Tíminn - 25.02.1928, Page 2

Tíminn - 25.02.1928, Page 2
84 TlMINN 0g nú stundar Valtýr Stefáns- son alveg hliðstæða iðju sem nafni hans stundar suður í Höfn íslandi og Islendingum til óþurft- ar. Nú skrifar Valtýr Stefánsson daglega hinar alósönnustu og al- svívirðilegustu þingfréttir sem nokkru sinni hafa verið skrifað- ar á Islandi. Hann lætur sér aldrei detta það í hug eitt augna- blik, að blaðamaðurinn hafi nokkurra skyldu að gæta um sannleika í frásögn. Einungis eitt markmið hefir hann: að svívirða með loginni frásögn þá menn sem bera ábyrgð á stjórn íslands, þingmenn og stjórnendur. Aldrei fyr hefir slíku stórflóði ósanninda og blekkinga verið veitt yfir þetta land. Og tilgangurinn enginn annar en sá að reyna að svala heift sinni á þeim mönnum sem hafa unnið það eitt til sakar að hafa náð því trausti þjóðarinnar sem þeir nafnar hafa aldrei náð. Það var honum ósjálfrátt að hann fékk nafnið í vöggugjöf. En hann hefir sannarlega unnið til að bera það. Sami svipurinn er yfir Val- týskunni þeirra beggja. Styrbjörn. -----o---- Á víðavangi. Fáheyrt ábyrgðarleysi. Áliti fjárveitingamefndar neðri deildar er útbýtt í þinginu í dag. íhaldsmenn í nefndinni hafa skrifað undir með fyrírvara. Gera þeir grein fyrir honum á þann hátt sem áður mun vera óheyrt í sögu þingsins. Þeir leggja það til, að ef tekjuaukafrumvörp þau, sem liggja fyrir þinginu nái ekki fram að ganga, þá skuli fjárlög- in, samkvæmt væntanlegum út- gjaldatillögum þeirra við þriðju umræðu, þó verða af greidd með tekjuhalla! — Verður vikið nánar að þessu í næsta blaði. Nú þegir danski nafni. 1 síðasta blaði Tímans var Valtýr danski nafni beðinn að skýra frá, hvort satt væri, að Dánir hefðu fengið meiri stjóm- málaást á þeim Magnúsi Guð- mundssyni og Jóni Þorlákssyni en á öðrum íslenskum stjóm- málamönnum. Valtýr þegir. Sennilega skammast hann sín eftir allan þjóðemisrembinginn og ilt umtal um danska peninga, að játa þennan höfuðvott dansks þakklætis og hylli til handa hús- bændum sínum fyrir sonar- lega breytni og auðsveipni við „dönsku mömmu“. — Tíminn bíður enn svars — til næsta blaðs. Eftir það mun hann snúa sér í aðra átt. Fyrirspurn til Mbl. í greininni „Hvað dvelur Orm- inn langa“ í Mbl. 12. febr. síðast- liðinn er því haldið fram að „Tímamenn“ hafi um síðustu kosningar lofað „að látta allri skuldabyrði af bændum“. Eru þar sett innan tilvísunar merkja og höfð eftir sömu mönnum þessi ummæli: „Stýfa! Við skulum stýfa, þá lækka skuldirnar og þá fáið þið margfalt fyrir afurðim- ar“. — Nú er það föst regla allra sæmilegra blaða, að setja innan tilvísunar merkja þau ein ummæli, sem fyrir liggja í skjal- festum eða vottfestum heimildum. Hér með er skorað á Mbl. að til- greina heimild sína fyrir þessum ummælum! Þögn blaðsins eða flæmingur verður tekinn sem jatning þess um, að það beiti rit- falsi og segi vísvitandi ósatt til um staðreyndir í opinberum mál- um. Tíminn bíður svars. B. Kr. og samábyrgðin. Bimi Kristjánssyni er' illa við að kannast við endaskifti sín gagnvart samábyrgðinni. I Mbl. 21. febr. s. 1. reynir hann að telja sjálfum sér og öðrum trú um að samábyrgðin hans sé eitt- hvað annað en samábyrgð bænda sem hann hefir hamast gegn um tugi ára. Þessi hlið á málinu verður athuguð nánai' hér í blað- inu ásamt öðrum. En til þess að gefa B. Kr. ástæðu til skjótrar og nánari umhugsunar um að- stöðu