Tíminn - 24.02.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.02.1928, Blaðsíða 2
82 TIMINN Munið hin skýru orð Vestur-íslendingsins Asmundar Jóhannssonar á síðasta aðalfundi Eimskipaféiagains „Sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd í síðasta sinn“. Kveðjið þér ekki yðar krónu í síðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með. Vátryggið alt, á sjó og landi, bjá Sjóvátryggingartélagi Islands. ► \i á fslenska ölið hefir hlotið einróma lof allra neytenda, fæst í öllom verslun- um og veitingahúsom ölgerðin EgriU Skallag'rimsson } >CXKXXX?CKX? ir koma til greina. Hafnarfjörður sem sérstakt kjördæmi var sjálfsögð rétt- lætiskrafa. Á einstökum öðrum stöð- um á landinu er hugsanlegt að gera mætti fleiri slíkar smábreytingar eða tilfærslur, þannig að hinn sami þjóð- arvilji nyti sín þetur í þinginu. En Framsóknarflokkurinn veit vel að kjördæmaskiftingin er að því er sveitimar snertir, eini sterki vald- þátturinn sem bændunum er eftir skilinn. Fjármagnið er farið á undan að sjávarsíðunni. Takmark Fram- sóknar er að snúa við straumnum, láta fjölga fólki i sveitunum, jafna metin, svo að þar komi aftur upp mannmörg kjördæmi, sem fólksfækk- un hefir orðið á síðustu áratugum. En til að geta haldið rétti sveitanna þuría bændur íslands að kunna bet- ur að, halda á máli sínu en danskir bændur. þeir strituðust móti öllum breytingum, þar til það var orðið of seint. þá sameinuðust íhaldsmenn og socialistar í þingi Dana móti bænd- um og liðuðu sundur hin gömlu fcændakjördæmi. íslenski bændaflokk- urinn hefir enn sem komið er stýrt með meiri framsýni. Með því að vera réttlátur dómari í kjördæma- þrætu íhaldsmanna og verkamanna við sjávarsíðuna og úrskurða eftir því sem málefni eru til, é bænda- flokkurinn íslenski aö geta varið stjómmálaaðstöðu sveitanna fyrir þeirri hættu sem annars getur að steðjað. Allir íhaldsmenn á þingi, og blöð þeirra hafa beitt sér með ofsa og yfirgangi í máli þessu. Einkum má segja að Ólafur Thórs og Mbl. hafi gengið úr öllum ham. Hefir Ólafur barist fyrir sínu pólitíska lífi og liggja raunar til þess skiljan- legar ástæður. Ef B. Kr. endist aldur og heilsa mun hann að sjálf- sögðu bjóða sig fram í Kjósar- og Gullbringusýslu við næstu kosningar. Ólafur verður þá annaðhvort að hætta eða leita kaldra griða í Hafn- arf. Mundi hann eigi álitlegur þar til sigurs, þar sem hann hefir i þessu aðaláhugamáli kaupstaðariris beitt svo freklegum mótþróa við víljn meirihluta borgaranna í bænum. Eftir miklar máltafir í Nd. er nú frv. um sérstakan þm. komið til Ed. og þar gegnum fyrstu umræðu. Átt- ust þeir þar við B. Kr. og Jón Bald- vinsson. Eftirlit með loftskeytum. Lengi hef- ir leikið grunur & að ísl. togaramir fengju fregnir úr landi um ferðir varðskipanna. þykir sönnu næst, að íslensku skipin séu þrásinnis í land- helgi, og að þeim sé svo að segja skip- að þangað af sumum útgerðarfor- kólfunum í landi. Bistrup, sem stýrði hér varðskinu Fylla tvö undanfarin ár, lýsti þessu framferöi átakanlega í einu stórblaðinu danska. fhalds- stjómin hefir alla tíð lokað augunum fyrir þessum augljósu afbrotum, sem eru bæði vansæmandi og hættuleg fyrir íslensku