Tíminn - 23.12.1927, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1927, Blaðsíða 3
TÍMINM Bækur og listlr. „Æfintýri úr eyjum“. Bækur Jóns Sveinssonar hafa náð miklum vinsældum, ekki að- eins hjá bömum og unglingum heldur og hjá fullorðnu fólki. Og er það síst undarlegt, því að lestur bóka séra Jóns hlýtur að vekja hjá hverjum manni ljúfar endurminningar um bemsku- stundirnar, þegar alt var séð í ljósi - fagurra vona og lífið var undur og æfintýr. „Æfintýri úr eyjum“ er nýjasta bók séra Jóns og þó að höfundurinn sé sjötug- ur maður, verða ekki séð nein ellimörk á bókinni. Nonni og kunningi hans fara í ferðalag með mal á baki og lenda í mörgum æfintýmm, komast í tæri við apa og fíl í dýragarðin- um í Kaupmannahöfn, eiga við að etja grimma hunda og reiða bændur, hitta prinsessu, sem býr óþekt uppi í sveit, og lenda í flokk tartara, sem stela þeim. Er best að segja ekki frá því, hvem- ig æfintýrinu þeirra lýkur, svo að ekki sé skert nautn lesend- anna. Yfir bókinni er sami æfin- týrs- og æskuljóminn og yfir öðmm bókum séra Jóns. Hvert smáatvik verður í barnssálunum að stórviðburði og alt, sem fyrir augun ber, verður óvenjulegt og vert sérstakrar eftirtektar. I- myndunaraflið og æfintýraþráin haldast í hendur og bregða gliti yfir alt. Freysteinn Gunnarsson hefir þýtt þessa eins og hinar fyrri bækur sr. Jóns og leyst verk sitt ágætlega af hendi. Málið er ís- lenskt, lipurt og laust við tilgerð — og vel hefir teki«t ná stíl- einkennum höfunda^ Frá útgef- andans hendi, Ársæls Ámasonar, er bókin mjög vel úr garði gerð. 1 henni em margar óg góðar myndir. Hafa þeir útgefandi og þýðandi gefið íslensku þjóðinni með bókum Jóns Sveinssonar, kost betri ellilyfja en ennþá eru af læknum fundin. Guðmundur Gíslason Hagalín. ólafur Túbals frá Múlakoti í Fljótshlíð hefir nú undanfama daga haft mál- verkasýningu í húsi K. F. U. M. við báða skólana í Reykjavík og á Akureyri, en 4. hafa aftur á móti 4 ára lær- dómsdeild í báðum skólunum, þannig að 3. bekkur gagnfræða- deildar, sem áður var, verði not- aður sem undirbúningsbekkur undir lærdómsdeild og aðeins þeim leyft að halda áfram, er fái háar einkunnir í aðalnámsgrein- unum þar, t. d. stærðfræði og latínu, skriflegri og munnlegri, og að öðru leyti sæmilegt próf, t. d. 5.67 eins og nú er heimtað; en þá yrði að nota Örstedsstigann með nokkuð háum er dragi mikið af nemanda fyrir lélega frammistöðu, hvort heldur væri í skriflegu eða munnlegu. Nefndin sá sér ekki fært, kostn- aðarins vegna, að leggja það til, að stofnaðir verði nú tveir sam- feldir 6 ára lærðir skólar í land- inu, þar sem og þar af myndi leiða, að stofna þyrfti 2 sjálf- stæða gagnfræðaskóla; því gat hún ekki aðhylst tillögumar und- ir tölul. 1 og 2 (þær feldar með 4:1). Sá hún því það ráð vænst að reyna, að minsta kosti fyrst um sinn, að þjappa gagnfræða- deild saman í 2 ár 9 mánaða og hafa þann bekk, sem þannig sparaðist, sem einskonar tilrauna- bekk, er leiddi það í ljós ótvírætt, hverjum væri vel sýnt um nám og hverjum ekki. (Till. 3 og 4 voru þvi samþ. með 4:1). Með þessum undirbúningsbekk undir lærdómsdeild væri skólastjóm og kennurum í lófa lagið að hleypa ekki öðrum upp í lærdómsdeild en þeim, sem ættu það fyllilega skil- ið, og þeir vseru þá miklu betur Var þettað sumarvinna Ólafs og myndirnar allmargar að tölu. En um hitt var þó meira vert, að hér var um svo greinilega fram- för að ræða hjá þessum unga málara, að sýning þessi vakti talsverða eftirtekt. Ólafur Túbals er að ná fastari tökum á formi og litum en áður hefir verið og margar myndir sem þama voru báru þess vott hve alvarlega hann hefir unnið að þeim. Hérumbil allar voru myndirnar landlagsmyndir