Tíminn - 23.12.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1927, Blaðsíða 4
216 TIMINN Landakotskirkja. Frh. af 1. síðu. margir og' þéttir og veikja út- vegginn, verður að reisa súlur upp með veggnum, stundum á- fastar, stundum frá lausar, nema efst, til að styðja vegginn. Á sumum kirkjum, t. d. marmara- kirkjunni miklu í Milano, eru súlnaraðimar tvœr og þrjár, en styðja hver aðra, veggina og kirkjuna alla. Hér varð líka að hafa slíkar máttarstoðir. Hættan var á að úr steinsteypu yrðu þær þunglamalegar, og sviplausar. En svo er ekki, því að súlumar á Landakotskirkju em höfuðprýði hennar. Þær em steyptar eins og stuðlaberg í fjallshlíð, fara ljóm- andi vel við stíl kirkjunnar og gefa byggingunni eðlilegan svip í íslensku landslagi. önnur meginuppgötvun í sam- bandi við kirkju þessa em súl- umar inni, sem bera uppi hvelf- inguna. Ein aðalprýðin í fomum gotneskum kirkjum em súlumar, haglega tilhöggnar, eftir list- fenga handverksmenn, sem von- uðu að trygð þeirra í verkinu yrði þeim brú inn í land fagnað- arauðugs ódauðleika. Hér var vandinn þessi: Hvemig geta steyptar súlur borið lífsandanum vitni? Byggingarmeistarinn hefir leyst úr þessu eftir því sem best var auðið. Hann hefir látið hlaða súlumar úr steyptum steinum, úr þéttri og vandaðri steypu. Stein- arnir em límdir saman traust- lega. Þeir verða aldrei sléttaðir eða málaðir. Þeir hafa eins mikið af svip og yfirbragði lífsins eins og steinsteypu getur hlotnast. Landakotskirkja verður feg- ursta og vandaðasta kirkja sem fram að þessu hefir verið reist hér á landi. íslendingar mega vera þakklátir þeim mönnum út- lendum og innlendum, sem efnt hafa til þessa verks. Einstöku þröngsýnum sálum mun koma til hugar að veldi páfastólsins færist hér í auka að nýju, við þessa byggingu. En þar er ólíklega til- getið. Tímabil hinna miklu trúar- skifta er fyrir löngu um garð gengið. í þjóðemi og trúmálum heldur hver sínu, svo langt sem augað eygir út til fjarlægra landa. En þess má vænta að Landa- kotsbyggingin vaidi straumhvörf- um í íslenskri byggingarlist. Og þar er síst ástæða til að óttast fordæmi Rómakirkjunnar. Is- lenska þjóðin á eftir að reisa sín- ar kirkjur. Níu alda kristni hefir þar næstum enga erfð eftir skil- ið. Kirkjumar verða bygðar og endurbygðar um alt land á næstu mannsöldmm, annaðhvort eins og leiðinleg fundahús, eða eitthvað í áttina til að vera listaverk. Að vísu skal það játað, að sú öld er líka liðin, þegar kirkjumar vom stórfeldustu skáldverk þjóðanna. En Landakotskirkja sýnir að enn má yrkja í stein, og að Islend- ingar hafa nokkuð fram að leggja í þeirri grein hinna fögru lista. J. J. ---o--- Fréttastofa Blaðamannaíélagsins. Fréttastofa Blaðamannafélagsins (F. B.) hefir nú verið rekin í nokkur ár af Blaðamannafélagi íslands og fengið til þess styrk nokkum af rík- , isfé. þvkir því rétt að skýra frá | starfsemi hennar í útbreiddu lands- málablaði. Verður stuttlega skýrt frá starfseminni eins og hún hefir verið til þessa og síðar drepið á ým- islegt, sem gera mætti til þess, að Fréttastofan gæti fært út kvíarnar. Eins og liggja mun í augum uppi eru skilyrði ekki góð til þess hér j á landi, að slíkt fyrirtæki geti borið \ sig í byrjun, vegna fámennisins og þess enn frekar, að íslensk blöð eru ' fæst fjársterk. En eftir því sem frétt- i ir frá íslandi verða eftirsóttari úti í j heimi og fréttafélögum fjölgar innan- | lands ætti að draga að því, eftir j nokkur ár, að hún kæmist af með minni styrk en hún nú hefir. Enn um skeið mun hún þó hafa þörf þess styrks, er hún nýtur af opin- beru fé, enda var mann minkaður um 500 kr. á síðasta þingi. Styrk- laus var Fréttastofan fyrsta árið og hlóðsut þá á hana nokkrar skuldir, sem nú hafa verið greiddar að mestu. Hlutverk