þessari yfirlýsingu fylgdu svo marg- ir borgarar í Bolungavík eftir með því að gera aðsúg að dómaranum. Hvarf hann til ísafjarðar um kvöldið og hélt áfram rannsókn málsins með sama hætti og áður. þingaði hann aftur í Bolungavík þann 14. sama mánaðar. Skal nú í fáum orðum greint með hverjum hætti niðurstaða fékst í þessum þætti málsins. Grunsemdir dómarans á hendur Kristjáni Ólafs- syni voru risnar af því í fyrsta lagi, að þau Sigurður Vagn og Friðbjörg Friðriksdóttir báru það fyrst að þau iiefðu sjálf ritað á seðla sína og í öðru lagi að rithandir þeirra þóttu líkjast rithöndum á tveimur seðl- um, prentm. nr. 39 og 38. Væri þetta rétt á litið var enn óupplýst, hvers- vegna rithönd Kr. Ólafssonar stóð á tveimur atkvæðaseðlum. En undir frekari rannsókn máls- ins fékst sú lausn á þessu, að dóm- arinn fann tvo kjósendur, er ótví- ræðlega teljast eigendur að atkv.- seðlunum nr. 38 og 39. Á réttarhaldi í Hnífsdal 18. nóv. telur dómarinn síg fá, við saman- burð handskrifta, vissu um að vitnið Finnbogi Jónsson eigi atkvæðaseðil- inn, prentm. nr. 39 og á réttarhaldi á Ögri 21. nóv., þar sem dómarinn tók rithandarsýnishorn margra vitna, telur hann sig hafa á sama hátt fengið vissu um, að vitnið Guðni BJamason eigi atkvæðaseðil- inn prentm. nr. 38. Er hér nú brátt lokið yfirliti um rannsókn Halldórs Júlíussonar. Er rannsókn hans stórkostlega um- fangsmikil og margþætt. Skal hér drepið á þessi helstu atriði úr skýrslu dómarans um rannsóknina, er hann sendi stjómarráðinu. Hann Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund þriðjudaginn 20. desember kl. 9 í Sambandshúsinu. Tryg’gvi Þórhallsson forsætisráðherra flytur erindi Stjórnin Góð bók er góð tækifærisgjöf kessar bækur eru ölluin kærkomnar. Fjórtán dagar hjá afa og Ilóngsdóttiriu fagra eru barnabækur, Stillur og Kyljur eru kvæði eftir Jakob Tborarensen. Kreðjur, kvæði eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi. Jeg lofa . . . ! er afbragsgóð bók hahda drengjum. Um saltan sjá er öllum holl til lestrar, en einkum sjómönnum. Bí, bí og blaka, kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum hafa hlotið allra lof. Abdallah er Ijómandi falleg apsturlensk skáldsaga. Bræðurnir (ágæt saga) gerist á krossferðatímunum. Minningar og Ferfætlingar eflir Einar Þorkelson lofa allir — og sjald" an lýgur almannarómur. Allar bækurnar fást hjá bóksölum. kom til ísafjarðar 12. október og hóf réttarhöld næsta dag. Hélt hann alls 41 réttarhald á 35 virkum. dög um. Yfirheyrðir voru 105 manns og auk þess 28 sinnum ýmsir þeir, er áður höfðu mætt fyrir rétti. — A þessu tímabili hafði dómarinn aðal- aðsetur á ísafirði en fór 11 ferðir í Hnifsdal, 2 ferðir í Bolungavík, 1 ferð norður í Jökulfjörðu, 2 ferðir inn í Ögur, 1 ferð í Æðey og til Snæfjallastrandar. þann 10. nóv. úrskurðaði dómarinn að þeir Hálfdán og Eggert skyldu lausir látnir úr varðhaldi og ein- angrun, enda hafði þá verið sett fjárhæð að upphæð kr. 7.100.00 til tryggingar fyrir nærvern þeirra. Niðurstaða af rannsókn Halldórs Júliussonar verður talin i aðalefnum sú, að málið er þrautskoðað og rann- sakað, eftir því sem hann hefir fram- ast mátt við koma. Mun því margt verða ljósara e.n áður um atvik og samhengi atburða. En í einstökum efnum má telja að upplýst hafi verið: 1. Að auk falsaðra seðla fjögurra upphaflegu kærenda málsins og seðils Aðalst. Aðalsteinssonar úr Strandasýslu, hafa komið fram 5 seðlar í Norður-ísafjarðarsýslu, sem engir eigendur finnast að og teljast því falsaðir. — Jafnframt vanta 5 menn: Sig. Kristóbert, Árna, Gísla Jón, Bæring og Einar Ólaf sína réttu seðla. 2. Að nokkrir kjósendur búsettir í ísafjarðarkaupstað hafa gert sér ferðir eða verið fluttir út i Hnífs- dal, til þess að greiða þar utan- kjörstaðar atkvæði. 