sína, skal hann nú þegar fræddur um skipulag tveggja af elstu og þektustu kaupfélögum landsins, Kf. Þingeyinga og Kf. Eyfirðinga. Er það sem hér segir. Bændur skipa sér 1 deildir, með ábyrgð innan deilda, eins og B. Kr. stingur upp á. í Eyjafirði em deildirnar bundnar við hreppa sömuleiðis eins og B. Kr. stingur upp á. Er þá fengið skilyrðið fyrir því að menn þekki hver annars hag, sem B. Kr. telur ör- ugt ráð gegn hættu af samá- byrgðinni fyrir efnahag einstakl- inganna. Nú mun B. Kr. ef til vill segja: En deildirnar eru í á- byrgð sín á milli og af því staf- ar hættan. — En þá vill Tíminn spyrja B. Kr.: Ef hver deild út af fyrir sig er trygg, hví er það hættulegt, að þær séu fleiri sam- an? Skýringar dæmi: Ef hvert einstakt líffæri í líkama manns- ins — til dæmis að taka B. Kr„ er heilbrigt, er þá líkaminn ekki allur heilbrigður? Svar óskast. Laxveiði í sjó. Sveinbjöm Sveinsson bóndi að Hámundarstöðum í Vopnafirði hefir gerst upphafsmaður lax- veiði í sjó hér við land. Hefir hann nýlega í blaðagrein skýrt frá reynslu sinni í því efni. Kynt- ist hann veiðiaðferð Norðmanna, er hann kveður veiða 80% af laxi sínum í sjó. En sjóveiddur lax er hálfu verðmeiri en sá, er í vötn- um veiðist. Sveinbjöm keypti veiðitæki í Noregi. Er það poka- nót og kostaði 800 kr. með dýr- tiðarverði. Lagði hann nótina í Vopnafjörð og veiddi þegar lax til mikilla drátta. Hefir veiðin orðið mest 300 laxar á sumri. Sex punda löxum og þaðan af minni skepnum sleppir nótin. Aft- ur tekur hún margvísleg sjódýr eins og lúður, þorska, seli og hnísur. Liggur nótin á þriggja og hálfs faðms dýpi og er vitjað um hana við og við. — Svein- björn hefir athugað veiðistöðvar á nokkrum stöðum og telur efa- laust að hægt sé að stunda veiði þessa víða umhverfis land með miklum árangri. Sækir hann nú til þingsins um 2000 kr. styrk til kaupa á 3 veiðinætum frá Noregi og um 5000 kr. styrk til þess að ferðast með veiðitækin umhverf- is land, finna veiðistöðvar og kenna mönnum þessa veiðiaðferð. ----o---- Guðm. Guðmundsson frá Reykholti liofir verið skipaður aðalféhirðir Landsbankans. Hafði hann áður gegnt því starfi i tvö ár. Slys varð á Krumshólum í Borgar- firði fyrra fimtudag. Drengur á ferm- ingaraldri fór að leita hesta, en kom ekki aftur. Var hans leitað næstu nótt og daginn eftir, en fanst ekki. En spor hans voru rakin fram að sjó og út á fjörðinn, og ætla menn, að hann liafi faliið fram af ísskör og drukknað. Alþingi Haraldur Guðmundsson flytur frv. um að ríkisstjórnin setji reglur um borgun fyrir störf héraðslækna og ferðir þeirra. Sami þm. flytur þál.till. um að skora á stj. að endurreisa einkasölu á steinolíu. Meirihluti fjárhagsnefndar Ed. flytur frv. um breyting á lögum um Landsbankann. Frv. er flutt eftir til- mælum stjómarinnar. Héðinn Valdimarsson flytur breyt- ingartillögu við þál.till. Magnúsar Jónssonar um hinn almenna menta- skóla í Rvík, svohljóðandi: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta þing löggjöf um hinn almenna mentaskóla í Reykja- vik og Akureyrarskólann'*. Allsherjarnefnd Nd. flytur þál.tili. um að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta þing frv. til laga um, hvaða skjölum skuli þinglýsa og um þýðing og gildi þinglýsinga. Hánnes Jónsson flytur frv. um stimpilgjald af farseðlum, 10% af upphæð fargjaldanna. Farþegar á skemtiferðaskipum skulu