og sumar prýði- lega gerðar, eins og t. d. „Barna- foss“ og tvær myndir af Baulu. Það er eitthvað ljóðrænt og bjart yfir flestum myndum ólafs og má vænta góðs af honum þegar hann hefir náð fullkomnum tökum á meðferð litanna og feng- ið meiri leikni í teikningunni. Eins og áður er sagt leitar C/ T. til landsins sjálfs eftir við- fangsefnum, og vóru m. a. á sýningu hans nokkrar myndir af hinum tignarlega nábúa Fljóts- hlíðarinnar, Eyjafjallajökli. Var ein þeirra, sem málarinn nefnir „Óveður“ alleftirtektarverð og bendir til að ó. T. muni einnig geta lýst því dökka og dranga- lega. Góð mynd var þar og af „Merkjárfossi", sem er svipmik- ill og sérkennilegur, þótt hvorki sé hann hár né vatnsmikill. Alt að 30 myndir seldust á sýningunni og héreftir mun verða tekið eftir því sem ó. T. málar, og vonandi er að honum takist að halda þau góðu loforð sem hann hefir gefið með þess- .ari sýningu sinni. R. Á. „Dropar“. Útkomu þeirra hefir áður ver- ið getið hér í blaðinu, en rétt er að geta þeirra nokkuð nánar, því þar er um að ræða besta og fall- egasta jólaheftið, sem völ er á fyrir hátíðamar. Pi'entunin er frábærlega smekkleg, myndir vel valdar og efnið sérstætt — því alt er ritið samið af konum. Eru sumar þeirra góðkunnar í íslensk- um bókmentum svo sem ólöf frá Hlöðum, Kristín Sigfúsdóttir, Herdís og Ólína. Aðrar era ný- liðar — og draga þar sumar ekki síst að sér athyglina. Margrét Jónsdóttir birtir þrjú kvæði af- bragðsgóð, Jólaþulu, Kveld í skógi og Hvert fórstu sveinn. Eru þau kvæði full af fyrírheitum, Svanfríður Þorsteinsdóttir ritar æfintýri, er nefnist „Kongsdóttir- in kveður“; það hefir þá tvo höfuðkosti æfintýra, að það er vel fallið til upplestrar og til að gera myndir við það. Það er svo einfalt og óbrotið að hvert bam getur notið þess, og þó um leið íhugunarefni fyrir fullorðna. I frásögninni er hvergi lykkjufall, málið hreint og tært. Má vænta : mikils af þessum tveim stúlkum, er nú voru nefndar. Sérstaklega j má og geta tveggja kvæða eftir Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi og kvæðis eftir Höllu i Loftsdóttur. Þess munu vart | dæmi, að konur einar hafi safn- j að til svo góðs jólaheftis, sem ! hér um ræðir og á Guðrún Er- I lings þökk skilið fyrir útgáfuna. Ber efni og ytrí frágangur jafnt vott um smekk hennar og ást á bókmentum. Z. (» „Gömul saga“. Kristín Sigfúsdóttir hefir ný- ; lega gefið út fyrri hluta skáld- j sögu með ofangreindu nafni. Kall- j ast sá hluti „í meinum“. — Hún ! leiðir lesandann á þær stöðvar, þar sem bygðin er að falla inst í „Skuggadal" og segir upphafið á þungri örlagasögu fólksins, sem bjó þar fyrir löngu. — Rannveig á Hnjúki býr þar, ekkja, með tveimur sonum sínum, Jóni og Helga. Hún er nokkuð harðlynd i kona og ríkilát og býr óvægilega ! að Guðrúnu mágkonu sinni, er húsfreyja verður að Ási. Síðan falla atvik þannig að dóttir Guð- rúnar flyst að Hnjúki sem heit- mey Jóns. Hefst þá harmleikur í ætt þessari, sem ekki er stiginn til efstu marka um það er þess- um fyrri þætti lýkur. — Ekki er laust við að fyrri hluti frásagn- arinnar sé dálítið þyngslalegur og þreytukendur. En þrótturinn eykst eftir því sem meir hitnar og vandast söguefnið og er það háttur þeirra höfunda, sem mikið er gefið, að reynast því betur sem meir reynir á. — Engu verð- ur spáð um áframhaldið, en þeir sem lesa fyrri hlutann bíða með eftirvæntingu, því að þar liggur fyrir gamalt og flókið viðfangs- undir hana búnir. En þessi ný- breytni hefði ekki eyris kostnað- arauka fyrir landið og hlyti þó að draga allmjög úr stúdentavið- komunni. III. Aðstreymið að Háskólanum. Enginn getur fundið að því í sjálfu sér, þótt menn vilji afla sér