þjóðina. Útlendingar sem sjá fslensku togarana þrásinnis fara í landhelgi, eiga bágt með að skilja hvernig sökudólgar þessir sleppa svo léttilega frá varðskipun- um. Sveinn í Firði flutti í samráði við landsstjómina frv. um eftirlit með loftskipum til veiðiskipa hér við land. Er þar gert ráö fyrir margskonar að- haldi, sem áreiðanlega myndi draga eins mikið úr skeytasendingum við-, víkjandi varðskipunum til togaranna, eins og hin nýja löggæsla stjómar- innar hefir dregið úr ölæði á skipum hér við land. Við fyrstu umræðu mæltu þeir Sveinn í Firði og J. J. fast með frv. en Ólafur Thors lagð- ist mest á móti. þótti af framkomu hans fullsannað, að erfitt er fyrir togaraeigendur i Rvik að vera heppi- legur þingfulltrúi vélbátaeigenda suö- ur með sjó. Hákon og Ottesen töluðu báðir til liðsemdar Ólafi, en þó var framkoma þeirra miklum mun betri en Ólafs. Samt myndu kjósendur bæði Ottesens og Hákonar vafalaust heldur vilja, að þeir hefðu í máli þessu staðið nær Framsókn, en tog- araeigendum. Máiið er enn í nefnd, en kemur þaðan væntanlega næstu daga. Sparoaður á starfsmannalaunum. Mjög hefir þótt á því bera að íhalds- menn hafi vilnað gæðingum sínum í um kaupgjald. Kunnugt er að upp- haflega var samið um 40 þús. kr. laun við Eggert Claessen. Sig. Eggerz ákvað sem ráðh. og með þrem dönsk- um atkvæðum, sem hann fór með í umboði, að laun sín í bankanum skyldu vera 24—25 þús. og hið sama gekk yfir stallbróður hans, stjóm- skipaða bankastjórann. þá^sömdu og tveir fyrverandi ráðh. við Mogen- sen lyfsala að hann skyldi hafa 18 þús. kr. érslaun fyrir að stýra áfeng- isversluninni. Að tilhlutun eins fyrv. ihaldsráðh. hafa bæjarfógetinn í Reykjavík Jóh. Jóhannesson og lög- reglustjórinn Jón Hermannsson sum árin haft yfir 100 þús. kr. í laun báðir. Slík ógegnd sem hér er um að ræða er hættuleg og til minkunar í fátæku landi, sem þarf mikið mgð fé að gera, og gerir yfirleitt kröfur til starfs- manna sinna að þeir komist af með lítið. Framsóknarflokkurinn, og stjómin hefir talið það sjálfsagt, að fá nokkuð jafnaða þessa launafúlgu. M. Kr. fjármálaráðherra hafði í vor, strax eftir að hann kom í bankaráð íslandsbanka beitt sér fyrir lækkun á dýrtíðaruppbót hinna launahærri starfsmanna þar. Og nú í vetur hafa þeir Tr. p. sem er formaður banka- ráðsins og M. Kr., sem er banka- ráðsmaður, beitt sér fyrir launalækk- un í bankanum. Hafa bankastjóram- ir þar lækkað um c. 8000 hver. Er þá E. Claessen í 32 þús., en Sig. Eggerz í 16* þús. Lengra gátu þeir ráðherr- arnir ekki komist og er þó fullyrt að þeir hafi gert tilraun til frekari lækk- unar. En þar munu þeir þá hafa ver- ið bornir ofurliði af hinum þrem bankaráðsmönnunum, en það eru Jón þorl., sem fer með 3 dönsk at- kvæði, Guðm. Björnson landlæknir og Klemens Jónsson. Auk þess mun þeim Tr. þ. og M. Kr. hafa tekist að létta nokkuð á bankanum eftirlauna- fúlgu hálaunaðra bankastjóra, sem hvíla með miklum þunga á stofnuo þessari, sem þó á við nógu marga erfiðleika að stríða, þótt ekki væri launafargani þessu hætt ofan. Vínverslunin. þá hefir stjómin und- irbúið frv. um vínverslunina. A að lækka kaup forstöðumanns um 10— 11 þús. og^hækka verðið