þó undan- þegnii' gjaldinu, ef þau hafa skamma dvöl hér við land og farþegarnir fara með þeim aftur. Áætlar flm. að tekjuaukning ríkissjóðs, ef frv. er samþ., nemi um 70 þús. kr. Iléðinn Valdimarsson flytur frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta tekju- og eignar- skatt með 25% viðauka. Gerir hann ráð fyrir 200 þús. kr. tekjuaukningu með þvi móti. Bjarni Ásgeirsson flytur frv. um eignarnám á Nikulásarskeri í Norð- urá. Ingvai* 1 Pálmason flytur frv. um eignarnám á jörðinni Reykhólum i Reykhólahreppi eystra. Jörðin er ætluð til læknisseturs, og er frv. flutt eftir áskorun hreppsbúa og ti 1- mælum landlæknis. Jón þorláksson flytur þál.till. um að skora á stjórnina að flýta fyrir útkomu hagskýrslanna. Haraldur Guðmundsson flytur þál.- till. um að skora á stjómina að neyta lagaheimíldar til að taka aftur í sínar hendur einkasölu á steinolíu. Lárus Helgason, Gunnar Sigurðs- son og Einar Jónsson flytja þál.till. um rannsókn á vegarstæði frá Mark- arfljóti til Víkur i Mýrdal. Iléðinn Valdimarsson og Jón Bald- vinsson flytja þál.till. um að skora á stjórnina að taka lán til að ljúka byggingu landsspítalans fyrir 1930. Jón A. Jónsson flytur þál.till. um rannsókn á sundskálabyggingu og aðstöðu til byggingar alþýðuskóla í Reykjanesi í Norður-ísafjarðarsýslu. Hannes Jónsson flytur frv. um að ríkisstjórninni sé heimilt að hafa sendiherra í Kaupmannahöfn (að- eins), þegar fé er til þess veitt í fjárlögum. Framséknarfélags- fundur er fórst fyrir í síðustu viku, verður haldinn þriðjudaginn 28. þ. m. kl. 9 í Sambandshúsinu. Stjórnin. .Tón Baldvinsson fly-tul frv. um veðlánasjóð fiskimanna. Um þennan fyrirhugaða sjóð stendur í frv.: 1. gr. Tilgangur sjóðsins er að gera mönnum, sem fiskveiðar stunda á vélbátum og árabátum, sem arð- samastan afla sinn með því að gera þeim mögulegt að verka hann sjálf- ir. Fé sjóðsins skal lánað fiskimönn- um gegn veði í fengnum afla. . . . 2. gr. Höfuðstóll sjóðsins er Fiski- veiðasjóður Islands, sem stofnaður var með Tögum 10. nóv. 1905 og 2 xhilj. króna, sem ríkissjóður leggur fram sem ián til sjóðsauka. . . Sex íhaldsmcnn í Nd. flytja frv. um Fisíiveiðasjóð íslands. Er gert ráð fyrir, að ríkissjóður leggi sjóðn- um 100 þús. kr. á ári í næstu 5 ár og ábyrgist skuidbindingar hans. Sjó.ðurinn gefi út vaxtabréf. Úr hon- um má eingöngu lána til skipa- kaupa, alt að 60 srnál. og stofnunar iðnaðarfyi'ii-tækja í sambandi við fiskiveiðar. Eru hér fram komnar tvær ólíkax' tillögur xím meðfei'ð núverandi Fiskiveiðasjóðs. Finxtudag síðastl. svöruðu ráð- liérrarnir fyrirspurn Magixúsar Jóns- sonar um aukastöi'f sín. Gegna ráð- herrarnir svo sem kunnugt er enxx ýmsum störfum, sem þeir höfðu með höndum, áður en stjórnarskiftin xirðu og taka lítið eða ekki fé fyrir. Gerði M. J. þá grein helsta fyrir fyrirspuininxii, að aukastöi-f ráð- herranna gætu eigi samrýmst emb- ættum þeii'ra. Sagði iörsætisráðherra, að þetta væri villa ein og t. d. mjög hepþil'egt, að atvinnumálaráðherrá ætti sæti i gengisnefnd og stjói’ii Búnaðarfél. í gengisnefndinni kæmi lxann fram sem .nauðsynl. fulltrúi atvinnuveganna enda væri honum manna skyldast að sjá hag þeirra borgið. Búnaðarfélagið bæii að skoða sem nokkurskonar undirdeild at- vinnumálai’áðuneytisins, sem aðeins framkvæmdi ráðstafanir þess í land- búnaðarmálum. Væri auðvitað ekk- ert hægt að því að