stúdentsmentunar. Hitt er aftur á móti viðsjárvert, hversu aðstreymið að embættadeildum Háskólans eykst ár frá ári og hversu margir þar af leiðandi hiúgast inn á embættismanna- brautina. Er við því búið, ef þessu heldur áfram, að hér mynd- ist hópur atvinnulausra menta- manna af guðfræðingum, lækn- um og lögfræðingum. Er þetta engu síður skaðlegt fyrir ein- staklingana sjálfa og stétt þá, er þeir teljast til, en fyrir þjóð- ina í heild sinni. Háskólinn hóf göngu sína 1911 með 45 nemendum; nú era þeir orðnir réttir 150. Eins og áður er drepið á, er það talið hæfilegt 1 annarsstaðar, að aðeins séu l°/oo 1 stúderandi manna í landinu. Eft- ; ir því mætti ekki vera mikið meira 1 en 100 manns í háskólanum, og dygði þó, samkvæmt því, sem nú ! skal sýnt, rúmur helmingur þeirr- ! ar tölu. ' Samkvæmt útreikningi núver- j andi deildarforseta þyrfti til þess að fullnægja kröfum þjóðfélags- ins til embættismannaefna: ! í guðfræðid. 4 á ári eða 16 alls ! í læknadeild 4 - — — 20 — ; í lagadeild 3 - — — 15 — ; í ísl. fræðum 1 3. hvert ár 2 — Samtals 12 á ári eða 53 ails En nú eru innritaðir í ár: í guðfræðid. 4 og alls í deildinni 29 í læknad. 13 —.-----------— 64 í lagadeild 12----------- — 41 í ísl. fræðum 5-----------— 12 í heimspeki 4-------------— 4 Innritaðir 38 í ár; alls í hásk. 150 Ef menn nú athuga fjölsóttustu deildirnar, læknadeild og lagadeild þá mundu þeir nemendur, sem nú eru í læknadeild, nægja landinu í 16 ár, er þeir hefðu lokið prófi, þótt enginn nýr nemandi bættist við; og með nemendum þeim, sem nú eru í lagadeild, mætti tvískipa í öll sýslumanna- og bæjarfógeta- embætti landsins. Það er því sýni- legt, að það er nú þegar of mikið af embættismannaefnum og þarf því á einhvern hátt að draga úr aðsókninni að embættadeildunum. IV. Ráð við aðsókninni að em- bættadeildum háskólans. Ef skólunum í Reykjavík og á Akureyri verður komið svo fyrir, sem nú er gert ráð fyrir, má ætla að þeir útskrifi árlega: Mentaskóhnn hér alt að 30 málastúdentum og 12 stærðfræð- isstúdentum. t Akureyrarskólinn alt að 20 mála stúdentum. Það gerir samtals 62 stúdenta á ári. Ef ennfremur má gera ráð fyrir að 10—12 stúdentar sigli til er- lendra háskóla, eins og átt hefir sér stað 2 undanfarin ár, þá má óhætt gera ráð fyrir 50 stúdenta árlegri viðbót hér heima. Og ef að vanda lætur, þá hætta þeir iii Philips gellar Til þess að ná góðum árangri með útvarpstækjum, er nauðsyn- legt að saman"|fari gott tæki og góður gellir (hátalari). Ekki er einhlitt að tækið sé gott, ef gellirinn er slæmur, Svo er og gagnslaust að hafa góðan gellir, ef tækið er lélegt. Frá PHILIPS eru komnar tvær gerðir af gellum á markaðinu. í raun og veru er aðeins urn eina tegund að ræða að gæðum til, en i'itlitið er mismunandi. önnur gerðin, sern lieitir PHILPS 2003, er mjög skrautleg, ogfæst í níu mismunandi litum, eftir vali kaupandans. Hin gerðin sem er kölluð PHILPS 2015, fæst aðeins í einum lit, rauðbrúnum, og er 4 cm. minni að þvermáli en ski'autgerðin, sem er 40 cm. Gellar þessir, cru af hinni svonefndu „keilisu gerð, (konus). Keilirirm er úr sérstaklega gerðum pappfr, sem verður ekki fyi'ir áhrifum raka. Utan yfir honum er sterk hlrf, sem ver hairn fyrir utan að kom- andi áhrifum. Þessi hlíf er gerð úr efni sem nefnist „bakelite11, og er það mjög góður rafmagnseinangrari. Lögunin á hlífinni er þannig, að hún afbakar ekki hljóðið. Eins og alt arrnað frá PHILIPS, hafa gellar þessir reynst rajög vel, og þeim verið tekið tveim höndum, alstaðar, er það ennþá einu sinni sönnun fyrir vattdvirkni PHILIPS. Með PHILIPS gellum er best að nota Philips radiolanrpa, til þess að ná sem besturn árartgri. Fjrrir eyi’að: — PHILIPS