á lækna- biennivíninu, svo að nemur mörg- um tugum þúsurida. Ætti að ve.rða að þeirri breytingu talsverð fjérhags- bót fyrir landssjóð, ef frv. nær fram að ganga. Embættin í Rvík. Annað sparnaðar- frv. er flutt að tilhlutun stjórnarinn- ar, um það að aukatekjur allar af embættum lögreglustjóra og bæjar- fógeta í Reykjavík falli beint í lands- sjóðs. Til að geta framkvæmt sparnað þennan er gerð nýskipun á embætt- um þessum. Gömlu embættin iögð niður, en í staðinn settur lögmaður eða undirdómari í Reykjavík, lög- reglustjóri og tollstjóri. Menn vænta að þessi umbót á embættunum ein saman muni á sumum árum spara landssjóði raunverulega um 80 þús. kr. á ári. Bæði frv. um vínverslun- ina og nýskipun dóms-, lögreglu- og tollmdla eru aðeins komin gegn um fyrstu umræðu í Ed. Jón þorl. beitti sér heldur, en ekki þó með frekju, gegn sparnaðinum á lögreglustjóra og bæjarfógeta og auðséð er að Mbl. er illa við umbót þessa. Jóh. Jóh. gat þess yið umræðuna að hann hefði aldrei haft nema 25 þús. kr. tekjur í embætti þessu og er það til muna minna en jafnve.1 samherjar hans í íhaldsfl. höfðu búist við. Yfirleitt mun það hafa verið stefna Fram- sóknar að reyna aðallega að koma fram sparnaði nú í vetur á stærstu og dýrustu embættunum, enda er þar af mestu að taka. Á hinum minni embættum er aðallega hægt að spara með breyttu skipulagi og samfærslu, en til þess þarf tíma og undirbún- ing. Eitt smáembætti er þó reynt að fella niður. Er það læknisembætti, þar sem maðurinn hefir sannanlega nauðalítið að gera, en hinsvegar margdæmdur fyrir áfengissölu. Jón þorl. hafði beinlínis hækkað laun hans. Byggingar- og landnámssjóður. Landnámssjóðurinn er nú að koma úr nefnd í Ed. lítið breyttur frá því sem stjómin lagði málið fyrir. Er það að líkindum langstærsta málið sem fyrir þinginu liggur og afleið- irigaríkast. Hugmynd sú, sem í frv. felst er fyrst borin fram á Alþingi af Jónasi Jónssyni núverandi dóms- málaráðherra. Síðast var málið til umræðu á þingi í fyrra og þá falið milliþinganefndinni í landbúnaðar- málum. Virðist það nú njóta al- menns fylgis innan þingsins, og nær vafalaust fram að ganga. Er það nú komið gegnum 2. umr. i Ed. Land- búnaðarn. var einhuga um að mæla með frv. Einar Ámason hafði orð fyrir nefndinni og benti á, að vegna hinna góðu lánskjara yrði nokkur munur á þeim vöxtum, sem ríkið tæki að láni til starfseminnar og þvi, sem lánað yrði út. þennan halla yrði að jafna og til þess væri ríkis- sjóðstillagið. Deilur urðu aðallega um ákvæði 9. gr. milli dómsmálaráðli. og E. Á. annarsvegar og Jóns þorláksson- ar hinsvegar. Er ágreiningurinn um það hvort réttmætt sé að leggja hömlur á jarðeigendur, sem njóta lána úr sjóðnum. En samkv. frv. má eigi selja fasteign, sem stendur í skuld við sjóðinn, hærra verði en sem svarar síðasta fasteignamati, að viðbættu virðingarverði þeirra mann- virkja, sem bæst hafa við, síðan það fór fram. Skulu og vera takmörk fyrir leiguupphæð slíkra fast- eigna. — En ákvæði þessi eru sett til þess að koma í veg fyrir brask með jarðimar og að þær hækki óeðlilega mikið í verði. Lýsti J. þ. sig andvígan slíkum kvöðum og vildi að eigendur jarðanna hefðu óbundnar