Fréttastofunnar er auðvit- að fyrst og fremst að afla frétta, inn- lendra og útlendra, handa blöðum og fréttafélögum. Hefir tilhögunin verið sú, að dagblöðin í Reykjavík hafa lagt til fé fyrir skeyti frá útlöndum og leggja þau ekki annað til Frétta stofunnar, en þessi útgjaldaliður er auðvitað stærstur. Vikublöðin í Reykjavík, þau sem þátt taka í rekstri hennar, greiða henni 25 kr. á mánuði, en fá eins og dagblöðin bæði innlendar og erlendar fréttir, sem Fréttastofan fær. það, sem blöð- in utan Reykjavíkur greiða henni, er ■y-W'f W W -y- '~T-J-W ^ Munið hin skýru orð Vestur-íslendingsins Ásmundar Jóhannssonar á síðasta aðalfondi Eimskipafélagsins: „Sú krna, sem fer út úr landinu, er kvödd í síðasta sinn“. Kveðjið þér ekki yðar krónu í síðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með. Vátryggið alt, á sjó og landi, hjá Sjóvátryggingarfélagi Islands. mismunandi og vanalega litlar tekj- ur af þeim. í fyrsta lagi eru sumir þeirra fréttaritarar*) F. B. á sínu svæði og fellur þá þóknun niður og Fréttafélögin hafa fengið skeyti mjög ódýrt. — það fyrirkomulag var lengi liaft, að Fréttastofan greiddi Landssímanum fyrir skeytin til blaða og fréttafélaga, en þau endur- greiddu síðan aftur F. B. Tapaði Fréttastofan nokkru fé á þeim við- skiftum fyrstu 2—3 árin, enda sendir hún nú aðeins skeyti til Fréttafélaga gegn fyrirframborgun, en fyrir lægra gjald. Fréttafélögin hafa flest starf- að aðeins þingtímann, en stunduni verið mörg, einkurn á Austuriandi. þá hefir Fréttastofan iðulega sent skeyti til erlendra blaða og hefir forstöðumaðurinn samband við stóra fréttastofu i London (The Intema- tional News Service) og eru henni send merkustu skeyti héðan, svo sem um stjórnarskifti og fleira. Sama fréttastofa hefir og fengið frá for- stöðumanninum fjölda greina um ís- lensk e.fni, t. d. um Alþingishátíðma o. fl. þá annast og Fréttastofan dag- legai' skeytasendingar til skipa, botn- vörpuskipa og farþegaskipa, og hafa Eimskipafélag íslands og Félag ís- lenskra botnvörpuskipaeigenda styrkt hana til þess. þá hefir Fréttastofan iðulega dregið saman markverðustu tiðindi er snerta íslendinga vestan hafs og ætti nánari skilningur milli íslendinga vestan hafs og austan að geta leitt af því. Er þetta í rauninni nauðsynjaverk, ef um samstarf miRi íslendinga austan hafs og vestan verður að ræða í framtíðinni. Fyrir- spurnir berast Fréttastofunni auð- vitað iðulega, bæði utan og innan lands frá, og er reynt að svara þeim sem réttast og hlutlausast. Er hér nú upp talið hið helsta, en auðvitað mætti fleira til tína. Má geta þess í þessu sambandi, að launin fyrir *) Á þessu er nú orðin sú breyt- ing, að menn, sem eigi taka beinan þátt í stjórnmálastarfsemi, hafa tek- ið við skeytasendingum til F. B. islandssaga Jónasar Jónesonar, annað hefti, er nú komin út endurprentuð. Hún er seld í flestum kaupfélög- um úti um land og nokkrum bóka búðum. 1 Reykjavík fæst hún í Bókabúðinni á Laugavegi 46, Bókaverslun Þór. B. Þorláksson- ar, Bókaverslun Þorsteins Gísla- sonar, Bókaverslun Arinbjamar Sveinbjarnarsonar. I Hafnarfirði hjá Einari Þorgilssyni og Þor- valdi Bjamasyni. Verð kr. 2,50. starfið eni lág, svo forstöðumaðurinn verður að gegna öðrum störfum jafnframt. Hið ákjósanlegasta væri auðvitað, ef forstöðumaðurinn þyfti ekki að hafa öðrum störfum að gegna, svo hann gæti gefið sig að starfinu óskiftur, og svoleiðis þarf það að vera í framtiðinni, en þó má við una eins og er um skeið. Auðvitað gætu menn á ýmsan hátt stutt að því, að notin af Fréttastof- unni yrði almenningi langtum meiri. T. d. gætu ýms félög sent henni til- kynningar um starfsemi sína, þá er almenning varðar. Er öllu slíku kom- ið á framfæri við blöðin. þá gætu og allar stofnanir, sem ríkið rekur, eða styrktar