3. Að miklar líkur séu til þess að seðill Jónu Jónsdóttur hafi verið endurfalsaður. Grunsemdir á hendur þeim Hálf- dáni Hálfdánarsyni og Eggert Hall- dórssyni munu þykja vera studdar meðal annars af eftirtöldum líkum: 1. Að neitun þeirra er í ýmsum greinum í beinni mótsögn við framburð margra vitna og hafa sum þeirra unnið eið að fram- burði sínum. 2. Að atvik málsins og rannsókn öll þykir hníga til þeirrar niðurstöðu, að þeir hafi framið fölsunina og að þeir cinir hafi haft aðstöðu til þess að geta framið hana. 3. Að samanburður rithanda hinna grunuðu manna við handskriftir á hinum fölsuðu seðlum þyki hníga til sömu niðurstöðu. Um rithandarsýnishornin hér að framan ei’ fátt að segja. Til þeirra er visað í skýrslunni og þau skýrð livert fyrir sig í skýringargreinum undir myndunum. Um nr. 28 skal það tekið fram, að eigi liggur fyrir játning Hálfdánar Hálfdánarsonar um að hann hafi ritað kvittunina, heidur umsögn þess manns er kvitt- unina hafði í höndum. Hefir og ekki kvittunin enn verið lögð fyrir Hálfdán til umsagnar. Rithandarsýnishorn þau, er mestu máli skifta, hafa nú verið send til Scotland Yard, sem mun vera meðal nafnkunnustu stofnana, er hafa með höndum rannsóknir í glæpamálum. Verða rithandafræðingar látnir at- liuga handskriftimar og gefa um- sögn sína um þær, áður dómur verð- ur kveðinn upp í Hnífsdalsmálinu. Eftirmáli. I framanritaðri skýrslu hefir blaðið gert sér far um, að rekja atburði málsins í samfeldri röð pannig að yfirlit fáist frá upp- hafi til loka rannsóknarinnar. Jafnframt hefir verið reynt að koma með nokkurri nákvæmni inn á flest atriði er mestu máli þykja skifta. Væntir blaðið að mönnum sé með þessari tilraun gert hægra fyrir að átta sig á málinu, heldur en kostur hefir verið á eftir sundurleitum frétta- burði menguðum af pólitísku fiokksofstæki. t inngangi þessar- ar skýrslu var þess getið að fréttaburður Vesturlands á tsa- firði og framkoma þess blaðs gagnvart fulltrúa réttvísinnar hefði verið ósæmileg. Við yfir- lestur rannsóknarplagga málsins verður framkoma blaðsins ekki torskilin. Það verður sem sé ljóst að forsprakkar Ihaldsflokksins í [ Norður-ísafjarðarsýslu með þing- mann kjördæmisins sjálfan í broddi fylkingar hafa haft fullan vilja og nokkura viðleytni að hindra starf dómarans. Auk upp- reista þeirra, er gerðar voru í Hnífsdal og í Bolungavík og um getur í skýrslunni hefir sjálfur þingmaðurinn Jón Auðunn Jóns- son sýnt rannsóknardómaranum fulla lítilsvirðingu og tortrygni. Skal hér þessu til staðfestingar tekinn upp orðréttur kafli úr réttarbókinni, bls. 148. t réttarhaldi á Isafirði 11. nóv. | var Jón A. Jónsson alþm., kall- aður fyrir rétt. Eftir að dómar- inn hafði spurt hann tveggja ! spurninga viðkomandi tölu utan- j kjörstaðargreiddra atkvæða, bað vitnið bókað: „Eg vil þegar taka þaö fram, að það er til þess að hlýðnast fyrirmæl- um laganna að eg mæti fyrir þess- um rétti. Hinsvegar dylst mér ekki, að í rannsókn þessa máls eru farnar mjög óvenjulegar leiðir og svo virð- ist sem rannsóknin beri fullkominn blæ hinna pólitísku skoðana ráðu- nauta rannsóknardómarans. Af þessu leiðir að eg hefi styrkst í þvi áliti [ mínu, að málið sé hafið og þvi fram- haldið til þess að reyna að fá ein- hverja átyllu til þess að kæra kosn- ! inguna í Norður-ísafjarðarsýslu ...“ Eigi er unt, vegna rúmleysis, i að taka hér upp orðaskifti vitnis- ins og dómarans, sem þó væri fróðlegt, með því af þeim verður ljóst, að vitnið fór rislægra en það kom í réttinn. Verður og hér látið staðar numið, þó margt sé enn ógreint um þetta mál, það j sem fróðleikur væri í og myndi varpa ljósi yfir stjórnmálalífið í Norður-Isafjarðarsýslu og á Isa- firði um síðast gengnar kosn- ingar. ----o---- Tíminn. Vegna greina og aug- lýsinga er bíða kemur Tíminn út næst fyrrihluta næstu viku. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Lokastíg 19. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.