hendur um að selja þær ag leigja. Færði hann og það til síns máls, að hömlur á ráðstöfunarrétti eigendanna mundu verða óvinsælar. Dómsmálaráðherra .benti aftur á móti á það, að jarða- og húsabrask og annað fjárbrall, væri' eitt aðalmein þjóðarinnar, og væri með öllu óverj- andi að einstakir menn hefðu tæki- færi til að „spekúlera'* með þá hjálp, sem ríkið veitti til þess að bæta jarð- irnar. Bæri að forðast að nú færi eins og þegar ríkið hefði látið menn fá kirkjujarðimar með vægu ‘verði, en nokkurum árum síðar hefðu sum- ar þeirra verið seldar margfalt dýr- ara, og þau góðu kjör, sem rfkið veitti, hefðu þá eigi orðið öðrum að haldi en fyrstu eigendunum. Skil- yrðið fyrir sæmilegri afkomu bænda væri fyrst og fremst það, að jarð- irnar og húsin, sem þeim fylgdu væru ódýr. Hið- gengdarlausa húsa- og lóðabrask í Reykjavík væri nú búið að hafa þær afleiðingar að hún væri að verða ólióflega dýr staður og plága á landinu öllu. Einar Árna- son benti á það, að til væri tvenns- konar skilningur á verðmæti jarða. Sumir litu á þær sem verslunarvöru, eu aðrir, sem framleiðslutæki. En jörð væri í sjálfu sér jafn góð til búreksturs, hvort sem hún væri í háu verði eða lágu. Og á það ætti ríkið að ' líta, að jarðimar kæmu að sem mestum notum i framtíðinni, en eigi stundarhagnað einstakra manna. Jón þorláksson gat þess í umræð- unum að frv. hefði telcið allmiklum stakkakiftum frá því að það var fyrst borið fram af núv. dómsmála- ráðherra. M. a. væri nú ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum skatti í frv. til þess að standast kostnað ríkis- sjóðs, og væri því vel farið. Svaraði dómsmálaráðherra því á þá leið, að hjá því yrði með engu móti komist að sjá ríkissjóði fyrir tekjum, sem vægju á móti útgjaldaaukningu þeirri, sem leiddi af samþykt frv. Næði engri átt að leggja á hann nýjar byrgðar án þess að sjá svo fyr- ir, að hann gæti borið þær. þetta hefði verið vanrækt, er berklavama- lögin voru sett og mætti ekki koma fyrir aftur. Nafnakall fór fram um 9. gr. Voru íhaldsmenn 3 á móti hennj, J. þorh, Jóh. Jóh. og B. Kr., en Ingibjörg var fjarstödd. þess ber að geta, sem gert er, og skal það tekið fram, að Jónas Kristjánsson greiddi atkvæði gegn fiokksbræðrum sínum, með þessu mikilsverða ákvæði. I umræðunum var vakin athygli á þeirri staðreynd, að íslendingar kæmu árl. upp nýjum heimilum fyrir meira en milj. kr., og það þó að ekki vreri gert ráð fyrir að livert heimili kostaði meira en 5 þús. kr. Er nú timi til kominn að farið verði að skera úr því, hvort þessi nýju heim- ili eiga öll að rísa í þorpunum við sjóinn, eða að meira eða minna leyti í sveitum landsins. Beri Alþingi gæfu til þess að stofna byggingar- og landnámssjóð, má vona að það valdi stefnubreytingu í atvinnulífi og kjör- um mikils hluta þjóðarinnar. Tr. p. forsætisráðherra mun hafa í hyggju að ræktunarsjóður og land- námssjóður verði máttarstoðir í nýj- um bændabanka, og þykir líklegt að Framsóknarflokkurinn allur fylki sér þétt um þá hugmynd. Landsbankinn. pá hafa fjárhags- nefndarmenn í Ed., Ingvar og Jón Baldvinsson, flutt breytingar á Lands- bankalögunum, eftir beiðni stjómar- innar. Er þar ieitast við að bæta