finna, þó að ráð- herrann vildi fylgjast sem best með starfi félagsins, enda væri landbún- aðurinn aðaláhugamál sitt og legði hann með glöðu geði á sig þessa fyrirhöfn. Fjái-málaráðheria á sæti í bankaráði íslandsbanka og veitir auk þess landsversluninni forstöðu. Taldi hann hart, ef ætti að hindra sig i því að sjá svo um að sæmileg yrðu endalok þeirrar stofnunar, sem hann hofði veitt forstöðu í 10 ár og lagt mamxa mesta alúð við, og því siður væri ástæða til athugasemda, sem Skuldaverslun bænda og atvinnurekstrarlán Inngangur. íhaldsblöðin hafa að undan- förnu gert sér ákaflega margrætt um frumv. það til laga um at- vinnutekstrarlán, sem fhaldsmenn í Ed. hafa borið fram. Þau hafa breitt úr því um heilar síður og hver greinin hefir rekið aðra með gleiðletruðum upphrópunum og staðhæfingum um mikilvægi máls- ins. Er svo að skilja af látæði blaðanna að hér sé um einskonar opinberun að ræða, eitthvert óheyrt hjálpræði til handa bænd- um! Fullum fetum halda þau því fram, að hér sé á ferðinni merk- asta mál þingsins. Og Mbl. hefir lofað að standa við þá fullyrð- ingu! Höfuðkjaminn í öllum þess- um ærslum og bægslagangi er sú staðhæfing, að hér sé fundið ör- ugt ráð gegn skuldaverslun bænda, sem þau látast telja al- varlegasta þjóðarmeinið. Blaðið Vísir hefir birt nokkrar greinar um þetta mál og er þar margt vel og réttilega athugað. Meðal annars getur blaðið þess til, að gleiðletranir fhaldsblað- anna, hávaðinn og ærslin muni stafa fremur af flokksumhyggju heldur en af hinu, að umhyggja þeirra fyrir verslunarkjörum bænda sé orðin svona stórkost- lega mikil, — með öðram orðum, að málið sé „fundið upp“ af flokknum, og því haldið fram til þess að „slá sér upp“. Virðist hér vera líklega til getið. Samkvæmt reynslu undangenginna ára hefir stjórnmálaframferði flokksins verið illa til þess fallið, að afla honum trausts hjá bændum. Skortur á stjómmálavíðsýni þeirra félaga, stórkaupmannsins og málfærslumannsins, sem um skeið höfðu stjóm landsins með höndum, var togaraeigendum og fésýslumönnum vænlegra til að- hlynningar heldur en dreifðum smábændum landsins. íhaldsblöðin hafa á undanföm- um árum haldið uppi endurtekn- um ofsóknum gegn samvinnu- verslunum bænda og skipulagi fé- lagsmála þeirra. Efni þessara á- rása var lævíslega samantekið í bókarformi og gefið út undir yfir- skyni þjóðfélagsumhyggju. Sú bók kom út árið 1922 og nefndist „Verslunarólagið“ eftir Björn Kristjánsson. Um þær mundir gerðust erfiðleikar allra versl- unarstofnana landsmanna mestar, vegna verðfalls á íslenskum fram- leiðsluvörum. Margar ástæður aðrar drógu og til þeirra áfalla. Þessa færis neyttu Ihaldsmenn, fyrir sérstakan atbeina B. Kr., til árása á samvinnufélögin. I bók- inni er mikið talað um „kærleiks- lögmálið"! Sú staðreynd, að höf- undurinn hefir, með slík orð á vörum, leitast við að vega að hálfföllnum andstæðingi, gefur nokkra útsýn um þjóðmálasiðferði Ihaldsmanna. Enda hafa þeir jafnan litið á „Verslunarólag“ B. ! Kr. eins og eitthvert hið merkasta þjóðmálaafrek síðustu ára og bygt á því allar síðari árásir á verslunarstofnanir bænda. — Aft- ur á móti hafa þeir lokað augun- um vandlega fyrir þeirri stað- reynd, að maður, sem tók sér fyr- ir hendur að rita um „verslunar- ólag“ þjóðarinnar, fjallaði ein- göngu um verslunar- og ábyrgðar- skipulag samvinnufélaganna, sem höfðu staðið í fullum