radio-lampinn. Fyrir augað: — PHILIPS gló-Iampinn. Umboðsmenn fyrir PHILIPS RADIO A/S. Július Bjðrnsson Raftækjaverslun. Rafvirkjun. Reykjavík. — Sími 837. Snorri P. B. Arnar Box 354, Reykjavík. Piano, Harmonium, Fiðlur, Cello, Guitarar, Mandolin, Munnhörpur, Harmonikur, Flaut- ur, Trommur, Grammofónar, Grammofónplötur í miklu úrvali, m. a. allar íslenskar plötur og nýjustu danslög. Nótur fyrir planó, harmoníum, söng, fiðlu, cello, guitar. — Vörur sendar gegn eftirkröfu út um alt Land. KATRÍH TIDAR Hljóðfæraverslun Lækjargötu 2. Sími 1815. efni til úrlausnar. Takist áfram- haidið eigi síður eða betur en upphafið, verður bókin hin eigu- legasta. -----o---- Innflutningur nam í nóvember 3 milj. 855 þús. kr. Þar af koma í hlut Rvíkur einnar 2 milj. 638 þús. kr. fæstir námi, heldur láta þeir inn- rita sig í einhverja deild Háskól- ans. Hér er því sýnilegur voði á ferðum, bæði fyrir mennina sjálfa og afkomu þeirra síðarmeir, stétt þá sem þeir ætla sér að tilheyra, Háskólann og landið. En hvernig mætti þá draga úr þessum voða? Hugsa mætti ýmisleg ráð til þess og meðal annars þessi: 1. að takmarka sjálfa stúdenta- töluna. 2. að takmarka tölu þá, sem hver deild tæki á móti árlega. 3. að þyngja námið og lengja námstímann, 4. að stofna til nýrra kenslu- greina við Háskólann og draga þannig úr aðsókninni að embætta- deildunum. Takmarka mætti stúdentatöl- una á tvennan hátt: a„ með því að ákveða, að aðeins ákveðin tala stúdentaefna mætti taka próf á hverju ári; en það væri ranglátt gagnvart þeim, sem væru færir um að lúka prófi á sæmilegan hátt, en fengju það ekki alt að einu. b„ með því að takmarka tölu þeirra, er vildu láta innrita sig við Háskólann; en það væri brot á háskólalögunum, því að úr því að þeir einu sinni eru orðnir stúdentar, hafa þeir rétt til að láta innrita sig. Fyrsta leiðin virðist því útilokuð, á meðan eins stendur á og nú. önnur leiðin virðist aftur á móti fær. Ef fara ætti eftir þörf- um þjóðfélagsins til embættis- mannaefna, ættu allar deildir Há- skólans, sem nú eru, ekki að taka við nema samtals tæpum 12 nýj- ..... ■" ........... ■ .... B. P. KALMAN hæstaréttarmálaflutningsmaöur. JÓN ÓLAFSSON cand. juris. Málflutningur, skuldainnheimta. Hafnarstræti 15. Rvík. ------------ -* um nemendum á ári. En þá kem- ur að því vandamáli, hvernig velja skuli í deildirnar og hverjir skuli sitja fyrir. Hér yrði að sjálfsögðu farið nokkuð eftir stúdentsprófi hvers eins; en að öðru leyti mundi sennilega reynt að velja úr nemendum með skrif- legu prófi innan hverrar deildar eftir skemmri eða lengri reynslu- tíma og á þann hátt, sem hver deild kynni að ákveða. Þannig væri þá séð fyrir þörfum lands- ins, að valdir væru 12 menn úr hverjum árgangi. En hvað ætti þá að gera við þá 38, sem eftir yrðu, og annaðhvort hefðu ekki tekið þetta reynslupróf eða ekki staðist það? Tæplega væri unt að vísa þeim á bug úr Háskólanum, þar sem þeir bæði hafa rétt til að láta innrita sig og njóta kenslu þar. Ætti kannske að þyngja svo nám- ið og lengja svo námstímann, að allflestir gæfust upp við það ? Það væri næsta ómannúðlegt, enda mun það vera álit flestra Há- skólakennara, að námið í flestum deildum sé orðið full-þungt og námstíminn all-langur, þegar lit- ið er til kjara þeirra, sem stúd- entar alment eiga við að búa eða eiga í vændum, er þeir loks hafa lokið prófi. En hvað á þá að gera? Vér sjáum ekki önnur ráð en að stofna til nýrra kenslugreina við Háskólann. Höfum vér helst hugs- að oss, að gefa mætti stúdentum, eftir því sem efni og ástæður leyfðu, kost á að stunda þar eitt- hvert hagnýtt nám um skemmri tíma, er kennarar Háskólans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.