úr kórvillum þeim, sem J. þorl. og B. K. frömdu við meðferð málsins á þingi í fyrra. Með frv. I. P. og J. B. er fullkorrilega viðurkent að þjóðin eigi bankann og landið beri ábyrgð á honum. í öðm lagi eru vandlega upp- rættar meinlokur þær sem B. Kr. kom inn í frv. í fyrra viðvíkjandi dag- legri stjórn bankans. í þriðja lagi er tekið upp úr áliti milliþinganefnd- ar þeirrar, sem Sveinn Bjömsson var form. í, ákv. um æðstu stjóm bank- ans, ókeypis landsbankanefnd og launað bankaráð, og ‘skal í fyrsta skifti kjósa nefndir þessar í árslok 1928. — Mega nú J. þorl. og B. Kr. minnast þeirrar miklu óbilgimi er þeir beittu í máli þessu í fyrravör, er þeir virtu að vettugi vilja lands- manna, og vildu láta þjóðina afneita sinum banka, en hinsvegar taka þeg- ar 1 stað stórlán honum til handa erlendis. Ekki er mál þetta komið til 2. umræðu, en fullvíst þykir, að B. Kr. og J. þ. muni til lengstra laga verja meinlokur sínar. „Rakarafrumvarpi3“. Alþ. hefur nú loks samþykt hið svokallaða „rak arafrumvarp", sem borið hefir verið fram á mörgum undanförnum þing um, en ávalt felt. Er mönnum, sem vinna á rakarastofum gefinn réttur til takmarkaðs vinnutíma, eins og t. d. afgreiðslufólki í sölubúðum. þetta frv. er i sjálfu sér ekki sér- lega merkilegt, en það hefir vakið athygli vegna þess að íhaldsflokk- urinn hefir ávalt undanfarið beitt valdi sínu í Ed. til þess að fella það. Dýralæknar. Eitt þeirra mála, sem mjög mikið hefir verið rætt í þing- inu, er fækkun dýralækna. Dýra- læknisembættin eru nú 4 í landinu sitt í hverjum fjórðungi. Situr einn í Reykjavík en hinir þrír á Ak- ureyri, Stykkishólmi og á Austfjörð- um. Stjórnin bar fram frv. um að fækka dýraiæknum niður í tvo, enda stendur vel á um fækkun nú, af þvi að dýralæknisembættið í Rvík er óveitt. Tr. þórhallsson forsætisráð- herra læfir ávalt beitt sér mjög fyrir fækkun opinberra .starfsmanna. Bar hann m. a. fram fyrir nokrum árum þáltill. þess efnis, að veita ekki ýms tiltekin embætti, ef þau losnuðu, nema rannsakað væri fyrst, hvort okki væri hægt að komast af án þeirra. Gat forsrh. þess í umræðun- um, að með frv. væri verið að hefja viðleitni til embættafækkunar. Taldi liann að dýralæknarnir vestra og á Austfj. kæmu að litlum notum, enda væru þeir svo illa setttir að erfitt væri að ná til þeirra. Ættu dýralækn- ar að sjálfsögðu að vera í sveit, þar sem flestir bændur gætu náð til þeirra. Nauðsyn bæri til að koma upp sérstakfí stofnun til að rannsaka ali- dýrasjúkdóma og mundi hún koma að meira liði en læknamir. Annað frv. kom fram frá Gunnari Sigurðssyni. Er þar stefnt í öfuga átt við stj.frv. og lagt til að fjölga dýra- læknum upp í 7. Ætlast G. S. þó eigi til að það verði gert á næstunni. Helst er útlit fyrir, að farinn verði sá meðalvegur, að láta núverandi embættaskipun haldast, en fela dýra- læknunum fleiri störf en þeir hafa áður haft. Hefir jafnvel komið fram tillaga um að láta þá gegna ráðu- nautastörfum fyrir Búnaðarfélagið. En embættafækkun sýnist eiga örð- ugt uppdráttar nú sem oftar. Breyting á kosningalögunum. Allar horfur eru á að samþykt verði breyt- ing á lögum um kosningar utan kjörstaða. Frv. um það er flutt af