eru af ríkisfé, iðulega sent Fréttastofunni tilkynningar. Allar til- kynningar eru birtar endurgjalds- laust. Fyrir stjórnina birtir Frétta- stofan allar tilkynningar og símar þær að jafnaði út um land til þeirra, sem hafa fréttasamband við hana, ef þær varða landið í heild sinni. Æski- legt væri, að bæði stjórnin og ríkis- stofnanir allar, notuðu Fréttastofuna sem mest til þessa. Eru allar tilkynn- ingar hennar sendar öllum blöðun- um og því réttara að senda tilkynn- ingarnar henni, heldur en einhverju einu blaði. Áliugamenn í sveitum landsins gætu unnið gott verk með því, að senda Fréttastofunni tíðindabréf ann- Best. — Odýrast. Innlent. Góð jörð í Ölfusi, alveg við þjóðveginn, fæst til kaups og á- búðar í fardögum 1928. Sérlega vel fallin til ræktunar og skift- ingar í nýbýli. — Upplýsingar allar gefur símstöðin á Minni- Borg og kjötbúð Kaupfélags Grímsnesinga á Laugaveg 76 í Reykjavík. að veifið. í þeim væri rétt að geta um veðráttufar, heyskap skepnu- höld, heilsufar, byggingar og aðrar verklegar framkvæmdir, félagsskap o. s. frv. Fé hefir Fréttastofan ekki fyrir hendi til þess að greiða þóknun fyrir slík bréf nú, enda munu fæstir láta sig muna um nokkurra aura frímerkjakostnað, þegar um það er að ræða, að vekja eftirtekt á því, sem vel er gert í sveit sinni. Slíkt bréfa- safn gæti orðið næsta merkilegt og haft mikla þýðingu, að kaupstaðar- búar fylgist vel með í því, sem unn- ið er í sveitunum. þá hafa sveita- menn og gagn og gaman af að frétta um það, sem gerist í öðrum sveitum. í þessum bréfum væri og sjálfsagt að minnast merkra manna og kvenna, æfistarfs þeirra, þegar sér- gætu veitt tilsögn í eða aðrir menn sérfróðir, sem til þess væru fengnir. Þetta myndi auðvitað kosta nokkur fjárframlög af landsins hálfu, en myndi á hinn bóginn horfa til verulegra bóta, með því að mentaðir menn fengj- ust þá í ýmsar þær stöður, sem nú eru skipaðar ómentaðri mönn- um. Höfum vér helst hugsað oss, að bæta mætti við Háskólann kenslu í: 1. Verslun og viðskiftum. 2. Kennaranámsskeiði. 3. Rannsóknum og tilsögn í búvísindum. 4. í ýmsum verklegum fræð- um, svo sem tannlækningum, lyfjablöndun, og fl. 5. Þegar honum vex svo fisk- ur um hrygg, í íslenskri náttúru- fræði (t. d. rannsóknir á eldfjöll- um og jarðhita, jurtagróðri lands- ins, fiskiklaki og fiskigöngum o. s. frv.). Fyrir oss vakir með þessu eitt- hvað svipað og vakti fyrir Jóni Sigurðssyni, er hann vildi stofna til þjóðskóla. Vér viljum gera Háskóla vom að þjóðskóla, þar sem menn fái numið flest af því, er horfi þjóðinni til nytja og gagns. Annars sjáum vér ekki, hvað gera á við alla þá stúdenta, sem að Háskólanum streyma. Því að reyndin hefir orðið sú, að fæstir hafa látið sér stúdentsprófið nagja, enda veitir það ekki rétt til neins annars en þess að ganga á háskóla og teljum vér það illa farið. Það ætti þó að minsta kost3 að veita réttindi á við próf úr lægri og styttri skólum en menta- skólar eru. Gætu stúdentar aftur á móti stundað eitthvert það nám um skemmri eða lengri tíma, sem að loknu prófi gæfi þeim rétt til að rækja kaupsýslu og viðskifti ým- isskonar, fá kennarastöður við héraðsskóla og aðra skóla eða gerði þá færa um að loknu námi að reka hvort heldur væri land- búnað eða sjávarútveg, þá þykj- umst vér þess fullvissir, að draga mundi úr aðsókninni að embætta- deildunum og alt komast í skap- legt horf. Tvær aðaltillögur vorar eru því þessar: 1. að setja einhverskonar þrösk- uld neðan við lærdómsdeildina, helst með sérstökum undirbún- ingsbekk, til þess að draga úr að- sókninni að henni og þarmeð að stúdentsprófi. 