skilum við alla sína lánardrotna, en vatt sér þegjandi fram hjá verslunar- og fésýslufyrirtækjum samkepnis- manna — skoðanabræðranna, þar sem óreiða, fésukk, sviksemi og takmarkalaus misbeiting svo- nefndrar takmarkaðrar ábyrgðar hafði alt til samans þá þegar valdið gífurlegum fjártöpum bankanna og sem hefir átt megin- þátt í öllum þeim ógurlega fjár- hagsáfamaði, sem þjóðin hefir ratað á: — fjártöpum peninga- búðanna, sem nema munu á þriðja tug miljóna króna, viðvarandi dýrtíð og sligandi vaxtakjörum! Birni Kristjánssyni verður ekki brugðið um greindarleysi. Allir vita, að maðurinn er fjölgáfaður. Fyrir því verður honum ekki und- ankomu auðið í skjól fáviskunnar, þegar framkoma hans er brotin til mergjar. Með framangreindar staðreyndir í baksýn, verður „Verslunarólagið“ hróplegra þjóð- málafals en dæmi erutiláðurogsíð an í stjórnmálabaráttu Islendinga. — Annai’svegar margþætt atlaga, reist á tilbúnum og ranghverfð- um ástæðum, greidd á mestu hættutímum, sem komið hafa yf- ir verslunarsamtök bænda, hins- vegar lævísleg þögn um f jármála- syndir og óreiðu samhei’janna, er þjóðmálahlutdrægni, sem liggur hverjum manni í augum uppi og setur varanlegan óvirðingarblett á nafn þess manns, sem fremur þvilíka óhæfu undir yfirskyni ætt jarðarumhyggju. Kjarninn í árásum B. Kr. á samvinnufélögin, eins og þær komu fram í „Verslunarólaginu" og hafa síðar birst í skrifum Ihaldsblaðanna er, að félögin hafi verið dregin inn í flokkspólitík (sjá „Vól.“ bls. 30 og víðar), að forystumenn í samvinnu- málum, sem stofnuðu og bygðu upp Samb. ísl. samvinnufélaga (Hallgr. Kristinsson, Pétur Jóns- son o. fl.), hafi verið pólitískir æfintýramenn, sem hafi kostað kapps um að binda sem flesta bændur á „skuldaklafann“ (sjá „Vól.“ bls. 62), til þess að ná á þeim pólitísku tangarhaldi og tryggja sér stöður og völd. Kveð- ur hann þá menn munu „setja öll jám í eldinn til að halda við ástandinu sem er“, af því að þeir séu búnir „að búa svo vel í hag- inn fyrir sig við kaupfélags- menskuna“ (sjá „Vól.“ bls. 47). — Svo freklega gengur B. Kr. fram í ósvifni, að hann bregður Pétri Jónssyni á Gautlöndum, ein- hverjum grandvarasta stjóm- málamanni Islendinga um, að hann hafi borið fram frumv. um einkasölu á kornvörum undir fölsku yfirskyni, hafi látist ætla að tryggja búfé bænda fóður í hörðum vetrum, en hitt hafi ver- ið aðaltilgangurinn, „að Samband- ið gæti með því móti notað ríkis- ; sjóðinn sem forðabúr og að það ! gæti fengið þar ótakmarkað vöru- | lán“ (sjá „Vól.“ bls. 58)*. Engin maður, nema B. Kr., hefir brigsl- að Pétri á Gautlöndum um undir- ; ferli og eigingimi í afskiftum hans af stjómmálum. Var áburð- | ur þessi því fremur í ósamræmi við „kærleikslögmálið" sem hinn I sakborni maður var dáinn og gat i ekki borið af sér óhróðurinn. | Þungamiðjan í öllum þeim kyn- ; lega uppspuna, sem B. Kr. og j samherjar hans hafa á lofti hald- ■ ið er þá sú, að Framsóknarmenn ; vilji, af pólitískum ástæðum, við- halda skuldaverslun bænda, sem á íhaldsmáli er kölluð „hin ill- illræmda láns- og vöruskiftaversl- un“. Telja þeir hana vera hina *) Til rúmsparnaðai’ er hér að sinni látið nægja að vísa í heimildiiia. En ef B. Kr. og samherjar hans vilja mótmæla þessum áburði, skal hann samstundis rökstuddur með upp- prentunum úr „Verslunarólaginu".

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.