Haraldi Guðmundssyni. Hafa atburð- irnir í Norður-ísafjarðarsýslu vafa- laust ýtt mest undir þessa breytingu. Miða ákv. frv. að því að gjöra at- kvæðafölsun erfiða eða ómögulega. M. a. eiga kjörseðill og vottorð að vera samföst og eigi hægt að að- skiija þau án þess að sjáist. Kjör- gögn til kosninga utan kjörstaða eiga að vera tölumerkt og valdsmönnum gjört að skyldu að gjöra grein fyrir meðferð sinni á þeim. Utankjörstað- aratkvæði er ógilt ef kjósandi getur sótt kjörstað á lcjördegi, og er það ákv. sett til þess að koma i veg fyrir að óþarflega margir kjósi utan kjör- staðar. H.f. Jón Sigmundsson & Co. Armbandsár af bestu tegund. Afar ódýr. Jón Sigmundsson, gullsmiður Sími 383 — Laugaveg 8. Tilbúinn áburður. Ríkisstjórnin ber fram frv. um tilbúinn áburð. Hefir Tr. þórhallsson'forsætisráðherra flutt frv." þetta þrisvar sinnum áður á þingi, og mun almenningur því þekkja nokkuð til þess. Á síðastl. hausti fór Bjami Ásgeirsson alþm. utan til þess að kynna sér ýmislegt, sem lýtur að áburðarversluninni. þaö er álit fjölda rnanna, sem landbúnað bera fyrir brjósti, að eitt aðalskilyrði til þess að jarðrækt geti hafist svo að um muni hér á landi, sé það að bændum gefist kostur á ódýrum er- lendum áburði. Hefir núverandi for- sætisráðh. lagt til, að ríkið greiddi fy.rir þessu með því að annast ókeyp- is flutning áburðarins, til allra þeirra hafna, sem strandferðaskip þess og skip Eimskipafél. koma á. Er ákv. um þetta í frv. Ríkisstjóminni skal heimilt að taka í sínar hendur einka- sölu áburðarins á hausti komanda. Frv. er komið gegnum 2. umr. í Ed. Landbúnaðarnefnd klofnaði í málinu. Er Jónas Kristjánsson á móti frv. í 3. gr. frv. er svo ákveðið, að áburð- urinn skuli ekki seldur öðrum en lirepps- og bæjarfélögum, búnaðarfé- lögum og samvinnufélögum bænda. En J. Kr. vill einnig láta selja kaup- mönnum. Var honum bent á það, að það væri alls ekki ætlunin að ríkið greiddi flutning á áburðinum, til þess að einstakir menn gætu grætt því meira á að selja hann. Um þetta frv. deildu þeir fyrrum núver. forsætisráðherra og Árni frá Múla. Sagði Árni þá, að ef það næði fram að ganga, væru bændur gjörð- ir að ölmusumönnum. Bændur í Norður-Múlasýslu guldu Áma þessi ummæli með því að fella hann frá kosningu. Og vonandi samþykkir Alþingi nú frv. Búfjártryggingar. Annað mál, sem F,d. hefir haft til meðferðar og telja má til þess merkasta, sem fyrir þing- inu liggur, er stjórnarfrumvarpið uni búfjártryggingar. Klofnaði landbún- aðarnefnd um það eins og áburöar- málið, og snerist Jónas Kristjánsson einnig gegn því. Hefir umræðnanna verið getið að nokkru áður hér í blaðinu. Búfjártryggingar eru ný- mæli hér á landi, en algengar í öðr um löndum. Vakti forsætisráðherru athygli á því um leið og hann lagði frv. fyrir þingiö, að menn teldu nú yfirleitt sjálfsagt að tryggja allar þœr eignir sínar, sem hætta gæti vofað yfir. .1 Rvík væri t. d. skyldu- trygging á húsum. J>að skyti þvi skökku við, er bændur hefðu búpen- ing sinn ótrygðan, þó að reynslan sýndi að meiri og minni vanhöld yrðu é honum á ári hverju. Ritstjórí: Jónas Þorbergsson, Lokastíg 19. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.