2. að stofna til kenslu í Há- skólanum í hagnýtum fræðigrein- um, fyrst og fremst tii þess að veita straum mentamanna inn í aðrar stéttir, sem þarfnast þess á margan hátt, og í öðru lagi til þess að draga úr aðsókninni að embættadeildum Háskólans. Að lokum skal þess getið, að sumir nefndarmenn telja það æskilegt, að stofnaður verði sér- stakur gagnfrwðaskóh í Reykja- vík, ef ríkisstjórnin sér sér það fært fjárhagsins vegna, og sé þá mentaskólanum í Reykjavík breytt í 6 ára samfeldan lærðan skóla. Akureyrarskóla mætti þá tví- skifta þannig, að í honum sé 2 ára gagnfræðadeild 9 mánaða og 4 ára lærdómsdeild með því skipulagi, sem stungið er upp á hér að framan. Háskólanum, 28. nóvember 1927. Haraldur Níelsson. S. P. Sívertsen. Guðm. Hannesson með fyrirvara. Ágúst H. Bjarnason. Svav formanns læknadeildar Háskólans. Bréfi dómsmálaráðuneytisins til læknadeildar Háskólans, dags. 19. þ. m. skal eg leyfa mér að svara á þessa leið: 1. Deildin hefir nú 64 nemend- ur. 2. Atvinnulausir læknar, út- skrifaðir úr deildinni, eru nú 12, þ. e. a. s.: þeir eru allir erlendis til framhaldsnáms og munu ekki matvinnungar, hvað þá meir. Þar að auki mætti telja hér til 4, sem nú hafa atvinnu hér á landi, mjög stopula, sem aðstoðarlæknar og staðgenglar héraðslækna, og verða þá 16 atvinnulausir. 3. Erfitt er um það að segja, hve margir nemendur úr deildinni ættu á venjulegum tímum að geta í fengið atvinnu utanlands og inn- an ár hvert. Utanlands er að jafnaði ómögulegt að fá atvinnu nema læknispróf sé tekið að nýju í því landi, sem læknirinn vill setjast að í, og þar að auki mun nú alstaðar yfirfult af læknum í öllum menningarlöndum. Hér á landi mun nú orðið full- setið af læknum, þó að ekki séu taldir með þeir 12 atvinnulausu. og hafa þó óvenju margir læknar dáið á seinni árum hér á landi. Jafnvel þótt rúm verði fyrir nokkra starfandi lækna hér í við- bót á næstu árum, eg á þar við aðstoðarlæknastöður í spítölum, sem hljóta að koma von bráðar, þá verða þó nokkrir afgangs at- vinnulausir. Síðan Háskólinn tók til starfa hafa á 16 árum útskrifast 67 læknar eða rúmlega 4 á ári, og er það of mikið. 4. Þó að læknanám gefi al- menna mentun, þá má ekki gera ráð fyrir því, að læknar hverfi að jafnaði að öðrum störfum. Seinni spumingunum vil eg ekki svara að svo stöddu, vegna þess, að nefnd situr nú að störf- um í Háskólanum til þess að at- huga þetta mál, og geri eg ráð fyrir, að ráðuneytið fái vitneskju um þá niðurstöðu, sem hún og háskólaráð eða alm. kennarafund- ur kemst að. Reykjavík 28. nóvember 1927. Guðm. Thoroddsen. ----o---- staklega stendur á, hvort sem um eitthvert minningarafmæli er aö ræða eða andlát o. s. frv. Slík tlð- indabréf væri æskilegt að fá úr öll- um sveitum. Leyfi eg mér að skora á áhugamenn í öllum sveitum, að verða við þessum tilmælum. þurfa menn ekki að binda sig við það, sem að framan er minst á, því allar upp- lýsingar eru vel þegnar, og má til viðbótar því, sem áður er á minst, æskja upplýsinga um hvaða sveita- siðir af þeim, sem gamlir mega telj- ast, eru enn við lýði, hver gömul áhöld eru enn notuð, hvaða bækur mest lesnar, hver ný verkfæri breið- ast út o. s. frv., í stuttu máli um alt það, sem á einhvem hátt snertir sveitamenninguna. Að síðustu má geta þess, að Frétta- stofan hefir stundum verið beðin að afla upplýsinga um íslendinga í Vesturheimi. þeir ,sem leita fregna af vinum og ættingjum þar, verða að skýra nákvæmlega frá skímar og föðurnafni, fæðingarstað, hvenær þeir, sem upplýsinga er leitað um, fóru vestur og hvar þeir voru þar fyrstu árin. Ennfremur hvers vegna upplýsinganna er leitað. Nánari upp- lýsingar viðvíkjandi því, sem aö framan er minst á, fá menn frá for- stöðumanninum. Utanáskrift hans er: Axel Thorsteinson, Fréttastofunni, Reykjavík. Talsími: 1558. Símskeyti: F. B. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Lokastíg 19. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.